Lögberg - 28.07.1910, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.07.1910, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGWN 28. JÚLI 1910. LÖGBERG jfið út hvern fimtudag a£ Thb Lög- ' (BRG PRINTING & PUBLISHING CO. Cor. William Ave. & Nena St. WINNIPEG, - MaNitoba 1 S. BJÖRflSSON, Editor.____ JJ. A. BLÖNDAL, Bus. Manager Utanáskrift: Tbe Losliers Printiiw; & Fnlilishing l'o. p. o. uux aos-i mtixnipbg Utanáskrift ritstjórans: Eilitor Logberg P.O.BOXiWm WWNIPEB PIIONEomun 331 íslendingar í Ameríku hafa fundiö til þess eigi síöur en aörir útlendingar, að það er að mörgu leyti ilt og óþægilegt að vera staddur ókunnugiir og i fram- and landi og ómálgur á tunp þeirrar þjóðar, sem’ 'þar er fyrir. Þannig hefir verið ástatt fyrir þorra þeSis fóiks, sem hingað til lands hefir komið. Það hefir ekki skilið eða getað talað svo sem neitt enska tungu þegar hingað kom, allur fjöldinn að minsta kosti. Þó að fæstir íslendingar hafi þurft að kvarta yfir því, að þeir hafi ekki fengið eitthvað að gera þegar vestur um haf kom, þá er það ekki að þakka því, að þeir hafi náð í þau störf vegna kunnáttu sinnar í enskri tungu öðrum þjóð- um fremur, helchir vegna þess, að þeir fengu strax í upphafi fólks- flutnings frá íslandi vestur um haf orð á sig fyrir það að vera dug- legir verkamenn og samvizikusam- ir og trúir i þeim verkum, er þeir voru færir um að vinna. Hitt er kunnugra en fra þurfi að segja hve miklir erfiðisleikar eru á því að sækja vinnu án þess aS kunna skil á skipunum enskra hús- bænda, og getá heldjp'r ekki gert sig skiljanlega fyrir þeim, svo að verður að stýra virmumanni við verkið eins og vél en ekki eins og lifandi manneskju. Slíkt hafði verið afar tilfinnanlegt fyrstu ísl. vesturförunum, hafa sumir þeirra, sagt oss, og þó að nokkur sé mun- ur nú og þá á aðkomu landa að heiman hér í landi. þar sem íslend- ingar þeir, er hér eru fyrir, hafa gert sér að skyldu að leiðbeina þeim á ýmsan hátt og útvega þeim atvinnu, þá eiga þeir nýkomnir landar afar óvægt um vik, sem setjast að meðal hérlendra enskra manna og ’byggja á átvinnu hjá þeim. Það eru fleiri en íslendingar, sem hafa fundið til hinna miklu ó- þæginda sem af því stafa, að eiga aðj vinna h'já ensíkumælandi hlús- bænidum hér í landi, sérstaklega í stórbæjunum og námunum, þar sem vinna er fast sótt, er erfið og oft hættuleg . Allur þorri útlend- inga, sem hingað i álfu befir flutt, hefir rekið sig á þessa sömu eriið- leika . Þéssir erfiðleikar hafa þegar vakið eftirtekt hérlendra manna, og hafa ýmsir þeirra, sem mann- vinir eru, reynt að hitta ráð til að minka þá eða draga úr þeim. Einn slíkra manna heitir Peter Roberts. Hann er Bandaríkjamað- ur, innflutningsmála ritari alþjóð- arfélags kristilegra ungra manna. Hann hefir aflaið sér vitneskju um það, að 4,000,000 verlkamarma í Bandaríkjum skilja ekkert einasta orð í ensku, og geta því ekki gert sig heldur skiljanlega á' þvi máli. Þetta hefir orðið til þess, að hann ásamt öðrum fleiri- hefir gengist fyrir því að koma á fót frískóla til að kenna fátækum útlendingum að skilja ofurlítið í enskri tungu. Peter Roberts hóf þetta starf einkanlega vegna þess, að honum reis hugur við þeirri hættu, sem