Lögberg - 14.03.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.03.1912, Blaðsíða 1
& Co. Grain Commission Merchants -- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING - Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipkg I ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort William eða Port Arthur, og tilkynnið Alex Johnson Co. aol GRAIN EXCUANGE, WINNIPEG, Fyrsta og eina íslenzka kornfélag í Canada. 25. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 14. MARZ 1912 NÚMER II ROALD AMUNDSEN KEMST FYRSTUR Á SUÐURHEIMSKAUT Fyrstur allra, sem til suBur- skauts jarðar keptu, varð hinn norski isavikingur Roald Amund- sen. Hann kom til mannabygða á fimtudaginn, eftir tveggja ára útivist og sagöi þær fréttir, að hann hefði náð að komast alla leið til suður heimskauts og dvalið þar í þrjá daga. frá 14. til 17. desem- ber í vetur, og að alt sitt ferðalag hefði gengið að óskum. Enginn efast um, að sögusögn hans sé sönn, en Bretar vona, að þeirra maður, Capt. Sott, sé á bakaleið frá heimskautinu, og jafnvel, að hann hafi komið þangað á undan hinuin. þó hvergi liafi Amundsen orðið hans var. Saga Am. sjálfs af þessari frægðarför er á þessa leið, í sem styztu máli: Þann 10. Febrúar 1911 gengu þeir félagar á ísinn og tóku til að flytja vistir suður eftir til geymslu og notkunar seinna meir, ef á þyrfti að halda, og á tveim mán- uðum hlóðu þeir utan um 600 fjórðunga af vistuni, mést selspiki, á þrem stöðum, en syðsti geymslu- staðurinn var á 82. breid'darstigi- Þar skildu þeir eftir 16 vættir af selaketi og með því að kennileyti voru engin á ísnum, þá merktu þeir staðina með því að stinga smáum fánum á jámstöngum nið- ur í isinn, eina danska mílu 5 aust- ur og vestur frá ge\Tnslustaðnum, sneru siðan aftur. Til þessa ferðalags höfðu þeir sleða með sex hunda fyrir hverjum, fóru skjótt yfir, því að veður voru góð, færð hin bezta, ísinn bæði sléttur og sprungu lítill, með grunnum dældum og lágum, ávölum bung- um á víxl. Kuldinn var mestur 45 stig á Celsíus. Þeir voru þrjár vikur i þessu starfi, og er þeir kornu til )>eirra stöðva, þar sem þeir lögðu upp, var “Fram” allur á brott; hafði siglt suður á leið. en hvert segir ekki, nema að skipið hafi komizt lengra suður, en nokkurt annað, á 78.41 suður- breidd. Þeir félagar átta, sem eftir voru, tóku nú að búast til vet- ursetu, reistu skýli handa hund- unum af ís og tjaldvoðum og hús handa sjálfum stfv; það fór ! snjó í miðjum April; það var hit- að upp með lux-lampa, með 200 kerta styrkleik, og nelt hann hús- inu dúnheitu, þó vel væri fyrir loftræsing séð með vindaugum. Þeir grófu vistir sínar í ísinn, skemmu höfðu þeir til smíða og allrar vinnu, sem gera þurfti, kola- byrgi. og viðarskúr og var innan- gengt i öll þau afhýsi frá bað- stofunni. Þeir höfðu nóg af öllu og undu vel hag sínum, við vís- indaleg störf og ýms önnur. Sólin hvarf þeim í April og sást siðan ekki til hennar í fjóra mán- uði. Snjófall var lítið, og svo nærri voru þeir skörinni, að þeir sáu jafnan á ófrosinn sjó; bjugg- ust þeir við, að hlýrra mundi verða fyrir þá sök, en kuldinn varð þó mikill, alt að 60 stigum á Celsíus, en veður lengst af stillt með stjörnu bliki og fögrum stið- urljósum. 24. Ágúst sást fyrst til sólar. Þann dag 'voru þeir félagar albún- ir til ferðar, en ekkt gatu þeir lagt af stað, veðurs vegna, fyr en 8- September. Þá íðgou þeir tipp, átta menn með sjö sleða,. 