Lögberg - 16.02.1911, Qupperneq 1
/
24. AR
WINNIPEG, MAN.,
Fimtudaginn 16. Febrúar 191 I.
I NR. 7
Viðskiftasamningtrjir.
Feld frestunartillaga Monks.
FnimvarpiS um viSskiftasamn-
ingana hefir jmikiS yert'5 jtætt'
þessa dagana í sambandsþinginu.
Mr. Monk, einn af conservatívu
forsprökkunum, bar nýskeö fram
tillögu um að fresta umræöum um
málið og vildi helzt láta bera það
tmdir atkvæði þjóðarinnar, áöur
en þingið gerði nokkuð frekara í
því. Fielding ráðgjafi benti á, að
málið hefði legið á döfinni í 40 ár
og á þeim tíma hefði greinilega
komið í ljós að flestir skynsamir
borgarar mundu því fegnir að við-
skiftasamningar tækjust slíkir,
sem nú væri í ráði að gera. iÞað
kynni að visu að vera að Banda-
ríkjaþingið feldi samningana, en,
hann vænti að Canadaþingið gerði
sig ekki sekt í 'þeirri yfirsjón.
Hann kvaðst enga ástæðiu, sjá til
að fresta umræðum um málið og
var því næst tillaga Monks borin
undir atkvæði og feld með 97 atkv.
gegn 71. Um fimtiu þingmenn
ekki á fundi. Conservatívar og
Nationalistar fýlgdust að málum
við þessa atkvæðagreiðshi.
Brezka þingið.
Mörg mikilvæg mál hefir brezka
þingið um að fjalla um þessar
mundir. Fyrst og fremst um frum-
varpið til takmarkana á valdi tá-
varðadeildarinnar, í annan stað
frumvarpið um heimastjórn fr-
lands, og í þriðja lagi frumvarp til
breytinga á tollmálalöggjöíinni.
Þá er enn frumvarp um verzlun-
arviðskifti ef ófrið ber að höndúm.
—Verkamannaflokkurinn lýsti yf-
ir því á ársþingi sínu í Leicester,
að hann væri álgerlega andvígur
öllum auknum fjárframlögum til
herkostnaðar. James Kier Hardie
kvaðst meðmæltur því, að þingið
samþykti allsherjar verkfall, ef ó-
friður vofði yfir. En aðrir verka-
manna foringjar snerust andvígir
gegn því. Jafnaðarmenn á Þýzka-
landi hafa einnig neitað að fallast
á þess kyns verkfall, því að þeir
eru þeirrar skoðunar, að óímögu-
legt mundi verða að fá verkamenn
i báðum ófriðarlöndtmum til að
gera verkfall jafnsnemmá, eða
þegar ófriður vofði yfir.
Panama sýningin.
Um nærri mánaðartíma hefir
málið um að velja stað undir Pan-
amasýninguna fyrirhuguðu legið
fyrir Bandarikja þinginu. Það
varð loks samþykt með 259 atkv.
gegn 43, að sýningin skyldi standa
í San Francisoo. Það var um
tvær borgir að gera,. San Francis-
co og Ne.w Orleans. Fregninni um
úrslitin var tekið með mesta fögn-
uði í San Francisco, flugeldum og
pípublástri, og öðrum fagnaðar-
hávaða. Sýningin á að hefjast
árið 1915.
Verkfall rússneskra stúdenta.
Tuttugu og fimm hundruð rúss-
neskra stúdenta hafa samið með
sér að gera verkfall þangað til um
páska. Uögreglan hefir tekið um
fimtíu þeirra fasta fyrír óspektir.
Þetta tiltæki stúdentanna er því
að kenna, að stjórnin hefir svift
þá ýmsum sérréttindum, sem þeir
hafa haft um langan tima og þyk-
ir sem hún geri það í hefndarskyni
fyrir afskifti þeirra a fpólitískum
rwálum.
