Lögberg - 23.01.1908, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.01.1908, Blaðsíða 5
JANCA* 19*. 5- VerSlkkæun. GæOin söm. Windsor salt er vissul. ódýrara heldur laka innfl. saltiö. Windsor salt er tá- hreint. Þaö þarf minna af því en ööru salti í matinn - girnfremur er þaö þá líka cjrýgra. — Þér spariö yöui ( fé meö því aö nota Windsor Dairy Salt fél. Þegar þingiö heffSi gefiö stjórninni heimild til aö kaupa talsíma i fylkinu, þá mæt'ti stjórn- in vitaskuld ekki gefa meira fyrir þá en hægt heföi veriö aö gera þá upptæka fyrir eins og væri int aö í Þeim sömu lögum. Mr. Johnson kvaöst halda því fram, aö stjórnin heföi ekki mátt gefa meira fyrir nokkurt talsíma- kerfi í fylkinu, en hiö rétta verö- mæti þess aö viöbættum 10%. Hann sagöist ætla aö taka verölag McFarlanes $178,) svo ekki yröi sagt aö hann hallaöi á stjórnina í neinu. Þaö aö viöbættum 10% heföi hún mátt mest gefa fyrir talsím. Notaöi hann sér þaö ekki aö verö á síma hvern hlyti aö vera lægra 1907 en 1905. Eftir því heföi stjórnin borgaö $525>2IS umfram þaö, sem hún heföi mátt / mest gefa. Ef fariö væri eftir á- ætlun ráöunauta stjórnarinnnr, Ó$r68j, þá væru $667,165 ofborg- aöir. En ef áætlun ráöunautanna um aö koma mætti upp talsíma- kerfi meö $100 kostnaöi á síma hvern, væri lögö til grundvallar, bá heföu þessir 14,195 talsimar Rellfél. veriö töluvert meira en tviborgaöir, eöa $1,738,550 um- fram. Þaö kvaö ræöum. aö stjórn arliöum mundi ekki blöskra, mönn um, sem alt af verzluöu og hugs- uöu í miljónum, og gætu komiö öllu af á einum stuttum morgun- fundi. Þá vitnaöi ræöum. í orö dóms- málaráögj. frá í fyrra um kosn- mgarnar. Dómsmálaráögj. heföi sagt þá. aö núverandi talsímagjald iö myndi lækka um helming eöa^ meira ef stjórnin ætti 6Ímana og! iafnvel ekki veröa meira en $16 á| ári ef komiö væri upp sjálfverk-| mdi talsimakerfi í Winnipeg. 'fr. Johnson þótti ekki liklegt aö •dæsilegar vonir dómsmálaráögjaf ns mundu rætast. Stjórnin heföi 'mf'ö $232 fyrir hvern talsíma, og 4% renta af því væri $9.28 um! ánö. 5°/0 væri ætlaö fyrir sliti, þaö væru $11.60 um áriö, samtals "^0.88 eöa $4 meira en dómsmála- r-'öb beföi sagt . Þaö væri aögæt andi aö meö þessu væri ekki gert f, r'r reksturskostnaöi. Sá kostn-* aönr væri ekki svo lítill, eins og sjá mætti á því, aö McFarlane heföi boriö baö í Febrúarmánuöi í fyrra, aö reksturskostnaöur viö J'vern talsima væri $35.92 á ári. Ræöum. fór þessu næst nokkr- um oröum um réttarfarsástandiö i fylkinu. Hann baö menn þó vel aö muna aö baö, sem hann kynnij um þaö aö segja. væri ekki sprott- ■8 af pe-só u egri óvi’d til dóms- málaráögjafans eöa aö hann kendi honum um misfellurnar j fremur en stjórninni yfirleitt. “Þaö er samt enginn efi á því,” mælti Mr. Johnson, ”aö dóms- málaráöh. hefir haft meira um, baö mal aö fjalla, sem eg ætla aö mmast á, en aörir. Af hinum mnrgu kostum engil-saxneskrar siÖmenningar, hefir sá kosturinn þótt öörum betri, aö ma• þ«im Þjóöflokk hefir rétturinn veriS látinn ná jafnt til allra. Vár höf- um veriö upp meö oss af réttar- farinu hér í fylkinu