90 hunda og fjögra mánaða nesti, en þeir voru skamt á veg komnir, er veðrið tók að versna, með megn- um kulda, hundamir horuðust nið- ur og féllu nokkrir; varð það þá ráð þeira félaga að snúa aftur og bíða vors. Skildust þrír við hóp- inn og héldu þangað sem heitir King Edwards VII Land, til rann- sókna, en fimm voru eftir og veiddu sel og sjófugla, því að þeirra gerðist mikil gnægð þegar vora fór, eða hausta á vorum helmingi jarðar. Þann 20. Október, um vetur- nátta skeið ,var só! komin hátt á loft á þeirra stöðvum. Þann dag lögðu þeir upp í leiðangurinn suð- ur að heimskauti, 5 menn á fjór- um sleðum með 50 hunda og 4 mánaða nesti. Þ'eir fóru hægt yfir fyrstu dagana, til jtess að venja hunda og menn við, og komu 3 dögum síðar að vistaforða sinum á 80. breiddar stígi. Þá var þoka mikil, en ekki fóm þeir af- Ieiðið meir en það, að þeir hittu á fánastangirnar og röktu sig svo að vistunum. Þeir gáfu hundunum eins mifcið selspik og ]>eir gátu í sig látið og héldu svo af stað eftir 3- daga hvíld, í 30 st. frostý Þeir reistu vörifur af höggnum ísi, mannháar til þess að rata sönnt leið til baka og fóru þó ekki minna en rúma þingmanna leið á dag, það röskir voru hundarn- ir, röktu sig svo næstu daga til vistanna er þeir höfðu áður suður flutt og lögðu upp frá 82. breidd- arstígi þann 8. Nóvember, var þá hin bezta færð og skilaði þeim svo fljótt áfram að 85 breiddar- stígi, að þeir fóm ekki minna en hálfa aðra þingmannaleið á dag, skildu þeir eftir hér og hvar vistir og annan þunga é^þeir gátu við sig losað. til þess að létta á sleð- untim- Þann 17. Nóvember komu þeir þangað, sem is og land mætast. Þar vom sprungur stórar í ísinn og skörin 300 feta há við landið. Iþar skildu þeir eftir 30 daga v!st en tóku með sér nesti til 60 daga. A landi Stórhrikalegt var það land að lita. er þeir voru að komnir. Þrír linjúkar, sem næstir vom skörinni, voru 2,000 fet á hæð og þaðan af meira, allt að 10,000 fet- um, en álengdar og enn sunnar skutu aðrir tindar upp snjóugum skallanum meir en 15,000 fet upp í loftið. Þeir höfðti skamma dvöl við strönd þessa lands, heldur lögðu þegar á f jöllin; sóttist l>á seint ferðin, og urðu þeir oft að fara selflutning með sleðana. en skíðum varð ekki við komið í brattanum. Fyrsta daginn komust þeir 2,000 fet, annars dags kvöld tjölduðu þeir í 4,500 feta hæð. og er ekki að orðlengja að þeir sóttu á jöklana og komust yfir strano- fjöllin og þá jökla sem þeír fundu fyrir sér enn sttnnar, að þeirri hásléttu. sem þar vaÆ ▼yrir þeim, á fjórum dögum. fóru yfir hættulegar sprungur, gegnum jöklaskörð og fram hjá geysihá- um jöklurn. Hinn hæsta þeirra skírðu þeir Friðþj<éf Nansen, og mörg önnur örnefni gáftt þeir, öll norræn. Þegar á hásléttuna kom, uffl to.ooo fet yfir sjávarmál fengu þeir versta veður með snjókomu og sterkum stormi. Þ4 drápu þeir tvennar tylftir hunda og áttu þá 18 eftir , sex fyrir hvem sleða. Þegar hríðin hafði staðið í fjóra daga, leiddist þeim setan og héldu út í bylinn; stýrðu sumir sleðunum1 en sumir runnu á skíðum ; ekki sást handa skil í bylnum, en áfraffl skilaði þeim óðfluga þvíað þá hall- aði undan fæti, þó ekki ættu þeir von á því. Næsta dag hélzt storm- urinn, og kól þá þann dag á and- liti en á þriðja degi rofaði til um stutta stund og sáu þeir þá afar- mikinn fjallarana á aðra hönd, er hvarf þeim að vörmu spori í byln- um. Á þriðja degi stytti upp og og sáu þeir þá sama fjallgarðinn á aðra