Lögberg - 14.03.1907, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. MARZ 1907
ELDRA OG YNGRA.
A ferð um nótt.
1872.
Getur ei röSull sökst i sjá,
Situr hann uppi’ á háru földurn,
Vorgolu hreifSum Ægis öldum,
Liðinn'i blund-mók, berst hann á.
Sveipar nú andi sunnan-vinda
Sólroða-ský um fjallatinda —
Stjörnunum einum ofbjart þótt
Eflaust hefir að vaka’ i nótt.
Tötrug-hypja.
1875-
Hypjuð, rifuð, rykt og skæld,
Ræfla-kistla ber hún.
Títu-prjónum negid og næld
Niður og saman er hún.
“Gaa aldrig paa Accord mcd Slethcden.
Orðtak Þ. G. Repps.
1884.
Vertu aldrei vinnumaður varmenskunnar,
Þó hún bjóði gull og goðorð!
Gamli Hreppur setti’ i boðorð.
Hindrunarlaust.
1897.
Berðu aldrei bönd að þeim,
Sem býr sig eitthvað fram á leið,
Þó hann með þér hlaupi’ ei heim
A harða-spretti alt þitt skeið. —
Kraft hans reyn að hvetja betur
Hvíldum með, eins langt og getur.
Ef áframhald er átt hans bara,
Auðnan kennir lengra’ að fara.
Stefnu-festan.
1893.
t
‘Áliti mínu ég aldrei hef breytt!”
Áttræða guðsbarn, þú fékst aldrei neitt.
Heims-veldi.
1906.
Þú sem um heims-mál og heims-veldi þreytir
Þinn hug, þú ferð villur ef á því þú herðir!
Hver lifandi framtíð á lögmál sem breytir,
Sem liðar í sundur, sem eykur og skerðir.
Ef einn yrði hirðir og ein yrði hjörðin
Er aldauð úr sögunni himinn og jörðin.
Almanna-rómUrinn.
1907.
Þeir sögðu áður ilt um hann
Sem upphafs-lið í prett og tjónum.
Og niðri fyrir flestum brann
Hvað fast í sig hann læsti klónum.
Þeir sáu ’ann Auð með eigin sjón —
Og af því fór þeim líka’ að volgna —
Sem átti marga millíón,
Að miklu leyti frá þeim stolna.
En bærinn hafði búist um,
Því bezta tjaldað á hans götum,
Með fólk i þvögu’ og þyrpingum,
Öll þjóðin gekk í spari-fötum.
Og kropið hafði þegn og þing
Með þakkar^gerðum, við hans stóla,
Og blessun fyrfr blóð-pening —
Hans bóta-gjöf til kirkju’ og skóla.
En þakklætið ei þangað rann,
Né þrotin björg, sem á hann sníkti. —
Að geta orðið eins og hann,
Var óskin, sem hjá flestum ríkti!
Því sérhvert vald og uppheíð er
Oss öfundsvert, hvað 1 jótt sem grunar
Og annars vonzka er verst sem þár
Þinn vesaldómur fyrirmunar.
Að stela aldrei fólki frá,
Er fornyrði, og ilt að sanna.
En það sem falsið fellur á
Er fvrirlitning þorra manna. —
Nú fanst mér grenja glópur hver,
v Sem g" )ti uppi’ á stétt og haugi:
“Sko, alc vort fjas um flekk á þér
Var fyntíni tóm — og sagt í spaugi.”
Ófœrðin.
1907.
Þegar í höku hleður snjá
Húsa-þökum stprmur á:
Minar stökur þora’ ei, þá
Þórra-vöku, bænum frá.
Stephan G. Stephansson.
Fréttir frá Islandi.
%
Reykjavík, 6. Jan. 1907.
Á nýársdag tóku Goodtemplar-
ar á vald sitt “stærsta vígi Bakk-
usar” hér á landi; “Hótel ísland.”
Húsið keyptu þeir í suinar, sem
kunnugt er og var þeim nú afhent
það um áramótin.
