Lögberg - 15.05.1912, Page 1

Lögberg - 15.05.1912, Page 1
 & Co. Grain Commission Mcrchants - 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING - Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipeg I ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort William eða Port Arthur, og tilkynnið Alex Johnson & Co. 201 GKAIN EXCHANÖE, WINNIPEG. • Fyrstaogeina íslenzka kornfélag í Canada. 25. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 15. MAl 1912 NÚMER 20 Bandalagið á Islandi. Mikil tíðindi og ill. Hér á eftir er birtur fregnmiði frá blaöinu "ÞjóSviljanum” um bræöingsmakk stjórnmálaflokk- anna á tslandi. Þaö eru fynstu ít- arlegu tiöindin, sem hingaö hafa borist um það mál. Má af þeim fréttum sjá, að ekki lízt ritstjóran- um, herra Skúla Thoroddsen, á þetta bandalag. Hann hefir snú- ist andvígur gegn því, eins og hann reis röggsamlega, einn síns lit5s, gegn sambandslaga-frumvarp- inu í Kaupmannahöfn, og vertSur honum til ævarandi sæmdar. Skúli telur bandalag þetta hiklaust miða að því aö innlima ísland Danmörku, og segir aS engar breytingar-tillögur bandamanna séu þess eSlis, “að fullveldi lands- ins sé borgnara, en þótt sambands- laga-frumvarpið væri samþykt ó- breytt.” Lögberg hefir aS vísu ekki séö allar þessar breytingar-tillögur, en nokkrar þeirra höfum vér séS í nýkomnum “Vísi”, og- verSum vér því miöur aö játa, aö þær þeirra eru veigalaust málamyndakák. ÁtS- ur langt um liöur munum vér geta birt lesendum vorum tillögur þess- ar, er vér höfum fengið þær allar. En mergurinq málsins er tekinn fram í þeim fréttum frá “Þjóð- viljanum”, sem hér greinir; “Nokkrir menn úr sjálfstæöis- flokknum” — “lsafoldar”-menn — hafa nýskeö. að flokksstjórninni fornspurðri, og með leynd mikilli, bundist samtökum við nokkra menn úr “heimastjómar”-flo'kkn- um, — sem einnig kvað hafa láðst að gera flokksstjórn sinni aðvart. Samtök þessi fara i þá áitt, að smella nú á “sambandslaga-upp- kastinu”, — “innlimunar”-fmm- varpinu frá 1908, sem hafna'ð var af þjóð og þingi. Blöðin “ísafold”, “Ingólfur” og “Reykjavíkin” benda í síðustu nr. sínum á samtök þessi. — og þó mjög á huldu—, sem einskonar gleðiboðskap, og* kalla nú rit- stjórarnir hverir aðra merkis- menn! En merg málsins, eða að hverju samtökin beinast, fá menn eigi að vita. Það átti að fara alt, sem leynd- ast, — bíða þess, að þing kæmi saman. Engu að síður hefir “Þ jóðvilj- anum” þó tekist — þótt sizt væri svo til ætlazt — að komast á snoð- ir um það hvað það er, sem banda- mennirnir — nýbökuðu merkis- mennirnir — hafa brætt sig sam- ‘ an um, og er drepið á það ögn síðar í fregnmiða þessum. Enn fremur hafa þeir og skrifað undir ofur hátíðlegt skuldbindinga skjal, svo enginn bregðist, er að því kemur að haldast í hendur um “innlimunar”-verkið. Og með því að þessi fyrirmun- un mannanna hefir, svo sem von er, vakið undrun, efasemdir og forvitni fólks hér í bænum, þykir rétt, að lyfta þegar ögn skýlunni af leynibræðing þessum, — þó að vel geti svo farið, að einhverja þeirra espi það og œsi. Skuldlbindingin er svo látandi: Um framanritaðar breytingar tillögur við frumvarp millilandcu nefndarinnar frá 1907 höfum vér undirritaðir orðið sammála og heitum hver öðrum að vinna að því utan lands og innan að frumvarpið með áður töldum breytingum verði að lögum. 1 því skyni að þetta megi verða höfum vér afráð'.