Lögberg - 11.06.1908, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.06.1908, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN n. JONI 1908. RUPERT HENTZAU wnriB ÍNTHONY HOPE. 4 !■ < I I I'-H-H-H-H-H-H-H-H' ■I-I-I' I-I-I-I-I-I-H I. KAPITUU. t&L'i Sa maður, sem hefir veitt þvi athygli hversu næsta smávægilegir viöburðir, aB því er sýndust, geta leitt af sér aðra stærri, viðtækari og langgæðari, svo að menjar þeirra standa aldarlangt eða meir, mundi varla hafa ímyndað sér, að vandræði þau, er spruttu af ofdirfskufullu samsæri Michaels svarta, yrðu fylli- lega til lykta leidd við fall hertogans af Streslau og .við það, að Rúdolf konungr vad leystr úr varðhaldi og settr i hásæti sitt. Mikið hafði verið í húfi og deilan snörp, ástríðueldur glæddur og fræi fjandskap- arins sáð. En átti deilan nú ekki að vera á enda Idjáð, með þVí að Michael svarti hafði látið líf sitt fyrir að hafa seilst eftir konungstigninni ? Michael var dauður, prinzessan eiginkona frænda síns, sagan v vel geymd og Mr. Rassendyll hafði aldrei látið sjá sig : í Rúritaníu siðan. Átti þessum málum þvi ekki að ‘vera lokið? Eg lét það í ljósi við vín minn, borgar- . stjórann í Zenda, er við ræddum um þetta við rúm ',-Slrakencz marskálks. Gamli maðurinn átti þá skamt eftir, og við mistum brátt hjálpar hans og hollra ráða. Hann beygði höfuð sitt til samþykkis. Þrá friðarins blæs hinum aldurhnigna og þjáða i brjóst von um hann. En Sapt beit í gráa granaskeggið sitt, sneri svarta vindlinum milli varanna og sagði: „Þú ert bjartsýnn, Fritz vinur minn. En er Rúpert Hentzau dauður? Eg hefi ekki lieyrt það?” Þetta var vel mælt og líkt Sapt! En samt má maðurinn sín lítils, ef hann skortir færi til að beita sér, og Rúpert átti nú naumast hægt með að raska ró okkar. Glæpur hans var honum til hindrunar svo að hann þorði ekki að stiga fæti sínum inn í konungs- ríkið. Hann hafði sloppið burt þaðan fyrir stökustu hepni, og flakkaði nú fram og aftur um Evrópu og hafði ofan af fyrir sér með vitsmunum 'sínum, og að því er sumir sögðu með ástabralli, er hann var óbág- ur á að hafa fé upp úr ef þess varð auðið. En hann lét okkur stöðugt vita hvað sér leið, og hann var alt af að leita hófanna um að fá leyfi til að snúa heim a-ftur til að taka Við eignum þeim, er honum höfðu hlotnast við dauða frænda hans. Þeim óskamm- feilnu kröfum kom hann á framfæri að eins fyrir til- stöðu sinni i rikinu, eða gremja sú, er hann bar til Mr. Rassendylls. Hann unni völdum og fé, og eigi var honum hefndin siður kær. Vafalaust hefir hvoru tveggja hvatt hann fram, og víst mun honum hafai þótt vænt um að vopnið, sem honum barst i hendur var tvíeggjað. Með þvi bjóst hann við að geta bæði rutt sér braut, og sært manninn sem hann hataði vegna konunnar, sem sá maður unni. I stuttu máli, Hentzau greifi hafði lævíslega komist að þeim hlýja hug, sem þau drotningin og Rúdolf Rassendyll báru hvort til annars. Hann hafði sent spæjara sína á stað og heitið þeim ríflegum verðlaunum, ef þeir kæmust að þvi, hver ástæða væri til funda þeirra er við Mr. Rassendyll ættum á ári hverju. Loks tókst honum að fáað vita hana. Það nægði honum. Hann lét ekki á sér standa að reyna að færa sér þetta í nyt. Hjónabandið Það, var nú orðið þriggja ára gam- alt, sem fylt hafði alla Rúritaníubúa svo innilegri gleði, og virtist vera sigurfögnuður yfir Michael svarta og samtsærismanna á hans bandi. Flavía prinzessa hafði nú verið drotning í þrjú ár. Eg er nú kominn á þann aldur þegar menn líta þannig á lífið, að ofurvald tilfinninganna blekkir þeim ekki