Lögberg - 09.03.1911, Blaðsíða 4
4-
LÖGBERG. ynmJÐACffNN 9. MARZ 1911.
LÖGBERG
Gefiö út hvern fimtudag af Th* Lög-
PrINTING & PUBLI3HING Co.
Corner Wiiliam Áve. & Nena St.
WlNNIPBG, - - MaNITOBA.
STEF. BJÖRNSSON, Editor._
J. A. BLÖNDAL, BHsiness Manager.
UTANASKRIPT:
Tbeliðgbcrg Pirinting&i PuUisfaing Ce
P. O. Box 3064, Winnipeg, Man.
utanAskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG________
P. O. Box 3084, Winnipeg, Manitoba.
TELEPHONE Garry 2156
Verð blaðsins: $2.00 um árið.
Ræða
T. H. Johnsons þingmanns
um viðskiftafrumvapiö, er hann
hélt í fylkisþinginu 22. f.m.
Mönnum er orðið kunnugt um,
hversu Roblinstjómin og fylgis-
menn hennar tóku undir tillögu
Mr. Norris um það, að fylkisþing-
ið í Manitoba skyldi skora á sam-
bandsstjórnina í Ottawa að sam-
þykkja frumvarpið til viðskifta-
samninga milli Canada og Banda-
rikja, að því viðbættu, að færður
yrði drjúgnm niður tollur eða
helzt komið á gagnskiftalegri frí-
verzlun á akuryrkju verikfærum
milli Canada og Bandarikja. Þessi
tillaga var feld af œnservatívum í
fylkisþinginu, en aftur samþykt í
hennar stað breytingartillaga, sem
fór i gangstæðia átt. I henni var
skorað á sambandsstjórnina að
ganga ekki að viðskiftafrumvarp-
inu, því að það væri ólhagkvæmt
Canada og viðsjárvert eining
brezka veldisins.
Það var Rogers ráðgjafi, sem
bar upp breytingartillögu þessa og
mælti hann með hennt all langt er-
indi og mjög vafningasamt. Marg-
ir liberölu þingmennirnir töluðu í
þessu máli, en engfnn af hálfu
conservatíva nema Mr. Rogers.
Á eftir honum talaði Mr. T. H.
Johnson þingmaður í Vestur-
Winnipeg, svo sem minst var á
í síðasta blaði, og þó að hann
flytti ekki “fimtán dálka ræðu”,
eins og sagt er að Hon. R. P. Rob-
lin hafi gert, þá munu flestir kann-
ast við það, er kynt hafa sér um-
ræðurnar, að ræða Mr. Johnson
hafi verið einátver veigamesta
ljósasta og rökréttasta ræðan, sem
þar hafi verið ihaldin í þessu máli.
Stakk ræðu stjórnarfomiannsins,
sem talaði næstur á eftir, mjög í
stúf við hana eins og sjá má í sið-
ustu Heimskringlu. Það er mærð-
armikið fimbulfamb, sem flest fer
fyrir ofan garð og neðan og enda
á einni gríðarlegri málskrúðs-
hellisteypu, sem vel kann að vera
fallin til að hrífa tilfinningar lít-
ilsigldra manna, en talar sáralítið
til skynseminnar.
í ræðu sinni aftur á móti tætir
Mr. Jahnson með ljósum rökum
sundur allar helztu ástæður Rog-
ers ráðgjafa fyrir breytingar til-
lögu hans, og skýrír málið þar að
auki svo, að það ætti að verða
nokkurn veginn fullljólst öllum,
sem lesa ræðuna. Vér viljum því
hér á eftir birta helztu atriðin úr
henni lesendum vorum til fróðj
leiks og íhugunar.
Mr. Johnson kvað sig furða á
þeirri einkennilegu þögn í þessu
máli, sem væri yfir þingmönnum
stjórnarinnar . ÓHeyr! heyr!J.
Hér væri {>ó um mnlefni að ræða,
er tæki til allra kjördtema hinna
heiðarlegu herra 1 andstáíðinga-
flokknum, en að eins einn þeirra
hefði orðið til að taka til máls.
Allar horfur virtust vera á því, að
þeir væru að stæla dómsmála-
sttjórann, manninn, sem sagt hefði
við þann eftirminmlega atburð, er
é ann hefði verið skorað fyrir
hæsta rétti brezka veldisins að
segja, hvað hann hefðí fram að
færa í málsvarnarskyni fyrir fylki
sitt: “Ekkert, lávarðar . mínir.”
