Lögberg - 22.08.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.08.1907, Blaðsíða 2
LÖGREKG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1907 Stjórnarskrárbreyting, Þ jóSræðismenn allir í neSri deild, átta að tölu, þeir Skúli Thorodd- sen, ÓlafurÓlafsson, Björn Kristj- ánsson, Magnús Andrésson, Ólaf- ur Briem, ÓlafurThorlacíus, Stef- án Stefánsson kennari og Einar Þórðarson bera upp frumvarp til stjórnarskipunarlaga um, þessar breytingar á stjórnarskránni ís- lenzku: 1. Orðin“ í ríkisráöinu” í 2. gr. stjórnarskrárinnar falla burt. 2. Alþingi kemur saman hverju ári. 3. Alþingi skipa að eins þjóð- kjörnir menn, 36 að tölu, tólf í efri deild og tuttugu og fjórir í neðri. Tölu þingmanna má þó breyta með lögum. Kosningar gilda um 3 ár að jafnaði. ' 4. Þingmenn í efri deild kýs al- þingi í heild sinni með hlutfalls- kosningu fyrir allan kjörtímann fyrsta sinn er það kemur saman eftir nýjar kosningar. 5. Konur jafnt sem karlar,hverr- ar stéttar sem eru, hafa kosning- arrétt og kjörgengi til alþingis, 25 ára eða eldri, giftar konur sem ó- giftar. 6. Kjörgengisaldur breytist úr 30 árum í 25. 7. Það sviftir engan kjörgengi, þótt hann sé í þjónustu annars ríkis en Danaveldis, ef hann er ekki beint þegn þess. Og orðið “Danaveldi” i kjörgengisgrein- inni ("18. gr.ý breytist í “Dana- konung”. , 8. Fjárhagstímabilið sé eitt ár. Þessar eru breytingarnar að efni til. Þær eru öðruvísi orðað- ar sumar, til þess að eiga betur inn i stjórnarskrárgreinarnar. Frumvarpið var lagt fram þingi í dag. — Isafold. Holdsveikishugvekja, Eftir Sœm. Bjarnhéðisson. Holdsveikin rénar hér á landi. Það er áreiðanlegt. I árslok 1896 vissu menn um 180 holdsveiklinga. I árslok 1905 vissu læknar um 114 holdsveika. Af þeim átti 61 heima í holds- Auðvitað eru fleiri hfcddsveikl- ingar hér á landi en læknar vita um núna eða vissu í árslok 1905. Svona var það og 1896. Eftir seinni skýrslum vita menn nú, að þá hafa verið að minsta kosti 226 holdsveikir í stað 180, sem skýrsl- an frá því ári nefnir. En eg von- ast eftir því, að hlutfallslega vanti ekki fleiri nú en þá, líklega heldur færri, þar sem það eru læknarnir, sem nú telja, en þá voru það hreppstjórar. Afleiðingar af fækkuninni er eg a þegar farinn að verða var við. Að- sóknin til spítalans er að minka. Eins og kunnugt er, var ætlast til, að þar yrðu um 60 sjúklingar. Að upjíjafnaði hefir sjúkliing'atalan þar eftir ársskýrslum spítalans aldrei verið lægri, heldur hærri æ- tið, og eins síðastliðið ár. Nú eru ekki nema 50 sjúkling- ar í spitalanum og engar umsókn- ir sem stendur. Það er að vísu gleðilegt, að holdsveikin minkar í landinu; en meðan jafnmargir holdsveikir eru utan spítala er það óeðlilegt, að spítalinn hafi ekki nógu marga sjúklinga. Menn verða að muna það, að enn þá er langt að tak- markinu; útrýming veikinnar. Árlega verða menn holdsveikir, þótt þeim fækki eðlilega eftir því sem færri verða eftir í landinu. Nákvæmar skýrslur um það, hve margir bætast við á ári, fást ekki fyr en 10 árum á eftir. Menn leita