Lögberg - 04.04.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 04.04.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. APRÍL 1907 DENVER og HELGA e6a VID RÚSSNESKU 'IIRÐINA. SKALDSAGA eftir ARTHUR W. MARCHMONT. “Þ.etta eru mikil tíSindi,” sagöi eg. Þ.ví næst þögnuöum vi« öll um stund og Helga fór inn í næsta herbergi. “Þ.áö var sorglegt aö þér skylduö ekki vita þetta í gær,” sagöi eg loksins. “Þ.aö var illa gert af yöur aö vekja þær vonir í brjósti konunnar minnar, sem þér upprætið aftur í dag.” “Hvaö ætlið þér aö gera?” spuröi prinzinn. “Þaö er bágt að segja. Auövitaö veröur ekkert úr Síberiuferöinni.” “Mér datt þaö líka í hug. Þess vegna kom eg ekki meö vegabréfin.” Eg lét eins og eg væri alveg ráöalaus. “Aumingja Helga,” sagöi eg. “Ætliö þér að hverfa aftur til Bandaríkjanna?” spuröi hann. J áí í “Já, ef eg get fengiö konuna til aö fara, en- sagöi eg og þagnaði. “Þér gerðuö lang-réttast í að fara.” “Vissulega, en—” eg þagnaöi eins og eg væri í stökustu vandræðum. “Þér hafiö nú tvisvar þagnað á sama oröinu,” sagöi hann stygglega. “Þér sjáiö sjálfur að þessar fréttir *setja alt í sama horfið og áöur var, og konan mín er mjög á- fram um að draga skuggann af minningu fööur síns og sama ætla eg mér að gera.” “Þér gerið samt réttast í að fara, segi eg aftur.” “Eg ímynda mér að hún fáist ekki til að fara fyr en þetta er búiö. Eg mundi ekki fara fyr og eg mun ekki ráða henni til aö gera það heldur.” “Eg er ekki vanur aö segja annað, en þaö sem eg meina, monsieur, og eg ræö yður enn þá einu sinni til að fara burt af Rússlandi.” “Og ef við förum ekki að ráðum yðar?” Hann svaraði meö einkennilegu látbragöi, sem útþýöa mátti hvernig sem manni sýndist. Viö vörö- um báöir mál okkar svo vel og náttúrlega eins og fregn þessi heföi komið flatt upp á okkur báöa. Hann þóktist hafa komið ár sinni svo vel fyrir borö, aö hann hefði skjölin nú á valdi sínu. Hann hélt aö hann gæti neytt okkur til þess að afhenda sér þau, eöa láta taka þau af okkur með valdi, og fara svo meö okkur eins og honum sýndist. Hann hefir aö líkind- um ímyndað sér að eg væri.að hugleiöa málið og væri órótt yfir því tangarhaldi, sem eg sæi nú aö hann hefði náö á okkur. Eg lét því sem mér færi ekki .aö veröa um sel. “F.g vildi gjarnan vera vinur yðar,” sagði hann að lokum. “Eg efa það ekki. Þér hafið gefið mér órækan vott um þaö — eg á viö að því er giftingu mína snertir. Við vorum engir sérlegir vinir áöur,” bætti eg viö og hló uppgerðar-kuldahlátur, “en eg er samt í hálfgerðum vandræöum.” “Það er skylda konunnar að hlýöa bónda sínum.” "Vissulega. En til hjónahands okkar var stofn-[ aö í sérstökum tilgangi, og um hann höfðum við orð- ast riö ásátt.” “Ef yöur er nokkuö ant um örygð konu yöar, að æg ekki tali um yður sjálfan, þá skuluð þér fara að xáöum mínum og yfirgefa Rússland ásamt henni.” “Þ’etta er alt svo óvænt,” svaraði eg og lét sem þetta kæmi flatt upp á mig. “Eg þarf aö fá svo sem eins dags uodirbúningstima.” “Eg gef engan frest. Þér veröiö að ráða ann- aðhvort af undir eins,” svaraði hann með áherzlu, og bjóst hann auðvitað við, eins og eg hafði ætlast til, aö eg ætlaði aö nota frestinn til þess að koma af mér skjölunum. “Þegar um jafn-mikilvægt efni er að ræöa og þetta, þá