Það væri auðsætt, að hinir heiðr-
uðu herrar andstæðingarnir, hefðu
afsalað sér pólitískum réttindum
sínum, og væru það því sennileg-
ast þeir, setn ráðgjafi opinberra
verka f'Mr. RogersJ hefði verið
að sneiða, þegar hann hefði veriö
að minnast á menp, sem hefðu af-
salað sér pólitískum réttindum
sínum 1 þessu máli. fMikiö lófa-
klappj.
Eina ræðan, sem stjórnarsinnar
hefðu haft fram að færa í þessu
máli, væri ræða þess ráðgjafans,
er talinn væri önnur liönd stjórn-
arformannsins og væri því sjálf-
sagt, að íhuga hana vandlega.
Hann kvaðst hafa hlýtt með at-
hygli á ræðuna þegar hún hefði
verið flutt og ennfremur lesið
hana 'tvisvar sinnum eins og frá
henni hefði verið skýrt í Telegram
ásamt hinu hóflausa skjalli, sem
með henni hefði fyigt þar, en hann
hefði þó ekki getað orðið var við
nema ein fimm atriði, er Mr. Ro-
gers hefði fært fram til að fóðra
með það, sem hann hEfði verið að
segja.
Fyrsta atriðið væri það, að Can-^
ada afsalaði sér, með þessu frum-
varpi, sem nú ætti að staðfesta,
hagfræðilegu sjálfstæði og póli-
tískum réttindum þessa lands.
Annað atriðið, sem Mr. Rogers
teldi upp, væri það, að þessi fyrir-
huguðu viðskifti væri tjónsamleg
jámbrautafélögum hér í Canada.
Þriðja atriðið væri það, að
vegna þessara verzlunarviðskifta
mundi hveiti Canadamanna missa
sitt rétta gildi og falla í áliti og
bændUr hér í landi bíða óhag af.
í f jórða lagi yrðu samning þess-
ir til að hnekkja verzlunarhlunn-
indunum við Breta, er ihver einasti
Canadabúi væri upp með sér af,
verzlunarhlunnindunum, sem ráð-
gjafi opinberra verka viðurkendi,
að hann væri upp með sér af, en
hefði þó alt til þessa tima dkki
sagt eitt einasta orð til að hlynna
að þeim verzlunarhögum.
Eina atriðið, sem enn væri ótal-
ið, væri ímynduð hætta sem fylkja
sambandinu væri búin, og] ásamt
því enn fremur, að þessir fyrir-
huguðu verzlunarsamningar mundu
verða til skerðingar á þegnholl-
ustu og föðurlandsást Canadabúa.
Mr. Jdhnson sagði, að ef framan
greind atriði væri sönn, og ástand
ið eins og ráðgjafanum segðist frá,
þá væri alvarleg hætta á ferðum,
og og þinginu bæri þá hiklaust að
neita að staðfesta tillögu Mr.
Norris.
Því næst hafði Mr. Jdhnson upp
ummæli Mr. Rogers um hið vænt-
anlega afsal á hagfræðilegu sjálf-
stæði og pólitískum réttindum
Canadabúa og enn fremur ummæli
í ritstjórnargrein úr blaði ráð-
gjafans þar að lútandi, til að sýna,
að þar væri sami skilningur lagður
í orð ráðgjafans eins og hjá sér.
En hinn sanna gang þessara við-
skiftamála væri auðvelt að kynna
sér, því að saga þess væri til svört
á hvítu, og hægt væri að finna (í
bréfum, sem skýrðu frá samning-
unum milli Mr. Fieldings fyrir
Canada hönd, og Mr. Knox rikis-
ritara í Washington, 21. Jan. 1911,
og eftirfarandi ummæli Mr. Field-
ings stæðu á 2515 bls. þingtíðind-
anna: “Þetta eru einu skjöhn,
sem til eru, þar sem skýrt er frá
gildi samninganna.”
Mr. Johnson benti því næst á,
að þeir ráðgjafarnir Fieldíng og
Paturson hefðu í bréfi tekið fram
skilning Canadastjórnar á samn-
ingunum með þessum orðum: —
“Eigi að síður er það ótvíræðlega
undirskilið, að vér leitumst ekki
við að leggja höft á framkvæmd-
arvald kongressins í Bandaríkjun-
um eða þingsins i Canada eftir-
leiðis, heldur skal hvert þessara
lögjafarvalda um sig eiga dskor-
aða heimild til hvaða breytingar,
sem er á tollmálastefnu sinni, eða
í sérhverjum öðrum efnum, sem
nauðsyn er á talin, og núgildandi
ráðstafanir ná til.”
f svari sínu, dagsettu sama dág,
játar Knox ríkisritari, að skilning-
ur ráðgjafanna í Canada sé réttur,
þar sem hann segir: “Skilningur
yðar á samningunum fyrirhuguðu
er að öllu leyti í samræmi við
skilning minn á þeim”. (Hátt
lófaklappj.
iVIr. Johnson sagði, að sér sýnd-
ist hér væri svo skýrt að orði kom-
ist, sem mögulegt væri. Með þessu
væri það tvímælalaust sannað, að
hvor stjtjrnin, sem væri, hefði al-
gerlega óbundnar hendur til að
gera sérhverja þá tilbreytni eftir-
leiðis, i þarfir landanna, sem talin
yrði nauðsynleg. Þetta stæði í
ríkisskjali og væri fullgilt svar við
fyrsta atriðinu í ræðu ráðgjafa
opinberra verka. óLófaklappJ.
