Lögberg - 19.09.1907, Page 2

Lögberg - 19.09.1907, Page 2
LÖGBEKG, FIMTUDAGIXN 19. SEPTEMBER 1907 Þegar eg var ríkisstjóra- efni. eftir Mark Twain. Um þetta efni ritaði Mark Twain einu sinni á Þessa leiíS: Fyrir fáum mánuðum síðan var eg i kjöri um ríkisstjóraembættið í stóra ríkinu New York. Eg var útnefndur af óháða flokkinum. Keppinautar mínir voru T. Smith og Blank J. Blank. Sjálfum mér gat ekki annað fundist en að eg stæði báðum þess um mönnum framar, því að eg gat þó með góðri samvizku hrósað mér af því að eiga óflekkað mannorð. Af blöðunum mátti sjá að þó þessir menn hefðu einhvern tíma verið heiðvirðir, þá var nú svo komið, að Þeir gátu eigi talist það lengur. Blöðin sýndu skýrt og greinilega fram á, að á siðustu árum hefðu þeir gert sig seka í margskonar stór-glæpum. En ein- mitt í sömu andránni sem eg gladd ist yfir því að vera ekki eins og þessir menn, fanst mér það samt meiðandi fyrir mig, að verða að heyra nafn mitt nefnt í jafn-nánu sambandi við slíka menn qg nú var gert um þessar mundir. Þetta raskaði ró minni meira og meira, svo að eg fór ekki að geta sofið á nóttunni. En á Þessu var ómögu legt að ráða bót, því að þó að eg hefði verið allur af vilja gerður, þá var mér ekki hægt að hætta við embættis umsóknina. Eg hafði verið útnefndur á löglegan hátt og við það hlaut að sitja, hvað sárt sem mér sveið að ganga á hólm inn við jafn illræmda menn sem keppinautar mínir voru. En Þegar eg einn morgun tók við dagblaðinu mínu rak eg mig á eftir farandi grein, og Það get eg sagt ykkur, að aldrei hefi eg orð- ið jafnhissa á æfi minni eins og í það skifti. Greinin var svona: “Meinsæri. Meður þvi að Mark Twain sækir nú um ríkisstjóra- embættið, vill hann kannske gera svo vel að skýra hvernig á því stendur, að hann árið 1863 var dæmdur sekur um meinsæri aust- ur i Wakawak í Kína, samkvæmt framburði 34 vitna; en þenna glæp kvað hann eingöngu hafa framið til þess að ná í lítilfjörlegan jarð- arskika undan fátækri ekkju þar i landi, og var þessi landspilda eina framfærsluvon ekkjunnar og ó- myndugra barna hennar, i einstæö ingsskap og bágindum þeirra. — Mark Twain er skyldugur til bæði sjálfs sin vegna, og vegna fólksins sem hann leitar eftir atkvæðum hjá, að skýra þetta mál. Ætlar hann að gera svo vel og gera það?” Þessi þrælmannlega ákæra kom svo flatt upp á mig, að mér lá við að fá aðsvif. Eg hafði aldrei kom- ið til Kína á æfi minni og ekki svo mikið sem heyrt Wakewak nefnda á nafn. — Mér varð ráða- fátt, en stóð sem þrumulostinn. Dagurinn leið svo að eg hreyfði ekkert við þessu máli. Morguninn eftir stóð ný grein í sama Ivaði og áður, svo hljóðandi: “Grunsamlegt. — Eins og menn hafa orðið varir við, þolir Mark Twain meinsærisáburðinn einkenni lega vel.” Eg ætla líka að taka það fram, að eftir þetta nefndi þetta blað mig aldrei annað, meðan á kosn- ingunum stóð, en “svívirðilega meinsærismanninn hann * Mark Twain.” Litlu síðar rétti blaðið “Gazette” að mér eftir farandi greinarkorn: j “Vill nýja ríkisstjóraefnið skýra mál nokkurt, er samborgara hans