Sakir þessa merkilega atburðar
í sögu Templara efndu þeir til
skrúðgöngu mikillar á nýársdags-
morguninn. Hófst hún í Templ-
arsundi kl. ()Yz árdegis. Fóru í
fararbroddi þrjú hu^idruð barna
og því næst gengu “stúkurnar”
hver af annarri og Var rnerki bor-
ið fyrir hverri. Þrír mervn gengu
jafnan samsíða, en utan fylkingar
fóru nokkrir menn borðalagðir og
skipuðu fyrir um gönguna.
Það prýddi mjög för Templara,
að mörg börnin báru islenzka fán-
ann á stöngum og tveir stórir fán-
ar íslenzkir gnæfðu yfir flokkinn.
Þótti áhorfendum mikið til koma
og haf Templarar hlotið maklegt
lof fyrir þá smekkvísi.
Förinni var fyrst beint vestur í
bæ og síðan til baka um Strand-
götu og Hverfisgötu. Þá um
Vitastig og niður Laugaveg, suð-
ur Þ ingholtsstræti, niður Skál-
holtsstig og Laufásveg, norður
Lækjargötu. Voru hinir fremstu
komnir móts við pósthúsið þegar
hinir síðustu gengu hjá Skóla-
bókasafninu. Var farið um Póst-
hústræti, Strandgötu og Aðal-
stræti að “Hótel ísland”. Þar
námu flokkarnir staðar og dreif
að fólk hvaðanæfa. Þar var ræðu-
stóll ger nær sex álnum fypir jörð
ofan, fram úr horni hússins, því
er veit að Aðalstræti og Austur-
stræti. Hann var svipáður fána
Islands. Kom þar fram Guðm.
læknir Björnsson og flutti lýðnum
ræðu. Taldi, hversu reglunni
hefði vaxið fiskur um hrygg frá
því er hún hófst fyrst og hversu
j miklum sigri það sætti, er þetta
! rammeflda “brennivínshús” væri
I nú gert að “bindindishúsi”.
j Að lokum voru sungin ættjarð-
arkvæði og hrópuð árnaðaróp fyr-
ir “reglunni”. Raufst því næst
safnaðurinn.
Síödegis gerðu Templarar veizlu
j mikla og glæsilega i höll þeirri
hinni nýju. Stóð hún með hinum
prýðilegasta mannfagnaði langt á
nótt fram. Þar var dans og söng-
ur, ræður fluttar og ljóð lesin og
áð öllu hinn þezti gleðskapur.
1 Vel mega Templarar því fagna,
að “mikinn dólg hafa þeir hér að
velli lagðan“, en þó er mikið ó-
unnið enn, því að:
1 “Bakkus víða vígi hefur
í vafin prýði, smá og stór:
| Fischer, Brýði, Thomsen tefur
Templara-lýð og Bensi Þór.”
Hnausar í Húnavatnssýslu eru
seldir. Hefir Steingrimur Snikk-
ari Guðmundsson keypt þá á l^,-
000 krónur. en Magnús bóndi í
Hnausum keypt aftur húseign
Steingríms við Bergstaðastræti í
Reykjavík fyrir 35 þús. kr.
I —Ingólfur.
I , '
Reykjavík, 12. Jan. 1907.
Eskifjarðarbláðið Dagfari er,
hætt að koma út þar með þéssum
áramótum, og á að steypa, því
saman við Ingólf hér í Reykjavík,
og þeir að verða báðir ritstjórar
fyrir honum, Benedikt Sveinsson
j og Ari Jónsson. Samsteypa á að
komast á i næsta mánuði.
Nú er taugaveikin það í rénun,
að ekki sýktust nema þrír vikuna
sem leið.
Asahláka fyrri part vikunnar,
vann til muna á snjókyngi því, er
hé rvar komið, þótt mikið sé eftir
enn. Nú útsynningur dag eftir
dag.