Því næst benti ræðumaður á
það, að ráðgjafi opimberra verka
væri mjög viðkvæmur fyrir imynd
uðu tjóni járnbrautafélaganna, en
daufheyrðist við áikvæðum um að
efla hag bændánna. Nú væru orðn-
ar heyrinkunnar skoðanir annars
eins manns eins og Sir Donaldl
Mann, og þær kæmu ekki heim við
skoðanir Mr. Rogers, en svo mætti
og benda á það, að síðastliðið ár
hefðu járnbrautafélög Bandaríkja
flutt 29,000,000 af Canadahveiti
til sjávar, og nú væri almenningur
búinn að gera svo mikið fyrir járn
brautafélögin í Canada, að sér
sýndist það ekkert himinhrap, þó
að þau ýjárabrautarfél.J kynnu að
missa eitthvað ofurlítið af tekjum
þeim, sem þau hefðu haft, ef þau
neyddust til að færa niður farm
flutningsgjald á bændavamingi.
Nú virtist vera kominn tími til
þess, að hlutur bændanna í Canada
yrði ekki lengur algerlega fyrir
borð borinn í þessum efnum.
Viðvíkjandi þriðja atriðinu, sem
Mr. Rogers hefði fært fram, um
þaö, að Canada hveiti mundi missa
sitt rétta gildi, kvaðst Mr. John-
son geta sýnt fram á, að engin
hætta væri á því. Engin skifti
yrðu höfð á Canada hveiti, ogi
ef æskt væri eftir því á öðrum
mörkuðum, af því að það væri
betra en annað hveiti, þá væri
ekki nema sjálfsagt að það yrði
þangað flutt. Ef hins vegar að
Bandaríkjamenn vildiu gefa betur
fyrir það heldur en aðrir, hvað
gat bændunum hér þá gert það til,
hvað um hveitið yrði, ef þeir fengju
hærra verö fyrir það, en þeir ættu
nú kost á að fá?
Þá var fjórða atriðið, hnekking
á tollhlunnindunum brezku, sem
samningarnir fyrirhuguöu ættu
að valda. Sannleikurinn væri sá,
að Canada ætti eftir sem áður ó-
skoraða heimild á að auka toll-
hlunnindin við Breta, eftír þvi sem
stjórninni sýndist, og 'horfur væru
einmitt á því, að þau tollhlunnindi
yrðu aukin áður en langt um liði,
og viðskiftasamningarnir hnektu
þeim á engan hátt. Talið um sam-
runa landanna væri bæði léttúöugt
og smásálarlegt Ekki hefði nokk-
ur sála í Bandaríkjunum int í þá
átt, að beita ofbeldi til þess að
koma á slíkri sameining. Þ.á væri
ekki um aðra leið að tala, en samn
ingsleiðina. Til þess að samning-
ar gætu átt sér stað, yrðu báðir
málspartar að vera ásátti um samn-
ingsleiðina, og engan 1 -þessu landi
myndi fýsa að slíkir samningar
tækist. Þetta sameiningarskraf
við Bandaríkin væri eirtgöngu gert
í því skyni að koma inn ótta hjá
almenningi í Canada. í frunv-
varpi því, sem nú liggur fyrir um
samninga milli Canada og Banda-
ríkjanna væri ekki annað sagt en
það, að Canadaþjóðin væri fús á
að skifta við Bandarfkjamenn, ef
Bandaríkjamenn borguðu hærra
verð fyrir búsafurðir þessa lands
en aðrar þjóðir, én hlýleiki henn-
ar til Breta væri óhaggaður eftir
sem áður. ýMikið lófaklappj.
Viðvikjandi hrópi hinna con-
servatívu um föðurlandsást gat
Mr. Johnson þess, að til væri enskt
orðtak svo hljóðandi: “Patriotism
was the last relief of a scoundrel.”
