Lögberg - 08.10.1908, Page 6

Lögberg - 08.10.1908, Page 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. OKTOBER 1908. RUPERT HENTZAU arriR iNTHONY HOPB. ■I-M"! ■I"li,H“H-I-t-H-H,'I,,H-I"HMH"t' I »'I-I-H-H Konungur kom svo og heilsaSi Helsing mjög vin- gjarnlega. Gaman og alvara var furöulega samtvinn- uö á þessum dögum; jafnvel nú get eg varla varist brosi, hegar eg set mér Rúdolf fyrir sjónir meö var- irnar herptar af alvöru og einkennilegan gletnisglampa í augunum feg þori aö segja, aö honum hefir jþótt býsna gaman af aö tala viö kanzlarannj, setjast niöur hjá gamla kanzlaranum í þaö hornið, sem dimmast var í herberginu, og fara aö smjaöra fyrir gamla mannimim, fara aö ympra á ýmsum furðulegum og dularfullum atriöum, og lát/i sem hann ætti ómögu- legt meö að láta þau uppi þá strax, en lofaði hátíð- lega að daginn eftir skyldi hann í síöasta lagi leita ráöa þessa vitra og tþrautreynda ráögjafa síns, og skírskotaði til hollustu hans, aö láta á engu befa þangaö til. Helsing staröi á konung gegn um nef- klípugleraugu sín, meðan hann lét dæluna ganga um þetta, án þess ,þó aö nokkuð ákveðiö væri sagt, og hann hlýddi meö mestu athygli á tilmæli konungs um aö halda þessu leyndu. Hann var skjálfraddaöur mjög er hann hét koniungi aö fara í ötlu eftir hans vilja, og kvaðst geta ábyrgst aö heimilisfólk sitt alt skyldi ekkert orö um þetta segja frekar en sjálfur hann. “Þá eruö þér hamingjusamur maöur, kæri kanzl- ari minn,” mælti Rúcjolf andvarpandi, svo sem eins og til aö láta í ljósi aö konungar ættu ekki því láni aö fagna i höll sinni. Helsing réö sér ekki fyrir fögn- uði. Hann brann í skinninu, svo mikiö langaöi hann aö komast á staö til aö segja konu sinni hve mikiö traust konungiur bæri til hennar sakir þagmælsku hennar og göfugmensku. Rúdolf langaöi heldur til einskis meira en aö losna við þennan gamla góöa mann; en vegna þess aö hann vissi að það var afar-áríöandi að halda hon- um í góöu skapi, þóttist hann ekki mega heyra þaö nefnt að hann færi strax á stað. “Hvað sem ööru líður, þá munu heföarkonurn- ar ekkert um þetta segja fyr en eftir morgunverö. Þær eru nú nýkomnar heim, svo aö það getur ekki átt sér staö að þær fari að snæða morgunverð fyr en eftir æðitíma,” mælti hann. Hann fékk Helsing því til að setjast niöur aftur, og fór aö tala viö hann. Rúdolf mintist þess, aö Luzau-Rischenheim greifi haföi furöaö sig á því, hve fastmæltur hann hefði verið; hann gætti þess því í viðtali sínu viö baróninn aö tala heldur lágt, og geröi sér upp veiklulegan og þvoglkendan málróm, sem svipaöast því sem hann hafði heyrt til konungs- ins í herbergi Sapts í kastalanum. Honum tókst þarna aö leika konunginn öldungis eins vel og í fyrra daga í Streslau. En ef hann hefði eigl lagt það á sig að halda í gamla Helsing svona lengi, þá hefði hann komist hjá ööru erfiöara og hættumeira hlutverki. Þeir voru að tala saman tveir einir. Rúdolf haföi skipaö konu minni aö fara og leggjast til svefns og hvíla sig stundarkorn. Hún var orðin dauöþreytt og gerði því eins og hann mæltist til eftir aö hafa lagt blátt bann fyrir að nokkur þjónanna færi inn í herbergið þar sem gestifnir voru, nema skipanir bærust frá “æðri stöðum”. Þau höföu orðið