Lögberg - 22.08.1907, Blaðsíða 6

Lögberg - 22.08.1907, Blaðsíða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1907 LlFS EÐA LIÐINN EFTIR 'Jl. '*» • - HUGH CONWAY. “Hræddur um hana? Ónei. Hann bar ótak- markaö traust til hennar alt aS þessum tíma. En ein- mitt þess vegna hygg eg aö hér hafi veriö um hefnd aS ræCa. Fáum dögum síSar sagSi Jón, maSur minn, mér frá einu atviki, sem eg hefi oft hugsaö um síSan. Um morguninn Þegar Sir Laurence lagöi af staS til slotsins, mætti hann fööur Jóns, Þrjár mílur frá sum- arbústaö sínum. Þeir töluSust Þar eitthvaB viS um búiS, og Þegar Sir Laurence skildi viS hann, kallaSi hann á eftir honum og sagSi: “Ef þú átt leiö heim til min, skaltu láta vita aS eg hafi breytt ætlun minni og komi aftur milli kl. hálf tíu og ellefu í kveld. MaS- urinn gamli sneri heim aftur meS skilaboSin, en mætti kafteininum á leiSinni. Og til aS losna viS aS þurfa aö fara alla leiö heim aö húsinu, því aS hann var orö- inn gamall og þungur fóturinn, sagöi hann kafteinin- um frá því sem Sir Laurence hefSi beöiö hann aS skila, og Chesham lofaSi aS láta heimilisfólkiS vita úm þaö. En nú skal eg segja yöur, herra minn, aö Ches- ham mintist ekki á þetta viö neitt af vinnufólkinu og líklega ekki viS frú Estmere heldur. Annars hefSi hún aldrei fengist til aS standa þarna hjá honum viS tjaldlausan gluggann einmitt á þeirri stundu, er maS- ur hennar var væntanlegur heim. En Chesham vissi hvenær hann mundi koma, og samt tældi hann hana þama inn i herbergiS, aS eins til Þess aö Sir Laurence sæi hana, aS Því er eg held.” “Þetta er ómögulegt. Þetta er djöfli ætlandi en ekki manni.” “En Chesham er líka sannnefndur djöfull. Eg gæti sagt ySur ýmislegt fleira, sem eg heyrSi seinna um hann, en ÞaS bætir ekkert um.” Eg mundi hafa aftekiö ÞaS meS öllu, aS nokkurt vit væri í Því, sem konan sagSi, ef eg hefSi ekki minst þess, hve ósvífna þrælmensku kafteinninn hafSi sýnt Valentinusi heima hjá mér. “Sir Laurence hefSi átt aS fá aS heyra þetta,” sagt5i eg. “Hann var þá farinn. ViS vissum ekkert hvar hann var aS finna. Auk þess gat eg ekki séS aS þaS hefSi bætt nokkuS um fyrir frúnni. ÞaS gat skeö aS Þetta hefSi orSiS til aS auka hatur Sir Laurence á kafteininum, en á Því var óþarfi; þaS var nægilega mikiS áSur.” Mér þótti einkar vænt um þetta síSasta, sem Mrs. Payne sagSi mér. Þó aS hér væri um allósennilega tilgátu aS ræöa, voru samt líkindi til aS einhverskonar þorparabrögö væru i tafli af Cheshams hendi. ÞaS var erfitt aS ímynda sér kæruleysi og ósvífni nokkurs manns á svo háu stigi, aS hann gæti fengiS af sér aS gera annaö eins. En varla var hægt aS hugsa sér þaS aö frú Estmere heföi óviljug getaö látiö leiöast til þessa hve slægöarlega, sem aS heföi veriö fariö, en mér var ómögulegt aS fallast á þaö, aö frú Est- mere hefSi nokkurn tíma getaS litiö svo lágt aS gefa sig Chesham á vald af augnabliks-ástaráhrifum ein- um. ÞaS Þurfti aS afla nýrra og frekari gagna í Þessu máli, og eg strengdi