Lögberg - 10.11.1910, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.11.1910, Blaðsíða 6
LÖGBERG. FIMÍTUDAGINN io. NÓVEMBER 1910. ♦ 4 ♦ + + + + + + t + + + + t Hulda EFTIR hugh conjvay. til River House,” sagSi eg vii5 hana, “en læknamir segja mór, aS þaö geti riðiC á lífi þessa fólks, ef þatS só ekki flutt þangatS tafarlaust.” “Alt þatS húsrými, sem eg á yfir að rátSa, vil eg fúslega láta í té. Eg vil fegin hjálpa þessum aum- ingjum eftir megni,” mælti Hulda. Litlu seinna var þessum tveimur farþegum ekiö ofur hægt til River House í vagni frá Daintree. VIII. KAPITULI. “Eg vidi óska, aö eg gæti sagt þaö sama, sem þér,” sagöi eg. En þessi brú átti að verSa fyrirboði rrxikilla stór- títSinda. JþatS gekk í mikla og langvinna-kulda' en þar á eftir fylgdu mikil hlýindi og hiákur, svo a& áin óx og flóði langt upp á bakka. Ekki er auSgert aö skýra frá, hver orsök var slyss þess, er siöar skal frá segja; annaö hvort var það vatnavextinum aö kenna, eða þeir höfðu veikt undirstöðuna undir brúnni, eða þá, að hún hefir verið illa bygð í fyrstu. Einn) dag seint í Maímánuði fór eg til River House og baö Huldu að róa með mér út á ána. Hún var til í það. Aldrei hefi eg séð ána jafnfagra 'og þá. Himininn var heiður og blár og loftið þrungið af blómailmi. Við lentum bemt á móti River House, og setumst niður til að dást að hinu fagra útsýni. -'Þéir verðið að játa það,” sagði eg, “að ánægju- legt er að tífa annan eins dag og þenna.” Eg leit framan í hana og mér ,'virtist hún enn fegri heldur en vanalega. Hún haföi rétt aðra hönd- ina ofan í vatnið og sá þar á hana eins og 'hvíta tílju. Hún hafði roönað af hressandi vindsvalanum og f jör komið í augun. Raunasvipurinn hafði að mestu horf- ið af andliti hennar, en í stað þess komið alvöruþungi, sem eg óskaði að hyrfi fyrir þvi að hún yrði hug- fangin af einhverju. En ekki 'bjóst eg við að sú ósk mín rættist bráðlega. Við höfðum sezt t bátinn, sem lá við blómprúðan bakkann á spegilsléttri ánni. Við sáum brúna í fjar- lægð. Brúin var ekkert óásjáleg og eg sagði Huldu að eg sæd til hraðlestarinnar all langt í burtu. “Sjáið þér til,” sagði eg, “gæti ,maður ekki ímyndað sér að þetta væri stór, svartur höggormur með eld- leg augu ? Óueitanlega er þetta tilkomumikil sjón. "Eg á fcágt með að trúa því, að svona þungar og hraðskreiðar eimlestir geti hættuláust komist yfir slíka ibrú,” sagði Miss Vane. Við sáum gufumökkinn þyrlast upp milli trjánna og þegar lestin nálgaðist brúna hægði hún á sér. Við horfðum báðar með miklu athygli á lestina, sem var mjög löng. En hvernig á eg að lýsa ógnum þeim semn æst uröu. Þegar gufuvagninn var kom: inn á miðja brúna, fór lestin hægt, en þá tóku steiu- iStöplarifjir að riða og láta undan, og svo hrundu þeir eg nokkur hluti brúarinnar með alla vagnatrossuna ofan í ána, nema fáeina, sem eftir urðu á þeim brú- arhlutanum, sem óhruninn stóð. Eg greip þá höndum fyrir augu, því að eg þoldi ekki að horfa lengur á þessa hryllilegu sjón. Hulda rak upp skelfingaróp. Eg náði mér samt skjótt og reri hratt þangað sem slysið hafði orðið. Fólkið á ökrununm hafði séð þegar slysiö varð. Það lét fúslega í té alla þá hjálp, sem það gat. Eftir hálfa klukkustund var það orðið kunnugt í Daintree hvað górst hafði, og leið ekki á löngu áður næg mannhjálp kom þaðan. Þ'rekvaxin karlmenni veittu þar alla þá hjálp, sem þeir máttu; margir farþegarnir höfðu druknað og liSu nokkrir dagar þangað til lík þeirra fundust, en þeir sem voru í vögnunum, er eftir stóðu á brúnni, voru