Lögberg - 28.03.1907, Blaðsíða 1
Þakklæti!
Vér þökkum öllum okkar íslenzku viðskifta-
vinum fyrir góð viðskiíti síðastliðið ár og
óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár.
Anderson <& Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
B38 Maln Str Telephone 339
Yér heitstrengium
a?5 gera betur viö viðskiftavini vora á þessu
á ri en á árinu sem leið, svo framarlega að
það sd hægt.
Anderson Sc Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
538 Main St. Telephone 339
20. AR.
Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 28. Marz 1907.
NR. 13.
Liberal klúbburinn
íslenzki heldur samkomu næsta
mánudagskveld (annan í páskumj
í samkomusal Good Templara á
Sargent ave. í heiSursskyni fvrir
íslenzku þingmennina nýkosnu, þá
Thomas H. Johnson og Sigtrygg
Jónasson, sem bátiir eru meSlimir
klúbbsins. Samkoma þessi verb- |
ur fyrir karlmenn aS eins, en auk |
meblima klúbbsins eru allir þeir
íslendingar vinsamlega boSnir,
sem veittu nefndum þingmönnum
fylgi við sibustu kosningar eba
hallast að stefnu frjálslynda
flokksins i landsmálum.
Á samkomunni verður skemt
með stuttum ræðum, söng og
hljóðfæraslætti og að þvi loknu
veitt kaffi og vindlar.
Ókeypis aðgangur bæði til |
skemtana og veitinga.
Svo er til ætlast, aö samkoman
byrji klukkan 7.30.
Fréttir.
Verðbréfahrun mikiö hefir ver-
ið í New York undanfarna daga,
og svo mikið kveðið að því, að
menn muna eigi til annars meira
síðan árið 1873. — Mest hefir að
þessu hruni kveðið hvað járn-
brauta verðbréfin snertir, sem á
fáum klukkutímum féllu um 10
prct.. Komst þá alt í uppnám á
kaupmannasamkundu borgarinn-
ar, og ýmsir töpuðu feiknafé á ör-
stuttum tíma. Helzt litur þó út
fyrir aö þessa fjármála gaura- ■
gangs verði lítið vart utan við;
New York. Eigi er fullkunnugt;
um, hvað komið hefir á stað hruni,
þessu í New York. en ýmsir eru á
þeirri skoðun, að járnbrauta auð-1
menn standi á bak við, og ætlan |
þeirra sé, aö fæla Bandaríkja for-
setann frá að halda til streitu!
stefnu þeirri, er hann aðhyllist nú
í járnbrautamálunum og miðar að
því að veita sambandsstjórninni!
fullkomið eftirlit og yfirumsjón [
yfir starfrækslu og fjármála- [
rekstri járnbrautarfélaganna.
Nýlega urðu tvö stórkostleg j
námaslys á Þýzkalandi. Annað í!
Kleinrolleln-námunum við For- j
back, þar sem sjötíu og fimm j
manns mistu lífiö, en tólf særð- [
ust; hitt í Saarlovis-námunum í
Rínarfylkjunum. Þar vildi slysið
til með þeim hætti, að taugin í
körfu þeirri, er námamenn eru
látnir siga í niður í námana, slitn-
aði, og féllu tuttugu manns, er í j
körfunum voru niður af tvö j
hundruð feta hæð og dóu allir j
samstundis.
Nefnd sú, er skipuð var til að
semja grundvallarlög fyrir Okla-
homa ríkið, hefir nvlega lokið því
starfi sínu. Hafði hún setið við
lagasamninguna hundrað og fimt-
án daga, og verður lagafrumvarp-
ið síðar lagt undir atkvæði íbúa-
hins nýmyndaða ríkis.
Vatnsflóð mikil hafa verið í
California um þessar nnyidir og
gert mikinn skaða. Þannig er t.
d. tjónið af þeim í einum bæ að
eins, Oroville, metið rúm sex
hundruð og fimtíu þúsund dollar-
ar. Viða hefir fólkið orðið að
flýja híbýli sin og nokkrir hafa
druknað.
Símskevti frá Vínarborg skýrir:
frá því, að nýgosnar séu upp j
megnar ofsóknir í Rumeníu gegn
Gyðingum þar. Hafa bændur
gert aðsúg að Gyðingum og brent
híbýli þeirra, svo að þeir hafa orð-
ið að yfirgefa landeignir sínar og
flýja. Er mælt, að i siðustu viku
hafi tvö þúsund Gyðingar flúið út
yfir landamæri Rúmeniu. Sagt er
að Gyðinga bandalagið í Vínar-
borg hafi gert ráðstafanir til að
greiöa fyrir flóttamönnunum.
