Lögberg - 17.10.1907, Síða 6

Lögberg - 17.10.1907, Síða 6
/ / (' ' LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER 1907 gS§;g|ggg;^g~Sgg^SS£g;=ijý LÍFS EÐA LIÐINN EFTIR HUGH CONWAY. Fyrir mörgum árum gaf auSmaöur einn í erföa- skrá sinni allmikla fjárupphæö til a« byggja og halda viö skóla barna. Ýmsir fleiri mannvinir uröu til atS fara a« dæmi hans og styrkja stofnun Þessa. Var skólinn, er stundir liöu svo vel efnum búinn, aö hann var aö sínu leyti talinn einhver hinn rikasti á Eng- landi, og gátu Surburybúar fengið fræöslu þar fyrir sonu sína meö töluvert minni kostnaöi en annars staö- ar. Þetta var agnið, sem laöaöi menn að Surbury- bænum. Þar gátu þeir aflaö sonum sínum góörar mentunar meö litlum kostnaöi, og auk þess gátu dug- legu piltarnir átt kost á einhverju af verölaununum, Iþví aíS Þau voru mörg, og úthlutað að loknu náminu eins og vant er. Eins og títt er um alla smábæi, og sérstaklega þó um bæi Þar sem dómkirkjur eru, þá skiftist Surbury í margar “klikkur”. Auðmanna-klikkuna, sem i voru þeir, er lifðu á óðalseignum sínum utan við aðalbæ- inn, er óþarfi að telja, hér. Þeim þótti þægilegast að dvelja í Surbury, og að Því leyti einu fanst þeim nokkuð til bæjarins koma, að Því undanskildu Þegar á kosningum stóð, því að enn þá var einn þing- tnaður sendur á Þing þaðan. En í sjálfum bænum bar dómkirkju-klikkan höfuð og herðar yfir allar hin- ar klikkurnar, með dómkirkjuprestinn, safnaðarfull- trúana og söngflokksmennina í broddi fylkingar. Þá var skóla-klikkan. Hún gekk næst dómkirkju-klikk- unni að mannvirðingum, og rann saman við hana að nokkru leyti. Það var samt ekki trútt um, að dóm- kirkjuprestinum og fylgifiskum hans stæði stuggur af ýmsum meðlimum skóla-klikkunnar. Þá var em- bættismanna-klikkan, lögmennirnir, læknarnir og ein- ir tveir bankastjórar. Inntöku í þessa klikku gátu fengið menn, sem oft þurftu að leita til lögmannanna, sjúklingar og ríkari kaupmennirnir. Smákaupmenn fengu Þar ekki aðgang. Verksmiðjueigendurnir, þó fáir væru, hópuðu sig líka saman. Þá voru æðri og óæðri starfsmanna-klikkur. Enginn gat þó sagt hvar takmörkin milli þeirra voru. Það eitt var víst, að kjötsalinn, fisksalinn og matsalinn sátu skör lægra í áliti alpiennings, en vefnaðarvöru-salinn, lyfsalinn og gimsteinasalinn. En þar eð þeir komu sér sjálfir saman um mannvirðingar sínar, komu þær engum öörum við. í stuttu máli, þá var þetta leiðinlegur en þó virðu- legur bær, fastheldinn við alt hið forna. Einhver ó- líklegasti staður, sem hugsanlegur var, til að leita í að gögnum gegn óþverramenninu Chesham. Það var komið fram í fyrstu viku í September þegar eg fór til Surbury. Eg settist að í einu gam- aldags gistihúsinu þar, meðan eg var að kynnast. Það var kallað “Mitri”. Svo fór eg að svipast um eftir Mrs. Merton. Eg spurði engan beinlínis um hana. Þvaðrið, sem eg heyrði fyrsta kveldið, þegar eg sat og var að reykja vindilinn minn í gestastofunni, af því eg hafði ekkert annað að gera, gaf mér til kynna, að ef eg ympraði minstu vitund á erindi mínu mundi það verða kunnugt hverri einustu sál í öllum bænum—og Það á fáum