Lögberg - 02.03.1907, Side 1

Lögberg - 02.03.1907, Side 1
Þakklæti! Vir þökkum öllum okkar íslenzku viðskifta- vinum fyrir gðð viðskiíti síðastliðiö ár og óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár. Anderson & Thomaa, Hardware & Sporting Goods. I3S Maln Str Toleftione 338 Yér heitstrengium aö gera betur viö viðskiftavini vora á þessu ári en á árinu sem leið, svo framarlega að þaö sé hægt. Anderson A Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 Main St. Telephene 339 20. 'AR. II Winnipeg, Man., Laugardaginn, 2. Marz 1907. NR. 9 Landamerkja- málið sama sem utkljáð Kröfur Manitobafylkis uppfyltar. — Yfirlýsing frá Laurier-stjórninni. / Sir Wilfrid Laurier hefir lýst yfir því í sambandsþinginu 27. f. m., að honum þyki landamerkja- kröfur Manitobafylkis sanngjarn- ar, og fallist á þær aS því er landa merkin snerti ab norfSan og vest- an. Eftir því verSur strandlengjan, sem fylkið faer viö Hudsonsflóann 500 mílur. Um þetta er enginn ágreining- ur. Nú stendur áð eins á lítilfjör- legum ágreiningi milli Ontario og Manitoba. Nákvæmar i næsta blaði. íslenzki þingmálafund- urinn í Vestur-Wpg. Aö kveldi hins 27. f. m. hélt Mr. T. H. Johnson þingmálafund meö íslenzku kjósendunum í hinu nýja kjördæmi þessa bæjar, Vest- ur-Winnipeg. Fuwdurinn var haldinn í sal Good Templara á Sargent ave. og var vel sóttur. Fundarstjóri, dr. B. J. Brand- son setti fundinn laust eftir klukk- an 8 síðd. Ræöumenn af flokki ísl. liberala voru: M. Paulson, W. H. Paulson og þingmannsefniö, T. H. John- son, og af flokki Mr. McKims J. Peterson. Enginn íslendingur birtist á þessum fundi, er flytja vildi ræðu til varnar conservatíva þing- mannsefninu, Mr.Sharpe, og bauð fundarstjóri þó hverjum sem vildi ag koma upp á ræöupallinn í því skyni, en þaö var'ð árangurslaúst. Fyrsti ræðumaöurinn var Mr. M. Paulson. Hann tók aöalmálin, sem nú eru á dagskrá, til ítarlegr- ar athugunar, landsölumáliö, fjár- málaráðsmensku Roblin- stjórnar- innar, jámbrautamálið og bind- indismáliö, og sýndi fram á hve hraparlega fylkisstjórnin heföi brugöist kjósendum sinum í þeim öllum. Erindi sitt endaði hann méð velvöldum meðmælum með Mr. Johnson sem þingmanni. Næsti ræðumaöurinn var Mr. J. Peterson, stuöningsmaöur Mr. M-cKim. Hann byrjaði á aö setja ©fan í við Lögberg fyrir það, áð blaðið heföi sagt aö Roblin- stjómin heföi sent Mr. McKim út i þessa kosningabaráttu, og lýsti yfir að svo væri eigi. Sýndist slikt óþarfi, þar eö lesendum Lög- bergs er kunnugt um aö blaöi'ð hefir aldrei nefnt nafn Mr. Mc- Kims i því sambandi; en þó aö ræðumaður hafi eflaust sagt þaö satt, aö hann vissi ekki til þéss, aö Roblin-stjómin stæöi á bak viö flokksleiötoga hans, útiloka'öi þaö engan veginn þann möguleika, aö svo gæti verið. Ræöumaðurinn útskýröi stefnu- skrá flokks síns, meö nokkmm orðum, og skirskotaði því að lok- um til manna að yfirvega vand- lega áður en þeir sendu mann á þing, hvort eigi væri heppilegast aö senda þangað þann fulltrúa, er engum flokki væri háður. Þá talaði næst Mr. W. H. Paul- son. Ræddi hann aðallega um landamerkjamáliö og hina sví- virðilegu sölu Roblin-stjórnarinn- ar á fylkislöndunum. Kvað hann sér sem borgara þessa fylkis, sárna, er hann sæi svo ráöleysis- lega farið meö innstæðufé fylkis- ins, sem raun heföi oröið á í tiö Roblins. í þvi sambandi gerði hann meðal annars samanburð á söluaðferö Dominion-stjórnarinnar á skólalöndunum hér í fylki, og söluáðferð fylkisstjómarinnar á löndum, sem hefðu sömu kosti til að bera, og nefndar skólaland- eignir, lægju i sömu héruöum og þær, en hefðu veriö seldar fyrir tvítugfalt minna verð af Roblin- stjórninni, eða vel það. Síðastur talaði þingmannsefnið, Mr. T. H. Tohnson. 