Lögberg - 28.03.1907, Page 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MARZ 1907
DENVER og HELGA
eSa
VIÐ ROSSNESKU 'IIRÐINA.
SKALDSAGA
eftir
ARTHUR W. MARCHMONT.
“Hann veit aö skjölin munu bráöum annaö
hvort veröa í mínum eöa þinum höndum, og þess
vegna hefir hann hraöaö giftingunni eins mikiö og
þú veizt.”
“Eg get nú ekki veriö aö lasta hann fyrir þaö.”
“En svo datt honum í hug aö gangast fyrir því,
aö viö legöum bœði á staö í þessa langferö.”
“En hann mótmælti Því þó fyrst aö þú færir og
vildi aö eg færi einn,” svaraöi eg.
“Já, hann geröi þaö, því aö hann vissi aö þaö
yröi árangurslaust fyrir þig aö fara einan. Þetta
voru ekkert nema vífilengjur. Hann ætlaöi okkur
auövitað aö veröa samferða til þess aö hann ætti
hægra meö aö ráða niðurlögum okkar beggja í einu.
Sjáöu svo hvað hann geröi næst. Hann beiö þangað
til viö vorum gift og höföum lofað því aö fara til
Síberíu. Þá þóttist hann viss um aö viö hlytum aö
fara meö skjölin. Mr. Mervin á aö afhenda þér þau
x dag, og svo eigum viö aö leggja á staö í kvöld eöa
á morgun. Hann býst við aö hann geti látiö lita svo
vel eftir okkur, frá því aö þú hefir tekiö viö skjölun-
um og þangaö til'við leggjum á staö, aö hann viti fyr-
ir víst hvar þau veröa þá.”
“Eg ætlaði mér aö hafa þau meö okkur.”
Helga hugsaöi sig um stundarkorn, en hristi svo
höfuðið andmælandi.
“Líklegt er og, að hann hafi einmitt búist við
því, en eg efast þó um aö hann hafi þorað aö eiga
undir því. Ef inér skjátlast ekki, þá býst eg viö aö
hann sæti fyrsta tækifæri, eftir aö þú kemur frá
skrifstofu sendiherrans strax í dag. Þá veit hann
aö þú munir hafa skjölin á þér, og með því aö láta
taka þig fastan og láta leita á þér, nær hann takmarki
sínu. Sýnist þér þetta ekki sennilegt?”
“Jú; og jafn-augljóst er mér það, og aö viö
bæöi hefðum fallið í klær hans, ef skarpskygni þín
hefði ekki bjargað okkur. Eg dáist aö hyggindum
þínum, elskan mín.”
“Þaö er óþarfi fyrir þig aö dást að þessu. Enn
eru þetta ekkert nema getgátur. En eg þekki prinz-
inn. Nú er bara um það aö hugsa hvað viö eigum að
gera viö skjölin.”
“Við megum til að senda þau til New York,”
svaraði eg ákveðinn.
“En hvernig á aö fara aö því?”
Svarið kom okkur ósjálfrátt upp í hendurnar,
því aö Frank Siegel kom inn í þessu og sagöi um
leið og hann heilsaði;
“Eg er á förum héðan. Eg hefi fengið símskeyti
• og er kallaður vestur til New Ýork.”
Viö Helga litum hvort til annars.
“Eg hélt aö þú ætlaðir til San Francisco?”
“Nei; en eg held áfram að vinna hjá sömu
mönnum og sama félaginu. Það hefir að eins skift
um bústaöi, flutt sig til New York, og þykir mér þaö
engu lakara.”
“Mér þykir vænt um að heyra þaö. Eg vonast
til að hitta þig þar bráöum.”
“Ert þú hættur viö aö fara til Siberíu?” spurði
hann undrandi.
“Eg veit það ekki fyrir víst enn þá. En eftir á
að hvggja, heldurðu að þú getir flutt fyrir mig
sendingu til föður míns?”
“Áttu við aö eg fari með skjölin?”
“Þér eruö býsna fljótur aö geta yöur í eyðurn-
ar, Mr. Siegel,” sagði Helga hlæjandi.
“Kæra Mrs. Denver. Eg væri fús á að gera
ykkur flestan þann greiða, sem eg get, en þetta er
mér illa við að gera. Eg get ekki sem stendur átt
það á hættu, aö verða tekinn fastur nú. Hvað ætl-
arðu að gera, Mr. Denver?”