ómeiddir. Margir voru hryllilega lemstraðir, og eg man að eg tók að mér að hjúkra barni einu, er hékk um háls móður sinnar dauðrar. Eg hafði ímyndað mér, að það kynni að geta lifað, en það andaðist samt, í höndunum á mér, og svo var það lagt á grænan fljótsbakkann við hlið hinna, sem látist höföu. Alt i einu heyrðist hróp úr vagni, sem hékk út af brúarendanum, en hafði ekki lent á kaf í ána. Það var allmikil hætta, að fá þeim bjargað, sem í þessum vagni voru, svo að ekki var annað sýnna, en að björgunarmennirnir létu lif sitt við það. Loks tókst að ná út úr vagninum karl- manni, og kvenmanni, og hafði ekki fleíra fólk verið í honum.' Eg spurði einn lækninn um meiðsl þeirra, og sagði hann mér að karlmaðurinn hefði meiðst mjög mikið. Konan hafði og fengið höfuðhögg, svo að hún hafði fallið í ómegin. Ef hægt væri að flytja þau eitthvað þangað sem gott húsrúm væri, þá yröi líklega hægt að bjarga þeim,” mælti hann. “Vilduð þér helzt láta flytja þau inn í næsta hús?” spurði eg. “Það er River House; látið aka þeim þangað undir eins. Miss Vane mun ekki hafa á móti því.” En svo mundi eg eftir einþykni henn- an og hugsaði, að bezt mundi að spyrja hana um það. “Það er mót venju yðar, að ókunnugir komi Dr. Fletcher hafði farið með þessum tveimur særðu farþegum til River Ifouse, en eg var stundu lengur með Huldu þarna við brúna þar sem slysið hafði orðið. Við sáum þá sem særst höfðu flutta til ýmsra gistihúsa og sjúkrahúsa, við ááum hina dauðu borna bu;rtu í sorglegri hópför, og við sáum þá fáu farþega, sem ómeiddir komust af, föla og titrandi á beinunum og varla trú^ndi því, að þeir hefðu sloppið ómeiddir. Nú gátum við Hulda ekkert frekara gert. Við rerum því hryggar í bragði ofan ,eftir ánni til River House. Hulda var óvenjulega föl í andliti. “Eg held, að mér geti aldrei framar þótt vænt um ána,” sagði hún kviðafull. “Mér hefir annars þótt svo einstaklega vænt um hana; hún var mér lind hugfangandi skáldlegra hugsaan. Eftir ]>etta mun hún aldrei verða inér til fagnaðar; héðan af finst mér hún líkjast því að hún væri dauðra manna gröf.” Það var svo mikill óstyrkur á henni og hún var svo veikluleg þegar við 'komum til River House, að eg lét hana dreypa á víni og fara síðan Inn 1 herbergi sitt. “Eg hefði átt að reyna að hjálpa þessum aum- ingjum eitthvað,” sagði hún. Mér þótti innilega vænt um að heyra hana tala svona, því að eg hafði ald,rei heyrt slíkt til henhar áður. Nú var hún þó farin að taka þátt í kjörum annara. Mér þótti svo vænt um þetta, að eg gleymdi mér svo að eg tók um bálsinn á henni og kysti hana. Hún roðnaði, og veik sér ekki undan, eins og hún hafði verið vön að. gera áð- ur. “Þér ættuð að hvíla yður,” mælti eg; “þessi hryllilegi atburður hefir haft of mikil áhrif á yður. Eg skal 'liugsa um gesti yðar.” Eg dró niður gluggatjöldin svo að sólarbirtan óná&aði hana ekki, og fór út svo að hún gæti verið ein. Enginn minsti hávaði var nokkurs staðar í húsinu. X innufólkið var orðið svo vant við að hafa hljótt um sig. Eg fór fyrst inn í þaö herbergið, sem konan var í, þessi sem meiðst haf&i í jámbrautarslysinu. Hún virtist ekki þungt haldin; hafði fallið í ómegin etfir því sem þjónustustúlkan sagði, er hjúkraði henni, en læknirinn hafði gefið henni inn sefandi lyf, og hún lá nú í fasta svefni, Það var auðheyrt. Eg gekk að rúminu, sem hún hvíldi í, og leit á 'hana. Flestum mundi hafa komið saman um, að hún væri fríð sýn- um. Því varð heldur ekki neitað, að hún var frið- sköpuð, og hafði mikið ljóst hár. En á svip