Lögberg - 12.09.1907, Page 6

Lögberg - 12.09.1907, Page 6
LÖGBERG. FÍMTUDAGLSN 12 SEPTEMBER 1907 LlFS EÐA LIÐINN EFTIR 'lflK. HUGH CONWAY. XVII. KAPITULI. iÞ'egar fyrstu hjartnæmu kveöjurnar voru af- staönar vikum við okkur hvor frá öðrum, en heldumst samt í hendur, og virtum hvor annan fyrir okkur til að sjá greinilega hvaða breyting Þessi tveggja ára aðskilnaður hefði haft á okkur. Faðir minn var hraustlegri og hressari . Hann var orðinn dökkleitur t andliti, en hann gekk nú beinni og hvatlegar en áður. í andliti hafði hann ekki breyzt. Andlitsdrættirnir hinir sömu, skýrir og reglulegir. Á svip hans var sami blær og fyr, er bar vott bæði um hugarþrek og næmar tilfinningar. Hann mændi á mig dökku aug- unum sínum þunglyndislega en innilega, eins og hann var vanur. *Skegg hans var klipt öldungis eins og vanalega, en það lét hann gera svo að vel átti við og veitti andlitinu einkennilegan svip. Búningur hans var óaðfinnanlegur svo að eg þóttist viss um, að þó hann hefði verið að ferðast um ókunn lönd, meðal líttsiðaðra Þjóða, þá gæti enginn hér á Englandi álit- ið hann annað en vel upp alinn herramann. Sjálfur gat eg að eins vonast Þess, af því að dæma hvernig hann horfði á mig, að honum geðjaðist eins vel að mér og mér að honum- “Þú hefir vaxið—þreknað—ert orðinn fullorðinn maður, Filippus,” sagði hann. “Mér finst það góður fyrirboði, að við skyldum hittast hér á gamla heimil- inu.” ■“En það mátti heldur ekki tæpara standa,” sagði eg. “Ef þú hefðir komið einum degi seinna, hefði eg verið farinn. Hvenær komstu aftur?’ “í gær. Eg fór til herbergja þinna í borginni og heyrði þar að þú værir kominn hingað, svo að eg flýtti mér þá á fund þinn eins og eg gat.” Svo lögðum við á stað heim götuna og leiddumst. j í fögnuði mínum gleymdi eg Valentínusi. “Hvar er farangur þinn?” sagði eg'við föður j minn. “Allur þungafarangurinn er í London. Smádót- ið, senl eg kom með, skildi eg eftir hjá bóndanum hérna í nágrenninu. Ökumaðurinn fór ekki lengra með mig, svo að eg bað nágranna minn að senda með dótið hingað.” “Gekstu jtfir mýrina?” > "Já. Eg befði verið kominn Tiér fyrir nokkru, | hefði eg ekki stanzað og farið að tala við ungan mann sem eg mætti þar. Hann var málari. Þetta var prýðilega skynsamur og skemtilegur piltur, sem mér þótti einstaklega gaman að tala við.” Það hlaut auðvitað að hafa verið Valentínus. Eg fer að brosa þegar eg bar þá saman í huganum, föð- ur minn, jafnalvörugefinn og hann var, og Valen- tínus. “Það er ekki oft, að maður rekur sig á málara hér,” hélt faðir minn áfram; “svo að eg stanzaði og fór að tala við þenna unga mann- Á einum klukku- stundarfjórðungi var hann búinn að segja mér hvaða skoðanir hann hefði á málverkalist, músík, bókment- um, vindlum og lifníiðarháttum fófksins i. þessum landshluta.” Eg fór aftur að hlæja. Mér var sent eg sæi á- nægjusvipinn á Valentinusi er hann hafði fengið þennan ókunnttga mann til að hlusta á rausið í sér,— mann sem vissi tvöfalt meira um hvað sent vera skyldi heldur en hann. “Spurðirðu um nafn lians, eða hvar hann héldi j til ?” spurði eg. “Nei, en eg sá eftir því síðar, að hafa ekki gert það. Mér félt hann eitthvað svo vel í geð, þessá \ ungi maður. Jæja, þá erunt við komnir heim, j Filippus. Mér sýnist alt með sama brag og áður.” Við gengum inn um hliðið og faðir minn tók j kveðju vinnufólksins, sem varð hálfhissa við hve fyr- j irvaralaust hann kom. Hann var mjög vingjarnlegur við fólkið, og þegar kveðjunum var lokið