klukkustundum. Eg sá að eg yrði að vinna verk mitt þar aleinn. Eg hafði fengið að vita um heimilisfang hennar, og fór nú á stað morguninn eftir að hafa upp á henni. Mér gekk það líka greiðlega. Hún átti heima í fremur afskektu litlu húsi utarlega í bænum. Eg var ! þá ekki orðinn fullkunnugur öllum leyndardómum! Surburybæjar, því ella hefði eg vitað, að í flestum þeim húsum bjó Það fólk, er í bænum dValdi að eins um stundarsakir—fólkið, sem eg miptist á fyr, að sezt hefði að Þar til að ncrta sér hlunnindin af latínuskól- anum þar. Hús þessi voru heldur auðvirðileg, og ekki var það góðs viti fyrir Surburybæ, að mörg þeirra stóðu auð. Eitt af Þeim andspænis “Acacia ViIIa“, sá eg að var til leigu með húsgögnum. Þ'að kom sér heldur en ekki vel fyrir mig. Eg var ekki lengi að hugsa mig um hva ðgera átti. Eg sneri aftur til borgarinnar, hitti þar manninn, sem j leigði það, og um hádegi þann dag var eg leiguliði og húsráðandi í þessari vistarveru, er eg hafði kosið anér. Hún var mjög hentug litilli fjölskyldu og hét I Rosa Villa, og var á Norðurgötu svonefndri. Sá er leigði, spurði um meðmæli mín. Hann sagðist gera Það svona til málamynda. Eg svaraði I honum með því að greiða þriggja mánaða leigu fyrir | fram, en honum fanst eins mikið til um það eins og ; þó eg hefði lagt fram fyrir hann meðmælingarbréf frá sjálfum dómkirkjuprestinum. En þegar leigu- samningurinn var fullgerður mundi eg fyrst eftir því, að eg hafði alls ekki litið á híbýlin. Það gerði reynd- ar ekkert til. Það sannfærði að eins lánardrottin/i minn um, að eg væri sérvitringur í meira lagi. En hvað sem sérvizku minni leið, þá gat eg ekki komist af nema að fá mér mannhjálp við húshaldið. Eg spurði mig því fyrir um hvort þess konar ráðn- ingarstofa væri til í Surbury, og er eg hafði komist að Því að svo var, lét eg þar uppi hvers eg þyrfti með, og um kveldið átti eg því láni að fagna að heim til mín kom rösklegur miðaldra kvenmaður, sem ætl- aði að takast á hendur bústýrustörf fyrir mig. Þetta var roskin kona og svo óásjáleg í alla staði, að eg þurfti engum slúðursögum að kvíða. Eg ásetti mér að flytja alfarinn í húsið eftir tvo daga, og sneri aftur til borgarinnar til að sækja bæk- ur og ýmislegt fleira mér til lífsþæginda. Að morgni dagsins, er eg hafði ákveðið, fékk eg lyklana að hús- inu og fór að búa um mig þar. Allur sá dagur eyddist í að koma mér þar sæmi- lega fyrir. Hve lengi eg yrði að dvelja þar, var alt undir því komið, hversu mér gengi erindið við Mrs. Merton. ,Var því ekki úr vegi að búa vel um sig. Þetta nýja heimkynni mitt mátti heita dágott. Húsa- leigjandanum hafði farist vel við mig, þó að hann hefði auðvitað kritað heldur liðugt” eins og mönn- um í hans stöðu er bráðnauðsynlegt. Þó að aðalherbergið 1 afturgafli hússins væri skemtilegast og útsjón þaðan góð út í græna akrana og glæsilegi dómkirkjuhurninn sæist Þaðan, réði eg þó af að velja herbergið sem að götunni sneri fyrir dagstofu. Þar raðaði eg inn húsgögnum mínum og dró borð fast að glugganum. Gluggatjald keypti eg mér, sem eg gat séð út um, án þess að eg sæist sjálfur inni fyrir. Bókum og