Lögberg - 25.04.1912, Page 5

Lögberg - 25.04.1912, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1912. 5- t i ♦ t t * •f* -f ♦ t + 4- (se) » ♦. I- A. .1. X _i_ 1 ♦, A..I. X.». A. 1. A. -t. 4. 4, .1. X A AJ. A-l-1 A. 4^4 « 4 « t, T"TTTTttt tTTTTTtTTTTtTTTTTttTTTTTTTTtTtTTI W t T fTTTT í ..Blockheads1' (flón) hafa enga fyrirhyggjn. Þeim sem hugsarekk- ert fyrir sér, er elcki við hjálpandi. Sparnaður við það sem hér raeðir um erljósastur af þvf hve góður er viðurinn hjá oss. Það er auðgert, að sanna og sýna yður sparnaðinn við að skifta við oss. Komið og fáið tilboð. t ? t -f •i- I i i i Dominion Gypsum Go. Ltd. Aðal skrifstofa 407 Main Str. Phone Main 1676 - - P. 0. Box 537 ©<2) The Empire Sash & Door Co. + Hafa til sölu; ^ t „Peerless'* Wood-fibre Plastur, „Peerless“ Hard-wall, plastur * f „Peerless“ Stucco [GipsJ „Peerless“ Ivory Finish * ► „Peerless“ Prepared Finish, „Peerless“ Plaster of Paris * Limited >+ + •> t HENRY AVE., E. PHONE M. 2510 £ t í ++++++4.+++++++++++++++-H-+++++~fr++f++-fr+*++++f+++ ♦ ■!■ ♦ ■+ »•+ hverfis borgina, eru þar nokkrar ætSi-stórar sögunarmylnur, sem veita um 5,000 mamns atvinnu, og sem eru starfandi vetur, sumar, vor og haust. Af opinberum skemtistöbum fyr- ir fólkiö, þar sem allir eiga aö- gang að ókeypis, er lítiö í Van- douver. Lystigarðar fáir og ó- merkir í samanburöi við þessháttar staði í öðrum borgum þessa lands. Bókasöfn eru þar nokkur, en flest í mjög smáum stil. Forngripa- safnið er nálega eini staðurinn i Vancouver, sem er fróðleikur í að sjá, og er það þó að eins lítið brot í samanburði við sams'konar söfn i ýmsum öðrum stórborgum heims- ins. í söfnum þessum eru sýndir ýmsir forngripir frá Grikkjum og Rómverjum og ýmsum Austur- landaþjóðum. Einnig mjög merki- legir steihar og málmtegundir, sem fundist hafa 1 jörðu á ýmsum tíma bilum i öllum heimsálfum. All- mikið úr dýraríkinu er og sýnt í safni þessu. Listamálverk (pan- orama) eftir frakkneskan höfund, var þar til sýnis um þær mundir, er eg fór gegnum safnið. Mál- verk þetta* átti að tákna og sýna pyntingar-aðferðir fortíðar kyn- slóðanna í Austurlöndum, bæði fyrir og eftir Krists burð. Sökum þess að land hefir á síð- an árum hækkað svo mjög 1 verði í Vancouver, hafa landsalar úr ýmsum áttum streymt þangað í þvi skyni að “maka krókinn’’, eins og vanalega á sér stað þar sem líkt er ástatt. Þessi hækkun lands í verði er mest út. 1 veður og vind, en byggist ekki á náttúrlegum þroska og framförum. Framleiðsla landsins umhverfis má ekki við' slíkum ósköpum. Og reynslan sýn- ir oss og sannar, að öll yfirnáttúr- leg verðhækkun lands hvar sem er á jarðríki, getur aldrei staðið lengi né verið holl fyrir heildina; alt, sem bygt er í lausu lofti. getur aldrei verið varanlegt, heldur fell- ur þegar minst varir. Borgin Van- oouver er nú komin á efsta stig í þessu tilliti, og þvi ekkert eðlilegra en að land falli þar í verði til mik- illa muna innan skamms. Mér var sagt, að um 300 íslend- ingar ættu heima í Vancouver, og heyrði eg nokkra þeirra nefnda á nafn, sem eg þekki vel frá fornu fari, en sem mér auðnaðist ekki að sjá. Árni kaupm. Friðriksson, sem lengi átti heima í Winnipeg, og sem flestir Vestur-íslendingar ef- laust kannast við, er búsettur í Vancouver, og rak þar verzlun af