Lögberg - 01.12.1910, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGIMN i. DESEMBER íyio.
4
LÖGBERG
. íftö út hvern fimtudag af The Lög-
JKRG PRINTING & PUBLISHING Co.
Cor. William Ave. & Nena St.
Winnipeg, - Ma.nitoba
S. BJÖRNSSON, Editor.
J. A. BLÖNDAL, Bus. Manager
Utanáskrift:
Tlre Lugberg Printiug <w Pnblisiiing L«.
P, o. Itov IRW4 WI.N.Nil’ICG
, Utanáakrift ritstjórans.
Editor Lt^berg
1» o. I VVtNNIPBÍi
PIIO.NB m»w «21
Minnisvarðinn.
Mikil ánægja er oss aö flytja
fréttirnar af fundinum sem Is-
lendingar héldu hér sí8astht5iS
mánudagskvöld í Goodtemplara-
salnum, til aS ræSa um samskot til
minnisvaröa yfir Jón Sigurösson.
Og vér treystum því, aö þœr
fregnir veröi öllum löndum vorum
rnrkið gleöiefni bæöi vestan hafs
og austan.
Sjaldan erum vér íslendingar
sammála. Sameiginlegt þjóöerni
og tunga fær eigi sameinaö oss
sem skyldi, fremur en aörar þjóðr
ir. Þeim mun skemtilegra er þaö,
er vér getum einu sinni lagst allir
á e;tt, unniö aö þvi samhuga aö
heiöra mniningu Jóns Sigurösson-
ar. Þaö eitt er nægur vottur þess,
hver afreksmaöur Jón Sigurösson
var, að minning hans getur snort-
ið oss alla jafnt og tengt oss aö
einu verki.
Þegar Jónasi Hallgrímssyni var
reistur minnisvarðinn árið 1907,
var ákveöiö að hafa hann annars-
vegar viö innganginn að bókasafni
Iandsins, en gegnt honum höföu
menn hugsaö sér að reisa Jóni
Sigurðssyni m’nnisvaröa. Nokk-
urt fé er til í sjóöi á íslandi, sem
íil þess á að verja, og nú ntunu al-
menn samskot hafin þar í þvi
augnam'ði, og þó aö lítill tími sé
til stefnu, mun nægilegt fé safn-
ast — og í tæka tíð.
Undirtektir íslendinga hér í
álfu munu drjúgum ýta undir
samskotin he;ma, og er þaö tillaga
vor, aö nefndin sendi símskeyti nú
þegar til íslands og skýri frá fyr-
irætlunum Vestur-íslendinga. Þær
fréttir munu verða kærkomnar á
fósturjörö vorri.
Nefnd sú, sem kosin var til þess
að velja 15 manna nefnd, máli
þessu til framkvæmda, hefir lokiö
störfum sínum, og eru þessir
tnenn skipaðir í nefndina:
Séra Jón Bjarnason, D. D.
Séra Fr. J. Bergmann.
Thos. H. Johnson .
B. L. Baldwinson.
Stefán Björnsson.
Stephan Thorson.
Sveinn Brynjólfsson.
Skafti B. Brynjólfsson.
Dr. B. J. Brandson.
Dr. Olafur Stephensen.
Árni Eggertsson.
Jón J. \’opni.
Séra Guðm. Árnason.
Ólafur S. Thorgeirsson.
Friðjón Friöriksson.
Það hefir verið lagt til, aö
Vestur-íslendinga'r söfnuöu ttu
þúsund krónum til minnisvarðans,
og er þaö hin veglegasta gjöf, og
efumst vér ekki um, aö þaö fé fá-
ist fljótlega saman. Það er ekki
til þess ætlast, aö hver gefi mikiö,
fteldur að samskotin veröi almenn.
Fimtánmanna nefndin sendtr aö
sjálfsögðu bráölega áskoranir til
cnanna út um nýlendurnar, og ef-
umst vér ekki um, aö þessu máli
yer^i þar hvervetna vel tekiö.
Leo Tolstoy.