Nú væri sá aldárandi aftur orðinn,
ríkjandi hér í Manitöba, að óhætt
væri að segja að “Patriotism was
the last refuge of a coraered poli-
tisian”. JHlátur og lófaklapp —
Þá fór Mr. Jöhnson nokkrum orð-
um um ræðulok Mr. Rogers, og
kvæðið sem hann las upp, og hafði
Mr. Johnson yfir mjög spaugilegft
stæling af" því, er hann taldi
aukna og endurbætta útgáfu af
kvæði Mr. Rogers. Hann mintist
og á það, að stjórnarformaðurinn
i mælsku ákafa sínum á mónudags
kveldið hefði sagt, að hann findi,
að grundvöllur Canada gengi x
bylgjuni. Þar hefði honum skjátl-
ast; það hefði verið undirstaðan,
er conservatívi flokkurinn stæði
á, og einkanlega núverandi fylkis-
stjórn í Manitoba, sem hann hefði
fundið leika á reiði skjálfi, því að
hún stæði ekki á bjargi, heldur á
sandi. ÓHIátur og lófaklappj.
Ræðumaður mintist siðan á það,
að stjórnarformaðurinn, og ráð-
gjafi opinberra verka annarsveg-
ar segðist tala máli almenníngs, að
>ví er snerti hin fyrirthuguðu við-
skifti milli Canada og Banda-
ríkjamanna. Hins vegar þættist
og foringi liberala í fylkisþinginu
og hans fylgismenn gera það.
hvorir segðu sannara
Hann kvaðst vilja gefa það eft-
ir, að ráðgjafarnir og þeirra fylg-
istnenn töluðú máli Canadian Pac-
ific járnbrautarfélagsins og korn-
kaupmanna samkundunnar og ef
til vill bankanna, en um bankana
væri það að segja, að þó að þeir
ættu skilið viðurkenningu, hefðu
þeir ekki sýnt það í verkinu að
þeir léti sér mjög ant um hag Can-
adamanna fyrir tveimur árum, er
það hefði komið í Ijós, að hérlent
fé hefði setið fast í gróðafyrir-
tækjum suður í Bandaríkjum, í
stað þess að vera tiltækt Canada-
búum. Mr. Johnson kvaðst ekki
betur sjá, en að sá flokkur manna
sem samningarnir skiftu mestu
máli, væru bændlurnir í Canada.
Og hvað segðu þeir um þetta mál?
Fyrir tveim mánuðum hefði
sendinefnd bænda, sem i hefðu
verið 50 til 600 manns, komið til
Ottawa og lagt fyrir stjórnina þar
áskorunarskjal, sem D. W. Mc-
Cuaig hefði ritað undir sem for-
seti, maður, sem ekki væri fylkis-
stjórninni í Manitoba með öllu ó-
kunnur. ('HIáturJ. 1 áskorunar-
skjali því hefði þannig verið kom-
ist að orði;
“Vér erum fastlega meðmæltir
gagnskiftalegri fríverzlun milli
Canada og Bandaríkjanna á öllum
garðávöxtum, akuryrkju og kvik-
fjárræktar afurðum, vamarlyfjum
(spraying materialsj, olíu til lýs-
ingar, eldsneytis og.áhurðar, stein
lími, fiski og trjáviði.
‘2/ Enn fremur gagnskiftalegri;
1882
STOFNUÐ FYRIR 29 ÁRUM
1911
Gæðavarnings-búðin
Nýju vorfatnaðirnir
wmmmmmmmmmm^mm^mmmm
OG YFIRHAFNIRNAR eru kamnar til vor, og eru öll-
um til aýnis. Gaeði, snið og áferð eru aðal einkenni á
klæðnaði vorum. Verðið er í samræmi við einkareglu
vora: Bezti varningur við lægsta verði.
Gerið yður að venju að fara til
WHITE AND MANAHAN LTD.
500MAIN STREET, - WIMJtlPEC.
friverzlun milli beggja landanna á
öllum akuryrkju verkfærum, vél-
um, vögnum og sérhverjum hluta
úr þeim, og ef svo væri að æski-
legar ráðsályktanir tækist, þá öðl-
uðust þær gildi fremur fyrir ó-
háða framkvæmd hlutaðeigandi
stjórna, heldur en hraðar og fast-
ar samningskröfur.”
Mr. Johnson gat þess, að sendi-
nefndin hefði stutt áskoranir sínar
með skráðum rökum, er með hefði
fylgt, og kvaðst þar leyfa sér að
benda á ummæli, J. W. Scallion,
sem væri velþektur ibóndi hér i
Manitoba, og hefði hann sagt:
“Engar ráðstafanir um verzlunar-
viðskifti gæti Canadastjórn gert
við neina þjóð, sem bændunum
hér í landi væri kærari, og þeir
vildu fremur styðja, en að samin
væri víðtæk lög um gagnskifta-
verzlun við Bandaríkin.” Hvor
pólitíski flokkurinn í Manitoba-
þinginu finst mönnum samkvæmt
þessu tala máli almennings eða
bændanna, hvort heldur Rogers
ráðgjafi eða Mr. Norris, leiðtogi
Iiberala, er bar upp tillöguna um
að samb.stjómin í Ottawa gengi
að liinum fyrirhuguðu viðskifta-
samningum við Bandaríkin?