fýsir að vita nákvæmlega um? Vill rikisstjóraefnið gera svo vel og skýra hvernig á því stóð að sambýlismönnum hans í Montana hurfu smám saman ýmsir verð- mætir munir, alt þangað til að þeir neyddust til að gefa Mark Twain það i skyn að honum væri bezt að hafa sig eitthvað í burtu, svo að hann lenti ekki Þangað sem mönnum er veitt ókeypis húspláss, með því að horfnu munirnir höfðu leitað ýmist í vasa þessa herra eða í hirzlur hans. Eftir þessar ráðleggingar velta Þeir honum upp úr tjöru og fiðri og létu hann ótvíræðilega skilja það á sér, áð hann ætti einkis ann- ars úrkosti en að hypja sig burt úr því riki og láta aldrei sjá sig þar framar. Vill nú ríkisstjóra- efnið gera kjósendum sinum þann mikla greiða, að fræða þá nákvæm ar um þetta atriði?” Þetta var nú illkvittni og það i meira lagi, Því að sannleikurinn var sá, að eg hafði aldrei átt heima i Montana. En eftir þetta mintist Þetta blað aldrei svo á mig, að það kallaði mig ekki “Montana þjóf- inn hann Mark Twain. Upp frá þessu snerti eg aldrei á nýju blaði svo að eg findi ekki til einkennilegs kviða, eigi óáþekkum Þeim beig, sem búast má við að menn finni til þegar þeir lyfta upp þungum steini, þar sem vænta má að eitursnákar æigi ból undir. Einu sinni rakst eg á Þetta: “ósannindum hnekt. — Sam- kvæmt framburði eiðsvarinna vitna, þeirra MichaelO’Flanagan, Snub Rafferty og Catty Mulligan er það nú glögglega sannað, að hin svivirðílega aðdróttun Mark Twains, — um að hinn æruverði afi hins göfuga leiðtoga okkar, Blank J. Blank, hafi verið liflátinn fyrir ránskap — er háðulegur upp spuni og lýgi frá upphafi til enda. Og sannarlega er aumt til þess að vita, hversu viðbjóðsleg gögn menn nota í pólitiskum skær- um, þar sem menn jafnvel svífast þess eigi að ráðast á lártna menn, hvílandi í gröfum sinum og sverta minningu þeirra. Þegar vér hug- leiðum þá sorg, er þessi viður- styggilegu ósannindi hljóta að 'hafa bakað aðstandendum og vin- um hins látna, liggur oss við að ráða þeim til að hefna sín líkam- lega og svo um muni á varmenn- inu. Ef til vill er annars líklega réttast að láta honum nægja sam- vizkubitið. En færi svo að almúg- inn gæti ekki haft taumhald á sér sakir réttmætrar gremju og menn réðu það af að íaka duglega í lurginn á mannorðsþjóf þessum, þá þarf ekki að óttast það, að lög- reglan mundi fara að skifta sér af þó þessi piltur fengi viðeigandi ráðningu.og enginn dómari mundi leggja refsingu við því.” Þessi bending hafði þær verk- anir, að eg mátti þjóta upp úr rúminu um nóttina og flýja út um bakdyrnar, því að skrillinn réðst á heimili mitt; og í “réttmætri gremju” sinpi braut hann þar glugga og húsgégn, en hatii burt með sér það af eignum mínum, sem hann komst með. Og þó get lagt drengskap minn við því að eg hafði aldrei bakbitið afa Mr. Blanks. Meira að segja alt til þessa dags hefi eg aldrei nefnt hann á nafn eða heyrt hann nefnd- an. Um leið ætla eg að geta þess, að blaðið, sem síðastnefndu grein- ina flutti, kaliaði mig aldrei eftir þetta annað en “náhrafninn hann Twain.” Greinin, sem