Rússar hafa átt marga ágæta
rithöfunda, en engan frægri en
skáldið og siðfræöinginn Leo
Tolstoy greifa. Hann var kominn
af frnum beztu aöalsættum á
Rússlandi, afkomandi Péturs Tol-
stby greifa, aldavinar Péturs
miida.
Leo Tolstoy er fæddur 28. Ág.
1828 í bænum Yasnya Polyana.
Þau voru fimm systkinj fjórir
fcræður og ein systir. Bræöur Tol-
sfoys dóu allir á ungum aldri, en
systir hans er á líf’ og er nunna
1 klaustri einu á Rússlandi. Leo
Tolst. y misti fore.dra sína i
barnæsku. Tók frænka hans hann
þa til sín og ól hann upp. Hún
var aö mörgu leyti merk leg kona
og hafði allmikil álirif á hann.
Minnist Tolstoy hennar i “Endur-
minningum’ ’sínum.
Fósturforeldrar Tolstoys áttu
allm;klar landeignir og fóru vel
meö landseta sína, og miklu betur
en venja var til á þeim árum, því
að þá var bændaánauðin hvaö rík-
ust á Rússlandi. En heimilisbrag-
ur hjá þeim fremur þur og ó-
skemtilegur. En Tolstoy var í
barnæsku mjög glaðlyndur og
nokkuð uppvöðslusamur og þótti
snemrna ‘ hugkvæmur og marg-
breytinn” eins og sagt er um einn
merkan fornmann vor íslendinga.
Mjög snemma bar á tvennsloon-
ar hugarhræringum ihjá Tolstoy, er
voru öllum öörum ríkari, þaö var
sjálfsálit og ótti viö dauöann. Og
þegar hann eltist varð hvoru-
tveggja aö ástríöum, sem hann
fékk ekki unnið bug á fyr en á
síöustu árum æfi sinnar. óttinn
viö dauðann haföi komist inn hjá
honum mjög ungum, er hann sá
í fyrsta sinni kistulagt lik; varö
honum svo mikið um þaö, að hann
hljóðaöi upp yfir sig og fór að
hágráta.
Tolstoy naut fyrstu uppfræðslu
í þorpinu þar sem hann ólst upp.
Ekki þótti hann þá efnilegur til
náms. Fór það orö af honum, aö
hann væri bæöi tornæmur og lat-
ur og ekki trútt um aö hann væri
barinn til bókar. Ekki þótti fóst-
tirforeldrum hans samt vonlaust
um, aö námiö kynnt aö sækjast
betur síðar, og var ltann sendur
til Moskva í skóla.
Þegar þangað kom tók Tolstoy
aö lesa af kappi. Kom þá brátt í
Ijós, aö hann var frábærum hæfi-
leikum búinn, svo að kennarar
hans dáðust að honum.
Þegar hann hafði lokið prófi
við skólann í Moskva fór hann til
Kazan og hélt áfram námi sínu við
háskólann þar. Þar las hann
tungumál og lögfræði og naut
lifsins í rikum mæli. Var hann
boðinn og velkominn í veizlur og
samkvæmi alls heldra fólks, því
að bæði hafði hann ættina góða,
orð á sér fyrir góðar gáfur og var
hinn mesti gleðimaður á þeim ár-
um — tæplega tvítugur.
Tveggja ára tíma var hann viö
háskólann í Kazan, en þá kom alt
i einu yfir hann ein af þeim
mörgu byltingaröldum, sem gert
hafa svo afar-einkennilega æfi
þessa merka manns. Honum fór
aö finnast lífstefna sin og ráðlag
alt hégómlegt, fánýtt og einskis-
vert. Hann fékk ógeö á sam-
kvæmislífinu og virtist þar ekki
ráöa annað en hræsni og yfirskin.
Þess vegna livarf hann hrott fra
háskólanum og heim til þorpsins
þar sent hann haföi alist upp, og
httgði að njóta þar næöis og frið-
ar. Þar lifði hann um hríð kyrr-
látu lífi í fámenni, las af kappi
bæöi heimspeki, læknisfræði, stjórn
fræði og tungumál og leitaöist nú
við að auöga anda sinn sem mest
og veröa að nýjum og hetra
manni.
