Lögberg - 07.10.1909, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.10.1909, Blaðsíða 4
4 7- OKTÓBER 1909. JdQbcig er gefiC ú: bvern fimtudag af The iLögberg Prioting & Publishing Ce.. (löggilt), a8 Cor. William Ave. og Nena St.. Winnipeg. Man. — Kostar fa.oo um árið (á Islanditó kr.l.. Borg- ist fyrirfram.J. Einstök nr. 5 cents. EPublished every Thursday by The Lögberg Printing & Publishing Ce.. (Incorporated). at Cor. William Ave. & Nena St.. Winnipeg. Man. — Subscriptjon price f2.oo oer year. pay- aHe in advance Single copies 5 cents. 3 BJÖRNSSON, Edltor.l J .A. BLÖNDAL. Bus. Manager Auglýsin a«ar. — Smáauglýsingar eitt skifti 25cent fvrir 1 bml. k stærri auglvsing- um um leneri tíma. afsláttur eftir samningi. Btistana»kifti kauuenda verður að til- kynna skriflega og geta um fyrverandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er : Th« LÖGBERG PRTG. A PI BL. Co. Wlnnlpeg, Man. P. O Box 3084. TELEPHONE 22 I . Utanáskrift til ritstjórans er : Editor LOglierg, P. O Box 8(164. WlMNIPEO, Man.’J Samkvyemt landslögum er uppsógn kaupanda á’blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við> blaðið. ttytur vistferlum án þess að til- kynnaí heimilisskiftir. þá er það fyrir dóm’ stólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvís- legum tilgangi Vöxtur vesturfylkjanna nýju. Vesturfylkin nýju, Alberta og Saskatchewan, eru ung fylki — lahgyngst allra fylkjanna í Canada og voru stofnuð síSari hluta sum- arsins 1905. En þó að þau séu ekki eldri en þetta, eru allar horf- ur á, að þau verði bœði auðug og fólksmörg áður langt um líður. Margar mikilvægar umbætur hafa verið gerðar í þessum nýju fylkjum næstliðin fjögur ár og stórfengileg framfara fyrirtæki eru þar með höndum höfð. í báð- um fylkjunum er verið að koma upp veglegum stjómarbyggingum og hefir Grey landstjóri, sem er staddur þar vestra, lagt hornsteina að báðum þessum byggingum í höfuðstöðum fylkjanna, Edmon- ton og Regina. í sambandi við þá athöfn hafa stórblöðin hér minst ítarlega á framfarir og uppgang þessara ungu fylkja og þykir oss rétt að birta ofurlítinn útdrátt úr skýrsl- uan þeirra, því að þær eru merki legar og frfclegar. Landar vorir eiga þar aðsetur fjölmargir og snerta skýrslur þessar þá, — af- komu þeirra og framtíðarhorfur— eigi siður en aðra íbúa fylkjanna. an næst á öndverðu næsta ári, þá verða þingmenn af stjórnarflokki 38 en andstæðingar tveir eins og áður. Á því fjögra ára bili, sem Ruth- erford stjórnin hefir verið við völd, hefir hún reynst ötul og framkvæmdarsöm, og liggja eftir hana margskonar þarlleg lög. Eitt hið mikilvægasta, sem eftir stjórnina liggur eru Kaup talþráða kerfis Bellfélagsins. Annað er stofnum Alberta háskólans, sera nú er á öðru árinu. Þriðja eru verkamannalögin. Fjórða efling samgöngumála. Stjórnin hefir nú gengið í ábyrgð fyrir járnbrauta- féiög til að flýta fyrir þvi að braut ir yrðtf lagðar um afskekt héruð i fylkinu, sem samgönguleysi stóð fyrir þrifuni. Mentamálum liefir verið allmik- ill gaumur gefinn. Skólahéruðin eru nú órðin um sex hundruð. Stjórnardeild opinnerra verka liefir annast um að rnikið af góð- um vegum hefir verið lagt um fylkið, brýr bygðar og ýmsar op- inberar byggingar. Akuryrkju- máladeildin hefir leitast við að hlynna að búnaði með því að koma á fót smjörbúum, fyrirmyndarbú- um og búnaðarskólum. Dómsmála stjórinn, Mr. Cross, hefir getið sér góðan orðstír í málsókn gegn við- arsala sambandinu og málinu við C. P. R. félagið út af skattgjaldi