þessu næst vakti athygli mína, var svona: “Dálaglegt ríkisstjóracfni. — Mark Twain lét ekki sjá sig á fundi, .er hann átti að flytja ræðu á fyrir óháðum kjósendum. Símskeyti frá lækninum hans skýrði frá því, að ekið hefði verið yfir hann, og hann hefði lærbrotn- að, og tæki nú út miklar þjáning- ar o. s. frv. Óháðu kjósendurnir spertust við að látast trúa þessari tröllasögu, svo sem þeim væri ó- kunnugt um réttu orsökina til þess, að þessi slungni þokkapiltur mætti ekki á fundinum. En nú hefir það sannast, að augafullur mannræfill slánaðist inn á veitinga húsið sem Mark Twain venur komur sínar til. Það er nú heilög skylda áhangenda hans að sanna, að þessi maður hafi ekki verið Mark Twain. Hér duga engin undanbrögð . Kjósendunum er heimilt að spyrja: Hver var þessi dauðadrukni náungi ?” I fyrstti ætlaði eg ekki að trúa mínum eigin augum til þess, að eg væri sá, sem verið væri að gera svona tortryggilegan. í full þrjú ár þar á undan hafði sem sé ekki pennadropi af nokkurri á- fengistegund komið inn fyrir min- ar varir. En til dæmis um það, hve þess- ar skammir voru farnar að ganga fram af mér og sljófga mig, skal eg geta Þess, að mér datt ekki í hug að kippa mér upp við það, þó að eg væri, í næsta tölublaði þessa blaðs, kallaður “fyllisvínið hann Mark Twain”, og þó að eg ætti j það víst að þetta nafn mundi loða við mig fram yfir kosningarnar. Þegar hér var komið var mfkill hluti póstbréfa minna orðinn nafn lausir seðlar, er hljóðuðu vana- lega eitthvað svipað þessu: “Hvernig liður henni núna gömlu förukerlingunni, s«m þú rakst frá þér í illviðrum og út- hýstir?” eða: “Mér er kunnugt um ýmislegt, sem þú hefir gert Þig sekan í. Enn sem komið er er það ekki á vitund neins annars en mín. Ef Þú sendir mér ekki nokkra dali, skaltu fá að lesa dálítinn pistil um þig í næstu blöðum.” Og margt fleira var mér skrifað þessu likt. Aðalmálgagn republicanaflokks- ins rökstuddi það að eg hefði gef- iö mútur í stórum stíl; og víðlesn- asta demókratablaðið sýndi vafa- lítið fram á, að eg væri blygðunar- laus okrari. Þannig fénuðust mér tvö ný j kenningarnöfn: Twain, mútugjaf- inn ærulausi, og Twain, blóðsugan j alræmda. Þessum aðdróttunum og ill-1 nefningum fylgdu svo háværar á-1 sskoranir og ákveðnar um að svara, að jafnvel frumherjar flokks j rníns skýrðu mér frá því í -fullri al- j vöru, að mér væri ekki viðreisnar ' von á pólitíska vígvellinum, ef eg 1 þegði lengur. Þeir skipuðu mér j að taka til máls, og svo sem til að árétta Þá kröfu stóð í einu blað- anna svo látandi grein: “SjátS manninn — Ríkisstjóra- efni óháða flokksins þegir enn; hann brestur sjiáanlega kjark til að láta til sín heyra. Allar ákær- urnar sem bornar hafa verið á hann, eru studdar gildum og ó- hrekjandi gögnum; auk þess hef- ir hann brennimerkt sjálfan sig enn eftirminnilegar með þögninni, er staðfestir enn órækar sönnunar- gögnin gegn honum. Hvernig lízt ykkur á ríkisstjóraefnið þeirra óháðu. Sjáið meinsærismanninn >—hundspottið, Montana- þ;jófinn, náhrafninn, fyllisvínið, mútugjaf- ann ærulausa, og