hennar leizt mér ekki. Mér fanst hann frernur ískyggilegur en aðlaðandi. Hann var hvorki djarflegur eða göf- ugmannlegur, en þó duldist mér ekki, að andlitið var þannig að vakið mundi hafa aðdáun ýmsra, og hrifið hugi manna í bili. Önnur höndin lá ofan á sængur- fötunum; hún var skreytt fögrum demantshringum og á græðifingri vinstri handar var einbaugur úr gulli. “Hún er þá gift,” sagði eg við stúlkuna. “Er það maður hennar, sem er þarna yfir í næsta her- bergi ?” “Það hugsa eg,” svaraði stúlkan. “Þau voru bæ&i í sama vagninum þegar slysið varð.” Hún visfei ekki, hvað konan hét, en hafði þó heyrt læknirinn nefna nafn hennar. Þétta virtist ekki vera mikilvægt atriði, en varð þó síðar býsna mikils- vert. Eg fór því næst inn i bláa herbergið, þar sem karlmaðurinn hvíldi. Hann var langtum ver hald- inn. Læknirinn stóð áhyggjufullur við rúmstokkinn og taldi æðaslögin. Eg gekk að rekkjunni. Maður- inn, sem i henni hvíldi, var einhver sá fríðasti, sem eg hafði nokkurn tíma séð. Hann hvíldi þarna fölur og hafði aftur augun en opinn munninn. “Er hann hættulega meiddur?” sagði eg við lækninn. Hann svaraði að svo væri. Eg stóð stundar- korn þegjandi og horfði á særða manninn. Aldrei hafði eg séð mannsandlit eða höfuð líkt og á honum. Það’ var sönn ímynd karlmannlegrar fegurðar og prúðmensku. Maðurinn var dökkhærður og hárið fór vel. _______ “Hvað gengur að honum ?” spurði eg. "Heílalhristingtir; og ef ekki bregðulr* til báta bráðlega, þá er úti um hann,” svaraði Dr. Fletdher. En á þvi voru litlar horfur. Sjúklingurinn opnaði ekki augun og lá alveg meðvitundarlaus, og læknir- inn varS enn áhuggjufyllri. Hann hélt að sjúkling- urinn mundi ekki hafa það af, en þó er svo sagt, að meðan lif sé, vari von. “íEað er liklega réttast að grenslast eftir, hver maðurinn er, því að ef hætta er á ferðum, þá þyrfti aö gera aðstandendum hans aðvart nú,” sagði eg. “Kvenmaðurinn, sem með honum var, er eigin- kona hans,” svaraði læknirinn. “Hún er sofandi sem stendur, en það er líklega réttast að fojrvitnast um hver hann er.” Læknirinn tók að skoða fatnað hans, sem lá þar á stól. Þar fann hann gullúr og festi, peninga- buddu með miklu af gulli, vasabók með bréfum og bankaseðlum, og ýmislegt fleira var enn í vösum mannsins. Dr. Fletcher skoðaði alt þetta vandlega og kom því næst til mín. “Sjúklingur okkar er mjög mikilsverður maður, Mrs. Neville. Það er Clive Wynton lávarður frá Lyndmere Park. Hér er líka farbréf með járnbraut til Parísar. Hann hefir því verið á leið þangað með konu sína. Eg vil láta senda eftir lækni mér til aðstoðar, Mrs. Neville.” “Eg er viss um, að þér getið haft það öldungis eins og yður sýnist, Dr. Fletcher,” svaraði eg. “Þér getið sent einhverja stúlkuna með bréfið, ef yður sýnist, núna strax.” Eg fór síðan inn til Miss Vane. Hún var nú mni í hliðarherbergi einu, og stóð þar hjá henni bolli af tei og var hann ætlaður mér. “Eg gat ekki lágt mig fyrir,” mælti hún. “Þessi hræðilegi atburður hefir gengið mjög nærri mér. Eg gat ekki sofnað; mér var^ómögulegt að leggja aftur augun. Hvernig líður sjúklingunum ?” Cg sagði henni, að konan hefði meiðst mjög lítið,, en karlmaðurinn miklu meira. Eg vona, að þau fái alla þá aðhlynningu, sem íægt er að lata þeim í té. Lewis getur séð um það, Mrs Nevdle. Sögðuð þer ekki, að þctta væru hjon ? “Jú, þjónninn beið bana, en eg hefi ekki lieyrt getið um neina þjónustustúlku.” “Mér finst svo óttalegt, að hugsa til þess, að þetta oskapa slys skuli hafa viljað til á jafn yndis- legum degi