á eignum þess. Meðal lielztu opinberra bygg- inga, sem fylkisstjórnin er að láta byggja eða eru þegar full- gerðar, má telja stjórnarbygging- arnar, nýja'Normal skólann í Cal- gary og háskólann. Smærri bygg- ingar, ráðhús, talsímastöðvar o. s. frv., er nú sem óðast verið að reisa í ýmsum bæjunn. Þó að vöxtur og viðgangur fylk isins hafi verið mjög svo mikiil á síðustu fjórum árum, er fullvíst talið, að framfarirnar verði til- tölulega enn meiri síðar. Sam- göngubæturnar nýju, járnbraut- irnar, sem lagðar hafa verið um ó- bygð eða lítt bygð svæði, hafa orð- íðtil þess að fjöldi búenda hefir þyrpst inn i fylkið og hver ný- lendan sprottið upp af annari; og þéttbýlla orðið i gömlu nýlendun- um. Fólksstraumurinn til Alberta liefir verið svo mikill t seinni tíð, að sennilegt þykir að ibúar verði orðnir þar nálega eln miljón eftir fjögur til fimm ár. ALBERTA. Þar hefir öillu tleygt fram á síðari árum. Þegar stjórn Norð- vesturlandsins leið undir lok og stjórnir nýju fylkjanna tóku við .1. Sept. 1905, voru rbúar í Alberta taldir 175,000. Á þeim fjórum árum, sem síðan eru liðin, hefir þeim fj-ölgað um xoo,ooo, svo að nú erui þeir 275,000. Árið 1905 voru þar ræktaðar 415,917 ekrur lands og var uppskeran af þeim 13,607,374 bushel af ýmsuin korn- tegundum. Á áliðnu árinu 1908 voru í Alberta 837,640 ekrur rækt- aðar og uppskeran af þeim 25,073,- 147 bushel. í ár er óhætt að segja að akuryrkja í Alberta sé helmingi umfangsmeiri heldur en hún var 1905. í öðrum efnum hafa fram- íarirnar verið álíka stórstígar. Eigi verður betur séð, en að vel hafi tekist til er sú stjórn hlaut völd, sem nú situr þar við stýri. Rutherford stjómarformaður tók við embætti 2. Sept 1905 og ráð- gjafar hans litlu siðar. Kosning- ar fóru fram sama haustið og urðu liberalar í mjög miklum imeiri hluta, 23 þingmenn kosnir af þeirra flokki en 2 stjórnarand- stæðingar. Rutherford stjórnin ■efndi til nýrra kosninga á síðast- liðnu vori og hafði trauist hennar og álit eigi þorrið á þeim þriggja ára tima, er hún hafði haldið völd- ivm. Hún vann nýjan og mikinn sigur við þær kosningar Kjördæm ununi hafði verið fjölgað nokkuð og þegar fylkisþingið kemur sam- SASKA T CtfE IVAN. Saskatchevvan fylkið er jafn- gamalt Alberta fylkinu svo -sem kunnugt er. Scott-stjórnin hefir lialdið sessi siðan fylkiö var mynd að og hefir átt allmdklum vinsæld- nm að fagna, og hefir hún eigi legið á liði sínu i að greiða fyrir veLferðarmálum fylkisbúa, og stuðla að þvi, að notaðar yrðu auðsuppsprettuir hins frjósama latids, sem þar er. í Saskatchewan er ágætt akur- yrkjuland, en akuryrkja má enn heita í bernsku. Alt fylkið er 250,65a fermílur og þurlendi af því 155,092,480 ekrur; en í fyrra var kornyrkja á að eins 5,970,841 ekru. Fjöldinn allur af innflytjendum hefir sezt aö i Saskatchewan á síð- astliðnum árum. Árið 1907 sett- trst 31,409 af öllum innflytjendun- um, sem komu til Canada, að í Saskatehewan. í fyrra settust þar að 22,082 innflytjendur og voru hér um bil tveir þriðju þeirra inn- flytjenda frá Bandarikjunum. Auk þess flykkjast á ári hverju stórir hópar austan úr fylkjum til Sask- atchewan, og eru engar skýrslur um þá. Af öllu þessu hafa íbúar fylkisins fjölgað mjög svo ótt. Árið 1901 voru ibúarnir 91,279, cn þegar manntalið var tekið ár- ið 1906 voru þeir orðnir 257,763, og eftir áætlun stjórnarinnar voru íbúarnir í Saskatchewan taldir að vera um 350,000 í byrjun yfir- standandi árs. Svo telst til, að nær helmingivr íbúanna séu bændur og er