blóðsuguna al- ræmdu ! Sjáið hann ! lítið á hann ! og athugið hvort menn með góðri samvizku geta gefið þeirri per- sónu atkvæði, sem með dæmalausu framferði sínu hefir verðskuldað öll þessi kenningarnöfn, manni, sem ekki þorir að opna munn sinn til að hrekja eina einustu þeirra á- kæra, sem á hann hafa verið born- ar.” Það var þá ekki um annað að gera fyrir mig, en að lítillækka mig til að semja svar gegn öllum þessum ástæðulausu og svíviröi- legu sögum um mig. En eg lauk aklrei við það svar, því að daginn eftir flutti eitt blaðið nýjan af- skaplegan áburð á mig. Það full- yrti, að eg hefði kveikt í geðveikra hæli og brent Það til grunna með öllum sjúklinga aumingjunum, er inni voru, og orsökin til þessa glæpaverks hefði ekki verið önnur en sú, að hæli þetta hefði byrgt út- sýn frá heimili minu. Annað blað stakk upp á því, að rétt væri að grafa upp látinn frænda minn til að fá vissu fyrir því, hvort eg hefði ekki byrlað honum eitur, með því að eg hefði átt að taka arf eftir hann. Við þessar fregnir varð eg svo örvæntingarfullur, að mér féll allur ketill i eld. Eg hlaut að láta undan siga. Eg var ekki því vaxinn að geta staðið í stríðinu ttm ríkisstjóraembættið í New York. Eg sendi því hlutaðeigándi nefndarmönnum afturköllun um að eg yrði í kjöri og að eg undir- ritaði mig skuldbundinn, fyrrver- andi heiðvirðan samborgara þeirra, en nú: “meinsærismanns- hundsp., Montana-þj., náhr., fyllisv., mútugj_ ærul., og blóð- suguna alr. Mark Twain.” fÞýtt.J ekki nógsamlega lofað Dr. Willi- ams’ Pink Pills.” Blóðið—gott blóð—er lykillinn að góðri heilsu. Ef blóðið er ekki hreint, þá sýkist líkaminn og taug arnar bila. Ef þér haldið blóðinu hreinu, þá geta ekki sjúkdómar komist að. Dr. Williams’ Pink Pills búa til mikið og nýtt blóð, og þess vegna lækna þær blóðleysi, gigt, meltingarleysi, höfuðverk, bakverk, nýrnaveiki og hina duldu sjúkdóma stúlkna og full- orðinna kvenna. Kosta 50 cents askjan, sex öskjur fyrir $2.50. Fást hjá öllum lyfsölum, eða með pósti frá “The Dr. Williams’ Me- dicine Co., Brockville, Ont.” Thos. H. Johnson, Islenzkur HjgfræSingur og mála.- færslumaíur. Skrifstofa:— Room 33 Canada Lifr Block, suSaustur homl Portag. avenue og Maln st. Utanáskrift:—p. o. Box 1364. Telefðn: 423. Wlnnipeg, Man. Hausthattasala —hjá— BAIN - byrjar þessa dagana. - COMMONWEALTH BLOCK, 524 MAIN «T. A. 8. BAHDAL, selui Granite Legsteina alls kcnar stæröir. Þeir sem ætla sér at5 kaupa LEGSTEINA geta því fengiö þá meB mjög rýmilegu veröi og ættu aö senda pantanir sem fyrst til A. S. BARDAL 121 Nena St., Winnipeg, Man Hannesson k White lögfræöingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Bankof, HamiltoD Chamb. Teiephone 4716 t Office : 660 WILLIAM AVE. tel. 89 / Offick-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. I^House: ðao Mcllermot Ave. Tel. 4300 , F"Dr• B. J. Brandson, $ Office: 6ge Wllllam ave. Tel. 89 J Hours :?3 to 4 to 8 p.m, Residence: 620 McDermot ave. Tel.4300 WINNIPEG. MAN. I. M. ClegboPD, M D læknir og j-flrsetumaður. Heflr keypt lyfJabúClna á Baldur, og heflr þvf sjálfur umsjón & öllum me6- ulum, sem hann lwtur tr& sér. Eiizabeth St., BABDUR, - MAJí. P.S.