Lögberg - 19.09.1907, Qupperneq 6
LÖGBERG, FlMTUDAGlNN 19. SEPTEMBER 1907
LÍFS EÐA LIÐINN
EFTIR
HUGH CONWAY.
“AuSvitaft ekki — auövitað ekki,’’ sagði gamla
konan. “En eg hélt aS jafn glaðvær og ungur herra-
xnaður og Þér væruð aldrei i önnum.”
“Hugsið yður að prinzinn af Wales hafi gert
mér orð að koma og mála mynd af sér.”
“Ef svo væri, þá er öðru máli að gegna.”
“Jæja, verið Þér nú sælar, Mrs. Lee; gleymið
ekki að senda mér matreiðslureglur, til að búa til eft-
ir alla Þá ágætisrétti, sem Þér hafið gætt mér á.”
Hann sýndist eins kátur og brosandi Þegar hann
fór eins og Þegar hann kom, en eg vissi Þó að i Þetta
sinn var kátína hans uppgerð. Eg gekk með honum
yfir garðinn, og varð Þá að lita um öxl, og sjá föður
minn horfa á eftir gestinum út um gluggann. Eg tók
þá utan um handlegg Valentínusar mjög innilega og
Þannig leiddumst við ofan götuna, sem lá yfir að
mýrinni. Það getur verið að Þetta hafi ekki verið
rétt, föður míns vegna, en eg hafði einsett mér að
sýna honum að eg blygðaðist min alls ekki fyrir vin
minn.
Við töluðum lítið saman á leiðinni. Þegar við
“Skömmu eftir að Þú varst farinn var eg sá auli
að tapa mikilli fjárupphæð í spilum.”
Mér fanst honum létta við Þegar hann heyrði
hver játningin var.
“Það er ljótur siður að gefa sig í fjárhættuspil,”
sagði hann. “Eg vona að Þú hafir fengið nóg af Því
í Þetta sinn.”
“Það vona eg líka; en eg tapaði geisimiklu fé.”
“Eg vona að Mr. Grace hafi greitt Það. Skuld-
arðu nokkuð af Því nú?”
“Já, Mr. Grace greiddi það undir eins. En eg
skammast mín fyrir að segja hvað mikið það var.
Það voru þrjú þúsund pund sterling. Heldurðu að
þú getir fyrirgefið mér aðra eins heimsku?”
“Filippus minn góður,” sagði faðir minn og stóð
á fætur, “í samanburði við hitt, setn þú hefir sagt mér
í dag, þá er lítilfjörlegt fjártap ekki þess virði að
minst sé á það. Góða nótt.”
F,g fór að hátta óviss um hvort faðir minn væri
orðinn geggjaður á geði eða hvort liann væri miljóna
eigandi.
XVIII. KAPITULI.
‘’H-...
í tvo daga dvaldi eg í Torwood, án þess að
minnast á málefni Það, sem orðið hafði föður mínum
og mér að ágreiningi. Eg þóttist þess fullviss að
þegar því yrði hreyft í næsta sinni mundi af því
leiða gervöll breyting á lífi mínu. En ekki kom mér
samt nokkurn tíma til hugar að leggja lífsgleði mina
komum til Lee bónda, fengum við lánaðan vagn og í sölurnar, þó að faðir minn væri mótfallinn því að
hest og eg ók Valentinusi til Minehead, og Þar
skildum við.
“Veldur þetta nokkurri breytingu okkar á milli?”
spurði eg alvörugefinn.
Valentínus leit til min daufur í bragði.
‘Nei, ekki að Þvi er vináttu okkar snertir, en eg |
eg kvæntist konunefninu, sem eg hafði valið mér.
