Lögberg - 11.03.1909, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.03.1909, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN u. MARZ 1909. f. Breytingar á stjórnar- skrá íslands. | ungur gefið úr bráðabyrgSalög niilli alþinga; þó mega slík lög Hér eru prentaöar allar nýjar greinar í frumvarpi stjórnarinnar og allar þær greinar, sem einhverju er breytt i. I. Fyrir 1.—3. gr. stjórnarskrár- innar kemur hér 1.—7. gr. 1. gr. Stjórnarfyrirkomulagiö 'r þingbundin konungsstjórn. ísland hefir konung sameiginlegan vib Danmörk. Um ríkiserfSir, rétt konungs til aö hafa stjóm á hendi í öSrum löndum, trúarbrögS kon- ungs, myndugleika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófull- veSja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um þab, er konungdómurinn er laus og enginn ríkisarfi til, fer eftir ákvæðum laganna um ríkis- réttarsamband Danmerkur og ís- lands. 2. gr. ísland er í sambandi við Danmörk um þau mál, sem eftir samkomulagi beggja landanna eru talin sameiginleg í 3. gr. sbr. 9. gr. í lögunum um ríkisréttarsamband Danmerkur og íslands. Um með- ferð þessara mála fer eftir fyrir- mælum 6. greinar í sambandslög- unum. A8 öllu öðru leyti er lög- gjafarvaldið hjá konungi og al- þingi í sameiningu, framkvæmdar- vald hjá konungi og dómsvald hjá dómendum. 3. gr. Konungurinn vinnur eið að stjórnarskrá Ísílands, þegar hann kemur til ríkis, hafi hann eigi þegar unnið þann eið sem ríkisarfi. Af eiðstaf konungs skal gera tvö samhljóða frumrit, og skal senda alþingi annað þeirra til geymslu; hitt skal geyma í landskjalasafn- inu. 4. gr. Konungur hefir hið æðsta vald í öllum málefnum íslands, meö þeim takmörkunum, sem sett- ar eru í stjórnarskrá þessari, og lætur ráðherra íslands framkvæma þaö í öllum efnum, sem ákvæðiS í 2. málsgrein í 2. gr. stjórnarskrár þessarar tekur eigi til. 5. gr. Konungur er ábyrgðar- laus; liann er heilagur og friðhelg- ur. Ráðherrann ber ábyrgð á stjórnarathöfnum eftir því, sem lög mæla fyrir um það. Alþingi getur kært ráðherrann fyrir em- bættisrekstur hans. Laindsdómur dæmir þau mál. 6. gr. Konungur skipar ráðherra íslands og leysir hann frá embætti. Aðsetur ráðherra skal vera í Reykjavik. Hann fer svo oft sem nauðsyn krefur á konungsfund, til þess að bera upp fyrir konungi lög og mikiivægar stjórnarráð- stafanir. Undirskrift konungs und- ir ályktanir þær, sem snerta lög- gjöf og stjórn, veitir jþeim gildi þegar ráðherrann ritar undir þær með honum. Nú deyr ráðherrann, og gegnir landritari þá ráðherrastörfum á eigin ábyrgð, þangað til skipaður hefir verið nýr ráðherra. Breyta má þessu með lögum. 7- gr. Með lögum má ákveða, aö ráðherrar skuli vera fleiri en einn. Nú er ráðherrum fjölgað, og skiftir konungur þá störfum með þeim. Einn þeirra kveður hann til forsætis og stýrir hann ráðherra- stefnum. Starfsvið ráðherrastefna skal nánar ákveðið með lögunum. Hver ráðherra undirskrifar með konungi ályktanir um þau málefm, er undir hann liggja sérstaklega, og ber ábyrgð á stjómarathöfnum. Sá ráðherra, sem konungur hefir til forsætis kvatt, ber að jafnaði málin fram fyrir konung, einnig fyrir hönd hinna ráðherranna. Þegar hann þannig ber fram fyrir konung mál, sem annar ráðherra hefir nafnsett, ber hann að eins á- byrgð á því, að málið sé rétt fram flutt, nema hann sérstaklega taki að sér stjómskipulega ábyrgð á efni málsins, með því að setja einn ig nafn sitt undir það. Að öðm leyti gilda um hvern einstakan ráð herra þau fyrirmæli, sem sett eru um ráðherra fslands í stjórnarskrá þessari. 