Lögberg - 08.04.1909, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.04.1909, Blaðsíða 6
KJORDOTTIRIN SUáldsnga í þrem þdfctuin eftir ARCHIBALD CUVERING GUNTER Rétt á eftir létti henni mikið, því að Mathilde kom hlaupandi út úr húsinu með stórt pálmablaö og •hjálpaði gömlu konunni alúðlega til að svala sér. Mrs. Mervin var örðugt um mæli en fékk stnrn- ið upp þessum orðum: “Sögðu-ð þér ekki, að systir yðar væri erfingi ættarinnar? En á faðir yðar þá ekki “Baby-námuna?” “Jú, hann á hana að visu — eða rétUra sagt mest- an hluta hennar. Þegar ekkjan heyrði þetta, var eins og létt væri af henni*þungum steini. Þá tók Mathilde aftur til máls og sagði: “Orð mín lutiu að því, að ef mig skortir fé — og það er nokkuð oft — verð eg að biðja pabba um það, vegna þess að sjálf á eg engar eignir. Þess þarf Flossio ekki. Hún snýr sér þá til fjárhaldsmanna sinna. Hún á sjálf fjórða hlutann í “Baby-námunum”, Bob annan fjórða hlutann og karlinn —eg ætlaði að segja pabbi — á hitt. Þér hafið kannske heyrt, að Flossie er kjördóttir. Við erum ekkert skyldar, þó að mér þyki eins vænt um hana, eins og hún væri systir mín, og eg held helzt, að pabba þyki jafn-vænt um hana eins og mig. En nú held eg að bezt sé fyrir okkur að koma inn, því að hann er kominn að garðshliðinu. ’ Svo var og, því Abe Follis kom gangandi h«m til miðdegisverðar. Miss Mathilde hljóp á móti föður sínium. Hann rak að henni rembings.koss og því næst fóru þau öll inn til að snæða miðdegisverð, og tók Mrs. Marvon það sveitalega siðmenningarleysi nærri sér, að þurfa að eta miðdegisverðinn um hádegi eins og venja var til þar vestra. Meðan verið var að borða, var ekkjan að brjóta lieilann um hvernig hún ætti að fara að því, að fá að vita eitthvað nánar um ungu stúlkuna, sem þær hófðu verið að tala um. Henni var vel kunnugt um að karlmenn eru jafnaðarlegast málreifari eftir snæð- ing en á undan honum. Hún hinkraði því við þang- að^ til Mr. Follis var kominn út á svalirnar bak við húsið, til að reykja vindil sinn, og ljúka þannig máls- verði eins og hann komst að orði. Þa for hun ut á eftir honum. Hún kunni vel að gera sig bliða í máli og alúðlega og dró nú ekki af; og er hún hafði rætt við hann um hríð vék hún talinu að erfiðleikunum, sem hann hefð! átt við að stríða fyr á árum, áðavr en honum græddist fé. og furðaði hana þá á að heyra, að gamli maðurinn var upp með sér af því, að hafa haf- ist af eignum ramleik úr hyldýpi fátæktarinnar. Loks sagði hún ísmeygilega: En viljið þér nú ekki gera svo vel og segja mér eitthvað af dóttur yð- ar, þessari. sem eg hefi oft heyrt minst a, en aldiei ség — henni Flossie, sem sögð er svo frábærlegu fögur ?” Þegar Mr, Follis heyrði þetta, kom fagnaðar- bjarmi á rauða andlitið á honum. Hann unm kjör- dóttur sinni heitt og livenær sem hann heyrði hennar minst hlýlega gladdist hann innilega. En námueig- andinn gamli var einn þeirra manna, er eigi hikaði við j að gefa síðasta málsverð sinn ef svo bar undir. ^ En | hann var og manna vísastur til að véla menn á námu- verzlun og féfletta í hestakaupum, af því að kaup- sýsla er atvinna og sá hefir alt sem kjafta kann. “Það er einstaklega fallegt af yður, að vera að ■hugsa um