miklu kappi. Eg átti tal við hann tvisvar sinnum. Hann lét mjög vel yfir högum sínum og framtiðarhorfum. Kvaðst hann hafa tífaldað efni sín síöan hann kvaddi Winnipeg og settist að 1 Vancouver fyrir 'hér um bil 6 ár- um síðan. Mun hann hafa grætt töluvert af því að kaupa lönd og lóðir meðan það var í sanngjam- lega lágu verði. Hann var með sjálfum sér fullviss um það, að ekki yrði langt þess að bíða að land lækkaði í verði, og nf þeirri ástæðu bjóst hann við að selja all- ar fasteignir sínar þar í borginni það fyrsta, að undantekinni verzl- unarbygging sinni og ibúð. Kaup- maðurinn er yfirlætislaus maður og sér vel fram í tímann. Af öðrum íslendingum, sem eg varð var við í Vancouver, man eg helzt eftir þessum; Þorkeli snikk- ara Jónssyni og konu hans Maríu Jónsson, er fluttu til Ameríku frá ísafirði. fyrir 24 árum. Jón Jóns- son og kona hans og synir þeirra tveir Jón og Olafur. Halldóra Ás- geirsson, elckja Lúðvíks heitins skipstjóra á fsafirði, og dætur hennar þrjár, allar giftar konur þar í borginni, og eiga þær ágætis- heimili og myndarlegar fjölskyld- ur. Guðjón J. Jóhannsson tinsmið ur, giftur Nikolínu, einni dóttur Halldóru. Benedikt Kristjánsson, giftur Jósefínu dóttur H.Á. Þriðja dóttir hennar, Lára ,er gift dönsk- um manni, hr. P. Paulsen. Þau eiga skrautlegt heimili þar í borg- inni, og langt fram yfir öll önnur íslenzk heimili í Vancouver, sem eg sá. Nokkra fleiri af löndum hitti eg í Vanoouver, en setti ekki nógu vel á minnið nöfn þeirra svo eg geti með þau farið. Þau hjón- in, Þorkell og María, eru skemti- leg i viðræðum og vel greind. Þótti mér samt lakara að heyra þau sk\rra mér frá andatrúarkuklinu, og það, að þau virtust í fullri al- vöru aðhyllast þennan hégóma. Frú Maria hafði sótt nokkrar andatrúar samkomur þar á strönd- inni og varð auðsjáanlega hrifin af því, sem hún sá og heyrði, eins og sumir fleiri. Er þetta ljós vottur þess, að jafnvel gáfað fólk getur orðið fyrir áhrifum þessara galdramanna, og látið blekkjast. Eg get ekki lagt neinn fullnað- ardóm á það hvemig fslendingum vegnar yfirleitt í Vancouver: til þess hefði þurft mikið lengri tíma en eg dvaldi þar. En hitt geta menn ímyndað sér, að þeir menn, sem verða að sæta algengri dag- launa atvinnu úti við, muni eiga við misjöfn kjör að búa, bæði sök- um þess, að langir tTmar ganga úr sakir óþurka, og enn fremur og ekki sizt af því, að allar lífsnauð- synjar eru þar í talsvert hærra verði en hér austur frá. en kaup- gjald svipað. Og meir en helm- ing af öllum íslendingum í Van- couver má telja til hinnar einbrotnu og algengu verkamannastéttar. Aftur vegnar iðnaðar og hand- verksmönnum þar betur, og álit eg að ekki væri synd að eggja suma þeirra á að flytja vestur að hafi. sérstaklega góða trésmiði og stein- höggvara, því töluvert hlýtur að byggjast þar í framtiðinni. Mikið hefir yfirleitt verið látið af því, hvað loftslag og tíðarfar sé gott í Vancouver, og má með sanni segja, að þar sé veðursæld mikil og loftslag hreint, þar sem hafið er annars vegar, en fjöllin hins vegar. En þar eru líka þokur og rigningar tíðar og langvinnar mjög. Til dæmis voru úrkomur þriðja hvern dag af viðstöðutima nnnum í Vancouver. Þetta gerir það að verkum, að götur borgar- innar eru svo að segja aldrei þurr- ar. Ber