hönd sér og jökul geysistór- an, en á hina sáu þeir ekkert frá sér fyrir hrímþoku- Þeir gengu á jökul » þennan, er þeir kendu við neðri bygða höfðingjann, og reynd ist hann torsóttur af sprungum og aíarstórum gjám og bollum og hvörfum og tókst þeim að komast yfir hann á 4. degi, í ]>oku og heiðu veðri; þó sáu þeir frá sér með köflum, og var þá alt i kring um þá stórfeldur jöknlklasi með himingnæfandi gnýpum og tindum og jökulhömrum. Þegar af jökl- unum kom, varð fyrir þeim sæmi- lega flatt svæði, var ísinn þar slétt- ur nema viða stóðu upp úr honum strókar og strýtur, eins og risa- vaxnar hundaþúfur. Þar var holt undir og dunaði í ísnum, er þeir fóm um ,eins og þeir gengju á tunnubotnum; þar var skrof með köflum og varð að hafa hina mestu varúð, að detta ekki oían um ís- inn. Það svæði kölluðu þeir “læikskála Skrattans” fDevil’s Dancing Hallj og segir Amundsen svo, að um það svæði hafi ferðin verið torsóttust. Þann 8. Desember létti illviðr- um þeim, er að þeim höfðu lagst um hríð; þá náðu þeir að finna hvar þeir voru ,eftir sólarhæð, og stóð það nákvæmlega heima við þá útreikninga, sem þeir höfðu haldið. Þá voru þeir milli 88. og 89. breiddarstigs, og voru staddir á sléttu einni marflatri og greið- farinni, og þann dag fóru þeir suður fyrir það takmark, er Sir Ernest Shackleton kom i, sá er Ibngst hafði suður komist fyrir þann tíma, og þar skildu þeir enn eftir vistir, hinn 10. forða, er þeir lilóðu utan um á suðurleið. Upp frá því skilaði þeirn áfram hægt og hægt, þar til 14. Des., að þeir komu þar sem þeim reiknaðist að vera 89- stig og 55 mínútur. og slógu þar tjöldum. Voru þá að eins 5 mínútur að landfræðinga tali að sjálfum péilnum, og uffl það svæði fóru þeir í þrjá dagana næstu, gerðii athuganir eins marg- ar og þeir gátu við komið, reistu fánann norska svo nærri sjálfum pólspunktinum, sem þeim var auð- ið og bygðu þar kofa til menja um komu sina. ef nokkurn skyldi þar að bera á eftir þeim; þeir gáftt honum nafn og kölluðu Pól- heima. \regalengdin frá þeim stöðvum er þeir tóku sig upp, á ísskörinni við sjálft hafið, og þeir kölluðu Framheima, til Pólheima, var J400 kíluómetrar. Þá leið féru þeir til baka á 39 dögum, með þvi að veður var gott og nienn röskir og kunnugir orðnir leiðinni. Allir komu óskemdir til baka; höfðu þeir farið til jafnaðar 36 kílómetra á dag og meðalkuldi var um 30 stig á Celcíus. Um vísindalegan árangur af förinni er það að segja, að öllum kemur saman um, að hann sé mik- ill. Landa og veðurfræðingar vænta sér mikils fróðleiks af henni svo og steina og málmafræðingar af safni því, er þrímenningarnir sóttu til King Edward VII. Land. Roald Amundsen hefir getið mikla frægð sér og sinni þjóð, svo að nú þykir sýnt, að engir megi við Norðmenn jafnast í svaðilför- um, er hreysti þarf til og viturlega forsjá. Svo er sagt, að Amundsen ætli sér að sækja til norðurpólsins þegar frá líður. Kolafúlga Englpnds. A Englandi voru tekin kol úr jörðu árið sem leið, er námu 274 miljónum smálesta. Kolanemar þeir. er neðanjarðar vinna, töld- ust 818 þúsundir, en alls og alls unnu 1 miljón og 42 þúsundir manna við námurnar. Til annara landa selja Bretar árlega um 100 miljónir smálesta, þar af um 30 miljónir smálesta til Erakklands, Italíu og Þýzkalands. 