Lögberg - 05.03.1908, Side 2
2.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. MARZ. 1908.
Jafnaðarstefnan.
(Úr Skími.J
Eftir Ólaf Björnsson.
('FramhJ
Nú berst leikurinn yfir Errrtar-
sund til Englands. Á síSari hluta
x8. aldar og í byrjun 19. aldar voru
horfur síöur en ekki glæsilegar
fyrir verkamannalýS har í landi.
V7innuvélar voru há aS leggja út á
sigurbraut sína, verksmiSjuiönaS-
ur ('stóriSnaSurý í upprás meS öll-
um þeim hörmungum, sem þaS
hafSi í för mieS sér fyrir verka-
mannalýSinn. Vélarnar gerSu
mesta sæg verkmanna atvinnulaus-
an. Ein spunavél eSa vefnaSar
vann á viS marga tugi verkamanna
—og aS sama skapi var hægt fyrir
vélaeigendurna aS fækka viS sig
mönnum. Til þess aS fá nú eitt-
hvaS til aS lifa af, neyddust verka-
menn til aS bjóSa vinnu sína fyrir
æ lægra verS. Ekki leiS á löngu áS-
ur en verksmiSjueigendur tóku aS
falast eftir konum og börnum til
vinnu. ÞaS var ódýrari vinnukraft-
ur — því þá ekki aS nöta hann!
LítiS barn gat máske gætt vélar,
sem vann á viS fjölda fullorSinna
manna, en kaupiS, sem þurfti aS
gjalda því, var sama sem ekki
neitt. Misþyrming á börnunum
keyrSi einkum úr hófi fram. Fjög-
urra, fimm eSa sex ára börn voru
látin vinna 13—14 stundir á dag
viS vélar og í koldimmum kolanám
um ;—hreppsómagabörn voru bein-
línis seld verksmiSjueigendum af
vfirvöldunum. Foreldrar barn-
anna urSu aS láta sér þetta lynda.
ÞaS var þó a,S skömminni skárra
aS láta þau vinna en aS verSa
hungurmoröa. En annars kost
átti fólkiS ekki. Vart getur grát-
legra ástand: börnin bráSung tek-
in og látin vinna sér til bana og
verSa óafvitandi til aS taka vinn-
una frá foreldrum sínum. Eins og
nærri má geta ólgaSi gremjan í
brjóstum verkamanna, en þeir
fengu ekki aS gert. Einstaka sinn-
um brauzt hún þó fram, meS þeim
hætti, aS verkamenn réSust á sjálf-
ar verksmií$fumar, brendu Þær og
spiltu vélunum.
Hér sannast, aS þegar neySin er
stærst, er hjálpin næst. Upp úr
þessum jarSvegi óx mikilmenniS
Robert Owen, sem varSi öllu
sinu lifi tif aS bæta kjör verk-
manna og hjálpa lítilmagnanum.
Robert Owen blöskraSi aS sjá aS-
farir verksmiSjueigenda viS verka-
menn. Undir eins og hann gat
höndum undir komiS réSst hann í
aS stofna sjálfur spunaverksmiSju
í New-Lanark á Skotlandi. Þar
brauzt hann i aS bæta kjör verka-
manna á allar lundir,stofnaSi skóla
til að menta þá, reisti handa þeim
fyrirmyndar íveruhús, stofnaSi
kaupfélög og margt og mikiS ann-
aS, sem til viSreisnar horfSi hag
verkamanna. Börn yngri en 12 ára
hafSi hann engin í verksmiSjum
sínum. Verkamenn hans héldu
launum sinum.þótt vinnuleysi bæri
bæri aS höndum. Sá skaSi á aS
lenda á vérksmiðjueigandann, sagSi
hann ; ella stafa*svo mikil vandræSi
af vinnuleysinu. Þeir neySast til
aS bjóSa niSur kaup hver fyrir öSr-
tim og þaS er mjög skaSlegt og
siSspillindi.
Alt gekk fyrirtaksvel i verk-
smiSjusveit Owens meSan hans
naut viS, og fóru af þvi miklar sög
ur, Konungar og keisarar og
fjöldi annarra manna viSsvegar aS
sóttu til verksmiðjubæjar Owens
til aS kynna sér fyrirkomulagiS.