Flossie mína,” sagði Abeð settist niður hjá Mrs. Marvin og fór að þurka rauða andlitið á sér -með enn rauðari vasaklút, sem hann tók úr svarta barðabreiða hattinum sínum. “Eg heft ekkert a moti því að segja yður söguua af stelpunni, hvernig það atvikaðist að hún komst á okkar snæri og með hennt Baby-náman, auður og allsnægtir til handa oðrum eins fátæklingsræfli og eg var, því að aldrei hefir mer snauðari maður grafið málm úr jörðu.” .... “Mér þykir frásögn yðar furðuleg," sagði ^ekkj- an “Hvernig gat bamið vísað yður a namuna? “Ja, þetta átti nú eiginlega að vera rósamál, frú mín góð.” svaraði Abe og brosti drýgindalega. “Mér hættir til að tala undir rós, þegar eg kemst við. En nú skal eg segja yður greinilegar frá þessiu'. Við komum hingað frá New Mexico. Eg var þá búinn a5 dvelja þar í þrjú ár og gekk alt af jafnilla. Þar var hjá okkur um hríð ungur maður ^.istan úr ríkjum, sem Pete hét. Hann hafði ekkert vit á námavinnu. Það mátti heita svo, að liann æli önn fyrir okkur, og við unnum báðir saman í Tillie-námunni, er látin var heita í höfuðið á dóttur minni. Loks urðum við að hætta þar sakir fjárskorts. Um þær mundir var mikið látið af Leadville-námunni. og flutti eg mig þangað. En ekki varð mér förin þangað happadrýgri heldur en til Silver City, að undanteknu því, að eg kyntist Bob Jackson. Hann hafði reynt að útvega sér þar atvinnu og koma á stof.n málm-rannsókn . Einn sinni kom hann að máli við mig og sagði; “Hér er ekki um auðugan garð að gresja. en ef þér eruð tli með að flytja til Ernsted Butte, ímynda eg mér, a« þér finnið málma. sem vert er eftir að grafa. Þér eruð sæmdarmaður og eg er fús á að hjálpa yður.’’ Það stóð ekki lengi á því að samningar kæmust á milli okkar. Hann átti að fá einn þriðjung teknanm, I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. APRtL 1909. en eg tvo þriðjunga. En það var ekki hættulaust eða árennilegt að ráðast hingað til dvalar á þeim tímutn rétt eftir að þeir Mecker umboðsmaður og Thiu'rnt- burg ofursti höfðu verið ráðnir af dögum. “En eg lagði samt á stað með þær Rach og Tillie. Rach vildi ekki gefa það eftir, að eg færi einn, og Tillie urðum við að hafa með okkur, því að við gát- um hvergi fengið stað handa henni. “F,g ferðaðist hér umhverfis ríðandi í eitthvað þrjár vikur og leitaði málma, en gekk seint ferðalag- ið, því að vegir voru afarillir yfirfefðar á þeim tim- um. Eg var farinn að verða hnugginn og þreyttur af harðri vintuu' og hamingjuleysi, því að alt til þess tíma hafði eg ekki fundið nokkurt málmkorn. Við höfðum válið okkur skýli í helli einum og sváfum þar um nætur. En eitt kveld, þegar við vorum ný- sezt að, heyrðum við grát og köll, sem bergmáluðu hátt í hömrunum. Þeir enu1 sæmilega brattir og þver- hnýptir þarna eins og víðar i Colorado. Útsýni er þar hið fegursta fyrir ferðamenn, en námuleit ó- glæsileg. ' Þetta er barnsgrátur,” kallaði kona mín upp yfir sig. J‘Það er þó nærri ómögulegt. að barn hafi getað komisí þarna upp í björgin.” ' “Bn bamsgrátur er það samt!” sagði Rachel aft- ur, og ef þú vilt maður heita Abe, þá farðu og gr^nsl- astu oim hvernig á þessu stendur.” “Eg gríip þá Winchester-byssu mína, og fór að klifra upp eftir fjallinu. Eg