En Tæðumaður kvað Mr. Scalli-
on hafa sagt ennfremur: “Sendi-
nefndin, sem í eru fultlrúar akur-
yrkjubændanna í Canada, skorar
fastlega á sambndsstjórn vora' að
mæta Bandaríkjastjórn á miðri
leið í þvi, að semja um gagnskifta-
lega verzlun á iðnaðarvarningi og
búsafurðum 1 báðum löndunum,
að svo miklu leyti sem auðið verð-
ur. Bændur fara þess ekki duldir,
að yfirgripsmikil lækkun á vernd-
artollum vorum, ag gagnskifta-
samningar við Bandaríkin, munu
mæta hörðum mótmælum af hin-
um tollvernduðu, öllum í samein-
ingiu, er auðgast hafa og orðið
voldugir undir verndartolla fyrir-
komulagi voru. Nú þegar eru
erki-forkólfar þeirra í blöðunum
og valdhafar í stjórnmálum ftakið
eftir því, herra forsetij, farnir að
fjargviðrast um hættuna', sem Ca-
nada menn búi sér og fylkja sam-
bandinu við Breta með því að gera
gagnskiftalegan verzlunarsamning
við Bandaríkin. Þeir segja, að
skipaeigendur hjá oss stórtapi á
þessu, að flutningakerfi vort eyði-
leggist, og spilt_verði ágpeti korn-
tegunda vorra; í stuttu rrtáli segja
þeir, að vér megum búast við al-
gerri eyðilegging, og að sjálfsögðu
hlýtur slíkt að fá þeásum mönnum
mikils, en sú hætta er hvergi til
nema í ímyndun mannanna, sem
eru að falast eftir einkaréttindum
sér tíl handa.”
Ræðumaður benti á, að Mr.
Scallion hefði verið svo skarp-
skygn að sjá það fyrir 16. Des.
síðastl., að þeir tollverndu og vin-
ir þeirra mundu snúast þannig í
þessu máli, og hann hefði meirað
segja getið sér rétt til um hvaða
varnir þeir færðu fram máli sínu
til stuðnings. Að lokum gat ræðu
maður þess, að mótmæli 6,000,000
bænda í Bandaríkjuunm gegn hin-
um væntanlegu viðskiftasamning-
um sýndu, að þeir óttuðust sam-
kepni bændanna í Canada, sem að
ýmsu leyti stæðu betur að vígi,
bæði að þvi er gróðrarjarðveg
og annað snerti, og bar þvi næst
upp breytingar tillögu við breyt-
ingartillögu Mr. Rogers, og fór
hún í sömu átt eins og tillaga Mr.
Norris, en þó nokkuð ákveðnari.
En hún náði ekki fram að ganga
fyrir ofríki fylkisstjórnarinnar og
hennar trúu fvlgifisa.
jtusu leyti eftir þeirri hugmynd,
sem felst í kindergarten-fyrir-
komulaginu. Hér í Winnipeg hef-
ii starf það náð allmikilli út-
hreiðslu, og munu flestir kannast
við ágæti þess og blessunarrík á-
hrif á nemendurna. Þó málið sé
nú þannig orðið kunnugt almenn-
ingi gegnum starf þess og áhrif,
þá gerum vér ráð fyrir, að öllum
sé ef til vill ekki ljkást um upprana
þess og þann mann, sem fyrstur
varð til að koma kindergarten-
hugmyndinni í verklega fram-
kvæmd. Álítum vér því ekki úr
vegi að fóllc fái greinilega vitn-
eskju um þetta, og hefir höfundur
eftirfarandi greinar góðfúsl. leyft
oss að birta hana, þó hún sé orð-
in þetta gömul, sem áður var frá
skýrt. — Ritstj.
Kindergarteo
Ritgerð þessi, eða æfisaga W.
A. Froebels, þess er talinn er höf-
undur “kindergarten”-hugmyndar-
innar, var samin fyrir einum zo
árum, og lesin á fundi bandalags
Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg.