Þrátt fyrir það, þó að mér Þætti innilega vænt um
hann, vissi eg að skyldur Þær, sem syni ber að gæta
við föður sinn eru ekki takmarkalausar. Mér var
það fullljóst að svo getur á staðið, að maður hefir
beinlínis rétt á að óhlýðnast föðuraganum. Hann
segi
er hræddur um aðra. Hvað heldurðu að Claudína j hafði ekki bent mér á neina gilda ástæðu fyrir van-
;p.» j þóknun sinni á Claudinu. Þó að almenningur færi
E<>- var samt ekki búinn að segja honum hversu j hörðum orðum um yfirsjónir frú Estmere, Þá virist
faðir minn hefði tekið undir trúlofun mína.
“Þu ert náttúrlega búinn að segja Mr. Norris frá
heitmey þinni,” sagði hann. ,
“Já, eg mintist á hana undir eins.”
“Og var hann ekki andvígur hjónabandi ykkar.''
“Eg er hræddur um að hann verði Það.”
“Líklega af sömu ástæðunni sem honum fanst
dvöl mín á heimili sínu óviðurkvæniileg.”
Eg kinkaði kolli. Valentínus, kæri vinur minn!”
hrópaði eg. — “Hlífðu mér, hlífðu sjálfum Þér. Það
getur alt lagast bráðum.”
það hámark ómannúðarinnar að bendla frænku hennar
við slíkt. Þó eg kynni að hafa fest einhvern trúnað
á það, sem Rothvvell lávarðttr gaf i skyn, að faðir
minn mundi verða mótfallinn kvonfangi mínu, þóttist
eg samt hingað til viss um, að honum hlyti að snúast
hugur þegar hann sæi Claudínu. Nú var sú von úti.
Han nhafði viðurkent að hún væri fríðleikskona. Og
gat ekkert fundið að henni sjálfri. Skyldleiki henn-
ar við frú Estmere var eina ásökunarefnið. Eg
stundi þttngan, Þegar eg hugleiddi liverjar afleiðing-
arnar mundu verða þegar eg bryti næst upp á þessu
‘En bráðum getur orðið langur tími, Filippus. j efni við föður minn.
Við þekkjum báðir konu, soni beðið hefir í meir en j Eg hrygðist sáran af því að sjá saina þunglyndið
tuttugu ömurleg ár eftir þessu bráðum! Vertu sæll.; grúfa á ný yfir honum eftir heimkomuna, sem áðttr
Vitjarðu mín ekki áreiðanleap í Lundúnum?”
Við gripum hvor í annars hönd og kvöddumst
innilega eins og tveimur ungum mönnum sæmdi er
treystu og unnu hvor öðrum. Svo skildum við.
“Látum þetta lagast, eða lagast ekki,” voru síð-
ustu orðin, sem Valentínus sagði. “Þetta síðasta
atriði færi eg útgjaldamegin Þegar eg fer að gera
upp reikninginn við Sir Laurence Estmere — föður
minn.”
Þegar eg ók aftur með hægð til Torwood var eg
að vona að þeir feðgarnir hittust aldrei.