“Skólablaðið” heitir nýbyrjað
hálfsmánaðarblað, á stærð við
Ingólf, gefið út af Flensborgar-
skólakennurunum og með styrk úr
kennarafélagssjóði (2f>o kr.J. Rit-
stjóri er Helgi Valtýsson kennari
í Reykjavík Hlutverk blaðsins er
! að “ræða öll þau mál, sem að ein-
hverju leyti lúta að ,skólahaldi,
kenslu, barnauppeldi, andlegu og
líkamlegu”. Blaðið er sélegt út-
lits, fyrsta tölublaðið, sem kom út
' 15. þessa mánáðar.
j Heilsuhælisfélagið. Nokkuð á 4.
þúsund ("3200 kr.ý hefir fengist
hér í bæ i ársgjaldaloforðum, og
1,400 kr. að auk í æfigjöldum. Og
I i Garðahreppi (Hafnarfirði aðal-
'legaý 7 eða 800 kr. \ árg^aldalof-
orðum. Ví'ðara hefir ekki til
spurzt enn.
Hér í bæ andaðist 15. þ.mán.
ekkjan Sigríður Sveinsdóttir pró-
fasts Níelssonar á Staðarstað
(á. 1881J, og fyrri konu hans,
Guðnýjar Jónsdóttur prófasts á
Grenjáðarstað, alsystir Jóns heit-
ins Aðalsteins Sveinssonar kenn
ara (á. 1894J, en hálfsystir Hall-
gríms biskups. Hún varð rúm-
lega hálf áttræð, f. 11. Júlí 1831.
Hér lézt á Landakotsspítala 14.
þ.m. Þórður Lárusson éKnudsen)
sýsluskrifari frá Arnarholti, mað-
ur um sextugt.
Hinn 14. Des. f. á. andaðist í
Hafnarfirði Stefán Signrðsson
trésmiður. Hann fæddist 9. Apríl
1858 að Saurbæ í Vatnsdal.
—Isafold.
“Steinöldin“ heitir steinsteypu-
félag, sem nýstofnað er á Akur-
eyri. Ætlunarverk þess er að
steypa smáa sandsteina, þakhellur
gangstéttahellur o. s. frv. Verkið
er byrjáð á Akureyri, en á næsta
sumri ætlar félagið einnig að hafa
verkstöð í Skagafirði.
Góður afli er á Seyðisfirði,
þegar gefur á sjó, segir Norðri,
23. Nóvember.
Samkomuhús segir Norðri að
nú séu til í ýmsurn sveitum nor'ð-
anlands. „Þau eru sumstaðar
notuð á þann hátt, að þau stuðla
mjög að því að efla andlegt líf og
framkvæmdarsaman félagskap. í
Mývatnssveit og Ljósavatnshrepp
eru þau notuð til þess að halda
í þeirn unglingaskóla á vetrum.
Samkomur til gagns og skemtun-
ar eru haldnar í þeim og er ekki
unt að segja, hve mikið óbeitilínis
gagn getur leitt af • slikurn sam-
komum, en það er víst, að mikið
er það.
I’ Mývatnssveit og Reykjadal
og ef til vill víðar, er orðin föst
regla, að halda fundi í þinghús-
unum á hverju hausti, þá er mestu
haustönnum er lokið; nefna þeir
þá fundi “Slæjur”. Menn koma
þar saman til að skemta sér,
minnast liðins sumars með ræðum
og stundum með kvæ'ðum. Svo eru
ræður haldnar til skemtunar og
fróðleiks og koma þá fram ýmsar
hugmyndir og tillögur, og af þeim
fræjum, sem þannig er sáð, kann
margt gott að spretta fyr eða síð-
ar. Að öðru leyti skemta menn
sér með söng, dansi, glímum o. s.
frv.”
Blaðið telur þessar skemtanir
og vænlegar til gagns, og spyr
hvort fleiri sveitir vilji ekki reyna
hið sama.
Barnaskólahúsið á Vopnafirði
hið nýja var vígt 1. f. m. Alt að
því 20 börn eiga að fá þar heima-
vist.
Nýja skólahúsið á Eiðum á að
vera steinsteypuhús, 24x14 álnir á
stærð, og hefir Þorsteinn kaup-
rnáður Jónsson í Borgarfirði tek-
ið að sér að byggja það fyrir
13,000 kr.
Fáskrúðsfirðingar hafa með
samskotum innan hrepps reist
barnaskólahús í Búða-kaupstað,
8x11 álnir, tvílyft og vel vandað.