ásátt um það Rúdolf og hún aö hafa þaö svona, og þótti sem þaö mundi síður vekja grun heldur en ef dyr- unum væri lokaö eins og gert haföi verið ium nóttina. En meðan þetta gerðist á heimili minu voru þau Bernenstein og drotningin á leiöinni til Streslau. Vera má, aö ef Sapt heföi veriö í Zenda, þá mundi hann hafa komiö í veg fyrir þessa viðurhlutamiklu ferö drotningarinnar. Bernenstein gat eigi hamlað þessu. Hann varð aö eins aö lúta skipunum og bænum drotningar. Síöastliöin þrjú ár, eða frá því aö þau skildu Rúdolf og hún, þá hafði hún eiginlega aldrei veriö sjálfráö feröa sinna eöa athafna, eiginlega aldr- ei meö skapa sínum, því aö hún hafði aldrei getaö fariö eftir óskum og þrá hjarta síns. Hvernig má slikt veiöa? Eg efast um að nokkur karlmaöur lifi eft- ir slikum lífsreglum. En það eru til konur, sem gera þaö. Nú var Rúdolf kominn aftur. Furðulegir at- buröir höfött gerst. Hann haföi fundið hana aö máli t og það haföi orðið henni til stórmikils fagnaöar aö sjá hann. Alt þetta hafð stutt að því að slíta þá mauðungar fjötra, er bundu vilja hennar og athafnir. Þar viö bættist draumurinn, sem hana haföi dreymt. Hann æsti huga hennar meir en alt annaö, svo að hún hugsaði um ekkert nema það, að geta verið nærri Mr. Rassendyll, og gleymdi öllu öðru en þeirri hættu, sem hún hugði hann vera í staddan. Á leið- inni töluðu þau ekki um neitt nema háskann, sem yf- ir honum voföi; þau mintust alls ekki á voðann sem henni sjálfri var búinn; voöann sem við neyttum allra bragöa til að bjarga henni úr og vernda hana fyrir. Hún var nú oröin ein meö Berflenstein, því aö hefö- arkonan, sem lagt hafði á stað með henni til mála- mynda var orðin eftir af þeim, og drotningin var alt af aö leggja að Bernenstein aö koma sér sem allra fyrst á fund Mr. Rassendyll. Eg get ekki kastað mjög þungum steini á hana. Rúdolf var ljós og gleði lífs hennar, og hann var farinn til aö berjast við Hentzau greifa. Var það þá nokkuö undarlegt, þó aö hún sæi hann dauðan i draumi En samt, sýnd- ist henni í drauminum, sem menn veittu honum lotn- ingu eins og hann væri konungur. Og þaö var ást hennar á honum, sem krýndi hann. Þegar þau komu til borgarinnar, þó fór hún aö verða athugulli, og margspurði Bernenstein aö því, hvort hún mundi geta þekst. Eigi að síöur var hún alráðin í því, að hitta Mr. Rassendyll einu sinni enn. Sannleikurinn var sá, að hún óttaðist aö hún mundi koma þá og þegar að honum dauðum, svo föstum tök- um haföi draumurinn náð á huga hennar. Bernen- stein var hræddur um að hún mundi annað hvort deyja eða missa vitið í þessum æsingi, ef á móti henni væri mælt, svo að hann lofaöi henni öllu fögru og sagöi hiklaust, þó að hugboð hans væri annað, að enginn vafi væri á því, að þau mundu hitta Mr. Rass- endyll heilan á húfi. “En hvar — hvar þá?” hrópaöi hún með ákerfð. ^Mest líkindi eru til, að við hittum hanp á heim- ili Fritz von Tarlenheim,” svaraði hann. “Hann ætl- aöi aö halda þar kyrru fyrir þangaö til aö því kæmi aö hann færi að eiga við Rúpert. Eða ef það er af- staðið. þá hefir hann sjálfsagt snúiö þangað.” “Við skúlum þá aka rakleitt þangað,’ ’sagöi hún. Bernenstein bað hana samt að aka fyrst til hall- arinnar og láta það verða kunnugt, aö