ekki til læknis meðan veikin er á lágu stigi og þeir menn verða því eigi skráðir fyr en seinna. Á Þriggja ára bilinu frá 1901— 1903 veit eg um 25 menn, sem fengu sýnileg einkenni veikinnar; en Þegar fram líða stundir, fæst vafalaust vitneskja um fleiri frá þeim árum. Það er of snemt að leggja árar í bát og láta holdsveikina eiga sig. Það er óhætt að trúa því ,að sé það gjört, koma upp nýir holds- veikisreitir í landinu og hinir gömlu blómgast aftur. Baráttan verður að halda áfram sleitulaust Þar til veikinni er al- gerlega útrýmt. Læknar munu að sjálfsögðu telja sér skylt að vinna að því af alefk; én það ríður á því, að allir veikraspítalanum, en 53 voru utan spítala. Þeir skiftast svona á lög-|bendi lækni á, ef Þeir vita um sagnarumdæmi landsins ("lþr.= sjúklinga, sem hafa holdsveiki eða líkþrár, lfs=lirnafallssjúkur) : lþr. lfs. alls Reykjavík .. .......... 1 4 5 Gullbr. og Kjósars .. 2 Mýra og Borgarf....... 2 Snæfellsness........... 2 Dalasýslu...............o Barðastrandars ........ 1 ísafjarðars.............o Húnavatnss. •...........1 Skagafjarðars...........1 Eyjafjarðars............5 iÞingeyjars.............3 Rangárvallas............o Árness..................3 Vestmannaeyjum. . 2 O 4 1 o 1 1 1 8 1 2 6 1 þykja grunsamlegir. Þegar Norðmenn hófu barátt- una gegn holdsveikinni fyrir rúm- 4 um 50 árum, voru þar í landi um j 2,600 holdsveiklingar, en i árslok 1902 var tala« ekki nema 238. Þeir reistu fleiri 'hdldsveikisspít- ala en einn; en eftir því sem sjúk- 2 | lingunum hefir fækkað, hafa þeir 2 j fækkað spítökmum og tekið þá til , annars, t. a. m. fyrir berklaveika. Hér er ekki nema einn spitali, g og hann þarf að vera fullur, með- 1 - an holdsveikir menn eru til utan Likþrá gengur að 40 sjúkling- J spítala. Ella verður baráttan of um i Laugarnesspítala og limafalls dýr og kemur ekki að tilætluðum sýki að 21. En utan spítala lík- þrá að 21 og hin veikin að 32. Það verða alls á landinu 61 lík- þráir og 53 limafallssjúkir. Skýrslur segja engan holdsveik- an i Múlasýslum né Skaftafells né Stranda, hvort sem það er nú áreiðanlega víst eða ekki. notum. — Isafold. Fréttabréf. Edmonton, Alta, 5. Ág. 1907. Margir standa hissa, já alveg agndofa, þegar þeir lesa í frétta- blöðunum staðhæfingar um það, Fækkun holdsveikra í landinu | að ekki færri en f jögur járnbraut- nemur á Þessu níu ára tímabili alls arfélög leggi brautir sínar norður meira en þriðjung, eða um 37%-Jog vestur frá Edmonton innan lít- Br Það óneitanlega góður árangur tiis tíma ffárra áraý. „En hvert?” af baráttunni gegn þes6um ill-Jer spurningin, sem engir g*eta eða, ræmda sjúkdóm, árangur, sem'ef þeir geta það, vilja þá ekki menn að vísu gátu búist við sam- J svara. kvæmt reyaslu Norðmanna og Mér þótti þetta eitthvað bogið, annarra Þjóða, Þar sem líkt hefir og ferðaðist um landið 750 mílur staðið á. norðtir frá Edmonton í vetur. Sá eg þá skjótt hvert brautirnar áttu að liggja. Því er kannske haldið leyndu en sú mun reynd á verða, að fyrir norðan Edmonton finnast svo miklar og