Þess heit Þegar eg fór niöur stigann á eftir Mrs. Payne, aö eg skyldi, bæöi vegna Valentínusar og móöur hans, leggja fram alla krafta mína til aö komast aS Því sem enn væri leynt í þessu máli. Eg sá í huganum hve gffiö Claudina mundi verSa, ef mér skyldi takast ÞaS. \ XIV. KAPITULI. Valentínus beiö okkar í myndaherberginu, mitt á meSal málverkanna af forfeSrum hans, er hann sá þar í fyrsta sinni á æfinni. Hánn laít til mín eftir- væntingarfullur og eg er hræddur um aö hann hafi lítil hughreystingarmerki séö á mér. Hann ávarpaSi okkur þó glaölega og sagöi: “Eg var farinn aS halda, aS þiö Mrs. Payne heföuö strokíi burtu. Filippus hlýtur aö vera búinn aö skoöa hvern krók óg kyma í allri byggingunni.” Mrs. Payne fór aS brosa og horföi á hann meö mestu athygli. “Jæja, Filippus,” sagbi hann, “þá er víst bezt aS viö leggjum á staö. VeriS þér sælar, Mrs. Payne, og þakka ySur fyrir; geriö svo vel aö taka viö þessu.” Um leiö og hann sagöi þetta, rétti hann henni seöil. líún bandaöi hendinni viS peningunum. “Þá skal eg senda ySur silkikjól úr borginni. Eg skal ekki gleyma því. VeriS þér sælar.” “Þér höfðuö samt lofaS mér dálitlu ööru í til- bót, herra minn.” “Já, ÞaS var satt,“ sagöi Valentínus og skelli- hló. “ÞaS er hart aö kvenmaSurinn skuli þurfa aö ganga eftir annari eins skuld.“ Svo beygSi hann sig niSur og kvaddi hana eins og hún haföi óskaS. “Já, Mr. Valentinus,” sagSi gamla konan, “eg hefi kyst ySur þúsund sinnum áöur fyrri; en þér muniö ekkert eftir því nú. Eg fóstraSi yöur, herra minn, þegar þér voruö barn.” “Þá hefir vinur minn sagt yöur nafn mitt. Eg vona, aS þér hafiö sagt honum góSar fréttir.” “Eg er hrædd um aS eg hafi nú ekki gert ÞaS. En vera má aö enn geti alt lagast, Mr. Valentínus. VeriS getur aö skap Sir Laurence mýkist og hann langi til aö taka yngri son sinn til sín.” “Þó aö Sir Laurence byöi aö gefa mér slotiS meö öllu, sem því fylgir, mundi eg aldrei stíga fæti mín- um á þá eign fyr en hann heföi bætt fyrir þann ó- skaplega órétt, sem hann hefir gert móöur minni.” Valentínus sagöi þetta meö þjósti, svo aö Mrs. Payne lá viö aS fara aö kjökra. Hann var oröinn leiöur aS bíöa eftir fréttunum, sem eg flytti, svo aS þaö var stutt um kveðjur milli okkar og Mrs. Payne, og eftir drykklanga stund vorum viö komnir út á þjóðveginn utan viö hliöiö. “Jæja, Filippus,“ sagöi hann, “segöu mér nú alt, sem þú hefir heyrt. Er þaö gott eöa ilt?” “Þaö er ilt. Eg held aö bezt væri aS segja þér þaS ekki.” “SegSu mér það alt, Filippus, hvert einasta orö. Eg veit ÞaS, aS ef engin ástæSa heföi veriS til grun- semda, þá hefði faðir minn aldrei hagaö sér eins og hann geröi. En eg verö einmitt aS komast aö Því, í hverju misskilningurinn liggur.