hún ætlaði aö heimsækja konu mína. Hún kom til hallarinnar kl 8, drakk þar einn bolla af súkkulaði, og heimtaöi svo vagn sinn. Bernenstein var einn í fylgd meö henni þegar hún lagði á stað til húss míns, hér um bil kl. 9. Hann var þá engu rólegri í skapi heldur en hún. Alt til þessa hafði hún ltiö um það hugsað hvaö kynni að hafa gerst i skothúsinu. En Bernenstein hngði það ills vita, að viö Sapt skyldum ekki hafa komið aftur á réttum tíma. Auðvitað bjóst hann viö aö við hefðum orðið fyrir slysi, eða að konungur hefði fengið bréfið í hendur áður en við komum til skot'hússins. Honum fanst að um annað en þetta tvent gæti ekki veriö að ræöa. En þegar hann var að segja drotningunni frá því, hvað hann héldi um þetta og hughreysta hana, þá varð henni aldrei ann- að að orði en: “Ef við getum náð í Mr. Rassendyll, þá lætu-r hann okkur vita, hvað við eiguni aö gera.” - Þannig vildi það nú til, að vagni drotningarinnar var ekið heim að húsi mínu laust eftir klukkan níu um morguninn. Hefðarkonurnar á heimili kanzlarans höföu eigi notið langrar hvíldar, Því þegar hjóla- skröltið heyrðist af vagni drotningarinnar, teygöu þær höfuðin út úr gluggunum. Nú var allmargt manna á strætunum og konungsvagninn vakti athygli æðimargra slæpingja eins og vant var. Bernenstein stökk út og rétti drotningunni höndina. Hún beygöi höfuðið ''ofur litið i kveðju skyni til þeirra, sem hóp- ast höfðu saman þarna, flýtti sér svo upp litla riöið sero lá að fordyrinu og hringdi sjálf dyrabjöllunni. Þjónarnir inni höfðu þá rétt nýtekið eftir að Vagn- inn kom. Herbergisþerna konu minnar flýtti sér til húsmóður sinnar. Helga var í rúminu. Hún spratt upp og, klæddist skyndilega og flýtti sér ofan til að taka á móti Hehnar Hátign og aðvara hana. En hún varð of sein. Það var búið að opna dyrnar. Þjón- arnir höfðu gert það. Þegar Helga kom ofan í stig- ann var drotningin aö fara inn í herbergið þar sem Rúdolf var. Þjónarnir höfðu vísað henni inn, og Bernenstein stóð þar hjá meö hjálminn í hendinni. Rúdolf og kanzlarinn höfðu stööugt veriö aö tala saman. Þeir höfðu dregið niður gluggatjaldið, því að annars var hætt við að sæist inn í herbergið utan af götunni, og var því hálf skuggsýnt í herberginu. Þeir höfðu heyrt vagnskröltið, en hvorugan þeirra ór- aði fyrir því, að drotningin væri þar á ferðinni. Þeim brá þvi heldur en ekki við Þegar huröinni var lokið upp alt i einu. Kanzlarinn, sem var seinn í við- bragði, og mér er óhætt að segja heldur seinn að átta sig á hlutunum, sat stundarkorn rótlaus. Rúdolf aft- ur á móti þaut undir eins til dyranna. Helga var nú komin að dyrunum, og teygði höfuöið yfir öxlina á Bernenstein. Hún sá þá hvað orðið var. Drotningin hafði gleymt því að þjónamir voru viðstaddir. Hún hafði ekki orðið Helsings vör og virtist reyndar ekki hika sig við neitt, og hugsa ekki um neitt nema það, að frammi fyrir henni stóð maðurinn, sem hún elsk- aði, og að hann var heill á húfi. Hún hljóp á móti tionum, og áður en Helga og Bernenstein eða Rúdolf sjálfur gat aðvarað hana, eða datt 9 hug hvab hún ætlaði að gera, greip hún um báöar hendurnar á hon- um og hrópaði: “Rúdoif! Guði sé lof, að jþú ert lifandi og heill á húfi!” og um leið lyfti hún höndum