fyrri. Alla fyrri hætti sína og venjur tók hann upp
aftur rétt eins og hann hefði vikið sér að heiman dag-
leiðarveg yfir til næsta héraðs, en ekki verið að ferð-
ast mörg Þúsund mílur vegar, ein« og hann hafði
gert. Morguninn eftir að hann kom heim tók hann
t. d. á ný til við vísindalega ritgerð, sem hann hafði
hætt við þegar hann lagði á stað, o. fl. mætti telja
þessu líkt. Hann las sömti tínta á degi hverjum sem
hann hafði gert, og reikaði uni úti við jaín-gleði-
varm og áður. Mér var nú ómögulegt að verða var
við nokkurn minsta breytingarvott á honum eftir
Það var orðið dimt þegar eg kom heim. Eg var ferðina
þreyttur og ætlaði að fara að sofa undir eins, en
Fyrstu tvo dagana var eg að safna kjarki til að
hitti föður minn þá í bókaherberginu og furðaði mig hefja baráttuna, sem eg átti fyrir hendi. Eg þorði
á því. Hann spurði einkis, mintist ekkert á burtför! samt ekki að draga það lengur. Hvað svo sem Val-
Valentínusar, og ekkert á trúlofun mína. Við sátum j entínus kynni að hafa sagt móður sinni, hlaut hún
æði stund og ræddumst við. Hann sagðS mér frá því: samt að vita, að faðir minn var kominn heim. Bæði
helzta, sem fyrir hann hafði komið á ferðum hans. j hún og Glaudina hlutu Því að búast við fréttum, og
Hann hafði farið um mörg lönd og kynst ýmsum, vonast eftir að eg flytti þær. Hvað mundu þær
þjóðum, og ferðasaga hans, vel sögð og greinileg,; segja, þegar l«er heyrðu hvernig í öllu lá — fengu
skemti mér mikið, þrátt fyrir það þó að eg væri í að vita Það, að faðir minn lagði blátt bann sitt fyrir
þungu skapi og hefði fundist til um það hve harður að við Claudína giftumst, og Þær hlutu að vita eða
og óbilgjarn hann liaföi verið við mig áður um dag- geta getið sér til, hvers vegna hann gerði það?
jnn. Meira að seg>a Þegar eg sat þarna i gamla her- j Klukkustundunum saman lá eg vakandi á nótt-
berginu á bernskuheimili mínu enn einu sinni með unni og var að hugsa um þetta, en því meir sem eg
föður minum, Þegar alt umhverfis minti á forna tima, hugsaði um það, þvi augljósari varð mér sá sann-
og heyrði enn einu sinni brimið gnauðandi við klett- leiki, að nú var að því komið að eg yrði að kjósa um
ana niðri á ströndinni, þá færði eg mig eins og ó- j stúlkuna, sem eg elskaði, og föður minn.
sjálfrátt að hlið hans, tók í hönd honum, þri að mér Þessi dráttur var að verða óþolandi. Þó að við
fanst eg vera orðinn barn í annað sinn. töluðum vingjarnlega saman, fann eg samt að viðbúð
Loksins stóðum við upp til að fara að hátta. j okkar var alt önnur en á&ur; það var eins og ósýnileg
Mér fanst þá réttast að hann fengi að heyra öll af- gjá lægi milli min og föður míns. h.g vonaði að
brot mín sama dagi.nn svo að eg sagði: j hann mimdi veröa fyrri tii að vekja máls á þvi, en
“Eg gleymdi að segja þér frá einni yfirsjón, sem j hann virtist ekkert langa til þess. Þó að mér félli
mér hefir orðið á meðan þú varst burtu.” ! það erfitt. varð eg sjálfur að gera Það.
»Þú ert búinn að segja mér frá nógu mörgum i Það var indælt sumarkveld. Sól var farin að
dag, Filippus.1
lækka svo á loftí, að hitinn olli engum óþægindum.
“E<r vildi nú samt helzt ljúka þvi af að láta þig Við faðir minn höfðum snætt miðdegisverð saman, og
vita um Þessa ef þú ert ekki orðinn of þreyttur til aö . eftir að við höfðum setið stundarkorn yfir vinglösum
okkar, reikuðunt við báðir, eins og af sanieiginlega
yfirlögðu ráði, út úr húsinu. Við gengum upp á
hlusta á hana.” sagði eg.
Hann hné þreytulega aftur niður í stólinn.
klettana, og Þegar við staðnæmdumst þar, rann mér
í hug, dagurinn þegar eg yfirgaf föðurheimkynni
mitt i fyrsta sinni. Eg mintist Þess þá, er eg hafði
farið fram hjá klettum þessum á gufuskipinu og séð
í kíkirnum, sem skipstjórinn lánaði mér, hávaxna
mannin nstanda á þeim, og hafði horft á hann þang-
að til mér vöknaði svo um augu, að móða kom á kik-
irglerið. Eg mintist þess hversu fyrsta brottför min j
að heiman æsti barnslegar tilfinningar mínar, hversu
eg álasaði og fyrirleit sjálfan mig fyrir að hafa get-
að liaft brjóst á þvi að skilja við föður minn, hversu
eg grét beisklega Þegar eg hugsaði til þess hve þungt
honum lilyti að falla að sitja einn eftir. En nú, að
eins fám árum síðar, ætlaði eg með ráönum huga að
neyta »ia«nréttinda minna, og brjóta boð föður mins,
sakir stúlku, sem eg unni hugástum.