það hefði í för með sér, fyrir út- lendingana að vinna i stórborgun- um eða námunum án þtess að skilja nokkurt orð í tungu þeirri, sem hér er landsmál. Sú hætta fanst honum tilfinnanlegri heldur en hið efnalega tjón, er leiddi af því að ktinna ekki landsmálið. Sjálf- ur hafði Peter Roberts verið námá maður í æsku og hann hafði verið presþyteéa .’prestur við harðkola- námur í Bandarikjum í 18 ár. Þar komst hann á þá skoðun, að meiðsl og líftjón það er yrði i kola náimum, væri að mestu leyti því að kenna, að verkamennirnir mis- skildu skipanir verkstjóranna, Og þá vitanlega allra helzt útlending- arnir sem1 þar ynnu og eðcki skildu nokkurt orð í enskri tungu. Það er t. d. mælt, að dr. Roberts hafi orðið þess vísari, að í einni námu í Michigan hafi að eins 16 menn af 225 sem þar unnu skilið ensku að nokkru ráði. Margoft bar dr. Roberts fyrir augu sú hætta, sem vofði yfir út- lendum og mállausum verkamönn- um. Einu sinni var það t. d. í bæn- um Pittsburg að ver.kstjóri skipaði útlendingi einum, er vann þar við mylnu, að taka upp járnkarl og bera hann að byggingu nokkurri, sem verkstjórinn tíltók og benti á. Verkamaðurinn var ekki kominn nema svo sem tvö hundruð skref þegar verkstjórinn kallaði til hans og bað hann að vara sig á raf- magnssíma sem losnað hafði og straumur var á. Mannauminginn skildi ekkert af þessum ensku við- vörunarorðum verkstjórans, sá ekki áímann, en ra'kst á hann og féll dauður ríiður samstundis., Peter Roberts komst svo við af þessum atburði, og öðrum nokkuð áþekkum, að hann hugsaði sér að kosta kapps um að firra útlending- ana slíkum vandræðum, ef verða mætti, eða að minsta kpsti að draga úr þeim. Hann þóttist skjótt sjá, að það var alt of vafningasamt og óhent- ugt að ætla að kenna tátækum út- lendingum, sem lítinn tima höfðu aflögu, enska tungu eftir málfræð- isreglum. Hitt þótti honum miklu álitlegra að kerana þeim enska tungu með eftirlíkingu, eins og móðir kennir barni sínu að tala. Ensku kensla sú sem dr. Roberts gengst fyrir, fer fram á þann hátt, að kennarinn leikur þýðing orð- anna fyrir nemendunum og marg- hefir yfir sömu setninguna, þang- að til þeir hafa lært hana. 'Þá er gert ráð fyrir að kennarinn skilji ekkert mál nema ensku. Tæp tvö ár hefir dr. Roberts gengist fyrir kenslu þessari og hafa þann tíma urra 7,000 nemenda fært sér kensluna í nyt og befir þeim verið skipað í eitthvað 225 bekki. Kennararnir eru flestir ungir menn, er kenna ókcypis eitt og tvö kveld' i viku. Kenslukaup er ekki heimtað af neinum nerraanda, en sumir leggja fram táein cent á kveldi. Kenslan fer f-ram hvar sem iiægt er að fá húsrýmr: í kirkjum, í skrifstofum, í samkomuhúsum, í útihúsurn. verkstæðum, á matsölu- húsum og verkjsmiðjutn, þvi að margir verksmiðjueigendur hafa orðið hlyntir þessu fyrirtæki. Þeir erfiðleikarnir, sem hrundið bafa á stað enskukenslu þeirri, er dr. Roberts og hans líkar gangast fyrir, er lífshættan sem stafar af kunnáttusfcorti útlendmga á enskri tungu Að því er til íslendinga kemur, sérstaklega þeirra er til Canada koma, hyggjum vér að þeir erfið- leilkar séu ekki svo mjög að óttast hér; hér í Canada munu fáir ís- lendingar hafa gefið sig að námu- vinnu. Byggingarvinnu