1 Hann tók þáð fram, að sér væri það mikið ánægjuefni, hvernig sér sem íslendingi væri tekið meðal enskumælandi kjósenda kjördæm- isins. Það væri langt frá jþví, að það rýrði nokkuð fylgi sitt meðal þeirra, að hann væri af islenzku bergi brotinn, heldur fyndi hann þáð þvert á móti daglega, að þeir bæru bæði traust og virðingu fyr- ir þjóðflokki vorum og starfi hans í þessu landi. Þó kvaðst hann vita til þess að atkvæðasmalar Mr. Sharpes notuðu þjóðerni sitt sem síðasta örþrifaráð við kjósendur, á móti kosningu sinni, er öll önnur sund væru lokúð. En sem betur færi væri slíkum ástæðum alrnent mjög illa tekið. I Þá mintist hann næst á fána- máliö, og sýndi fram á, að það mál hefði eingöngu veriö vakið upp til að afla stjórninni fylgis, því að raun væri orðin á því, áð þar sem stjórnin þættist þess full- viss, að Þetta ákvæði mundi spilla fyrir sér, svo sem hjá Mennonít- um, hefði hún veitt undanþágu frá því; enda hefði slík fyrirskipun verið algerlega óþörf, þar eð aldr- ei nokkurn tíma hefðu komið fram nokkrar umkvartanir um, að inn- flytjendur hingað hefðu verið ókonunghollari en aðrir þegnar Bretakonungs. Viðvíkjandi raflýsingarmálinu endurtók Mr. Johnson loforð sitt til kjósendanna, um að fá úr gildi numið ákvæði þaö, er því er til hindrunar, að bærinn geti sjálfur tekið að sér sölu á rafurmagni, til i'önaðar og ljósa í húsum, ákvæði það, sem Roblin-stjórnin í tvi- gang heföi neitað að fella úr gildi. Næst drap hann á meðferð fylk- isstjórnarinnar á bindindismálinu, og kvað slíka aðferð eins dæmi í sögu nokkurs lands, ,þar eð stjórn- in heföi ekki látið sér nægja að rjúfa öll loforð sín, í því máli, heldur hefði hún gengið feti lengra, fært út kviar vinsölumann- anna og margfaldað vinsöluleyfin í fylkinu. f sambandi við bindindismálið gat hann þess, að gagnsækjandi sinn, Mr. Sharpe, hefði lýst yfir því, a'ð hann mundi beita áhrifum sinum til þess, að eigi yrði fjölgað vinsölustöðum í þessum hluta bæj- arins; en af því leiddi, að áfengis- salinn á Logan avenue yrði einn um hituna hér í Vestur-Winnipeg. Fyrir sitt leyti kvaðst Mr.Johnson ( mundi berjast fyrir því, með oddi °S eSS> að þetta eina veitingahús í vesturbænum yrði svift veitinga- leyfinu, og engum öðrum veitt það. A'ð því er Ridd-Gerry málið snerti, bað þingmannsefnið menn að hafa það hugfast,að hann hefði ekki bendlað gagnsækjanda sinn við þau kaup. Það sem hann hefði sagt því viðvíkjandi hér á fundi á'ður, væri, að nafn Mr. Sharpe væri á hagskrá “Anglia Land and Lumber Co.“, og lög- gildingarskjal félagsins sýndi að nefndur Sharpe væri $1,000 hlut- hafi í því. Þetta væri hann reiðu- búinn að sanna hvenær sem væri. Oss var áður kunugt um það, hve ágætur ræðumaður Mr. John- son er, þegar hann mælir á enska tungu. Hitt vissum vér ekki, að hann hefði jafn-góð tök á islenzk- unni, bæði að þvi cr snertir gott mál og að hrífa áheyrendurna, er hann talaði, eins og raun varð á þetta kveld. Var svo fundinum slitið með árnaöarópum fyrir konunginum og þingmannsefninu. Hvers er að vœnta af Mr. Sharpe? Fyrir nokkru síðan réöist Win- nipeg i það stór-fyrirtæki, að leiöa rafurmagn austan frá Win- nipeg River hingað til bæjarins. Á aö lýsa «pp með þvi