Loftskeyti um lengstan veg.
Frá San Francisco fréttist að
þangað hafi nýskeð borist loft-
skeyti um lengri veg en menn vita
dæmi til áður. Það var skeyti sem
barst til borgarinnar frá gufuskip-
inu Kórea, er var 4,492 mílur frá
San Francisco.
Fiskimenn farast.
Sú frétt hefir nú borist af
finsku fiskitnönnunum, sem rak á
is brott frá Bjorkö á Finnlandi ný-
skeð, að spöngina sem þeir voru á
hafi rekið á ey nokkra í finska
flóanum og komust eitt hundrað
fiskimannanna þar á land, en hinir
htindrað og fimtíu druknuðu.
Horfur í Persíu.
Innanlands óeirðirnar i Persíu
lialda enn áfram. Brezka stjórnin
hefir krafist þess, að stjórnin í
Persiu gæti betur innanlandsfriðar
og geri mönnum óhættara um
verzlunar viðskifti heldur en verið
hefir i suðurhluta landsins. Ann-
ars kveðst Bretastjórn muni taka
að sér lögreglustjórn í þeim hluta
landsins. Rússar neita því, að
draga aftur her sinn út úr norður-
hluta landsins. Þykjast ekki mega
það vegna sýnilegrar hættu af inn-
anlandsóeirðum. — Fjármál öll í
mestu óreiðu og stjórnin fær
hvergi lán. Helzt hefir nú þótt
ráðlegt að ráðnir yrðu hagfræðing-
ar frá Bandaríkjum eina fimm tíl
að kynna sér fjárhagsástand í
Persíu og leggja á ráð um hiversu
bæta megi úr því. Það er ætlast
til að sérfræðingar þessir yrðu
ráðnir til fjögra eða fimm ára.
Auður Bandaríkja-
manna.
$34.43 á Kvert höfuð.
Nú er talið að auður Banda-
ríkjanna sé $34.43 á hvert höfuð.
Þegar manntalið var tekið 1900
þá taldist fjármálastjórninni svo
tíl, að meðaj auður er kæmi á
hvem mann yrði $35.10. Sam-
kvæmt síðustu skýrlum er taliö1 að
veltuféð sé nú 3,211,550,465, en 1
fyrra var það $3,125,586,620.
Vistaflutningar til Peace River.
Hinn 10. þ.m. lögðu menn á stað
frá Edmonton með sextán uxapör
fyrir vögnum með vistaflutningi,
og var ferðinni heitið til Peace
River héraðsins. Það er fimm
hundruð mílna löng leið. Lesta-
menn þessir bjuggust við að geta
farið tuttugu mílur á dag og kom-
ast þeir þá á tæpum mánuði til
Beaver Lodge og Grand Prairie.
™ Kvenréttindi i Kansas.
Þingið í Kansas hefir nýlega
samþykt að bera það undir al-
mennings atkvæði í ríkinu hvort
veita skuli konum jafnrétti við
karlmenn í Kansas. Þykir mjög
líklegt, að það leiði til þeirra úr-
slita, að kvenréttindi verði sam-
þykt. í Montanaríki var samskon-
ar þingsályktun feld nýverið.
Giftust í annað sinn.
Nýskeð hittust þau Mr. og Mrs.
læander G. Coll í Coloradb
Springs. Þ'au höfðu þá verið skil-
in í 35 ár. En þegar þau hittust
þarna aftur, var farið að fyrnast
svo yfir forna misklíð að þau sætt-
ust heilum sáttum, og létu vígja
sig i hjónaband í annað sinn. Hið
fyra sinn giftust þau árið 1874, en
skildu að tæpu ári liðnu. Bæði
giftust síðan aftur, og urðu ekkju-
maður og ekkja. Coll er 61 árs en
kona hans 54 ára.
Smá fundarlaun.