var skamt kominn þega.r eg heyrði köllin aftur. Mér var ekki hægt að átta mig á því hve langt þær voru burbiv, því að hver klettur- inn bergmálaði af öðrum, en þverhnýptu hamrarnir í þessum löngu og djúpu gljúfragjám bera hljóðið greiðlegar en talpípur í beztu gistihúsum. “Eg klifraði upp hvem klettastallinn af öðrum og braust gegn um eikikjarrið, en svo ógreiðfært var upp fjallið að eftir heila klukkustund hafði eg ekki komist nema fjórðung úr mílu. Eg mundi hafa ver- ið snúin naftur fyrir löngu, ef eg hefði ekki öðru hvonu' heyrt köllin og grátinn. Og hljóðið var alt af að skýrast. Eg hélt enn áfram svo sem i fimm mín- útur og heyrði ekkert. Þá fór eg að hugsa um aö láta verða af því að snúa við heim aftur, þvi að þá var komið fast að sólsetri. Bn þá bar mér sú sýn fyrir augu, er fylti brjóst mitt miklum fögnuði, og þí taldi eg ekki eftir mér að hafa farið þetta. Eg sá undur fallegt stúlkubarn liggja á einni klettasnösinni. Hún var öll blóðrisa á fótum og handleggjum eftir þyrnana, og þarna lá hún alein og umhirðoilaus úti í geigvænlegum óbygðunum. Eg liljóp víst strax til hennar og ávarpaði hana. Þegar hún heyrði malrom minn,, kallaðiTiun upp yfi. sig og sagði: “éE, er þarna maður ? Alein ! AI- ein!” Því næst reis hún upp við olnboga og sagði i veiklulegum rórni: “Ekkert að borða! Aumingja Flossie!” Siðan hné hún niður á klettasnösina, eins og hún hefði verið skotin kúlu og steinleið yfir hana. _ “Eg hljóp strax að jökullæk skamt þaðan, sökLÍ upp í hattimum mínum og skvetti vatninu á hana, en síðustu geislar hnígandi kveldsólarinnar skinu á hana gegn um mjóa klettaskoru þar sem hún lá mjallhvít eins og marmaralíkneski. Þegar eg hafði ausið nokk.- um sinnum yfir hana vatninu, fór það að renna utn klettinn, sem hún hvildi á, og skoluðust þá af honum leirinn og moldin. Eg helt afram að ausa vatninu og enn þvagnaði betur af klettinum. Loks leið ómegn'ð af litlu stúlkunni og eg Iyfti henni lupp og tók hana i fang mér, en samstundis rak eg upp svo hátt undr- ítnar- og fagnaðaróp að bæði koma mín og dóttir heyrðu það, og ruku á stað upp eftir fjallinu að leiti mín, því að þær héldu' að eg mundi hafa verið myrt- ur. En mér varð svona mikið um vegna þess, aö þarna í kveldsólargeislunum sá eg blika á skírustu blý- og silfuræðar, sem nokkru sinni hafa fundist í Colorado. Eg Var búinn að finna Baby-námuna. “Eg dreypti whiskyi á litlu stúlkuna, úr flösku minni og því næst lagði eg af stað með hana ofan eft- ir fjallinu; og þó að eg væri æsbu'r mjög yfir mesta og fjárvænlegasta happLnu, sem mér hafði hepnast á æt. minni, þá lét eg ekki nndir höfuð leggjast a ðhlynna sem bezt eg gat að barninu, því að köllunum í þvi átti eg að þakka, að eg fann öll þessi auðæfi. “Þegar eg var kominn miðja vegu ofan af fjallir.u Inætti eg ko,nu minni og dóttur, sem voru á upp eftir leið, og svo héldum við öll heim. Eg hrönglaði upp ofurlitlum bjálkakofa og lögðum við litlu stúlkuna í rúm og þar stundaði kona mín hana svo vikum skifti. Hún þjáðist af lungnabólgu og hitasótt, og hafði fengið veikina af 'að reika um f jöllin dag og nótt. Eftir þyí sem við komumst næst hefir hún líklega verið búin að vera ein síns liðs í þrjá eða