auðugar steinolíu- æðar, að hvergi geti Þeirra líka. Við vitum að Edmonton-vígið er svo auðugt af kolanámum, að hvar sem' maður grefur i jörðu er kolalag undir, þó að misjafn- lega djúpt þurfi eftir að grafa. Því til sönnunar, að kol séu þar . sem eg gat um, skal það tekið fram, að Þau má finna iþar í áar- bökkunum á tveggja til þriggja feta dýpi. Margra miljóna virði af stór- vöxnum skógi mæna nú á bökkum Peace River eftir viljugum hönd- um til að vinna úr sér hús og ann- að það, sem menn geta úr tré gert, en undir trjánum er svarta moldin gróðursæla, 6 til 8 þuml. á dýpt. Fáeinir hvítir menn hafa búið í Peace River héraðinu um nokkur ár, og hafa þeir fengist við hveiti, hafra og kartöflurækt. Næstum því hver einasti Indíáni þar norð- ur frá stundar kartöfluræækt. Haþólskur pnestur, sem hefír búið þar í fjörutíu ár, sagði mér að það væru Þrjátíu og tvö ár síð- an að fyrstu kartöflum hefði verið sáð þar, og hann sýndi mér kart- öflur, er spruttu þar í fyrra. Eins stórar kartöflur og þær hefi eg aldrei séð á sýningunni í Winni- peg- Sama get eg sagt um hveitið og hafrana, sem eg sá þar. Hópur manna, um fimtíu landnámsmenn fóru þangað norður um daginn, og búist er við að margir fari á eftir þeim í sömu erindagerðum. Eigi vildi eg samt ráðleggja lönd- um mínum að ferðast Þangað með fjölskyldur, því að allar nauðþurft ir eru þar í svo voðalega háu j verði, að það er ekki nema fyrir auðuga menn að ráðast í það ferða lag. Hundrað pund af mjöli eru seld þar á $10.00, smjör á $1.50 pundið, aldin, fiskur og kjöt í könnum fjórum sinnum dýrara en hér. Gullsandur finst í því nær öllum ám þar norður frá, eins og hér, en hann er svo fínn að erfitt er að meðhöndla hann, svo að gróði verði að. Búist er og við að mik- ill auður sé fólginn i fjöllunum þar vestra og menn fari bráðum að færa sér hann í nyt. Þegar á það er litið að veturinn norðan og vestan við Edmonton er mildari en í Manitoba, landið þar skógauðugra, fegurra, jarðvegur- inn fult svo feitur, að þar finst gull, kol og steinolía, gnægð af “Asfaltum”—svo mikil, að þar er nóg af því til að smyrja öll stræti hewnsbonganna, að því er W. P. Frank frá Spokane hefir sagt fyr- ir skemstu, þá er það auðskilið hvað járnbrautafélögin eru að keppa um og hví þau ætla að leggja þangað brautir sinar. Þau eru þó ekki vön því að leggja brautir um bygðir áður en inn- flutningur hefst til þeirra . Ár og vötn eru auðug að fiski þarna norður frá. Er Það mest hvítfiskur, sem veiðist þar. Mörg þúsund dollar virði af dýraskinn- um koma þaðan árlega. Að öllu þessu samtöldu finst mér flest benda til þess, að Ed- monton verði innan fárra ára—tíu ára jafnvel — einhver auðugasti bær í Vestur-Ganada. Nú sem stendur selst lítið af fasteignum í bænum en enginn vill selja sér í óhag. En undir eins og einhver getur ekki greitt afborg- anir á lóð sinni, þá er honum jafn- skjótt boðið að kaupa hana fyrir innkaupsverð það er sá maður greiddi Þegar hann keypti. Þannig renna eignir margra inn til þeirra er þeir keyptu lóðir sínar af, og