“ Eg sagöi honum þá þaö sem eg haföi heyrt. Eg sagði honum ítarlega frá því öllu og eg bæði undr- aðist og gladdist af því, aö þessar nýju fregnir fengu ekki eins mikiö á hann eins og eg haföi búist við. Traust Valentínusar á móöur hans var öldungis óbif- anlegt. Hann hló gremjulega. “Það kemur ekki til nokkurra mála, Filippus, aS móSir mín, frú Estmere, hafi staöið viS opinn glugga og veriö aS faöma Chesham kaftein. Slíkt væri öld- ungis óhugsandi.” “Getur ekki skeS að hún hafi leiðst út í þetta einhverra orsaka vegna? Þau voru ættingjar eins og þú veizt, og líklegt aS Chesham hafi veriS alt ann- ar maður þegar hann var yngri, en hann er nú?” “Nei, Filippus, því hefir ekki veriö þannig varið. Ef hún heföi gert þaS, þá heföi hún vitað hvernig á misgáningi fööur mins stóö og leiðrétt hann. En hún vissi ekki hvers vegna faöir minn skyldi viö hana, og veit þaS ekki enn.” “Hún hlýtur þó aö hafa heyrt um einvígið.” “Já, og þá grunaöi hana aö Chesham væri riöinn viö máliö að einhverju leyti. Síðan hefir hún aldrei talaS orS við hanri.” “Hver gat þaö þá veriS, sem Mrs. Payne og Sir Laurence sáu inni hjá Chesham?” “Eg veit þaö ekki—en hver svo sem þaS hefir verið þá var þaS ekki móöir min. Heyrðu, Filipp- us!”, sagSi hann enn fremur og sneri sér reiðulega að mér, “trúiröu því að móöir mín sé sýkn? SegSu mér alveg eins og er.” “Eg skal segja þér alveg eins og er. Eg trúi því, svaraöi eg og rétti honum höndina. “Þetta er alt ráöabrugg þorparans hans Ches- ham,” sagöi Valentínus. “Eg skal einhvern tima þröngva honum til aö segja sannleikann.” Valentínus gaf hiö sama skyn og Mrs. Payne, þó í aS eg hefði ekki enn sagt honum frá Þvi, aö Chesham hefði vitaö um heimkomu Sir Laurence. Eg ímynd- aði mér aS réttast væri samt að láta hann ekkert vita um þetta fyr en eg væri búinn aö ráSfæra mig við Rothwell lávarS. Ef mögulegt væri að veiöa eitthvaS upp úr Asmodeusi, þá var Valentínus einhver sá ó- j líklegasti maður til aö koma því í verk, sem hugsast gat. ÞaS er ekki mjög líklegt að sá maður, sem hef- ir verið barinn niSur af öðrum, muni fara aö opinbera i þau óknytft sín,- er mótmanni hans eru í vil. En sjálfur var eg að htigsa um hvort ekki mundi réttast fyrir mig aö vera vingjarnlegur viö Chesham þegar til borgarinnar kæmi, og reyna aö græöa eitthvað á því, sem hann gortaði af, eða kynni aS gefa í skyn um þau mæögin, Valentínus og móöur hans. Mér j var þaö kunnugt aS Chesham fór ekki í neina laun- kofa með ýms strákapör sín. Eg var búinn að heyra ÞaS áður í klúbbnum. En hins vegar var það býsna j dýrkeypt Þekking, ef eg yrSi aS vinria þaö til að láta sjá á mér vináttumerki viö Chesham. En hverijig sem eg færi að hafði eg þó nægan tíma til umhugs- unar. Við ætluðum að dvelja nokkrar vikur í Mir- field......... Þegar eg kæmi aftur til Lundúna- I orgnr gat eg veriS búinn aS ráða við mig, hvað eg ætti að gera. ViS höfSum tafið svo lengi á Estmere-slotinu, aö okkur kom saman um aS setjast að á fyrsta gisti- húsinu, sem viö komum aö. ViS náSum í viðunandi húsaskjól í næsta Þorpi, og morguninn eftir ókum viS til síöasta áfngastaöarins á flutningstæki, er sumir mundu hafa nefnt farþegavagn, en aörir, miöur góö- gjarnir, farangurskerru-skrífli. Húsbóndinn, hin