héldum við áfram, haldandi livor á annars höndttm, inn i húsið. ! Eg slepti þvi að segja honum að ttngi maðurinn j væri gestur hjá okkur og vinur minn. Eg íntynd- aði mér að það gæti orðið býsna spaugilegt að sjá framan i föðttr minn, þegar Valentínus kæmi heint með málarakassann, uppdráttagrindina, regnhlif og j annan útbúnað, og hrópaði strax þegar liann kæmi í dyrnar um mat og kaffi eins og hann var vanttr. Eftir þvi að dæma hve vel föðttr mínuni hafði geðjast að honttm, var lítill vafi á að honum yrði vel tekið. Við fórum inn i bókaherbergið. Faðir minn settist i stólinn, sem hann var vanur að sitja í. Eg settist þar á annan stól hjá honuni. Hann tók hönd ntína og sagði: “Þykir þér væntum að eg skuli vera kominn heim aftur, sonur minn?” Eg var innilega hærður og sagði ekkert, en þrýsti að hönd hans. “Jæja, segðu mér þá alt, sem á daga þína hefir drifið,” sagði ltann. “Hvernig hefir þér liðið.” “Segðu mér heldur hvar þú hefir verið — hvað þú hefir hafst að — hvort þú ert orðinn heill heilsu aftur.” “Það má alt bíða .Filippus. Segðu mér fyrst fréttirnar af sjálfum þér.” Eg var alt af vanttr að hlýða honum, og eg gerði það eins í þetta skifti. “Eg hefi fylgt mér allvel að lestrinum,” sagði æg. “Eg hefi lifað mjög þægilegu lífi, og það er þér að þakka. Marga vini hefi eg eignast. Yfirsjónir ltafa ntér orðið á. Það skal eg játa, og þarf að biðja fyrirgefningar á þeim.” Fjárupphæðin mikla, sem eg hafði eytt, spila- skuldin, lá nú orðið ónotalega þungt § mér þegar komið var að skuldadögunum. “Láttu það bíða að skýra frá yfirsjónunum, Fil- ippus. Láttu mig að eins heyra gleðittðindin í dag." “Þá held eg að eg verði að byrja á þeim tiðind- um, sem mér þykja allra gleðilegust.” Jig fann að eg roðnaði, þegar eg fór að segja frá. Faðir minn varð Þess var og leit til mín með rannsakandi augna- ráði. “Eg hefi trúlofað mig," sagði eg stamandi. Brosið hvarf af andliti hans og gamli þunglynd- issvipurinn breiddist yfir Það. “Mér er alt af illa við að fólk gifti sig meðan það er of ungt,” sagði hann, ekki mjög kuldalega þó. , “Þér mun verða vel við, Þegar þú sérð hvert konuefnið mitt er,” sagði eg. “Eg vona það. Vafalaust hefir þú valið konuna vel og viturlega. Hvað heitir hún ” Áður en .eg svaraði dró eg mynd af Claudínu upp úr brjóstvasa minum og rétti honum. Hann skoðaði hana með athygli. “Hún er frið sýnum, mjög frið. Við því hafði eg líka búist. Láttu mig nú heyra meira ttm hana.” “Hún heitir Miss Xeville,’” “Þá er luin af góðttm ættum, en þó hefir sú ætt kvíslast víða. Hverjir eru vinir hennar?” Hann leit aftur á myndina af væntanlegri tengdadóttur sinni. “Hún-á hvorki föður eða móður á lífi,” sagði eg. “Faðir hennar var Neville ofursti. Hann er dáinn fyrir mörgum árum síðan.” “Hvar hefirðu getað kynst ltenni?” “Hjá frændkonu hennar, einhverri beztu vih- konu minni, frú Estmere.” Um leið og eg nefndi nafn frú Estmere, spratt faðir minn á fætur. Myndin af Claudínu datt úr hendi hans ofan á gólfið, og brot- hljóð kvað við í glerumgjörðinni, sem var utan ttm hana. Hann beygði sig áfram og greip svó fast t öxlina á mér að mig dauðkendi til. “Heyrðist mér þetta rétt, Filippus? Sagðirðu frú Estmere væri einhv-er bezta vinkona þín?” Fyrirlitningin og beiskjan, sent lá í síðustu orð- unum er hann sagði, skelfdi mig. Af því réði eg tvímælalítið, að óhróðurinn um frú Estmere hefði borist honum til eyrna jafnvel þó að ltann hefði átt heima á afskektum stað, og að hann hygði hana seka. Eg kom