eins og nú er. Eg vildi fegin geta slitið mynd þessa hörmulega atburðar úr huga mér. Hverjir eru þessir tveir sjúklingar, sem lent hafa til okkar ” ‘Við höfum verið að forvitnast um það. Lækn- irinn hefir s'koðað skjöl þau og blöð, sem hjá karl- manninum fundust, og hefir sézt á þeim, að hann er Clive Wynton lávarður, en það er kona hans, sem með honum er.” Meðan eg lifi, gleymi eg aldrei þeirri einkenni- legu og miklu breytingu, sem varð á svip Huldu, þegar hún heyrði þetta. Það var óskaplegt að sjá hana. Hún varð nábleik 1 framan, og æðis og skelf- ingarglampi kom í augun. Einum tvisvar sinnum reyndi hún að taka til máls, en orðiu nrðu að óskilj- anlegri stunu. Síðan kom hún til mín, og þreif fast í handlegginn á mér. ‘‘Segið mér það aftur,” gat hún loksins stunið upp. “Clive Wynton lávarður!” endurtók eg undrandi og hálf kvíðafull. Hún lyfti upp höfði sinu og eg heyrði hana segja lágt: “Drottinn minr. góður!’^ Hún sneri sér að glugganum og frá mér, og rak þvi næst upp svo átakanlegan og óeðlilegan hlátur, að mér reis hugur við. “Eg er orðin brjáluð!” hróp- aði hún með rámri röddu. “Lewis sagði að þangað til mundi eg harma forlög mín, að eg m'isti vitið. Og nú er eg líka orðin brjáluð.” Svo miikill óstyrkur var á henni að mig furðaði á því, að hún skyldi geta staðið á fótunum. “Kæra ITuIda mín,” sagði eg. “Verið þér ekki með slíkar ímyndanir. Þér hafið að eins komist í mikla geðshræringu, út af þessttm hryllilega at- burði, sem fyrir kom.” Hún sneri fallega andlitinu aftur út að glugg- anum. — “Drevmir mig, eða hvað? Hefir Wynton lávarður vcrið fluttur liingað til að deyja? Eg get ekki trúað því,” sagði hún og stundi við. “Undar- lega er háttað lifskjörum manna, það veit eg. Og furðuleg eru forlögin. Margt kemur fyrir oss rnjög á óvænt. En þetta getur naumast verið satt — að komið hafi verið með Wynton lávarð hingað til að láta hann deyja hjá mér.” Eg sagði henni, að hér væri ekki um neina drauma að ræða, heldur virkileik. "Getið þér nú sagt mér, hvort þetta á að vera blessun eða bölvun? Þessi maður er mesti óvinur minn, rammasti fjandmaður. Það er engin sú ó- blessun til, að eg hafi ekki beðið að hún kæmi yfir hann. Honum er það að kenna, að eg hata alt kvenfólk og alla menn yfir höfuð að tala. Hefir verið komið með hann hingað, til þess að eg geti séð óblessunaróskir mínar rætast á honum, eða til þess að eg feti 'i fótspor englanna og aurnki og fyrir- gefi?” Hún fól andtítið í höndum sér og nú heyr&i eg hana i fyrsta sinni gráta eins og bam. Það var enginn efi á, að henni létti við grátinn. Eg gerði enga minstu tilraun til að fá hana til að hætta að gráta. Fallegi líkaminn skalf allur af þungum ekka. Eg beið þangað til eg hélt að hún væri búin' að gráta út. Þá beygði eg mig ofan að henni og kysti hana. “Mrs. Neville/'’ hvíslaði hún. “Haldið þjér að hann deyi?” “Eg er hrædd um það. Læknirinn gerir sér litlar vonir um hann. Hún horfði á mig blíðlega o gmælti: “Setjum nú svo, að einhver hefði gert yður mikið á móti, svo mikið, að þér byðuð þess aldrei bætur á æfinni. Setj- um svo, að hann hefði banað öllu því helgasta og bezta, sem til var í yður, þó að þér dræguð frafrn lífið . Setjum svo, að þér hefðuð lýst bölvun yðar * Viðar Gip Fullgerðar Gip Einungis búiö til hjá Manitoba Gypsum Co.Ltd Wmnipeg, Manitobu SKJtlFlÐ EFTIR BÆKLINGI VORUM YÐ —UR MÚN ÞYKJA HANN ÞESS VERÐUR — Af/lWJAfC’A^ Al/: ;ví/. . • VECCJA CIPS. Vér leggjiini alt kapp á aðbúatil hiötrausta^ta ojí fíngúröasta GIPS. yfir þeim manni, sem