Maður að nafni Davidson, 51 St.
l_/)uis, fann nýskeð peningabuddu,
sem í voru $50,000 virði af pen-
ingum og verðimætum skjölum.
Maðurinn lýsti fundinum, og eig-
andinn var Frank E. Gideon, auð-
ugur trjáverzlunarmaður. Hann
varð allshugar feginn við að fá fé
sitt aftur og gaf manninum af ör-
læti sínu $5.00 í fundarlaun.
Rán við Essen.
Átta vopnaðir menn réðust á
vagna í grend við Essen á Þýzka-
landi. I þeim vagni voru um $40-
000, sem stjórnin átti og fara
skyldi til að greiða námumönnum
stjórnarinnar við Gladbeck í Vest-
falen. Mennirnir réðust á vagn-
inn, er honum var ekið inn í skóg
nokkurn. Vagninum fylgdu fjór-
ir vopnaðir menn og tveir her-
menn. Fengu þeir loks stökt
bófunum á brott.
—Þingið í Saskatchewan hefir
samþykt fjárveitingu til nauðsyn-
legra framkvæmdai í Ikom/hlöðu-
málinui.
Herbúnaðarktpp.
Ný fjárframlög ýmsra þjóða.
Nýr herbúnaðaráhugi hefir kom-
ið 1 ýmsar Evrópuþjóðirnar .Þjóð-
verjar eru nú við því búnir að
bjóða út 3,000,000 manna herliði
undirbúningslítið, svo sem þegar
hefir verið áminst. Er óætlað að
kosta muni $4,500,000 á dag að
halda þann manngrúa. Um $100,-
000,000 á að verja’til þýzka her-
flotans næsta ár og gera mörg
herskip og stór. — Austurríkis-
menn ætla að verja $110,000,000
til herbúnaðar næsta ár; af því fé
verður varíð til flotans $25,000,-
000. Fjögur stór herskip ætlar
stjórnin að vera búin að byggja
1813 til 1814. Til þess að komá
þvi í verk var byrjað þegar á
tveimur þeirra í Triest, áður erí
þingið hafði samþykt fjárveiting-
una. Ehn fremur á að gera þrjú
varðskip, tólf tundurbáta og sex
neðansjávarbáta. Rxkiserfinginn,
Franz Ferdinand, erkihertogi,
gengst manna bezt fyrir því að
auka herbúnaðimx. — Franska
stjórnin hefir fastráðið að leggja
fyrir þingið frumvarp um ný og
mikil fjárframlög til hetbúnaðar.
Sænsika stjórnin ætlar að auka her
skipastól þjóðarinnar mjög bráð-
lega, og er í ráði að samþykt verði
árlega $1,100,000 fjárveiting í
þrjú ár til að byggja orustuskip.
Enn fremur á að framlengja hern-
aðarskyldutímann svo að hann
verði eitt ár fyrir hvem mann.
Hvaðanœfa.
— Fjölmenn sendinefnd fnái
Morrisburg hefir heimsótt Ottawa
sjórnina og beðið um styrkveiting
til handa stálgerðartélögixm. Field
ing ráðgjafi gaf sendinefndinni
litlar vonir um að beiðni þeirra
yrði framgengt.
—Þeir ráðgjafarnir Roblin og
Rodgers eru nýkomnir austan frá
Ottawa og hafa þeir átt þar við-
ræður við sambandsstjórnina um
landamerkjajmálið. Alt situr þó
við þaS samá þar um enn.
—I skóla einum kviknaði
Montreal 8. þ.m. Þar voru 200
börn inni þegar eldsins varði vart
og björguðust öll. Þetta var um
hádegisbil og flest börnin komin
burt til miðdegisverðar.
—Andrew Carnegie hefir enn
gefið til mannúðarsfearfa $1,250,-
000 bænum þar sem hann fæddist,
en sá bær er Dunfermline á Skot-
landi.