og Canada yfirleitt í samanburöi viö lýöveld- iö fyrir sunnan ois. A seinni lr- um höfum vér, því miöur, ekki get aö stært oss af slíku, aö því er dómsmálin snertir.” “Snemma á árinu lét dómsmála- ráöh. höföa mál á móti Geo. W. Wood fyrir fjárklæki.” Síöan las Mr. Johnson upp úr ðagbloöun- um frá þeim tíma lýsing á prett- um þeim, sem Wood þessi haföi haft í frammi. “Þegar máliö var tekið fyrir sagöi málaflutnitigs- maöur hins opinbera að hann heföi engin sönnunargögn í málinu. Mál iö var látiö falla niöur og fangan- um slept. Blööunum og alþýöu manna þótti þetta undrum sæta. “Þaö var engum vafa undir- orpiö, aö Wood Þessi var sekur um brot gegn lögum fylkisins og átti því aö sæta hegningu, enda sannar þaö beinlínis sekt hans, aö hann fékk aö kaupa sig lausan meö því aö endurborga þeim sem hann haföi haft fé af. Mér er ekki kunnugt hvaö lausnargjaldið var mikið, en svo mikiö er víst aö hann seldi dómstólunum fé hendur til uppbóta svika sinna. Meö öörum oröum, dómsmálaráö- gjafi hefir gerst miöill milli sakamannsins og Þess hlutskerta og er slíkt fim mikil og gersam- lega ósamboöiö svo tignum em- bættismanni. Menn hafa lika veitt máli þessu mikla eftirtekt, ekki einungis hér í fylkinu, heldur og í fjarlægum löndum Bretaveldis. Eöa mundi dómsmálaráögj. Þykja þaö viöurkvæmilegt, aö innbrots þjófurinn í Stony Moutain, sem dæmdur var í 20 ára fangelsi, væri látinn laus gegn því aö bæta fyrir rániö? Ef þaö er réttlátt aö ein- um glæpamanni sé leyft aö kaupa 5ig lausan, Þá ætti aö gefa öörum færi á hinu sama, ef þaö er ekki gert, þá er slíkt rangt og vítavert. “Réttvísi siömenningar vorrar er jarteiknuö af gyöjulíkneSki meö bindi fyrir augum og í höndum sér met í jafnvægi. Er þaö einkar vel til fundiö. Hún veit ekki af hverjir eru málsaöilar eöa hverjir aö þeim standa. Þannig hafa forfeöur vorir ímynd aö sér réttvísina og rekstur henn- ar. En herra forseti, ef maöur vildi nú sýna ímynd réttvísinnar eöa gera líkneski hennar eftir þeirri viökynningu,sem menn hafa haft af henni hér í fylkinu undan- farin ár, fyrir tilstilli dómsmála- ráögjafans, þá ætti ekki viö líkn- eskiö meö bindið fyrir augunum heldur mannslíkan flírulegt sjálf- sagt, ef til vill brosandi, meö stóran skalla, mislit gleraugu, skakandi metaskálunum ýmist upp eöa ofan eftir geöþótta sínum.” Með þessum oröum lauk þing- maðurinn hinu ágæta snjalla er- indi sínu og settist niður, en lófa- klapp mikiö og hlátur var geröur aö niðurlagsorðum hans. F réttir frá lslandi. Seyöisfiröi, 20. Des. 1907. Sveinn Jónsson, fyrrum bóndi á Eiríksstööum hér í bænum, and- aðist 18. þ. m. eftiý langvarandi Þjáningafullan sjúkdóm, hjá stjúp syni sínum Brynjólfi Sigurössyni ljósmyndasmiö. Sveinn var ætt- aöur úr Lóni í Austur-Skaftafells sýslu, en fluttist hingaö fyrir 17 árum. Sveinn var dugnaöarmaö- ur hinn mesti, snyrtilegur í fram- göngu, ljúfur og vi»mót6|.