Lögberg - 08.10.1908, Page 2

Lögberg - 08.10.1908, Page 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. OKTORER 1908. 2. Stefnuskrá Conserva- tíva. Loforð gefin, en varnaglinn sleg- inn. Skuldbindingamar háðar skilyrðum, sem ómögulegt er að úppfylla. Mútu stungið að nýju fylkjunum. Þau eiga að fá þjóð- jarðirnar, en borga „sanngjara- Iega“ fyrir þær. Engin ábyrgð á stjórninni. Landinu á að sökkva í skuldasúpu. Stefnuskrá sú, sem conservatív- ar ætla að komast til valda á, hefir fengitS orö fyrir, að hún sé samin Sí grunnhygni og full af varnögl- um. LoforS og skuldbindingar hennar eru bundnar skilyrSum, sem er fyrirsjáanlegt aS aldrei veröi uppfylt Stefnuskrá Mr. Bordens getur ekki hulið misgerðir conservatíva hvaö svo góö eða einskisvaröandi sem hún væri. Þaö veröur aldrei af þeim borið, aö kjósendur, sem voru orönir óöir og -uppvægir, hröktu þá frá völdum fyrir Jjár- eyöslu, fjárdrátt , kosningasvik, mútur, getuleysi og ónytjungshátt, og þaö líka, aö þeir reyndust ekki menn til aö ráöa landsmálum til lykta á þann hátt að landiö gæti tekiö stöðugum framför.um. Hér skulu athugaöir nokkrir liö- ir stefnuskrárinnar: “Ráövandlega meðferð fjármál- anna, bæði að því er snertir fjár- veitingar og fjáreyðslu þá, sem hinar ýmsu deildir hafa meö hönd- um í ríkisþarfir'’. fSbr. Hkr.ý. Aö þetta skuli koma út úr con- servatívum munni, er bláttáfram hlægilegt. Þaö er bókfast orðið og geymt í skjölum þingsins hve purk unarlaust conservatívar veittu fé hins opinbera til eigin hagsmuna og flokksins, og mútur þeirra eru þjóökunnar. Þegar afturhalds- menn sátu að völdum, voru verk vanalega gefin hæðstbjóðanda, en hann svo látinn gefa ríflega upp- hæð í kosningasjóð. Á þenna hátt var fé landsins eytt svo miljón-um skifti. . Á síðari tímum hefir mikið veriö talaö um fjárdrátt og sagt aö illa væri farið meö fé hins opinbera. Þá^ er því þess vert aö litið sé á hvernig afturhaldsmenn standa í þessu efni. Ef liberalar fara frá vÖldum, taka conservatívar viö. Hvernig þeir muni reynast geta menn bezt séö á iþví, sem þeir hafa afrekað áöur fyrri. Þegar þeir sátu aö völdum var varla byrjaö á nokkru verki svo aö landið hefði ekki tapaö stórfé á því áöur en því var lokiö. Slík fyrir- tæki mætti nefna í hundraöa tali, en það þýðir ekki að Þylja nöfnin tóm, enda eru þau þjóökunn, þó út yfir taki C. P. R. hney.ksliö, sem ganga mun Panama hneykslinu al- ræmda næst aö svikum til. Mundu afturhaldsmenn veröa ráðvandari ef þeir kæmust aftur aö? Nei, heldur þvert á móti. Þeir mundu veröa sínu gráöugri nú en áöur, af því aö þeir hafa staðið i svelti í tólf ár og tekur nú mjög aö hungra í landssjóðinn. Hinar dauösoltnu stjórnarsleikjur mundu fara eins meö landsfé íog áöur nema aö þvi leyti aö þær yrö-u- tíu sinnum gírugri. Reynslan er ólygnust. “Traust ákvæöi skulu sett til þess, aö fá þeim mönn.um hegnt, sem gerast sekir um kosningasvik og mútuveitingar og mútuþágur”. fsbr. Hkr.j. Er það ekki dáfall- egt það arna, og einstaklega vel viö eigandi fyrir þá menn, aö koma fram meö þetta, sem ætluðu aö selja réttinn til aö leggja C. P. R. brautina fyrir $360,000 tillag í kosningasjóð. Mönnum er ekki liöið úr minni bréf og