ntíginborni vinur okkar, tók okkur tveim höndum, og baö okkur samt hlæjandi aö afsaka hve ábótavant húsakynnunum væri hjá sér piparsveininum. “Eg hefi varla komið hér í tvö ár, þó eg kalli þetta heimili mitt. Herbergin í þessum armi hússins eru reyndar íbúðarhæf, en annarsstaöar í bygging- una hálfhryllir mig aö koma. Herbergin þar hafa veriö lokuö þangaö til nú, því aS eg kæröi mig ekki um aS láta ókunnuga búa hér, þó eg leigöi veiöiland- iS sem liggur í grendinni. ÞaS virtist í meira lagi undarlegt, að tvö álitleg- ustu herramanna heimkynnin í þessum hluta landsins skyldu vera í auön, vegna sömu konunnar. Eg þótt- ist sem sé fullviss um, að forn viSkynning viS frú Estmere væri orsök þess, aö Rothwell lávarSur haföi fariB að feröast land úr landi, en Þær feröir uröu þó alþýðu manna gróöi, því aS um þær hafði lávaröur- inn ritað margar ágætar bækur. Hvernig svo sem sá hluti slotsins leit út, sem viö ekki sáum, þá höfðum viö nægilegt húsrými ekki fleiri en viö vorum og bættust þó menn í hópinn um kveldið, gamlir kunningjar. ÞaS voru þeir Mr. Stanton og Victor vinur okkar. Eg hafði gert hann kunnugan Rothwell lávaröi og voru þeir nú orSnir mestu mátar. Stanton hafði eg ekki séö síðan í sjó- ferSinni góSu. BáSir komu þeir frá Lundúnaborg. HöfSu lagt þaöan á staö ókunnugir, en einhverra or- saka vegna lent báöir í sama vagni og kynst þar. Þaö var einkar gaman aö ferðasögu þeirra, og entist hún okkur til aö hlæja að allan tímann, sem við sátum aö miðdegisverði. “Mér er alt af meinilla viö samferðamenn í vagni,” sagSi Stanton, þegar hann hóf frásögnina. “ÞaS er mér líka," svaraöi Victor. “Mér leizt afarilla á þig undir eins og eg sá þig.” “Eg var nýbúinn að koma mér fyrir í lestinni, og var aö bíða eftir því aö hún legöi á staö, þegar þessi æöikollur kom hlaupandi inn x vagnirin, þeytti veiöi- áhöldunum mínum ofan á gólf og gerSi mér mesta ónæöi.” “Hann setti upp ógurlega mikilfengleg gler- augu, skoðaöi mig i krók og kring, stundi þungan og fór aS lesa í blaðinu, sem hann hafði meS sér,” sagði Victor. “Eg þurfti ekki meira til aS fá ógeS á mannibum.” “Hann hlassaöist ofan í bekkínn, reif upp eitt- hvað af lúðum skræöum—ÞaS sýndust helzt að vera prófarkir—og Þetta fór hann að leiSrétta með ofur- litlum blýantsstúf, lét það síöan i umslag og fékk ein- hverjum þaö í hendur til að koma því á póstinn á næstu stöö. AS því búnu teygði hann frá sér fæt- urna fram á gólfið, rak hendurnar ofan í buxnavas- ana og tautaði hálfhátt viö sjálfan sig: Lof sé guSi, nú þarf eg ekkert aö gera í heilan mánuð.” “Hann ypti öxlum og bar sig svo drembilega, og yfir höfuö asnalega, aö mér varö starsýnt á hann og ritaði hjá mér helztu tilburöaeinkennin. ÞaS getur orSiö ágætisefni í mannlýsingar, sem eg ætla bráSum aö fara aö rita um.” “Hve lengi hugnuðu þiS hvor öörum svona dæmalaust vel?” spurði Rothwell. “Margar klukkustundir— um mörg hundruö mílna vegalengd,” sagöi Victor og sauö í honum hlát- urinn. “Eg fékk mestu