Lögberg - 01.12.1910, Blaðsíða 6

Lögberg - 01.12.1910, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. DESEMBER 1910. 444.44.44-44-44-44-44-44-44-44-44-44-44<44-44-44-44-44-44- 4 4 -f 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4* Hmlclei t 4• EFTIR HUGH CONWAY. 4 44-44.44.44.44-44-44-44-44-44-44-44-4*44-44-44-44-44-44- - XIII. KAPITULI. Evrington greifafrúin átti fagran skemtibústað á bökkum Themsfljótsins. Hún var vön að dvelja þar löngum stundum, og bauö þangaö til sín mörgu heldra fólki úr Lundúnum og hélt því dýrlegar veizlur. Til einnar slikrar veizlu hafSi greifafrúin efnt þegar hér var komitf sögunni og hafSá hún nú boSið Iluldu Asheton til sín, því aS þaSkþótti sem nú gæti engin veizla veriS fullkomin nema hún sæti hana. Morguninn eftir aS Hulda Asheton var þangaS komiin fór hún snemma á fætur til aS njóta hins ágæta útsýnis, sem var frá þessu höfSingjasetri. Marga fagra morgunsýn hafSi hún séS, en enga þessari fegri. / Morgunkjóllirin, hvítur aS lit, skreyttur rauSum böndum, fór henni prýSilega og sýndi ljóslega hiS fagra og tigulega vaxtarlag. HáriS mikiS og fag- urt hrundi niSur um herSar hennar, morgunsvalinn gerSi yfirlitinn blómlegan og hraustlegan og ánægju- glampi skeinú raugum hennar, er hún dáSist aS hinni fögru náttúru. ( ■ „ - Hún nam staSar viS litinn foss, drap hendinjni ofan i vatniS og lét straum«nn leika um hvíta fing- urna. SiSan ætlaSi hún yfir lækinn á hrörlegri brú, en í því hún var aS fara út á hana, heyrSi hún kallaS til sín og sagt meS karlmannlegri röddu: “Eg ætla aS1 vara ySur viS aö fara út á þessa brú. Hún er ekki vel traust.” Hún litaðist uim og sá þá karlmann koma yfir grasflötina. Hann tók ofan og hneigSi sig. “Eg biS forláts,” mælti hann, “en brúin sú arna er varla fær yfirferSar. Eg heitri Wynton lávarSur, og er eg bróSlr Evrington greifafrúarinnar. Eg veit cg aS þér heitiS Miss Asheton og eruð hér gest- komandi.” Hulda hneigSi síg. Hún átti engan kost á aS koma upp nokkru orSi. “Eg er hræddur um, aS eg hafi gert yður skelfda, Miss Asheton,” mælti hann; ‘knér þykir fyrir ef svo er.” “Nei, eg er ekki vitund hrædd.” Wynton lávarSur var í kynnisferS hjá systur sinni. Hún hafði lagt að honum aS< koma, og sjá Miss Asheton, sem allir dáöust aS fyrir fegurSar sakir. Hann hafði slegiS þessu ripp í gaman og sagt, aS fallegar stúlkur yrSu jafnaðarlegast afleitar eiginkonur. En svo þegar hann sá HuLdtt Asheton, og sá þann látlausa, hrífandi yndisleik, sem yfir henni hvíldi, þá varS hann öldungis heillaSur, og upp frá þeirri stundu feldi hann heitan ástarhug til hennar, en þaS varS báSum þeim tril óláns. Þetta var ást, sem tendraöist við fyrsta augna- kast, og viS því höfSu menn líka búist. Og af Huldu er það að segja, aS hún fékk ást á Wynton lávarSi undir eins og hún sá hann. Aldrei fyrri hafði hún fengiS ást á nokkrum karlmanni, enginn, sem hún hafSi áöur séS haföi hrifiS hana mrinstu vitund. En þarna þóttist hún hafa hitt þann, sem hún vildi eiga, og einsetti sér aö giftast hotium, eSa þá eng- Um öSrum. Og aS því kom eitt sinn um unaðslegt kveld í JúmmánuSi, aS Wynton lávarðúr baS Huldu. “Elsku Hulda!’ ’mælti hann, “eg finn glögt aS eg á þaö ekki skiliö aö cignast ySur. Þré eruS ung, saklaus og ástúSleg, og sæll hlýtur hver sá aS veröa, sem þér bindist heitum.” — Hún leit ekki á hann en starSi upp í bláan himininn og þakkaöi for- sjóninni fyrir þá hamingju, sem henni hlotnaöist. Hano hélt um báðar hendur hennar og mælti enn- fremur “Þegar .eg var ungur, ungur og óreyndur, gerði eg stórkostlegt glappaskot, og nú ætla eg aö segja yöur hvaö það var.” “Nei, eg vil ekkert um þaS heyra, og ef þér viljið minnast nokkuS á það, þá skulum viö láta það bíða þangaS t'l viS erum gift. Clive,” mælti hún enn fremur. Traust mitt er öbifanlegt, eins og ást mín. Þó aö þú kunnir að hafa látiö tælast af fegnrð einhverrar stúlku þegar þú varst ungur, þá hafa þaö ekki getaö veriS nema augnabliks áhrif — þaS er ást þin, sem eg þrái, og annaS ekld.” “Og guö veit, að eg æski einskis frekara en aS eignast þ’g; aldrei hefi eg elskaö nokkra manneskju eins cg eg elska þig.” Og þama bundust þau heitum í kveldkyröinni —viS 'hugljúfan ináttgala sönginn. Gerald Asheton varð himinglaöur aö heyra fréttirnar. Kjördóttir hans og uppáhaldsgoö átti aS verSa greifafrú Wyn- t>n og þar aS auki ríkasta kona á Englandi. MeS samþykkri hans var brúökaupið fastákveöiS í Sept- embermánuði næstkomandri, og nú var ekki sjáanleg- ur nokkur ömurleika skýhnoöri á hamingjuhimni þeirra Huldu og Wynton lávaröar . XIV. KAPITULI. Alt gekk aS óskum þangaS til í JúlímánuSri, þá bar sorgar atburö aS höndum. Gerald Asheton andaöist mjög snögglega úr hjartasjúkdómi, en þó var ekki ein fcára stök. Hulda erfði allar eigur hans, og varö flugrík. Hún var nú 18 ára. Hún erföi Silverwell höfSingja- setriS, skemtibústaS viS Ryde, belgraviska aöals- setrið, allskonar skrautmuni úr silfri, húsgögn, alla gimsteina og kjörgripi, sem frændt hennar hafði átt, og alt sem hann hafði látiö eftir sig i reiðupen- ingum og verömætum skjölum. Varð þetta tril aö auka áfct hennar og vinsældir meir en áöur. Vegna andláts frænda hennar var brúökaupinu ffestað þangaö til í AprílmánuSi. Hulda dvaldi haustmánuöina í skemtístaðnum við Ryde, og sat Evrington greifafrúin þar hjá henni í bezta fagnaSi. Wynton lávarður komi þangaö daglega að sjá systur snia og unnustu. Hún haföi látiS i Ijós vilja sinn um tilhögun á bruSkaupinu. “ViS skulum láta vígja okkur ineð sem minstum viðbúnaði eða hátíSabrigöum,” hafö-i hún sagt. “ÞaS er drambsama og mikilláta fólkiS, sem unun hefir aö þessumi stórfengilegu hátíSa- höldum. Eg hirSí ekki um slíkt. Eg kæri mig satt að segja ekki Um aö neinn sé viSstaddur , nema svaramaSur þinn og systir þin.” Wynton lávaröur félzt strax á þetta. Hann lét búa alt tmdir heimkomu þeirra hjóna til Lyndmere Park„ en þau áttu aS giftast í Silverwell, og var giftingardagurinn ákveSinn 10. April KveldriS fyr- ir-kom Wynton lávarður til Silverwell cg gisti þar um nóttina, og voru þangað boönrir nokkrir gestir en þó fáir. , | Sólin rann upp dýrðleg og fögur vormorguninn 10. Apríl. Ifulda vaknaði er fyrstu sólargeislamir flugu eins og skínandi silfurörvar inn í herbergið til hennar. Hún vaknaSi glöð og ánægð eins og fagurri brúöur sæmdi á sínum heiðursdegi. Húc litaðist um í herberginu, virti fyrir sér húsgögnpn og hvað eina, sem henni var orSiS svo nákunnugt og hún átti nú aS fara að yfv.rgefa. í því kom Mrs. Lewis inn, konan, sem hafSi fóstraS hana frá blautu barnsbeini, og hún kallaði á hana og lagði hendumar um hálsinn á henni og sagði: “Kystu mig og óskaðu mér til hamingju, Lewis.” Jana Lewis óskaði lienni allrar lbessunar og spáði henn.i ánægjulegri og fagurri framtið, svo að Hulda fékk hjartslátt af fögnuöi og vangar hennar urðu fagurrjóSir. “Komdu þá, Lewis!” mælti hún, “Viö skulum nú fara að skoða brúöarskrautið, það