verður maður að fá nægan umhugsunar- tíma,” sagöi eg gremjulega. “Þaö sýnist víst ekki neitt ósannsýnilegt þó aö eg heirrrti að fá eina dag- stund til þess.” Eg lézt verða æ æstari eftir því sem á léið og sagöi síðast: “Eg heimta aö fá frestinn — mér er það öldtingis bráönauðsynlegt.” “Það er bráönauösynlegt fyrir ykkur hjónin bæöi að fara, ef þið búist við aö njóta nokkurrar á- jiægju eftirleiöis.” “Eg krefst aö fá frestinn,” sagöi eg aftur og fór aö ganga hratt um gólf. “Eg get ekki veitt yður hann.” “En þér hafið hvorki rétt til að neita mér utn liann eða veita hann,” hreytti eg út úr mér reiðulega. “Viö skulum sjá til.” Þ'aö var auöséð aö liann þóttist viss í sinni sök; þaö bæði heyrðist á rödd hans og sást á látbragSi hans, og mér duldist ekki aö hann skemti sér vel viö aö sjá óróann í mér, og hann haföi ekki af mér aug- un þar sem eg stikaði fram og aftur um gólfið. “Komið aftur seinna í kvöld og þá skal eg hafa svar mitt á reiðum höndum.” “Eg verö aö fá aö heyra svar yðar undir eins.” “Það er ósanngjarnt, ranglátt, ómögulegt,” hróp- aöi eg uppvægur. “Eg ætla ejcki aö láta yöur skipa og skikka mér þannig. Eg get ekkert ráöið af aö ■ svo stöddu og vil þaö heldur ekki.” “Eg fer ekki héöan bur^ úr herberginu fyr en þér hafið sagt annaðhvort.” “Þá ætla eg aö fara,” og þvinæst gekk eg til dyranna. , “Þér komist ekki héöan, monsieur,” sagði hann. Eg sneri mér að honum og sá ískyggilegan á- kefðar- og græðgisglampa tindra i augum hans. Hann gat sér þess auösjáanlega til, að eg heföi skjöl- ifi á mér, og langaði til að sleppa burtu og losa mig við þau. Eg styrktijiann viljandi í þeirri trú, því eg sagöi: “Yðttr skal ekki líðast aö móöga mig. Langi yöur til að taka konuna mina fasta, þá skuluð þér gera þaö. Hún getur orðiö hér eftir, en þér hafið engan rétt til að halda í mig. Slíkt ofbeldi nær engri átt.” “Yður verður ekki slept héöan, Mr. Denver. Hermenn minir gæta dyranna.” Þegar eg heyrði þetta, lézt eg verða ákaflega skelkaöur. Eg hrökk saman svo hann tók eftir því. “Ætlið þér að dirfast að taka mig, Bandarikja- borgarann, fastan i herbergjum minum? Þér skuluð svei mér fá það borgað,” hrópaöi eg með miklum ofsa og reif opna hurðina. Hann hafði sagt satt. Það stóðu sex hermenn utan viö dyrnar. Eg skelti aftur hurðinni reiöulega. “Eg ætla að skjóta máli mínu til Bandaríkja sendiherrans.” * “Er nú ekki nóg komið af þessum vífilengjum?” spurði liann háðslega. “Nú hljótum við báðir aö vera komnir að sömu niðurstöðu í þessu efni, nefnilega, aö eigi sé um annað að gera fyrir yður, en að ganga að skilyrðunt þeim, sem eg set.” Eg lézt hugsa mig um stundarkorn. Svo kallaöi eg á Helgu og sagði: “Helga! Kalkov prinz skipar okkur að fara þegar í stað burt af Rússlandi, og vegna þess aö eg vil ekki hlýðnast þeim skipunum hans aö vörmu spori og ekki ráða þér frá því aö draga skuggann af minn- ingtt föður þíns, hótar hann aö taka okkur bæöi föst.” “Það er ekki nema rétt eftir Hans Hátign,” svaraði Helga fyrirlitlega. “Hvernig eigum við að svara honum ” “Við skulum láta hann gera það, sem honum þóknast.” “Mr. Denver hefir ekki skýrt rétt frá ákvæðum mmum. Eg leyfi ykkur ekki að fara burt af Rúss- landi til Bandarikjanna, nema þið afhendiíS mér skjölin, sem