Bjóst Owen sjálfur viS, aS aSferS
sin yrSi viSurkend og tekin upp
annarsstaSar. En ekki varS úr því.
Hann átti viS mikla mótspyrnu og
öfund aS berjast alla æfi. Þegar
hann var frá fdó 1858J, hraut verk
smiSjufyrirmynd hans í mola, en
rit hans og framkvæmdir hafa
mjög stuSlaS aS hinni viturlegu
verkmannalöggjöf Breta.
ASalskilyrSi fyrir velmegun þjóð-
félagsins taldi Rober,t Owen vitur-
legt uppeldi á æskulýSnum; því aS,
segir hann, hver maSur er ávöxtur
af þeim ástæSum, sem hann lifir
viS í uppvexti sínum. Þessar á-
stæSur ráSa þvi, hvort hann verSur
góður maSur eSa illur. Sjálfan
manninn má ekki um saka. Vont
upplag í manni verSur aS fara meS
eins og hvern annan sjúkdóm. MeS
góSu uppeldi er hægt aS gera þaS
betra eSa lækna ÞaS til fulls. Því
verSur aS leggja afarmikla áherzlu
á uppeldi æskulýSsins, og er þá
ekki sizt nauSsynjegt aS koma
vinnusemi inn í æskumanninn.
Bezt taldi Owen, aS barnauppeldi
yrSi almenningsmál.— Eitt af boS-
orSum Owens, sem jafnaSarmenn
hafa síSan haldiS hátt á lofti, var
þaS, aS hver maSur geti framleitt
meira en hann þarf til viSurværis
ef hann hefir aS eins þau fram-
leiSslutæki milli handa, er hann
þarf. MeS öSrúm orSum á hver
maSur, sein nennir aS vinna, aS
geta safnaS í sjóS. VinnuleysiS tel-
ur hann, sem fyr segir, slæmt kýli
á þ jóSlikamanum, en hyggur aS
ÞaS hljóti aS hjaSna, þegar vinnu-
laun og framleiSsla séu komin í
rétt hlutfall hvort viS annaS. Eins
og nú sé ástatt hafi verkamenn svo
lítil kaup, aS þeir geti ekki aflaS
sér þess, er þeir þurfi, og Þvi séu
kröfurnar til framleiSslunnar
minni en vera ætti. Þegar verka-
maSurinn fer aS fá ÞaS kaup, er
hann þarf til aS lifa sómasamlega,
eykst framleiSsluþörfin og þarfn-
ast Þá meiri vinnukrafts. Þá kemst
á samræmi milli framleiSslu og
eySslu og vinnuleysiB hverfur úr
sögunni.
Eg verS aS minnast snöggvast á
þýzka heimspekinginn F ic h t e.
JafnaSarmenn telja hann meS for-
feSrum sínum og er þvi maklegt
aS minnast hans. Kenningar hans,
sem jafnaðarstefnuna snerta, eru í
stuttu máli þessar: Allir menn, sem
í heiminn fæðast, eiga rétt á aS
lifa. Þenna rétt á ekki eg fremur
en þú. Hann eiga allir. Allir vilja
lifa þægilegu lifi. En eins og á-
standiS er nú, er velmegunarmun-
urinn svo mikill, aS almenningur
nýtur alls ekki þessa réttar síns.
Þessu verður aS kippa í lag, og
veita öllum', sem vinna vilja, kost á
þessum rétti. En skyldan til aS sjá
um, aS hver maður fái aS nota
vinnukraft sinn, liggur á herSum
ríkisins. Fichte reisir því næst í
huganum fyrirmyndarríki meS
kostum og kynjum; en of langt mál
yrði aS fara aS lýsa Því frekar.
Þá eru taldir allir helztu f o r -
f e S u r jafnaðarstefnunnar á vor-
um tímum.