Málsókn hefir Sigfús Eymunds-
son útflutningsstjóri hafið gegn
blaðinu Dagfara fyrir grein,
sem það flutti í sumar um vestur-
farir.
Norðfjarðarsíminn á að leggjast
næstk. vor og annast Th. E. Tul-
inius um lagningu hans. Kostn-
aður áætlaður 15 þús. og leggja
Norðfirðingar til 5 þús. af því fé.
Tvö ný blöð segir Norðri vænt-
anleg á Akureyri nú um áramótin,
bæði hálfsmánáðarblöð, og verði
H. Ó. M'agnússon kennari rit-
stjóri annars, en Eggert Einars-
son gosdrykkjasali hins.
Á fundi Pöntunarfélags Fljóts-
dæla 13. og 14. Nóv. var rætt um
að koma upp slátrunarhúsi ein-
hversstaðar þar feystra og 4 menn
kosnir til að leita upplýsinga og
gera áætlanir um kostnað .
Sígurður Jónsson fangavör'ðtiT
hefir fengið lausn frá 1. Septem-
ber að telja.
Reykjavík, 9. Jan. 1907.
Sigurður Sigurðsson búfræðing-
ur fékk frá verkmannafélaginu
Dagsbrún fallega nýársgjöf, dýr-
indis göngustaf gullbúinn, með
fílabeinshandfangi, skornu af
Stefáni Eiríkssyni.
Dáinn er hér í bænum 3. þ.
m. Ólafur Þórðarson verzlunar-
maður í Hlíðarhúsum. Banamein-
ið var botnlangaveiki.
Gyðja heitir ný templarastúka,
sem stofnuð er hér í bænum af
stórtemplar, með 30 félagsmönn-
um. Æ. t. er Jón Árnason prent-
ari.
Reykjavik, ió. Jan 1907.
Úr Húnavatnssýslu er skrifað:
‘......Sumarið mátti heita gott
og hagstætt meðan heyannir stóðu
yfir. Sláttur byrjaði alment í 13.
viku sumars, en varð endasleppur
vegna storma um miðjan Sept-
ember. Heyskapartíminn þvi
stuttur, en heýfengur bærilegur
og nýting góð. Grasvöxtur víða í
meðallagi. Fjártaka í haust hjá
kaupmönnum óvenjulega mikil,
enda var verð á sláturfé óvenju-
lega hátt: pundið af kjöti 18—19
aura, af gærum 48 au., mör 25 au.
og ull 60 au. En fé var með lang-
rýrasta móti. Fjárfækkun ví’ða
töluverð og stafar bæði af miklum
lambadauða í vor og mikilli sölu í
haust. Samt má óttast heyþröng,
jafnvel þó vetur verði ekki harð-
ari en í meðallagi. Hrossafjöld-
inn keyrir fram úr hófi hjá al-
menningi, og engin stenst við því,
ef margt af þeim kernur á gjöf.—
Sjávarafli eftir mitt sumar var á-
gætur, einkum i Nesjunum, en fá-
ir höfðu not af honum vegna
mannfæðar. Verð á fiski 4, 5 og
6 au. pundið, og jafnvel hærra, ef
selt var Sveitamanni.....” s
Dáinn er Ari Jónsson bóndi • á
Þverá í Eyjafirði.
Botnvörpungur strandaði rétt
utan við Sandgerðishöfn á Mið-
nesi 6. þ.m. Menn björguðust all-
ir, en litlar eða engar líkur til, að
skipið náist út. Það liggur á skeri.
Skipið hét Venture, frá Httll, ný-
smíðáð og vel vandað.
Annar botnvörpungur er sagt
að strandað hafi við Garöskaga
aðfaranótt 14. þ.m.
Kappglíma á að fara fram á
Akureyri 1. Apríl 1907, kl. 5 síðd.
Glímt verður um verðlaunagrip
Grettisfélagsins: leðurbelti méð
silfutspennum. Glímufél. Grettir
biður þess getið, að öll glimufélög
landsins geti tekið þátt í þessari
kappglímu.