einkum mikið á þessu að vetrarlaginu. Slíkar bleytur eiga illa við heilsu margra manna, ekki síður en kuldarnir tilfinnamlegu i Manitoba. Skrautlegt farþegaskip gengur á hverjum sólarbring fram og aftur milli Vancouver og Seattle, og tók eg mér far aneð því. Það hóf ferð sína klukkan 10 síðdegis frá Vancouver áleiðis til Seattle. Sú vegaletígd er um 140 mílur suður með ströndinni. Skipið er hrað- skreytt mjög eins og sjá má af þvi að kl. 8 næsta morgun var það lagst við skipakvíamar í Seattle. Fyrsta daginn hélt eg til á jap- önsku gistihúsi skamt frá höfn- inni “The Lnion Hotel.” Gafst inér þar kostur á að kynnast þeim hluta borgarinnar, sem ljótastar sögur hafa gengið af að undan- fömu. Og eftir því sem eg kynt- ist lýðnum þar betur og athugaði lifnaðarháttu hans og háttsemi, eftir því sannfærðist eg betur og betur um það, að hugsunarháttur manna þar er á dæmalaust lágu stigi siðferðislega. Umhverfis höfnina og á næstu gocum upp frá skipakvíunum, úir og grúir af hálf gerðum skríl, sem fluzt hefir þang að allsstaðar að, því skipagöngur eru þar miklar. En engan veginn mega menn draga þá ályktan af þessu, að borgarar i Seattle séu á lágu stigi í neinum skilningi. Það er öðru nær en að svo sé. Þar er mentun og siðmenning, lif, frelsi og fjör á hæsta stigi, þrátt fyrir alt drasl og slark á hafnargötun- um. Stórborgarbragur er þar á öllu þegar upp í borgina sjálfa er komið. Ibúatala Seattleborgar er nú full 230,000 manns, að meðtöldum Hindúum, Japönum og Kínverj- um. Aðalborgin er bygð á hálsum og snarbröttum hæðum og eru all- ar götur borgarinnar brúlagðar eftir nýjustu tízku, en fremur er hún þreytandi uppgöngu sakir brattans; einkum á vissum blett- um. Utsýni er þar eðlilega fagurt hvar sem maður er staddur i borg- inni. Veðráttufar og loftslag er æði mikið betra og hlýrra en 1 Vancouver. Rigningar og þokur að miklum mun sjaldgkæfari en norður með ströndinni. Það yrði of langt mál í einu fréttabréfi að skýra Islendingum nákvæmlega frá borginni Seattle, eða að segja sögu hennar frá því að fyrstu hvítir menn námu þar land. Um það mætti rita langa bók og ekki mjög ófróðlega; því margt fróðlegt og sögulegt hefir borið þar við síðan landið var í höndum villimanna. Eg læt hér nægja að þessu sinni að gefa lesaranum litla lýsingu af borginni sjálfri og land- inu umhverfis hana 1 sem allra- fæstum orðum. Árið 1901 var alt landsvæðið, sem Seattle þá stóð á, virt á 71 miljón dollara; en tíu árum síðar, 1911, hefir hún þroskast svo mik- ið og útlbreiðist, að alt land er þar komið upp i 205 milj. dollara inn- an bæjartakmarka. Af þessu má sjá það, að feikimikil framför hef- ir verið þar í borginni undanfarin ár, og byggist vöxtur þessi og viðgangur á eðlilegum orsökum og föstum grundvelli. Þar er alt sam- fara, verðhækkun lands, bygginga- smíði og fjölgun verksmiðja. Námar eru þar í fjöllunum víða, bæði kol og málmar. og er mikið kapp lagt á að rannsaka þar fjöllin og leita að auðæfunum í skauti jarðarinnar. Málmnemar í Banda- ríkjunum láta ekkert til sparað til að opna þar náma, enda hafa þeir orðið mikla reynslu, vit og þekk- ingfit í þeim efnum. Alt þétta skapar nýtt hf og nýjan áhuga hjá Seattlebúum og gerir mikla fjör- kippi i viðskiftalífinu þar eins og i öðrum stórborgum Bandarikj- anna. í