Lögberg


Lögberg - 25.04.1907, Qupperneq 3

Lögberg - 25.04.1907, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1907 3 Mestan hag hafið þér af mjólkurkúnum yðar ef þér sendið skilvindurjómann til National Creamery and Produce Company Limíted, Winnipeg, Maoitoba. ICAN AD A NORÐYESTURLANDIÐ MuniB eftir því a8 merkja rjómakönnurnar yðar: nNational Creamery & Produce Co., Ltd. “ Þá er öllu borgiö. Vér höfum stærsta smjörgerðarhúsið í Vestur-Canada Og getum strokkað 25,000 pd. af smjöri á dag. Af því vér kaupum í stórum stíl og strokkum svo mikið á hverjum degi getum vér framleitt smjörpundið með minsta hugsanlegum kostnaði. Þess vegna getum vér borgað eins mikið og vér gerum fyrir smjörefnið. í fyrra borguðum vér að meðaltali 22c. fyrir pundið í smjörefni. í ár búumst vér við að borga viðskiftavinum vorum jafnmikið, ef ekki meira. Hjá oss vinna færustu smjörgerðarmenn í Vestur-Canada. Yfirsmjörgerðarmaðurinn í Winnipeg hefir fengið svolátandi viðurkenningar fyrir smjörgerð: ,,Diploma“ frá smjörgerðarskóla stjórnarinnar 1897. Heiðurzpening úr gulli, er Hon. Thos. Greenway gaf, fyrir bezta smjör á sýningunni í Winnipeg 1896. Heiðurspening úr silfri á sýningunni í Winnipeg 1900. Heiðurspening úr gulli og ,,Diploma“ á sýningunni í Winnipeg 1901, auk margra annarra viðurkenninga. Vér borgum yður með Express-ávísunum og fríum yður þannig við óþægindin, er því fylgja að koma almennu bankaá- vísunum í peninga. Sendið oss fáeina rjómadúnka til reynslu, og erum vér þá vissir um að ,,business“-aðferð okkar geðjast yður svo vel að vér fáum stöðug viðskifti yöar. The National Greamery & Produce Company, Limited -WINNIPEG, MANITOBA REGLUK VIÐ LAlíDTöKU. xí öjlum aectlonum meC Jafnrl tölu, sem tllheyra samhandeatjörninnl. 1 Manltoba, Saskatchewan og Alberta, nema 8 og 28, geta fjölskylduhöfut og karlmenn 18 &ra eöa eldrl, tekið sér 160 ekrur fyrlr helmiUaréttarland, þaö er aö segja, sé landlö ekkl áöur tekiö, eöa sett tll síðu af stjörnlnni tll vlðartekju eða elnhvers annars. UfNRITUN. Menn naega skrlfa slg fyrlr landinu & þeirri landskrifstofu, sem nast llgkur landlnu, sem tekið er. Með leyfl innanriklsr&ðherrans, eða innflutn- lnga umboðsmannslos I Wlnnipeg, eða nœsta Domlnion landsumboðsmanna, geta menn geflð öðrum umboð tll þess að skrtfa sig tyrlr landi. Innritunar- gjaldið er 210.00. HEIMT" ISRÉTITAR-SKYLDUR. Samkvæmt núglldandl lögum, verða landnemar að uppfylla helmlHs- réttar-skyldur slnar & einhvern af þetm vegum, sem fram eru teknlr 1 eft- lrfylgjandi töluliðum, nefnilega: —AÖ bfla & landinu og yrkja það að mlnsta kostl I sex m&nuðl & hverju &ri I þrjú &r. 8.—Ef f&ðlr (eða möðir, ef faðlrinn er l&tlnn) elnhverrar persönu, sem heflr rétt tli að skrlf& slg fyrir heimillsréttarlandi, hfr t bfljörð t n&grenni við landlð, sem þviifk persöna heflr skrlfað slg fyrir sem helmllisréttar- landl, t>& getur persönan fullnægt fyrtrmselum lag&nna, að þvt er &bflð & landinu snertlr &öur en afsalsbréf er veltt fyrir þvl, & þann h&tt að hafa heimlH hjá föður stnum eða möður. 8'—Ef landneml heflr fengið afsalsbréí fyrir fyrrl helmlllsréttar-bújörð slnnl eða sklrtelni fyrir að afsalshréflð verðl geflð flt, er sé undirritað i saairæml vlð fyrlrmsell Domlnion laganna, og heflr skrifað slg fyrtr stðari helmillsréttar-bfljörð, þ& getur hann fullnsegt fyrirmælum taganna, að þvf er snertlr &búð & landlnu (stðari helmlllsréttar-bújörðinnl) &ður en afsals- bréf sé geflð flt, & þann h&tt að bfla & fyrrl helmlllsréttar-Jörðlnni, ef stðari helmilisréttar-Jörðln er 1 n&nd vlð fyrri helmilisréttar-Jörðlna. 4.