“Eg þarf aö senda þessi skjöl til New York.”
“Eg get gert ykkur enn rneiri greiöa, en að fara
með skjölin. Eg skal leggja ykkur ráð til aö koma
þeim óhult vestur um haf. Það væri hvort sem er
ekki óyggjandi að senda þau með mér.”
“Hvaöa annað ráö betra sérðu til að korna skjöl-
unum vesttir?”
‘“Að láta Mervin senda þau sem embættislega
sendingu.”
“Þaö er dagsanna. En aö mér skyldi ekki detta
þaö í hug,” hrópaði eg.
“Verið þér sælar, Mrs. Denver. Eg þori aö
segja, aö yður lizt vel á yður í New York, og að viö
eigum eftir aö hittast Þar og rifja upp forna við-
kynningu hér eystra. Vertu sæll, Harper, og þakka
þér fyrir aö þú greiddir fyrir mér aö komast í rúss-
neskt fangelsi. Nú þykir mér vænt um aö hafa losn-
aö úr því í tæka tíö. Eg má til aö hraöa mér. Eg
fékk strengileg símskeytisboð um þaö. í guös friði,
bæði tvö.” Og svo snaraðist hann út úr herberginu.
Þið eruö miklir ákafamenn í Ameríku,” sagöi
Helga hlæjandi. “En eg held samt aö þetta sé
snjallræði, sem hann ráðlagði okkur.”
“Já, eg er alveg viss um þaö,” og svo fórum við
að ráðgast um hvernig haganlegast væri að fara að.
Okkur kom saman um aö haga öllu rétt eins og viö
ætluöum að leggja á stað í Síberiuferöina í raun og
veru, og búa okkur undir hana eins og við höfðurn
ætlað okkur. Helga stakk upp á því, aö við reynd-
um aö leika á prinzinn og ónýta væntanleg hrekkja-
brögö hans meö þeim hætti, sem nú skal greina.
Hún átti að fara og undirbúa alt til ferðarinnar
aö sínu leyti, og okkur kom saman um að hittast
ekki aftur fyr en svo sem einni klukkustund fyrir
þann tíma, er prinzinn heföi ákveðiö til fundar viö
okkur. Þeirri einu klukkustund ætluðum viö aö
verja til miðdegisverðar i herbergjum okkar og bíða
hans þar.
Þetta gerðum viö auðvitaö til þess aö spæjarar
hans ættu sem hægast meö að sjá hvað viö tækjum
okkur fyrir hendur um daginn, og gefa prinzinum
fulla ástæðu til að ætla, að við hefðum skjölin hjá
okkur í gistihúsinu. Eg átti fyrst að fara rakleiðis
inn í skrifstofu sendiherra stórveldanna og gera þar
nauösynlegar ráðstafnir, og þaðan til Mervins. Eftir
að eg hafði fundið hann átti eg að aka til ýmsra sölu-
búöa í borginni og kaupa alt það er nauðsynlegt væri
til ferðarinnar, og hegða mér að öllu leyti eins og viö
værum ugglaus og byggjumst viö engum svikum.
Rétt þegar eg var að leggja á stað datt mér í
hug að ske kynni að Mervin mundi eigi vera um að
fallast á ráöagerð Siegels. Sennilegast var, aö hann
vildi helzt vera alveg utan við það aö eiga nokkuö við
þessi skjöl framar, enda gat slíkt orðið honum til
töluverðra óþæginda og jafnvel bakað honum em-
embættismissi, ef þaö sannaðist að hann heföi vísvit-
andi tekist á hendur, að koma skjölunum út úr Rúss-
landi.
Mig langaöi alls ekkert til að koma honum í nein
vandræöi, en eg ásetti mér að blekkja hann dálítið.
Þess vegna bjó eg út aðra skjalabögla, er Iitu öld-
ungis eins ut og þeir, sem eg hafði skilið eftir hjá
Mervin. Auðvitað voru þeir fullir með óskrifuöum
pappir. Þessa bögla hafði eg með mér til Mervins,
og lét umslögin vera ólokuð.