er alt þarna yfir í búningsherberginu.” Mrs. Lewris fór yfir í búningsherbergiS með henni. Þár var bæöi brúöarslæðan, brúðarkransinn úr hvitgulum blómum, hvítir hanskar, hvítur atlask- silkikjóll og hvítur blævængur og perlubúiö hvítt fílabeins handfang á. Alt brúðarskrauitS var þar vrið hendina —- öldungis eins og brúSarbúningurinn, sent lá í gamla geymslusalnum í River House. “Þú skalt klæöa mig, Lewis,” mœlti brúðurin fagra, “þú átt aS gera þaö, af því aö þú hefir fariS mýkstum höndumi um mig allra manna.” Him var í léttri hvítri silkikápu, og í þiví liún hnepti henni, mælti hún: “En hvaö sólin brosir blítt viS mér á brúökaupsmorgni mínum.” í sömu svifum var barið að dyrum-. Súsanna þjónustu- stúlka frakknesk að ætt, kom inn og sagði: , “ÞaS er komin kona, sem bíSur frammi i for- dyrinu og segist eiga mjög brýnt erindi vriö yður. Miss Asheton.” “Kona? Mér er ómögulegt að taka á móti mokkurri heimsókn núna. SegSu aö eg sé mjög vant viö komin. Eg ver Sof seint fyrir, ef eg fer ekki aö búa mig strax, Lewis.” Aftur var bankaS að dyrum,, og maSur kom inn og sagöi : “Frú Evrington bað mig aS segja yður, að vagninn væri kominn aö dyrunum.” “Ekki skal lengi standa á mér,” svaraöi brúö- urin. "SgSu konunni, Súsanna, að eg hafi ekki tíma tril að finna hana; ef hún á eitthvert erindi við mig, þá er bezt að hún segi þér það.” Stúlkan fór fram, en kom aftiir aö vörmu spori og sagöi: “Konan stendur á því fastara en fótun- um, að hún veröi aö íimna yður; hún baS mig að afhenda yður þetta.” Hún rétti Huldu bréfmiöa og var þetta skrifað á hann: “Mig langar tril aS firra yöur miklum harmi og bitru hugarstríSi. Em þá veröiS þér aö f:nna mig aö mál samstund’s. Ef þér neitiS því. mun eg fylgja yöur til kirkjunnar. Þegar þér eruö búin aS hitta mrig, munuð þér komast aS raun um, aö þessi væntanlega hátiS;sathöfn í dag mundi ekk- ert verSa nema ömurlegur skrípaleikur.” Miss- Asheton leit á stúlkuna sem kom með meS miðann og mælti: “Manneskjan, sem fékk þer þenna m;ða, hlýtur aS vera brjáluð.” “Ekki hugsa eg þaö,” svaraöi stúlkan; “ekki var þaö á henni aS sjá.” “Hvernig litur hún út?” “Hún er fríS sýnum og vel búin; og þegar eg sagöri heinni, að þér væruð aö fara í brúðkaupsskartið, þá hló hún.” “Eg vona, aö þetta sé markleysa tóm,” mælti brúöurm. “Eg ætla samt aS tala viS hana. Fylgdu henni inn.” “Inn í búningsherbergiö ?” spui-Si stúlkan. “Já, eg hefi engan tíma til aS fara neitt héSat.” Súsanna fór út. Hulla tók seöilinn og fór aS tesa hann aftur. VriS hvað gat hér veriS átt? Hvað HvaS gat manneskjan v ljað? Þessum spurningiun var Hulda aö velta fyrir sér. “Slæmar fréttir ” spurði Mrs. Lewris. Hulda hikaði við aö svara, og áiur en hún sagöi nokkuð, var' hurðin opnuS og inn kom prúðbúin kona. Silkibúningurinn, sem hún var í, var afburða- fallegur, og eins andlitblæjan, sam.hún haföi sveip- aS af sér. Hún hafði mikiö ljóst hár og blikaöi á skínandi demantana í hárkömbunum. Hún litaSrist um í herberginu með háSglotti á vörufn Og mælti: “Mér þykir fyrir því, aS hafa þurft aS gera yöur þetta ónæöi, Miss Asheton, en erindi mitt mátti ekki dragast. Eg heyri sagt, aö þér ætliS aö stígá í brúðarsæng í dag — giftast Wynton lávarði.” “Eg get ekki séö, að yður skifti þaö neinu,” svaraSi Hulda snúðugt. “ÞaS er nú svo,” svaraSi ókunna konan. “Eg sé aö vísu brúökaupskjólinn, brúSarkranzinn og blómvöndinn, sem brúöguminn hefir sent yður. Eg ve't líka, að presturinn stendur í skrúöanum