símskeyti Sir John A. Macdonalds, leiðtoga conservatíva, til Hugh Allan. Þar er -honum lofað, aö ef hann leggi fram fé viö kosningarnar skuli þaö verða séð viö hann. Símskeytið hljóöar svo: “Verö aö fá $10,000 aítur. Síðasta sinni sem eg bið. Bregðist mér ekki. Svariö í dag. John A. Macdonald”. Þetta var einn þáttur í C. P. R. hneykslin-u svonefnda. Þaö þykir fyrnum sæta aö flokk- ur, sem á aðra eins fortið á baki sér, skuli ætla sér aö telja fólki trú um, aö hann muni “fáT þeim mönn- um hegnt, sem gerast sekir rnw kosningasvik og mútuveitingar eöa mútuþágu.” Já, þeir eru líklegast- ir til þess, mennirnir, sem gáfu um boðsmönnum 'sinum hér í Manitoba skipun um aö vinna kosningarnar 1896 með því aö skemma atkvæða- miöana eða hafa falshólf í at- kvæðakössunum fyrir atkvæöi lib- erala eöa með hverju ööru óleyfi- legu móti, sem þeir gætu. Það er engin ástæða að ætla aö þjpðin trúi þeim nú meöan kosningasvik þeirra eru enn í fersku minni í öll- um fylkjunum. Afturhaldsmenn geypa mikiö um aö breyta þurfi “lögum, sem lúta aö ríkisþjónustu" (civil service). Þessu máli vikur svo viö, að Laur- ierstjórnin hefir þegar gert endur- bót á þeim, en conservatívar sátu- meö skýrslur um embættisfærsluna svo árum skifti en réöu enga bót á þeim annmörkum, sem á henni voru. Conservatívar vilja “nákvæmari rannsókn á því fólki, sem flytur inn i landiö, og afnámi flutningsstyrks fyrirkomulagsins aö undanteknum sérstökum tilfellum.” Þetta er ekk- ert nýtt. Þaö er stefna sú sem Dominionstjórnin fylgir nú i inn- flutningsmálum. Flutningsstyrkur er ekki veittur nema í sérstökum tilfellum fólki, sem vert er að slægj- ast eftir. * Sá liö-ur í stefnuskránni, sem tal- ar um aö “ráösmenska <?g meöferö þjóöeignanna skuli hagaö svo, aö þaö miöi til almennings hagnaðar og þjóöþrifa" minnir á, aö þeg- ar conservativar sátu viö völd gáfu þeir járnbrautafélögum liöugar 58 miljónir ekra, en liberalar hífa ekki gefiö járnbrautafélögum eina einustu ekru. Kjósendurnir eru sjálfsagt ekki í neinum vafa -um hvor flokkurinn fari ráðvandlegar með þjóðjaröirnar. Afturhaldsmenn vilja gera “um- bætur á póstflutninga fyrirkomu- laginu.” Liberalstjórnin hefir stöö- ugt verið aö endurbæta þaö. Þótt miklu fé væri variö síðastliðið ár til launahækkunar og -umbóta, þá var samt liöugur einnar miljónar doll- | ara tekjuafgangur í póstmáladeild- inni. í stefnuskrá conservatíva er ver- iö aö tala um aö þeir muni breyta hinni núverandi járnbrautamála- nefnd og auka vald hennar. Þessi liöur stefnuskrárinhar er gott sýnishorn af kosningabrögöum conservatíva. Loforöin óviss og út í bláinn en alveg gengið fram hjá því að Sir Wilfrid Laurier hefir lagt fréttaþræöi og talsíma undir vald járnbrautarmálanefndarinnar. Sá liður í stefnuskránni, sem sýn- ir bezt að flokkurinn vill lofa öllu og enga styggja, hljóöar svo: “Að fjármála fyrirkomulaginu skuli svo breytt, að það örfi fram- leiðslu allra þeirra nauösynja, sem þægilega verða framleiddar í þessu riki af þeim einum, sem fólgin eru í landinu, og meö sanngjörnu tilliti jafnt til þeirra er nota vörurnar, og hinna, sem meö handafla sínum vinna að framleiöslu þeirra.” ('sbr. Hkr.j. Hér fara þeir eins og köttur