þið hafið komist yfir.” “Eg ætla mér ekki aö gera neina samninga viö yöur, Kalkov prinz,” svaraði Helga meö ódulinni lít- ilsvirðing. Rétt er það, Mrs. Denver. Það er lika eg, sem geri samningana, en þið hjónin, sem verðið að hlýðn- hrópaði hann og stóð á fætur. Röddin skalf í lionum af reiði yfir þessari siðustu móðgun. Eg ætla ekki að eiga í neinu þrefi við ykkur leng- ur. Þolinmæði min er á þrotum. Ætlið þér, mon- sieur, aö láta skjölin af hendi og fara—eöa ekki?” Hann var ekki prúðmannlegur ásýndum í reiði sinni. En eg gat ekki stilt mig um að stríða honum dálítið meira, og rak upp hlátur og sagöi: “Nei, eru það skjölin, sem yður langar svona tnikiö til að ná i? Hvers vegna sögöuö þér mér það ekki undir eins? En nú hefi eg þau ekki, svo eg get ekki afhent yöur þau.” “Það er ósatt, ósatt! Þér eruð lygari!” hrópaöi hann sótsvartur af reiði meö tindrandi augnaráöi. Ilskan liafði lengi ólgaö í honum, og nú brauzt hún út, eins og ógnandi hraunflóö úr sjóöandi eldgýg. “Eg hefi fengið fregnir frá skrifstofu Bandarikja- sendiherrans. Eg veit aö yöur voru afhent skjölin þar í dag. Eg veit alt urn feröir yöar mðan. Eg hefi rneira að segja séð það berlega á látbragði yðar hér, aö þér hafið skjölin á yöur nú.” Eg hrökk aftur á bak, og bar hendina eins og ósjálfrátt upp aö brjóst- vasa minum. Hann kýmdi hæönislega. “Já, eg get skilið þaö, aö yður finnist ekki vanþörf á aö grípa tim brjóstvasann. Svona, monsieur, eg hefi komist fyrir allar brellur yöar. Komiö strax meö skjölin— og jafnvel eftir alt þetta skal eg lofa ykkur aö fara burt héðan.” “Eg vildi ráöleggja yöur, Kalkov prinz, aö stofna yöar veila hjarta ekki aftur í hættu meö því aö hleypa \ður í jafnmikinn æsing og þér hafiö gert núna.” “Þegiö þér!” hrópaði hann illilega. “Komiö með skjölin! Komið með þau undir eins!” Um leiö og hann sagöi þetta, stikaði hann yfir gólfiö til mín, með útréttar hendurnar, líkastur holdlegri ímynd sigrihrósandi heiftarreiði. “Eg hefi sagt Yðar Hátign það, að eg hefi þau ekki,” svaraði eg og hörfaöi aftur á bak. — En þaö var eins og að eg væri að tala viö stokk eða stein. Hann svaraöi mér meö óbóta skömmum, kallaöi mig þorpara og lygara og öörum illum nöfnum, og hótaði okkur öllu illu. “Skilið mér skjölunum,” grenjaði hann síðast. “Farið hvert á land sem yður sýnist með konuna yð- ar. Jafnvel í fangelsunum hér höfum viö ekki hús- rúm fyrir Bandarikjaafhrök yöur lík, eða níhilista- djöfla eins og hana. Skilið mér skjölunum, segi eg. Eg hefi lengi beðiö eftir þeim sigri og lagt itarleg drög fyrir hann. Haldið þið að eg láti ykkur svifta mig honum? Skilið mér skjölunum — strax — strax — heyrið þið þaö?” Hann lét svo dólgslega, að eg fór aö halda aö hann mundi ætla að ráðast á mig, til að reyna að rifa af mér skjölin. “Þér eruð ekki með sjálfum yöur. Eg held að þér ættuö að kalla á liösmennina yður til aðstoðar.” Helga hörfaöi aftur fyrir mig, hálf hrædd við hinn ofboðslega ofsa prinzins. “Hvað hevri eg? Þorið þér enn þá að ljúga upp í opið geðið á mér?” hrópaði hann og þaut til dyrnar og kom að vörmu spori aftur meö tvo her- mennina. “Nú ætla eg aö gefa yöur síöasta tæki- færi til að ráða annaðhvort af,” mælti hann ennfrem- ur. “Ætlið þér að skila mér skjölunum, eða þrjósk- ast