fyrir altarinu, vagnarnir bíöa við dymar oö brúðguminn telur mmútumar. En hlustið nú á mig. Hlustið á sigurfögnuö minn. Lengi hefi eg beöið þessarar stundar. Eg hefi þráS hana, beSiS þess heitt og í hljóði aö hún rynni upp og nú hefi eg fengiö þá ósk uppfylta. — ÞaS getur ekkert orSiS af þessari hjónavígslu, því aS Wynton lávaröur er maöurinn minn!” f Hulda varð náföl, og úr dökku augunum hennar skein skelfing. Varirnar titruöu rnjög og hún fékk meS naumindum korniS upp þessum orSum: “Eg trúi þessu ekki!” “En þaö er nú samt satt. Sendið eftir Wynton lávarði, og lofiS mér aö sjá framan í hann. SpyrjiS hann og eg hefi gaman að sjá, hvort hann þorir aö neita því, aS eg sé konan hans, og þaö með öllum rétti.” “Ef þér viljiS skipa svo fyrir, þá skal eg sjá um að vinnumenn’rnir komi þessari manneskju út,” sagði Jana Lewis. “LesiS þetta fyrst,” mælti óikunna konan og rétti skjal nokkurt að brúöurinni. Það var hjúskapar- vottorS, undirritaS aö réttum siö og staSfest með vottum Isabella Dubois og Clive Wvnton höföu samkvæmt þessu vottorði veriö vigð í hjóna- band i St. Rock kirkjunni. “Eg get ekkert mark tekið á þessu vottoröi,” svaraði Húkla þegar í staö, “og eg trúi ekki einu orði af því, sem þér segið, fyr en eg hefi heyrt Clive játa þaS meS yöur.” “SendiS þá eftir honum og vitiS hvað hann segir.” Mrs. Lewis gat ekki aS sér gert, aS óstyrkur kom á hana, er hún heyrði hve djörf og örugg ó- kunna konan var. En Hulda rétti úr sér og sagöi: “Já, eg skal senda eftir honum; eg vil lieyra hann lýsa yfir því sjálfan, aS alt þetta sé ósannindi.” Um leiS hringdi hún bjöllunni. “SegSu Gregoríusi að. koma hingaS, Súsanna,” mælti Hulda róleg. Eng- inn skyldri sjá á henni aS nokkuð hefSi komiS fyrir. Þegar þjónninn kom inn sagöi hún honum, að hann skyldi aka eins fljótt og hann gæti til kirkjunnar í Silverwell og segja Wynton lávarði, að hún þyrfti að finna hann undir eins. “Eg ætla nú að halda áfram að klæöa yöur,” mælti Mrs. Lewis. “ÞaS má fylgja konunni inn í hliSarhertergið.” “Eg ræð yður fastiega frá að fara i brúöar- skartiS, Miss Asheton. Þér munuS aS sjálfsögðu neySast til aS fara úr þvi strax aftur, og þaS myndi veröa yður ný auSmýking. Eg er kona Wyntons lá- varðar; hann þorir aldrei aö berá á móti þvi.” Hulda Asheton svaraði engu — hún leit ekki á ókunnu konuna, en tók bók í hönd sér og sagSi viS Mrs. Lewis: “Eg ætla aS vera hérna þangaS til Wynton lávaröur kemur.” Leit hún siöan aldrei upp úr bókinni meðan beðiS var eftir lávarðinum og aldrei til ókunnu konunnar, er virtist vera mjög vandræSa<leg yfir ]>ví, hvað Hulda var róleg. “Eg ætla líka að vera hér þangaö til maöurinn minn kemur,” sagði hún. Hálf klukkustunl lei'ð, og ókunnu konunni varð biðin sú afarlöng. Heil klukkustund leiS. Evring- ton greifafrúin haföi tvisvar sinnum) komið að her- bergisdyrunum, cg i bæSi skiftin sagði Jana henni, aö Miss Asheton hefSi sent eftir Wynton lávarði, þvi að hún þyrfti aS sjá hann áöur en hjónavígslan færi fram. Loks opnaði Súsanna hurSina að búningsher- berginu og sagöi: “Wynton lávaröur vill finna yöur Miss Asheton.” í sömu svifum kom hann inn í dymar: “Hulda! elsku Hulda!” kallaði hann “Hvað er aS?” Svo varS löng — hræöileg þögn; skelfingarfölv' f loom á andlit hans. Ókunna konan leit á hann op mælti: “Góðan daginn, Wynton lávarSur! Þér hafiö víst ekki búist viö að sjá mig hér.” Hann Hatnn opnaði varirnar bláhvítar af tindrun og of- boöi eins og hann ætlaði aS