Kindergarten starfsemin var þá
sem óðast að ryðja sér braut í
hejmsálfu þessari, og hefir síðan
aukist æ meir og meir, og er nú
almenningi býsna vel kunnugt um
það starf hvervetna ibæði í Canada
og Bandaríkjuni, og er á ýmsum'
stöðum, sérstaklega í stórborgum)
Bandarikja, hagað barnakenslu að'
Eitt mál er það, sem öllum stétt-
um manna í öllum mentalöndum
heims kemur saman um að sé stór-
mál, og sem meira er ef til vill
hugsað um, en nokkurt annað
mál. Þa'ð er uppfræðsla ung-
dómsins.
Hver einasti faðir og hver ein-
asta móðir, sem nokkum kærleik
hafa til barna sinna, byrja
snemma að hugsa um það mál.
Og flestir foreldrar vilja mikið á
s'g leg'g'ja til þess að börnin þeirra
geti orðið að góðum og uppbyggi-
legum mönnum. En til þess er
mentunin ómissandi.
í þessu nýja landi, sem vér höf-
um gert að heimkynni voru, þar
sem svo undur margt og mikið er
að starfa og hraðinn á lífinu er
svo mikill, gefa menn sér þó ætið
tíma til að hugsa um barna upp-
fræðsluna. Eitt af því fyrsta, sem
nýlendumenn hugsa um er það, að
koma á hjá sér barnaskóJum, eða
að minsta kosti barnakenslu ein-
hvern tíma af árinu; færa þeir sig
svo smásaman upp á skaftið eftir
því sem tíminn liður og efnin og
mög-uleikarnir vaxa.
Þetta stórmál má ekki bíða, alt
annað veröur að þoka fyrir því.
Undir því er komin velferð ein-
staklingsins og þjóðarinnar í fram
tiðinni. Ef það eða það mannfé-
lagið á ekki að verða á eftir í
framfarabaráttunni og menningar-
baráttunni, þá verður það að kosta
kapps um að búa unga fólkið und-
ir lífsstarf þess, með því að veita
því alla þá menthn, sem unt er og
þvi er nauðsynleg.
Barnauppfræðslan er þvi ávalt
ofarlega á dagskrá 'hjá þeim I
mönnum, sem standa fyrir framan
um mál þessa eða hins mannfé-
lagsins—stjórnunum; þær veita til
l>ess stórfé árlega, og hafa strangt
eftirlit með því að það fé, sem
fram er lagt, komi að sem mestum
notum, og því að kenarar séu hæf-
ir til verks síns. í þvi augnamiði
eru stofnaðir kennaraskólar.
En svo kemur sú spuming fram
í liuga manns: Eru þessir skólar
og sú kensla, sem nú á sér stað,
fullnægjandi. Er, uppfræðslu-
starfið bygt á réttum grundvelli —
er byrjunin rétt? Er nógu snemma
farið að menta ibörnin?. Hvað er
liægt að gera fyrir litlu börnin,
sem talin eru of ung til að ganga
á baraaskólana ?
Um þetta era menn að hugsa'
nú, þó kenslumálin séu að því eri
virðist í góðu lagi. Um þetta hafa
spekingar og barnavinir verið að
hugsa um langan undlanfarinn
tíma — á liðnum öldum, þegar svo
miklu minna var hugsað um baraa
mentunina. Allir þeir, sem hugs-
að hafa um velferð mannfélagsins
í heild sinni, hafa víst að meira eða
minna leyti brotið heilann um það
hvað hægt væri að gera fyrir böm
in í þessu tilliti, sem hér ræðir um.
Og svo hafa þeir komið með ýms-
ar gullvægar leiðbeiningar, sem
barnauppfræðsla í nútíðinni að
miklu leyti styður sig við og
byggist á.
Einn slikur spekingur og mann-
vinur var nú einmitt höfundur
barnaskóla þeirra, sem kallaðir eru
“Kindergarten” fbama graður-
innj. Fáein atriði úr. æfisögu
þessa manns leyfi eg mér því,
samkvæmt ummælum prógrams-
nefndarinnar, að leggja fram nú
á þessum fundi. Án frekari mála-
NORTHERN CROWN BANK
AÐALSKRZFSTOFA í WTHKTIPEG
/
$6,000,000
$2^00 JM0
McMillan, K. C. M. G.
Capt. Wm. Robinson
Frederick Nation
Hon. R. P. Roblin
Hofuðstóll (löggfltur) . .
HöfuðstóH (greidtlur) . .
STJÓRNENDUR:
Formaður ----- Sir D. H
Vara-formaður -------
Jas, H. Ashdown H. T. Champion
D. C- Cameron W, C. Leistikow
Aðalráðsrnaður: Robt. Campbell. ZJmsj.m. útibúa L. M. M.cCarthy.