ý«»r. Hann var kvaanlur Bagafaeiöi Brynjólfsdóttur, er lifir man* sinn ásamt einkasyni, Jónj a« nafni. Mislingamir mega n á heita heldur í rénun hér í bænum; og hafa þeir lagst allþungt á marga; þó hafa aö þessu aö eins 3 dáiö úr þeim hér, 1 kvenmaöur á Þrítugs- aldri, Jónína Sigurjónsdóttir, aö nafni, og tvö böm, annaö nýfætt. Í Héraöi hafa. tvær konur látist úr mislingunum: Guörún Jóns- dóttir, kona Eiríks Magnússonar bónda í Eyjaseli í Jökulsárhlíö, á fimtugsaldri. Hún var systir fyr- verandi alþm. Jóns Jónssonar frá Sleöbrjót; og Þórunn Bjarnadótt- ir á Birnufelli, kona Ólafs Bessa- sonar bónda Þar, feystir Runólfs sýslunefndarmanns Bjarnasonar á Hafrafelli. Hún var 36 ára aö aldri. Þriöjudaginn Þ. 19. þ.m. and- aöist aö Húsavík frú PetrínaKrist ín, kona Jakobs kaupmanns Hálf- dánarsonar, rúmra 68 ára aö aldri. Frú Petrina var elzta dóttir Pét- urs Jónssonar í Reykjahlíð—Hún var einkar-vel gefin kona, af- bragösfríð og látprúö, góösöm og göfuglynd, ljúf og lítillát. Loftur Einarsson prests Þórö- arsonar aö Bakka i Borgarfiröi andaöist fyrir nokkrum dögum eftir langvarandi sjúkdóm, 17 ára gamall. Ráöherra Hannes Hafstein var var nú meö Vestu frá útlöndum á leiö til Reykjavíkur. Hann skýröi oss frá Því, aö millilandanefndin ætti aö koma saman í Kaupmanna- höfn 28. Febrúar. Er svo til ætl- ast aö nefndarmennimir íslenzku fari meö gufuskipinu Ceres, er kemur hingaö frá útlöndum 6. febrúar, fer héöan noröur um land og kemur aftur hingatJ sunn- an um 18. Febrúar. íslandsbianki hefir nú hækkaö útlánsvexti upp i 8j4%, en vexti af inneign upp í 5%. Útibúiö hér fékk í gær í skeyti fyrirskipun um hækkun þessa. Viö landsímastööina hér á Seyö isfiröi vom í Nóvembermánuöi af- hent til sendingar 64 skeyti innan- Iands fyrir samtals 98 kr. og 153 skeyti til útlanda fyrir samtals kr. 374.25. — Um talsímana voru afgreidd frá Seyöisfiröi 164 sam- töl, er námu 186 viötalsbilum fyr- ir samtals kr. 187.95, og 195 sam- töl er námu 223 viötalsbilum, til Seyöisfjaröar. — Milli Eskifjarö- arlinunnar og Landssímians voru afgreidd 103 samtöl er námu 113 viötalsbilum.—Um sæsímann voru afgreidd 434 skeyti meö samtals 4459 oröum til útlanda og 384 skeyti meö samtals 4,014 oröum frá útlöndum. Seyöisfiröi, 24. Des. 1907. Friðrik Gíslason úrsmiöur and- aðist aö heimili sínu hér í bænum í gærkveldi eftir langa og þunga sjúkdómslegu, 35 ára giamall. — Hann var fæddur og uppalinn hér i bænum, og haföi áunniö sér hér traust og hylli manna. Hann var góöum gáfum búinn, og sérlegur hagleiksrriaöur eins og faöir hans. Sýndi hann hæfilegleika sína greinilega er hann lagöi vatns- leiðsluna hér um bæinn, því þaö verk leysti hann snildarlega vel af hendi.enda mun Það jafnan geyma minningu hans í heiöri hér í bsen- um. — Hann gegndi ýmsum trún- aöarstÖrfum fyrir bæinn, þarnnig var hann kosinn bæjarfulltrúi fyr ir þrem árum síöan. Hann var kappgjam meaöur og áhugamikill, og fram úr skarandi starfs- og reglumaöur. Bý«ur var hann i umgengni og vinur vina sinna. Menn munu því sakna hans hér bæöi sem vinar og mikilvirks borg ara bæjarins. — Austri. Reykjavík, 14. Des. 1907. Landssíminn slitnaöi á Dimma- fjallgaröi um morguninn 10. þ.m. af snjóþyngslum, járnþræöirn.i' 5 slitnu«u allir. Samband var aft- ur