5 miljónir til Svíþjóðar ,4 miljónir til Rússlands, 3 miljónir til Dan- merkur, 2>i» miljón til Noregs og þaðan af minna til ýmsra annara landa. En flest lönd í Norðurálfu kaupa kol frá Bretlandi, og eru upp á það land komin að mestu leyti- Hvaðan fáum vér vatn? Bæjarstjórn hélt aukafund á fiúitudaginr. va: til þess að ráða til lykta íppástungum vatnsnefnd- ar um nýjar vatnsbirgðir handa borginni. Nefndin lagði til, að vatnið yrði tekið þar sem heitir Crystal Springs og Poplar Springs og leitt þaðan í pípum til borgar, og að gera skyldi þegar i stað gangskör að þvi að undirbúa það starf. Þess var getið, að kostn- aðurinn mundi verða nálega 90 þús. döllarar. Östjórn \ Kína. Síðustu fregnir segja,-að forseti ‘h’ins mikla kínverska þjóðveldis,” Yuan Shi Kai, sé fangi í höll sinni og þori ekki þaðan að hreyfa sig: liðsveitir af Manchu kyni halda vörð um höllina, þar sem hinn nýkosni forseti situr inni byrgður. Forlög Kínaveldis eru enn á hverfanda hveli. Allir út- lerídingar. sendiherrar stórveld- anna sem aðrir, em i raun og verti fangar í bústöðum sínum, dirfast oklki þaðan að fara af ótta fyrir því, aö þeir verði myrtir. Úrslitin eru talin óvis, en svo er sagt, að til skarar muni skriða innan fárra daga og muni það þá sýna sig, hver ráða skal i Kma. Frá Peking berast hroðalegar sögur af ránum og manndrápum. Meir en i,ooo lík liggja þar höf- uðlaus á strætum úti og rotna í sólarhitanum; nályktin er ákaflega megn og ekkert líklegra en að drep sótt muni koma upp þá og þegar. Líkin eru af þeim sem drepnir voru fyrir að taka þátt í upphlaup- um og ránum íyrirfarandi daga, er herliðið gerði uppreisn og fór með ránum og brennu um borgina- Sumir af þeim voru sekir ,sumir saklausir verkamemi og engum hermanni hefir enn refsað verið fyrir upphlaupið. í Canton er sagt að alt sé ‘í upp- námi. Þar hafa hermenn gert uppreisn sem víða annarsstaðar og skríllinn slegist í lið með þeim. Þeir hafa náð á sitt vald því vigi, sem fljótinu ræður og hóta að sölkkva hverju skip; sem fer þar um. Þar er bario : strætum úti á hverjum degi, en rænirígja for- sprakki nokkur að nafni Luk er talinn að ráða mestu. Talið er, að Dr. Sun Yat Sen hafi nú lítil ráð og traust hjá liði uppreisnarmanna, og vegna þess helzt, að hann hafi ekki látið til skarar skríða, heldur látið draga völd úr höndum sér. Því liði mun ervitt að stjörna nema með öflug- um her og full traustum til bar- daga við það ef á þarf að halda. Þíng þeirra kínversku situr á rökstólum i Nankin og hefir ný- lega kosið til æzta ráðgjafa Tang Shao Yi, sem talinn er vinur og fylgismaður Yuan Shi Kais og farið hefir bezt allra í sátta um- leitan og samninga tilraunum með báðum flokkum. Segir svo frá því þingi, að því þyki sem noklkrir svikarar séu meðal Kínverja, er ýki alla bresti á hinu nýja fyrir- komulagi og skrökvi því í útlend- ar þjóðir, að þeir séu ekki stöðu sinni vaxnir, sem nú eigi fyrir landsmálum að ráða. Er þar látið í veðri vaka, að forspraikkar Kín- verja með Yuan Shi Kai i broddi muni skjótt fá öllu kipt í lag og skuli það þá sýna sig, að Kína sé ekki komið upp á útlendar þjóðir hvorki með liðveizlu né peninga- lán- Óeirðir kvenna. Svo er komið máli þeirra kvenna, sem upphlaupin gerðu i London, brutu búðarglugga og köstuðu grjóti, til þess að ávinna sér kosn- ingarétt, að þær voru dregnar fyrir dóm og dæmdar til betrunar- hússvinnu og sekta, en forsprökk- um þeirra haldið í gæzlu varðhaldi þar til sakamál væri gegn þeim höfðað fyrir drottins svik og upp- hlaup. Þær gerðu aðsúg að þeim konum sem þeim voru til þjónustu og gæzlu settar í