Vera má að faðir minn hafi rent grun í livað
mér bjó í brjósti þó eg þegði. Eg held að hann hafði
tvisvar eða þrisvar verið búinn að vekja máls á því,
hve fagurt sólarlagið væri án þess að eg ansaði. Loks
sneri eg mér að honum og sagði:
“Eg vona að Þú hafir hugleitt þetta, sem eg
vakti máls á við þig, daginn, sem þú komst heim
“Já, mér hefir aldrei liðið það úr huga síðan,”
svaraði hann þungbúinn og rólega.
“Eg vona, að þú takir aftur bann þitt,” sagði
eg. “Þó að hamingja mín væri ekki tekin neitt til
greina, þætti mér gaman að vita hvað Þú heimtar að
konuefni mitt hafi til að bera fram yfir núverandi
heitmey mína. llún er frið sýnum, góð stúlka, vel
ættuð, og rík, ef það skyldi þurfa að taka til greina.”
“Eg hefi skvrt frá vilja mínum, Filippus, þessu
viðvíkjandi. Eg hefi engu þar við að bæta.”
“Á eg þá að skilja þetta svo, að vegna þess að
stúlkan er frænka konu, sem maðurinn hljóp frá í
afbrvðis-æði, þá sé hún ekki boðleg tengdadóttir þér
til handa? Gættu að hvað þú ert að gera, faðir
minn. Mundu eftir þvi, að eg elska hana. Hugsaðu
um það, hvaða afleiðingar þessi ákvörðun þín hefir."
Eg tók i hendina á honum, en hann leit undan.
Hann var fölur mjög, en svipurinn var harðlegur og
staðfestulegur. Eg sá skjótt að orð min höfðu engar
verkanir haft á hann.
“Eg hefi hugsað um Þetta,” sagði hann, “og
svar mitt er sama og áður.”
“Bannarðu mér þá að ganga að eiga þessa stúlku?”
“Já, eg banna Það. En gættu að. Eg geng ef
til vill lengra en eg hefi vald til. Þú ert nú orðinn
fulltíða maður, og eg veit að þú getur hegðað þér
eftir þínu eigin höfði. Þú hefir rétt til Þess. Þó að
þú gengir að eiga Miss Neville á morgun get eg ekki
hindrað það.”
“Hvernig ætti eg að geta gengið að eiga hana
þar sem eg er upp á þig kominn? Eg vil ekki lifa á
eignum hennar. Eg verð að bíða þangað til eg hefi
aflað mér fjár, og komist i lífvæplega stöðu.”
“Hér er ekki um eignaspursmál að ræða, Filipp-
us. Fjárreiður verða líklega aldrei til að spilla vin-
fengi okkar." Hvort sem Þ.ú giftist með eða móti
mínum vilja mun Þig eigi fé skorta til þess.”
“Hvernig finst þér að eg geta tekið á móti fé af
þér^þegar þú ert mótfallinn hjónabandinu?”
“Þú þarft ekki að bera neinn kvíðboga fyrir þvi.
Þú átt sjálfur fé, sem eg fæ ekki haldið fyrir þér.