komið á kl. 1. þ. 11. Reykjavík, 14. Des. 1907. Guöný Árnadóttir, 78 ára, dó 8. Des. hér í bæ. — Rannveig Jóns- dóttir, gift kona, 82 ára, dó 5. Des. Reykjavík, 18. Des. 1907. Um áfengisveitingaleyfi synj- uöu Seyöfirðingar nýlega gisti- húsmanninum Þar, meö rúmum 70 atkv. gegn 30. Það er annað skifti sem Þeir gera Þaö, á fárra miss- ira fresti, og er vel af sér vikið. Mislinganna fréttist til hingaö og þangaö úti um land, og leggj- ast nú Þungt á menn eöa með skæöum fylgikvillum. Þaö er að heyra ekki óalgengt, aö bæir séu varöir fyrir þeim, meö sjálfráöu samgönguhafti. Aö ööru leyti mun Þeim fráleitt veita af vetrin- um til aö vinna upp landiö. Síöustu blöö aö noröan, frá 30. f. mán., segja fólk hafa legiö í Þeim hrönnum þá undanfarið á Akureyri og hafi fimm manns dá- iö úr Þeim þar eöa afleiöingum þeirra, þar á meöal ein kona öldr- uö. — Isafold. Reykjavík, 17. Des. 1907. Reykjanesvitinn er nú svo langt kominn, aö steypuverkinu er næst- um lokiö, en eftir er gólf og tré- verk og svo aö slétta steypuna ut- an. Ljóskerin koma ekki með Vestu nú, eins og til stóö, aö því er skipstjóri haföi sagt, en hann var spuröur aö Því í fóni til Seyö- isfjaröar. Hússtjómarskóli er haldinn í vetur á Akureyri í húsi Ræktunar- félags Noröurlands. Fyrir honum stendur frk. Jónína Siguröardótt- ir og eru þar um 20 námsmeyjar. Viö Grundarskólann eru um 14 nemendur í vetur. Kennari Þar er Ingimar Eydal, eins og áöur. Reykjavík, 21. Des. 1907. Samningurinn viö Sameinaöa gufuskipafélagiö er til tveggja ára (1908—1909J og á þá leiö, aö millilandaferöimar erum fjórum fleiri en nú fþegar dregnar eru frá utanferöir Hóla og SkálholtsJ, en strandferöirnar hinar sömu sem 1904 og 1905. Vegna eins skilyröis sérstaklega, er alþingi setti, og sennilega líka vegna pen- ingavandræöanna, er frestaö bygg ing hinna nýju skipa, þangaö til nýir samningar fengjust viö al- þingi næst, enda er gjaldiö, sem greiöa á úr landssjóöi fyrir ferö- irnar hin næstu tvö ár, 30,000 kr. hvort áriö í staö 40,000 kr., og sparast þannig 20,000 kr. á fjár- hagstímabilinu. i ísafjaröarbær hefir látiö bún- aöarsamband Vestfjaröa fá land undir gróörarstöö, er Þaö ætlar aö koma upp, og er ráögert aö hún veröi nálægt Seljaiandi Af Akureyri afialaust og frétta- laust aö heyra í gatr. Ritstjóri Reykjavíkur veröur frá næstu áramótum Magnús Blöndal áöur kaupmaöur á Akur- eyri og er hann nú á leiö suöur hingaö. Sláturhúsiö saltaöi nokkuö af kjöti sínu, eins og frá var skýrt hér í blaöinu. Fyrsta sendingin fór til Esbjerg og seldist mæta1 vel, tunnan af dilkakjöti 72 kr. og af sauðakjöti 70 kr. Maöur drekti sér í byrjun þ.m. í Bolungarvík, Kristján Jónsson,! bóndi í Þjóöólfstungu, sonur Jóns á Laugabóli á Langadalsströnd. Ástæöur til þess ókunnar, segir Vestri. viÐUR. Tamarac og Poplar. Ósagaöur og sagaöur viöur, Hæhletiui í stór. The Rat Portage Lumber Co., Ltd. NOinvOOD. Talsími 2343. Meöal mæöranna. Engin hyggin móöir mundi vilja aö notuö væru henni til lækn- ingar meöul þau og sáralækning- ar aöferö nú er tíökaö var fyrir hundraö árum. Hvers