fjóra daga þegar eg fann hana. “Elg sendi Bob boð undir eins og eg fékk þvi við komið, og hann kom þegar í stað frá Leadville. Síðan köstuðum við eign okkar áBaby-námiuna og létúm hana heita í höfuðið á baminu, sem hafði bent okkur á hana. Og Bob sagði að hún ætti heimting á að fá hlut í námunni. Ef eg vildi láta eitthvað af mínum hluta, kvaðst hann vera fús á að gefa nokkuð líka, og svo kom okkur saman um, að Flossie skyldi eignast einn fjórða partinn í námunni, Bob annan og eg helminginn. Og það var eins og öll höpp stæðu af miunaðarleysingjanum, því að náman var frá upphafi svo sem fátæklingi hentaði bezt. Það var grunt ofan á málmana svo að auðgert var að ná i þá, tilkostnaðar- litið, ólikt þvi. sem er í flestum öðrum námum. “Og þegar Flossie hafði fengið ráð og rænu voru eitthvað þúsund manns farnir að vinna í námunni, og síðan hefir saga Baby-námunnar, frú mín góð, verlð nátengd silfurafurðum Bandaríkjanna, og veltufé hér í Iandinu!” Um leið og Mr. Follis sagði þetta, brosti hann vingjarnlega framan í Mrs. Marvin og fór að kveikja í vindli sínum, því að það hafði dáið í honum meðau hann var að segja söguna. “Hvað sagði litla stúlkan ykkur um það, hvernig á því hefði staðið, að hún lenti þarna út í óbygðirn- ar?” spurði ekkjan forvitnislega. “Hún gat enga nána grein gert fyrir því,” svar- aði Abe. “Hún hafði reikað þar um i marga daga, eins og eg sagði yður áðan, og sótthitinn og hræðslan höfðu gert hana ruglaða, svo að hún mundi litið eft'r sér, og hún var upg, á að gizka níu ára, þegar eg fann hana. Fyrst miundi hún jafnvel ekki nafn sitf, og ef eg hefði ekki heyrt hana kalla það upp sjálfa. þegar eg fann hana, hefði eg ekkert vitað hvað eg átti að nefna hana. Þegar frá leið, fór hún smátt og smátt að segja okkur ýmislegt af sér, svo sem það, að Indíánarnir hefðu orðið foreldrum sínum að bana, og það var ekki ósennilegt á þeim dögum á þessum stöðvum. En það þótti okkur undarlegast, að hún stóð fast' á því, að það hefði ekki verið þar i nánd, að þau hefðu dáið, og að hún hefði ferðast lang ar leiðir með frænda sinum eða einhverjum öðrum ættingja á ýárnbraut. En þá ferð hefðihún ekki far- ið fyr en búið var að jarða foreldra ■,hennar. Hun sagði að maðurinn, sem hún ferðaðist með hefði far ið í burtu til að skjóta dýr og aldrei komið aftur. Þessi ferð hennar á járnbrautinni hefir hlotið að vera höfuðórar og ekkert annað, því að Indíánarmr vonu að herja rétt þar í grend, sem eg fann hana. “Við höfum ekki getað fengið neitt nafn upp ú: henni annað erf Flossie, en eftir látbragði hennar og fasi að dæma, er eg hér um bil sannfærður ium, að hún er komin af enskum aðalsmannaættum, og það get eg sagt yður, að Tillie mín á að mestu leyti yndis- leik sinn því að þakka, að hún hefir stælt Flossie.” “Og hafið' þér aldrei reynt að komast fyrir um það hverra manna Flossie er?” spurði Mrs. Marvin. “Hvaða gagn hefði verið að því?” spurði námu- eigandinn aftur. “Það er búið að myrða foreldra hennar, og frændi hennar hefir líklega orðið skógar birni að bráð, eða einhverju öðru villidýri. Og hvað skyldi hún vera betur komin, þó að einhverjir ætt- ingjar hennar fyndust? Imyndið þér yður, að nokkr- ir frændur eða