Eg vil ekki að þú þokir til um hársbreidd frá ásetn-
ingi þínum vegna fjármunalegra erfiðleika. En
heyrðu, Filippus—”
Hann þagnaði og horfði fast framan i mig og
alvarlega. “Frá þeim degi, sem þú kvænist Miss
Neville, frænku frú Estmere, er öllum kunningsskap
okkar á milli lokið. Faðirinn og sonurinn, sem um
svo mörg ár hafa elskað hvor annan og þolað súrt og
sætt saman, munu þá skilja. Þetta er eina vopnið,
sem eg get beitt til að hindra hjónaband þitt; eg ætfa
engar aðrar hótanir að nota.”
Tárin stóðu i augunum á mér. Eg fann að hann
lék mig grimmilega hart; eg unni honum mikið og
fann það glögt, að stórt skarð var höggið í lífsgleði
mína. Það fór eins og mig grunaði, það var nú að
(þvi komið að eg yrði að velja á milli þeirra föður
míns og Claudinu.
Af margra ára reynslu var mér það fullljóst, að
þýðingarlaust var að reyna að hafa föður minn ofan
af þvi, sem hann var einu sinni búinn að ætla sér.
Samt sem áður reyndi eg það þó í þetta sinn. Reyndi
að fá hann til að láta af ásetningi sínum. Eg grát-
bændi hann um það, en það kom fyrir ekki. Hann
sat fastur við sinn keip. Hann svaraði mér samt vin-
gjarnlega, og nærri því leit út fyrir, að hann vorkendi
bæði sjálfum sér og mér. Það var eins og liann
kendi þetta, sem okkur bar á milli, sorglegri óviðráð-
! anlegri, utanaðkomandi nauðsyn, en ekki sinum eigin
fordótni, drambi eða hverju sem eg á nú að nefna
það. Loksins sneri eg mér frá lionum, hryggur í
huga og armæddur. Hann fylgdi mér eftir og við
leiddumst.
“Við skulum ekki tala meira um þetta, Filippus,”
eagði hann. “Við skulum láta standa milli okkar
eins og það hefir verið, þangað til þú skrifar mér og
segir mér að Miss Neville sé orðin konan þín. Þá
verður öllum skiftum okkar lokið. Eg hefi mörg
vonbrigðin reynt á æfinni og verð að þola þessi líka.
Nú er sólin að ganga til viðar og því bezt fyrir okkur
að snúa heimleiðis.”
F.g var fáa daga eftir þetta í Torwood, en ekki
var minst á þetta atriði nema einu sinni.. Mig lang-
aði mikið til að vita hvort faðir minn hefði ætlað sér
að halda áfram að búa Þarna í fámenninu, hvort hann
hefði komið aftur til Englands í því skyni, að setjast
að nýju að á hinu afskekta heimili sínu, þar sem hann
hafði ekkert til að skemta sér við nema bækurnar, eða
livort hann ætlaði nú loksins að fara að koma opin-
.berlega fram og neyta hæfilegleika sinna eins og
verðugt væri. Eg lét þá ósk og von í ljósi, að hann
mundi gera hið siðara. Hann Ieit til mín alvarlega
og sagði:
“Eg hafði ætlað mér að gera þetta, en síðan eg
kom lieim hefi eg breytt þeim ásetningi.”
Eg vissi hvernig í því lá. “Það er vist mér að
kenna,” sagði eg.
“Eg ætla að dvelja hér um tíma að minsta kosti,”
sagði hann, en svaraði engu spurningu minni.
Þá var það í fyrsta sinni á æfi minni að mér lá
við að svara honum beisklega. Það lá sjáanlega í
oröum hans, að þegar hann hefði komið heim og
hevrt hver breyting v)ar orðin á högum minum, þá
hefði honum snúist hugur. En eg sagði ekkert, þó
aö eg fyndi sárt til þess, að hann gerði mér rangt til.
Eg hafði enga von um að hann mundi nokkurn tíma
aftur fást til að hætta einsetulífinu framar, ef hann
byrjaði nú á þvi að nýju.