Tvent er ÞaS aSallega, sem ein-
kennir þá alla. í fyrsta lagi mikil
og barnaleg trú á siBgæSisanda og
réttlætistilfinning lýðsins. Þeir
hyggja, aS ekki þurfi annaS en. aS
leiSa lýðnum fyrir sjónir, hvernig
liaga eigi þjóSfélagsskipuninni,svo
aS hún verði öllum hagkvæm, og
muni þá allir óðara boðnir og bún- j
ir til aS leggja í sölurnar fé og j
krafta til aS koma henni i fram-
kvæmd. T. d. segir sagan, aS Fou-
rier hafi haldiS sig heima. á hverj-
um degi frá 12—1, og auglýst, aS á
þeim tima tæki hann á móti höfS-
ingjum þeim og auSmönnum, er
stgSla vildu aS hinni nýju bjóSfé-
lagsstefnu hans. Fourier varB auS-
vitaS aS bíSa til dauðadags. Eng-
inn kom.
ÞaS annaS eiga Þeir sammerkt.
aS þá skortir skilning eSa þekking
á allri framþróun. Þeir imynda
sér, aS leystur sé allur vandi, tak-
markinu fullkomlega náS, þegar
bjóSfélagsskipunin er komin 5 þaS
horf, er Þeir hafa bent á. Úr þvi
þurfi engra breytinga, heldur geti
þjóSfélagiS bá staSiS í staS. Þeir
hafa meS öSrum orSum alls enga
nasasjón af framþróunarlögmál-
inu.
En frá dagsbrún 19. aldarinnai
ryðst framþróunarlögmáliS til
valda fyrir munn Hegels, Ágústs
Comte og Darwins. JafnaSarmenn
henda kenningar framþróunarpost-
ulanna á lofti. Þar hefst nýtt tíma
bil í sögu jafnaðarmanna. Þar meS
er grundvöllurinn lagður undir
jafnaðarstefnuna, eins og hún lítur
út á vorum tímum.
MaSurinn, sem mestan hlut átti
aS þvi og er því réttnefndur faðir
og höfundur jafnaSarstefnu vorrar
aldar, var ÞjóSverjinn Karl
M a r x.
Karl Marx fæddist 1818. Hann
var GySingur aS ætt og uppruna.
Um tvítugt fór hann til háskólans
í Bonn og nam þar sagnfræði og
heimspeki. Hann ætlaSi sér aS
verða háskólakennari. Um þær
mundir fór mikil og öflug frelsis-
hreyfing hröSum fetum yfir Þýzka
land og fór ekki fram hjá Bonn.
Karl Marx varS gagntekinn af hin
um nýju frelsiskenn'ngum og fór
aS taka öflgan þátt í félagskap stú-
denta og stjórnmálamanna. Von
bráSara varS ha.nn ritstjóri aS blaði
einu þar í bænum. Þar tók hann
allómjúkum höndum á stjórninni
og hennar stefnu. Þá var hann
gerSur landrækur (1843J. Næstu
5 árin á Marx hvergi höfSi sínu aS
aS halla, heldur er á sífeldum flæk
ingi land úr landi og hvarvetna vis-
aS Jnirt aS undirlagi þýzku stjórn-
arinnar. Loks kemst hann til Lund-
úna 1849 °S bar átti hann griða-
staS síðan til dauðadags (1863).
Þar tók hann aS stunda sömu
fræði og áSur af miklu kappi, rann
saka þjóSarhagi og fékst einkcim
mikiS viS aS kynna sér atvinnuvegi
og verkmannakjör meS Bretum. Á
þeim árum samdi hann hiS mikla
og fræga rit sitt Der Kapital, Kri-1
tik der politischen Oekonomie. j
Vinur hans einn, Friedrich Eng-
els, lét prenta þaS aS honum látn-
um. ÞaS er síSan biblía jafnaSar
manna, sem beir trúa á eins og
kristnir menn á heilaga ritningu,
og hún er þaS hellubjarg, er jafn-
aSarmenn reisa á kirkju sína, sá
Mímisbrunnur, er þeir ausa úr,
hvort sem þeir fást VS aS rifa niS-
ur þjóSfélagsskipun þá, sem nú
viS gengst, eSa verja framtíSar-
hugsjón sína.