—Ef iandnemlnn býr að staðaldri & böjörð, sem hann heflr keypt, teklð 1 erfðir o. s. frv.) I n&nd vlð helmlltsréttarland það, er hann he&r skrlfað slg fyrlr, þ& getur hann fullnægt fyrlrmælum laganna, að þvt er ábflð & helmlllsréttar-Jörðlnnl snertir, & þann h&tt að bfla & téðrl eign&r- Jðrð slnni (keyptu landl o. s. frv.). BEIÐNI UM EIGN'ARBRÉF. ætti að vera gerfi strax eftlr að þrjfl &rin eru liðin, annað hvort hj& næsta umboðsmannl eða hj& Inspector, sem sendur er tit þess að skofia hvað & landlnu heflr vertð unnið. Sex m&nuðum &6ur verður maður þö að hafa kunngert Dominlon lands umboðsmanninum 1 Otttawa það, að hann æti! sér að btðja um elgnarrétttnn. LEIÐBEININGAR. Nýkomnir innflytjendur f& & lnnflytjenda-skrifstofunnl t Wlnntpeg, og & ðllum Dominion landskrlfstefum lnnan Manltoba, Saskatchewan og Alberta. lelðbelntngar um það hvar lönd eru ötektn, og alllr, sem & þessum skrif- stofum vtnna vetta lnnflytjendum, kostnaðarlaust, letðbelningaT og hj&lp tli þess að n& t lðnd sem þelm eru geðfeld; enn fremur allar upplýstngar vlð- víkjandt tlmbur, kola og n&ma lögum. AVlar sllkar regiugerðir geta þelr fenglð þar geflns; elnnig geta nrenn fengið reglugerðlna um stjörnartðnd lnnan Jimbrautarbeltislns t Brttlsh Cotumbia, með þvt að snða sér bréflegs ttl ritara innanrtkisdeildarinnar t Ottawa, tnnflytjenda-umboðsmannsins t Winnlpeg, eða til elnhverra af Ðomlnton lands umboðsmðnnunum I Mant- toba, Saskatchewan og Alberta. Þ W. W. CORY, Deputy Mintster of the Intertor. Dýr ókurteisi. i. Á meöan búskapur Björns á Bunulæk stó« í blóma, var hann talinn efnaöasti bóndinn í sýsl- unni. En eftir að hann varö ekkju- maður, og eftir að hann misti einkason sinn uppkominn, fór heldur að ganga af honum. Björn var lika orðinn bniginn á efri aldur, þegar þessi saga gerðist, og fjör og kraftar hans farriir að bila, þvi allir verða ellinni að lúta. Hann hafði líka erjað svo mikið um æfina, að hann var nú orðinn ásáttur með að fara art hvíla sig, og eiga rólegt það sem eftir var æfinnar. Hann var búinn að segja jörðinni lausri og búinn að koma miklu af eignum sinum í peninga. Allar eignir lians voru virtar á 35 þúsundir króna. Johnsen, sem lengi hafði verið kaupmaður í Víkinni, var vel kunnugt um ástæður Björns á Bunulæk, því bæði hafði Björn verzlað við Johnsen síðan hann varð kaupmaður, og svo voru þeir kunnugir áður. Johnsen hafði lagt mikið kapp á það síðustu ár- in, að fá Björn fyrir prófentu- mann, en Björn var lengi vel tregur til þess, enda þótt hann bæri gott traust til Johnsens. Samt var nú svo langt komið, að Björn garnli var nú kominn til bæjarins í þeim erindum að gjöra prófentu-samninga við Johnsen. Johnsen var ekki i búðinni þeg- ar Björn kom, og var honum sagt að hann mundi vera heima újá sér, og var honum vísað á húsið, sem var skamt frá. Vinnu- konan var að sópa úti-dyrnar, þegar Björn kom. “Er Johnsen heima, stúlka mín?” spurði Björn. ‘‘Eg veit þ'að ekki,” svaraði stúlkan. “Viltu þá gera svo vel og vita um það?” “Við erum ekki dús,” sagði stúlkan um leið og hún fór inn. “Heyrið þér, frú! Það er kominn ‘einhver Isveitakarl, sem vill finna Iiann Johnsen. Hann þúar mig og kallar mig stúlkuna sína í hverju orði Ó, hvað hann er •ækell’.” “Segðu bara, að hann sé ekki heima.” “Johnsen er ekki heima, mað- ur,” sagði stúlkan. “Jæj’a þá. Er konan lians helclur ekki heima?” spurði Björn. “Jú, frúin er heima.” Stúlkan fer inn. “Nú vill hann finna yður, frú. Þetta er einhver þrákálfur. Frúin kemur fram, og Björn réttir henni hönd sína,en hún rétt- ir honum vinstri höndina aftur fyrir sig. “Hvað var það sent þér vilduð finna mig, maður?” spurði frúin nokkuð þóttaleg. “Eg ætlaði að