hans upp aö vörum sér og þrýsti á Þær brennandi kossi. Þá varð dauöaþögn um stund. Þjónarnir þögöu af lotningu, kanzlarinn þagði af þvi að hann var ekki búinn að átta sig á þessu, og Helga og Bern- enstein af tómri gremju. Mr. Rassendyll þagöi líka, eg veit ekki hvort heldur fyrir það, aö honum varð hverft við, eöa sökum þess að hann var hræröur eigi siöur en hún. Annaðhvort hefir verið. En lienni brá við þögnina; hún fór að líta í kring um sig og sá þá Helsing, ér laut henni mjög viröulega þar sem hann stóð út í horninu. Hún leit þá við, og varð felmt viö aö sjá þjónana, hræringarlausa og auömýkt- arlega. Þá sá hún hversu hún hafði hlaupið á sig. Hún stundi við, og andlitiö á henni, sem venjulega var mjög fölleitt, varð nú nábleikt. Það var eins og and- litsdrættirnir stirðnuðu upp, hún riðaði á fótunum og hné áfram. Hún heföi fallið niður ef Rúdolf heföi eigi gripið ti'l hennar og stutt hana. Þ'annig stóðu þau ofurlitla stund. Þá dró hann hana að sér með innilegu ástar og hlýleiks brosi á vörunum, lagði handlegginn um mittið á henni og studdi hana þann- ig. Svo laut hann ofan að henni, brosti enn og sagði lágt en þó svo skýrt að allir máttu vel heyra: “Hér er ekkert að, elskan mín.” , Konan mín greip í handlegginn á Bernenstein, en hann leit við og sá aö hún var náföl líka. Varirnar skulfiu á henni og augun tindruðu. Hann las úr aug- um hennar innilega bæn og skildi hana. Hann sá, að það var að láta það gott heita, sem Rúdolf hafði gert. Hiann steig því fram fáein skref. Svo féll hann á kné og kysti á höndina sem Rúdolf rétti honum. “Mér er mikil ánægja aö sjá þig hér, Bernen- stein lífvarðarforingi,” mælti Rúdolf Rassendyll. Þannig var þetta atvik leitt til lykta á svipstundu, komið í veg fyrir hættuna og henni afstýrt. Hér hafði stórmikið verið í húfi. Þaö hefði verið fyrir sig, þó að upp hefði komist, aö þessi maður væri Rúdolf Rassendyll; þó aö það væri enn fremur leynd- armál mikið að hann hafði eitt sinn verið stað,göngu- maður konungsins, þá mundi hafa veriö treyst á aö trúa Helsing fyrir því, hefði í nauðirnar rekiö; en það var enn annað og meira, sem leyna varð hvaö sem það kostaöi; en rétt var nú komið að Því, að ,drotn- ingin gerði það uppskátt með þessum innilegu blíð- mælum. Þessi maður Rúdolf Rassendyll hafði verið konungur; en hitt varðaði þó miklu meira, aö drotn- ingin elskaði hann og hann hana. Engum mátti segja það; jafnvel ekki Helsing; þó að Helsing hefði eigi orð á þessiu út í frá, mundi hann telja skyldu sína aö segja konungi þaö. Rúdolf vildi því heldur eiga sér- hverjum ókomnum erfiðleikum að mæta, heldur en láta uppi leyndarmálið þegar í stað. Hann kaus held- ur að látast vera konungurinn og maður hennar, en að stofna virðing hennar, konunnar sem hann elskaði, í háska. Hún greip þetta eina ráö sem um var aö gera fegins hendi. Það er mjög trúlegt, að hún þreytt og örmagna af raunum sínum, hafi fundið hæga hvíld i þessari blekking, því aö hún lét höfuðið hvila á brjósti hans, með aftur augun ; friður og á- nægja skein úr andliti hennar og fagnaöarstuna leiö hljótt frá vörum hennar. En hættan óx með hverri minútu. sem leið. Rúd- olf leiddi drotninguna yfir á legubekk, og gaf svo iþjónunum skipun