—Siðustu fréttir af hungurs-
neyðinni í Kína eru þær, að 2,000,-
000 muni farast úr hugri ef ekki
kemur hjálp mjög bráðlega.
—Canadian Pacific jámbrautar-
félagið ætlar að koma á nýjum
gufuskipaferðum milli .Montreal,
Boston og Bermuda. Margar mil-
jónir dollara ikostar aö koma á
þeim samgöngum.
—Seytján námamenn fóirust í
sprengingu, sem varð í námum
við Trinidad í Coloradö 11. þ. m.
—Tveir flugmenn fórust enn á
Frakklandi. Þ'eir hétu Noel og
Delatorre og voru að gera flugtil-
raunir fyrir hermálastjómina við
Douai á Frakklandi.
—Beresford lávarður og aðmír-
áll Breta hefir nú látiö af hermála
stjórn við brezka flotann. Beres-
ford hefir nú fimm um sextugt.
—Innflutningur til Canada hef-
ir fyrstu átta mánuðina af yfir-
standandi fjárhagsári verið miklu
meiri en í fyrra. A þeim tíma hafa
fluzt inn í landið 243,171 menn.
—Ríðandi lögreglulið stjórnar-
innar er aö leita ýmsra manna hér
norðvestur í landi, sem uggað er
um að orðið hafi úti í hnðarbylj-
unum í fyrri viku.
—Þingiö í Minnesota greiddi
atkvæði með viðskiftasamningun-
um fyrirhuguöu. Atkvæöa meiri-
hluti 13.
—Ibúar Lundúnaborgar eru nú
taldir 7,537,196. Af þeim eru
18,000 lögregluþjónar.
—John H. Dabroski í Prince
AHbert hefir búið til loftbát með
nýrri gerð, og er mælt að franska
stjórnin muni ætla að kaupa einka-
leyfið af honum.
—Frumvarp um kvenréttindi
kemur fyrir brezka þingið að öllu
sjálfráðu siðast i Aprílmánuði
næstkomandi.
—Mælt er að stjórnin í Perú
hafi nýskeð keypt tvö herskip af
Bandaríkjamönnum smíðuð ájrið'
1893.
—Dr. F. A. Coök norðurfari
hefir ráðgert að fara í fyrirlestra-
ferð um vestanverð Bandaríkin og
Canada. Hann býst þá við að
koma til Winnipeg og segja frá
ferðum sinum.
‘ —Tveir járnbrautarþjónat C.N.
R. félagsins sem voru með hand-
vagn í grend við Carlesburg, 100
milur vestur frá Brandon, urðu
fyrir járnbrautarlest á laugardag-
inn var og biðu bana.
—Ekki er plúgan mikla austur
í Asíu í neinni rénun. Síöustu
fréttir segja, að i kínverska bæn-
um Asikho farist daglega úr henni
um 400 manns.
—Yngstí maður, sem menn vita
til að komist hafi á flug var Robt.
Lawson á 4. ári. Faðir hans tók
drenginn með sér í flugvél sína er
hann lagði til flugs frá borg einni
í Louisiana 13. þ.m.
—f illviðrum við austurströnd
Spánar fórust nýskeð 160 manns.
—Samkvæmt skýrslum heilbrigð
ismála stjórnarinnar í Minnesota
fæddúst þar í rikinu helmingi fleiri
en önduðust árið 1909.
I/igbergi er skrifað frá Kee-
watin, Ont., 6. þ. m.: “Héðan eru
fáar fréttir, eins og vant er; tíð-
arfarið hefir verið fremur lcalt
undanfarið eins og annarstaðar, en
samt hefir frostið verið minna
núna síðustu dagana. Heilsufar
manna er hér fremur gott, að öðru
leyti en því, að hér hefir verið
kvefsamt xun tíma og er það vart
trljandi.— Lestrarfélagið Tilraun-
in hélt samkomu 4. Febr. og voru
þai flestir landar hér samankomn-
ir. Skemti fólk sér við söng,
og ræðuhöld Einnig voru leiknir
nokkrir smáleikar. Samkoman var
haldin til arðs fyrir lestrarfélagið,
og var dregið um silfurskál, sem
íélagsmeðlimir gáfu fél., og hlaut
Siguiöur S. Sigurðsson dýrgrip,-
ir.n. Veitingar voru einnig góðar,
og rnátti sjá að konur sem karlar
voru samtaka í því að samkoman
færi sem bezt fram. Og eftir að
hafa skemt sér alla nóttina til kl.
