Lögberg - 28.07.1910, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.07.1910, Blaðsíða 3
LÖGti£RG. FIMTUDAGINN 28. JÚLÍ 1910. Eggtíð og stekktíð. Þegar mánuSur er af sumri, þá stendur í almanakinu okkar, aS nú komi næstu 4 vikumar eggtiö eöa stekktíS. Mánuöurinn, sem vitS þetta tvent er kendur, byrjar uim 20. Maí og stendur fram u-ndir sólstööur. Feöur okkar fornti kendu alla mánuði sumarsins við þaö sem fyrir kom eða helzt viar haft aö| starfi. Fyrsta mánuöinn átti að sá, svo var þaö gert i Noregi og hér lika fram eftir. Þriðji mánuöur- inn var kendur við selin. Þá var farið með búsmalann, eftir fráfær- urnar, upp um heiðar og fjöll. Fjórði mánuöurinn var kendur við heyannir. Fimti mánuðurinn var ætlaður til kornskuröarins:. Og loks hét sétti og siðasti mánuður sumarsins garðlagsmánuður, þá átti að stinga og hlaða meðan jörð var þíð, fram undir veturnæturnar. Nú skyldum við segja unglinga- hóp frá kenningarheiti og ætlunar- verki hvers mónaðar, og svo ættu ung-lingarnir að segja hvern mán- uðinn þeim þætti vænst um. Skyldu þá ekki flest atkvæöin verða með öðrum mánuðinum, þegar egg- tíðin og stekktíðin kemur? í ríki náttúrunnar svarar mánuð- urinn sá bezt til aldurs ungling- anna. Þá i vorgróðanum hefir náttúran á boðstólum þetta tvent, sem rétt ekkert getur jafnast við. og það eru hreiður og lömb. Við, sem nú erum á fullorðins- aklri, ölum manninn flestöll ein- hversstaðar fjarri æskustöðvunum. En oft hvarflar hugurinn þangað og minnið, og drcgur upp myndir þaöan okkur til skemtunar, og þá einmitt myndirnar af starfinu því sein oss var ljúfast og kærast. Og mikils missa bömin, sem al- ast upp í kaupstöðunum og hafa ekkert að segja af lömbunum og hreiðrunum. Enn loðir mér i eyrum stekkjar- jarmurinn. Og ánægjan á morgn- ana, ]>egar alt hafði náð saman aftur! Enn á eg borgina mína undir Höllunum: skora inn í efra klettastallinn og slútti yfir. Skjól þar í flestum áttum, og sá vel yfir lambahó'pinn niður undan. Mjúkt á grastónni og bezti borðsalur þeg- ar leið að miðjum degi: Hvað er þetta harða í belgnum? Gat vcrið laumað í steini, nygir voru til að hrekkja. Rættist befcur úr því. Reyndist að vera kandismoli frá mömmu. Og veslingslambið, sem steyptist niður í Rauðhyl. Einhver ó]>œgð- arangi, sem ekki vildi halda hópinn. Eg kastaði fyrir það moldarkekki, en það tók sig á loft og varð þá fyrir hnausnum, og Iram af berg- inu, margar liæðir sínar og rnínar niður í ána. Kippkorn neðar gát- um við félagar komist niður skoru að ánni, og þar var svolítið vik og afdrep, og þangað þreytti litli aum- iniginn sundið. Þá var það ekki lengur hrætt við okkur. En sá fögnuður í Stekkjarmóanum um kveldið, þegar við sátumi með lamb ið og vermdum það til skiftis á brjóstinu. Og svo hoppaði það og lék sér á eftir alveg eins kátt og áður, eftir þetta voða-æfintýri. Mörg voru sporin við lömbin og mikil var fyrirhöfnin þennan 6 vikna tíma frá þvi Iambadrotning- in fæddist eftir krossmessuna og þangað til lömbunum var ikomið norður fyrir íána, í langferðina út á heiði. Stekkjargatan var alllöng, og aldrei varð úr því skorið ti fulls, hvor leiðin væri fljótfarnari heim: undir Höllunum eða upp hjá Grástein um Álfafleti og niður Ás- inn. Margar kappgöngur voru um það háðar og veitti ýmsum