En Tolstoy var of kvikur í
lund og jxdlítill til aö una þessari
kyrsetu til langframa. Nýjunga-
fýsn og nautnarlöngun tóku að
stríöa á hann á ný og þvi var það,
að hann réöist brott suður til
Kaukasus og gekk þar í her-
þjónustu.
Svalli rússneskra hermanna þar
syöra er við brugöiö, og hafa
menn þaö fyrir satt aö Tolstoy
heföi tekiÖ þar sinn skerf ó-
mældan, og er þaö sizt aö undra,
úr því aö hann lenti i svallinu á
annaö borö, jafn ákaflyndur og
óstýrilátur sem hann var aö nátt-
úrufari.
Sjálfur segir hann áöar, að
enginn glæpur hafi veriö til, sem
hann hafi ekki gert sig sekan um
á þeim árum.
En hann undi ekki þessu létt-
úöarfulla lífi nema um stundar-
saldr. Hann lenti í botnlausum
skuldum og varð aö hætta við
herþjónustu. Fór hann þá til
Viflis borgar og settist að þar
utarlega í bænum. Neyddist hann
til að lifa þar mjög sparlega, og
tok hann þa að semja ská’dsögur
sér til dægrastyttingar segir hann
sjálfur.
Þá samdi hann fyrstu sögu
sína, sem heitir, “Bernskan”.
Sendí hann söguna tímariti einu
en leyndi nafni sínu. Tímaritið
flutti söguna litlu síðar og vakti |
hún mikla athygli, svo að fræg-
ustu rithöfundar Rússa á þeim
timum tóku að grafast eftir hver
höfundurinn væri. Fleiri sögur
samdi Tolstoy á þeim árum, þar
á meðal “Kósakka”, sem Turgen-
jew sagði að væri bezta skáld-
saga, sem komið hefði út á rúss-
nesku.
Þegar Krim-stríðið hófst 1853
var Tolstoy skipaður íoringi einn-
ar herdeildar Rússa þar í fjöllun-
um. Gegndi hann því embætti til
loka ófriðarins 1843, og reit þrjár
bækur um styrjöldina, sem virð-
ist vera eins og eðlilegur undan-
fari hinnar miklu skáldsögu hans
“Styrjöld og friður.“
Þegar Krim-stríðinu var lokið,
tók Tolstoy til ritstarfa af kappi.
Dvaldi hann þá fyrst i Péturs-
borg og kyntist Turgenjew og
fleiri ágætum rússneskum skáldr
um. Þá dvaldi hann erlendis um
hríð, lengst af á ítalíu og Frakk-
landi. En loks hvarf hann heiln
til óðala feðra sinna og settist að
i Yasnaya Polyana.
Á tuttugu ára tímabilinu frá
1856 til i876 reit Tolstoy flestar
skáldsögur sínar. Skáldsöguna
“Styrjöld og friöur” reit hann á
ártrnum 1864 til 1869 °S fynr
hana varð hann heimsfægur. 'Þar
er lýst með frábærri snild rúss-
nesku þjóðlífi í byrjun 19 .aldar,
herbúnaði og hernaðarháttum
Rússa, Rússlandsferð Napoleons
mikla og ósigri hans veturinn
1812—1813.
Önnur frægasta skáldsaga Tol-
stoys er “Anna Karenin”, Þar
er lýst heimilislí fi aðalsmanna á
Rússlandi, og þar er Tolstoy
sjálfur ein höfuðpersónan, óðals-
eigandinn Sjóvin, ungur léttúðug
en ákaflyndur maður, sem lifir i
sukki og sællífi þangað til hann
fær ást á ungri og göfugri konu
og verður fyrir trúarlegri vakning
gerbreytist við það.
Um þær mundir varð mikil og
persónuleg breyting á Tolstoy.
Flann varð þá allur annar maður;
í stað þess að hann var áður eig-
ingjarn. munaðarfús og metoröa-
aþyrstur, varð liann ósérplæginn,
b’.ndindissamur svo að meinlætum
gekk næst og virti veraldleg
völd og álit að vettugi. Eftir að
þessi mikla breyting- varö á Tol-
stoy hætti liann með öllu að rita
skáldsögur og þótti þær að engu
nýtar, en tók í þess staö að rita
um siðfræðileg og siðferðileg efni.