hafa marg- ir stundað, en hún er ekki með jafnaði afar hættuleg, ef verka- menn fara varlega, og útbúnaður er sæmilega góður, svo að £á slyS munu hafa orðið meðal Islendinga, er stafað hafi af kunnáttuskorti á enskri tungu. Oss virðist aftur á móti sem ís- lendingar líði mestan hallarm af því í efnalegu tilliti, að vera ekki bjargfærir í enskri tungu, langtum fleiri en þeir eru. Þeir verða oft á tíðum að fara á mis við ýmislega atvinnu, einkanlega hæga og hent- uga, vegna þess, að málkunnáttuM, vantar tiltakanlega, þó að þeir séu starfinu vaxnir að öðru leyti; þeir standa því miklu ver að vígi um að komast áfram i lífsbaráttunni hér en enskumælandi menn, og verða að gera sér að góðu erfið- ustu verkin, margir hverjir, og þau verkin eru jafnaðarleg'ast verst borguð. Þeir verða að byggja því nær eingöngu á líkamlegt þor og þrótt, því hinnar andfegu atgervi sinnar fá þeir ekki neytt að því að það svið sem henni verður beitþ á, er þeim mállitlum Iokað að mestu eða öllu leyti. En af því að erfið- asta atvinnan, sem íslenzku verka- mennirnir verða að gera sér að góðu, er venjulegast verst borguð, þá er sýnn óhagurinn, sem af því leiðir að vera svo vankiunnandi í landsmálinu hér, að geta ekki kept við hérlenda menn um atvinnu og embætti þar sem fyllilega geti kom ið til greina allir andlegir og líkamlegir hæfileifcar keppinaut- anna. Enginn kostur er á að bæta úr þessu annar en sá, að reyna að komast niður í málinu. Og vér hyggjum þess eigi auðið nema með töluverðri fyrirthöfn og fé, Vér höfum haft spurnir af þvi, að sumir hinna fyrstu vesturfara íslenzkra, er hingað komu til Win- nipeg, hafi farið þannig að, að þeir tófcu sig saman hópur ungra og framgjarnra landa, útveguð'u sér góðan kennara, kennara sem’ kunni vel að mæla á enska tungu og rita hana, greiddu honum kaup fyrir að kenna þeim eina klukfcu- stund á kveldi eftir vinnu. Þetta gafst vel, og nú eru sumir þessara áhugasömu1 manna, sem þá voru með öllu vankunnandi í enskri tung'u, er þeir útvoguðu sér kensl- una, og fátækir — orðnir ein- hverjir allra atkvæðamestu starfs- málamenn meðal íslendinga í þess,- ari borg. Vér getum ekki betur séð, en að enn þá gæti mörgutn nýkomnum vesturfara orðið hagur að £ara að dræmum frumherjanna ísl., sem fyr vortt nefndir. Slá sér saman í sntá hópa t.d. .hér i Winnipeg og víðar þa.r sem J»yí yrði við komið, útvega sér kennara og húsnæði og notfæra sér kensluna sem þezt. Ef einhver þess konar viðleitni — það mætti ef til vill igera á annan og heppilegri hátt—um nám enskr- ar tungu, gæti lánast. þá væri sá erfiðleifci smækkaður semi að voru áliti háir nýkomnum Islendingum mest í Jæssu landi, kunnáttuskort- urinn á enskri tungu. Kollvarpað réttindum Finnlands. Það var í Marzmánuði Jætta ár að lagt var fyrir rússnesku djúm- una frumvarp til breytinga á sam- 'bandinu milli Finnlands og Rúss- lands. Frumvarp þetta fór aðal- lega í þá átt að afnema þau stjórn arréttindi er Alexander I. Rússa- keisari hafði veitt Finnlandíi, með því að frumvarpið kvað1 svo á, að í öllum þeim málum er nokkru skiftu, skyldi löggjafarvaldið vera hjá Rússum. Dúman setti frum- varpið í nefnd, og á meðan um varpiS var verið að fjalla, bárust