þvi eigi að undra þó bændabýlunum hafi drjúgum fjölgað i seinni tið þar vestra. Árið 1901 voru 13.380 bændn*'; ’i i Saskatchewan nrift 1906 voru þau 55,970 og í fyrra orðin 64,945. Meira en helming- ur (60 prct) allra heimilisréttar- ( leyfa, sem veitt hafa veriö á síð^-, astliðnum fjóruin árum hefir verið veittur í Saskatchewan. Árið 1905 vorui þar veitt t. d. 23,321 heimilis-1 réttarleyfi og 26,984 árið eftir. Árið 1907 voru þau 18,413 og í fyrra 20,804. Engum sem lítur á þessar tölur, getur dulist það, að þær ganga í augun á mönnuin bújarð- irnar vestur i Saskatchewan. Veð- uráttufar er þar milt eftir því sem meginlandsloft getur verið og jarðvegur vel fallinn til hveiti- ræktar. Eins og fyr er um getið má svo heita, að akuryrkja sé í bernsku í Saskatchewan, en samt hefir hún vaxið feikna mikið ,á siðastliðnuim tiu arum. Þannig var árið 1898 kornyrkja ýmiskon- ar á 350,000 ekrum i Saskatche- wan, en nú á 6,552,711 og í fyrra var lu-ppskeran af 'korntegundum þar 105,589,543 bushel. Vegna þess að jarðræktin hefir aukist svo ört, hefir þreskivélum og korn- hlöðum hlotið að fjölga að sama skapi t fylkinu. Laust eftir alda- inótin og skömmu ábur en nýju fylkin voru mynduð, var fremuir fátt um þreskivélar 1 Norðvestur- landinu til þess að gera, en í fyrra voru í Saskatchewan fylki einu nærri hálft fjórða þúsund þreski- áhalda. Um aldamótin tóku korn- lilöðurnar i Saskatchewan ekki nema tæpar þrjár miljónir bushela, en nú má geyma i kornhlöðum fvlkisins um átján miljónir bush. Það eru fleiri atvinnugreinir í Saskatchewan en akuryrkja. Gripa rækt var aðal atvinnuvegur ibú- anna þangað til innflytjenda- straumurinn mikli á sáðustu árum barst þangað. Víða i fylkinu er 'and mjög vel fallið til griparækt- ar, sérstaklega þar sem skógar og sléttur skiftast á, t. d. norban við Yorkton-braut C. P. R. félagsins og aðalbraut C. N. R. félagsins. I þeim héruðuim 1 Saskatchewan eru hjarðmenn miklir og eiga stór ar hjarðir sem ganga úti árið m kring og þykir hjarðmenska þar imj(>g gróðavænlegur atvinnuveg- ur. Kvikfénaði hefir fjölgað gríðarmikið í Saskatchewan á sið- ustu átta árum. Árið 1901 voru þar í fylki 83,460 hestar, en í fyrra 343,863. Nautpeningur 1901 var talinn 217,053, en í fyrra 745,037. Saulkindur 1901 taldar 73,097, en i fyrra 144,370. Svín 1901 ’voru 27,753, en í fyrra 426,529. Eftir þessuin skýrslum að dæma Iiafa alls verið í fylkinu 1901 401,364 höfuð kvikfénaðar, en B559.849 áriö '908. Þá má enn telja fleiri atvinnu- vegi. Leirtekja o á mörgnm stöSum í fylkinu og töluvert unnið að tígulsteinagerð. 1 norðurhlut- anum eru greniskógar allmiklir og liafa sögunarmylnur verið reistar til að hagnýta viðinn. í fylkinu er árlega unnin milli sextíu og sjö tiui miljónir feta trjáviðar og er mikil atvinna við það starf. Kolanámar eru miklir í Sask- ( atchewanfylki. í Estevan hérað-, inu við Souris-ána eru kolanáinar: er ná yfir 120 mílna svið og áætlað að þar séu 1,000,000,000 tonn kola. Við Wood Mountain, CypressHills ( og víðar í fylkinu hafa og fundist kol, en þau hafa eXKi verið notuð nema af bændum og hjarðeigend- um í nágrenninu. Fleiri málmar hafa fundist í fylkinu þótt eigi sé fullkannað enn, en margir hyggja mikinn auð tnálma fólginn í fylkinu norðan-, veröu. Gull hefir fundist við Saskatchewan fljót, járn við Atha baska og gas hefir tundist á ýms- um stöðuin, mest við Maple Creek. Samgöngur hafa drjúgum auk-, ist síðan um aldamótin. Þá voru ekki starfræktar í Saskatchewan nema um eitt