í kring um heitt soð, en vilja ekki nefna berlega stefnu sína í tollmál- um, því ekki má styggja hátolla- menn og heldur ekki alþýðuna, sem er þeirri stefnu fráhverf. Alt orö- aö svo lauslega, að ekki sé hægt aö herma nein loforð upp á þá, kæm- ust þeir til valda. Þeir geta því ef þeir komast að, þjónað lund sinni eins og þeir vilja og komiö á vernd- artollum. Mr.Borden og conservatívar ætla aö koma á fót talsímum og frétta- þráöum er séu þjóðeign, en þó “undir því fyrirkomulagi, sem skal vera sanngjarnt gagnvart því fé, er þegar hefir veriö sett í slík fyrir- tæki“ ('sbr. Hkr.J. Ef nokkuð á að taka mark á þessu og það er ekki tal út í loftið eins og margt annaö hjá þeim, þá hlýtur þaö að þýöa þaö, aö þeir ætli að kaupa alla talsíma og tal- þræði, sem nú eru í landinu. Slíkt værí óðs manns æöi og mundi steypa landinu í botnlausar skuldir, auk þess sem stjórnin hefir enga reynslu um meöferð þeirra mála, yröi þar aö auki stööugt að auka viö og endurbæta símakerfiö og kosta til þess ærnu fé. Þjóöin hef- ir ekki ráö á aö leyfa þeim flokkn- um að, sem lo^ast til aö kaupa alla talsíma og fréttaþræöi landsins. Mr.Borden vill láta nefnd stjórna Þjóðjárnbrautunum. Hann vill gefa frá sér svo mikið af valdi sínu, aö þjóöin geti ekki komið fram ábyrgð á hendur hlutaðeigandi nefndar. Nefndin," sem skal vera algerlega fráskilin flokkslegum afskiftum eða yfirráðum" ('sbr. Hkr.J, yröi þá engum háö nema sjálfri sér, og þjóðin gæti ekkert aö gert ef í þeirri nefnd væru menn, sem ekki stæðu vel í stöðu sinni. Þá er enn ótalinn gimsteinninn í stefnuskránni. Hann hljóöar svo: “Aö afhenda þjóölönd þau til Al- berta og Saskatohewan fylkjanna, sem eru innan takmarka þeirra, og undir sanngjörnum skilmálum.” ('Sbr. Heimskr.J. Þetta er einhver sú stórfeldasta kosningamúta, sem heyrst hefir. í fyrri hluta liðsins er verið að gefa í skyn, aö vesturfylk- :n tvö geti fengið til eignar og um- ráða þjóðjarðirnar þar. Þó er engum manni það betur kunnugt en Mr. Borden, aö þjóöjaröirnar veröa ekki afhentar fylkjunum aftur. Fyrst og fremst af því, að þau hafa aldrei veriö frá þeim tekin. í ööru lagi af því, aö fylkin hafa hvorki sögulegan eöa lagalegan rétt til þeirra. Þetta vissi Mr. Borden líka vel og hann þurfti því að Slá var- naglann til aö geta eitthvað borið fyrir sig ef loforðið yröi hermt upp á hann síðar meir. Hann bætir þvi við liöinn; “meö sanngjörnum skil- málum“. Meö þessu getur hann tkki átt viö annað en aö hann ætli að selja fylkjunúm löndin. I fyrra hluta setningarinnar segir Mr. Bor- den aö hann ætli að láta fylkin fá löndin aftur; ef þau hafa veriö meö rangindum frá þeim tekin áttu þau sízt af öllu að borga fyrir aö fá þau aftur. Þaö er hér eins og annars- staöar í stefnuskránni, aö tvöfeldn- in rekur upp höfuðið. Mr. Borden lætur sér vel líka aö vekja þá hugs- un hjá fylkisbúuní, aö löndin hafi veriö ranglega frá Þeim tekin, af þvi aö hann lofar þeim aö láta þá fá þau aftur. Hinsvegar veit hann, tö fylkin hafa aldrei átt tilkall til landanna og Þvi ætlar hann aö láta þau borga fyrir þau. Sannleikurinn í máli þessu er sá, að Dominionstjórnin keypti héruð þau, sem fylkin síöar voru mynduð úr, af Hudsonsflóafélaginu