4.—xo. gr. em óbreyttar. 15. gr. (11. gr. stjskr.;. Pegar brýna nauðsyn ber til, getur kon- ekki koma í bága við stjórnar skrána, enda falla þau úr gildi, nema næsta alþing á eftir sam- þykki þau. Eigi má gefa út bráða birgðafjárlög fyrir það fjárhags- tímabil, er fjárlög eru samþykt fyrir ai’ alþingi. 12. og 13. gr. eru óbreyttar. II. | í stað 14.—18. gr. kemur hér 18. til 22. gr.: i&. gr. Á alþingi eiga sæti 36 þjóðkjörnir alþingismenn. Kosn- ingarnar gilda venjulega fyrir 6 ára tímabil. Tölu þingmanna og lengd kjörtímabiils má breyta mcð lögum. Deyi nokkur eða fari frá af þeim er kosnir eru meðan á kjörtimanum stendur, skal kjó'sa eða kveðja til þingsetu fyrir það tímabil, sem eftir er af kjörtíman- um. I 19. gr. Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þingdeild og neðri þingdeild. í efri deildinni eiga sæti 12 þingmenn, í neðri deildinni 24. 'Þó má breyta tölum þessum með lögum. 20. gr. Alla þingmenn efri þingdeildar svo og vara þingmenn, til að fylla sæti er auð kunna að verða í efri deild á kjörtímanum, skal kjósa hlutfallskosningum um land alt í einni heild. Til neðri þingdeildar skal kosið i kjördæm- um, er skulu vera sem jöfnust að stærð og nánar skulu ákveðin í kosningalögunum. Þar skulu og settar hinar nánari reglur um kosningar allar til beggja þing- deilda og fylling auðra sæta í efri þingdeild. 21. gr. Kosningarrétt til neðri deildar alþingis hefu.r hver karl- maður, sem hefir óflekkað mann- orð, er orðinn fullra 25 ára að aldri þegar kosningin fer fram, hefir þá verið heimilisfastur í kjör dæminu eða kaupstaðnurp eitt ár, er fjár síns ráðandi, enda sé hon- um ekki lagt af sveit, eða hafi hann þegið sveitarstyrie, að hann hafi endurgoldið hann eða honum verið gefinn hann upp. Kosningarrétt til efri deildar alþingis hefir hver sá, er kosning- arrétt á til neðri deildar, ef hann er orðinn fullra 40 ára að aldri, þegar kosning fer fram. Með lögum má veita kosningar- rétt konum giftum sem ógiftum, ef þær að öðru leyti fullnægja áð- urgreindum skilyrðum fyrir kosn- ingarrétti. 22. gr. Kjörgengur tíl neðri deildar alþingis er hver sá, sem hefir kosningarrétt samkvæmt 21. gr., ef hann er ekki ríkisþegn utan veldis Danakonungs, eða að öðra leyti í þjónustu annara ríkja, hefir að minsta kosti í síðustu 5 ár verið á íslandi eða í Danmörku og er orðinn fullra 30 ára að aldri þegar kosning fer fram. Kjósa má þó mann, er á heima utan kjördæmis eða hefir verið inn an kjördæmis skemur en eitt ár. Kjörgengur tíl efri deildar al- þingis er hver sá, er kjörgengur er til neðri deildar, ef hann er fullra 40 ára að aldri þegar kosning fer fram. Konum giftum sem ógiftum, má með lögum veita kjörgengi, enda fullnægi þær öllum öðrum skilyrð- um fyriri kjörgengi samkvæmt þessari grein. III. 3. kafli stj.skr. er óbreyttur að öðru en því, að bætt er inn í hann þessum tveimur greinum og felt burt ákvæðið um ríkissjóðstillagið samkv. sambandslagafrumv. 25 gr. Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess eða freísi. 