í því sem hann ritar þá, gerir
hann grein fyrir trúarskoðunum
sínum og siðfræðakenningum. —
Æðsta o ghelzta boðorðið i trúar-
játningu hans er að elska náung-
ann. Elskan til náungans er und-
irstaða allra siðfræðilegra kenn-
inga hans, en kenning sína tekur
Tolstoy fram í þrem megin atrið-
um eða reglum fyrir breytni
manna.
Þær eru þetta:
1. Að beita ekki of'beldi gegn
hinu illa.
2. Að eyða ekki meira en vér
framleiðum sjálfir.
3. Að menn og konur skuli í
einingu kappkosta að stunda
hreinleik og skírlífi.
Hann hélt, að aðal mótbáran
gegn fyrstu reglunni væri bygð á
þeirri skoðun, að lífið væri bar-
átta fyrir tilvemnni, en sú barátta
virt’st vera undirrót allra fram-
fara; en hann hélt því fram, a«
ef menn vildu leggja þá spum-
ingu fyrir sig, hvort kærleikur
eða óvild til náungans væri mann-
inum fremur meðsköpuð, þá
mundi svarið verða; kœ rleikur.
Þess vegna taldi hann fánýta þá
kenningu, sem menn hefðu búið
sér til, að baráttan v;í náungann
væri nauðsynleg til lífsviðurhalds
vegna þess, að til væri önnur bar-
átta, sem ekki yrði hjá komist, og
það væri baráttan við náttúruna.
Hvað aðra meginregluna snert-
ir hélt Tolstoy því fram. að það
væri miklu auðveldara að neita
sjálfum sér um eitthvað ótil-
kvaddur vegna náunga síns, held-
ur en þurfa að taka á sig lög-
boðnar skvldur, sem meiri hluti
manna hefir valdboðið.
í sambandi við þessar skoðatrr
hans ef þátttaka haps í kjörum
rússnesku bændanna. Engum rúss-
neskum manni hefir verið jafnant
um það eins og honum. í því
augnamiði stofnaði hann i87s
bændaskóla með nýju og einkenni-
legu sniði; enn fremur gekst hann
fyrir að útvega bændum kost á
sem ódýrustum og beztum tíma-
ritum, og þegar bjargarskorturinn
varð mestur í Rússlandi 1891—
1892 gekk hann manna bezt fram
í að útvega hinum bágstöddu hjálp
og aðstoð. Það er jafnvel sagt,
að hann hafi boðið bændunum að
ræna landeignir sínar við Yasnya
Polyana, en þeir vildu ekki nota
sér það tilboð, þvt að þeir báru
svo mikinn velvildarhug til hans,
að hann var sannkallað átrúnaðar-
goð þeirra.
Þriðja reglan er tekin fram i
bók eftir hann, sem heitir “Kreut-
zer Sonata”, sem aðallega er um
helgi hjónabandsins. Sú bók kom
út 1890 og vakti afarmikla at-
hygli. Þar var deilt á lausung
aðalsmanna lýðsins á Rússlandi
og að nokkru leyti á kirkjuna.
Varð þetta tilefni til ofsóknra
grísk-kaþólsku kirikjunnar gegn
Tolstoy. Prestar réðust á Tolstoy
í stólræðum sínum, og harðnaði þó
deilan enn meir við fleiri rit í
líkum anda eftir Tolstoy og fór
svo að lokum, að ‘Helga Synodan'
bannfærði hann árið 1892, og tók
Tolstoy sér það allnærri. En
Rússastjórn lét hann að mestu í
friði, og var henni þó síður en svo
vel við hann, og ekki að ástæðu-
Iausu. Tolstoy hafði haldið fram
skoðunum í félagsmálum, sem
stjórninni kom illa, og 1904 reit
hann afanmergjaða grein gegn ó-
friðnum milli Rússa og Japana
og taldi þann ófrið og allar styrj-
aldir hina mestu óhœfu. Blaðið,
scm ritgerðina flutti, var gert
upptækt. Árið eftir reit Tolstoy
keisara “opið bréf”, um ástandið
á Rússlandi. Bréf það fluttu flest
blöð heims, og nokkru síðar lauk
hann við harmleik sinn um styrj-
öldina, en bannað var að sýna hann
á leikhúsum í Pétursborg. Ýmis-
legt f|eira reit Tolstoy er rúss-
nesku stjóminni var illa við, en
aldrei þorði hún að sýna honum
persónulegan mótgang vegna þess
mikla áhrifavalds, sem hann hafði
utan lands og innan.