engu orði upp og beygði höfuðið að eins lít- ið eitt til samþykkis á spurningu hans. “Veiztu, Filippus, hvaða kor.a frú Estmere er?” hélt hann áfrarn. “Veiztu það, að hún er talin ein- hver með fvrirlitlegustu konum, og að maður hennar skildi við hana sakir ótrúmensku hennar?” “Eg hefi lieyrt þessa sögu. Sir Laurence Est- mere hefir ekki getað verið með öllu ráði, þegar hann bar slíkt á konu sína. Kynstu henni eins og eg hefi gert, og þá muntu ekki festa nokkurn minsta trúnað á þenna hégóma. Einhvern tima mun það sannast, að hún hefir verið höfð fyrir rangri. sök. Einhvern tima mun eg geta fært rök að sakleysi hennar, og þá get eg ekki annað en aumkvast fyrir manninn hennar, sem liratt henni frá sér, eins og hann gerði.” Eg talaði af sannfæringu og töluverðum hita. En aldrei gleymist mér svipbrigðin sem komu þá á andlit föður míns, glampinn í augum lians. Það var ekki hrygðarvottur eða reiði, það var ótti. Hann varð þess var hve mjög eg imdraðist að sjá þessa breytingu á honum, og sneri sér frá mér og gekk út að glugganum, Þegar,eg hugleiði nú það, sem okkur fór á milli, undrast eg að mér skyldi ekki detta hið sanna í lmg undir eins. En það sýnist jafnan auðvelt að ráða gátur, þegar maður hefir fengið að heyra ráðning- una, og vera má að mér hafi verið dulinn sannleikur- inn þá, til þess að knýja mig áfram til frekari að- gerða og ná ákveðnu takmarki. Eg fór á eftir föður mínum út að glugganum. Þar tók eg í hönd hans. Hönd hans virtist hvíla máttlaus á hönd minni. “Við ættum ekki að deila daginn, sem þú kemur heim,” sagði eg blíðlega. “Sleppum frú Estmere, hvað svo sem hún kann að hafa gert, Þá ætti Það ekki að snerta Miss Neville neitt.” Eg þagði, Því að eg kveið fyrir verkinu, sem eg átti fyrir höndum. “Mér þykir vænt um að hann skuli vera kominn heim aftur,” hélt Valentínus áfram. “Þú hefir nátt- úrlega sagt honum frá tengdadóttur hans væntan- legri? Eg bvst við að koma hans komi ruglingi á ferðaáætlun okkar? Þú ferð líklega ekki með mér á Þá sneri liann sér að mér og var mjög fölur í andliti, en talaði Þó stillilega. “Filippus!” sagði hann. “Þú ert nú kominn á þann aldur að þú ræður þ^ér sjálfur, og agi minn nær ekki lengur yfir þig, en aldrei skal eg gefa syni mín- um samþykki mitt til að bindast nokkurri konu, sem á nokkurn hátt er venzluð frú Estmere. Tengdadótt- ir mín skal ekki vera valin undan handarjaðri þeirrar konu er smánaði mann sinn!” Þetta voru hörð orð, en eg varð að Þola þau, og stilla mig um að svara þeim eins beisklega og mér datt í hug. “Við skulum draga það að tala frekar um þetta núna,” sagöi eg hryggur í huga. “Við ættum helzt aldrei að minnast á það framar,” sagði faðir minn og hné þreytulega ofan á stól sinn. Eg horfði þungbúinn eins og í draumi út um gluggann, og var að hugsa um frú Estmere og Claudínu og um aðvörun Rothwells lávarðar. Og eg var að hugsa um hve fyrirlitlegt gæti verið eðli jafn- vel beztu manna, þar sem faðir minn skyldi geta fengið það af sér að leggja trúnað á fleipitr almenn- ings um frú Estmere. Eg var í vandræðum með hvað eg ætti nú að gera, i vandræðum með hvernig eg ætti að segja Claudínu minni, óviðjafnanlegu, frá þessu sorgarefni, og i vandræðum með hvernig eg ætti sjálfur að geta afborið þetta.. En Þegar eg leit upp eftir dalverpinu sá eg hvatlegan mann hraða göngu sinni til hússins. Eg heyrði nteira að segja óminn af gamansöng, sem hann var að raula fyrir munni sér á leiðinni, og eg vissi að Valentíntts mundi verða kominn hlæjandi og spaugandi inn í anddyrið að stundarkorni liðnu. Eg vissi að hann mundi þá verða kominn undir þak þess manns er fyrirliti móður hans, — og að sá maður var enginn annar en faðir minn. Hvað sem það kostaði varð eg að koma í veg fyrir að þeir ættust neitt við, faðir minn og hann. Eg sneri mér þ ví að föður mínuiú og sagði: “Þú manst víst eftir málaranum, sem þú mættir áðan út i mýrarflóanum ?’’ Hann kinkaði kolli og hörfði á mig hálf hissa við Þessa spttrningu. “Eg hefði átt að segja þér það strax, en eg ætl- aði að láta það koma flatt upp á þig. Þessi rnaður er sonur frú Estmere.” Það kom titringur á varirnar á föður mínum. Og það leið góð stund þangað til hann gat tekið til máls. “Fyrirbjóddu honum að korna inn í mín hús,” sagði hann. “Það get eg varla gert. Hann fer á morgun.” “Eg ætla að fara til herbergja minna og vera þar þangað til hann er farinn.” Hann stóð á fætur og gekk fram að dyrunum. Á þrepskildinum sneri hann sér við. “Hann er líklega einn trygðavinurinn þinn, býst eg við,” sagði hann í bitrasta háði. “Já, hann er bezti vinurinn, sem eg á,” svaraði eg hiklaust. “Þegar eg skildi við son minn, þá var eg svo upp með mér af honum, sem mögulegt er aö faðir geti verið af syni,” sagði liann með hægð, en hreim- urinn í orðttm hans var svo bitur, að eg hrökk við. “En þegar eg kent aftur þá hefir hann bundist heit- um stúlktt, sem venzluð er lauslætisfólki, og að vildarvin hefir hann valið sér launson konu, sem eig- inmaðttr hefir flúið frá sakir óskírlífis.” Svo fór hann út úr herberginu. Eg sat kyrr eftir og var að velta því fyrir mér, hvort faðir minn væri orðinn brjálaður eða hvort ættbálkur Norrisanna væri svo livítur og ltreinn, að ltann Þyldi eigi að sjá nokkurn skuggavott á skildi sínum. Að lítilli stundu liðinni stóð eg samt á fætur og gekk út að hliðinu á móti Valentínusi. Hann kont þar á nióti ntér með sólbros á vanga eins og hann var vanur. Þegar ltann var kominn inn í garðinn varp- aði hann frá sér ntálaraáhöldum sínum og settist nið- ur á einn bekkinn þar, en á meðan var eg að hugsa um hvernig eg ætti að fara að tilkynna honum breyt- ingu þá, sem á var orðin heima. “Þú hefir einhverjar fréttir að segja mér, Fil- ippus,” sagði hann. “Er ferðalangurinn kominn heim?” “Já, faðir minn kont rétt áðan, og öllum á óvart.” “Eg bjóst við því. Eg mætti honum úti á mýr- inni. Þegar eg sá að hann sneri á götuna hingað heim, þóttist eg vita að Þetta væri faðir þinn. Mér leist svo á hann, sem hann sé mjög æruverður maður. Við urðum mestu mátar undir eins.” morgun ?” “Nei, eg verð að dvelja hér nokkra daga enn þá.” “Jæja,’ ’sagði Valentinus. “En hefir þessi ó- vænta gestkoma truflað matseldina fyrir Mrs. Lee, eða getum við ekki strax fengið eitthvað að eta? Eg er orðinn matlystugur í meira lagi.” Eg fór inn með honum og maturinn stóð þá á borðinu eins og vant var. Valentínus leit i kring um sig og kom það kynlega fyrir að sjá ekki nýja hús- bóndann við matborðið. “Kemur faðir þinn ekki?” spttrði hann. “Mig langar til að halda áfram samtalinu við hann.” “Hann er Þreyttur eftir gönguna hingað, og þarf hvíldar við. Eg er hræddur um að hann sé ekki orð- inn heilsuhraustur enn.” "Heilsuhraustur! Hann virtist ólaslegur þegar eg mætti honum. En það er kannske ekki nema gott að hann situr ekki að snæðingi með okkur, því að eg hefi þá matarlyst núna, að honum mundi of- bjóða.” Valentínus fór nú að snæða og tók hraustlega til matar síns, en mér var ómögulegt að