ÞaS skilur Marx og fyrirrenn-
ara hans, aS þeir hugSu fyrirmynd
arríkiS mundi fæSast og stéttamun-
urinn hverfa á einu augnabliW |
vegna mannúSarkvaSa þeirra og |
siSgæSisanda, er gagntaka myndi
gervalt mannkyniS; en Karl Marx
var sannfærður um, aS fyrirmynd-
arrikiS mundi falla mannkyninu i
skaut svo sem eSlilegur liSur í
framþróun Þess. Karl Marx gerði
því heldur litiS úr fyrirrennurum
sínum og hugsjónum þeirra. Slík-
ar hugsjónir, getnar í heila draum-
sjúkra sálna, taldi hann barnaskap.
Þá fyrst væru þær nokkurs nýtar.
er þær yxu upp úr ájálfu lífinu
innan vébanda framþróunarlög
málsins. Framþ.róunar spámenn- i
irnir Hegel og Comte höfðu haldiS
því fram, aS hugsjónirnar væru
hiS frumlega, er af sér leiddu staS
reyndirnar í lífinu, og hugsjónirn-
ar því driffjöSrin i allri framþró
un. Þessu neitar Marx. Hann
segir aS staSreyndirnar í
lífinu gangi á undan og skapi hug-
sjónirnar, og Þær séu þaS, sem
gera alla frambrcun. Marx
kemst því næst aS þeirri niSur-1
stöSu, aS þaS sé aSallega ein teg-|
und staSreynda, er til greina kon;;
i þessu efni: hinar efnalegu Jöko- j
nómiskuj staSreyndir, c: þær staS-
reyndir, er felast í efnaástandi
þjóðanna. Efnahagslegar þarfii j
og framleiSslufæri þjóSfélagsins
móta, aS dómi Marx, ekki einungis
réttarJariS, heldur siSgæSishug-
myndina, trúarástand og heimspek.
yfir höfuS. fDie materialistische
Weltanschauung hafa þessar kenn-
ingar Marx veriS kallaðarj.
Efnahagskjör mannkvnsins eru
eftir þessu undirstaSa lífsins og
framþróunar þess. En þau eru
ekki stöSugt hin sömu. Einhver
óskrifuS.ævarandi lög breyta þeim.
segir hann. Snemma á öldum
dregur skýflóka upo á himininn oe
hann heldur ófrýnan: Einkaeignin
heldur innreiS sína. Eins og GuS-
mundur FriSiónsson telur komu
konunnar í mannheim upphaf allr-
ar sundurþykkju og illinda meSal
karlmannalýSsins, eins telur Marx
komu einkaeignar upphaf allrar
stéttabaráttu heimsins. Alla tima
síðan hefir stéttabaráttan geisaS
um heiminn. En Karl Marx þyk-
1 ist eyja skýjarof, og fullyrSir ekki
einungis, aS mannkyniS losni ein-
hvern tima við stéttabaráttuna.
heldur muni þess meir aS segja
ekki langt aS.bíSa, aS þaS komist á
þaS þroskastig. Þetta þykist hann
mega ráSa af ástandi heimsins nú
á tímum. Honum finst ver’kamenn
svo miklum rangindum beittir, aS
óhugsanlegt sé, aS þeir uni viS þaS
öllu léngur, því síSur, sem sjálf
rás viðburBanna sé þeim svo hag-
stæS i stefnu sinni, sem á verði
kosiS.
Eg skal nú í sem fæstum orSum
bregða upp mynd af þvi ástaridi,
eins og þaS er í augum Karls
Marx.
Baráttan milli stéttanna, eigna
manna öðrum megin og öreigann 1
hinum megin, er, aS dómi Karls
Marx, svo hörS og grimmileg orS-
in, aS svo búiS getur eigi staSiS til
I lengdar. Eftir því sem stóriSnaS-
urinn vex og vélum og verksmiðj-
um fjölgar, verSa öreigarnir, þ. e.