dúmunni margar áskoranir frá ýmsum þjóðfélögum í Evrópu og verzlunarfélögum, um að fella |>etta rangláta frumvarp og svifta ekki Finnlendinga þeim réttindum sem þeim höfðu verið eiðfest af æðsta manni Rússlands. í lok Maímánaðar samdi finslca þiragið áskorun til Rússakeisara, þar sem þess var óskað, að -hann léti stjórnarskrána haldast óbreytta og léti nerna alt það brott úr fyr- nefndu frumvarpi, er kæmi í bága við hana. 30. Maí hætti fínska þingið að koma saman. Finski þingforset- inn, sem heitir nú Swinhufved, lýsti yfir því fyrir landstjóra að þingið finska bteri virðing og vel- vild til keisara og óskaði honum allra heilla og afhenti landstjóran- um þvínæst áskorun þRngsins rit- aða bæði á finsku og sænsku, en ekki þýdda á rússnesku, því að það var bannað í tilskipun gefinni út í Maímánuði 1909 cg hert á því boði með annari tils'kipun umi sama leyti á þessu ári. Sama daginn, sem forseti finska þingsins fann landstjórann að máli var símað frá Rússlandi, að nokkr um finskum mikilsmetnum embætt- ismönnum hefði verið sagt upp embættum sínum af því að þeir væru óvinveittir rússnesku stjóm- inni að því er samiband landanna snerti. Á leynifundi hafði dúman nú veitt 10 miljónir rúfela til ber- kostnaðar á Finnlandi. Henuála- nefnd rúlssnesk fer svo til Finn- Iands til að gera allan þann und- irbúning, sem rússneska stjórnin þóttist við þurfa. Enn fremur var þess látið við getið, að keisarinn hefði gefið út tilskipun nm það, að finska og rússneska herliðiíð ætti að sameinast, en til þess ætti finska þingið að greiða hálfa miljón rúbla í ríkissjóð. 3. dag Júnimánaðar hélt Stolypin hina miklu ræðu sína í dúmunni um Finnland. Forsætisráðherrann spilaði slæglega á þjóðernisstrengi Rússa, er hann talaði um Jætta mál. Han nsagði að ástan'dið á Finnlandi væri nú orðið þannig, að það væri tjónsamlegt Rússum í mesta máta, og kvað eina ráðið til að bæta úr því sem orðið væri, það, að láta rúfisneskt löggjafar- vald ná til allra J>eirra mála er hag ríkisins snerti á nokkurn hátt, því að öðrutn kosti yrði Finnland sam- bandsríki Rússlands. Hægrimenn tóku, Jxissu tali Stoly pins með mestu fagnaðarlátum, og andstæðingar þeirra fengu engu um þokað, J>ó þeir bentu á hve hróplegt ranglæti hér væri verið að fremja. Frumvarpið var sam- þykt með 186 atkvæðum gegn 120.. Önnur og þriðja umræða um- frumvarpið fór fram 10. Júní og lauk þingfundi með þvi að sam- þykkja frumvarpið og hrópuðu þá forkólfar hægri manna sigrihrós- andi að lokinni atkvæðagreiðslu: “Finis Finnlandiæ!” Það þýðir: “Endalok Finnlands!” Það er forna harmsagan, sem hér hefir endurtekist enti einu sinni, að réttvísin verður að lúta í lægra haldi fyrir hnefaréttinum. Nauðsyn auglýsinga. Til eru J>eir starfsmálamenn, er halda því fram, að það sé óþarfi að auglýsa varning sinn í blöðun- um. Þeir hugsa að viðskiftamenn komi eins eftir sem aður, og ef, l>cir kioma ekki furða þeir sig á því, og vita ekki hvað veldur. íslenzkir starfsmðlamenn munu lita svo á flestir, aði landar Jæirra ættu að unna þeim viðskifta öðr- um fremur, ef þeir bjóði jafngóð kjör og annars staðar eru í boði, og er slíkt ekki nema eðlilegt. En hvernig á fólk að vita um varningsverð svona