35. gr. Enginn útlendingur get- tir öðlast fæðingarrétt nema með lögum, sbr. 5. lið 3. greinar i lög- um um ríkisréttarsamband Dan- merkur og Islands. IV. 48. gr. Konungur getur með san^þykki alþingis kært mann fyr- ir landsdómi fyrir þesskonar glæpi er honum virðast einkar háskalegir fyrir Island. V. I 5. kafla eru 46. og 47. gr. ó- breyttar að efni til, en í stað 45. gr. kemur • I 52. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja er þjóðkirkja á íslandi, og skal þjóðfélagið því styðja hana og vernda. Sambandið .milli þjóðkirkju og landstjórnar skal skipa með lögum. | 54. gr. Enginn er skyldur að jinna af hendi persónuleg gjöld til neinnar annarar guðsdýrkunar en þeirrar, er hann sjálfur aðhyllist, en gjalda skal hann til skóla hin lögboðnu persónulegu. gjöld þjóð- kirkjunnar, ef hann sannar ekki, að hann heyri til öðrum tarúar- bragðaílokki, er viðurkendur er í landinu. 55. gr. Réttindi trúarbragða þeirra er greinir á við þjóðkirkj- una, skulu ákveðin með lögum. VI. 48.gr. stj.skr. er óbreytt þannig: 57. gr. Hvern þann, sem tekinn er fastur, skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann þá eigi jafnskjótt látinn laus, skal dómari, áður sólarhringur sé lið- ^ inn, leggja rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuli settur í varðhald. Megi láta hann lausan með veði, þá skal úrskurðað í úrskurðinum, hvert og hversu mikið það skuli ,vera. j Úrskurði dómara má þegar j skjóta til æðra dóms, og fer um birting og áfrýjun slíks úrskurðar . sem um birting og áfrýjun dóms í j sakamálum. i Engan má setja í gæsluvarðhald . fyrir sök, er að eins varðar fjár- sekt eða einföldu fangelsi. —Lögrétta. De Laval skilvindur fara eins og logiyfirakur en aörar skilvindur koma langt á eftir, og stœra sig, undantekningarlaust, af einkalsyfum,sem De Laval Company er vaxiö upp úr eða hefir hafnaB vegna sinna sffeldu endurbóta. MUNIÐ, aö hver sem eignast aðra skilvinda en De Laval. hann hefir eign- ast vél, sem þekking manna og reynzla hefir sýnt, að er ekki verð að bera nafnið ,,De Laval", Skrifið eftir verðlista og nafni naesta umb.m. vors. The De Laval Separator Co. MONTREAL WINNIPEG VANCOUVER Velkominn svanur! Fréttir frá Islandi Akureyri, 31. Des. 1908. Frá Mývetningum, 18. Des. ’o8. “Fréttir munu fáar héðan. Tíðin ágæta, inndæla, sem enginn mundi aðra eins yfir sumarið og haustið og langt fram á vetur, er nú órðið breytt í skuggahríðar og skamm- degisdrunga. Eigi þó snjóþungt enn hér. — Bartiaveiki, væg þó, hefir stungið sér þrálátlega niður hér í sveitinni í haust og fram á þenna nmánuð. Ekki sízt af öllu fyrir þessum vogesti var það, sem menn þráðu svo mjög að fá stytta læknisleiðina, og sinn eigin lækni heim í héraðið. — Fimtíu ára af- mæli Lestrarfélags Skútustaða- hrepps verður væntanlega haldið hér á milli jóla og nýárs með minn ingarsamkomu, sýnist það eiga vel við, því félagið hefir gert mikið gagn á þessu tímabili, og á nú álit- legt bókasafn og allvíðtækt.” Akureyri, 15. Jan. 1909. Alment álit mun það hér í bæn- um að sú lóð, sem liggi hér einna bezt til verzlunarreksturs sé lóðin norðan við Torfuneslækinn gegnt fyrverandi verzlunarhúsum Egg- erts kaupmanns Laxdals, sem Ed- inborg keypti og á nú. — Lóð þessa átti bærinn, en seldi hana ný lega Jðhaninesij kaupmánni Þor- steinssyni fyrir 4,200 krónur, og á andvirðið að renna í hafnarsjóð. Mun