5 um morguninn fóru allir heim
til sín glaðir og ánægðir — en Til-
raunin mun rikari en hún var. —
Að öðru leyti er fátt héðan að
frétta; atvinna með betra mótí, að
svo miklu leyti sem hún er um
þenna tíma árs. En svo þegar vora
tekur, verður hér nóg aö gera eins
og vanalegt er í b(æ þessum. En
auðvitað má tilfæra svona orð víð-
ar en hér, því alstaðar, að eg held,
lifnar alt sem lifaö getur þegar
vorfuglarnir fara að kvaka.’’
Or bænum
og grendinni.
Tiðarfar hefir verið mjög stilt
síöan á sunnudaginn; blíöu veður
og jafnvel drop.ið af húsaþökum
um hádegisbilið. Snjókoma nokk-
ur á miðvikudaginn, en þó frost-
lítið.
Bonspiel-leikarnir hafa staðiö
hér undanfarna daga, og hefir
múgur og margmenni þyrpst til
bæjarins til að horfa á þá.
Miss Gerða Halldórson hefir
nýskeð byrjað hannyrðakenslu hér
í bænum ,eins og auglýst er á
öðrum stað í blaðinui'
Gamlan og góðan vin bar hér
að garði á Lögbergi um helgina.
Þaö var hr. W. H. Paulson, er
hingað kom frá Leslie, Sask. fyrir
helgina og dvelur hér nokkra
daga. Hann var glaöur og skemti-
legur, eins og honum er lagið, og
lék við hvern sinn fingur. Hann
er ölltim hér kærkominn gestur og
vonandi gefst mönnum færi á aö
heyra hann tala á Þorrablótinu.
Gimlibúar ætla að leika gamati-
leikinn “Æfintýri á gönguför”
mjög bráðlega, eins og auglýst er
hér 1 blaðinu á öðrum stað.
Sumir stúdentanna hafa góð-
fúslega lofað Lögbergi að láta því
i té ræður sínar, er þeir fluttix á
stúdentafundinum, sem minst er
annarstaðar í þessu blaði. Munu
þær birtast í næsta blaði.
övenjulega margir gestir hafa
verið liér á ferð, og munu margir
þeirra komnir til að vera á Þorra-
blótinu. Þessa veit Lögberg um:
Frá Leslie: Thomas Paulson,
Hannes Líndal, Kristján Jónsson;
frá Wxmyard: Fúsi Bergmann,
Sigurður Blöndal; frá Church-
bridge: Magn. lýinriksson, Frey-
steinn Jöhnson, G. Arnason; frá
Elfros: Alex Jónasson, G. Árna-
son, Hallgr. Grímsson; frá Lög-
lierg; Mr. og Mrs. Gisli Egilsson
og Páll Egilsson frá Calder; frá
Hólar: Páll Guðmundsson, Baldv.
Sveinbjörnsson; frá Foam Lake:
Ingvar Olson; frá Yorkton: J. B.
Tborleifsson; I frá Bradenbury:
Ásmundur Ixxptson. Frá Baldur,
Man.: Mr. og Mrs. Chr. Jöhnson
og Jón sonur þeirra; Sig Skardal,
Gunnl. Daviðsson, Eirikur Þor-
bergsson, J. Josephson, Andrés
Helgason; frá Markland: B. S.