um að geta ekki um það fyrst um sinn, .aö hann væri þar staddur. Hann gat þess, að eins og þeir hlytu að hafa orðiö varir við, af hugaræs- ingi drotningarinnar, væri alvörumál mikið fyrir höndum; og vegna þess þyrfti hann að vera hér í Streslau, en Þó mætti það eigi verða uppskátt, að hann væri þar staddur. Eftir örskamman tíma sagði hann að þeir gætu verið lausir við þessa kvöð, sem íhann væri nú að leggja á þá og reyna á hollustu þeirra. Þegar þeir voru farnir, sneri hann sér að Helsing, tók hlýlega í hönd honum, endurtók beiönina um þagmælsku og kvaðst mundi gera kanzlaranum orð að finna sig síðar um daginn, annaðhvort þang- að, sem hann var nú, eða til hallarinnar. Því næst bað hann aila .að fara út, svo hann gæti tálað við drotninguna í einrúmi. Skipunum hans var tafarlaust hlýtt. En rétt þegar Helsing var kominn út úr dyr- unum kallaði Rúdolf á þau Bernenstein og konu mína. Helga flýtti sér til drotningarinnar, þvi að hún var mjög hrærð og ekki búin að ná sér. Rúdolf tók Bernensteinj afsiðis og sögðu þeir þar hvor öðr- u.m fréttirnar. 'Mr. Rassendyll þótti ilt að heyra að engar fréttir skyldu liafa borist frá Sapt ofursta eða mér, en þó varð honum enn ver viö að heyra þau ó- væntu tiðindi, að konungur hefði sjálfur verið í skot- húsinu nóttina fyrir. Hann var auðvitað í algjörri óvissu um ’hvar kon.ungur var, hvar Rúpert var, og hvar við vorum. En sjálfur var hann í Streslau, og hafði látið í ljósi við milli tiu og tuttugu manns, að hann væri konungurinn, og varð að eins að treysta á Iþagmælsku þessara manna. Og hann gat búist við því á hverri stundu að upp kæmist um sig, þegar kon- ungurinn kæmi eöa boð frá honum. En þrátt fyrir öll þau vandkvæði, og ef til vill enn frekar sakir þess hve óvissan var mikil, hélt Rúd- olf fast við ásetning sinn. Það var tvent sem fyrir lá. Ef Rúpert hafði sloppið úr gildrunni, sem lögð hafði verið fyrir hann, með bréfið,. og hann var enn á lífi, þá varð að hafa upp á honum. Þetta var fyrra atriðið, sem gera þurfti. Að þ.ví búnu var ekki um annað að gera fyrir Rúdolf, en að hafa sig á brott svo að sem allra minnst á bæri, og treysta því aö manninum, sem hann hafði gengið í stað fyrir yröi aldrei kunnugt að hann hefði Þar verið. En ef þaö yrði óhjákvæmilegt, þá mátti láta þ.að uppi við kon- ung hversu Rúdolf Rassendyll hefði leikið á kanzlar- ann, og að nú væri hann horfinn eftir aö hafa gamn- að sér á því. Alt mátti reyndar láta uppi nema það, er kastaði slougga á drotninguna. Um þetta leyti barst skeytið, sem eg hafði sent frá Hofban, heim til mín. Þar var drepið á dyr. Bernenstein opnaði og tól« við símskeytinu. Utan á Þaö var skrifað til konu minnar. Eg skrifaöi alt sem eg þorði að láta fara í slíku skeyti, og var það á þessa leið: • '• ' Eg er á leiðinni til Streslau. Konungurinn fer ekki úr skothúsinu í dag. Greifinn kom, en var farinn begar viG kotnum. Bg veit ekki hvort hann fór. f»5| Streslau eSa ekki. Hann færSi konungi engin tíðindi. “Þá hafa þeir ekki náð i hann!” hrópaði Bernen- stein af mikilli gremju. “Nei, en 'hann færði konungi engin tíöindi',” mælti Rúdolf hróðugur. Þ'au stóöu nú öll í hóp utan um drotninguna, sem sat á legubekknum. Hún var mjög máttfarin og EtNKÖM .búnir til fyrir bci tar 0'?rip»rDe'ctarrn n . Bánar til úr undnum gormvír Nr. 9, velgalvan- éraðar og auSvalt a5 s?tja þ er upp út á viðuraa ;i m íð ain? ni:;in .