kaupendurnir, sem ekki gátu stað- ið í skilum, sitja eftir með sárt ennið margir hverjir sem ekki er að furða. Bærinn Edmonton er eins og barn, sem nýbúið er að venja af brjósti. Honum hefir orðið ónota- lega við þau umskifti eins og brjóstbarninu, og honum er nú hrashætt. En eg veit að svo mikill þróttur er samt i honum að hann réttir sig skjótt við þó að hann fái eitthvert ofurlítið áfall. Og þess verður eigi langt að bíða, að hann verður sjálfbjarga, og nafnið hans verður ritað með skýrum og björtum stöfum í sögu Vestur- Canada. Carl Eymundsson. Icelandic River, 18. Júlí 1907. Herra ritstjóri Lögbergs. Á einum stað í kirkjuþingsfrétt- unum í yðar heiðraði blaði, Lög- bergi nr. 28, stendur eftirfarandi greinarkafli: “Hálfdan Sigmundsson, féhirö- ir Bræðra-safnaðar, kom á þingið um daginn og var honum veitt málfrelsi. Hann bar fram beiðni frá söfnuði sínum um, að kirkju- félagið létti að einhverju leyti undir með honum að borga kirkju, sem sá söfnuður hefir í smíðum.” Viðvíkjandi þessari beiðni er það að segja, að það hefir aldrei komið til orða, og því síður verið samþykt á no’.ckrum safnaðarfundi | að biðja kirkjufélagið um styrk til að borga með kirkju, sem sá söfn- uður hefir í smíðum. Þó nú þessi söfnuour sé fámennur og fátækur, þá mundi hann í síðustu lög leita styrktar hjá kirkjufélaginu, því eins og allir vita, þá hefir það engan sjóð, ætlaðan til styrkveit- inga. Það var mjög leiðinlegt að fulltrúinn okkar skyldi koma með | þessa beiðni inn á kirkjuþing, og enn þá leiðinlegra að kirkjuþingið skyldi samþykkja uppástungu Guðgeirs. Það er stór hneisa fyrir söfnuðinn, hvorttveggja, beiðnin og samþykt kirkjuþingsins. Eg tel víst, að söfnuðurinn láti eitt- hvað til sín heyra þessari beiðni viðvíkjandi. F. S. MILLENERY. Allir sumarhattar fást ná með^ niður- settu verði. $5,00 hattar fyrir Í2.00 $7.00 hattar fyrir $3.00 $10.00 hattar fyrir $5,50 StrútsfjaOrir hreinsaöar, litaðar og liöað- ar. Gamlir hattar endurnýjaBir og skreyttir f-yrir mjög lágt verB. TOMMÖ'HWÉ'AtTHTLOCkr 524 m\H ST, Póstflutníngur LokuBum tilboBum stíluBum til póstmála- stjórans verBur veitt móttaka í Ottawa þáng- a8 til umhádegi föstudaginn ö.Sept.þ.á.um flutning á pósti Hans Hátfgnar konungsins ---samkvæmt boBnum samníngi til fjögra ára svo oft á viku sem meO þarf fram og aftur milli Winnipeg P.O.ogC.P.og C.N H.brauta stöBva og staBa þeirra viB járn- brautar stöBvar og póst lestir.þar er bréf og blðB eru flokkuB niBur.StarfiB verBur veitt i.oktober næstk. PrentaBar leiBbeiningar er gefa frekati upplýsíngar um skiIyrBin viBvíkjandi neínd- uro samningi.eru til sýnis á pósthúsinu í Wpg.sömuleiBis eyBublBB fyrir tilbjóB- endur. G. E. ANDERSON Superintendent Post Office Dept. Mail Contract Branch Ottawa aó.Júlí 1907 A. S. BABDAL, selui Granite Legsteina alls kcnar stæröir. Þeir sem ætla sér aö kaupa LEGSTEINA geta því fengiö þá meö mjög rýmilegu verði og ættu aö senda pantanir sem fyrst til A. S. BARDAL 121 Nena St., Winnipeg, Man Póstsamningur. LokuBum tilboBum stíluBum