Lindal; frá Brown P.O.: Helgi
Jónsson; frá Húsavick: Th. Svein-
son. Frá Dakota: Elis Thorwald-
son, jónas Hall, ..Skafti Jóhanns-
son. Tryggvi Erlendsson, Cavalier.
Hr. Fr1. Vatnsdal frá Wadena
var hér á ferð um helgina. Fór
vestur að hafi á þriðjudaginn;
býst við að vera 3 vikur að heiman.
Mr. og Mrs. A. F. Reykdal frá
Árborg eru hér stödd um þessar
mundir.
Lögbergi er skrifað frá Mozart,
Sask., 6. Febr.; “Við 'höfum haft
hér reglulega vetrar veðráttu sið-
an með nýári, stöðugar kafalds-
hriðar ineð hörðu frosti fum 40
neðan við zeroj, brautir eru lítt-
færar sem stendur, og fennir jafn-
óðum í þær og þær eru farnar;
snjór mun vera nú sá mesti, sem
lcomið hefir í 6 ár. Eru því lík-
indi til að eitthvað verði til að
vökva jörðina þegar þiðnar. -—
Heilsufar allgott það eg veit, þó
liafa sumir verið lasnir af kvefi,
þó ekki hafi verið mikil brögð að
því. — Markaðsverð á hveiti var
hér heldur óhagfelt í haust, og er
enn. Erum við hér að vona að það
hækki 1 verði 5 framtíðinni; hveiti
nr. 3 er ntx 70C, og hafrar 22C.
Þetta þykir bændum hér heldúr
lítið.”
5. þ.nx. andaðist Helga Jóhann-
esdóttir í Pine Valley, á heimili
sonar sins Björns Thorvaldsson-
ar. Hxin var ekkja Gottskálks heit-
ins Þörvaldssionar frá Miklabæ.
Faðir hennar var Jóhannes Sveins
son frá Kárastöðum i Skagafirði.
Hún var 68 ára; hafði verið ekkja
í rúm 30 ár. Til þessa lands kom
hún fyrir rúmum 22- árum. Hún
var jarðsungin 12. þ.m. af séra N.
Stgr. Thorlákssyni.
Russneski flotinn.
Hervarnarnefnd rússnesku dúm-
unnar ákærir stjórnina harðlega
um ilt eftirlit, óstjóm og sukfc að
því er snertir meöferð flotamál-
anna. Hermálastjórnin sökuð um
að hafa sóað út sérstakri fjárveit-
ingu, er 1908—9 var veitt til tund-
urbáta og neðansjávarbáta í Svarta
hafinu, og enn fremur fvrir að
hafa vanrækt flotamálin lyfirleitt
og sýnt hið mesta hirðuleysi um
að láta gera við og bæta herskip-
in svo sem nauðsvnlegt hefði
verið.
Greidd gömul skuld.
Frá Sacramento í Califomíu
fréttist, að þingið þar hafi nýskeð
viðurkent skuldakröfu A. G. Laf-
ferty í Humbolt County gegpx rik-
inu. Lafferty kallaði til $1,000
fyrir vistir, er hann hafði lagt til
í Indíana ófriðnum 1851. Laffer-
ty var 22 ára gamall, en er nú 82
ára. Skuldakrafa hans hefir legið
fyrir öllum þingum sxðan en ávalt
verið neitað þangað til nú, að hún
hlaut eindregið samþykki í txáðum
deildúm þingsins.
Hraðskreitt loftfar.
í Gotha á Saxlandi er verið að
byggja loftfar mikið og merkilegt,
sem lokið verður innan skamms.
Er ætlast til að það verði hrað-
skreiðasta loftfar, sem enn hefir
verið bygt. Er búist við að það
geti farið 40 mílur á klukkxxstund.
Loftbelgurinn á að verða 344 feta
langur og alt verður loftfarið hið
traustasta og vandaðasta.
Nýtt friðarfélag.