betur. Þegar bjart var yfir var gengið heim í sólskini, stundum fyrir lág- nættið. Bar þá súl austan viði Hvanndalabjörg, en sýlingin í fjallahringinn um Grentvikina milli Kaldbaks og Höfðans. Seinustu sporin við lömbin voru út að ferjunni. Lengra félkk eg ekki að fylgja þeim. Á eyrinni við Lygnuna voru lömbin hvert af öðru tekin í bóndabeygju ,og mjúku ull- arhafti brugðið um fæturna, og báturinn hlaðinn. En hvað litlu pislirnar horfðu hrædd og undr- andi á okkur og þetta ægilega vatn við borðstokkinn. Þeim varð minna um Fnjóská á haustin. Bara leik- ur að synda á eftir fullorðna fénu. Farfuglarnir okkar korna hingað á vorin til að verpa. En því leggja teir á sig jafn erfiða og hættulega ferð? Varla er þó minna til mat- ar suður í löndum, þar sem þeir annars ala aldur sinn. Nýlega hefi eg séð leyst úr þeirri gátu svo, að farfuglarnir sæki norð ur á bóginn vegna birtunnar. Þetta er skýrt svo, að fuglarnir þurfi að hafa sig við allan sólar- hringinn td að draga að handa þess uin mörgu og soltnu ungum. Til ]>ess þurfa þeir þá björtu nætumar. Eg hefi átt hreiðúr, og þau ekki svo fá, hér innan girðinga í móun- um og mýrinni suður af Reykjavík- urtjörn. Hefi átt—segi eg, áður en fuglarnir flúðu undian ræktun og bygð og slæpinga-skotum. Eg vitj- aði þessara hreiðra minna daglega. Og þá tók eg einmitt eftir því, hvað mikill sultur var í ungunum. Ekkert annað en gmið, í fulla gátt, og sníkjutístið. . Því er eg tölu- vert trúaður á þessa getgátu. Svona er það i öllum ríkjum og löndum náttúrunnar. . Uppkomna kynslóðin hefir önn og erfiði fyrir þeirri kynslóðinni, sem á eftir fer. Skyldleikí alls sem andar og lifir skýrist æ betur við skoðun og samlíf. Og þarna finst mér að ætti að liggja taug inn til barnshjartans. Fugla-mamnia og fugla-pabbi eru allan <laginn, og alla nótt'na með, á stjái fyrir ungana sína. Alveg er það eins heima: Svona vakir mamma yfir barninu sínu, og pabbi fer út á sjóinn fyrir aftureld ngu, o. s. frv. Skyldu ekki sögur og dæmi þessu til skýringar gera ung- lingnum það eiginlegt að elska sér líkt og láta hreiðrin njiólta þess og þá fuglana líka? Flestir drengir eitth\rað upp- komnir, hafa einhvern tima orðið fuglj að bana, þótt aldrei hafi tefc- ið á byssu, Villieðlið forna er svo gróið, að hremma bróð ef býðst. En komi nú drengmrm í hug, að fuglinn sé svona óvarkár af því að hann sé að keppast við að ná i eitt- hvað handa börnunum síntim og gleymi sér þess vegna, þá fer clreng urinn varla að kasta steininum. Og svona fræðsla og svona skiln- ingur á lifi náttúrunnar ætti að fækka morðvörgunum sem reka fuglana frá oss og ey'ða þeim með skotum'. Nokkur fuglákyn verða áfram, hver veit hvað, á vissum tímum árs deydd, mönnum til lifs- bjargar, og sumir fuglar vinna sér og afkvæminu til óhelgi. Ekki er að fást um það. En morövargana, sem eru að leika sér á sumrin við fugladráp, verðum vér gamlir og ungir að gera óalandi og óferjandi. Eggtiðin í almanakinu hcfir sj'álf sagt varplöndin fyrir augum miklu fremur en fuglana. Og ]>að er ekki lítil viðbót við æskuminningarnar að liafa alist upp þar sem vai-p er. “Eg get ekki yfirgefið varpið og vorið héma’’. Svo skrifar mér vin- ur min nað norðan. Margt mælti með þvi að hann hefði bústaða- ski fti en þetta hélt rionum. Og þar