vegna skyldi hún þá heldur vilja gefa börnum sínum aldargömul meöul, sem fremur má ætla en hitt aö hafi aö geyma eitruö og deyfandi efni, er eigi geta læknaö börnin, en deyfa tilkenninguna að eins um stundarsakir? Baby’s Own Tab- lets er nýtízku meöal, ávöxtur allrar vandvirkni og þekkingar læknisfræöinnar. Og móöir sú, er gefur barni sínu Þaö meöal, hefir tryggingu efnafræöings stjórnar- innar fyrir því, aö þaö hefir ekki inni aö halda neitt skaölegt deyf- andi eiturefni. Meöal þetta lækn- ar alla minni hattar barna sjúk- dóma, og gerir börnin hraust, kát °g' Þæg- Seldar hjá öllum lyfsöl- um eöa sendar meö pósti á 25C. askjan, frá The Dr.Williams’ Me- dicine Co., Brockville, Ont. Jó*i Jónssyai, Svold. Th. Johnsoa, Brú P.O, Man. H. Halldórsaon, Luadar. D. Danialgson, Otto. Sigurgieir Pétursson, Sighines. E. S. Guömundsson, PineValley J. S. Gillis, Brown. Jóni Thordarson, Wild Oak. G. Eyjólfsson, Ide. River. Tr. Ingjaldsson, Árdal. K. I. Kristinsson, Framnes. S. J. Vidttl, Hnausa. Stefán Sigurðsson, Árnes. Guðni Thorsteinsson, Gimli. Pétri Bjömsson, Kristnes. H. J. Halldórsson, Sleipnir. John Laxdal, Laxdal. Jóni Janusson, Foam Lake. Magn. Tait, Antler. Jóh. Einarsson, Lögberg . Pétri Norman, Thingvalla. Matth. Thordarson, Selkirk. H. S. Bardal, Winnipeg . Hans Hanson, P. O. Box 3, Blaine, Wash. Ben. B. Bjarnason, P. O. Box r359> Vancouver, B. C. Jónasi J. Hunford, Markerville. Guðmundur Sörensen, Winnip. Peter V. Peterson, Ivanhhoe. Sig. Johannsson, Keewatin. Jóhanhes Sigurösson, Ballard. John Johnson, Point Roberts. B. Thorarinsson, Marshland. Guöm. Daviösson, Hekla. Finnbogi Hjálmarsson, Winni-; pegosis. M. Markússon. Vistir handa Indíánum Heiöruðu landarl Ljóömæli mín nýprentuö ko t * 5p cent eintakiö, Qg eru nú til út- sölu hjá eftirfylgjandi mönnum: Thorir Björasson, Duluth . K. S. Aíkdal .Minneota. Gunnari Gunnarsson, Pembina. J. G. Erlendsson, Edinburg. J. S. Bergmann, Garöar. Magn. Bjarnason, Mountain. LOKUÐUM tilboBum stíluBum til und- irritaBs og költuB ..Tender for tndian Supplies" verttur veitt móttaka hér á skrif- stofuuni til hádegis 30. jaaúar 1908, um að leggjá til vistir baada Indiánum á fjárhags- árina sem endar 31. Marz 1909, tollfrftt, á hinum ýmsu stöBum f Manitoba, .Maskatch- ewan og Alberta. SundurliðuB skýrsla um hvaB mikiB þarf og eyðíblöð undir tilboSia fást hér á skrifstofunni, ef um er beBiB, etta hjá ,,The Indian Commissiooer" f Winnipeg. Bng- in skuldbinding aS taka lægsta boBi -Ba neinu þeirra. J. D. McLean, Department of Indian Aaffairs Ottawa. Fréttablöð sem birta þessa auglýsing án heimildar frá stjórninni fá enga borgun slfkt. kdi ocVini 1 p Fljót ixUL^VIUUn skil. 449 M IN STREET. Talsimar 29 ojr 30. Tlw Ceutr «1 Coal and Vlood Com^?ia.v. D. D. WOOD, rtiOsmaöur. 004 Ross Ave., horui Biant St. KOL Flj#t si.il Ef þér snúiB yBur til vor meB pantanir ern yBur >>byrgst næg kol í allan vetur TELEPHONf 686 H. E. Adit ík Coai ui. Ltd. HARDK0L og LIN' SKRIFSTOFA 224 Hannatyne Ave. 4 sölustaöir

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.