Alskonar DanKaoi^.fum sint í öllum útibúum.—Lán veitt einstaklingom,
Firmam, borgar- og sveítar-félögum og félögnm einstakra manua, með
hentugum skilmálum. — Sérstakurgaumur gefinn að sparisjóðs innlögum,
Útibú hvevetna um Canada.
T. E. THORSTEINSON, Ráðsmaður.
Corner William Ave. og Nena St. Winnipeg. Man.
Hagnýtið
kostaboð Lögbergs sem
auglýst eru á öðrum stað.
lenginga vil eg þvi snúa mér að
efninu
“KindfergartEn” er þýzkt orð, og
er útlagt á ensku: “a garden of
children” (bamagarðurj. Eins og
nafnið bendir til, var höfundurinn
Þ'jóðverji og hét Wilhelm August
Froebel.
Hann var fæddur 21. Apríl
árið 1783 í smábæ einum á Þýzka-
landi þar sem faðir hans var prest-
ur.
Froebel átti heldur ilt í upp-
vextinum. Hann misti móður sína
ungur, og þó faðir hans væri
skyldurækinn sálusorgari, gleymdi
hann þó föðurskylcrtinni, að minsta
kosti að því er þenna son sinn
snerti. Og eftir að faðir hans
kvongaðist aftur; átti hann ekki
upp á pallborðið hjá stjúpunni, er
alt af hafði horn í síðu hans. En
endurminningarnar um bamdóm
og æsku Froeíbe l’s voru
honum hvöt síðar meir til að elska
börnin þvi heitara og fylla hann
brennandi löngun til að rétta
hluta þeirra, eins og æfistarf hans
ber með sér.
Þar sem hann lá nú í “ösku-
stónni” hjá stjúpu sinni, eins og
sagt 'hefði verið í gamla daga á
íslandi, þá aumkaðist frændi hans
nokkur yfir hann og tók hann
heim til sín. Þar var hann nokk-
ur ár og gekk á barnaskólann í
þorpinu þar sem frændli hans átti
heima. En honum þótti ganga
illa námið, og var jafnvel álitinn
fábjáni, eins og vill ,verða um böm
sem þunglynd eru og einræn.
Stj'úpa hans áleit því bezt að liann
lærði bændavinnu og var honum
komið fyrir úti á landi, þar sem
hann var i tvö ár, — en hálfbræð-
ur hans fengu að njóta skólament-
unar.
Þessi landvist Fr. varð honurn
til mikils gagns á seinni árum, því
nú fékk hann tækifæri að kynna sér
hina margbreytílegu náttúru i
skógunum, og fékk opið auga fyr-
ir því, að sama lifslögmálið réði i
öllum hlutum. Og nú fékík hann
brennandi löngun til að nema nátt-
úrufræði eftir vísindlalegum regl-
um. Þá var hann 17 ára .
Með herkjum fékk hann leyfi
til þess að fara á sxóla þar sem
eldri bróðir hans var. Þár lagtSi
hann mikla stund á að nema alt
það, sem hann gat, í þessari sér-
stöku vísindagrein, sem honum
var svo kær. En efni voru af
skornum skamti og illa haldið á
fé því sem faðir hans lagði honum.
Komst hann því í khpur fyrir
skuldir og var jafnvel settur í 9
vikna fangelsi fyrir þær þar á
skólanum. Sneri hann nú heim
aftur, en með föstum ásetningi um
að gefast ekki upp. Nú var hann
sendur í bœndavinnu; og um það
leyti dó faðir hans. Upp frá því
varð hann 20 ára gamall að spila
á eigin spýtur.
Stundaði hann þá ýmsa atvinnu,
svo sem landmælingar, bókfærslu
og fleira. En alt af óx sú tilfinn-
ing hjá honum, að fyrir sér lægi
eitthvert mikilvægt verk að vinna
til heilla fyrir mannfélagið, þó
honum væri enn ekki ljóst hvað
það væri. Og það næstum að
segja fyrir tilviljun, að augu hans
opnuðust fyrir þvi hvert verk
þetta væri.
í Frankurt am Main, þar
sem hann var að læra bygginga-
fræði (arcitecturej kyntist hann
forstöðumanni á fyrirmyndarskóla
þar í bænum. Maður þessi, sem
fylgdi stefnu Pestalozzi i kenslu-
málum. (Pestalozzi var biskup í
Svisslandi, og er hann talinn að
miklu leyti höfundur “normal”
eða kennaraskóla hugmyndarinn
arj. Maður þessi sá fljótt hvað
í Fr. bjó og fékk hann til að hætta
við byggingafræði og ganga í fyr-
irmyndarskóla. Þar var hann í
tvö ár — þá tók hann að sér aö
kenna þremur bræðrum, og fékk
síðan leyfi til að fara með þá til
Sviss á þær stöðvar, sem Pestal.
var og starfaði. Þar drakk Fr.