Þýzkir og enskir kirkjumenn
hafa nýskeð stofnað félag með sér
í Lundúnum í því skyni að vinna
að friði, sátt , og samlyndi milli
Englendinga og Þjóðverja. Erki-
biskupinn af Kantaraborg stýrði
fundum þeim, sem haldnir hafa
verið og aðalræðumennimir hafa
verið guðfræðikennararnir þýzku
Adolph Harnack og F. A. Spieok-
er. Um félag jxetta fórust eintim
prelátanum svo orð: “Þétta er
starf. sem er samboðið Krists
kirkju. Stofnandi kristindómsins
var fyrst og fremst friðarkonung-
ur. Þegar tveim þjóðum lendir
saman í ófriði, þá sanna þær það
að eins, að kristindómur þeirra er
ekki nema nafnið tómt. Styrjald-
ir eru sorglegt hdap ofan í skræl-
ingjaháttinn.
—Hið mikla skip Cunard lín-
unnar, sem nú er verið að byggja
við Clydebank á Skotlandi á að
vera 50,000 tonna. Áætlað er að
skipið kosti $10,000,000.
Hælfknsanikepni Stúdentafélagsins
Það er gaman að vera ungur og
gaman áð vera stxjdent! Og það
er gaman að koma á stúdenta-
fundi og hlýða á mælskusamkepni.
Það er ekki kostur á meiri gleði-
samkomum hér en þeim fundum.
íslenzka Stúdentafélagið liefir
,haldið slíka fundi undanfarin ár.
Hinir fyrstu voru fásóttastir og
; vöktu litla eftirtekt. Nú eru þeir
orðnir fjölsóttir og áburðarmiklir.
Þessa árs mælskusamkepni fé-
lagsins var háð síðastl. mánudags-
kvöld í efri Goodtemplarasalnum.
Stúdentar sátu uppi en aheyrend-
ur niðri, og var hvert sælti skipað
veggja i milli og út i dyr.
Dr. B. J. Brandson setti fund-
inn og stjórnaði hontxm; talaði
hlýlega um starfsemi stúdenta og
fyrirhöfn þeirra fyrir samkom-
unni, og þakkaði áheyrendum fyr-
ir þangaðkomuna. Mæltist honum
vel að vanda og fór stjómin prýði-
lega úr liEndi.
Að lokinni ræðu hans léku þær
Miss Jóhannesson og Miss Blön-
dal á píanó, og var gerður að góð-
ur rómtir, sem maklegt var. Því
næst hófust ræðumar.
Gordon Paulson talaði tim:
Frjáls-ræði.
Guðm. Thorsteinsson um : Menn-
ingu Kínverja.
Miss Th. Jackson um: Savon-
arola.
Jón Árnason um; Bindindi.
Miss L- Gottfred um: Tolstoy.
St. Bjamason um: Hver er til-
gangur háskólans?
Björn Hjálmarson: - Canadískt
þjóðerni og skyldúr ungra borgara.
Milli ræðnanna sungtt stúdent-
ar bæði kvæði og gamanvísur um
ræðumenn, og Miss Halldórson
og Mr Olson tóktt “violin duet”
af mikilli snild.
Þegar ræðum var lokið, var
verðlaunum útbýtt.
Dómendur voru þrír: séra Frið-
rik J. Bergmann, séra Rúnólfur
Marteinsson og séra Guðmundur
Árnason.
Verðlaunapeninga ('medaliurj
höfðu þessir gefið: Thorst. Odd-
son, fasteignasah, gull og silfur
verðlaunapening, G. Thomas gull-
smiður silfur-verðlaunapening og
Heintskringla og Lögberg sinn
silfurpeninginn hvort.
Jón Ámason éfrú Skútustöðum)
hlaut fyrstu verðlaun í mælsktt, og
var honum aflientur gullpening-
tirinn.
önnur verðlaun hlaut Gordon
Paulson.