verkamenn, meir og meir aS fé-
þúfu eignamanna. Vélarnar gera
eitt af tvennu: bola verkamenrt
meS öllu frá vinnu eða neySa þá
til aS sætta sig viS svo lítiS kaup,
aS kjör þeirra verSa svo aum, aS
engri átt nær. f staS sjálfstæSra
iSnaðarmanna eru nú komnir ó-
sjálfstæðir verksmiSjuþrælar. Þ 1
er vélarnar héldu innreiS sina
leiddi af Því atvinnuleysi manna
svo miljónum skifti, og í hvert
sinn, sem umbætur eru gerðar á
vélunum, svo aS þær geta unniS
betur og meira, verða fleiri og
fleiri atvinnulausir. Allur þessi
atvinnuleysingjaher verður svo
nokkurskonar vara.liðsflokkur, er
atvinnuleitendur leita ætíS til, ef
þeirra eigin verkamenn fara aS
verða kröfufrekari en þeim þykir
góðu hófi gegna. Þegar gott er í
ári, framleiðsluþörfin mikil og þai
af leiSandi vaxandi eftirspurn eft-
4 vinnukrafti, mætti ætla, aS verk-
kaupiS hækkaði. Sú er þó eigi
raunin. ÞaS reynist óþarfi fyrv
vinnuveitendur aS bjóSa hærra
kaup, svo sem vera ætti. VaraliSs-
nxennirnir vinnulausu eru ávalt til
taks. Þessi vinnuleysingjaher —
“der industrielle Reservearmé” —
liggur eins og farg á verkkaupinu
og gerir mest vandkvæði á aS bæta
kjör verkamanna.
Þetta er ein hliSin á ástandini.
nú.
Önnur er sú, aS þar sem stóriðn -
aSur er seztur aS, eru afurSir fram
leiddar og framleiddar i blindni.
Hver verksmiðjueigandi hugsar
einungis um aS nota til fulls vinnu-
vélar sínar og vinnukraft sem mest
og bezt hann getur, og hefir enga
hugmynd um, hvaS allsherjarfran:
leiðslunni liður, hvort þörf hennar
krefst þessarar miklu mergSar af
afurðum. Samkepnin flóir út yfir
alla barma.
Hverjar verða svo afleiðingarn-
ar?
Þegar minst varir, reynist fram-
leiSslan alt of mikil. AfurSimar
seljast ekki. VerksmiSjurnar sitja
uppi meS þær, og svo lýkur, aS
þær verSa gjaldþrota, aS minsta
kosti hinar veigaminni. Verka-
menn missa vinnuna og kjör þeirra
versna um allan helming. Úr þessu
verður kreppa á alla bóga fkrisej.
Þessi vandræði eru engum einstak;
ling um aS kenna, ekki heldur rík-
inu eSa þjóðfélagsstjórnunum.
Nei,—frjálsa samkepnin marglof- i
aða er þaS, sem öllu bölinu veldur. ;
MeSan hún ræBur lögum og; lofurn,
hlýtur rás viSburðanna aS leiSa til [
of mikillar framleiðslu og þeirra
vandræða, er hana elta, vandræða
sem ekki bitna einungis á verka-
mann'num, heldur líka á verk-
smiSjueigendunum, hinum smærri.
“RanglætiS, ranglætiS, rær við
gættir mínar,” má stóriSnaSurinn
kveða. í slóSa hans fylgiast aS
forynjur tvær: vinnuleysisherinn
og verksmiðjugjaldþrot. Gjald-
þrotin valda því, aS vinnan verSur
völt, vinnuleysisherinn telur verk-
kaupinn viS heljarþröm hungur-
morSs.
fFramh. á 3. bls.J
PRENTUN
alls konar af hendi leyst á
prentsiniöju Lögbergs.
ROBIKSON Sjfl
N^ vorföt.
Nú höfum vör fengiS nýj-
ar birgöir af skraddarasaum-
uöum kvenfatnaöi, meö vor-
tízku sniöi.
Verð frá $25—$65.00.
Hvítar kvenblúsur. Stærö
frá 30—40......... $2 00
Kvenpils. úr allavega efni
Vanalega $16. Nú á $10.75
Drengjaföt (treyja, buxur,
vesti) einhuept eða tvíhnept.
Vönduð aö efni og gerð.
Verð .... $4. 50-$7. 50
k ee
LHBKMl
ROBINSON
«»»-•091 Itats W, W1
OKKAR
lOITÍS l’iillio
Tónarnir og tilfinningin er
framleitt á hærra stig og meS
meiri list heldur en á nokkru
öðru. Þau eru seld meB góSum
kjörum og ábyrgst um óákveBinn
tíma.