fangelsinu og neituðu að fylgja fangelsisreglum- \roru þá forsprakkamir settir í klefa sér, og linaðist við það sá kvenmaður, sem kallast hafa mest ráð haft fyrir þeim, Mrs. Pank- hurst grét og bað fyrir sér og var sett á sjúkrahús í fangelsinu. Hin- ar neituðu að eta, afklæða sig og sofa, en ekki er þess getið hvort þær hafa efnt það. Verkfall kolanema. Verkfallið breiðist út lim Norður- álfu. Kolanámu verkfallið á Eng- landi hefir nú staðið í tæpan hálf- an mánuð, og eru nú afleiðingar þess farnar að verða býsna alvar- legar. Verksmiöjum hefir verið lokað víðsvegar um land, jám- brautarlestir eru hættar að ganga á mörgum stöðtini, en af hvoru- tveggja leiðir það, að þeir verka- menn sem þannig missa atvinnu s'ina, eru nauðulega staddir og keniur það einkar hart niður á fjölskyldum þeirra- Böm fara hungruð á skólana og verða skóla- stjórnir að gefa þeim að borða. I Ix>ndon eru lestir hættar að ganga, sem mest flytja af fólkinu úr und- irborgiinum og inn í bæinn; af þvi leiðir að almenningur verður að ganga, því að strætisvagnar eru ónógir til að flytja allan þann mannmúg. Svo er sagt, að nálega komi fram afleiðingar verkfaiis jiessa á hverju mannsbami um endilangt Bretland. Þeir sem eiga skip í förum verða að láta þau liggja kyr á höfnum, og þykir Bretiim sárt, að horfa upp á annara þjóða skip flytja þann varning, er þeim var ætlað að flytja. Sumir segja, að landið sé nálega varnar- laust, ef verkfallinu linnir ekki þegar, með því að herskip eru að ]>rotum komin af kolum. Nauð- synjar eru teknar að hækka í verði og er öllum hin mesta áhyggja og æðra búin af þessum hlutum. Á Þýzkalandi lögðti 75 'þúsund kolamenn niður vinnu um helgina og helmingi fleiri eru líklegir til að fara að dæmi þeirra á Prússlandi einu saman. Á Frakklandi eru tveir-þriðju hlutar allra rtámumanna frá verk- um, þó gott hafi þeir kaup og kjör. í Belgiu kváðu námamenn hafa í '’yRgjU; aS gera slikt hið sarna og viðar er sagðtir órói með verka- mönnum á meginlandi Evrópu. í Bandaríkjum standa samningar yfir með námaeigendum og verka- mönnum og horfir ósáttvænlega, en santningar þeirra á milli eru í gildi til næstu mánaðar loka. Þetta verkfall er eitt hið stór- kostlegasta er sögur fara af, og er hið mesta tjón fyrir þær þjóðir sem fyrir því verða. Fylkisreikningarnir. Skuldabuskapur Roblins. Fjárlaga frumvarpið lagði stjórnin loksins fyrir fylkisþingið á föstudaginn. Er það af því að segja í stuttu máli, að tekjur eru áætlaðar tæpar 4]/2 miljón dollara, en útgjöld rúmar fjórar miljónir- Á pappímum litur svo út sem tekju afgangur sé 451 þús. dollar- ar. Meðal stærstu útgjalda ársins má telja 700 þús. til búnaðarskól- ans nýja, 112 þús. til vitfirringa spitalans í Selkirk, og 282 þús. til samskonar spítala í Brandon og 50 þúsundir til gamalmenna hælis. Um fónareikningana er næsta litið að græða á fjárl.frumvarpinu. Tekjur af fónum eru taldir 1,318 þús., en útgjöld 3Í1 þús. til afborg- unar kaupskuldinni og 1 miljón, hvorki meira né minna, er stjóm- in tjáist hafa ávísað fónanefndinni til útborgunar. Reikningarnir virðast helzt gefa í skyn, að tapast hafi á fónum 2,290 dollarar og 68 cent. Á því er ekkert að byggja um fjárhagsástand fónanna, með því að stjórnin visar þinginu til skýrslu fónanefndar, sem bráðum muni koma, ef það Vilji finna nokkurn botn í reikningunum. Skuldirnar á fylkinu fyrir fóna- kaupin eru rúm hálf tíunda tniljón. Skuldir fylkisins