enn þá viö ” “Eg er búinn aö segja yður, aö eg er ekki nteð tiein skjöl, sem yður varöa,” svaraöi eg. Þetta var eins og aö hella olíu í eldinn. „Leitið á hundinum," hreytti hann út sér æfur af heipt, “og ef hann sýnir mótþróa, skuluö þiö beita valdi.” ' Hann aðgætti mig vandlega þegar hermennirnir nálguðust mig; bræðin skein úr augum hans og hend- urnar iðuðu óaflátanlega—af taumlausri eftirlangan til að handleika skjölin, margþráöu.” “Eg ætla engan mótþróa aö sýna,” svaraði eg; “en eg mótmæli aö eins þessari svívirðilegu og rétt- lausu aðferð yðar.” “Leitið á hundinum,” grenjaði prinzinn aftur með óstjórnlegri ákefö. Eins og gefur aö skilja, veitti eg enga mótstööu. Eg heföi ekkert unnið meö því; en þegar mennirnir drógu stóru umslögin upp úr brjóstvasa mínum, þaut prinzinn með sigrihrósandi bros á vörunum aö mann- inum sem hélt á þeim, hrifsaöi þau af honum og hné síöan eins og örmagna niður á stólinn, sem næstur honum var. Hann leit á utanáskriftina, og siðan til mín og sagöi: “Lygari! Eg vissi það.” Með dýrslegu hlakki handlék hann skjölin, en á meðan stóðu mennirnir sinn til hvorrar handar við mig og biöu frekari skip- ana. Það leið góð stund áður en hann hafði safnað nægum kröftum og bælt svo niður reiði sina, aö hann gæti tekið til máls. “Enn þá get eg verið miskunnsamur,” sagði hann loksins. “Viljiö þiö fara til Ameríku?” Hann horföi á okkur á vixl og lét fingurgómana leika um annað umslagið, sem lá á hné hans. “Nei,” svaraöi eg meö áherzlu. “Kjósið þér,” sagöi hann og benti á Helgu meö skjálfandi hendi— “um námana og aö afsala yöur öllum rétti til aö rekast i því, er þessi skjöl fjalla um.” “Eg ætla að fara til námanna, ef þér getiö sent mig þangað,” svaraði hún óhikað. Hve hún var skjót til svars virtist reita hann til reiði á ný. “Þessi maöur og þessi kona eru fangar,” sagöi hann viö hermennina, sem hjá mér stóðu. “Nú getiö þiö aftur farið fram í ganginn.” Meðan mennirnir voru aö fara út, einblíndi hann á okkur og handlék skjalaböglana. “Jæja, hvers er þá næst von?” spurði eg. “Þér skuluð fá að svara til saka fyrir glæp yö- ar, og megið þakka yöar sæla fyrir, aö eg sendi yður ekki tneð konu yöar rakleiöis til námanna.” “Eg þakka mér og konunni þó fyrst og fremst, og varúð þeirri sem við höfum viðhaft í viöureign- inni viö yður.” “Dirfist þér enn þá aö gorta frammi fyrir mér, jafnve! þótt þér sjáiö, hve hrapallega allar brellur yö- ar hafa farið, og eg hefi vafið yöur um fingur mér,” hrópaöi hann og veifaði framan í mig skjalaböglun- um. ^ “Það sem þér haldiö þarna á, er sönnun fyrir hrakförum yðar, en ekki mínum,” svaraði eg. “Eg held þaö væri eins rétt fyrir yöur aö gæta aö hvaö innan í þessum umslögum er.” Hann hafði veriö svo fulltrúa um sigur sinn, aö hann fór fyrst að skellihlæja. En þegar hann sá alvörusvipinn á andliti mínu, fór aö vakna hjá hon- um nokkur efi. “Skjölin, sem yður langar mest til að ná í, eru ekki hér. Þau eru nú komin út yfir landamærin. Þ'aö sem innan í þessum umslögum er, er ekkert nema tómur óskrifaöur pappír,” sagði eg rólega. “Þetta er lýgi, skammarleg lýgi! Eg var sjálf- ur á skrifstofu Bandarikja sendiherrans í dag.” “En þér gleymið þvi, að eg- var þar á undan yö- ur, og eg náöi tali af Mr. Mervin — í