Þctta reyndist líka mjög heppileg varúðarregla.
v trax og eg fann Mervin braut eg upp á erindinu
og sagði:
Þessi Síberíuferð er ekkert barnaglingur, Mer-
vm, og vegna þess aö enginn veit hvað fyrir kann að
koma á jafn-Iangri Ieið, held eg að réttast væri fyrir
mig aö senda ýmislegt af áriðandi skjölum, sem eg
hefi meðferðis, beint til föður míns, meðal annars
erfðaskra mina. Eins og þú getur ímyndað þér, er
mer mjog ant um að þessi skjöl komist til skila, en
vegna þess, að ekki hefir verið sem allra bezt sam-
komulagið milli min og rússnesku stjórnarinnar og
eg hefi þaðan einkis góðs aö vænta, þykir mér viss-
ara að fa skjol min send sem embættislega sendingu
frá sendiherrasveitinni hér. Eg vona aö þú getir
komið þessu til leiðar fyrir mig.“
“Áttu við, að eg sendi skjölin, sem eg hefi geymt
fyrir þig?“
“Eg á við aö þú sendir þessi hérna,” sagði eg og
tók upp úr vasa mínum skjalaböglana, sem eg hafði
útbúið mig með.
“Já, það er svo sem sjálfsagt,” svaraði hann, og
létti sýnilega við að þurfa ekki að senda hin skjölin,
sem hann geymdi. “Eg skal senda þessi núna strax,
ef þú vilt,” mælti hann enn fremur og rétti út hend-
ina eftir skjalaböglinum, sem eg hélt á. “Þaö vill svo
vel til, að við erum aö senda sérstaka embættissend-
ingu vestur til Washington um Kínamálið. Banda-
rikjaforsetinn sendi gagngert hingað boðbera sinn
með áríðandi fregnir, og í dag snýr sá maður aftur
meö svar frá okkur. Afhentu mér bara skjölin, sem
þú þarft að senda og eg skal sjá um aö þau komist.”
“En eg þarf að bæta viö fáeinum línum til föð-
ur míns áður en eg afhendi þér skjölin. En viövíkj-
andi hinum skjölunum, sem þú geymir fyrir mig, þá
ætla eg nú aö biðja þig að geyma þau þangað til eg
kem aftur frá Síberíu.”
“Biddu mig ekki um það, kæri Denver minn.
Eins og eg hefi sagt þér áður vildi eg alla hluti fyrir
þig gera, sem eg hefi vald til, en þetta er mér öld-
ungis ómögulegt. Sjálfur veit eg ekki hvaö fyrir
hefir komið, og hefir verið skipað að grafast ekkert
eftir því, en eg hefi lofað því hátíðlega aö afhenda
þér þessi skjöl í dag.”
Eg lézt taka mér þetta mjög nærri, og fór um
það nokkrum ómildum orðum, og fáraðist mikið yfir
því, hve óþægilegt væri fyrir mig að flytja skjölin
með mér fram og aftur til Síberíu, en "tók samt loks-
ins við þeim.
Að þvi búnu yfirgaf Mervin mig, til aö gefa
mér tóm til aö ljúka viö bréfiö til föður mins, og var
eg þá ekki lengi aö skifta um bréfaböglana. Eg tók
umslögin utan af óskrifuðu böglunum, sem eg haföi
meö mér , og stakk skjölunum sem Mervin haföi
geymt í þau umslög, og bjó um óskrifuðu böglana
svo þeir litu eins út og hinir, sem Mervin hafði af-
hent mér ('stórveldaskjölinj. Síöan skrifaði eg utan
á umslögin fsem voru utan um stórveldaskjölinj til
föður míns, og beið svo komu Mervins.
Strax og hann kom inn sagði eg:
“Eg vildi óska aö þú heföir séð þér fært aö
senda þessa skjalabögla líka,” og benti um leið á þá
óskrifuðu, sem Mervin bjóst við að væru skjölin, sem
hann hafði geymt fyrir mig, þar eð böglarnir litu al-
veg eins út og þeir, sem hann hafði afhent mér.
“Eg vildi lika aö eg hefði getað það, en eg veit
aö þú skilur hvaöa ástæður eru því til fyrirstööu.”
“Þaö er samt slæmt,” sagöi eg og stakk óskrif-
uöu skjalaböglunum í vasa minn. “En þar eö mál
þetta er þannig vaxiö, ,sem okkur báðum er kunnugt
væri bezt að hafa alls ekki orð á þessu.”
“Kæri Denver minn, þaö þarftu ekki aö óttast
aö eg geri. Þagmælskan er eitt aöal-undirstööu at-
riði í starfsemi okkar hér,” svaraði hann.