Frumvarpiö sem lá fyrir brezka
þinginu um byggingu á neðan-
sjávar járnbrautargöngum undir
Englandssund, fékk mjög óvægar
viðtökur í báðum þingdeildunum,
og verður sjálfsagt ekkert af, að
það nái fram að ganga fyrst um
sinn.
Símskeyti frá Rómaborg getur
þess að 21. þ.m. hafi voðalegt
stórviðri geisað við vesturströnd
ttaliu og fjöldi skipa hafi þá rek-
iö þar á land og farist.
lög fyrir hið unga lýðveldi. Frjáls-
lyndi flokkurinn vill fá algert
fullveldi fyrir Cuba, og lítur horn-
auga til verndarvalds B .nd:ríkji-
manna. Rétt nýlega hafa aftur-
haldsmenn með tilstyrk Banda-
ríkjamanna komið því ákvæði inn [
í kosningarlögin, að útleadingar j
þeir, sem skatta greiði, skuli hafa j
atkvæðisrétt, eftir fimm ára dvöl á
eynni. Foringjum frjálsl. flokks-
ins finst þetta muni stefna til þess
aö gera Bandaríkjamönnum létt-
ara fyrir með að ná yfirráöum á
eynni, og höfðu því í heitingum
með að segja sig úr nefndinni.
Afturhaldsmenn fagna yfir þess-
ari fljótfærni liberala; þykir auð-
sætt, að afleiðingin verði sú, að
allir flokkar jafnt æski eftir vernd
Bandaríkja þar eð það þyki nú
ljóst orðið, aö eigi geti um heilt
gróið með hinum deilugjörnu eyj-
arskeggjum.
A áttamánaða tímabilinu, frá 1.
Marz síðastl., hafa liðug níutíu og
fimm þúsund innflytjendur fluzt
til Canada, eða um þrjátíu þús-
und fleiri en á sama tima næsta
ár á undan. Hlutfallslega hafa j
færri innflytjendur komiö frá j
Bandarikjunum á þessu tímabili
en í fyrra; fleiri aftur austan um
haf.
Nýlega hefir fundist í Atlanz- j
hafinu flakið af norsku skipi, er j
Skuld hét, frá Túnisbergi. Engir
menn voru á þvi. Haldið er að
skipinu hafi hlekst á i illviðrunum
miklu, fyrri hluta þessa mánaðar. i
Svo telst mönnum til að drukn- [
ið hafi viö austurströnd Norður-
\meríku á þessum vetri, sem nú
:r að enda,um tvö hundruð manns
Y99J. Fjögur stórskip hafa far-
st þar á vetrinum.
Frétt frá Toronto skýrir frá því
24. þ.m., að Joseph Phillips, for-
seti York County Loan félagsins, |
hafi verið dæmdur í fimm ára
fangelsi fyrir falskar skýrslur, er
hann hafði geíið stjórninni. Ákær-
ur um óleyfilegan fjárdrátt, sem
hafnar voru gegn honum, hafa
verið látnar falla niður. — Eins
og ýmsir af lesendum vorum ef-
laust vita, margir hverjir fyrir
persónulegt tap í viðskiftunum
við Y. C. L. félagið, varö þaö
gjaldþrota fyrir óráðvandlega
meðferð á fé þess af hálfu nefnds
Phillips.
'Fregmirnar um hungursneyðina
í Kína berast með skeyti hverju,
og virðist óöldin, sem þar ríkir,
fara sívaxandi. Nýkom.iar fregn-
ir frá Shanghai segja þannig að
meira sé um sjúkdóma, er að
mestu er kent vistaskortinum, en
nokkurn tíma áður. Fellur fólk
þar hrönnum saman at þessari ó-
áran. Þar að auki hafa vatnsflóö
upp í landinu gert óvenjulega
mikinn skaða á eignum manna og
svift fjölda fólks lífi. Svo lítið er
um vistir á stórsvæðum í landinu
að um langan tíma hafa íbúarnir
eigi haft annað til manneldis en ó-
matarlega grauta, ,gerða úr kart-
öflublöðum og vatni, en nú er sá
forði sagður mjög til þurðar
gt nginn.