Walter Lindal hlaut tvo verð-
launapeninga, annan fyrir kvæði,
hinn fyrir sögu.
Miss Hilda Johnson hlaut verð-
laun fyrir ritgerð.
Það geta ekki allir fengið verð-
laun, en engu að síður voru marg-
ar hinar ræðurnar góðar, og jafn-
betri en í fyrra. Þegar verðlaun-
in vortt afhent, var þess getið, að
einn dómendanna hefði viljað
veita Birni Hjálmarssyni önnur
verðlaun, en um fyrstu verðlaun
voru þeir allir sammála. — Björn
Hjálmarsson var svo óibeppinn að
honum fataðist nokkuð þegar hann
ætlaði að byrja, því að hann mun
óvanur að tala. En ræða hans var
fallega samin, og þeim mun betur
flutt sem lengra leið.
Jón Árnason talaði skörulega og
á góðu máli. Hann hetir ekki tal-
að opinberlega fyr, og var þó ó-
feiminn að sjá. Hann er hinn
efnilegasti maður, mikill vexti og
karlmannlegur, drengur góður og
manna vinsælastur.
Gordon Paulson talaði skýrt, og
nýtur sin vel á ræðupalli, en hann
hefir ekki allskostar gott vald á
málinu.
Ræður stúlknanna voru þeim til
sóma, þó að þær fengi ekki verð-
laun að þessu sinni. Einkum tal-
aði Miss Jackson af mikilli mælsku
og spáum vér, að hún nái verð-
launum ef hún reynir að ári. Bæöi
fer henni fram og svo ætti "jafn-
rétti kvenna” að aukast mikið í
Stúdentafélaginui á komanda ári.
— Áheyrendur fóru glaðir heim
af þessurn fundi og eru stúdentun-
um þakklátir fyrir góða skemtun.
Lifi æska og gleði!
Lifi Stúdentafélagið!
„LITLI KOFINN Á NESI
Ferhendur.
Stóð eg fjalls í hárri hlið,
horfði um grund) og voga,
rann í austri ársól fríð
upp á himinboga.
Dagur-skjótt við skinið rótt,
skipaði stólinn valda;
lagði á flótta niðsvört nótt
niður í hafið kalda.
Varð alkunnri fegurð fáð
fjallavengið prúða,
færði sunna lög og táð
lýsigulls i skrúða.
Hjúpaðist alt í helgum frið,
hlýr lék blær við stráin,
lækur straums með léttum klið
laumaðist fram í.sjáinn.
Fjörgast tók í fríðuru lund,
fagur heyrðist kliður,
merkurdýrin brugðti blund,
bjuggust störfum viður.
Lystugt fugl sér lék á grein,
lipra tóna stilti, ♦
raddarbylgjan hlý og hrein
hlustir mínar fylti.
Hani spertur haugi á
herfí sig að gala,
tistu hvor sem meira má
máríerla’ og svala.
Grænum hlíðar hjöllum frá
heróp glumdúi smala,
létt á fæti lömbin smá
léktt sér um bala.
Krummi hreykinn kletti á
kvassa gogginn brýndi,
refttr þar í leyni lá,
lömbunum eftir rýndi.
Fyr en veiði vanst að ná,
volegt skeði undur:
kletturinn datt hann ofan á
og hann marði sundur.
Stefndu skollar hrafni um
hrekk;
hann ei sök gekkst viður;
sér þar góða fylli fékk,
féll svo málið niður.
Eins er dauði annars líf,
ýms það dæmin sanna;
ræður bæði hefnd og hlíf
herra örlaganna.
S. J. Jóhannesson.
—Vísum þessum, sem nýskeð
stóðu í Lögbergi, datt mér t hug
að breyta á stölcu stöðum, eftir að
blaðið kom út; læt eg því prenta
þær upp aftur eins og eg ætlast til
að þær séu lesnar. Höf.