Þarna var ekkert frekara aö gera, og eftir aö við
Iiöfðum rætt lítiö eitt saman um hina fyrirhuguðu
ferð austur til Síberiu, sagðist eg þurfa aö hraöa mér
til að Ijúka af ymsu er liti aö undirbúningi undir
hana, þakkaði eg Mervin fyrir alla þá hjálp, er hann
hafði veitt nxér og kvaddi hann síðan.
Þegar eg fór út úr skrifstofunni leit eg í kring
um mig til að vita hvort eg sæi spæjara Kalkovs prinz
og sannfærðist um að grunur Helgu væri á rökum
bygður.
XXX. KAPITULI.
Leikið á prinsinn.
Ef Helga hefði haft á réttu að standa, gat eg átt
von á því að vera settur aftur þá og þegar og eg var
hálf-hissa á þvi að mér skyldi hindrunarlaust vera
leyft að komast út úr vagninum.
Ef prinzinn hefði undiö svo bráðan bug að þvi
aö taka mig fastan þá hefði hann ef til vill getað náð
í skjölin þegar hann haföi komist að því að eg haföi
þau ekki á mér, og þá hefði farið alt öðruvísi.
Ef prinzinn kæmist ekki að bragöi mínu meö
skjalaböglana, fyr en boðberi sendiherrasveitarinnar
væri lagður á stað frá Pétursborg, þá stóð eg ólíkt
betur að vígi.
Mér til mil^illar undrunar var alls ekkert gert til
að hindra ferð mína. Eg býst við, aö mín hafi verið
gætt vandlega, en það var gert með svo mikilli leynd,
að eg varð alls ekki var við þaö. Eg haföi auðvitað
enga ástæðu til að vera meö neinar áhyggjur út af
því og ók búð úr búð til að kaupa hitt og þetta.
þangað til komið var aö þeim tíma, er eg hafði mælt
mér mót viö Helgu á gistihúsinu.
Hún varð hálf-hissa þegar hún sá mig aftur kom-
inn. Meðan viö vorum að borða sagöi eg henni frá
för minni og ræddum viö siðan um ástæður okkar.
“Hann þykist svo viss í sinni sök, aö hann hefir
frestaö að taka þig fastan, Harper, en hann kemur
áöur en þessi dagur er liðinn.”
“Skjölin eru nú komin svo langt í burtu, að
hann nær ekki í þau,” sagði eg og hló, “svo að hann
getur nú gert það sem honum þóknast.”
“Hann gerir það líka. Eg sá Mr. Boreski. Hann
hafði heyrt að eg haföi veriö tekin föst og látin laus
aftur. Hann kom til aö heilsa upp á mig. Eg hélt
aö hann væri ekki á Rússlandi.”
Stefanía hertogafrú er komin í sátt og samlyndi
við skyldfólk sitt. Svo sagöi hann mér að minsta
kosti. Hann fær sjálfur aftur pólska hefðartitil sinn,
fyrirgefning á gömlum syndum, og honum verður
eitthvað þægt fyrir eignamissinn.”
“Því þykir víst vænt um að hún er gift?”
“Eg held samt að það hálf-kvíði fyrir því, sem
hún kann aö finna upp á næst. Boreski var hálf-
skrítinn þegar hann kom. Hann er ekki staðfastur í
sér. Hann þarf aö hafa einhvern til aö styðjast við.
Hann virðist jafnvel vera hræddur við að láta þaö
fréttast, aö hann hefði heimsótt mig. Samt sem áöur
fanst honum hann mega til með aö koma og aðvara
mig. Hann finnur mikið til þessarar nýju tignar
sinnar.”
“Aö aðvara þig?”
“Já, viðvíkjandi þessari Síberíuferö. Hertoga-
frúin hafði heyrt um hana og sagt honum. Hún hlýt-
ur l>vi að standa í mjög nánu sambandi viö ■.Kal-
kov prinz og rær víst aö því ölluum árum að hjálpa
honum til að ná í skjölin. Þ.au ætla aö halda mér
Þar sem fanga — þaö er að segja ef viö nokkurn
tima komumst þangaö. Mr. Boreski réð mér sterk-
lega frá að fara þangað.”
“Vissi hann nokkuð um fööur þinn?”
Nei. Um hann virðist prinzinn ekkert hafa
sagt.“
“Það virðist alt falla í ljúfa löð hjá honum. Það
verður gaman að sjá, hvað hann gerir næst.”
“Eg hefi líka séð annan mann, sem Iangar mjög
mikið til að sjá Þig,” sagði Helga og brosti við.