—lsienzkur túlkur vlC hendlna hvenær eem þörf gerist. A. S. Bardal 121 NENA STREET. selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aBur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina XelepkLoxte 3o6 KerrBawlíHcitaee Ltd. UNDERTAKERS & EMBALMERS 229 Main Street, Winiiipcg Sjúkt, veiklulegt fólk fær nýja krafta með því að nota Dr. Williams’ Pink Pills for Pale People. Margir ungir menn og konur fara alt í einu að kenna til mátt- leysis. Matarlystin hverfur og þeir verða þreyttir við hvað litla áreynslu, sem er, verða fölir og leggja af. Þeir finna hvergi til sársauka heldur eru alteknir. Þessi veiklun er hættuleg. Hún merkir Það, að blóðið er þunt og vatnskent, það þarf að endurnæra það. Dr. Williams Pink Pills rétta aftur við heilsuna af því að þær búa til nýtt, mikið og rautt blóð. Þær frelsa yður. Mr. Alfred Le- page, St. Jerome, Que., farast orð um þær á þessa leið: “Um mörg ár hefi eg unnið í matvörubúð og þangað til eg var seytján ára gam- all var eg altaf við beztu heilsu. En alt i einu fór eg að missa afl, eg varð fölur, megraðist ákaflega og varð máttlaus. Læknirinn okk- ar sagði mér að hvila mig og vera sem mest úti undir beru lofti. Eg fór þess vegna til föðurbróður míns, sem býr í Lamenlides sveit- inni, og var hjá honum í nokkrar vikur. Eg bjóst við að fjallaloft- ið fríska mundi lækna mig, en sú varð þó ekki raunin á, og eg kom aftur heim ver á mig kominn. Eg var með svima, gekk illa að meita og yfirfeitt altekinn. Eitt sinn las eg um sjúkdómstilfelli mjög áþekt mínu, sem læknað var með Dr. Williams’ Pink Pills, svo eg ásetti mér að reyna þær. Þeg- ar eg hafði lokið við úr fjórum öskjum var mér farið mikið að skána, svo eg hélt áfram að brúka þær um tíma, og þær gerðu mig að lokum albeilbrigðan. Eg get nú verið við verk mitt eins vel og betur en nokkru sinni fyr, og get ECTA SÆNSKT NEFTÓBAK. k'jv aiþjieiosia. nviiur uarnaiiKvayn FERDIN. J Pía*nó og Orgel enn óviðjafnanleg. Bezta tegund- in sem fæst í Canada. Seld me» afborgunum. Einkaútsala : THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. Búiö til af Canada Snuff Co> Þetta er bezta neftóbakið sem nokkurn tíma hefir veriö búiö t til hér megin hafsins. Til sölu hjá| Q H. S. BÁRDAL, 172 Nena Street. Fæst til útsölu hjá THE COMP. FACTORY 249 Fou«tainSt., Winnipeg Auglýsing. Ef þér þurfiO aö senda peninga til fs- lands, Bandaríkjanna eða til einhverra staða innan Canada þá notið Dominion Ex- press Corapany's Money Orders, útlendar ávísanir eöa póstsendingar. LÁG IÐGJÖLD. Aðal skrifsofa 482 Main St,, Winnipeg. Skrifstofur viðsvegar um borgina, og öllum borgu-m og þorpum víðsvegar um landið meðfram Can, Pac. Jáwbrautmni. JHunib tftix þvf að —: Eflöu’s Byggingapapplr iteldur haásunuin heitumj og varxtar kulda. Skrífið eftir sýmishon.- um og verðskrá ti'I TEES & PERSSE, LTP- &.OBNT8, WINNIPEG.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.