Fyrir skömmu rakst enska skip-
ið Suevic á sker skamt frá Lizard-
höfða á Englandi. Skipið var á
leið frá Ástralíu til London meö
um fjögur hundruð manns innan-
borðs, þar af var hálft annað
hundraö ungbarna. Fyrir ötula
framgöngu skipstjóra og skips-
hafnar varð öllum borgið.
Mælt er að keisarahjónin
zku ætli að heimsækja Friðrik
anakonung elnhverntíma fV'rri
rt Júlímánaðar næstkomandi. —
makonungur hefir fyrir skemstu
tið veizlu hjá Þýzkalandskeis-
ara.
Hinn frægi loftsiglingamaður,
Santos Dumont, í Paris, hefir ný-
lega smíðað flugvél eina, er hann
ætlar að keppa á um tíu þúsund
dollara verðlaunin, sem heitin eru
fyrir flugvél er fara megi á hálfa
mílu fram og aftur. Það er vitan-
lega gert að skilyrði, að eigi megi
nota neinskonar loftbelg, er haldi
vélinni á lofti.
Svo sem kunnugt er, hefir nú
um marga mánuði verið fremur
byltingasamt á eynni Cuba. Sitja
Bandaríkjamenn þar og gæta friö-
arins, en nefnd manna af öllum
stjórnarflokkum situr á rökstólum
í Havana við að semja kosninga-
Norðan úr óbygðum.
Svo sem mörgum lesendum j
blaðs þessa er kunnugt, lagði
landi vor, Vilhjálmur Stefánsson, ]
kennari við Harvardskóla, í land-
könnunarferð norður í höf síðast-
liðið sumar. Einar Mikkelsen,
danskur maður, var formaður far-
arinnar. Var svo um talað með
þeim félögum,að Mikkelsen skyldi
halda skipi sinu frá Vancouver um
Behringssund og síðan austur með
ströndum til mynnis Mackenzie-
árinnar. Vilhjálmur átti aö fara
landveg, sem leið Hggur frá Ed-
monton niður með Mackenzie til
Herschel-eyjar, þar höfðu þeir
mælt sér mót í öndverðum Ágúst-
mánuði. Ætluöu þeir síðan að
leggja á stað áleiðis til Banklands
og hafa þar vetursetu.
En margt fer öðruvísi en ætlaö
er, og svo fór um þessa fyrirætl-
un. Vilhjálmi gekk förin ágæta
vel; kom hann til Herschel-eyjar
9. Ágúst, en greip þá í tómt. Skip
Mikkelsens var þá ókomið og
höfðu menn ekkert til þess spurt.
Tók nú að vandast málið fyrir
Vilhjálmi, þegar hver dagurinn
leið af öörum og ekkert bólaði á
skipinu. Hann hafði ekkert með-
ferðis þeirra hluta, er nauðsynleg-
ir voru til vetursetu, utan byssu
sína og skotfæri. Það bætti held-
ur ekki úr skák, aö þar urn slóöir
var hið mesta harðæri. Hafði lið-
ið langur tími (2 árj frá því
vöruskip hafði komið þar síöast.
Þegar öll von var úti um að skip
þeirra félaga myndi koma í fyrra-
haust, réðst Vilhjálmur vetursetu-
maður til Skrælingja nokkurs í
Steinnesi fShingle PointJ. Þótti
Skrælingjum hann hin mesta
happasending, sökum byssunnar
og skotfæranna.
Um mánaðamótin Október og
Nóvember, kom hvalaveiðaskip til
Herschel-eyjar. Flutti það þá
fregn, að skip Mikkelsens lægi
frosiö í ís hjá Barrpw-höfða, en sá
höfði er um 500 mílur vestur frá
eynni. Er með því útséö um, að
þeir geti lagt í norðurförina fyr en
síðla næsta sumars.
Vilhjálmur hefir * að nokkru
kannað héraöið umhverfis sig;
hefir hann farið 8 dagleiðir í vest-
ur frá aðseturstaö sinum. Á því
ferðalagi hafði hann tvo Skræl-
ingja með sér. Óku þeir á sleðum
og beittu hundum fvrir. Við
Skrælingjavatn fEskima LakeJ,
sem er um 50 mílur norðaustur af
Steinnesi, hefir enskur maöur,
Harrison að nafni, vetursetu. Er
hann þar á vegum landfræöiífé-
lagsins enska, að gera veðurathug-
anir, og eitthvað fleira. Til hans
bjóst Vilhjálmur við að flytja sig
nær miðjum vetri. Ætluðu þeir
þá í samlögum að kanna strand-
lengjuna austur að Kopar-á fCop-
permme River) eða lerigra, ef auð-
ið yrði.