skömm á honum, þegar hann lét svona gikkslega, svo aS eg gerSi honum það til ills aS veröa honum samferSa.” “Eg reyndi aS losa mig viö hann, en hann virtist óaöskiljanlegur. við mig eins og gamli maðurinn í SindbaSsscgunni,” sagöi Stanton . “Alstaðar þar sem vagnaskifti urðu beiö eg til að sjá í hvaöa lest hann færi — og fór þá strax inn á eftir honum. Eg fylgdi honum eins og skuggi. Hann lét sem hann tæki ekki eftir því, en eg sá aö það var öörg nær.” “Já, þaS var satt,” svaraði Stanton og »tundi viB, “mér datt ekki annað í hug en aS þú værir fréttasmali einhvers blaðs, og værir aS ná í lýsingu á morðingja.” “Eg hafSi grun um aS þú værir einmitt þess- háttar náungi, þangað til eg sá skotfærakassann þinn. Þá bjóst eg við að þú mundir vera einn þessara upp- skafnings-verzlunarerindsreka, sem eru svo stórir upp á sig aö þeir geta ekki verið þektir fyrir aS ferB- ast á öðru farrými.” “Hvernig lyktaði þetta?” spuröi eg. “Þegar á að giska fimtíu mílur voru eftir til sið- ustu járnbrautarstöSvar þá varð eg þess var, mér til mikils hugarangurs, að allir vindlarnir mínir voru búnir. Eg treindi mér síöasta stúfinn, sem eg átti, þangað til hann fór aö brenna varirnar á mér_______þá varð eg að sætta mig við ólán mitt.” En eg átti þá heilsusamlega olíu á mínum, lampa, eins og forsjálu meyjarnar,” sagði Victor. Já, þaS var satt, sem hann segir, þorparinn sá arna. Þegar eg fleygSi frá mér síðasta vindilstúfn- um, dró h»n upp fullan kassa og kveikti einstaklega makráður í gríöarstórum vindli. Eg steinþagSi.” En þaö var auöséö hvaö hann hugsaöi. Augna- ráSið svo aumingjalegt og biöjandi, að það lýsti því betur hvað hann vildi, heldur en hann hefSi sagt það —Eg rétti honum vindlakassann.” “ÞaS geröi hann,” sagSi Stanton. “Eg tók við honum og var í efa um, hvort eg ætti aö bjóöa hon- um borgun eöa ekki. Enda þótt mér þætti vænt um þessa forsjálni hans, sem nú kom sér vel, hugsaöi eg með mér aö eg skyldi heldur greiða 20 shillings fyrir þenna vindil, ef til kæmi, en fara að brjóta upp á um- ræöum viS gefandann.” Þó aö eg gefi beiningamanni vonast eg aldrei eftir vináttulátum af honum í þakklætisskyni.” “Svo sagði eg: “Þetta eru samvafin kálblöö en ekki tóbak. Kálblööin eru þó stundum betri en ekki neitt.” Eg er hárviss um aö vindillinn, sem andstæö- ingur minn gaf mér, hefir aldrei séð Havana sólina að minsta kosti.” “Úr því hefir fariö að skána á milli ykkar,” sagöi Valentínus. “Nei, alls ekki,” sagði Victor. “Hann fór nú samt aS blíðka sig viö mig og spyrja mig ýmsra spurninga.” “Eg spurði hann hvert hann ætlaöi. Hann sagöi mér að hann ætlaði til Ditchett. Þá spurði eg hann í hvaða erindageröum hann færi þangað. Hann sagðist ætla þangað á fuglaveiðar. Eg trúöi ekki ræflinum. Hvar er byssan þín, spurði eg. “Eg hefi en&a> svaraöi hann. “Vinur minn á nógar byssur, og hann lánar mér einhverja þeirra”. Eg hrósaði happi í huganum yfir því aö þurfa ekki að fara á veiöar rneö rnanni, sem ekki átti sjálfur byssu, og