Leo Tolstoy kvæntist árið 1862,
°S gekk að eiga dóttur læknis í
Moskva, Sofíu Andrewna Behrs.
Mikill var aldursmunur þeirra
hjóna. Hún var 18 ára en hann
32 þegar þau giftust. Var hjóna-
band þeirra hið ástúðlegasta. Hún
var skörungur mikill; hafði hún
ekki að eins hússtjórn á hendi,
.íeldur annaðist hún og um stjórn
landeignanna og aðstoðaði mann
sinn við ritstörf lians, og tók með-
al annars afrit af handritum hans,
því að fárra manna færi var að
komast fram úr þeim, því að Tol-
stoy skrifaði allra manna ljótasta
og ólæsilegasta rithönd.. Þau
eignuðust níu börn, og eru sum
þeirra á ungum aldri.
Tolstoy dvaldi stöðugt á ætt-
leifð sinni því nær tuttugu árin
fyrstu eftir að hann kvæntist. Það
var einkum á vetrum, að hann
fékst við ritstörf. Þáð ágæta
menn hvað honum hafi verið létt
um að rita og kvað hann að jafnr
aði hafa tekið til skrifta sam-
stundis og hann var seztur við
skrifborð sitt, því að andagiftin
var óviðjafnanleg. Á undan morg-
unverði var hann vanur að fara í
bað, ganga úti sér tU hressingar
eða stiga á hestbak og ríða um
landareignir sínar. Skemtilegustu
stundirnar í Yasnaya Polyana
voru þegar fjölskyldan sat að
morgunverði. Þá var Leo Tol-
stoy að jafnaði glaður og reifur
og hafði á hraðbergi v’ðbrigða-
kýminyrði sín. En er staðið var
upp frá borðum var öllu gamni
hætt, og gekk greifinn þá inn t
skrifstofu sína og hafði oft með
sér bolla af sterku tei til að hressa
sig á. Meðan hann sat þar inni
réð enginn t;l að ónáða hann.
Böm Tolstoys voru mjög hænd
að honum, og töldu það ekki eftir
sér að ganga með honum langai
leið’r Hann var göngugarput
mikill og datt það stundum 5 hann
a« eranva marvar míljir í flen«.
Hirti hann há ekkert um hvemie
veðtir var. Sælkfri var hann eng-
inn, en svaf venfulega í hörðu
rúmi, og einu sinni svaf hann á
leðurfóðruðum legubekk langan
tíma. Hann barst htt á í klæða-
burði og var aldrei í línstroknum
skyrtum heima hjá sér. Venjulega
gekk hann í gráum bómullarstakki
inni við en á sumrum í hvítum
strigastakki.
Hann hafði mestu óbeit á járn
brautum, og kom það oft fram í
ritum hans. Honum fanst al
menningi enginn hagur að þeitn
þegar alls væri gætt. Hann hafði
sömu skoðun á lækningum eins og
Rousseau, franski heitnspekingur-
inn, að engin viss stétt ætti vib
þær að fást, heldur ætti allir að
hjálpast að í þeim enfum.
Tolstoy var að nokkru leyti and
vígur • menningu og siðfágun
vegna þess, að hún bygði á marg
földu striti og stríði annara
manna. Enginn maður gæti notið
þæginda og munaðar án þess að
til þess væri varið starfi af hálfu
náungans. Hann var jafnvel á
báðatm áttum um það, hvort hrein-
læti væri æskilegt, ef það væri
bundið þjónustu annara manna.