Fremur lætur Vilhjálmur vel af
högum sínum, samt þykir honum
matreiðslu og kosti Skrælingja i
ýmsu ábótavant. Þeir hafa lítið
annað sér til matar en fiskmeti,
hval og selkjöt. Segir V. að oft-
ast nær eti þeir fiskinn og hvalinn
hráan, en selkjötið sjóði þeir alt-
af. Með mestu herkjubrögöum
tókst honum að fá hjá hvalaveiða-
skipinu, sem áöur er um getið,
um 300 pd. af kjöti og annaö eins
af mjöli; auk þess svo litla ögn af
sykri og öðru góðgæti siðaöra
þjóða. Skrælingjunum ber hann
vel söguna. Segir hann þá lipra
og viðkunnanlega i umgengni og
honum einkar góða.
Vilhjálmur hefir stundað mann-
fræði (Anthropology) og átti því,
í för þessari, að athuga alt, sem
að þeirri fræðigrein lítur. Dvöl
hans meðal Skrælingjanna er að
því leyti happasæl fyrir hann, að
honum gefst kostur á að læra mál
ið og kvnna sér háttu þeirra. Má
því óefað búast við, að hann leggi
drjúgan skerf til, að auka þekking
manna á þessum einkennilega
þjóöflokk.
Heldur eru strjálar póstgöngur
þaðan að norðan, síðasta bréf Vil-
hjálms til bygða, sem fréttir þess-
ar eru teknar eftir, var skrifað 26.
Nóv. síöastl., en kom ekki til við-
takanda fyr ,en í miðjum þessum
mánuði.
Nýkomin Bandaríkjablöð inna
þær fréttir, að nýlega hafi komið
bréf frá Einari Mikkelsen heim-
skautafara og annað frá Leffing-
well félaga hans. Bæði eru bréf-
in skrifuð í lok Nóvembermánað-
ar. Geta þeir þess, að skipiö sé
fast oröiö í ísnum um 200 mílur
frá Barrow-höfða. Um það leyti,
sem þeir skrifuðu bréfin, ætluðu
þeir að leggja í könnunarferð
norður á bóginn. Hafa þeir feng-
ið fregnir hjá Skrælingjum um ey
eina all-mikla og áður ókunna, er
vera muni beint norður af þeim.
Ætla þeir sér, ásamt öðru, að
rannsaka hvað hæft muni í þessu.
Skipverjar voru allir heilbrlgöir
og hinir kátustu.
------o-------
Stúdentafélags fundur.
Stúdentafélagið hélt fund 16. þ.
m. Þaö var ársfundur félagsins,
og voru Því embættismenn kosnir
fyrir næsta ár.
Þessir hlutu kosningu; Heið-
ursforseti, séra Jón Bjarnason;
forseti, H. S'gmir; varaforseii,
Jón Stefánsson; annar varaforseti
ungfrú S. Brandson; skrifari, W.
Lindal; gjaldkeri, ungfrú E.And-
erson.
1111111 ui bu dvoxiur di
gerðum félagsins á þessum vetri,
er hin mikla framför meðlima í að
tala móöurmál sitt. Það er gleði-
efni fyrir alla þá, sem er ant um
viðhald íslenzkrar tungu hér hjá
oss, að íslenzkir námsmenn virðast
vera að vakna til meðvitundar um
það, að það er skylda þeirra að
leggja rækt við móðurmál sitt', og
Varöveita það sem lengst. —
En það eru fleiri en þeir, sem
ganga skólaveginn, er geta stuðl-
að að viðhaldi íslenzkunnar. Það
ætti að vera ljúft fyrir alla af ís-
lenzkum ættstofni aö reyna að
halda móðurmáli sinu eins hreinu
og þeim er unt, og vér vonum að
almenningur yfirleitt finni hvöt
hjá sér og löngun til að halda ís-
lenzkunni hreinni og óblandaðri í
framtiöinni.
Ncmandi.
av/ i AjVbTVI&lUll Ollld
Býst Mr. Halldórsson við að laid-
ar hans hér í bæ unni honum við-
skifta, er hann hefir byrjað kjöt-
verzlun sina á Ross ave. Hann
býst við að opna kjötsölubúðinæ
næsta þriðjudag.
Ur bænum.
Óskað er eftir að athygli fólks
sé vakin á samkomu þeirri, er
kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar
heldur 9. næsta mánaðar. Þar er
búist við góðri skemtun.