hann þykja vel að henni kominn, því lóðin hefir batnað mikið og á verðrpæti sitt aðallega að þakka hafnarbryggjun|ni á Torfunefi. —NorOri. Velkominn, svanur, sunnan yfir hafið með söngbrjóstið flekklaust enn af borgareimnum- vængfangið breiða, dulardjúp í hreimnum, drápunnar gull úr frónsku bergi grafið. Velkominn, svanur! er sönginn þinn eg heyri sólbráðið þýðir fannir andans hlíða, söngþrestir líða um hugarhlyninn víða — himininn býður unað hvergi meiri. Velkominn, svanur! söngstu vel og lengi, svifhár sem norðurljóssins töfrabogar. Vegljóst er ætíð anda, er sjálfur logar — upploftið frjálst, þótt jarðarkjörum þrengi. Velkominn, svanur! fljúgðu frjáls til stjama. Fyrr, en þú mæðist, hverf til stöðva þinna. Víst er hér kalt, en vakir muntu finna og vini, er syngja á skörum blárra tjarna. SEYMOUB HOUSE Market Square, Wlnnlpe*. Eltt af beztu veltlngahúsum bnja. . lns. M&ttlðlr seldar & 36c. hve. 31.60 & dag fyrir teðl og gott her- bergi. Billlardstofa og sérlega vðnd- uð vlnföng og vindlar. — ökeypls keyrsla Ul og fr& J&rnbrautastöðvum. JOHN BATRD, elgandl. MARKET $1-1.50 á dag. P. O’Connell eigandi. HOTEL & mötl markaðnum. 146 Prlncess Street. WINNTPEG. —ÞjóÖólfwr. Sigurður SigurSsson. Gífurlegt meltingarleysi. batnaði af því að Dr. )Villiams’ Pink Pills voru reyndar í tceka tið. Það er ékkert meðal jafngott vi)ö hverekonar niagaveikindum eins og Dr. Williams’ Pink Pills. Þær hafa hvorki í sér efni sem örfa matarlystina í svip eða styrkja menn litinn tíma. Þær istarfa etms og sjálf náttúran að því að búa til ríkulegt, rautt blóð. Þetta nýja blóð færir öllum líffær unum nýjan þrótt. Þegar það etreymir um smáæðamar í magan - I un, þá styrkjast þær, en af því eiðir aftur að menn öðlast matar- lystina. En þegar matarlystin er fengin, þá gefur blóðið maganum afl til þess að melta það, sem í magann kemst. Blóðið sýgur (næringarefnin í sig og flytur þau ím allan líkamann. Svo lækna Dr. iWiIliams* Pink Pills alla maga- rveiki og veikindi sem stafa af ípiltu blóði. Svo fara þær að því, að færa heilsu og hreysti þeim, er júkir og örmagna eru. Mr. H. Thomas Curry, Port IMaitland, N. S., farast svo ori5: ‘Fyrir hér um bil þrem árum tók jeg veiki, sem læknarnir kölluðu á- |caft meltingarleysi. Fyrstu ein- kenni veikinnar voiru þau, að eg ífann óbragð í munninum á mér á morgnana og fann til uppþembu. ISeinna þegar veikin tók að magn- st, settist sífelt skán á tunguna á nér, einkanlega á morgnana, og mér leið mjög illa. Matariyst mín Ifór minkandi, og þó að eg neytti Bð eins lítils matar fanst mér í Ihvert skifti eins og eg hefði borð- eð of mikið. Þegar mér versnaði ét eg tæplega nógui mikið til að þalda holdum, en þjáðist þó af sár- lustu kvölum. Ákaflegt magnleysi Ifór að færast yfir mig, og gat eg eldrei losast við það. Mér fanst g alt af vera þreyttur og máttfar- jnn, og hafði iðulega höfuðverk. vleðöl þau, sem eg fékk hjá lækn- im og annarstaöar, gátu ekki lækn eð mig, né létt þrautir mínar hiö allra minsta. Eg hafði þjáðst Évona hér um bil eitt ár, þegar eg as í blaði um veikindi svipuð mín- im, sem læknast höfðu við notkun Dr. Williams Pink Pills. Það kom nér til þess að reyna þessar pillur. Það leið ekki löng stund áður en eg fann að nokkuð fór að draga úr þrautum mínum eftir mál- tíðir, og þegar eg hélt áfram