fór að hugsa um hver þessi vinur hans mundi vera.” “Hann sagöi mér ýmsar kynlegar sögur um lengdarskotin, sem hann heföi skotiö með vini sínum Rothwell lávarði. ÞaS voru svo löng skot, aö eg get ómögulega haft þau upp eftir honum.” Það fór aö koma ókyrö á Stanton. “Loksins komst eg að því hvert hann ætlaSi,” hélt Victor áfram. “Eg fór aö hlæja, en sagöi ekk- ert. En þiö heföuö átt aö sjá framan í hann þegar eg fór upp í vagninn, sem þér senduS eftir okkur, Rothwell lávaröur, og hann vissi aö eg var einn gesta yðar.” “Já, mér varS óneitanlega illa við þaö, þegar eg komst aö því, en eg reyndi aö láta það ekki á mér festa, og nú er eg nokkurn veginn búinn aS sætta mig við það,” sagöi Stanton. “Loksins sættumst viö,” sagöi Victor, og nú er- um við orSnir allgóöir kunningjar. Hann þekkir nokkra af vinum mínum og eg af hans. ViS skárum sundur síðasta vindilinn minn þegar viö áttum eftir á að gizka tvær mílur hingaö, svo aö nú er samkomu- lagiö orðið óaðfinnanlegt.” Já, ÞaS var heldur en ekki glatt á hjalla þegar við sátum að miSdegisverðinum. Valentínus var nú eins kátur og skemtinn eins og hann átti aS sér og tók fjörugan þátt í gamanyrðunum, sem fóru milli þeirra Stanton og Victors. Rothwell var sjálfur í bezta skapi og hugsaöi um það eitt að skemta okkur sem allra bezt, og fyrir mitt leyti hafði eg enga ástæðu til annars en að láta liggja vel á mér. Þegar eg kom til Mirfield beið inín þar bréf frá Claudínu. Henni leiö vel og innileikurinn skein út úr hverri línu í bréf- inu. Eitt ár er ekki lengi aö liöa. Faöir minn kem- ur bráðum heim. Þegar hann sér hana getur hann ekki annaö en látið sér þykja vænt um hana og þá lagast alt saman. Nú fer eg aS hátta og dreyma um Claudínu og allar akurhænurnar, sem viö munum skjóta á morgun, því aS skógarveröir Rothwells segja mikla gnægð fugla um þessar munir á landar- eigninni. XV. KAPITULI. Næsta daginn, 1. September, var svo mikid veiði- hugur í okkur, aS ekki var um annað sint en að skjóta akurhænur og aðra fugla. Okkur hepnuöust veiðarnar líka prýöilega. Rothwell var einstakur snillingur að fara meö byssu, eins og ekki var að undra, því aS hann haföi víst skotið flestar þær skepnur, sem á annaS borð eru tiltök aö skjóta, hvort heldur til gamans, arös eöa lifi manna til tryggingar. Stanton var ekki langt á eftir gistivini okkar hvað skotmensku snerti þenna dag, enda hafði hann orð fyrir að vera einhver mesti akurhænubani ,sem þá var uppi á Englandi. Eg fékk heldur hrós en hitt fyrir aSgeröir mínar um daginn, og Victor, “byssu- leysinginn”, haföi og felt nokkra fugla. Valentínus var lakasta skyttan í hópnum, og missifengastur. Ef fagurt landsvæöi bar fyrir augu misti hann óöara veiöihuginn, og var ekki trútt um, að hlegið væri aS honum fyrir af félögum hans. En þegar á alt var litið, hafði okkur hepnast vel um daginn, og alt and- litiö hló á lávarSinum þegar viS ÞökkuSum honum fyrir skemtunina.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.