Mr. Jósteinn Halldórsson frá
Churchbridge, Sask., hefir keypt
kjötverzlunarstöð þá, að 614 Ross
ave., er Mr. H. J. Vopni hefir rek-
Fyrir nokkru var minst á þaS
hér í blaðinu, að Fyrstu lútersku
kirkju hefði verið gefin mjög
vönduð eikarsæti handa söngflokk
sínum. Vildi gefandinn eigi láta
nafns sins við getiö. En síðar
komst söngflokkurinn á snoðir um
að þessi myndarlega gjþf væri frá
T. H. Johnson þingmanni, sem er
einn af meðlimum söngflokks
Fyrstu lút. kirkju. Kom söng-
flokkurinn sér þvi saman um að
þakka Mr. Johnson fyrir gjöfina,
j og fór nýlega heim til hans í þeim
erindum, og færði Mr. Johnson
um leið dýrindis gull-kapsel gim-
' steinum sett og hinn bezta grip.
! Afhenti organisti kirkjunnar, Mr.
S. K. Hall, gjöfina, með snoturri
ræðu. Mr. Johnson þakkaði hina
vinsamlegu gjöf söngflokksins
með nokkrum vel völdum orðum
og kvaðst eigi bera á móti því, að
nýju sætin í kirkjunni væru frá
sér, þar eð það væri orðið hljóð-
bært gagnstætt ætlun sinni.— Síð-
an skemtu nienn sér þar með
söngvum, samtali og veitingum
langt á nótt fram.
Heiðurssamsœti.
Vorinngöngudaginn, 21. Marz,
var Sigtryggi Jónassyni,hinum ný-
kosna þingmanni Gimli-kjördæm-
is, haldið gildi af klúbbnum
Helga magra, sem hann tilheyrir,
í hellinum hjá Mariaggi. Lá þar
vel á mönnum, eins og nærri má
geta og var býsna glatt á hjalla,
enda var sælgæti nóg á borðum.
En fyrst tók að hýrna yfir mönn-
um að bragöi, er Hannes S. Blön-
dal stóö á fætur og las upp kvæði
það, sem hér fer á eftir, og prent-
aö var með mynd heiðursgestsins
á lausu blaði og útbýtt öllum, sem
þarna voru. Var það sungið svo
undir tók í hellinum og gerður að
hinn bezti rómur; þótti öllum það
sem talað út úr hjarta þeirra_
Ólafur S. Þorgeirsson, forseti
klúbbsins, ávarpaði þingmanninn
nokkrum oröum. Að því búnu
flutti heiðurgesturinn langa tölu
og snjalla og gerði grein fyrir
kosningabaráttunni og úrslitum
hennar. Auk þess töluðu þeir
W. H. Paulson og séra Friðrik J.
Bergmann. Klukkan aö ganga
tólf héldu allir heim til sín.
Kom heill! Kom heill, með sigursverð í mundu,
oss sómi er að heiðra slíkan gest.
Nú sæmdarfullum sigri þínum undu,
er sýnir traust á kostum þínum bezt.
Og reyndar er það nýung alveg engin,
því um það bera liönir tímar vott,
að ‘ landar’’ telji þig einn dýrsta drenginn,
sem dreift var aldrei nema við alt gott.
Já, sjáið hvað vor gamli vinur getur,
ei Gimill sjálfur stenzt við framsókn hans.
Úr “'Helga magra” hépi enginn betur
enn hreyfði brand i fylkjum þessa lands.
Og ‘iandinn” fylkti þétt um þjóðmæringinn,
svo þusti undan Roblins sóknar-her,
unz dreifð var öll og brostin breiðfylkingin,
sem Baldvins merki hafði yfir sér.
Og allan daginn horfði “Helgi” kátur,
úr Hliðskjálf á hinn grimma orraleik.
Hann vissi það, að engra eftirbátur
var arfi hans, er farinn var á kreik.
Um leið og sunnu sveiptu rökkurtjöldin,
og svifu stjörnur fram á himinbraut,
þá greipti Saga Sigtryggs nafn á skjöldinn,
er sigur frægan þar að lokum hlaut.
* * *
Og heill þér, félagsbróðir gamli’ og góði,
sem gæfan leiddi’ í nýjan heiðurs-sess.
Vér færum þér, með voru litla ljóði,
þá ljúfu ósk, og allir biðjum þess:
Að gæfustund þú megir marga’ og langa
enn með oss dvelja’, og vinna oss í hag,
og fagurt verði', er förlast lífsins ganga,
og friðsælt æfi þinnar sólarlag.