Þess vegna var hann vanur,
— eftir að hann breyttist, — að
sækja sér vatn sjálfur og hita böð
sín.
Hann hafði framan af æfi sinni
búið á höfðingjasetri ættar sinnar
og þangað áttu engir aðgang aðrir
en jafningjar hans, en á siðustu
árum let hann gera sér óveglegan
bústað, áþekkan bændabýlum á
landeignum hans. Þangað Iét hann
flytja bókasafn sitt og þar bjó
Iiann og skrifaði og sat á skraf-
stolum við vini sína rússnesku
bænduma.
Hann var vanur að segja á þeim
árttm, að menn einangruðu sig af
því að nienn vildu ekki kynnast
lífskjörum og þörfum me itvæðra
sinna. Hann hélt því og fram, að
eignirnar væru manni til ills, ef
nota þyrfti ofbeldi og lagalegan
réttindarekstur til að gæta þeirra
Hann hefði feginn viljað gefa
hrott allar eigur stnar, en fékk því
ekki ráðið fyrir konu sinni.
En lifnaðarhættir hans voru þó
því líkastir þegar á æfina leið,
sem hann væri eignalaus maður.
Hann neitaði sjálfur að hagnýta
sér nokkuð af tekjunum af eign-
um sínuin. En hann átti bágt með
að koma í veg fyrir aö fjölskylda
hans nyti þeirra, því að hvorki
kona hans eða börn voru honum
samdóma í þessutn efnum. Samt
vildi hann helzt enga hjálp, að-
stoð eða viðvik þiggja af vinnu-
fólki sínu eða fjölskyldu. Þannig
var hann t. a. m. vanur að ræsta
skrifstofu stna og taka til í henni
sjálfur á hverjum morgni. Hann
var þegar hér er komið fyrir
löngu hættur aði veiða dýr og
fugla, því að hann taldi það synd
að aflífa skepnurnar. Af þeirri á-
stæðu hætti hann að neyta dýra-
fæðu og lifði eingöngu á jurtum.
Han nhætti jafnvel við að kotna á
hestbak af tómum brjóstgæðum,
og oftar en einu sinni fór hann
gangandi alla leið frá heimili stnu
til Moskva þegar fjölskyldan flutti
þangað á vetrin, en það eru nærri
työ Ihundruð rastir ('verstsj.
Glaðlyndi hans var með öllu
ltorfið. Börnum sínum unni hann
að vísu enn þá, en hann gerði sér
ekkert far um að skemta þeim
eins og hann hafði gert fyrrum.
Ilann hlýddi venjulega á samtal
manna heima hjá sér, án þess að
leggja nokkuð til mála, nema um
eitthvert stórmerkilegt mál væri
að ræða. En þrátt fyrir þessa
miklit breytingu, sem á honunt var
orðin, unni og virti kona hans
hann e;r.s og fyrrum.
Það er hægra að kenna heilræð-
in en halda þatt, segir máltækið,
og þykir það sannast á mörgum
mannr, ekki 1 Sizt Isikáld'um og
heimspekingum.
Þó eru til þe;r menn, sem fast
hafa fylgt skoðunum sínum í
verki, og má þar til nefna gríska
vitringinn Sókrates. Hann var
dæmdur til að drekka eitur, vegna
skoðana sinna, en meðan hann sat
í varðhaldi, buðu lærsveinar hans
honum að skjóta honum undan á
lattn. En hann hafnaði því hoði
og brýndi fyrir þeim, hve mikils-
vert það væri, að víkja eigi frá
skoðunum sínum, hvað sem í boði
væri. Tæt hann líf sitt með mestu
ró og hrást ekkí kpnningum sínum
Leó Tolstoy kallaði sig stundum
Ihe DOMINION BANK
SELKIKK UTIHl lt.
AUs konar bankastörf af hendi leyst.
Sptt risjoftsdci Idln.
TekiP vi8 innlögum, tra »1.00 aB upphaeB
og þar yfir Hæstu vextir borgaBir tvisvar
siimum a ári. ViBskiftum bænda og ann-
arra sveitamanna sérstakur gaumur geffnt,
Brétleg icnlegg eg éttektir atgreiddar. Ósk-
aO eitir brétaviBskiltura.