fara ao ljans dæmi. Mér fanst hver biti, sem eg lét upp í mig, ætla að standa í mér. Það var þung þraut að þurfa að segja bezta vini sínum að hann væri eigi lengur vel- kominn í föðurhúsum mínum. | “Hvað gengur að Þér, Filippus?” spurði Valen- tínus loksins, þegar hann sá hve daufur eg var undir borðum. “Ertu orðinn lystarlaus af tómum fögnuði.” “Nei, ekki af fögnuði.” Rómurinn skýrði betur frá því, sem mér bjó í huga heldur en orðin. Valen- tínus horfði á mig öldungis forviða. “Hvað er að? Segðu mér það, Filippus.” “Það er alt að—finst mér—eg veit ekki hvernig eg á að segja Þér það. Léttu undir með mér að segja Það, Valentínus, eins og Þú getur.” Hann leit frathan í mig og einkennilegur svip- blær kom á andlitið á honum, sem fáir þektu víst nema eg. “Góði, bezti vinur,” sagði hann, “hikaðu ekki við að segja mér það.” “Valentínus, föður mínttm finst—hvernig á eg að geta sagt þér það?—honum finst—að—að vera þin hér sé óviðurkvæmileg.” Það brá strax fyrir angurblíðu í svip Valentín- . usar—samskonar og eg hafði svo oft tekið eftir Hjjí; svip móður hans. Hann stóð upp undir eins. “Mér þykir þáð leiðinlegt, Filippus,” sagði hann rólega. I “Það er óþarfi fyrir mig að segja þér hve þungt mér fellur þetta,” sagði eg. “Já, það er óþarfi. Eg veit það. Eg ætla jafn- vel ekki að spyrja Þig hvaða ástæður Mr. Norris hef-» ir fyrir þessu áliti sínu, því að eg vil ekki ala meiri óhug til föður Þíns, en eg þarf. Eg þakka Mr. Nor- ris fyrir gestrisnina og ánægjttna, sem eg hefi notið hér hjá þér, og eg veit að eg get ekki þakkað honum á neinn hátt betur, en að fara héðan undir eins.” “Þú ætlar þó ekki að fara héðan í dag?” “Hvað ímyndarðu þér, Filippus minn góði?” sagði Valentínus, í þeim rómi, er ljóslega gaf til kynna undrun hans á því, að e gskyldi búast við að hann gæti dvalið klukkustund lengur á heimili þess mánns, sem ekki vildi hafa hann. Eg féll því strax frá því að telja hann af þeirri ætlun. , “Eg verð að hafa fataskifti. Eg get ekki farið í þessum lörfum til höfuðstaðarins. Eg vona að þú sendir farangurinn á eftir mér og búir um uppdrætt- ina míná. Sumir eru ekki orðnir vel þurrir enn þá, svo að það verður áð fara gætilega með þá.” Enda þótt að honum félli þungt þessi tiðindi, lét hann það ekki í ljós með einu orði. Eg var vinur hans og maðurinn, sem hafði móðgað hann, var faðir minn. Valentinusi þótti vænt um mig, og þess vegna varaðist liann að segja nokkurt orð, sein aukið gæti á gremju mína eða verið niðrandi fyrir mig. Þá sá eg það hve mikiö göfuglyndi bjó undir kæruleysis- og kátínuhjúpnum, sem hann bar vanalega yfir sér. . Hann skildi við mig sem snöggvast, þvi að hann þurfti að búa sig dálítið undir ferðina. Eg hafði ekki brjóst á að fara með honum en sat og beið, í þungu skapi, eftir honum. Hann kom aftur eftir stundarkorn. Þá var hann heldur fölur en þó glað- legur og ánægður. Hann sá strax hve þungbúinn eg var og lagði þá höndina á öxlina á mér og sagði: “Láttu mig ekki ^já þetta, Filippus! Þú berð enga sök á — á fordómum föður þíns. Og kallaðu nú á Mrs. Lee fyrir mig. Eg get ekki farið héðan án þess að kveðja hana, blessaða konuna.” Síðan var kallað á Mrs. læe og lienni sagt að Valentínus væri að fara. Hún varð alveg forviða. “En hvað þetta er leiðinlegt,” sagði hún, “og húsbóndinn rétt nýkominn heim.” “Já, það er leiðinlegt,” sagði Valentínus, alvar- legur, “en það er ekki gott viðgerðar þegar annirnar kalla að.”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.