blöðum raðaði eg á borðið, svo að alt gæti Iitið þann veg út, sem eg væri þar önnum kafinn við lestur og skriftir, þó að eg hefði að eins gætur á húsinu andspænis mér. Engar ákveðnar fyrirætlanir hafði eg sett mér. Sannleikurinn var sá, að eg þóttist Þess fullvís með sjálfum mér, að Það sem mér kynni að verða ágengt mundi komið undir hendingu einni. Það hafði verið tóm hending hvernig eg komst að því, að Mrs. Mer- ton var til, og að hún og Chesham voru kunnug. Þjað hlaut líka að verða af hending tómri, ef eg kæmist að því, sem eg vildi vita. Tækifærið mundi bjóðast fyr eða siðar. örlagaþræðirnir voru að greiðast sundur, eins og Rothwell hafði gefið í skyn. Samt sem áður vonaði eg að eg þyrfti aldrei að sitja marga mánuði í Surbury. .. ; 1 Eg sá að það var nauðsynlegt að gera einhverja grein fyrir þvi hversvegna ungur maður eins og eg leigði sér hús á þessum afskekta, og óskemtilega stað, Þess vegna sagði eg bústýru minni, að eg hefði sezt þarna aö, af því að eg Þyrfti að gefa mig óskiftan við þvi .að rita merkilega bók, og vissi eg að hún mundi koma þeirri sögu á framfæri við nágrannana. Eg sagði henni, að starf mitt væri þannig vaxið, að mér riði á að vera i ró og næði, og því hefði eg farið til Surbury og ætlaði að dvelja þar fáeina mánuði. Eg er í engum vafa um það, að daginn eftir voru næstu nágrannar mínir og þjónustufólk búið að fá að vita alt um hagi mína, og sjálfsagt andbýlingar þeirra lika, og sátu nú og skeggræddu um þau býsn, að ungur maður hefði leigt sér hús í Norðurgötunni rólegu og skuggasælu. Nú er svo mál með vexti, að nokkur hluti manna lítur á mann sem gefur sig við ritan bóka með aðdáun og nokkurskonar lotningu. Þ’ess konar stöðug vinna, vinna, sem er í því innifalin að rita Þúsundir orða hvert á eftir öðru, nægir fyllilega til að mikla höf- undinn í augum ýmsra manna, þó að ekkert tillit sé tekið til ritlistarinnar sjálfrar. Þetta á heima jafnt um hvað sem ritað er. Hvort sem Það er sögulegs- eða heimspekilegs efnis, sorglegs eða kýmnislegs. Hvort sem höfundurinn er að rita skáldsögu eða ferðasögu, jafnvel þó að hann væri að semja mat- reiðslubók, mundu meðborgarar hans Iíta ósmátt á hann, og eigi taka til þess, þó að hann væri dálítið einkennilegur í háttum sínum. Enda þótt flestir rit- höfundar, sem eitthvað kveður að, reglubindi starfs- tima sinn með “kronometriskri" nákvæmni, hættir al- þýðu manna til að imynda sér, að þeir kunni eigi að fara vel með tímann, og séu að Því leyti ólikir þvi sem fólk er flest. Eg hefði því varla getað gert heppilegri grein fyrir veru minni í Surbury. Á þenna hátt var mér j auðgert að vinna að erindi mínu óhindraður; ganga út og inn hvenær sem mér sýndist; satt að segja var Hvort sem Það var nú heiðarlegt eða ekki að setjast við borðið í herberginu mínu, út við gluggann og athuga í sífellu heimkynni andbýlings míns, þá gerði eg Það undir eins morguninn eftir. Eftir að eg hafði snætt morgunverð og búið var að taka af borðinu, settist eg niður með góðan vindil og byrjaði á áðurnefndu starfi mínu. Það sem fyrst lá fyrir var auðvitað ekki annað en komast að því, hverjii^ í