finna manninn yðar, en—” “Þá hefir það ekki verið eg, sem þér ætluðuð að finna,” greip frúin fram í óþolinmóðlega. “Nei, ekki beinlínis; en þér gætuð ef til vill sagt mér, hvar maðurinn yðar er, eða hvar eg gæti fundið hann.” “Það gat hún Sjana sagt yður eins vel og eg. Þér getið alt af fundið hann niðri í búð, og svo er hann alt af vanur að koma heim klukkan fjögur á daginn.” “Þá held eg að það væri rétt hjá mér að bíða eftir honum þangað til hann kemur heim, því eg er hér öllum óktvnnugur og á ekki erindi við aðra en Johnsen.” “Það getur þó varla verið mein- ing yðar að fara að bíða hér þang- að til hann kemur, því það er ekkert víst að hann komi heim fyr en í nótt, því hann borðar ekki alt af heima, og rúm höfum við ekk- ert handa yður. Við .höfum að eins eitt rúm handa fínum gest- um.” 1 “Það var leiðinlegt, að þið höfðuð ekki rúm handa mér,” sagði Björn, “því eg var af og til að hugsa ttm að dvelja hjá yður í nokkrar nætur.” 1 “Hvað eruð þér að segja, mað- ur—þér að hugsa um að dvelja hér í nokkrar nætur; nei, slikt get- ur ekki gengið. Eg skal gefa yður , hérna 25 aura fyrir rúm í hótel- inu, það eru til ódýr rúm þar ' fyrir sveitafólk.” “Ekki er eg hingað kominn til að þiggja hjá yður peninga, kona 'góð—þér megið ekki láta yður mislíka það, þó eg kalli yður , konu, en ekki frú, — já, eg skal nú fara í burtu og ekki gera yður (ónæði aftur. Eg vil að eins biðja yður að skila kveðju minni til mannsins yðar, frá Birni gamla á Bunulæk, og það með, að eg muni ekki ónáða hann framvegis, fyrst eg var svo heppinn að finna kon- una hans á undan honum.” j Björn hafði tekið eftir því, að einhver stóð á ihurðarbaki fyrir innan frú Johnsen, en nú kom hann fram. Þetta var Johnsen sjálfur, hann hafði fært sig fram I þegar hann heyrði að kona hans var komin í móð, og þannig heyrt mestalt, sem fram fór. En þá sá Johnsen að alt var komið í óefni, allar þúsundirnar tapaðar fyrir eintóman klaufaskap. Björn var í þann veginn að fara frá húsinu, en áður en hann vissi af var John- sen farinn að faðma hann að sér og sagði: “Elsku bezti Björn minn! fyrir- gefðu, fyrirgefðu, við áttum alls ekki von á þér núna,og konan nrin hefir aldrei séð þig áður; hún hefði víst sýnt þér meiri virðingu hefði hún vitað hver þú varst. En nú skulum við gera gott úr þessu öllu; kondu nú inn og viö skulum fá okkur góða hressingu—lofaðu mér að leiða þig.” “Þakka þér fyrir, Johnsen minn,” sagði Björn; “eg ætla ekki að koma inn til þín, þ_ví ekki get- ur orðið meira úr þessum samn- ingum okkar í milli. Eg er svo heppinn að vera búinn að kynnast konunni þinni, og eftir iþeirri kynningu að dænia sé eg að við munum ekki eiga lund saman. En jeitt heilræði vildi eg gefa ykkur, ' sem er, að sýna aldrei að ástæðu- lausu ókunnugum mönnum ókurt- (eisi, og það jafnvel þó sveita- menn séu.” I II. Sjana fer í kaupavinnu. Frú Johnsen: “Jpeja, Sjana mín, nú er hann kominn þessi sveitakarl að sækja þig, sem ætl- ar að taka þig í kaupavinnu x sumar; hann kernur með ögn fall- egan mórauðan hest, sem þú átt að ríða.” Sjana: “Er hann ekki ógn dónalegur, þessi karl? Eg kviði fyrir því ef hesturinn, sem eg á að ríða, skyldi nú vera einhver dóni líka.” Frú Jóhnsen: “Nei, Sjana mín, þú skalt ekki kvíða því, hesturinn lítur ógn meinleysislega út, og maðurinn er ekkert donalegri en sveitamenn gerast. Þú verður nú að fara að búa þig á stað og flýta þér. Það er afarhátt fjall, sem þú átt að fara yfir, það er eins liátt og ‘Glóafeykir’. Maðurinn þessi er með marga hesta, sem hann bindur hvern aftan í atinan. Þú skalt þvi, þegar þú kernur að þessu fjalli hnýta hestinum þínum aftan í hans