ð og heitið hver öðrum að ganga saman í einn stjórnmálaflokk, er skipi sam- bandsmálinu í fremstu röð stjórn- málanna. Þeir af oss undirskrifuðum, sem alþingismenn, heitum því að stofna þegar í þingbyrjun í sum- ar nýjan þingflokk, er vinni að því framar öllu öðru, að sam- bandsmálið verið til lykta leitt samkvæmt áðurnefndu frum- varpi miUilandanefndarinnar með þeim breytingum, sem skráðar eru hér að framan. Reykjavík, í Apríl 1912. Björn Jónsson, Bjöm Kristjánsson, Jón Magnússon, Einar Hjörleifsson, Jón Þorláksson, Sigurður Hjörleifsson, Þorsteinn Erlingsson, Hannes Hafstein. Jens Pálsson, Jón Ólafsoon, Guðm. Björnsson. Ólafur Bjömsson, Sveinn Bjömsson, Ámi Pálsson. Samhljóða mér sýndri afskrift. Jón Þórkelsson. En samkvæmt tillögum banda- manna á Island að afhenda Dönum og “innlima” þeim um aldur og æfi utanríkismál sín og hcrmál, og engar eru breytingartil'ögur þeirra þess eðlis, að fullveldi landsins sé borgnara, en þótt “samlbandslaga- uppkastið” væri samþykt óbreytt. Og þó bætist það hér ofan á, að í leyni-skjali, sem sagt er, að tveir menn úr hvorum flokki hafi ritað undir, tjá allir sig fúsa til þess, að ganga enn lengra til samkomulags, — ef á þurfi að halda, og Danir fari að ygla sigfU Frá einu miðlunar-atriði sínu ætla þeir þó hvergi að hopa, — og það' fer í þá áttina, að hafa ráð- herra í Kaupmannahöfn, er laun- aður sé af íslenzku fé, og leyft sé, að mega skygnast inn í danska rik- isráðið. Undir leyni-skjalið kvað hafa skrifað: Björn Jónsson, Hamies Hafstein, Sig. Hjörleifsson og Jón Ólafsson. Á undan kosningunum á síðastl. hausti lofuðu “heimastjórnarmenn- irnir” mjög hátíðlega, að hreifa eigi við sambandsmálnu, — unnu það þá sér til sigurs. Pað loforð ætla þeir sér nú þeg- ar að svíkja. . Gott er slíkum merkismönn- um/!) að trúaUJ Að öðru leyti verður skýrt nán- ara frá máli þessu í næsta númeri “Þjóðv.” nú í vikulokin. Nú ríður á, að þjóðin sé vel vakandi. Verum nú allir samtaka, að kveða þegar ósómann niður! Leiðin prýdd blómum. Sú fagra venja helzt enn, sem fyrir löngu var upp tekin, að leggja blóm á leiði hermanna sem féllu í stríði hér vestanlands og eiga leiði í kirkjugarði St. Johns kirkju. Síðan eru um 27 ár, að þeir voru lagðir þar til siðustu hvíldar, en jafnan siðan er til þess valinn einn sunnudagur á vorin, að prýða leið- in og halda við minningunni um þá, sem mistu lífið í vörn fyrir þetta þjóðfélag. Þetta fór fram í ár á sunnudaginn var. Selnni part þess dags söfnuðust saman allir Jiermenn í Winnipeg og þeir hinna fomu hermanna er i ófriðnum voru og enn eru á lífi, hátt á sjö- unda hundrað að tölu. Var stutt prédikun haldin og sálmar sungn- ir á flötunum fyrir framan há- skólann og síðar farið í skrúð- göngu eftir Broadway og Main St. norður í kirkjugarð. Fyrstir fóru riddarar þeir, sem kendir eru Strathcona í rauðum kyrtlum með blikandi hjálmum og blaktandi fjaðraskúfum, þarnæst fótgöngu- !ið, þarnæst ungir sveinar fBoy ScoutsJ og loks hinir fomu her- menn. Veður var . blitt og var fjöldi fólks saman kominn að horfa á og liklegast hefir ekki nokkur bifreið fundist í bænum, er ekki var á ferðinni og fylgdi liðinu alla leið. Stjóm og tilhögun var hin bezta og þótti öl'um mikið til þessarar ihátíðlegu athafnar koma. Kosninga baráttan. Um kosninga undirbúning i Bandaríkjum eru fáar fréttir að segja nýjar, nema hriðin harðnar með degi hverjum. Það