borgina og brúka afl þess til að knýja vélar við iðnaðarstofnanir í bænum. Kostnaðurinn, sem bæjarbúar takast i fang me'ð þessu, nemur mörgum miljónum dollara. Lang- ar þá þess vegna til að nota þetta rafurmagn til að lýsa upp hús og heimili fólks yfir höfuð í bænum. Með því gætu bæjarbúar fengið ljós í hús sin, að minsta kosti helmingi ódýrri en nú á sér stað. Og bærinn um leið haft af því stóra tekjugrein. En svo stendur á, að til þess að bærinn geti selt rafurmagn til aö lýsa upp hús i bænum, þarf hann að fá lagaákvæði frá fylkisþing- inu, sem heimili honum þaö. Það hefir nú bæjarstjórnin reynt að fá, ár eftir ár, en Roblin-stjórn- in þverneitað að veita það. Þetta mundi mönnum liklega finnast undarleg meinbægni af Mr. Roblin, ef ekki stæði svo á, að Mackenzie & Mann eru mennirn- ir, sem við þurfum að kaupa ljósin af nú, og verðum að gera framvegis, ef Roblin-stjórnin sit- ur að völdum. Þegar þess er gætt, að þeir eiga hlut að máli, þá fer ekki áð sýnast undarlegt þó Mr. Roblin fari ekki að leyfa bænum neina samkepni. Þeir vilja það síður, Mackenzie & Mann, sem éðlilegt er. Og það er vitanlegt, að Roblin- stjórnin vill ekki, getur ekki gert neitt, sem kemur í bága við hags- muni þeirra. Það er komið í ljós fyrir löngu að þáð er ekki Roblin-stjórnin, heldur Mackenzie & Mann, sem ráða málum Manitoba, að svo miklu leyti, sem þau á nokkurn hátt geta snert þá. Mr. Sharpe hefir lýst yfir þvi, að hann hafi ekki neitt að athuga við athafnir Roblin-stjórnarinnar. Það er því engrar réttarbótar að vænta fyrir bæinn í þessu máli, þó Mr. Sharpe komist á þing. Þar á móti hefir Mr. Johnson, þingmannsefni liberala í Vestur- Winnipeg, heitið að gera sitt itr- asta, verði hann kosinn, til þess að útvega Winnipegbæ þessi mikil- vægu réttindi. -------o------- Roblinstjórnin hefir látið það uppskátt, að hún telji meiri feng i fylgi eins vinsölumanns, en tíu Good-Templara'. Flestir ísl. Good- Templarar munu eiga heima i nýja kjördæminu, Vestur-Winnipeg. Vér erum vissir um aö þeir sýna Roblinstjórninni það, að einum vinsaia tekst ekki að kaupa fylgi hverra tiu þeirra Roblinstjórninni til handa við þessar kosningar. Loforðasvik Roblin- stjórnarinnar, Þaö hefir heppilega verið kom- ist svo að oröi um Roblin-stjórn- ina, að hún væri sú “óhaldinorð- asta sem nokkurn tíma hefir setið að völdum } Manitoba’’, enda mun flestum fylkisbúum kunnugt um, að hún hefir rofið flest heitin, sem hún gaf kjósendum sínum. Skul- um vér hér á eftir nefna nokkur dæmi þvi til sönnunar. Fyrsta greinin i stefnuskrá henn- ar var á þá leið, að fjárhagur fylk- isins hafi verið í voðalegu ólagi, þess vegna sé nauðsynlegt að koma á þeim sþarnaði í fram- kvœmdarstjórninni að tekjur og útgjöld komist í jafnvcegi. Aumar hafa efndirnar orðið á því loforði. Bæði stjómarkostn- aðurinn og útgjöldin hafa aukist svo hundruðum þúsunda skiftir og Mr. Roblin, er var flutningsmaður þessa ákvæðis, hefir sem stjórnar- formaður, árið sem leið eytt ^í.854.579 á móts við útgjöld lib- eral stjórnarinnar $837,887 árið 1898 og $942,361 árið 1899. —Enn fremur átti fylkið um tuttugu milj- ónir dollara virði af löndum þegar Roblin-stjórnin tók við því, en nú er mest alt af því landi farið, en ekkert komið í aðra hönd nema að þingmannadilkar Jylkisstjórn- arinnar eru sumir orðnir sterk- ríkir menn, verandi áður blásnauð- ir að sögn. Roblin-stjórnin lofaði að fækka ráðgjöfunum, svo þeir yrðu ekki nema þrír. Hún hefir