þessu tilliti skiftir stór- kostlega um skréið þegar komið er yfir landamæri Canada inn í Ban- darikin. Talsvert mikið af stórby^ging- um hefir þegar verið reist í Seat- tle frá 10 til 20 lofta. Og þegar eg fór þar um, var byrjað á að grafa fyrir stórhýsi miklu, sem átti að taka öllum öðrum bygging- um fram þar á ströndinni, og sem nefnast átti “Smith Bldg.1” Hún á að verða (er eflaust lullger núj 42 lofta að hæð, eða 504 fet fyrir ofan jarðar. Af þessu má ráða það að Seattlebúar standa ekki að baki öðrum stórborgum rikjanna að því er smekkvísi og byggingarlist við- kemur. Verzlun er fjörug i Seattle og samkepni mikil. Lífsnauðsynjar ó- dýrari en í Vancouver. Einkum er mikill munur á því hvað húsaleiga er mikið sanngjamari í Seattle en í Vancouver, sem kemur auðvitað til af þeirri ástæðu, að lóðir og land er selt hæfilega háu verði þar í borginni og em þó íbúðarhús stóram mun betri yfirleitt í Seattle heldur en fyrir norðan landamær- in. Svo er ráð fyrir gert, að 5,000 manns fari í gegn um Seattle á hverjum sólarhring ársins; afþeim fjölda staðnæmist æfinlega hópur af ijplki í borginni sjáfri. Ber þess að gæta, að þar sem fólkið fjölgar með öðrum éins hraða, hlýtur svo sem að sjálfsögðu, að vera æði miklir hópar af vinnulausum mönnum. Þannig er ástatt í ölliun stórborgum Bandarikjanna, og eru það þannig nokkrar þúsundir manna, sem lítið eða ekkert starfa á öllum ársins tímum ársins í Stattle. /f Vor-skór karlmanna Himr beztu skór til vor og sumar brúkunar mjóir og breiðir, með háa tákappa, Tans, Gunmetals og Pa- tents. $4, $4.50, $5 | Komið hingað eftir skóm yðar. | Quebec Shoe Store Wm. C. Allan, eicandi 639 Main St. Austaoverðu. Stór borgunar= dags sala hjá- OVER-LAND House Furnishing Co. j Ltd. 580 MAIN ST. 580 MAIN ST. Á fjórða hundrað fslendingar eru búsettir í Seattle, og eiga þeir flestir heima í Ballard, sem er rr.jög snotur bær nokkrar mílur í nosður frá aðalborginni, og sem fvrir nokkrum árum var sérstakt þ> rp út af fyrir sig, en sem nú er orðið tengt við sjálfa borgina. Framtíöarhorfur Islendinga þar eru mjög glæsilegar, því flestir era þeir í góðum stöðum. Sumir jæirra relca verzlun af eigin rammleik, en flestir eru þeir handiðnamenn. Allir eru þeir meira og minna mentaðir, félagslyndir mjög og halda vel hópinn. I stuttu máli: þar er einn sá lang myndarlegasti hópur.af íslendingum saman kom- inn, er eg minnist að hafa mætt nokkursstaðar í Vesturheimi. Fyrsti Islendingurinn, sem eg 1 heimsótti í Seattle, var Jakob I Bjarnason. Hann er einn í lög- j regluliði borgarinnar, og hefir haft 1 þann starfa á hendi síðan hann j kom að hciman fyrir 9 árum síðan.. Jakob er tröll að vexti og burða- ! maðnr með afbrigðum, tignarleg-! j ur í einkennisbúningi sinum og jkjarkmaður mikill. Hans svæði er l á sumurn hafnargötum, þar sem | í'kyggilegast er og hættumest. |Hafði eg orð á því við liann, að á- ístæða gæti verið til þess að verða ismeykur um líf sitt einmitt í þess- 1 um parti borgarinnar. Hann ikvað I svo vera og heiglum væri ekki hent að vera lögregla á þessu svæði, og I komið hefði það fyrir, að þeir jhefðu verið drepnir þar. En ekki ikvaðst hann vilja skifta um stöður við þær lögreglur, sem í minni lífshættu væri staddar, það væri beinlinis gaman að fást