frænkur hennar mundu unna hent-.i heitara heldur en Rachel og Tillie og eg? Búist þér kannske við, að það fólk gæti aflað henni meiri auð- æfi? Eg veit ekki annað, en að hennar hluti af námu- afurðunum hafi verið lagður inn í hennar reikning, sem við sjáum um, fjárhaldsmenn hennar, Bob og eg: og að hún eigi nú tvö heil stræti, fyrir utan öll verð • bréf, og fasteignir stíga drjúgum í verði hér í Denver um þessar mundir. Enn fremur á hún helminginn í málmbræðslustöð í Pueblo, og ósköpin öll af skulda- bréfufn og hliutabréfum í vatnsfélögunum í Omaha að ótöldu stóru hóteli í Chicago! Hvers ætti hún að óska sér framar?” “Hvers ætti hún að óska sér framar?” endurtók Mrs. Marvin, a.lveg forviða yfir þeim feikna auði, sem urtefu stúlkunni hafði hlotnast. Daginn eftir lagði Mrs. Marvin og Follis- mæðgurnar með henni af stað austu rí nýtízku sið- fágunina. Seint ium kveld komu þær á mikla járnbrautar- stöð og mætti þeim þar ung stúlka, forkunnar fríð og kurteisleg. Það var ekki laust við að hún væri drembileg í fasi, en það dró úr yfirlæti hennar, að augun voru dökk, stór og úr þeim skein mikil blíða, en drættirnir kring um munninn báru vott um mein staðfestu en vant er um jafn iungar stúlkur. Það var auðséð að hún var bæði einbeitt og kjarkmikd. Hún var vel búin, án þess mikið bæri á þvi — klædd eins og skólastúlka, en var þó orðin fullkomlega með- alkvenmaður á hæð. Henni fylgdi sænsk kenslu- kona, lítil fyrir manni að sjá, og talaði bjagaða ensku. Hún hafði verið send með ungu stúlkunni frá skóía frú Lameres, til að líta eftir henni. Þessi unga, fagra og tígulega stúlka var Miss Florence Follis. En þegar hún sá stjúpu sina og sysbur hvarf af henni yfirlætisbragurinn, því að hún hljóp .strax i fangið á þeim, og kysti þær inni^ega og réð sér eklci fyrir fögnuði. / Þær tóku henni jafnástúðlega og allir þögðu stundarkorn þangað til Mrs. Maryin sagði: “Eg bið yður afsökunar JMrs. Marvin, á þvi að eg gleymdi að kynna ykkur. Þetta er Flossie.” “Eg hefi heyrt Mrs. Marvin getið,” sagði unga stúlkan og rétti fram hönd sína, ám þess að taka af sér glófann, með svo kæruleysislegu yfirlæti, að ekkj- an starði forviðislega á þessa flökkukomu' úr Vestur- ríkjunum. Hún hafði séð þetta hæverska hirðuleysi fyr, og vissi að það var réttrar tegundar, og er telóð að erfðuTU en verður aldrei kent. “Mér þykir vænt um að heyra það,” sagði Aurorí og braut odd af oflæti sínu og tók þétt og vingjarn- lega í höndiná fallegu ungiu' stúl'kunnar. ”Hvar haf- ið þér heyrt min getið?” “í skólanum! Frú Lamere heldur fyrirlestra i efsta bekknum um helztu atkvæðakonur hér í Amer- íku.” “Á—á—á! Rétt er það,” tautaði Mrs. Marvm feginsamlega. “í gær mintisl hún á yður.” “Það er svo. Hvað sagði frú Lamere um mig'5 Eg hefi jafnan haldið því fram, að skóli hennar væri ágætur venustaður handa ungum stúlkum af háúm stigum,” svaraði ekkjan ánægð af hrósinu. GlfS A YE6GI. Þetta á aö minna yCur á aö gipsiö sem vér búum til er betra en alt annaö. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“ viðar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „GoId^Dust“ fullgerðar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Ready“ gips SkrifiS eftir bók sem segir hvaö fólk, sem fylgist meö tímanum, er aö gera. Manitoba Gypsum Co., Ltd. SKHIFSTOFA 0(1 IHYLSA WINNIPEtí. MAN. “Ja—a~á!” sagði unga stúlkan og stríddi við að Ieyna geispa. “Hún benti okkur á yður, og sagði, að af lifsferli >-ðar mætti hvað bezt sjá, hve viðmótslægm og þolgæði mætti sín mikils er kept væri um að kom- ast til vegs og virðingar. Hún sagði, að engin stúlka, sem héfði yður til fyrirmyndar, þyrfti að örvænta bó að hún væri efnalaus og Setti eingan að.” “Hm!” stundi Mrs. Marvin,*þvi að hún var að brjóta heilann um, hvort þetta væri sagt i grandleysi eða skopi, því að um það varð ekkert ráðið af svip ungu' stúlkunnar, hann var dularfullur og hugleyn- andi eins og títt er um enskt heldrafólk. Siðan tók Mrs. Marvin til máls og sagði í smjað- urs rómi: “En hvað þetta er fallega sagt af Mrs. Lamere. Eg ætla að biðja yður að segja henni, að eg sé henni hjartanlega þakklát fyrir þessi ánægju- legu ummæli.” Því næst sagði hún ísmeygilega og með mikilli ákefð: “Þér verðið að lofa mér að koma yður inn í samkvæmislífið í New York, ástin mín, eins og systur yðar, þegar þér farið úr skólanum.” Þetta sagði ]jún, því að hún mintist nú eigna þessarar tigulegu stúlku, sem frammi fyrir henni stóð. Hún njintist þess að hún átti fjórða partinn í Baby- námiunni, verðbréf, hlutabréf, hótel í Chicago og fast- eignir i Denver, og þóttist því viss um að þarna byð- ist góð vara í giftingabralli. Hún þóttist vis$ um, að eignalaus hertogi, markís eða greifi mundi greiða ríflega þóknun fyrir jafnfríða stúlka og vellauðuga. Og þegar ekkjan hafði miklað þetta alt í huga sínuni, kom berserksgangur á hana, og hún tróð sér áfram og ætlaði að kyssa á dúnmjúka kinnina á þessati væntanlegu gróðabrallsbrúður. En þá teygði unga stúlkan úr sér, setti á sig regingssvip og sagði: “Eg kyssi engan, sem eg sé fyrsta sinni.” Síðan smeygði hún á sig nefklípugleraugum með fyrirmensku brag, sem frú Lamere hefði mátt vera upp með sér af og sagði góðlátlega: “Það er svo fjarskalega auðvirði- Iegt.” Að svo mæltu vatt hún sér frá Mrs. Marvin, sem starði á eftir henni höggdofa og undrandi. Gamla konan var stundum fús á að auðmýkja sig, ef hún mætti sér meiri manni í kurteislegri framkomu. Flossie faðmaði Mathilde aftur að sér innilega, spurði hana margra spurninga um stjúpa sinn og (ím “Bob" og alla kunningjana vestur í Denver. Síðan gengu báðar ungu stúlkurnar út úr járn- brautarstöðinni, og munu sjaldan fegurri stúlkur tvær saman hafa gengið út um hliðið þar. Mrs. Follis og Mrs. Marvin komiu' á eftir, en enginn sem út horföi gat annað en dást að fríöleik og kurteisi ungu stallsystranna. Þegar út fyrir járnbrautarstöðina kom furðaði Mrs. Marvin aftur á tali Flossie. Þá var þaö skóla- stúlkan, sem lét til sín heyra, og hún sagði að hún yrði að vera komin til frú Lmaere áður en klukkan yrði átta. Annars fengi hún ráðningu. Síðan kallaði hún á systur sína afsíðis, og sagði lágt við hana; “Hvernig ertu stödd með peninga, Tillie? Geturðu lánað mér ein neða tvo dali?” “Hamingjan hjálpi þér, Flossie, geturðu ekki fengið peninga út í þinn reikning í Þ jóðbankanum ?” spurði systir hennar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.