til the Póst- master General verBur veitt viBtaka í Otta- wa þangað til klukkan 12 á hádegi föstu daginn 30 Ágúst 1907 samkvæmt boðnum samningi um flutning á pósti Hans Há- tignar milli Lillyfield og Winnipeg um Mount Royal hvora leiB tvisvar í viku báð- ar leiBir í fjögur ár frá 1 okt.næstk. að telja. Prentuð blöð með frekari leiðbeiningu um þenna boðna samning má sjá og fá eyðublöð undir tilboB á póststofunum í LilIyfield.Mount Royal og Winnipeg og á skrifstofu eftirlitsmanns pósthúsanna. Post Office Inspector's Office, Winnipeg 19 júlí 1907 W.W.McLEOD Post Office Inspector. Nýja ísrjómastofa okkar er nú opin.ískaldir drykkir seldir Reynið hjáokkur ávesctina.sætindin, vindl; tófcak og vindlinga. The Palace Restauraot, COR. SARGENT & YOUNC W. PRIEM, eigandi. ECTA SÆNSKT NEFTÓBAK. Vöru merki Búiö til af Canada Snuff Co Þetta er bezta neftóbakíö sem nokkurn tíma hefir veriö búiö til hér megin hafsins. Til sölu hjáj Q H. S. BÁRDAL, 172 Nena Street. Fæst til útsölu hjá THE COMP. FACTORY 249 Fountain St., Winnipeg Thos. H. Johnson, Islenzkur tögfræBingur og mála- færslumaSur. Skrllstofa:— Room SS Canada Llf. Block, autSaustur hornl Portagi avenue og Main *t. Dtanáskrlft:—P. o. Box 18#4. Telefðn: 423. Wlnnlpeg, Man. Hannesson & White lögfræöingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ! ROOM 12 Bank of, Hamilton Chamb. Telephone 4716 < Dr. O. Bjornson, ý c Offick: 660 WILLIAIVI AVE. tel. 89 < Officb-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. ^^House: ðio McDermot Ave. Tel. 43°° j P#1*. B. J. Brandson, ^ t Office: 650 Wllliam ave. Tel, 89 S Hours :Í3 to 4 &17 to 8 p.M, 1 Residence: 620 McDermot ave. Tel.4300 £___ WINNIPEG, MAN^J I. M. ClegíiBPD, M D læknlr og yflrsetnmaður. Heflr keypt lyfJabúBina á Baldur, og heflr þvl sjálfur umsjön á öllum meB- ulum, sem hann lwtur frá sér. Ellzabeth st., BALDUR, . MAN. P.S.—Islenzkur tölkur vlB hendina hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal 1*1 NENA STREET, selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Telephone 3o6. KerrBawlílIcNamee Ltd.l UNDERTAKERS & EMBALMERS 229 IHain Street, Winnipeg Ráða yfir fyrirtaks sjúkravagni. Fljót og góð afgreiðsla. Hvítur barnalíkvagn $3 FKRDIN. Píanó og Orgel enn óviðjafnaitlfiK. Bezta tegund- in sem fæst í Cahada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIAN0 &. ORGAN CO. 295 Portage ave. Auglýsing. Ef þér þurfið að senda peninga til fs- lands, Bandaríkjanna eðn til einhverr.a staða innan Canada þá sotið Dominion Ex- press Company's Money Orders, útlendar ávísanir eða póstsendingar. LÁG IÐGJÖLD. Aöal skrifsofa 482 Main St,, Winnipeg. Skrifstofur viðsvegar um borgina, og öllum borgum og þorpum víðsvegar um landið meðfram Can. Pac. Járnbrautinni. 1 tlimib eftir Diirf 11’n — þyí ad -I r • juuuy úuyyyiiiyupupjJii neldur kúsunum heituml og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn' in "£ f UJ um og verðskrá til TEES & PERSSE, LTi>. ÁGBNT8, .J,i„ WJltNIFEGL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.