var um andavarp að ræða. Vísast er það enn yndislegra en æðar- varpið. Varplandið sjálfr er rétt alstaðar svo skemtilegt. Eyjar og hólmar. Líf Og litur kemur með margbreytt ara og þróttmeiri gróðri. f varp- landnu mínu var víðirinn rauður og grár ofan úr fjalladölum, og lyf- rauð eyrarróisin komin sömu leið. Gróviðisslátturinn fyrir tún varð æði mö'rgum> kriuunganum að bana, þótt varlega væri farið. Þegar leið á sumarið blánuðu hólmarnir af umfeðmingsgrasi, og bakkarnir urðu dimmgrænir af fuglatöðu niður við sjóinn, þar sem geldfuglinn sat, þegar hann kjom í kynnisför til - bernskustöðvanna. Þéssi líka fuglataða, semi óimögu- legt var að verja, þegar heim var komin til þurkunar. Lyktin ang- aði svo af henni. Ekki kann eg nú að greina þær ilmjurtir, En reyr óx þar í hverjum runni. M!est er þó tilbreytnin við eyj- arnar og hólmana frá vatnipu' sem rís og fellur, bæði utan frá sjó og ofan frá heiðum. Við frjóa hólma í innfjarðar- skjólinu brimlausu, með síki og skurði inn í graslendið, er leiran öll morandi í lifi, og alt krökt af fuglum. Grunnið kemur upp með f jörunni, út á miðjan fjörð, og þar vappar veiðibjallan á sandinum og vælir. Varpeigendur við Eyja- fjörð settu fé til Iiöfuðs krumma, og flestum vörnum í varpinu var gegn honum snúið. En nú lield eg að veiðibjallan hafi valdið miklu meira tjóni. Eina vörnin hjá ung- anum er aö stinga sér, og bann ikann að geta forðað sér með því lagi á djúpu. En oft er hann ekki svo viðbragðsskjótur, að veiðibjall- an nái ekki í lappirnar í vatnsskorp- unni og svo sýgur hún og sýpur, og reygir aftur svírann og rennir niður, alveg eins og matsæll maður ber sig að við ostru. Skemtilegust var áin. Hún var svo lifandi. I lambasetu á Bæjar- hólmunum þurfti að gæta sín, að verða ekki króaður inni með lömb- in að kveldi dags. Komnar stórar kvíslar í gamla gróna farvegi. Svipað gat komið fyrir niðri í varp- hólmunum. Eínn hestur var sund'- lagður yfir hið mikla ferjuvatn í vatnavöxtunum, og á honum varð að flytiajst milli hólinanna. En sveinarnir, sem voru í dúndreifum allan daginn gættu þess fyrst að kveldi að áin var komin milli þeirra og hestsins og vatnið var meira en það djúpt og strítt, að mamma hefði efcki mátt horfa á drenginn sinn vaða yfir. En ekki var verið að segja frá þvi heima. Eg held varla að nokkur Nobels- verðlaunamaður hafl betur stundað viðfangsefni sitt en eg vöxt árinn- ar á vorin. Mér finst enn. að vatn- ið í Fnjóská sé óJíkt öllu öðru vatni, þegar áin var sem allra glaðast að vaxa um miðaftansleytið, frysjandi og freyðandi: Anægjan var svo mikil að komast úr gljúfrunum þröngu, í Dalsmynnmu skugga- lega, niður á þessa víðu völlu. Þar mátti leika sér, og áin hoppaði og hló móti vestansólinni. Hvað svip- urinn var allur annar þegar áin var að minka. Og hljóðið lika. Þekti alveg af því hvernig á henni lá. Rastir fornar báru vitni um, hvað áin hafði komist hæst áður. Fugl- inum var nokkurnveginn óhætt meðan ekki fór hærra. Aumingja kollurnar. Þær þoldu goggitin á krumma i bakið' á sér með dæmalausri stillingu, og þær vörðu eggin fyrir snjó meöan nefið stóð upp úr, og endá lengur, og héldu þeim þurrum og hlýjum. En öll vörn var úti þegar hreiðrin fyltust af vatni. Og fyrir kom að við færðum gras’hnausinn með hreiðrunum