sýn. Þeir dagar eru horfnir þegar eldmóður bernsku ástarinnar brann mér í brjósti. Samt sem áður er eg ekki þakklátari almáttugum guði fyrir neitt meir en ást konu minnar. Hún hefir verið atkeri mitt í stormum lífsins, og stjarnan rrtín þegar heiðríkt var. Við sem ekki erum konungborin getum farið eftir okkar eigin vild í ástamálum. En er það rétt af mér gömlum karlskröggnum að leggja þeim það til lasts, sem eigi fara þannig að. Frelsið, sem við eigum að fagna í þessu efni, nær ekki til konungborna fólksins. Við þurfum ekki að bíða eftir hamingju okkar þang- að til í öðru lífi; við eigum kost á henni hér. Þeir sem hátt eru settir verða að gjalda sinn skerf fyrir ríkisvöld, auð og virðingu, að því skapi mikinn sem að þessu þrennu kveður. . Það sem okkur virðist auðvirðilegt, kann Þeim sem fátækir eru að virðast sveipað dýrðarblæju og unaðar. Ef þessu væri ekki þannig varið, þá mundi mörgum verða ósvefnsamt. Mér var vel kunnugt um það, hve byrði lífsins hvíldi þungt á Flavíu drotningu. Eg hygg að enginn karl- maður hafi vitað það betur en eg. En fullkomna þekkingu á sliku hygg eg engum öðrum ep konum auðið að fá; jafnvel nú fyllast augu konunnar minn- ar tárum, þegar hún minnist á það. Samt gat drotn- ingin risið undir Þessari byrði, og Þó að hana kunni að hafa brostið þrek stundum, þá undrar mig hve sjaldan það kom fyrir. Það var ekki nóg með það að hún hafði aldrei unnað konungingum, en elskað annan mann af öllu hjarta. Heilsa konungsins var alveg biluð. Ógnir og harðrétti fangavistarinnar í Zenda höfðu farið með hana. Hann dró að eins fram stilli frænda síns Luzau-Rischenheim greifa. Hann var ungur maður, ættgöfugur og vellríkur. Hann var , mikill vinur Rúperts. Greifinn rak erindi hans vel. ( Hann kannaðist við að afbrot Rúperts væru mikil, en ' hann færði honum æsku hans til málsbóta og það, hve Michael hertogi hefði haft mikil áhrif á þenna að-' stoðarmann sinn, og hann hét því, að Rúpert skyldi trúr og tryggur eftirleiðis. Þetta sagði hann með svo einkennilegum orðum að likast var sem Rúpert hefði hvíslað þeim i eyra honum. Mergurinn máls-1 ins var: „Greiðið honum launin, þá heldur hann sér saman." Eins og við mátti búast, Þá léði hvorki kon- ungurinn eða þeir, sem hann sótti ráð til um þetta mál bænum þessum eyru. Þeir þektu greifann frá Hentzau of vel til þess. Við héldum fast í eignir Rúperts og höfðum góðar gætur á öllu atferli hans, því að við höfðum ráðið Það við okkur að honum skyldi aklrei leyft að hverfa aftur til Rúritaníu. Að likindum hefði okkur tekist að fá hann framseldan og hengdan fyrir glæpi hans, en nú á dögum verður svonefnd rannsókn að fara fram um sakamál hvaða úrþvættis sem er, þó að það eigi ekki betra skilið en að vera hengt í það tréð sem hendi er næst. Við vor- um því hræddir um að ef Rúpert kæmist í hendur lögreglunnar í Streslau og yrði dreginn fyrir rétt, þá mundi leyndarmál það, sem við varðveittum svo vandlega, verða uppskátt þar í borginni og jafnvel breiðast út um alla Evrópu. Svo að Rúpert var ó- Tefsað, að öðru leyti en því, að hann var gerður land- xækur og leigur hirtar af landeignum hans. En samt gat Sapt honum nærri. Þó að hann virtist hjálparvana, þá datt honum aldrei í hug að leggja árar í bát. Hann lifði i voninni að færi mundi sér einhvern tíma bjóðast til að koma fram fyrirætl- unum sínum og hann var reiðubúinn að grípa það. Hann bruggaði brögð sín gegn okkur eins og við til að verja okkur. Ef við veittum atferli hans athygli, þá hafði hann ekki síður auga á okkur. Hann náði enn fastara tangarhaldi en áður á