svikið það. Ráðgjafarnir eru fimm eins og þeir voru. En þess utan hefir stjórnin safnað að sér miklum sæg af skrifstofuþjónum og undirtyll- um, sem launaðir eru af almennu fé, aðallega til pólitískra snúninga í hennar þágu. Roblin-stjórnin lofaði að færa laun þingmannanna niður í fjögur hundruð dollara. Fyrsta stjórnar- ár hennar voru laun þeirra $700. Síðan $400, þangað til 1905, þá hækkuðu launin upp í $500 eins og þau voru undir Greenway-stjórn- inni, 1906 hækkuðu þau upp í $700 og í ár eru þau ákveðin $500, sjálfsagt vegna kosninganna. Roblin-stjórnin lofaði að greiða fyrir innflutningi. Hún hefir efnt það loforð þannig, áð hún hefir beinlínis hnekt innflutningnum með þvi að selja stórsvæði af fylkislöndum — er vitanlega voru ætluð landnemum — gróðabralls- mönnum og látið þá sprengja upp verð landanna við innflytjendur og gera þeim þannig erfitt og ill- kleyft að eignast þau. Roblin-stjórnin lofaði að auka styrk þann, sem skólunum í fylk- inu er veittur á ári hverju. Hún sveik það þrátt fyrir þaö þó tekj- ur hennar hefðu árið 1905 aukist nærfelt tvær miljónir og hún feng- ið um 400 Þús. meiri skólafjár- veitingar frá sambandsstjórninni, en Greenway-stjórnin á síðustu fimm árum. Þrátt fyrir alt þetta hefir Roblin-stjórnin samt BKKI AUKID fjárveitingu til NOKK- URS EINASTA skóla í fylkinu. Fjárveitingarnar eru eins og þær voru undir liberalstjórninni 130 dollarar til skólans. Roblin-stjórnin lofaði að koma upp iðnaðarskóla j fylkinuftechni- cal schoolj. Hún hefir svikið það. Enginn iðnaðarskóli verið bygður. Jarðyrkjuskólinn, sem lofað var, hefir verið bygður, en til bygging- ar hans hefir verið varið stórkost- legri fjárupphæð, sem fylkisstjórn- in hefir ranglega svift almennu skólana. Roblinstj. lofaði að leysa úr járn- brautar-vandræðum fylkisins. Hún hefir efnt það þannig, að hún minkaði járnbrautarsamkepnina, svo að nú eru hér að eins tvö járn- brautarfélög í stað þriggja, er hér voru, þegar stjórnin tók við, en bægt hefir hún frá tveimur öðrum félögum, er sóttu um að leggja hér járnbrautir um fylkið. — Þar að auki hefir Roblin-stjórnin lagt fylkinu á herðar yfir tuttugu milj- ónir dollara ábyrgð fyrir C. N. R. félagið, þar sem fylkið hefir ekk- ert haft upp úr nema verri sam- göngur, minni járnbrautasamkepni og það, að stjórnin hefir lýst opin- berlega yfir því, að hún geti nú engin yfirráð haft yfir þessu járn- brautafélagi, en verði samt að halda áfram að láta fylkið ábyrgj- ast allar brautir, sem það leggur hér, sem er sama sem að segja að C. N. R. félagið sé einrátt í járn- brautamálum fylkisins, og í raun réttri hefir félagið sýnt, áð baS á og starfrœkir Roblin-stjórnina í sínar þurfir á kostnað fylkisbúa. Roblin-stjórnin lofaði að greiða fytir bindindismálinu eftir þvi sem fylkisstjórnin hefði Vald til. — Hvernig það loforð var svikið er öllum fylkisbúum svo kunnugt að óþarft er að fjölyrða um það. Nægir að eins að benda á, að stjórnin byggir nú allar framtíðar- horfur sínar á áfengissölunum og áhrifum sterkra drykkja við kosn- ingarnar, og hefir margfaldlega þrengt upp á sveitirnar vínsölu- lej’fum í óþökk við íbúana, að eins til áð halda hylli vinsalanna. Þetta eru að eins örfá dæmi. Yfir höfuð hefir Roblin-stjórnin gengið svo langt í þvi að rjúfa loforð sín, og að misbrúka stjórn- arréttindi sín, næstliðin sjö stjórn- arár, sem hún hefir framast dirfst laganna vegna. o

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.