alment, ef efcki er víðar frá því sagt en rétt á þeim stað, þar seiri varningurinn er seldur, og alt til þessa tíma hefir ekki nein önnur auglýsinga aðferð reynst betri. en að auglýsa í víð- lesnum blöðum’. Mörgum blöskrar hið gífurlega viSskiftamagn verzlunarfélaganna miklu i stórborgunum, og geta ekki í fljótu bragði gert sér grein fyrir, hvað því veldur. En aðal- orsökin er vrtanlega aujglýísinga- aðferð }>eirra. Afarmikið fé er það, sem verzl- unarfélögin miklu greiða fyrir aug lýsingar, en þau verja efcki því fé af handa hófi upp á von og óvon. Þau vita, hvar bezt er að auglýsa, og hvernig það skuli gera, og þau mund’u ekki eyða jafnmiklu fé1 eins og þau ’gera í auglýsingar, ef þau vissu það ekki fyrir víst að það margborgaði sig. 'Þleim er }>að fulljóst, að ef þau hætta að auglýsa, þá mundu þau ekfci geta haildi'ð í 'viilk.ifta.vini sina, (þeifr færu annað, né aflað sér nýrra, og gætu því ekki aukið viðskifti sín. En ef þessi miklu verzlunarfélög þurfa á auglýsingum að halda, til að geta þrifist, J>á þurfa smáfélög- in það engu s'íður, heldur miklu frekar til J>ess aði geta staðist í samkepnisbaráttu. Smærri kaup- mennirnir þurfa ekfci síður á aug- lýsingxtm að halda en stórkajúp- mennimir vegna J>ess„ að þeir hafa mesta samkepni að óttast. Það er ekki nema alvanalegt að ]>eir, sem byrja á einhverju fyrir- tæki, sérstaklega verzlun í ein- hverri mynd, auglýsa itarlega fyrst í stað, en hætta svo. En það er Ckki rétt, ef þeir ætla sér að láta verzlun sina þróast og dafna, Því fleiri auglýsingar vel samdar, sem eru birtar í sem MÍðlesnustum blöðum, því fleiri verða viðskifa^ vinirnir, og því fleiri sem v'ið'- •skiftavinirnir verða þvíi meiri verða viðskiftin og hinn árlegi hagnaður af verzluninni. Vitaskuld er mikið komið undir verði og vörugæðum, viðmóti selj- anda og viðskiftalægni. Fyrsta skilyrðir er samt að augýlsa varn- ingínn. Ef fáir eða engir vita hvar kjörkaup eru að fá, góðan varning og lipra afgreiðslu, er þess eigi að vænta að menn geti hagnýtt sér slíkt. iþegar það er orðið kunnugt og viðskiftavinir koma á sölustaðinn, þá geta varningsgæði, vöruVcrð og víðskiftalægni fyrst komið til greina. Stefnuskrá repúblíkana í S. Dakota. Á flokfcsþingi republicana i Suður Dakota 8. þ, m. var svo- hljóðandi stefViskná; samjj>ykt: “Vér, republicanar i Suður- Dakota, lýsum ihér með yfir þVí, að vér lítum svo á, að republicana- flokkurinn standi örugt og óbif- anlega við gnundvallar astriði stefnu þeirrar, er hann er bygður á og myndaður á í upphafi; vér lítum enn fremur svo á, að sá flokkur muni halda áfram að vera flokkur, sem haldi fast við atriðið um jafnrétti; vér trúum því, að hamn verði framfara flokkur, sem því verði vaxinn að taka við og leysa þau vandamál er leiða af nýrri tíma hagfræði og iðnaðar- fyrirkomulagi; vér trúum því, að hann verði flokkur, sem viðurkenn ir þþð að mánnréttindin sé æðri en eignarrétturinn, og að hann berjist fyrir jafnrétti öllum til handa, en móti sérréttindum handa nokkruim manni. Vér ‘lýsum yfir otlugu fylgi voru i J>eim stórmálum, sem urðu til og uxu undir stfðrn Roosevelts forseta, og vér krefjumst þess, að stefnu hans í þeim verði fylgt bæði í löggjafarntólum og