Luzau-Rischen- heim, eftir að þeir höfðu hizt frændurnir i París. Eftir þá fundi fór ungi greifinn að styrkja hann með 'fégjöfum. Þegar féð var fengið réði hann sér spæj- ara marga er fluttu honum fregnir um alt sem við höfðumst að, og sérhvað það sem gerðist við hirðina. Honum var kunnugra um ýmislegar fyrirætlanir stjórnarinnar heldur en öllum öðrum utan hirðar i ríkinu. Og honum var enn fremttr þaulkunnugt um heilsufar konungsíns, og höfðum við Þó gert okkur far um að halda því leyndu. Ef Þar við hefði lent, þá mundi þetta eigi hafa orðið að tjóni, þó að það væri leiðinlegt og ylli okkur áhyggju. En Rúpert lét sér ekki þetta nægja. Vegna kunnugleika síns um stjórn Mr. Rassendylls komst hartn að leyndarmáli Þvi, sem okkur hafði hingað til tekist að dylja kon- ttnginn. En er hann hafði fengið það að vita, hugði hann það færi komið, er hann hefði beðið eftir. Hann varð að eins að neyta þess djarflega, sem hann ltafði fengið að vita. Eg skal ekkert um það segja, bvort me:ra hvatti hann löngun hans til að ná aftur lífið. Hann sinti reyndar veiðum og gaf sig að nokkru leyti við stjórnarstörfum. Frá því að ltann var leystur úr varðjialdinu var hann geðillur aum- ingi, gagnólíkur káta og glaðværa prinzinum, er þorparalýður Michaels handsamaði í skothúsinu. En þó var annað verra. iÞegar frá leið hvarf honum úr huga aðdáunin og þakklátsemin er hann hafði borið til Mr. Rassendylls. Hann var sífelt að brjóta heil- ann um hvað gerst hefði meðan hann sat í varðhald- inu. Hann angraði eigi eingöngu sífeldur ótti af Rúpert Hentzau—Rúpert hafði leikið hann harðast i fangelsinu — helduh og fyltist hann beiskri og ó- hemjulegri afbrýði gegn Mr. Rassendyll. Rúdolf 1 hafði leyst hreystiverkin af hendi meðan hann lá hjálparvana. Það voru frægðarverk Rúdolfs, sem þegnar hans voru að hrósa honum fyrir í höfuðborg ríkis hans. Það var lárviðarsveigur Rúdolfs sem hann bar sjálfur óánægður um enni. Hann var of göfuglyndur til að geta gert sér gott af lofi því, er öðrum bar, og hann hafði enga hreysti sýnt til að 1 eiga skilið. Það tók hann sárast er vitnað var heima I fyrir til aðgerða Rúdolfs. Sapt var stundum vis til 1 að segja honum , að þegar svona og svona hefði 1 staðið á, Þá hefði Rúdolf ráðið fram úr því á þenna hátt eða hinn og að það bezta sem konungurinn gæti gert, væri að fara að hans dæmi. Drotningin nefndi , Mr. Rasserldyll sjaldan á nafn, en þegar hún mint- , ist hans gat hún hans eins og látins mikilmennis, er léti þann orðstír eftir sig, sem yfirskygði frægð allra lifandi manna. Eg ímynda mér. að konungitrinn hafi ekki vitað ttm þann sannleika, þessu viðvíkjandi. er drotning hans duldi hann stöðugt. Samt féll honum rnjög illa, er hann heyrði okkur Sapt minnast á Rúd- olf, en hann þoldi alls ekkr að drotningin gerði það. Eg hefi séð hann fá ástríðuflog að eins við að heyra nafnið eitt. Vegna þessarar angrandi afbrýði var hann sí og æ að neyða drotninguna til að sýna honum ástarmerki og umönnunar, og langt fram yfir það sem flestir eiginmenn eiga að fagna, eða þeir hafa rétt til, að því er mér allra auðmjúkast virðist, og hann margkrafð- ist þess af henni sem hann óttaðist að hún mundi l ekki geta í té látið. Hún varð oft við bænum hans I fyrir skyldu sakir og meðaumkvunar; en það kom þó , fyrir, eins og skiljanlegt er um sérhverja stórlynda manneskju, að hún gat það ekki. Sú mótspyrna af hennar hendi eða kuldi henni óafvitandi varð til þess , að skap sjúka mannsins æstist, og hann miklaði þetta fyrir sér svo að honum fanst það óbærileg motgerð og móðgun, sem henni