gærkveld.” “Guö hjálpi mér!” Það var likast neyðarópi manns, sem staddur er i dauöans hættu, og hann velti skjölunum lengi fyrir sér áður en hann vogaði að opna þau, til að komast að hinu sanna. Loksins braut hann þó innsiglin á blaðaböglunum, með skjálfandi hendi. Helga studdist upp við mig. Það var seigur pappír í umslögunum og það stóö dálitla stund á því aö hann gæti rifið þau upp. En innan skamms var hann samt búinn að opna þau, og starði höggdofa á óskrifuöu blööin, sem inn- an i voru. Því næst stökk hann á fætur og æddi aö mér með svo miklum heiftarofsa, aö annan eins hefi eg aldrei séö á nokkrum lifandi manni fyr eöa síðar. Hann reyndi að tala, en honum vafðist tunga um tönn, og svo misti hann næst niður blöðin, og þau þyrluöust sitt í hverja áttina út um alt gólfið. Þaö var eins og hann espaöist viö þetta og rauk nú á móti mér með reiddan hnefa og illilegu augnaráöi; en þeg- ar hann átti eftir svo sem tvö eða þrjú skref til aö ná í mig, rak hann upp angistaróp, tók báöum höndum tim hjartað og féll á grúfu fram á fætur mér. “Honum hefir oröið snögglega i!t,” sagði Helga og beygði sig ofan að honum. “Og ekki ólíkt aö hann deyji af þessu,” tautaöi eS- Og þar sem eg sá hvers kyns var, opnaði eg hurðina og kallaði á hermennina, þjóna hans og sagöi: “Prinzinum hefir alt í einu orðið mjög ilt. Það er víst bezt fyrir ykkur að ná í læknishjálp, sem allra fvrst.” XXXI. KAPITULI. Um clleftu stundu. Það var sv'o sem fyrirsjáanlegt, að Þessi atburö- ur gat orðið okkur til töluverðra óþæginda. Fyrst og fremst vorum við hér fangar, samkvæmt skipu/n prinzins, og hermennirnir drógu það vist alls ekki í efa, að við mundum, að einhverju leyti, vera orsök i þessum skyndilega sjúkleika hans. Tveir hermennirnir skipuðu sér við dyrnar, til aö sjá við því, að viö slyppum ekki burtu, en hinir lyftu prinzinn upp af gólfinu og lögðu hann á legubekk. Og einn þeirra manna, sá sem haföi leitað á mér, og virtist vera fyrir hinum, sagöi mjög þuriega: “Eg hefi sent eftir læknum og foringja mínum. Þér sjálfur verðið auövitaö kyr hér.” “Á eg að skilja þetta svo, að við séuin fangar?” spuröi eg. “Já, prinzinn skipaði svo fyrir—áður en þetta kom fyrir.” “Eg býst við að þér sjáið, aö það er hjartasjúk- dómur sem gengur aö prinzinum. Á meðan læknir- inn kemur ekki held eg aö þér geröuð réttast í aö losa um fötin á honum og hleypa inn hreinu lofti og reyna aö dreypa á sjúklinginn vini.” “Má vera, að þegar sé búið að gefa honum inn- töku,” svaraði maöurinn og leit á tóma glasið, sem stóð á borðinu. Þaö var auöséð á honum aö hann grunaöi okkur, og hann tók glasiö og færði þaö til, svo að” eg skyldi ekki geta náö í þaö. “Þér ættuö samt ekki aö gleyma því, að eg benti yöur á að reyna aö lífga prinzinn viö, þó aö þér séuö of mikið flón til aö taka tillit til þess,‘“ svaraöi eg fyr- irlitlega. “Viniö var tekið úr flöskunni, sem stendut þarna á skápnum,” mælti eg ennfremur. “Þaö væri ’íklegast réttast fyrir yöur að geyma hana lika.” Innan skamms kom læknirinn, og meö honum lögreglustjórinn. Skömmu siðar kom og Pierre, her- bergisþjónn prinzins. Lögreglustjórinn ræddi nokkur orö viö, læknana í hljóöi, og sneri sér því næst aö mér.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.