fyrir iy2 milj. doll. Löndin voru því hennar eign. Síöan hefir stjórnin kostað ærnu fé til að gera héruö þessi byggileg áður en hún gæfi þeim sjálfstjórn. Það var líka ein- mitt vegna þess, að þau áttu engin lönd, að þeim var veittur svo ríf- legur styrkur úr rikissjóöi. Sá styrkur var alls ekki iborgun fyrir lönd. Það er því ekki hægt aö skila þeim aftur. Sá maður fer illa aö ráöi sínu, sem hampar loforöum framan í kjósendur sína, sem hann veit aö hann getur ekki uppfylt. Foringi stjórnarandstæöinga hefir því mið- ur gefiö íbúum vesturfylkjanna vonir um þaö, sem ekki getur ræzt, og ilt er til Þess að vita aö maður, ^em sækir um að verða forsætisráð- gjafi Canada skuli veröa til þess aö gróðursetja úlfúö og tortrygni i nýju fylkjunum, sem svo vel höföu á stað farið. Þrálátt meltingarleysi. Dr. Williams’ Pink Pill lækna mann, sem hafSi þjáðst af þeirri sýki í m 'órg ár. Magasjúkdómar eru meö ýmsum hætti. Sumir sjúklingar hafa mjög mikla matarlyst, öörum býöur viö matnum undir eins og þeir sjá hann. Oft finst mönnum eins og þungt farg liggi á brjóstinu, og 1 kökkur standi í hálsinum. Enn aör- j ir fá ákafa verki, og ógleði Þegar! þeir eru nýbúnir aö borða. Stund- um legst vindspenningur fyrir brjóstiö og þrengir svo aö hjartanu, aö sjúklingurinn heldur aö hann hafi hjartasjúkdóm. Höfuöverk- ur og önnur vesöld er þessu oft samfara. Mr. Alex. McKay, í McLellan’s Mountain, N. S-, farast svo orö: “Árum saman þjáðist egmjög af meltingarleysi, og alla tíö fór mér versnnandi; mér er ómögulegt aö koma orðum aö að því hve mikið eg tók út. Þrir læknar stunduöu mig hver eftir annan, en ekki gátu þeir bætt mér hiö minsta. Þá fór eg aö reyna alls konar meðul sem auglýst eru. Eg brúkaöi þá tíu pakka af einu meöali, sem sérstak- lega var tekiö fram aö gott væri viö meltingaróreglu. En þaö bpetti mér ekkert. Eg var orðinn fulltrúa um það, að eg væri ólæknandi, og mundi sú imyndun hafa geft þaö aö verkum, aö eg hefði þjáðst til æfiloka, ef eg heföi ekki einhverju sinni orðið svo heppinn aö lesa í blaði einu lækningu á magaveiki, sem Dr. Wllliams’ Pink Pills komu til leiöar. Eg ásetti mér því aö reyna þær. Eg hafði brúkaö nærri því úr fimm öskjum áöur en eg fór aö veröa var við bata, en ekki furö- Tvennir fyrirtaks SVARTIR MELTON YFIRFRAKKAR $10.00 og $16.50 Ef þér viljiö sjá beztu yfir- frakka í Winnipeg, þá komiö og skoöiö þessa hvorutveggju. 45 —50 þumlunga langir. me Commanujealth __________Hoover & Co. THE MANS STO/fErCITYHALL SQVARE. ar mig á þvi, jafnveikur og eg var orðinn. Aö öllu samtöldu brúkaöi eg tólf öskjur, og varö heill heilsu aö því búnu. Nú þoli eg aö eta sérhverja fæðutegund, sem bónda- býli gefur af sér, og er nú alveg laus viö verki þá óg óþægindi, sem eg þjáöist af áður fyrri. Nú eru nokkur ár liöin síöan eg varð heill heilsu, og eg hefi aldrei oröið var við nokkurt meltingaróreglu ein- kenni síðan. Eg var vel þektur af fólki hér í nágrenninu, og yöur er velkomið að nota þaö, sem eg hefi sagt hér, i þeirri von að þaö geti orðið einhverjum öörum til hjálpar, sem sjúkir eru.” Allir lyfsalar hafa Dr. Williams’ Pink Pills til sölu, en þér getið og fengiö þær sendar meö pósti á 50C. öskjuna, eöa sex öskjur á $2.50, frá The Dr. Williams’ Medicine Co. Brockville, Ont. Alsherjarfundir í Sel- kirk-kjördæmi. Millbrook skóla, fimtuddagskv. 