En í öllu öðru var hann ekkert nema gæðin við
mig. ^Hann sýndi mér bréfin, sem hann hafði skrifað
Mr. Grace, þar sem það var tekið fram, að mér skyldi
standa til boða miklu meira fé en áður, og mjög á-
litleg upphæð þar fyrir utan, er eg hefði sjálfur bein-
línis umráð yfir. Þungafarangur hans kom nú frá
London. Þegar kassarnir voru opnaðir, sá eg að
faðir minn liafði munað eftir mér í hverju landi, sem
hann hafði komið til, og haft þaðan sitt hvað til
minja handa mér. Þeir munir allir voru álitlegt safn,
mjog fáséðir og smekklegir og sumir hverjir all-
verðmætir. Eg efaðist ekki um, að hann hafði haft
mikið fyrir að ná í ýmsa þeirra. En hvernig stóð á
Þvi, að liann var fús a að eyða fé og tíma fyrir mig
óverðugan, en gat þó haft brjóst á því að neita mér
um það, sem lífstíðarhamingja mín var undir komin.
Með margar slíkar spurningar t huga skildi eg
við hann, því að eg þurfti að fara til Lundúna. En
Þar átti eg nýtt og erfitt verk fyrir höndum; að skýra
Claudínu og frú Estmere frá því sem fyrir hafði
komið, eða svo miklu af því, sem eg gat sagt þeim.
\ itanlega var eg búinn að skrifa Qaudínu, og
gefa henni í skyn að ekki gengi alt svo að óskum sem
eg hefði búist við, og eg gekk líka að því sem vísw,
að Valentínus hefði sagt móður sinni frá þessu.
Eg fór beint til málverkastofu vinar míns. Eg
vildi hitta hann á undan Claudínu og frú Estmere.
\ alentínus var þar að mála stóra mynd af hrikalegu
landslagi, sem eg kannaðist vel við. Ilan nbrosti á-
nægjulega þegar eg kom og réði eg af þeim viðtök-
um, að hann kendi mér á engan hátt um það hve ó-
venjulega sviplega við höfðum skilið síðast.
“Jæja,” sagði hann. “Hvað er að frétta af ktmn-
ingjakonu minni Mrs. Lee — og föður þínum — eg
held eg verði að spyrja um hann líka.”
“Faðir minn er mér ráðgáta,’ ’svaraði eg. “Segðu
mér hvernig móður þinni varð við.”
“Hún er auðvitað armædd yfir þessu.”
“Ekki þó meira en armædd?”
“Ja, hana tekur það mjdg sárt, en sjáðu til Fil-
ippus, hún er orðin vön við mótlætið, og vaxin upp
úr því að kvarta.”
Bláu hvössu augun í Valentínusi urðu strax blíð-
leg þegar hann fór að tala um móður sína.
“Farðu og findu hana, Filippus,” sagði hann.
“Já, eg ætla að fara strax. Segðu mér eitthvaö
um Claudínu.” ,
“Eg get ímyndað mér að henni sé ekkert sérlega
vel við tengdaföður sinn. Meira veit eg ekki.”
“En kennir hún mér ekkert um þetta?”
“Hvernig á hún að geta kent þér um þetta. Þú
hefir ekkert vald á skoðunum föður þíns.”
“’Ertu búinn að segja henni að hann sé ráða-
hagnunt mótfalinn.”
“Nei, eg hefi ekki gert það. En eg er hræddur
um að móöir min hafi gert Það. Eg leyni hana eng-
um hlut, eins og þú veizt.”
Eg fór beint þaðan heim til frú Estmere. Hún
var heima. Claudína var úti, en hennar var von eftir
litla stund.
Mér fanst endilega að framkoma henrmr við mig
vera nokkuð breytt orðin. Skeð getur að það hafi
verið ímyndun, en hafi hún verið rétt, þá gætti þeirr-
ar breytingar ekki lengi, því að eftir litla stund var
hún farin að ræða við mig eins blíðlega og hún var
vön. Eg sat við hlið hennar og var fáorður fyrst.