húsinu voru og hvernig þeir litu út. Fyrsta manneskjan, sem eg sá koma út úr því, var drengur á að gizka fimtán vetra. Hann hafði “cricket”-tré á öxlinni og gekk niður götuna kátur og blístrandi. Að hálfri klukkustundu liðinni kom há og grannvaxin stúlka út, í látlausum búningi. Hún bar samanvafða nótnabók undir hendinni og vegna þess að mér sýndist hún tæplega vera komin á þann aldur að hún gæti verið kennari, bjóst eg við að hún væri sjálf að læra músík. Eftir að stúlkan fór, voru dyrnár opnaðar nokkrum sinnum, en aldrei nema til að afgreiða umferðasveina, er voru með á- vexti, eða kjötsala og bakara og annað þesskyns fólk. Loksins, þegar eg var nærri orðinn uppgefinn að stara á húsið, kom kona út að glugganum beint á móti og stóð þar ofurlitla stund. Eg þóttist viss um að þetta hlyti að vera leyndardómsfulla konan hún Mrs. Merton. Hún opnaði gluggann, og fór að vökva blóm, sem stóð úti fyrir. Gat eg Því hæglega virt konuna fyrir mér, og í litlum leikhússkíki gat eg gert mér hér um bil nákvæma grein fyrir hvernig hún leit út. Hún var á fimtugsaldri, dökkeygð, dökkhærð og meðal kvenmaður á hæð. Hún var föl og guggin í andliti, en eg þóttist viss um, að fyrri á árum hefði hún verið fremur lagleg, þó að hún væri nú farin að gangast fyrir. Hún var í viðhafnarlausum dökkum búningi, og af ytra útliti hennar var ómögulegt að ráða i hvaða lífsstöðu hún var. En hvað sem því leið, Þá þóttist eg viss um að Þetta væri Mrs. Merton og veitti henni því nákvæma athygli. Alt í einu beygði hún sig út um gluggann og leit niður eftir götunni, og þá var eins og alger breyting kæmi á svip hennar. Svipurinn varð beinlínis góð- legur. Bros vaknaði á vörum hennar og glampi kom í dökku augun. Eg fór að horfa í sömu átt sem hún og sá þá, að pilturinn og stúlkan voru á heimleið. Þegar þau voru komin að húsgarðströðinni hvarf konan úr glugganum og fór að opna dyrnar fyrir Þeim. Eg var í engum vafa um samband hennar og barnanna. Eg sá það ljóslega á innileiknum sem hún sýndi þegar hún heilsaði þeim. Það voru börnin hennar. Eftir að eg var nú búinn að sjá Mrs. Merton, og fá hér um bil glögga hugmynd um hverskonar kona hún væri, lá næst fyrir að kynnast högum hennar eitt- hvað. Eina manneskjan sem eg gat spurt um slíkt án Þess að vekja grun var ráðskonan mín. Sem betur fór, var hún ekki alveg ókunnug í bænum og ekki á Norðurgötu heldur. Hún hafði átt heima hjá hjónum þar í grendinni og kunni allar slúð- ursögur nágrannanna upp á sinar tíu fingur. Það var ekkert óeðlilegt þó að mig, nýkominn manninn í bæinn, langaði til að vita eitthvað um andbýlisfólkið og ráðskonunni þótti einstaklega vænt um að geta gert mér þann greiða, að fræða mig um alt, sem hún vissi um það. Eg hafði ekkert gaman af að heyra að á aðra hönd við mig byggi einhver Mr. Bell, tæringarveikwr maður, sem hóstaði átakanlega og hlyti að deyja fyr- ir næsta árslok; að á hina hönd við mig byggi prestur, sem stæði utan við biskupakirkjuna og væri svo *á- tækur, að hann gæti ekki keypt sér nema einn kjöt- legg á viku; að dálítið fjær á strætinu ætti ofursti heima, ríkur og dramblátur—en hvers