em- bættisstjórn. Vér Iýsum yfir á- nægju vorri með margteknar yfir- lýsingar hans um einlægt fjylgi við stefnu republicana i þessum stór- málum. Vér tjáum samþykki vort á stjórn 'Tafts forseta að því er sraertir margar hinar sömu um- Uætur, sem staðfestar hafa Jverið með lögum, og vér tjáum honum hjartanlega aðstoð vora i öllum tilraunum hans að koma á áhrifa- miklum umbótum bæði að því er löggjöfna ,snertir og rikisstjórn- ina. Þegar tollákvæði eru gerð, þá ætti að hafa það hugfast, að þessi ákvæði séu ekki gerð hærri en svo að þau fallist í faðma við! þann mismun, er gæti orðið á kostnaði varnings framkiðslunnar heima og erlendis, eins og tekið er fram í stefnuskránni sem samin var á síðasta alríkjaflokksþinginui Um- svifalaust ætti að útvega vitneskju um það hvað miklu sá mismunur nemur, og breyta síðan tolllögun- ttm í samræmi við þær upplýsing- ar. Verndartolla ákvæðunum ætti allra helzt að beita í því skyni að Þyggja verkamönnum í Bandaríkj tinum góð og rífleg verkalaun, og sömíuleiðis til að tryggja það að* Bandaríkjamenn sem leggja fé sitt í iðnaðarfyrirtæki hafi sæmilegar tekjur og arð af því — en ekki til þess að hlaða upp ókleifan hátolla- múrvegg, þar sem samlög auðfé- laga og einokunar sambönd geti orðið til og dafnað inni fyrir og rænt borgara Bandaríkjanna. Vér erum á þeirri skoðun, að Payne- Aldric tolllögin séu spor i fram- faraátt. en finnum J>að að að Jæssi tolllækkun sé gerð á of fáum vör- ttm. Vér erum þeirrar skoðunar, að járnmálmur, trjáviður og kol ættu að minsta kosti að vera ó- tollað, og ennfretnur að tollur hefði átt að vera lækkaður á mörgum fleiri vörum en gert hefir veriö. Vér höllumst að þvi að stöðugt sé til tollmálanefnd, og skuli út- nefna hana eftir verðleikum, án tillits til þess, hvaða stjórnarstefnu menn fylgj'a; skyldtir peirra og á- byrgð skal ákveðin með lögutm. Frumvarpið til breytingar á milli- ríkja verzlunarlögunum, járn- brautalögin, eins og þau liggj> fyrir undirskrifuð af forseta, telj- um vér mikilvæg mjög, því aö þar er rýmfcað um vald milliríkja- verzlunarnefndarinnar að töluverð um mun, og hagur almennings betur trygður en áður og álitlegar. En þó skortir enn mikið á, að réttur íalmenningjs sé /tryjgðttr ,‘tr.l fulls. Það er felátt áfram nauð- synlegt að séð sé um að semja nákvæma skýrslu um járrabrautir og eignir járnbrautafélaganna, svo að eftir skynsamlegum ástæð- um megi kveða upp farskrá far- þega og flutningsgjald á varningi, Og vér erum áfiram um að þet'a sé gert og viljum styðja að því að það komist í framfcvæmd. Thc DÖMINION BANH SELKIKK b’TlBL'lB. AUs konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóðsdeildin. Tekiö viö inalögum, frá $1.00 aö upphaeO' og þar yfir Hæstu vextir borgaðir tvisvar sinnum á ári. Viðskiftum bænda og ann arra sveitamanna sérstakur gaumur gefinu Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. Ósk að eftir bréfaviðskiftum. Greiddur höfuðstóll .. $ 4,000,000 Vot-oQjógr og óskiftur gróði $ 5,400,000 Innlög almennings ..........$44,000,000 Allar eignir...............