Dáin er nýlega, á Steinum í
Borgarfirði, Kristín Gunnarsdótt-
ir, ekkja Þorbjarnar Ólafssonar,
er þar bjó lengi (á. 1898J, en
móðir Gunnars kaupmanns Þor-
bjarnarsonar, merkiskona nær átt-
ræð að aldri.
Reykjavík, 23. Jan 1907.
Landfræðisfélag Ameriku í New
York hefir sæmt prófessor Þor-
vald Thoroddsen hinum stóra heið
urspeningi sínum (Daly-médalíuj
fyrir framúrskarandi störf \ þjón-
ustu landfræðislegra vísinda (“on
account of his preeminent service
to the science of Geography“ý.
Heiðurspeningurinn er kendur við
Daly æðsta dómara, sem var for-
seti félagsins. I félagi þessu, sem
er aðalfélag Ameríku í landfræð-
isvísindum, var próf.WillardFiske
eitt sinn skrifari um tvö ár ^1859
—1860). Þorv. Thoroddsen var
boðið að koma til New York til
þess að veita verðlaununum mót-
töku, en með því hann getur eigi
komið, verður heiðurspeningur-
inn á fundi félagsins afhentur
sendiherra Dana.
Það er gleðiefni fyrir ísland og
all^ góða íslendinga, að það á þó
einn mann, sem ber nafn þess út
um heiminn; óskandi væri að slík-
ir menn yrðu fleiri. Það hefir
mikla þýðingu fyrir land og lýð.
B. Th. M.
Thos. H. Johnson,
Islenzkur lögfrœBlngur og m&la-
fœrslumaSur.
Skrlfstofa:— Room 33 Canada Lifr
Block, suSaustur horni Portagi
avenue og Maln st.
tJtanáskrift:—P. O. Box 1364.
Telefön: 423. Winnlpeg, Man.
Hannesson & White
lögfræöingar og málafærzlumenn.
Skrifstofa:
ROOM 12 Bank of HamiltoD Chamb.
Telephone 4716
| Dr. O. Bjornson,
t Offick : 650 WILLIAM AVE, tel. 89 £
1 Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. ]
5 House: 6ao McDermot Ave. Tel. 4300
----
Office: 650 WMIiam ave. Tel, 89
| Hours: 3 to 4 & 7 to 8 p.m,
Residence : 620 McDermot ave. Tel.4300
WINNIPEG, MAN.
I. M. Cleglim, M D
iæknir og yftrsetumaðnr.
Heflr keypt lyfjabúðina á Baldur, og
heflr þvi sjálfur umsjðn & öllum með-
ulum, sem hann lwtur frá sér.
Elizabeth St.,
BAI.IHH, - MAN.
P.S.—Islenzkur túlkur viS hendina
hvenær sem þörf gerist.
A. S. Bardal
121 NENA STREET,
selur líkkistur og annast
um útfarir. Allur útbún-
aður sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minoisvarða og legsteina
Telepbone 3oO
Páll M. Clemens,
byggingameistari.
219 McDermot Ave.
WINNIPEG Phone 4887
1YT, Paulson.
selur
Giftingaleyflsbréf
MaþleLeaf RenovatÍBg Works
Karlm. og kvenm. föt lituð, hreins-
uð, pressuð og bætt.
TEL. 482.
Th. Johnson,
KENNIR PÍANÓ'SPIL ogTÓNFRÆÐI
Útskrifaður frá T Kenslustofur: Sandison
músík-deildinni við T Block. 304 Main St., og
ÍGu8t,Adolphus Coll. t 701 Victor St.
í ~3
Píanó og Orgel
enn öviðjafnanleg. Bezta tegund-
in sem fæst í Canada. Seld með
afborgunum.
Einkaútsala:
THE WINNIPEG PIANO &. ORGAN CO.
295 Portage ave.
itlimib eftir
— því að —'
Eddy'sByggingapapplr
neldut húsunum heitumj og varnar kulda. Skrífid eftir sýnishorn-
um og verðekrá til
TEES & PERSSE, LIH-
áGHNTs, WINNIPEO.