• ,r t n jj þarfa þ/'fir. Bajir gaiiir, < | sem geta maitt góða gripi og þurfa ekki stöðagra viðgerða mjð. Koatar ekkart meira en jafnmargir’þjettir af gaddavfr, og en dast fjórum sinnum len r. Nánari upplýsingar gefnar og verðlisti með myndum ogsýnishorn af girðingunum sent ef um er beðið. -s» Vírioka vor Ó5KAÐ EFTIR ÁREIÐANLEGUM U.MBOÐSMÖNNUM. The Great West Wire Fence Co., Ltd • , . Lombard St. Winnipeg, Man. m A YE&Erl, BSbP1 Þetta á að minna yður á að gipsið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“ viðar gips „Emþire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „Gold Dust“ fullgerðar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Ready“ gips Skrifið eftir bók sem segir hvað fólk, sem fylgist með tímanum, er að gera. ManitobaJGypsum Co., Ltd. SKRIFSTOFA 0(i JIVL.NA WINNIPEG, MAN. þreytuleg aö sjá, en róleg. Henni nægöi þaö, aö Rúd- olf var aö stríöa fyrir hana og lagöi á ráöin. ’“Og gætiö aö þessu,” sagöi Rúdolf, “,Konung- urinn fer ekki úr skothúsinu í dag'. Guöi sé lof, að við höfum þá eins dags frest enn Þá!” “Já, en hvar er Rúpert?” “Við skulum komast að því eftir nokkrar klukku- stundir hvort hann er í Streslau eða ekki,” og það var auðséð á svip Mr. Rassendyll að hann hlakkaði til ef honum tækist að hitta Rúpert þar í bænum. “Já, eg verð aö leita hans. Eg hika ekki við að gera neitt til þess að ná í hann. Ef eg get náð til hans sem staö- göngiumaöur konungs, þykir mér sem eg hafi náð í konungdóm mér til handa. Viö höfum ráð á deginum í dag!“ _ ! Skeyti mitt blés þeim nýjum hugmóöi í brjóst, þó að margt væri þar ósagt. Rúdolf sneri sér aö dortn- ingunni og mælti: “Vertu hughraust drotning mín. Eftir nokkrar klukkustundir veröur búiö aö afstýra allri hættu.” “Og að Því búnu ?” spuröi hún. “Þarftu engan háska aö óttast, og getur notið hvíldar,” sagði hann og beygði sig ofan að henni blíðlega. “Og eg verS upp meS mér af því að hafa bjargað þér.” “En hvað verður um þig.” “Eg verö að fara,” heyrði Helga hann segja um Ieið og hann laut enn meira og Bernenstein og Helga færftu sig frá. £ THE ,RED CROSS1 SANITARY CLOSET. Notað á þessum alþýðuskólum hér vestra; Neepawa, Killarney, Melita, Wolseley, McGregor og í hundruðum öðrura opinberum byggingum og á heimitum. Hið eina ágæta salerni þar sem ekki er vatnsleiðsla, Einföld efnablöndun eyðir öllum saur Fást einaig með skáplagi og má þá taka hylkið undan. Skrifið eftir upplýsingum. Skólagögn.. Vér getum lagt til alt sem þarf til skóla. Sýningin okkar á Louisiana Purchase Exposi- tion f St. Louis, hlaut aftal verölaunin. ÞaS helzta er vér sýndum á sýningu þessari var: HNATTBRÉF, BLAKKBORÐ, JARÐFRÆÐISAHÖLD, STROKLEÐUR, LANDABRÉF, TEIKNIKRÍT, SJÓKORT, GLUGGATJÖLd SKÓLAPAPPÍR, PENNAR, BLEK, BLEKBITTUR og BLEKDŒLUR. Áftur en þér kaupiö annarstaöar sendiö eftir verftskrá, ókeypis, og biCjiS um sýnishorn af því sem þér viljiö kaupa. Red Cross Sinitiry. Ippliance Co. C«r. PRIACESS and lcDERlOT AVE. WINNIPEG, - MAN. ViS þurfum góöa umboösmenn.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.