að neyta þeirra, hvarf smátt og smátt öll þreyta og magnleysi og höfuð- verkur, og eg fann nýtt starfsþol og nýjan styrk endurnýjast. Þeg- ar þetta er ritað, er eg vel frískur og við beztu heilsu, og kenni ekki minstu óþæginda af gomlu veik- indunum, og eg þakka heilsu mína því, að eg reyndi hinar ágætu Dr. Williams’ Pink Pills.” Þessar pillur eru seldar hjá öll- um lyfsölum, og eins getið þér fengið þær sendar með pósti á 50C. öskjuna eða sex öskjur fyrir $2.50 frá The Dr. Williams’ Medicine Co., Brockville, Ont. og annara nauð búsá- halda LEITIÐ beztra nýrra og brúkaðra Húsgagna, ]árnvöru, synlegra Leirvöru — hjá— THE WEST END New and Second Hand STORE Cor. Notre Dame & Nena HREINN ÖMENGAÐUR B JÓR gerir yöur gott Drewry’s REDWOOD LAGER Þér megið reiöa yöur á aö hann er ómengaöur. Bruggaöur eingöngu af malti og humli. Reyniö hann. 314 McDkrmot Avk. — ’Phonb 4584» á milli Princess & Adelaide Sts. Ske City Xiquor Jtore. Heildsala i VINUM, VINANDA, KRYDDVINUM,! VINDLUM og TÓBAKI. Pöntnnum til heimabrúkunar sérstakur gaumnr gefinn. Graham &• Kidd. ? HVAR GETIÐ ÞER FENGIÐ 8 stykki ,,Golden West’’ sápu fyrir ... 25C 7 " ,,Royal Crown......... ... 25C 5 " ,,Table Gellies" '* " ... 25C ..Catsup'' flaskan ........... 5C Góðar niðursoðnar fíkur 4 pd..25C Mótað smjor, pundið ..........25C S V A R : BC. VA/ KIGBT 767 Blmeoe Það borgar sig að finna mig. Northern Grown Bank. Utibúdeildin á horninu á Nena St. og Wílliam Ave. Starfsfé $6,000,000. Ávísanir seldar til allra landa. Vanaleg bandastörf gerð, SPARISJ ÓÐUR, Renta gefin af innlógum $1.00 lægst Hún lögð við fjórum sinnum á ári. Opinn á laugardagskvöldum frá 7—9 H. J. Hastings, bankastjóri. Wm.C.Gould. Fred.D.Pet*r* $1.50 á d&g og meira. Midland lotel 285 Market St. Tals. 3491. Nýtt hús. Ný húsgögn. Nýr hús búnaður. A veitingastofunni e> nóg af ágætisvíni, ifengum drykkj um og vindlum. Winnipeg, Can.. AUGLYSING. Ef þér þurfið að senda peninga til ís- lands, Bandaríkjanna eða til einhverra staða innan Canada þá notið Demimon Ea— press Company's Money Orders, útlendar ávísanir eða póstsendingar. LÁG IÐGJÖLD. ABal skrifsofa 482 Main St., Winnipeg. Skrifstofur viðsvegar um borgina, og öllum borgum og þorpum víðsvegar uro landið meðfram Can, Pac. Járnbrautinni. ORKAK lorris Piano Tónamir og tilfinningin *r framleitt á hærra stig og mei meiri list heldur en & nokkru öðm. Þau eru seld með góðum kjömm og ábyrgst um óákveðinn tíma. / Það aetti að vera á hverju heim- m. 8. Ii. BARROCLOCGH M CO., 928 Portaee ave.. - Wlnnipef. A. S. BARDAL, selui Graiiite Legsteina alls kcnar stæröir. Þeir sem ætla sér aö kaup? LEGSTEINA geta þvf fengiö þá meö mjög rýmilegu veröi og ættu aö senda pantanir sem fyrst til A. S. BARDAL 121 Nena St., Winnipeg, Man Sérstakt verð Allan þennan mánuö.—Ef þér ætlið aö láta taka af yöur mynd þá komiö til vor. Alt verk vel af hendi leyst. BURGESS & JAMES, 602 Main St. VÍÍSóPr Ó 01 ll lcfó cci Ef til vill þarfpast eitthvað af skrautgripum yðar viðgsrðar. Yður mun furða ’ <X gLilloLaobl . því |]Ve hægter að gera það eins og nýtt væri fyrir lítið verð Þaðer auðvelt að ge það á viðgerðarstofu vorri. O B. KNIGHT & GO. gera URSMHUK og ÖIMSTEINASAUAK Portaqe Ave. £» Smith St. MINNIPCö, MAN. Talsfmi 0690.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.