var fyrst að Taft hlífðist við að beita hörð- um orðum um Roosevelt, en svo er nú komið, að þeir taka ómjúkt hvor á öðrum og þykir engum meira gaman að þvi heldur en þeim, sem á móti þeim sækja af 'hálfu Demókrata. Margir væntu þess, að úr mundi skera í Massa- chusetts, en það brást, því að þar urðu þeir sem næst jafnir. í Illi- nois og Pennsylvania hefir Roose velt unnið algerðan sigur, og «•! marka má sögur af veðmálumi þar syðra um það, hvor hlutskarpar; verði, þá stendur R. allvel að vigi eftir áliti þeirra, sem veðji d hann. Eigi að siíður er það álit þeirra blaða, sem vér trúum vel, að hvorugur þeirra verði valinn til að sækja um forseta tign af hálfu Republikana. ' Taft eða Rooseelt, með því að hvorugs fulltrúar vilji beygja sig fyrir hinum, þegar á kjörfund kemur í Chicago, heldur muni þeir sameina sig um einhvern þriðja mann og eru strax tilnefnd- ir líklegir Hughes, hæstaréttar- dómari og Beveridge 1 Indiana. Þó er þetta ekki annað en spá- dómur enn þá. Sem stendur er bardaginn óðastur i Ohio og legg- ur Taft sig al'an fram til þess að vinna þar. Hann er þaðan ættað- tir og á þar frænda styrk mikinn. Akafur flokksmaður í gröfinni. Siðan stjóm Bordens komst að völdum, hefir hún sett menn frá störfum og embættum um alt land, og er það að vísu hennar að- alstarf hingað til. Hún hefir gef- ið þeim að sök, að þeir hafi verið “ákafir flokksmenn”, en um það vantar heimildir eða skýringar frá hennar hálfu, hvað til þurfi, að komast undir það mark hjá henni. Nú er víst skýring fengin á þvi. Póstmála ráðgjafi Pelletier, hefir nýlega skrifað bréf til póstmeist- arans i Guysboro í Nova Scotia og tjáð honum, að hann sé settur af embætti fyrir ákafa hluttöku í pólitík. McPherson var pióstmieist- ari á þessum stað. meðan hann var i holdinu, en hann er nú láinn fyrir fimm árum. Eigi að siður segir í bréfinu, að hann hafi unnið einsog fantur á móti stjórninni bæði 1 fylkiskosningum og Dom- inion kosningnm 1911 og skuli hann gjalda þess grimmilega og verða settur frá! Kona þessa látna MePhersons hetir haft póst- húsfð síðan hann dó. Hún hefir vitanlega aldrei opnað sinn munn um pólitík, hvorki i síðustu kosn- ingum né öðrum og Mac var lög- lega afsakaður frá því að vinna á móti þessari stjóm. En hann var heldur ekki með henni 1 kosning- unum, með því að hann lá þá J gröf sinni. Nú gera menn sér í hug, að sú sé ástæðan til þessarar refsingar, að hann ólmaðist ekki með henni, og sé nú augljóst orð- ið, hvert stjórnin stelnir * þessu efni: að leyfa engum að vera við embætti í landinu, nema þeim sem hafa Iagt sig fram til að vinna með flokk hennar. Það hefir lengi við gengist, að stjómir i þessu landi hafa veitt embætti sínum vinum, eftir því sem þau hafa losnað, og kann það að vera eðli- legt eftir atvikum. En hitt geng- ur langt úr hófi, að reka menn frá opinberum störfum, hversu vel sem þeir gegna þeim, fyrir það eitt, að stjóminni hefir ekki orðið lið að þeim í kosningum. Sá sið- ur er pýr í Canada og verður á- reiðanlega af öllum; sanngjömum mönnum kallaður ósi'ður. 60 manns í sjóinn. Siðustu fréttir frá Islandi um mannskaðann mikla eru það, að 60 manns hafi farið, i sjóinn við íslands strendur síðan á nýári í vetur, nærri því einn maður af hverju þúsundi landsbúa. Óskap- legt skarð er þetta í vom fámenna þjóðflokk á svo skömmum tima. Skift um sendiherra. Stjóm