¥te DOMINMN BANK
souubk eiaBSiB.
Alfe kot>ar bankastöpf af hendi leyst.
9parls|4$9sdeiidin.
Tefcffl vtB hwlðgnm. firá $1.00 aB upphart
þar yfi* Hcstn vextir boqiteQír tvéwntr
á 4c< VðJdACtoai tweda og 1
Bnáflee
ag AMefettr aéffrtdááar. Ósk
CnUdw höínZktúll.... $ 4.«
VaaveiðBr «g MtHtor gnflti f 5,300,«»
AAtr ■igitir.........♦6e.6oo.oao
Itti^pMr iMrtMM (iettec et creflite) sífll,
mm mrm grslBnnlof nm »8— heiat.
J GRISDALE,
bBnkaatjóri.
inn í sig kenningar þessa spekings
um tveggja ára skeið. En þá
dreif hann sig í háskóla, fyrst í
Göttingen og síðar í Berlín til að
halda áfram náttúrufræðinámi
sínu.
Á þessum tímum bar stríð að
höndum, og gekk Fr. í herinn á-
samt öðrum, til varnar föðurland-
inu gegn óvinunum. Þ.ar var hann
unz friður hófst 1814. Á her-
íerðunum kyntist hann tveimur
ungum mönnum, Langethal og
Middendorf, sem urðu hrifnir af
skoðunum hans og voru öflugustu
aðstoðarmenn hans eftir að hann
hóf hið langþráða æfistarf sitt —
að menta alþýðuha.
í stríðinu lærði hann enn betur
að meta gildi regluseminnar og
samtakanna í öllum hlutrnn. Eftir
að stríðinu lauk fékk hann stöðu
hjá stjórninni, en kastaði henni
fljótt frá sér árið 1816, til þess að
taka að sér að kenna bömum
bróður síns, sem látist hafði þrem
árum láður, asamt tveim öðrum
frændum er sendir voru til hans.
Með börnum þessum myndaði
hann skóla eftir eigin hjarta. Og
eftir tvö ár fékk hann þá Lange-
thal og Middendorf til að flytja
til sín og hjálpa til viö kensluna.
Skóli þessi stóð í nokkur ár, en
oft voru þeir félagar (sem allir
höfðu gifst þamaj i mikilli fjár-
þröng, og var enda oft þröngt í
búi hjá þeim. Þetta var í þorpi
er Keilhan 'heitir, í Thyringp--
skógunum á Þýzkalandi.
Eftir 14 ár hugkvæmdist honum
c £ stofna skóla með sama sniði í
Sviss. Með Middendorf fór hann
.svo þangað, og lánaði vinur hans
honum til skólastofxmar kastala
rir.n í Lucerne héraðinu. En alt
varð það til ónýtis, því að kaþódsk-
ir prestar unnu mjög á móti þeim
fé'ögum. UTndstjórnin vildí þó
nota sér návist þessa mikla mannr
fræðara og sendi til hans unga
skólakennara til uppfræðslu. í
satnræðum sínum við kennarana
komst hann að því, að eitt af aðal-
meinum skólanna var ásigkomulag
byrjendanna — barnanna, þegar
þau komu fyrst á skóla. Þangað
til á skólaaldri voru börnin alger-
kga forsómuð. Og í bók er hann
gaf út árið 1826, talar hann aðal-
lega um börnin undir 7 ára aldri.
En meðan ihann var þarna i
Sviss fór hann fyrir alvöru að
hugsa um litlu börnin—eða með
öðrum orðum: nú var ‘kinder-
garten’ hugmyndin fullþroskuð í
huga hans.
Hann flutti nú aftur til Keilhan
á Þýzkalandi, og árið i837 stofn-
aði hann hinn fyrsta kindergarten
i smábænum Blankenburg þar ná-
lægt. Gaf hann í þrjú ár út blað
og hélt fyrirlestra til þess að skýro
fyrir almenningi þessa nýju að-
ferð sína til að “menta fólldð”,
sem hann hafði bjargfasta trú á
að væri til blessunar öllum mönn-
um. Útbreiddust skoðanir hans
smáisaman víðar og víðar. En
skólastofunin varð að hætta fyrir
fjárskort. Og frá 1848 til 1852,
síðustu ár æfi sinnar, hélt hann á-
fram kenanra uppfræðslustarfí
sínu. Hann lézt 21. Júni 1852,
70 ára að aldrsi.
Froebel hélt því fram, að konan
væri hinn rétti kennari barnanna,
eins og Pestalozzi. Lagði hann
því mesta stund á það síðustu ár-
(Framh. á 5. bls.J