“Mann, sem dáist sérlega mikiö að þér.”
“Sjá mig?”
Já, hann langar til að veröa Bandaríkjaborgari,
en vill samt fyrst fara meö okkur til Síberíu.”
Eg veit vel hver það er. Hann er bezti dreng-
ur. Þú átt við Ivan.”
“Já,” sagöi hún og kinkaði kolli. “Hann hefir
hingað til verið elskur að mér einni.”
“Sagðirðu honum nokkuö ?”
LTm hvað ? ’ sagöi hún ósköp sakleysislega.
“Að þú ert ekki lengur ein þíns liðs, og að hann
verður nú að skifta velvild sinni á milli okkar.”
'J^, og eg skal segja þér, hann varð hreint ekk-
ert hissa. Ilann varð bara svo hlægilega ánægður.”
“Hlægilega?”
Hún brosti til mín og sagði:
“Eg held hann sé sá dyggasti þjónn, sem hægt
er aö hugsa sér.”
“Þú munt reka þig á jafningja hans í Banda-
ríkjunum.”
“Mikið undraland hljóta Bandarikin að vera.”
“Þú segir þaö nú í alvöru, þegar þú kemur
þangað.”
Með þessum og þvílíkum gamanyrðum og spaugi
reyndum við að bæla niður áhyggjurnar meðan viö
biðum eftir Kalkov prinz. Hann kom stundvíslega.
Klukkan var á slaginu þrjú, þegar hann kom inn.
“Þér eruð stundvís maöur, herra prinz,” sagöi
eg-
“Eg sagðist ætla aö koma klukkan þrjú, mon-
sieur.”
“Þér lítið ekki vel út,” og í raun og veru þá
leit hann út fyrir að vera mjög veikur. Hann var ná-
fölur og áhyggjulegur í bragði, augun sviplaus og alt
látbragð lians bar vott um að hann legði mikiö aö sér
til að láta á engu bera. Þaö sem fyrir haföi komið
daginn áður, hafði auðsjáanlega fengið mikiö á hann,
og svo mundi eg lika eftir þvi, að hann hafði orðiö
þá veikur.
“Eg er orðinn gamall maður, og er ekki vel frísk-
ur. Eg hefi veilt hjarta,” sagði hann og fleygði sér
niöur í hægindastól.
Hann hefði nú getað komist heppilegar að oröi
og eg sá að Helga varð hálfhissa á þessu orðatiltæki
lians.
“Veilt hjarta er leiður förunautur á lífsleiðinni,”
svaraöi eg alvarlega. “Má eg ekki bjóöa yður eitt
glas af kognaki? Þér reynið alt of mikið á yður,
Kalkov prinz,” sagði eg og rétti honum glasiö.
Vínið virtist hressa hann, og um leið og hann
setti glasið frá sér sagöi hann dálítið glaðari í bragöi:
“Þið eruð aö týgja ykkur til ferða.“
“Já, viö höfum mikið að gera. Komið þér með
vegabréfin handa okkur?”
“Nei.”
Þetta einsatkvæðisorð hans minti á hina fyrri
harðneskju og þverúð hans.
“Nei? Jæja, við getum þá beðið einum degi
lengur, ef yður sýnist svo,” svaraði eg og lét sem mér
væri sama. Eg get vel getið því nærri, að yður hafi
leiðst að vasast í slíku, þar eð þér eruö veikur. Hve-
nær getum við vonast eítir aö fá vegabréfin?”
“Eg hefi fengið fréttir, sem breyta þessu öllu.”
“Einmitt það. Eg vona samt að það séu ekki
slæmar fréttir fyrir okkur,” og lét sem eg yrði alt í
einu áhyggjufullur.
“Eg hefi frétt Það, aö Lavalski prinz sé dáinn.”
“Dáinn,” hrópaöi Helga og sneri sér undan.
JHvenær dó hann?” spuröi eg.
“Eg veit það ekki. Frásögnin um dauða hans er
dálítið ótrúleg.” Og eg held að honum hafi líka sjálf-
um fundist það, þó að hann gerði alt sem hann gat
til að gera hana sennilega. “Þ'að hefir fengið mjög
á mig. Eg heföi átt að fá vitneskju um það strax, en
eg hefi ekki komist að því fyr en eg sá það nú í
stjórnarskýrslunum, en þær hafa veriö svona lengi á
Ieiðinni.”