vegna hann byggi á þessum afskekta stað, um það gat enginn bor- ið. Heldur ekki skifti mig það neinu, þó að Mrs. Smith nágrannakona okkar þvægi sjálf þvottinn sinn heima og gerði öllu nágrenninu skömm með því að breiða þvottinn til þerris í garðinum að húsabaki; mér fanst og ekkert sérlega mikið til um að heyra Þær nýjungar, að Davis væri drykkfeldur og berði konuna sna. Það var fyrst Þegar málskrafskvendið sneri sér að nábúum okkar hinumegin götunnar, að eg fór að leggja eyrun við því sem hún sagði. Já, ráðskonunni var vel kunnugt um andbýlinga okkar. Það var Mrs. Merton, sem þar bjó með syni símirn og dóttur. Hún væri ein af þeim sem flutti sig til Surbury til að njóta góðs af latinuskólanum. Hún væri ekkja, eða létist vera það, sagði ráðskonan í- byggin. En hvað sem Því liði, þá hefði hún aldrei vissi neitt um hana til hlitar; og það var ekki neitt efnilegt. Gat líka nokkuð verið óefnilegra? í bæ eins og Surbury var verða íbúarnir að þekkja hver annan út í yztu æsar, annars má við því búast að “hinum ó- kunnugu” séu ætlaðar allskonar vammir og skammir. “Lifir Þetta fólk út af fyrir sig, eða hefir það samblendni við aðra?” spurði eg. Ráðskonan sagði, að það hefði litla samblendni við annað fólk. Meira að segja þjónustustúlkan héldi því fram, að heilsa og lífsgleði Mrs. Merton væri á förum, vegna þessarar tilbreytingarlausu æfi, sem hún ætti — eg hafði sjálfur séð mót á því aö hún var að reyna að stytta sér stundir með því að tala við farandsala og kjötsölu og bakarasveina o. s. frv. Frá því á nýársdag og til 31. Desember ár hvert kæmi aldrei neinn gestur þangað, nema ef Mr. Merton kynni að^koma með einhvern skólabróður sinn með sér. Dóttir hennar ætlaði að verða kenslu- kona eða söngkona, svo að ráðskona mín þóttist viss um að Mrs. Merton gat ekki verið nein hefðarkona. Eftir að eg hafði fengið þetta að vita, liðu tveir dagar án þess að eg yrði nokkurs vísari. Eg sá þá að eg mundi aldrei hafa neitt upp úr krafstrinum, ef eg sæti alt af við gluggann, og biði eftir því að Mrs. Merton kynni að fara út, sem sjaldan kom fyrir. Eg mátti til að komast að því, hvort hún hefði nokkurn tima haft nokkuð saman við frú Estmere að sælda, en til Þess varð eg að fá að vita eitthvað meira um hana. Hver hún hefði verið, áður en hún fluttist til Sur- bury; hvort það álit er hún átti nú að fagna var á- vöxtur síðari ára—í stuttu máli, eg mátti til að kynn- ast æfisögu hennar. Þegar eg var að hugsa um ráð til þess, datt mér í hug konan á Estmere-slotinu, Mrs. Payne. Eg þótt- ist viss um, að hún mundi ekki hika við að hjálpa mér í þeim efnum/eftir mætti. Réði eg því af að fara til Derbyshire og telja hana á að fylgjast með mér til Surbury. Ef Mrs. Merton hefði verið nokkuð kunn- ug Estmere-fólkinu, þá hlaut Mrs. Payne að þekkja hana. Og með því að eg hafði engan til að ráðgast um þetta við, lagði eg á stað norður daginn eftir. Það var þungt yfir Estmæré-slotinu eins og þeg- ar við Valentinus komum þangað fyrir tveim árum. Sir Laurence eða eldri sonur hans höfðu akki komið þangað. Með sjálfum mér efaðist eg um það, að eldri sonurinn væri á