þúsund mílur járn-1 brauta, en nú eru þar starfsæktar 3,250 mílur og er þó áformaö að bætt verði drjúgum við á næstu tveimur árum. Mentamáilafyrirkomulag í fylk- \ inu má heita gott og hagkvæmt nýju landi, sem er í uppgangi.! Skólalöggjöfinni og reglugerðinni sem í gildi var í Norðvesturland- inu þegar nýja stjórnin tók við, | hefir verið haldið i sama horfi og áður. Af fyrstu þroskaárum beggja nýju fylkjanna að dæma, má ætla, að þau eigi mikla framtíð fyrir höndum, og vist er um það, að þau ásamt Manitoba verða korn- forðábúr Canada, og alls heimsins að öllum líkindum einhvem tíma. Hið íslenzka bokmenta- félag. Heimflutningur Hafnardeild- arinvur. Herra ritstjóri! Eg bið yður ljá eftirfarandi lín- um rúm í lieiðr. blaði yðar. Forseti Hafnardeildarinnar, próf. Vorv. Thoroddsen, er nú á síðustu árum ihefir barist gegn heimflutn- ingi deildarinnar til Islands og sameining hennar við Reykjavík- uirdeildinia, hefir fundið sig knúð- an til þess að senda félagsmönnum erlendis ('áitan Kliafnarj fyrir- spurn um vilja þeirra í þessu efni. Enda þótt það séu félagsfundir, sem einir skera úr þessu sam- kvæmt lögum, ætlast hann þó víst til, að atkvæði deildarmanna úti i frá hafi að nokkru áhrif á úrslit- in. En hvort sem hann nú, er til kemur í alvöru, tekur nokkurt tillit til þessa eðuir eigi, skiftir það þó altaf mifclu máli, hvernig atkvæði eru greidd. Eg geri satt að segja ráð um, að Vestur-Islendingar allir, er í Bók- mentafél. eru, séu heimflulnings- mcnn. Þeir lnafa sýnt það, að því er “sambandsmálið” snertir, að þeir hafa rétta og ljósa hugmynd um, hvað Islendingum iber að gera ef þeir ætla sér að ná fullu stjórn- legu sjálfstæði. Heimflutnings- málið er einn þáttur sjálfstæðis- málsins, þótt ekki sé hann á því stjórnlega sviði. I hvívetna ber okkur að losa okkur sem mest við Dani og undan hinum einhliða dönsku áhrifum, unz okkur verður auðið að skilja við þá að fullu og öllu. Heima í landinu sjálfu, á stjórn okkar að vera, í landinu sjálfu, og eiga bókmentir okkar að hafa samastað; i landinu sjálfu eiga bókmentir okkar að blómgast n,ú sem fyr, í íslenzkum jarðvegi. En það er ekki að eins þjóðlega hliðin á þessu máli, er gerir það sýnt, að hið isienzka Bókmentafé- lag á ekki að hafast við að hálfu í Danmörku, heldur óklofið heima á íslandi. Bókmentalegs og fjár- hagslegs liagnaðar má líka vænta af heimflutningnum. Félagið starfar betur, öruggar og öflugar sem ein heild, getuir sett sér á- kveðnara mark og færst meira í fang, er það er í einu lagi, en þvi væri kleift meðan það er tvískift. Og því verður meira úr fjármun- um sínum með þeim hætti. Fram- kvæmdir félagsins yrðu að m. k. ekki dýrari, þótt það alt hefði setu heima. Ef það sökum heimflutn- ings missir lítilfjörlegan styrk, er það nú fjer úr ríkissjóði Dana — sem að öðru leyti er mjög óvið- eigandi að það taki við—, mun því vafalaust brátt, ef nauösyn ber til, bætast hann með fjártillagi frá hálfu landssjóðs; en því að eins mun alþingi hækka það tillag, að Hafnardeildin sé flutt heim til ís- lands. Þetta mál þarf i sjálfu sér ekki skýringa við. Það mælir með sér sjálft. Hugsandi íslendingar þurfa ekki lengi að vera í vaía um það, hvorum megin þeir eigi að skipa sér. Eg vona, að landar vestra láti vilja sinn í Ijós, með því að svara skilvíslega fyrirspurn þeirri, er Þ. Th. — að vísu án þess að heim- flutningsmenn væru með í ráðum — hefir sent “vestur um ver.” Og eg efast ekki um, að þeir svari henni á réttan hátt! Viröin|;arfylst, Khöfn þ. 22. Sept.brmán. 