hesta. Svo skaltu láta binda þig við söðulinn og hestinn, svo þú rennir ekki aftur af og hrapir niður at fjallinu. Eg skal biðja manninn að láta þig hafa nóg af snærum eða kaðli að binda þig með. Þegar þú kemur upp á fjallið er alt hvítt af snjó, og skaltu þá binda svörtum klút fyrir augun, svo þú verðir ekki hlind af snjóbirtu. Eg skal lána þér svarta silkiklútinn minn. Eg man eftir því, hvað hann Tómas bóki kvartaði undan snjóbirtunni i vor, þegar hann fór yfir fjallið um sumarmálin; þá var snjórinn í mitt læri, svo hann hlýtur að vera orðinn mikill núna í Júlímán- byrjun, en þeir eru vist búnir að moka braut í snjóinn.” Sjana: “Mikið skelfing kvíði ( eg fyrir þessari sveita ferð, frú mín; fólkið þar er líka svo ein- staklega bjálfalegt; allir karlmenn eru með sjö trefla um hálsinn og í skinnsokkum, en kvenfólkið vef- ur mörgum sjöluum um höfuð sér ' svo ekki sést nema í blá-nefið. Þó hefi eg heyrt að menn héðan gætu orðið skotnir í sveitastúlkum. Eg skil ekkert í því. Líklega kann ' þar enginn að dansa. Ætli mér, þýði nokkuð að hafa með mér “ball”-hanzkana mína?.” Frú Johnsen: “Eg býst v'ð' þvt, Sjana mín, að þú verðir lát-1 in gera annað en að dansa, þvi þú átt að vinna fyrir kaupi og koma með marga fjórðunga af sméri handa okkur til vetrarins. Það var annars nokkuð, sem mig liefir lengi langað til að minnast á við þig, Sjana mín. Þú ert lengi bú- in að vera hjá mér og sumir halda að eg hafi alið þig upp, og þess- vegna vildi eg að ekki væri neitt liægt út á framkomu þína að setja. Eins og þú veizt sjálf, áttu svo bágt með að halda höfðinu á þér í stilli. Það er þessi sífeldi kipr- ingur og verpingur, og svo þessi höfuð-sláttur, ýmist aftur á milli herða, eða út á axlir og svo þetta fyrirlitningar-tillit, sem þér er svo tamt að brúka. Eins er það, þeg- ar þú ert ávörpuð, að þá ertu svo óþýð og hryssingsleg og heggur orðin í sundur. Auðvitað sýnirðu mér þetta aldrei; en eg liefi tekið eftir því þegar þú talar við aðra. Þetta þarftu ekki að leggja niður meðan þú ert í sveitinni, því sveitakarlarnir halda að þú hafir þetta við þig, af því þú sért svo mentuð, og af því a« þú átt heima hjá mér, og álíta þetta fyrirmanna kæki. En hér hagar öðru vísi til. Hér kann fólk betur að meta ‘fína framkomu’. Þú skalt því leggja þetta niður um leið og þú kemur í haust.” Sjana: “Nei, góða frú, það get eg ekki, |>ví þá halda allir, að eg hafi smittast af þessum sveita- rottum, sem ekki kunna að bera sig.” Sveitakarl. Sjúk börn. Mæðurnar geta átt vissa von á að Baby’s Own Tablets geti lækn- að börnin þeirra. Þessar Tablets eru hægverkandi hreinsunarlyf, sem veikja ekki börnin, og lækna alla hina smærribarnasjúkdóma., Þær eru bragðgóðar, verka fljótt og eru ólíkar “deyfan(li” lyfjum að því leyti, að þær skaða aldrei, og móðirin hefir, samkvæmt rann- sókn efnafræðings stjórnarinnar, vissu fyrir því að í þeim eru engin skaðvæn efni, jafnvel fyrir ný- fædd börn. Þ.úsundir mæðra gefa börnum sínum ekkert annað meðal en Baby’s Own Tablets viö vindþembu, magaveiki, meltingar- leysi, kvefi ormaveiki 'sem þjáir börnin, og eins við hinum skað- legu tanntökuveikindum. I Mrs. Jos. Mercier, Plessisville, Que., segir: “Barnið mitt þjáðist mjög af meltingarleysi og það er ein- göngu Baby’s Own Tablets að þakka, að það nú er orðið heil- brigd:.” — Þessar tablets eru seld- ar hjá öllum lyfsölum, eða sendar með pósti á 250. askjan, ef skrifað er til “The Dr.Williams’ Medicine Co., Brockville, Ont.” Isleizkor Plonker, G. L. Stephenson 118 Nena St.. - WINNIPEG Rétt noröan viö Fyrstu lút. kirkju. Tel. 5780,

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.