Þýzkalands hefir kallað burt sendiherra sinn frá Englandi og ætlar að senda í hans stað þann sem h eitir baron von Bieberstein. Hann var um stund utanríkis ráð- herra hjá keisara og að hans undirlagi var símskeytið sent til Búanna um árið, er svo mikið veð- ur varð út úr. Siðar var hamn sendur til Miklagarðs og gerði Tvrki svo vinveitta Þýzkalandi að þar kemst ekki hnífurinn á milli. Nú hefir keisari ráðið, að senda hann til Englandis og hyg'gja Bretar hið bezta til, með því að Bieberstein er talinn mestur fvrir sér af öllum þeim. sem Þjóðverj- ar hafa á að skipa til sendiherra- stöðu og líklegur til að bæta sami- komulagið milli þjóðanna. Stríðið. Hernaður á sjó og í lofti. ítalir hafa látið hendur standa fram úr ermum þessa síðustu viku. Þeir gengu á land á Rhodes ey og tóku hana af Tyrkjum. Sú ey er um 550 fermílur með 30,000 1- búum. Þaðan er skamt til lands í Litlu-Asiu, um þrettán milur. Tyrkir tóku hana árið 1522 af Jó- hannesarriddurum og hafa haldið henni síðan. Eyjarbúar eru flest- ir griskir. — Nú sfegja síðustu fregnir, að Tyrkir hafi barist til eyjarinnar á ný og felt um 1,000 ítali. —í Tripolis hafa ítalir gert það þessa dagana, sem aldrei hefir fyr verið gert í veröldinni, að beita loftskipum til hernaðar. Þeir sendu nokkrar flugvélar yfir her- búðir Tyrkja þar sem heitir Aziz- ich; var spreng-ikúlum varpað á þær frá flugvé’unum og er sagt, að herbúðimar hafi nálega verið gjöreyddar. Tyrkir reyndu að skjóta á loftskipin, en þau voru svo hátt i lofti, a® ekki dró til þeirra mett fallbyssunbm. Þýkir þetta merkileg frétt, ef sönn er, að loftskip hafi dugað svto vel í hem- aði. — ítals'ki herflotinn hefir legið fyrir Dardanella sundi um hríð og setið um færi til að ltom- ast til Miklagarðs; fóru mörg skot milli virkjanna i sundinu og her- skipa flotans og urðu ítalir loks frá að hverfa við allmikið tjón á skipum og mönnum. Nú hafa þeir sezt um borgina Mytileme á Litlu- Asiu ströndum og banna þar allar skipaferðir. Hvaðanæfa. —Það er dómur læknis, er var á einu þeirra skipa, sem leituðu að líkum eftir að Titanic fórst, að sextán manns af seytján, er það skip fann, hafi dáið af kulda en ekki druknað. —Frá þvi var sagt íyrir skömmu í blaði vom, að prestur nokkur skaut skotum í fordyri þing- hússins í London. Hann var lát- inn laus og kom það fram bráðlega að það var ekki varlegt. Sex vikum seinna fanst hann á heimili sínu kominn að dauða af skotsári; við hliðina á honum lá kona hans skorin á háls. —Dr. Beattie Nesbitt var tekinn fastur í Chicago þann 12. Apríl fyrir grunsama hlutdeild 1 hruni Farmers bankans í Toronto í hitt hið fyrra. Tap bankans var um $300,000 og er bankastjórinn í fangelsi fyrir að hafa misfarið með fé hans. Dr. Beattie þektist i Chicago á matarsölustað, af manni, sem þar gekk um beina og áður hafði átt heima í Toronto, var tekinn fastur og fenginn í hendur lögreglu Canada, áður en lögmaður hans hafði svigrúm til þess að koma lögum við. Hann er nú í Toronto og verður látinn ganga laus gegn veði, að sögn, þangað til fullprófað verður hans mál. —Samningar milli Frakklands og Spánar um lönd í Morokkó, ganga skrikkjótt. Spánverjar vilja hafa meiri lönd en Frakkar vilja unna þeim og er sagt, að Frakkar hafi hótað að slíta öllu samkomu- lagi og fara sínu fram, ef ekki er gert með góðu að fara að þeirra vilja. j-Ekki linnir flóðunum í Banda- nkjum, og eru þau verst nú sem stendur í Louisiana. Þar hafa imargir menn farist. A einum stað sá fólk. sem siðar var bjargað, aði 50 manns hafði leitað athvarfs i húsi nokkru; það flaut af grunni, er vatnið í>x og dreif fyrir stormi og straumi þegar seinast sást. Á öðrum stað flutti lest margt fólk frá flóðinu. vatnið var tvö fet á dýpt ofan að teinum og voru þeir svo lausir, að þrír vagnar fóru út- af; allt bjargaðist fólkið, sem .