var ómögulegt að bæta fyrir aftur. Þau höfðu reyndar aldrei getað felt hugi sam- an, en af þessu fjarlægðust þau enn meir hvort annað. Hann var einn með grttn sinn og veiktndi, hún hrygð , sina og endurminningar. Þau eignuðus ekkert barn er brúað gáfeti djúpið sem staðfest var á milli þeirra, og þó að hún værl drotning hans og eiginkona, þá ^ umgengust þau hvort annað eins og óviðkomandi manneskjur. Hann virist vilja hafa Það svo. Þannig lifði hAi i þrjú ár. Það líf var enn ömtir- ! EINKUM.búnar tíl fyrir baendur og griparæktarmena. Búnar til úr undnttm gormvír Nr. 9, vel galvan- séraðar og auðvelt að setja þær upp út á víðavangi með «ias mörgum vírum og þurfa þykir. Engir gaddar, sem geta meitt góða gripi og þurfa ekki stöðugra viðgerða með. Kostar ekkert meira en jafnmargir þættir af gaddavír, og endast fjórum sionum lengur. Nánari upplýsingar gefnar og verðlisti með myndum og sýnishorn af girðingunum sent ef um er beðið. Vírloka vor. ÓSKAÐ EJ'TIR ÁREIÐANLEGU.M UMBOÐSMÖNNUM. The Great West Wire Fence Co., Ltd., 76 Lombard st. Winnipeg, Man. lcgra én þó hún hefði verið ekkja. Að eins einu sinni á hverju ári sendi hún manninum, sem hún elskaði, skeyti. Það voru þrjú orð, og fékk aftur önnur þrjú frá honum. En loks brast hana þrek. Þeint varð sundurorða, konunginum og henni. Það var út af ein- hverju litilræði. Eg er búin nað gleyma hvað það var. I votta viðurvist ámælti 'hann henni með þeim orðum, sem hún gat ekki hlýtt á ein án kinnroða. Litlu augun í borgarstjóranum tindruðu af reiði og hann tautaði: “Mig langaði til að taka' fyrir túlann á honum.” Nú var svo langt gengið, að liann gat ekki þolað það lengur, hversu konungfnum fórst við drotninguna, jafnvænt og honum hafði samt þótt um hann. Eg ætla ekki að fara fleiri orðum um þann at- burð, en hann bar við eitthvað tveim dögum áður en eg átti að fara að hitta Mr. Rassendyll. í þetta skifti átti eg að hitta hann i Vint.enberg, því að eg hafði þekst árið fyrir, þegar við fundumst í Dresden. Vintenberg var minni bær, og færra þar um ferða- menn, svo að óhultara var talið að velja þann stað. Eg man glögt hversu hún var ásýndum, þega.r hún kallaði mig til herbergja sinna, fáum stundum eftir að hún átti tal við konunginn. Hún stóð við borð þar inni. Á því voru öskjur, og eg vissi strax að rauða rósin og skeytið var í honum. En í þetta skifti fylgdi meira með. Umsvifalaust fór hún nú að skýra mér frá aðaTerindinu. “Eg verð að skrifa honurn,’ ’sagði hún. “Eg þoli þetta ekki lengur. Eg verð að skrifa. Fritz, kæri vinur minn, vilt Þú fara með bréfið, svo að eg megi vera óhrædd um það? Eg veit, Fritz, að þetta er rangt af mér, en eg er yfirbuguð, yfirbuguð! Og þetta verður i siðasta sinni. Því að eg veit, að ef eg sendi eitthvað eftir þetta, þá verð eg að senda meira, svo að eftir þetta sdndi eg aldrei neitt. En eg verð að senda honum kveðju mína, og fá aftur kveðju frá honum og hún verður að nægja mér það sem eftir er æfinnar. Því bið eg þig um þetta, Fritz, i þetta eina sinni.” Tárin streymdu niður eftir kinnunum á henni. Venjulega var hún föl, en nú var hún fagurrjóð. Hún horfði á mig hvatningar og bænar augum. Eg laut henni og kysti á hönd hennar. “Með guðs hjálp ætla eg að koma bréfinu til hans og hans til yðar, drotning mín,” svaraði eg. “Og segðu mér hvernig hann lítur út. Taktu vandlega eftir honum, Fritz. Vittu hvort þér sýnist hann hraustur. Æ, reyndu að gleðja hann og hug- hreysta hann; Kondu honum til að brosa og augunum hans til að tin-dra. Taktu eftir því, þegar þú minnist á mig við hann, hvort