hærra upp, og vel undi æðurin þvi. Mér finst núna, að áin væri bezti leikbróðirinn minn. Eitt var að koma á móti henni þegar hún féll undir Hamarinn og heim með háu melbökkunum, og fyrir Mclshomið. Skurðinn við túnfótinn. Þegar ört bar að' með vöxtinn og stór lækur kom í fyrsta rensli, gerði eg ekki betur en að hafa á undan. Og þ*eg- ar allir árvextir voru úti, þá byrjaði veiðiskapurinn í pollinum sem eftir stóð. Þaðvar ekki nema miskunn- arverk að hirða lonturnar áður en þær urðu landdauða. Þetta var nú bara um árvöxtinn. Annars gekk alt sumarið í veiðiskap bæði uppvið fossa, í kerinu og kist- unni, og niður við ósa, í net á haust in þegar nóttin var orðin dimm. En sleppum því. Þá er oflangt komið frá eggtíðinni. Þ.egar æðarfuglínn fer að “úa” hér fram undan, á Skerjafirði, undir sumarmálin, kemur alt ai varphugur í mig. Fyrsta varpferðin var ekki smá- litill viðburður. Fuglinn var þá ekki enn seztur. Hjónin voru út um alt áð svipast ura, hægfara og íbyggin. Hreiðrin voru þá sópuð og rellurn- ar settar upp. í þéttasta varpland- inu voru staurar og strengir, alt reitað til að geta talið. Skemtileg- ust var svo talningin. Alt er skráð ár fráári. Varphorfurnar em vand- lega ræddar. Nokkru ræður veð- urlagið um það, hve ört vex eftr að varpið byrjar. Sezt bezt í súld. Hólmarnir standa sig nofck- uð misjafnt ár frá ári. Fuglinn sæfcir í runnana, en svo eyðist viðV urinn. Varpið er alt af gengiði í sömu röð, stóru eyjarnar og hólm- arnir fyrst, og síðast farið út um Nefin, Börðin og Skerin. Fuglin- um er litt um ólkunnuga, en við sem altaf erum i varpinu getum gert alt við hann, strokið honum og farið undir hann. Áleitinn kjói er skot- inn í miðju varpinu. Kjóinn hefir þann ósið að hann gatar bara eggið í hreiðrinu og sýpur á. Við skotið verður ekki nema ofurlitið fjaðra- fok á örlitlum bletti. Fuglinn ]>ekk- ir sina menn og treystir þeim. Við þekkjum sömu gömlu ljósgráu kollurnar i sörnu hreiörunum ár eftir ár. Um fardagana byrjar út- ferðin. Enn er talið, og hækkar, tvisvar eða þrisvar, svo hefir ekki lengur við, og þá er hætt að telja. Eftir er “Jónsmessuvarpið”, en um það dregur lítið. Því átti eg aði þakka, að alt af fékk eg nokkrar varpferðir heimkominn úr skóla. Um það leyti, sem útferðin byrj- ar, stendur kriuvarpið sem hæst. Þá er öllu rænt meðan glænýtt er. Liðsafnaður er gerður til þess tvo eða þrjá daga. Og þá er kappið mikið að verða hæstur í hundruð- unum. Og stóra fólkið stóð sig ]>ar ekki betur, og það var gaman fyrir smáa fólkið. En eftir var mesta vinnan i varp- inu að hirða dúninn, og það var erfið vinna þegar stormar gengu og fauk. Og fingurgótmarnir urðu sáiir. Krian var ásœkin, þegar dreif var að tina í eða íi'ákegt hólm- inum hennar. Saga var um það, að hún gæti nefbrotið sig ef hellublað væri í húfunni. Það var oft reynt, en hins varð eigi vart. Fátt var nú orðið um blikann, þegar svo var komið varptímanum. Þó man eg að enn var hann, er eg einn, lengi dags, lá við vonda dreif. Þar gerö- ist svo skringileg glíma milli blika og hrafns. Þeir byrjuðu á því aö stikla og hoppa hvor framan i ann- an og rifust eins og menn. Smá- færðust ]>cir nær og espuðust meir og meir. Og seinast stukku þeir saman og buldi í bringunum. Pá ultu þeir um 'hrygg nokkra snún- inga, og