alls og alls eru taldar nálega sextán miljónir, að ótöldum ábyrgðum fylkissjóðs. Stórkostlegur bruni á Aðalstræti. BYGGINGIN HRYNUR. — SJÖ MENN FARAST. — MARGIR SLASAST. EIGNATJÓN METIÐ UM HÁLFA MIUÓN. Einhver hinn mesti voöi, sem aö I höndum hefir borið í Winnipeg, skeöi á laugardagskvöldiö var. Þá kviknaði í stórhýsi rétt fyrir norö- an jarögcingin á Main Street, þar sem Radford Wright hafa huröa °S' ghigga kistu verkstæði. Á öðru lofti aftan verðu var nokkuð af naphta; þegar eldurinn náði því sprakk það með miklurn hvell og sprengdi byggingttna. Veggirnir hrundtt sitt á hvað. en múrsteinar og annað, sent laust varð, flaug t loftinu viða vega. Tveir eldliöar uröu tindir einttm veggnum. og mistit lífiö, tveir menn aðrir, sem nærstaddir voru, fórust og þar og unglingur hinn fimti: en maður nokkur, er stóð upp á glerþaki C. P. R. brautarinnar, steig gegnum glerið, féll til jarðar og fékk bráð- an bana. Tveir ntettn gengtt norð- tir strætið og varð annar þeirra fyrir múrsteini og rotaðist, en hinn skaðaðist af t'afmagnsvírum er yfir þá féllu. Tólf aörir menn meiddust meira og minna viö þenn an brtina. fót og handleggsbrotn- uöu og slösuðust rrteð ýmsu móti, en enginn til bana, nenta þessir, sem taldir voru. Upptök eldsins eru ókunn, en eru af sumti'm talin stafa frá raf- tnagnsvirum, er tendrað hafi naphta-efnið, aðrir telja eldinn kveiktan af mannavöldum, og styöja þaö meö þvi meöal annars, aö eldliðið var kallað þrisvar til annara staða meðan ú hrunanum stóð. Heitari eldur hefir aldrei kynt- ttr veriö í Winnipeg, þvi aö húsið var fult á öllttm loftum af skrauf- þurrum við; þakið tók af húsinu við spreninguna. datt niður í log- ann og braut öll loft undir sér- Við það magnaðist eldurintt, svo að loginn tók nieir en tvö hundruð fet upp úr veggjum og sló roða yfir loftið sem sást alstaðar aö úr bænum. Vatn var af skornum skamti, nteö þvi aö nægilegur þrýstingur á vatninu nær ekki lengra en aö C. P. R. jarögöng- um; eldliðar ttrðu að standa all- langt frá eldinum vegna hitans. og gerðu buntimar varla betur en ná til eldsins þaðan sem þeir stóðu. Loks voru pípur lagðar frá bruna- vatnspipu á horni Higgins og Main St. og eftir það gekk betur að halda bálinu í skefjttm. Því er mjög hrósað, hversu vel og vasklega eldliðar, þeir er ekki sködduðust við sprenginguna, sóttu eftir þeim félögum sinum, sem urðu undir veggnttm. þegar Ihúsið sprakk. Eignatjón af brunanum er talið 150 þústtnd er smiöafélagiö tapaöi, og bætt verður aö fullu af bruna- bótafélögum. og um 25 þús. er eigendur hússins verða að bera umfram það, er í brunaábyrgð var. Sterkir steinveggir stóðu á hivora hlið húsi þessu og vann ekkert á ]>eim, og af þeirri orsök varð litill sem enginn skaði á stórhýsum International Harvester Co. og og Stewart Machinery Co, er stóðit sitt hvoru megin við. Veggimir hrundu aftur og fram á strætið, og þar varð ynannskaðinn- Fólk sem um strætið gekk. sumt beint undir bvggingnnni, vissi alls ekki um brttnann baka til. og varði engan livaö verða mttndi, þar til efsti hluti fratnhliðar sprakk og féll niður á fólkið; það tvístraðist hljóöandi, en þrír lágtt eftir sem liðin lik, marðir og brotnir liö fvrir lið. en þeir vom miklu fleiri er bártt þaðan áverka og síðan varö að hjálpa btirt og aka til spít- ala. Alt, sem fyrir þessu hruni varö, fór i ntola. virastaurar allir brotn- uðu sem gler og urðtt háir brestir og ótrúlegur ljósagangur, er