Þér sýnist hann unna mér enn þá.” En svo hrópaði hún upp og sagði: “En þú mátt ekki láta hann vita, að eg hafi sagt þetta. Honum mundi þykja fyrir, ef hann héldi að eg efaðist um ást hans. Eg efast ekki um hana. Eg segi Það alveg satt; en segðu mér samt hvernig þér virðist hann, þegar þú minnist á mig. Ætlarðu að gera það, Fritz? Líttu á, hérna er bréfið.” • 1 Hún tók það svo úr barmi sínum og kysti á það áður en hún fékk mér það. Svo lagði hún mér fyrir fjöldamargar varúðarreglur, um það hvernig eg skyldi fara með bréfið, hvaða leið eg skyldi fara, og hvaða leið aftur koma., og að eg skyldi ekki stofna mér i neina hættu, vegna þess að Helga, konan min, ynni mér eins heitt eins og hún mundi hafa elskað mann sinn, ef ráðahagur sinn hefði orðið giftusam- legur. “Að minstai kosti eins og eg hefði átt að gera, Fritz,” sagði hún að lokum og brosti með tárin í aug- unum. Hún gat ekki trúað Því, að nokkur kona gæti elskað eins og hún elskaði. Eg kvaddi drotninguna og fór að búa mig undir ferðina. Eg var vainur að hafa einn þjón með mér, og sinn manninn hvert ár. Enginn þeirra hafði vitað, að eg hitti Rassendyll, en haldið að eg færi í mínum eigin erindum, þvi að eg hafði látið það heita svo, er eg, fékk fara/rleyfið hjá konungi. I þetta sinn hafði eg ásett mér að hafa með mér ungan mann svissnesk- an; hann hafði gengið í þjónustu mína fáum vikum áður. Hann hét Bauer. Daufur var hann og frem- ur heimskur að því er sýndist, en dyggur var hann og hinn auðsveipasti. Hann hafði haft með sér beztu meðmæli, þegar hann kom til mín, og eg hikaði því ekki við að taka hann. Það var einkum vegna þess, að hann var útlendingur, að eg kaus hann til fararinnar. Eg hélt að hann mundi því síður en aðr- ir þvaðra mikið um ferðina þegar heim kæmi. Eg get ekki gert að þvi, að eg sé forsjáll, en eg játa það samt, að mig tekur það alt of sárt, hversu þessum ó- slæglega unglingi tókst að leika á mig. Rúpert hafði sem sé komist að því, að eg hitti Mr. Rassendyll árið fyrir í Dresden. Rúpert hafði gefið öllu því, sem fram fór í Streslau, nákvæmar gætur. Rúpert hafði útvegað pilti þessum öll þessi góðu meðmæli, sem hann hafði með sér og sent hann til mín, í þeirri von að hann kæmist að eirnhverju markverðu hjá hús- bónda sinum. Vera má að hann hafi jafnvel búist við þvi að eg kynni að hafa ha,nn með mér til Vinten- berg, en það er þó naumast liklegt. Þetta var að eins slympilukka, er ósjaldan greiðir fyrir fyrirætlunum ráðslingra mannai. Konungurinn sat álútur við arninn, þegar eg kom að kveðja hann. Það var kalt þann dag, en það sýndist svo sem hann væri gagntekinn af fanga- vistarkvölunum. Hann var óánægður yfir rbottför minni og Spurði mig vandlega um erindi mitt í þess- ari ferð. Eg reyndi að seðja forvitni harus sem bezt eg gat, en tókst þó ekki að gera hann léttari í skapi. Honum fanst víst að hann hafa verið helzt til nær- göngull við mig, og eins og til að bæta úr því og rétt- læta það um leið hrópaði hann hálft í hvoru styggir lega: “Þú segist fara í Þínum eigin erindum! Það á svo að nægja til að fá fararleyfi hjá mér. Eg segi 6IPS A VEG6I. Þetta á að minna yður á að gipsið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“ viðar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „Gold Dust“ fullgerðar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris I „Ever Ready“ gips / Skrifið eftir bók sem segii hvað fólk, sem fylgist með tímanum, er að gera. — Manitobd Gypsum Co., Ltd. SkRIFSTOFA OG flVLNA WINNIPEG. MAN. . ...=. 