þetta hefði gert yður á móti.. Setjum nú svo, að hann kæmist í dauðans hættu. Munduð þér þá líta svo á, að það væri óbnæir yðar að hrína á honum og hann væri að fá makleg mála gjöld ?” “Ósegjanlega mikill harmur bar mér að hönd- um,” sagði hún eins og í leiðslu; “svo mikill, að fáum hefir annar eins að höndum bornð. Eg vissi, að honum varð ekki tekið nema með tvennu móti. Ann- að hvort varð eg að beygja höfuð mitt með auðmýkt °S fyrirgefa, eða að lýsa æfinlegri óblessun minni yfir manninum, sem hreif brott frá mér alla lífsgleði og slökti sætasta ljós augna minna; að herða hjarta mitt gegn öllum öðrum konum, og hefna sjálf þess ódrengilega óréttar, sem mér var gerður. Cte eu kaus hið síðara.” Og einmitt það, sem óréttara var,” svaraði eg vingjarnlega. “En það er aldrei of seint að bætl fyrir það, sem maður hefir gert rangt. “Versti óvinur minn kominn undir rnitt þak!” mælti hún. Er það oblessun eða blessun ?’ ’ Eg haföi l'ágt yfir fyrir henni nokkrar greinir úr ritningunni, yndisleg orð, meðaumkvuracorð full einlægrar fyrirgefningar og innilegust i samúðar. Þá var sú breyting orðin á andliti hennar, að eg gat naumast þekt það; svipurinn var orðinn svo bliöleg- ur og ástúðlegur.. / “Eg held að mig langi til að fyrirgefa honum,” sagði hún. “Það er mjög harðneskjulegt, sérplægn- islegt og ljótt, hvemig honum hefir farist við mig ,en ef hann er kominn að því að deyja, þá langaði mig til að fyrirgefa honum. Og þegar hann er dáinn, þá get eg hugsað um hann eins og eg var vön þegar alt lék í lyndi. iÞá get eg gleymt misgerð hans, og gleymt þjáningum mínum. Eg vildi, að eg gæti fyr- irgefið honum.” “Reynið þér að gera það! Komið þér og sjáið hann; engum getur komið í hug hatur eða hefndar- girni, sem sér hann nú.” Hún hrökk strax frá mér. “Eg get ekki séð hann. Hann má ekki sjá mig. Æ, eg gleymdi! Þcr getið ekki skilið þetta.” Eg heyrði það á raddUæu- um, hve þungt henni var í skapii og hve hún átti bágt. Hún var dálitla stund að reyna að sefa geðshræringarnar, sem hún hafði komnst í, og sagði þvi næst: “Eg verð að sjá hann, Mrs. Neville, en hann má ekki sjá mig. Hugpið um', hvernig hægast er að koma því við. Það stendur svo á, að hann má alls ekki sjá mig. Eg hafði reyndar fastráðið það við mig, að sjá hann aldrei aftur, en ef hann er að deyja, þá er ekki rétt að binda sig við það heiti. Eg verð að sjá hann þannig, að hann þekki mig ekki. Engan- vegin öðruvisi er mér það mögulegt.” “En ef hann kæmist nú að því, að hann hefir verið fluttur inn í heimili Miss Vane og verið hjúkrað þar,’ Angurblítt bros færðist yfir andlit hennar. .— "Hann mun ekki kannast við það nafn,” greip hún fram í fyrir mér. ‘Eg hét ekki Miss Vane þegar við þektumgt.” Þá fyrst fékk eg að vita, að hún nefnd- ist ekki sínu rétta nafni. í sama bili kom Mrs. Lewis inn stúrin og angurmædd á svipinn. “Mrs. Neville,” mælti hún, “læknirinn langar til að hafa tal af yður.” Eg lofaði að koma strax og veik mér um leið að Huldu og sagði lágt: “Mér var einmitt að detta í hug, hvernig hægt væri að Táta yður sjá Wynton lá- varð án þess að hann þekti yður. Þár skuluð fara í föt stúlkunnar,, sem stundar sjúklingana. Hún hefir mikið af hrokknu fölsku hári. Það mun hún lána yöur, og þér skuluð brúka það, og mun þá enginn þekkja yður. Líka getið þér lánað gleraugun hennar og kíút, og þá munu allir halda að þér séuð hún.” “Það er ágætt,” svaraði hún ánægð. “Þetta skal eg gera , þvi að mig langar til að sjá hann.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.