vir- arnir slitnuðu og köstuðust hver á annan. Þegar veggurinn kom á götugrjótið reis þar ttpp mökkur svo þykkur, að húsin i kring urðu hvítgrá, og leiftraði ljósagangur víranna í gegn ttm þann rykmökk, en vein og hljóð hinna meiddit heyrðtist út úr því gráa mistri og tóku upp úr dyn og undirgangi brunans. Litlu seinna sprakk á öðrum staö í húsinu og þá tóku logarnir ttpp úr; eftir það var eldurinn ein- ráður ttm æði langa stund, og var þá svo bjart af bálinu, að lesa niátti smátt prent tíu götur frá á allar hliðar. Logar stóðu hátt i loft ttpp og út úr öllum gluggttm. en hitinn var svo mikill. að ekki var vært hinum megin á Main Str. og flýði fólk sem fætur toguðu. er áður hafði nálgast 'brunann. Meðan á ]>essii stóð ráfuðtt hin- ir meiddti um strætið ög .vissu varla hvaö þeir fórit. Með visstt veit enginn hversu margir fengat meiðsli, en yfir tuttugu eru taldir með nöfnum. sttmir litiö að vísu, sem betur fór. Þaö hlifði mest. aö ekki varð nteiri ntannskaði, aö múrinn sprakk fram á miðja götu, en ekki á götustéttina. Fjöldi manns misti fótanna, þegar spreng ingin kont, og tókst að komast tmdan áður en þeir urðu fyrir skaða. Sumir urðu fyrir vírunum er ]>eir slitnuðu og kösfuðust nokkrar álnir án þess þó að meið- íast alvarlega- Úr bænum Hr. Guðrn. Davíðsson úr Mikl- ey var hér á ferð í vikunni og Jó- hannes Grímólfsson- Þeir fóru á hundasleða úr eynni til Gimli. Fisk veiði segir Mr. Davíðsson litla þennan vetur en heilsufar gott og alntenna vellíðan nteðal eyjarbúa. Víða búa þeir sig kappsamlega undir forsetakosningu í Banda- ríkjurn næsta ár, en hvergi rösk- legar en i hinu trausta bóli Sósi- alista i Milwaukee, Wis. Þar tek- ur íslendingur fjörugan og ein- kennilegan þátt í bardaganum. Hann semur gamanWæði um stjórnmálin og syngur þau á fund- I um- Mebal kvæða hans, er vér I höfurn séð getið, má nefna þessi: 1. ”We’ll have to wait to see”, 2. “Right in Milwaukee” og 3. “If I were only Mr. Morgan.” Eng- inn stjórnmálafundur þykir nýti- legur i Milwattkee nema landi vor Billy Johnson sé þar viðstadd- ur að kveða kvæði sín. ltjónin santan- Mjög fáir voru viðstaddir, — aðeins nokkrir kunn ingjar á Oak Point og bræöur brúðarinnar frá Lundar. Eftir vígsluna var farið til húss hr. Páls Reykdals. Var þar búiö aö til- reiöa borö meö alskonar kræsing- um. Skemtu menn sér þar fram eftir kveldinu meö samtali og ræöuhöldum. Þessir héldu ræður: Séra Carl J. Olson, hr. Páll Reyk- dal, hr. Jóh. Halldórsson og brúð- guminn sjálfur. Ennfremur flutti hr. Vigfús Guttormsson einka fag- urt of tilhlýðilegt kvæði. Brúð- hjónin lögðu af stað næsta morg- un til Winnipeg, þar sem þau bú- ast viö aö dvelja nokkra daga- Safnaöarfundur veröur haldinn í Fyrstu lút. kirkjit næsta þriðju- dagskveld, klukkan átta síödegis. Nánara auglýst i kirkjunni á sunnudaginn kemur. Séra Rúnólfur Marteinsson pré- dikar í efri GoodTemplara salnum ttæsta sunnudagskvöld kl. 7- Allir velkomnir. Mánudagskveldið 4. þ.m, voru þau Dr. Magnús Hjaltason og ung- frú Þórunn Þorkelsson, dóttir Jóns bónda Þorkelssonar við Lundar, gefin saman í hjónaband. Hjóna- vígslan fór fram í húsi herra Vig- fúsar Guttormssonar að Oak Point en séra Carl J. Olson gaf brúð- Herra Sigurvin Sigurðsson frá West Selkirk er staddur hér í bæn- um um þessa mundir. Vönduð stúlka óskast í vist nú þegar- Upplýsingar að 22 College str., St. James.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.