19CX). Gísli Sveinsson * + Ath. — Hið islenzka bókmenta- félag hefir frá upphafi verið í tveimur deildum og hefir önnur verið i Reykjavík en hin í Kaup- mannahöfn. Það hefir komið til tals á síð- ustu árum, að sameina bókmenta- félagið og flytja Kaupmannahafn- ardeildina til Reykjavíkur. Gisli Sveinsson, stud. jur., hefir mau ta bezt barist fyrir því máli á fund- um félagsins, bæði i Kaupmann höfn og Reykjavík, og ritað urti það nokkrar blaöagreinir. Reykjavíkurdeild télagsins hef- ir verið með heimflutningnum, en til þess að liann geti orðið þurtta báðar deildirnar að samþykkja hann. En í Hafnardeildinni eru menn, sem barist hafa mjög á móti þessu, þar á meðal forseti félags- ins, prófessor Þorvaldur Thorodd- sen. Ef oss minnir rétt, þá hefir hann ekki viljaö bera málið undir atkvæði fundarmanna, svo að Hafnardeildin hefir aldrei átt kost á að greiða atkvæði um málið. Hafnardeildin er miklu fámenn- ari en Reykjavíkurdeildin, en hef- ir að tiltölu meiri völd. Þessi tvískifting er algerlega ó- þörf, hefir óþarfa kostnað i för með sér og tefuc fyrir fram- kvæmdum félagsins. Vér erum algerlega sammála hr. Gísla Sveinssyni um þetta efni, og vonum að Vestur-íslendingar verði með heimfhitningí bókmenta félagsins, ef það mál verður borið undir atkvæði þeirra. — Ritstj. Thc ÐOMINION BANH SELKIRK CTIBUID. Atls konar bankastörf af hendi leyst. Rússakeisari heima fyrir. I ensku timariti einui skýrir höf- undur ritgerðar langrar og ítar- legrar frá því liversu Rússakeisari sé heima fyrir. Höfundurinn er nákunnugur rússnesku hirðinni og kveðst hafa aflað sér áreiðanlegr- ar vitneskju um það, hversu Nik- uilás keisari sé sem ýnVafmaður. Þess verður maður fyrst var um lyndiseinkunnir Rússakeisara, sem nú er, að hann er geðprúður og gæflyndur, og augnatillit hans er aðlaðandi en röddin ljúfmannleg. Sérhver sá, sem kynnist keisaran- um, kemst að raun um, að hann er vel gefinn maður og býsna djarf- hugaður. Bæði keisarinn og keisarafrúin eru mjög alþýðleg og lyúfmannleg við gesti sína. Þau tala að jafn- aði ensku. Keisarinn' er mjög söngelskur maður. Hann er tónlagasmiður Isjálfur, og leikur afburða vel á fiðlu. I>ó leikur hann jafnaðar- legast á rússneskt strengja hljóð- j færi, þrístrengjað, sem nefnt er ^bala/aika. Keisarinn hefir fallega , söngrödd og finnur töluvert til þess. Einui sinni er hann var að skemta gestuin síhum — sem voru ættingjar hans og nokkrir vinir — með því að syngja rússneskar þjóð visur, sagði hann hlæjandi að lokn um söngnum: “Já vinir mínir! Ykkur er það kunnugt, að óvinir mínir eru fjölorðir um það, að eg sé alls engum gáfum gæddur, en eg dirfist þó að halda því fram, að eg að minsta kosti syngi eins vel og flestir óvitiir mínir.” Keisarafrúin er mjög náttúruð fyrir söng og því hefir oft verið haldiö fram, að hún mundi hafa orðið heimsfræg sö.ngkona ef hún hefði ekki orðið keisarafrú á Russlandi. Keisarinn hefir mikið gaman af jarðyrkju, sérstaklega garðrækt og á mörguni myndum má sjá ein- áaldshölfðingya allra Rússa vera' að stýra plógi. Hann er mjög gefinn fyrir bæk- ur, og les mikið og sjálfur segist hann mundi hafa orðið grúskari, ef hann hefði eigi komist í Lásæti á Rússlandi. Keisarinn kvað láta sér mjög ant um að safna frí- merkjum og fuglaeggjum. Spurisjóðsdeildin. TekiP viO ÍBBlögum, frá $1.00 að upphaO og þar yfir Hæstu vextir borgaOir tvisvar sinnumáári. Viðskiftum bæuda og ano- arra sveitamanna sérstakur gaumur gefint. Bréfleg innleggog úttektir