'f'rr I .ir/IJ [ ,i£ það satt, að eg efast um að nokkrum konungi hafi verið ver þjónað en mér! Hvers vegna voruð þið aö stríða við að losa mig úr varðhaldinu i Zenda. Eng- inn kærir sig um að hafa mig, enginn hirðir um hvort eg lifi eða dey.” Við slíka skapsmuni dugðu engar röksemdir. Eg lét Því nægja að fullvissa hann um að eg skyldi hraða mér heim aftur eins og eg gæti. “Já, mér þykir vænt um það. Eg þarf á manni að halda, sem hugsar nákvæmlega um mig. Hver veit livað Rúpert þorparinn kann að taka til bragðs gegn mér? Og eg er ekki fær um að verja mig. Eg er ekki annar eins maður og Rúdolf Rassendyll. Ertu mér ekki samdóma um það?” • Þannig ávítaði hann mig hálfkvartandi og með særandi háði. Eg stóð þegjandi undir því og beið þess, að honum þóknaðist að skipa mér brott. Þrátt fyrir alt var eg ánægður yfir því, að hann grunaði ekkert um erindi mitt. Ef eg hefði minst á Mr. Rassendyll með einu orði, hefði hann ekki leyft mér að fara. Hann hafði áður veitt mér þungar ákúrur af því 'hann hafði komist að því, að við Mr. Rassen- dyll skrifuðumst á. Svo gersamlega hafði afbrýðin útrýmt þakklátseminni úr brjósti hans. Ef hann hefði vitað hvað eg hafði meðferðis ímynda eg mér að hann hefði hatað mig enn meir en Rúdolf. Þótt slikt flygi manni í hug, var það ekkert ónáttúrlegt, en jafn-þungbært fyrir mig samt sem áður. Þegar eg skildi við konunginn, fór eg að finna borgarstjórann í Zenda,. Hann vissi um erindi mitt. Eg settist niður hjá honum og sagði honum frá bréf- inu, sem eg hafði meðferðis. Hann var ekki í góðu skapi þann dag. Konungurinn hafði líka gefið hon- um ofanígjöf, og Þolinmæði Sapts ofursta var ekki takmairkalaujs. “Ef við verðum ekki búnir að drepa hvorn ann- an, þá verðum við komnir til Zenda í það mund er þú kemur til Vinterberg,” sagði hann. “Hirðin fer héð- an á morgun, og eg verð þar meðan konungurinn heldur Þar til.” Hann þagnaði og bætti svo við: “Eyðilegfðu bréfið, ef nokkur hætta verður á ferðum.” Eg kinkaði kolli. “Og líf þitt verðurðu að leggja i sölurnar, ef eigi er annars úrkostar,” mælti hann enn fremur og brosti raunalega. “Eg skil sízt í því, hvers vegna hún er að senda önnur eins leiðinda sikeyti og þessi, en úr því að liún gerir það, þá hefði hún átt að láta mig fara með þau.” Eg vissi að Sapt henti’ skop að öllum tilfinninga- málum, og eg skeytti því engu hvað hann sagði um bréf drotningarinnar. Eg lét mér því nægja að svara því, sem hann sagði síðast. “Nei, Það er betra, að þú sért hér,” sagði eg. “Því að, ef eg skyldi missa bréfið^— þó að varla sé hætta á því — þá gætir þú komið 1 veg fyrir að það kæmist konunginum í hendur.” “Eg gæti reynt það,” sagði hann og kýmdi við. “En að eiga annað eins á hættu að eins vegna lítil- fjörlegs bréfsnepils! Bréf er þó létt á metunum í samanburði við friðinn í heilu konungsríki!” “En því ver og miður er það hið eina, sem um getur verið að ræða að einn sendiboði geti farið með,” sagði eg. “Jæga, snáfaðu þá á stað,” tautaði ofurstinn. “Segðu Rassendyll frá mér, að honum hafi farist vel. En segðu honum Iíka, að hann ætti að gera enn bet- ur. Komdu þeim til að kveðjast fyrir fult og alt. Er ekki aumt til Þess að vita, að hann skuli eyða öllu lifi sínu í það að hugsa um konu, sem hann sér aldr- ei?” Sapt var mjög gramur, þegar hann sagði þetta. “Hvað á hann að gera fyrir okkur?” spurði ag. “Er ekki hlutverki hans hér lokið?” RErÐHJOL rred shaw „PERFECT11 og „IMPERIAL“ 311 DonaUi Eru bezt. Vér höfura líka mikið af brúkuöum reiðhjölum. X m<5ti Dominion Auto Co. ViBgerðum sérstakur gaumur gefinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.