Greiddnr köfnBstóll. . $ 4,000,000
og óskiftur gróBi $ 5,400,00«
Inniög almennings ...... $44,000,000
AH»reignir................$59,000,000
Innieignar skírteini (letter of credits) selí.
s««i eru groíöeeleg um allan heim.
|. GRISDALE,
bankastjóri.
Líflát Dr. Crippens
Gleymist innan skams. En aldrei
getið þér gleymt því, ef þér kaup-
ið yður ekki aðgöngumiða í tæka-
tíö að sjónleik stúdentaf. lagsins
10. og 12. desember íGooðtempl-
ara húsinu.
“Sókrates Rússlands”, og var
hann Sókratesi i mörgu líkur, svo
að þetta var sann-nefni. Einkum
er það aðdáanlegt í fari hans, að
á efri árum breytti hann í öllu
samkvæmt kenningum sinum, og
var jafnan fús til þess að leggja
alt í sölurnar, bæði tign og auð-
æfi og lífið sjálft, ef þess hefði
verið krafist.
< •
B rgarstjóra kosningin.
Þrír verða í kjöri um það em-
bætti, og er þeirra elztur J. G.
Harvey, bæjarráðsmaður, og er
mikið rætt um kosti hans og hæfi ■
leika.
Helzta málið, sem nú er deilt
um, er “segregation”, sem ætti að
verða þegjandi til Iytkta leitt við
rannsóknina sem nú er að fara
fram, og lokið verður áður kosn-
ingar byrja.
Það mál verður þess vegna ekki
tekið til greina neina að litlu leyti,
heldur verður aðallega farið eftir
verðleikum sjálfra frambjóðend-
anna.
Hvað Mr. Harvey snertir, hefir
hann gegnt öllum störfum sínum
af ráðvendni og alúð og í þessu
máli hefir hann reynt að draga
sem mest úr “borgarafélags böl-
inu”, og þorir hann óhræddur að
leggja starfsemi sína fyrir dóm
almennings.
Mr. Harvey hefir gegnt ráðs-
mannsstörfum og öðrum embætt-
um bæjarins nær fimtán ár, og
•ícfir hann jafnan sýnt óþreytatidi
elju og samvizkusemi í því starfi.
Hann hefir notið trausts og vin-
sælda almennings og jafnan verið
sigursæll í kosningum. I stjóm-
málum hefir hann sett sér þessa
meginreglu: “Að eiga vinsamleg
skifti við alla, en við engan hættu-
legan félagsskap.” Ef hann verð-
ur kosinn borgarstjóri, þá eignast
bæjarmenn þar “góðan mann og
gætinn”, sem óhætt er að treysta.
Slysvið Mikley.
Það sorglega slys varð við Mikl-
ey 22. þ.m., að Björn O. Bj jrns-
son póstur frá Hecla P.O., lenti
ofan um ís á vatninu og druknaði.
Svo stóð á, að hann hafði farið
upp að Hnausum að sækja vörur
fyrir W. Sigurgeirsson; hann ók
á hundasleða og þegar hann var
kominn nærri því út undir Mikley
aftur brotnaði ísinn skyndilega og
alt fór á kaf. Einn hundurinn
hafði getað losað sig úr aktýgjun-
um og komst heim allur brynjað-
ur. Lík Bjöms sál. var slætt upp
daginn eftir, en jarðarfarardagur
ekki ákveðinn, er síðast fréttist.
Björn sál. var á fimtugsaldri, hinn
vandaðasti maður og vel látinn.
Hann lætur eftir sig ekkju og
börn. Hálfhróðir hans, Ásgeir
Sveinsson á Tononto stræti, fór
norður til Nýja Islands aö sjá um
jarðarförina.
fsafold er beðin að geta um
þetta dauðsfall.
Brezka þingið.
Brezka þingið var rofið síðast-
Itðinn mánudag, og fara fyrstu
kosningar fram í nokkrum kjör-
dæmum næstkomandi laugardag.