afgreiddar. ósk- aO eftir bréfaviöskiftum. Nótur innkallaöar fyrir bseudur fyrit sanngjörn umboöslaun. Við skifti við kaupmenn, sveitarfélög, skólahéruð og einstaklinga með hagfeldum kjórum. J. GRISDALE, bankastjörl. um að þakka, að þeir hafa getað varðveitt sjálfstæði sitt. Þeir eru harðir í horn að taka Svartfelling- ar, og fýsist nú engin þjóð að leitu á J>á, enda eigi enir miklu fað sækjast. Norðurhluti landsins er. ófrjór og óbyggilegur. Og þó að Svart- fellingar séu sparneytnir geta þfeit varla fætt sig á því, sem landii gefw nyrðra af ser. Því er það venia, að ungir menn fari þaðaá burt og leiti sér atvinnu. I>essi hluti landisins ejr eigi heldur ve! t'allínn til griparæktfar. Naut- pening þar er alt af að hnigna, Engar skepnur þrifast þar nvtðxa nema svín. Að sunnan verðu er landið miklu frjósamara; en ekki gefur það meira af sér en íibúarnir þurfa sjálfum sér til lífsuppeldis. Þar er þéttbýlla og allu.r jarðargróð- urinn fer til að frammfleyta fólk- inu, sem býr þar. Það má heita svo, að enginn afgangur verði af aíurðunum til að skifta á og er- lendum vörum, þegar stjórnar- kostnaður er reiknaður með. Eigi eru heldur óunnin auðæti i námtim og skógum i Montenegro svo sem í Albaníu. Alt hafa menn hagnýtt sér er að nokkrtt haldt mátti koma, grjótiO ettt er eftir, og á því er enginn hörgull. Lengi vel hefir Evrópuþjóðun- um verið lítt kunnugt t:m landið, og er það reyndar enn, og síðustu framfarasporin þykja því mikil tíðindi, svo sem þjað, að íbúar séu rnjög áfram um að koma sér upp jámbrauturn, efla verzlun með þvt að byggja mikla höfn og að furst- inn ætli að skifta á fornu höfuð- borginni Cetinje f Tjollunum og gera hafnarbæinn Ný-Antivari að höfuðborg. Það er ekki ótítt i Ameríku, að nýir og blómlegir bæir rísi upp á auðri sléttti eða við skipgeng fljót. En i gömlu Evrópu þykir það mesta nýlunda ef bær rts upp á grýttri sjávarströnd, þar sem áður fyrri var ekkert hreysi, jafnvel ekki skýli fyrir tollgæzlumenn. En Nikulás fursti hefir þó orð- ið frömuður þess að stofnsetja slíkan nýmóðins bæ, er hann að viðstöddum fjödda tiginna manna og blaðstjóra lagði homsteininn að höfuðstað Svartfjallalands og aðseturstað sínum við Adríahafið. Vænst er eftir, að þetta verði til þess að glæða vöxt og viðgang Svartfjallalands og ítalir hafa ekki látið á sér standa að rétta fjallaþjóðinni hinum megin Adría- hafsins bróðurhönd sína. Undir eins og Victor Emanúel gekk að eiga Helenu af Monten- egro, fóru ítalir að líta hýrum augum yfir flóann til Antivari og þótti þeim fýsilegt að flytja þang- a ðvaming sinn til að koma hon- um inn í Balkanslöndin. Fyrst var Marconi skeytasam- flyrtur kóldu Svartfjallalandið. íbúar Svartfjallalandsins, Mon- tenegro, eru fámennir, en þó hefir vér ætlum ekkl a8 “>yrða þeim hepnast að vernda sjálfstæði v8ur e8a rama. e-> vér viljumilosa yOur v.8 ^itt þratt fyrir a lar bylrfngar t kvöldum, me0 því aö láta y0ur í té londunum umhverfis þa. En þratt fyrir það hefir Svartfellingium áj,aetan, þlirran ekki tekist að vera jafnhraðfeta í framförum né jafnötulir að safna fé eins og nágrannaþjóðirnaj á Panti8 til reyDslu og þér muni5 saanfærast Balkanskaganum. Um það hafa þeir staðið miklu ver að vígi vegna I. & L. GUNN þess hve landið hggur illa við. „ . c. , ,, . . K, , , Cor. Prmcess St. & Alexandra Ave. Ohætt mun að fuWrða. að þeir • • , _ , .. . . f... Tals. Main791 eigi það hreysti smni og samtok- ELDIYIÐ WIN NXPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.