8. Okt. Suthwyn, föstudagskv. 9. Okt. Queens Valley, laugardagskv. 10. Ökt. Lady Wood, mánud. e.h.i2.0kt. Brokenhead, þriöjud.kv. 13. Ok Kildonan West, miövikudagskv 14. Okt. St. Pauls, fimtudagskv. 15. Okt Clandeboye, föstud.kv. 16. Okt. Gimli South, mánudagskv. 19. Okt__________ Gimli Northwest, þriöjudagskv. 20. Okt. East Selkirk, miövikudagskv 21. Okt. Elmwood, fimtudagskv. 22. Okv. Lilyfield, föstud. e. h. 23. Okt. Rosser, föstudagskv. 23. Okt, St. Andrews North, laugardags- kv. 24. Okt. Mótsækjanda er boðið aö vera til staðar á fundinum og taki þátt í umræðum um þau mál, sem nú eru á dagskrá. — Eftirmiðdags- fundir byrja kl. 2. Kveldfundír kl. 8. “God Save the King:’ Thos. H. Johnson; Islenzkur lögfræBlngur og m&lf. færslumaöur. Skrifstofa:— Room SS Canada Liff Block, suSaustur horni Portagi avenue og Maln st. Utan&skrift:—P. O. Box 1364. Telefön: 423. Wlnnipeg, Man. Dr. B. J. BRANDSON Office: 650 William Ave. Telephone: 89. Office-tímar: 3—4 og 7—8 e. h. Heimili: 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. Winnipeg, Man. ♦H-I-l-I-I-I-I-l-H-H-H-I-I-H I -l-h Dr. O. BJORNSON Office: 650 William Ave. Telephone: 89. Office-tímar: 1.30—3 og 7—8 e.h. Heimili; 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. Winnipeg, Man. 4-H"H"I"I"I"H-I-H-I"I' I I I I I I-þ i. !i GlBgöora. M D læknlr og yflrsetumaöur. Hefir keypt lyfjabúðina á Baldur, og hefir því sjálfur umsjón á öll- una meöulum. Ellzabeth St., BALDUR, . MAN. P.S.—fslenzkur túlkur viB hendina hvenser sem þörf gerlst. 4-H-H-I-I-I-I-H-H-H-H-H-I-I-h N, J. Maclean, M, D. M. R. C. S. (TSn^ Sérfræöingur í kven-sjúkdómuro og uppskurði. 326 Somerset Bldg. Talsími 135 Móttökustundir: 4—7 síðd. og eftir samkomulagi. — Heimatalsími 112. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast jm útfarir. Allur útbún- aöur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Telepb.one 3o6 HUBBARl), HANNESSON & 1 ROSS lögfræöingar og málafærslnmenn 1 0 Bank of llnmilton Chambers WINNiPEQ. TAl.SÍ.MI 378 Stefán Guttormsson, MÆLINGAMAÐUR, 663 AGNES ST., W’PEG. stetnr Pluilter G. L. STEPHENSON. Ii8 Nena Street.-Winnpeg. Norðan við fyrstu lút kirkju J. C. Snædal tannlœknir. Lækningastofa: Main & Bannatyne DUFFIN BLOCK, Tel. 5302 THE DOMINION SECOND IIAND STORE Pyrirtaks föt og húsgögn. — Brúkaðir munir keyptir og seldir íslenzka töluð. 555 Sargent ave. Rakiðyður sjálfir meö Gillette rakhníf. Bezt- ur í heimi. V E R I) $5.00, E. Nesbitt LYFSALI Tals. 3218 Cor. Sargeat & Sberbrooke Meðalaforskriftum fsérstakur gaumur gefinn. ÁVALT, ALLSTAÐAR 1 CANADA, BIÐJIÐ UM EDDY S ELDSPÍTUR Eddy’s eldspítur hafa veriö búnar til í Hull síöan 1851. Stööugar endurbætur á þeim í 57 ár hefir oröiö til þess aö þær hafa náö meiri fullkomnun en nokkrar aörar. Seldar og brúkaöar um alla Canada. o x*, o w isr L LAGER.- CPtO"W3Nr BEEWERY CO_, VILJUM VÉK SÉRSTAKLEGA MÆLA MEÐ •ÖL,--------------------------PORTER,- TALSÍMI 3960 -LINDARVATN. 30© STELLA AAATB],,

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.