við þá menn, sem óþekkastir væra. Og r na.zð i ððins én nví.aarsni þótti mér það karlmannlega hugs- að af honum og fremur minna á hugrekki víkinganna forðum, sem lctr sér ekkert fyrir brjósti brenna. Þá er búsettur í Seattle Hóseas Þorláksson Bergvinsson- ar, ættaður frá Skeggjastöðum á Langanesströnd í Norður-Mú’a- sýslu á íslandi, og hróðir hans Bergvin Þorláksson og synir hans tveir, Gunnar og Runólfur; allir bráðmyndarlegir menn og drengir góðir. Hóseas þekkja margir Vestur-Islendingar vel. Hann átti lengi heima í Minneota, Minn., og er öllum þar kunnur að góðú einu, því hann er ljúfmenni mesta, ein- beittur og einlægur og gæddur á- gætis hæfileikum og gáfum. Hann er áreiðanlega einn í hópi hinna allra mannúðarfylstu íslendinga vestan liafs, enda eiga þeir bræður kyn sitt að rekja til göfugustu fornmanna þjóðar vorrar. Þá á og heima i Seattle Bjami Jóhanns- son lyfsali frá Norður Dakota, parktiskur maður og bezti dreng- ur. Gunnar Mattíasson Jockums- sonar skálds, og Jón Eiríksson, báðir lista söngmenn. Gunnlaug- ur Jóhannsson, sem um eitt skeið átti heima í Winnipeg, gleðimaður mikill , greindur vel og fyndinn í orði. Vilhjálmur ögmundsson gæt- inn maður og gegn. Jón J. Mið- dal, Sigfús Runólfsson bróöir Jóns Runólfssonar. Svandis Jónsson, ekkja Áma heitins Jónssonar, sem einu sinni átti heima í Chicago, en sem dó af slysförum í Seattle fyr- ir nokkrum árum. Þá er búsettur í Seattle Agúst Guðmundsson, er lengi var verzlunarmaður í W. Selkirk og sem margir kannast viö og virða sakir lipurðar og hæfi- leika hans. Allir þessir upptöldu landar vorir í Seattle eiga sín eigin heimili og líður þeim mæta vel. Auk safnaðarlífsins lúterska í Seattle, hafa Islendingar stofnað þar þrjú starfandi félög, og era þau þessi: 1. Lestrarfélag, sem “Vestri” heitir. 2. Goodtemplara- stúka, sem “ísland” nefnist, með Sideboards á $15 Stofuborð sem draga má sundur og saman, eru nú seld á $10 Borðstofustólar á - - - $1.00 Þetta eru ágætir eikar-málaðir stólar. Járnrúm $3, Fjaðrabotnar $2.50. Og Rúmdýnur á aðeins - $3.00 Kommóður með speglum á - $10.50 Bezta Linoleum, yarðið á 45c Stórt úrval af gólfteppum, Gluggatjöld gardínur. Alt sem með þarf til þess að prýða með innanhúss á þessum húshreinsunar tíma. Munið hvar búðin er: OVER-LAND . HOUSE FURNISHING CO„ Ltd. Horni MAIN ST. o" ALEXANDER Ave. °g 45 meðlimum. 3. Það þriðja er kvenfélag, sem heitir “Einingin”. Það samanstendur af konum ein- göngu og á að starfa í liknaráttina þegar í nauðirnar rekur fyrir ein- staklingnum. Þökk og heiður sé konunum í Seattle fyrir það . Eitt samkomiuhús eiga íslend- ingar i Seattle, og er það notað jöfnum höndum af öllum félögum þeirra til fundarhalda . í því húsi halda þeir einnig guðsþjónustur sínar, þegar messað er. Séra Jón- as A. Sigurðsson hefir fram að þessum tima veitt söfnuðinum þjónustu sína, einu sinni á mánuði. Eg sótti guðsþjónustu samkomu þar einn af þeim fjóram sunnu- dögum, er eg dvaldi i Seattle. Var þar fjöldi íslendinga saman kom- inn, alt myndarlegasta fólk. Séra Jónas er snjall mælskumaður og stórgáfaður eins og allir vita. Svo vil eg slá botninn í þetta bréf mitt, með þeirri ósk og von að Seattle Islendingar haldi áfram að blómgast og blessast í framtið- inni með enn meiri hraða, sigri og velmegun, en að undanförnu. Allar heillaóskir og þakklæti fylga línum þessum til landanna og vinanna vestur á Kyrrahafs- ströndinni. 