$59,000,000 Innieignar skírteini (letter of credits) selé sem eru greiðanleg um allan heim. J. GRISDALE, bankastjóri. Þjóð vorri hefi rstaðið geigur af forræði einokunarfélaga á lifs- nauðsynjum, og vofir hætta sú enn þá yfir oss. Vér erum þeirr- ar skoðunar að félög, bæði stór og smá séu nauðsynleg sakir af- st "ðu iðnaðar og verzlunarmála vorra. En hinsvegar er það bæði óþarft og ólöglegt að þessi félög gangi í samlög um að skapa verð á varningi. Það er samlag auð- félaga, sem á voru máli er nefnt trtists . Vér erum því meðmæltir, að sambandsþingi Bandaríkja sé veitt Ireimild til að að samiþykkja lögtil aukningar á tekjuskatti. Vér erum því fylgjandi að ,ítar- legt eftirlit sé sett og- sjórn á þeim félögum sem að tilhlutn sambands- stjórnarinnar annast milliríkja- verzlun til að hnekkja ólöglegum einokunarféllögum. Þessi triálsa verzlunar sanfkepni er hið eina verndarráð til að tryggja almenn- ing fyrir ágangi auðfélaga samlag- anna. Þetta er aðalefni sher- mönsku laganna. Eg þó að ný lög væru samin um Jnetta efni þá ættu þau ekki að neinu leyti að draga úr shermönsku lögunum heldur að herða á þeim. Vér höldum því fram, að landis- nytjar allar skuli skuli verndaðar, svo sem auðið er til almennings- nytja, og sömuleiðis að allir em- bættismenn, hvort heldur að kosn- ir eru eða skipaðir til að starfa eitthvað að málum þeim, er að landsnytjum lúta, skuli kosnir sak- ir þekkingar 'á þeim efnum, eða sakir langar þjónustu í þeirri grein. Helzta áhugamál flokksins er að hnekkja þeim sérstöku voldugu áhrifum er 'hald hafa á löggjöfinni og þeim breytingum, sem gerðar hafa verið á þingsköpunum. erum vér fyllileg-a samþykkir. Þær breytingar hafa miðað að því að efla .sjáífræð|i (þinigmianna, og gera þeim hægra fyrir um að tala og greiða atkvæði í samræmi við oskir kjósetnda. Vér leggjum það til, að sambandsþingmenn þessa ríkis styðji öll þau frumvörp, sem lúta að því að takmarka það ónær- gætnislega vald og áhrif sem for-' seti þingsins hefir. Vér erum því mótmæltir að skipaðir séu til samlbandsríkjadóm ara menn sem eru lögmenn auðfé- laga, menn sem svo stendur á fyr- ir, ,að þeir ,|ha£a ekki; traust al» mennings í þeim efnum, þar sem hagur auðfélaganna sem þeir eru lögmenn fyrir, getur verið í veði. Republicanar i Suður Dakota ætti ekki á neinn veg að stíga aft- urfararspor að því er snertir um- bætur þær, með ýmsu móti, sem lögteknar voru á tveimur síðustu þingum. Kosningarlögunum upp- haflegu ætti að breyta þar semi þeim þykir ábótavant vera, og vér erum þeirrar skoðunar, að lög um “Party Recall” ættu að verða sam- in ,. og ætti þar að vera tekin fram öll nauðsynleg ákvæði gegn mis- beiting laganna. Enn fremur ætti að heröa á ríkislögunum gegn auðí- félaga samböndium til að hnekkja einokunar áleitni. Vér lýsurn yfir einlægu sam. ]>ykki voru á ákvæðum þingsins að því er snertir fjárgeymslulög- in, er það leiðir af, að ríkissjóður auðgast árlega um fimtán til tutt- Ugu þúsund dollara, sem eru rent- ur af eignum ríkisins. Vér erum fylgjandi flokks út- nefningu póstmeistara til “Presi- dential Postoffices”. í þessari út- nefJnir.gu ættu aS taka þátt allír kjósendur í stjólrnarflokknum, sem heima eiga í bænum þar sem póst- húsið er. Núgildaridi lög um að gera heyr- infcunna vátryggingarreikninga,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.