ÞaS ætti aS vera á hverju heim-
ili.
S. Ii. BARKOCI/OUílU & CO,
228 Portage ave, - Wlnnlpeg.
Matur
er mannsins megin. Eg sel fæSi
og húsnæSi “Meal Tickets” og
leigi “Furnished Rooms.” — öll
þægindi í húsinu.
SWAIN SWAINSON,
438 Agnes St, Winnipeg.
PETER JOHNSON,
PIANO KENNARI
vi8 WINNIPEG SCHOOL OF MUSIC
Sandison Blk.
Main Str, • Winnipeg
Thos. <1. uohnson,
lslenzkur 1-ögfræSlngur og m&U.
færslumaSur.
Skrlfstola:— Hoom 35 Canada LJf«
Block, suöaustur homl Portag.
avenue og Main st.
[ Utanáskrtft:—P. O. Box 1364.
Teiefön 423. Wlnnipeg. Mai
I ■! I I I 'H-
Dr. B. J. BRANDhON
Office: 650 William Ave.
Telephone: 89.
Office-tímar; 3—4 og 7—8 e. h.
Heimili: 620 McDermot Ave.
Telephone: 4300.
Winnipeg, Man.
•!~H“I,,I,'l"!"I"I"H~H~H”I"f "Ii I I -I-I-
Dr. O. BJORNSON
Office: 650 William Ave.
Telephone: 89.
Office-tímar: 1.30—3 og 7—8 e.h.
Heimili; 620 McDermot Ave.
Telephone: 4300.
Winnipeg, Man.
*»M"I"H"I"I"M~M-M"I- H 'I I I I-I-
i. M. lilngtiopti, M D
læknlr og yflrsetnmaSnr.
Hefir keypt lyfjabúSina á Baldurr
og hefir því sjálfur umsjón á öll-
um meöulum)
Kllzabeth St,
BAI.DIR, - MAN.
P.s.—íslenzkur túlkur vlS hendlns
hvenær sem Þörf gerlst
•H-H-H-I-l-I-I-H-H-I-I-I-l-l-I-I-I.
N, J. Maclean, M, D.
M. R. C. S. (Eng.J
SérfræBingur í kven-sjúkdómum
og uppskurSi.
326 Somerset Bldg. Talsími 135
Móttökustundir: 4—7 síSd. og
eftir samkomulagi. —
Heimatalsími 112.
A. S. Bardal
I 2 I NENA STREET,
-,elur líkkistur og annast
im útfarir. Allur útbún-
aöur sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minnisvaröa og legsteina
Telepbone 3o6
mJW\mJW'ZyW&
KerrBawlf McJ\ani^e Ltd.
UNDERTAKERS & EMBALMERS
229 IHain Strcet, Víinnipeg
Ráða yfir fyrirtak sjúkravagni. Fljót og
góð afgreiðsla. Hvítur barnalíkvagn 9>H
FERDIN.
Píanó og Qrgel
enn óviðjafnanleg. Bezta tegund-
in sem fæst í Canada. Seld með
afborgunum.
_____ Einkaútsala:
THEWINNIPEG PIANO & ORGAN CO.
295 Portage ave.
Auglýsing.
J. C. Snædal
tannlœknir.
Lækningastofa: Main & Bannatyne
DUFFERIN BLOCK. *Tel. 5302
Ef þér þurfiö að senda peninga til ís-
lands, Bandaríkjanna eða til einhverra
staða innan Canada þá notið Dominion Ex-
press Company's Money Orders, útlendar
ávísanir eða póstsendingar.
LÁG IÐGJÖLD.
Aðal skrifsofa
482 Main St„ Winnipeg.
Skrifstofur viðsvegar um borgina, og
öllum borgum og þorpum víðsvegar um
landið meðfram Can. Pac. Járnbrautinni.
Hvelllausu stofu eldspýtur.
, ,Þöglar eins og Sphinxin“. — Allir góðir matvörusalar selja
EDDY'S eldsptýur. /
TEES & PERSSE, L^d. Agents,
CALGARY -- WINNIPEG -- EDMONTON
/
f