2. Hvar og hvenær fæddur. 3. Hvenær jarðsunginn og hvar. —Mér er það mikið áhugamál, að ekkert vanti í skýrslu þá, sem eg er að útbúa, og þess vegna vona eg að það bregðist ekki, að allir sendi mér þessar upplýsingar. Ef eg hefi gleytnt einhvers stað- ar að senda hlutaðeigendum skírn- ar attest, þá væri mér sönn ánægja að senda það nú. Hlutaðeigendur geri svo vel og sinni þessu sama daginn og þeir lesa þetta í blaðinu. Vinsamlegast, Carl J. Qlson. Gimli, Man., 18. Apr. 1912. Beiðni- Hér með mælist eg til, að allir sem eg he-fi unnið prestsverk fyrir á trúboðsferðum mínum, sendi mér strax um hæl skýrslu yfir þau. Best væri að haga skýrslunni svo: Skirnir: 1. Nafn bamsins. 2. Nöfn foreldranna. 3. Fæðingardagur barnsins. 4. Skírt hvaða dag. 5. Skírnarvottar. Ferming: 1. Nafn bamsins. 2. Fæðingardagur; fhvar fæíttj. 3. Nöfn foreldranna. 4. Hvenær fermt. Greftranir: 1. Nafn hins látna. Undraborgin. Það er farið að kalla Estevan undraborgina. Auglýsing um hana er hér í blaðinu á öðrum stað. Þykir mönnum sem nú sé varla neinn bær hér í Vesturfylkjum, er vaxi hraðara heldur en Estevan. Er það þvi að þakka, að hún ligg- ur bæði að auðugum kolanámum og að frjósömum akuryrkjulönd- um annars vegar. Koianámumar við Sstevan era langmestu koja- námur í Saskatchewanfylki. Þá er og leirinn þar við Estevan bæ talinn mjög mikils virði og ef til vill betri en nokkurs staðar í Canada annarstaðar. Þegar á alt þetta er litið, er ekki undarlegt þó að Estevan vhxi hratt. Nemo. TaJs. Carry 2520 CANADA3 FINEST THEATRE 3 kvöld byrjar Fimtud. 25 Apr. matinee á laugardag Joe Weber presents Geo. V. Hobart’s English version o{ «he European Novelty Play A L Where do you live? With Chas. A. Murray, Nannette Flaek. Avbrey \ates and a splendid cast VerO #1.50 til 25C. Mat. $1 til 25C. Lweikhúsin. “Alma, where do you live?” heit- ir ágætur söngleikur, sem sýndur verður i Walker leikhúsinu síðari hluta vikunnar. Leikur þessi er fjörugur mjög og vel saminn og söngvamir hrífandi. Nanette Flack hin fræga söngkona syngur, og Charles Muray, hinn velþekti skemtunarleikari. Leikut þessi hef ir þótt mjög áhrifamikill í New York. 3 kvöld byrjar mánud. 29. Ap. Henry W. Savage offers Robert Hughes SGreat Travel Farce Excuse me! A Pullman Carnival in Three Sections Verð $1,30 til 25C Mat. $r til 25C Fimtud., Föstud., Laugard., Maí 2-3-4 Henry W. Savage’s Great Mother Love Drama Madame X “Excuse me” er einhver sá hlægi- legasti sjónleikur, sem nokkurn tíma hefir verið sýndur á leiksviði. Hann verður nú leikinn í Winni- peg leikhúsi næsta mánudagskvöld í fyrsta sinni. H. W. Savage leik- ur þar mjög hrífandi hlutverk. — Búist er við mjög mikilli aðsókn. bmprbss. Frábærlega skemtilegt verður að sjá og heyra það, sem fram fer á Empress leikhúsi þessa viku, bæði fimleikasýningar og smáleiki. Mun eigi hvað minst þykja til þess koma, að sjá Dollar Troupe og þær fjórar fögru meyjar, sem eru í fylgd með honum. Þá má og nefna Gassie Bros. Monarch Comedy Four er fjór- söngur sem þar verður skemt með. Enn fremur syngur Mrs. Dorr, fræg söng-kona. 1

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.