lífi. Eg gat ekki skilið í því, að manninn skyldi aldrei langa til að sjá móður sína. Mig hafði árum saman langað svo einkar mikið eftir móður minni og ást hennar, að mér var óskiljanlegt að nokkr sonur gæti verið án móður svona lengi. Eg gat heldur eigi skilið í Því, að ungur maður á hans reki skyldi láta annað eins höfðingjasetur standa í órækt og auðn. Verið gat að faðir hans ætti margar sorglegar endurminningar að rekja til slots- ins, en sonur hans hlaut þó einhvern tíma að verða sjálfstæður maður í föðurlandi sínu og taka við rétt- indum sínum og tignartitli. Enga aðra grein gat eg gert mér fyrir Þessari þögn og afskiftaleysi unga mannsins, en þá, að hann væri dauður, og faðir hans hefði verið svo harðbrjósta að láta konu sína ekki vita Það. Ef svo var, þá hlaut Valentínusi einhvern tíma að bera að taka við þessari eign og titlinum, því að hvorttveggja lilaut að ganga að erfðum. Hins vegar vissi eg gerla að Valentínus mundi eigi telja sér það mikils virði, nema faðir hans hefði viðurkent hann eins og rétt borinn son sinn. j Mrs. Payne þekti mig aftur og bauð mig velkom- inn. Maður hennar var nú lieima, en þrátt fyrir það, þó að hún hefði sagst vera hrædd um að hann reiddist sér fyrir að leyfa okkur að skoða slotið, þá sá eg aö hann var einn þessara heiðvirðu, gæfu og vitgrönnu manna, sem leyfa konunum sínum að hafa öll ráðin, sjálfum Þeim fyrir beztu. Mrs. Payne spurði ítarlega eftir frú Estmere og álitlega unga manninum honum Valentínusi. “Hann sendi silkikjólinn, sem hann lofaði mér,” sagði hún. “Hann var fram úr skarandi fallegur. Alt of góður fyrir mig að vera í honum. Eg hefi ekki enn þá komið í hann, herra minn.” “Geymið hann þangað til Sir Laurence og kona hans koma hingað aftur til slotsins,” sagði eg. “Ef eg á að geyma hann þangað til, þá get eg eins vel gefið henni Polly frænku minni hann. Húny ætlar að gifta sig í næsta mánuöi, og er alt af nudda við mig um að fá kjólinn.” “Verið þér ekki að þeirri vitleysu, Mrs. Payne. Geymið kjólinn vandlega þangað til eg hefi komist að öllum svikunum og get sýnt Sir Laurence hve honum hefir skjátlast hræðilega.” “Þér eruð að gera að gamni yðar,” sagði Mrs. Payne. Nýir kaupendur Lögbergs, sem borga $2.00 fyrir- fram, fá blaðið frá þessum tíma til 1. Janúar 1909 og tvær af sögum Þeim, sem auglýstar eru hér að neðan; Sáðmennirnir, Höfuðglæpurinn, Hefndin, Rudloff greifi, Svikamylnan, Gulleyjan, Ránið, Páll sjóræningi, Denver og Helga, Lífs eða liðinn, þegar hún kemur út. lika dálitið hæft i frásögninni, sem eg lét berast út. Mig hafði lengi langað til að' rita um ýmislegt, sem mér bjó í brjósti, en eins og eg gat um í upphafi! hes-arar frásögu kom mér ekki til hugar að fyrsta! bókin min yrði æfisaga sjálfs mín, hufu á höfði, eins og allar heiðvirðar ekkjur annars gerðu. Ekki væri hún rík, en kæmist svona vel af; minsta kosti kvartaði þjónustustúlkan hennar ekki undan því að hún þyrfti að naga ostskorpur. En þær ’voru lika frænkur. Eigi að síður væri eitthvað skrítið í fari Mrs. Merton. Sannleikurinn væri sá, að enginn

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.