voru kollhúfulegir á eftir og stundarkorn að sækja í sig veðr- ið aftur. En sama léku þeir aftur og aftur, og svo voru þeir ofaní mér, og eg kastaði i ])á dúnpokan- um, þegar þeim sló' saman í burt- reiðinni, og vísast liefir það skijið þá. Langfegurst var varpið, meðan blikarnir kúrðu enn hjá kounnum. Sum árin kom fuglakongurinn. Hann var miklu skrautlegri á litinn en hinir blikarnir, og með stóra kringlu á nefi. Þ'eir yrðu seintaldir allir fuglarn- ir sem urpu í Laufáslandi. Upp á hnjúknum, sem kendur var við bæ- inn, átti örnin hreiður, en ekki hafði hún orpið þar síðustu árin. Uppi á' Gæsadal urpu grágæsir, en þang- að komu engir nema í f jaUaleitum. En karlmannlegt þótti það af full- orðnu piltunum að eltast við ung- ana hálffleyga í árgljúfrum á haustin. Rjúpur varð eg var við i Sellandinu, og mig minnir að steypt væri undan krumma i Kergilinu. Valshreiður átti að vera hátt uppi í klettabeltunum upp at Timburvalla- götum, ekki sá eg það. En kjóinn átti hreiður úti í Hrosshólmttm. Það fékk eg að reynæ Sýslumaðurinn var kominn að þinga og eg flutti hestana. Þar dett eg ofan á kjóa- hreiður. Annars ilt að finna þau, eggin svo samlit jörðinni í kring, og umbúnaðarlaus. Eggjunum náði eg, og. á bak komst eg heimahest- inum. Þá liófst aðsóknin. Eg man að úr varð hneisulegur flótti heim undir tún. Mikið var af lóunum og spóun- um, og hræddur er eg um að við þættumst mega hirða eggin þeirra, alténd eitthvað af þeim. Aftur voru smáfuglahreiðrin algerlega friðuð hjá okkur, og við fórum með skán- ina af pottinum' út í túngarð og tóttir, þar sem hreiðurbúarnir litlu gætu séð og hirt. , Enn voru andir i hólmunum. Faðir minn friðaði algert þau hreið ur og þeim f jölgaði, voru orðin síðast milli tiu og tuttugu. Hreiðr- in voru snotrari en hjá frænkum þeirra, og ttm leið svo skemtilega falin í árbökkum og runnum. Og svo skal eg enda þetta gam- antal með sögu af mér og andar- ungum. Og kann einhver ungling- e Stuart Machinery Co., Ltd. % ^wiisrnsrx^E g-, MANTITOBA. The Concrete Mixer. BYGGINGAMENN! Leitið upplýsinga nm verð á vélum af öll- um tegundum sem þér þarfnist. 764-766 Main Street. Phones 3870, 3871. \'/L JÍ PIANO ÓKEYPIS TIL YÐAR. Lesio þetta Þetta hefir ávalt verið orð- tak þessa félags: ,,Vér ger- um yður ánægða eða skilum fénu. “ Vér getum nú boð- ið hin beztu boð, sem nokk- urpíanó-verzlun heflr nokkru sinni boðið í þessu landi, þar sem vér bjóðum algerlega ÓK E YPIS REYNSLU á hljóðfærum Planó vor með .I.ouls Style' eru hln Iang-®R Seljum þau SÍðan með L líegursta 1 i.anada. Send t II 30 dagll HEILDSOLU - VERÐI iúkeypis hevnsll VERKSMIÐJUN MAR, og líka með góðum kjörum. ef óskað er. Vér biðjum ekki um cent af peningum yðar fyr en þér eruð ánægðir. BOÐ VORT Fyllið út eyðubiaðið hér að neðan cg sendiðoss tafarlaust, og vér mun- nm þegar seDda verölista vorn með myndum af ollum vorum hljóÖfærum, á- samt verði hvers þeirra. Þér kjósiö yöur pianó, geriö ossaövart og vér mun- um senda þaö. I lutnings-kostnaöur greiddur, og leyfum yöur 30 daga Ó- KEYPl.S' JR ANNóÓKN og reynslu. Aðþví loknu getiö þér sent oss þaö á yöar kostnað, eöa borgaö HEIEDó’OLU VERÐ VERKSMIÐJUNNAK. og eignast þaö. Er þaö ekki vel boðiö? W. DOHERTY PIANO & ORGAN CO , Ltd. Western Bratich: WINNIPEC, N)flN. Factories, CLINTON, ONT. COUPON W. Dohkrty Píano & Organ Co. Ltd. 288 Hargrave <St. Winnipeg, Man. Herra: - Gerið svo vel að senda mér þegar myndir af hljóðfaerum yðar, ásamt verðlista og öllum upplýsingum viðvíkjandi BOÐI ÖM ÓKEYPlS REYNSLU, er sýnir, bversu eg má fá piano til ÓKEYPlS REYNSLU í 30 daga, mér að kostnaðarlausu. Nafn........................................................ Heimili ............. ...L. .. .... .................. ur að festa sér í minni: Eg kom frá mylnunni niðri við ána. Var að sópa frá. t.eið min lá fram bjá litlum polli á hólmun- um, og þar var önd með 6 unga. allstóra en ekki fleyga. . Veiði- hugurinn tók mig. Móðirin kom ekki hópnum til árinnar, eg hljóp fyrir. Eftir litla stund voru ung- arnir allir dauðir, og öndin flaug veinandi burt. Þegar móðurinn var ntnninn af mér, varð mér eitthvað órótt. En þetta voru stórir og feitir fuglar. Þaö var björg í l)ú og matarveiði. Eg hitti móður rnína strax i lilað- inu og sýndi henni kippuna, og bar mig mannalega. “Þetta matreiði eg ekki“ — “Hvernig gaztu gert þetta ”•—Orð in voru þessi, hæg og hógvær. En rómurinn var svo hryggur og sár. Móðurhjartað kendi sín. Fátt hefi eg gert umi dagana, sem eg hefi tekið jafnbeiska iðrun fyrir, þótt fremur smátt kunni sutnum að þykja. Hvað ömefnin gera landið lif- andi! Ekki er fimtugasta hvert ör- nefni nú nefnt í Laufáslandi. Og í hverju örnefni felst saga, og nátt- úrulýsing eða hvorttveggja : T. d. “Timbur-valla-götur!” Sama ör- nefnið hefi eg líka heyrt i Trönu- dal upp af Möðruvöllum i Kjós. Þegar eg kom siðast í Laufás rak eg rriig á að gleymt var heitið “Lík- mannalaut” úti í túninu. Þar hæg- astur burður upp frá Undirvellin- um. En auk myndanna sem rísa upp í huganum frá umferðinni þar —á margri mæðu og raunatíð, seg- ir heitið mér brot af sögu landsins; Um síðustu aldirnar hafa engir komið þarna að með lik, utan yfir á, fyrir Melshornið, ófæran veg og alllangan, eftir hnullungsgrjóti. En áin hefir fyrir langalöngu í sig borið góðum kipp fyrir neðan Dals- mynnisgljúfrin, og vatnið hækkað að mun fyrir ofan á “Lygnunni”, og svo brotist út til hliðar undir Hamrinum, og inn nieð melbökk- iinum háu og fyrir Melshorni í Skurðinn. En þarna var áður góður hluti af þessu 30 kúa túni i Laufási. Alt þetta segir mér Likmanna- laut. Hver blettm og bygð lifir í ömefnunum sínumi, lifir sínu eigin lífi og i sálum þeirra manna sem þar hafa alist upp. Og þarna er ættjarðarástin geymd og íalin. . Ýmsir eru vökudraumar. Einn er sá, að viö bræður værum komnir i varphólmana i Lauiási til að telja hreiðrin enn einu sinni. Alveg ein ir sér, annaðhvort þangað komnir sem þjófar, á nóttu eða undír hul- inshjálmi. E'f eitttivert jarðarreik ætti sér stað á eftir, gæti eg trúaH að við ættum þangað sveim un» varptímann, öllum meinlausir þó, nema ef vera skyldi ólukku kjóun- urn. Laufás min ner lukkubær, lukkumaður sá honum nær; manni alt á móti hlær, mest á vorin þegar grær. Eg hygg að það sé gamall hús- gangur og einhver presturinn kveðið. Þeir hafa langflestir bor- ið beinin þar, eins og á Melstað. Mælt að þar hvili allir prestamir í kirkjugarðinum nema séra Bjöm, senr fylgdi föður sinum og bróður til Hóla. — Nýtt Krkjublað.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.