segja eitthvaS, en engu oröi kom hann upp fyrst í stað. Loks fékk hann stuniö upp þessu: “Þér!” — Þér, sem eg hélt — var viss um —” Hún greip fram í fyrir honum. BrosiS var horfiö af andliti hennar, og mannvonzkufögnuSurinn skein úr þvi mjÖg greinilega. “Það er óþarfi fyrir ySur aS vera aö fárast um þaö nú, hvaS þér ímynduöuð yður, eða þóttust viss um. Eg hefi komiS fram hefnd minni. Eg hefi lengi beðið eftir henni. Eg hefi sett ráS til þess að slökkva hefnarþorsta minn. Nú er stundin komin,. Nú get eg loksins hefnt min á yður.” Meðan hún var aS segja þetta haföi hún fært sig nær og nær lávaröinum, svo að hún eins og hvæsti seinustu orðin í eyra honum. Miss Asheton stóS róleg og beiS. Þó að henni fyndist eins og væri verið að sfl'íta úr sér hjartaö, gat enginn séS á henni nein merki þess að henni liði illa. “Svona hefni eg min! Eg var búin aS segja yður, aö eg ætlaði aö gera þaö,” mælti óikunna kon- an. “Eg beiö meö aö koma hefndinni fram þangaö til á brúökaupsdagmn ykkar. LítiS nú á hana, sem átti aS veröa konan yðar! Lítið á brúöarskartiS hennar! Þarna er blómvöndurinn, sem þér hafiö sent henni! Presturinn bíöur í messuskrúða brúö- urinnar. sem aldrei verður gef’n í hjónaband. Kirkjuklukkunum mun ekki veröa hringt t;l þessarar hjónavígslu! Aildrei mun gift:ngarhringur veröa dreginn á hvítu höndina á ungmeyjunni þarna. En hvaS eg gleðst innilega yfir þvi! ÞaS er þó tölu- verö huggun! Satt er þaS, aS sæt er hefndin, þegar mannri gefst færi á aö koma henni fram eins og maöur óskar!” “Þér eruð sannkallaður kvendjöfull!” hrópaöi hann og hrökk undan henni. “Wynton lávarSur,” mælti Miss Asheton meS rólegri og skýrri röddu. "Eg vil engu orSi trúa af því, sem þessi kona segir. Eg lýsi yfir þvi hér, svo aö öllum geti orðiS þaö kunnugt, að eg ber óbifan- legt traust til yðar. Þér hafiS heyrt hvað kona þessi hefir sagt. Eg ætla að leggja fyrir yður mjög ó- flókna spurnýigu, og eg treysti yöur fyllilega til aö s varahenni rétt. Er hún konan yðar?” Lávaröurinn fól andlitið í höndum sér. “GuS sé mér liknsamur!” stundi hann loks upp. “Svarið meö einu orði a'ð eins,” sagði Hukla 1 þýöum rómi'. “Neitið þessu og eg mun trúa yöur. Er þessi kona eigrinkona yöar?” “Guð styrki mig! Já!” Nú varð ný og ömurleg þögn. Hulda varð fyrst til aS rjúfa hana. Hvorki lávaröurinn, sem var yfirkominn af hugarstriði eða ókunna konan, hugumglöS yfir hefnd sinni, virtust geta sagt neitt. Hulda sneri sér að frú Wynton o gsagði: “Þér hafriS þráð aS koma farm þessari hefnd. Þé rhafiS beitt kænleguim brögðum til þess að framkvæma á- setning ySar. En fariö þér nú! Farið þér út! Eg þoli ekki að þér saurgiS lengur híbýli min með nær- veru yðar!” Þetta síSasta sagöi hún í skipunarrómi. “Eg skal fara rétt strax,” svaraöi frú Wynton og vék sér aS lávarðinum og mælt’ : “Þér verðiS að játa þaS, að eg hefi komið hefnd minni fram. Eg heföi getaS aðvaraS yður fyrir löngu, þvi aS margir mánuS’r eru síðan eg heyrSi fyrst sagt frá því, aö þér ætluöuð aö ganga aB eiga ]>essa stúlku. En það vildi eg ekki. Eg ásetti mér aS draga það þangaö til á brúðkaupsdaginn yklcar. Eg ber eng- an kala til ySar, Miss Asheton,” sagði hún og leit til Huldu, “eg var aS eins aS lntgsa um að hefna mín á honum. Þér eruö rík og fögur. Þér munuð fljótt gleyma honum, giftast öSrúm og verða ánægS.” Hún hló langan hlátur. Miss Asheton benti á dyrn- ar og sagði: "FariS þér út 1” i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.