í þeim var. — Frumvarp er fram komið á Washington þingi, að leggja fram 30 miljónir úr nkis- sjóði til þess áð hlaða í bakka- skörð á Missippifljóti, en á aðra miljón hefir þingið veitt ti! að- stoðar hinum bágstöddu. — Hina siðustu daga hefir verið sólskin og þurviðri og má þvi ætla að vatna- vöxtum sé lokið; þó er frá þvi sagt. að áin Missouri hafi skift um farveg og sé að búa sér til nýjan, en við það mundu sópast burtu fjöldi þorpa og mörg mannvirki. 300 vögnum, fullum af grjóti og gömlu járni var steypt í skarðið þar sem áin brýtur bakkann, en hún gleypti það alt saman og held- ur áfram að eyða landið. —Veggur hrundi 1 fimm lofta hárri verksmiðju í Toronto og | biðu tveir menn bana en sextán meiddust. —Kvenfólk i New York fór ný- lega í fylkingu um götur borgar- innar. margar þúsundir að tölu, til þess að láta taka eftir því máli serm þær berjast fyrir, en það er kven- réttindamálið. Sú fylking fór spak- lega og varð ékkert uppistand út af því tiltæki. —Wright hét maður frá Hali- fax er fórst á Titanic. Hann hafði 1 eríðaskrá sinni gefið þriðjung efna sinna, um 66 þúsundir dala, til þarflegrar starfsemi, þar á meðal 20 þús. til að bæta skemtan- ir ungdórnsins. en á þ\’í hafði hann haft mikinn áhuga. Kosningar fara fram í Quebec i dag (fimtudagj og er búist við, að liberalar vinni sigur 1 þeim. Kosningabaráttan hefir verið í vægara lagi. Sir Lomer Gojuin er formaður stjórnarinnar, sem nú er við völd, hinn. ötulasti stjórnandi. Kosningar á kjörmönnum til forsetavals fóru fram í Californiu í gær og vann Roosevelt þar al- geran sigur. Maryland veitir hon- um örugt fylgi. í Tennessee varð Taft hlutskarþari. Af forsetaefn- um Demókrata er Clark enn þá fremstur i flokki. Til forseta Grand Trunk járn- brautarfélagsins eru margir nefnd- ir. Einn þeirra er IJon. G. P. Graham, er var ráðherra jám- brautarmála í stjórn Lauriers,r en um það verður ekki útkljáð fyr en A. W. Smithers kemur til Canada, hann er formaður fyrir stjómar- ráði félagsins, og er nú á leiðinni hingað. Manjtoba. í gær auglýsir stjórn lands vors, að Manitobafylki skuli, verða 250 þúsund fermilur áð stærð, 1 stab 75 þúsund er þaö áður var. Þáð nær nú norður aö 60. breiddarstigi og hefir sjávarströnd að Hudsons- flóa, 550 mílna langa. Þessi land- auki er mikill á pappírnum, en ekki hækkar fólkstalan í fylkinu að sama skapi, því að 1 öllu þessu feikna flæmi búa að eins 5,770 sálir, Eskimóar, Indíánar og Kyn- blendingar. Fjártillag fylgir þess- um landauka úr ríkissjóði, um 500 þúsitndir á ári, en sá böggull fylg- ir því skammrifi, að Manitoba selur af hendi opinber lönd svo og námnrétt og hlunnindi, í hendur Ottawa stjórnar, ekki eingöngu 1 þessu nýja svæði, heldur líka um 7 miljónir ekra í hinu foma Mani- toba.— Þetta nýja land á að kjósa mann á fylkisþing og er undirbún- ingur hafinn til þeirra kosninga í Le Pas. Úr bænum Herra Jón Abrahamsson frá Antler, Sask., er nýlega fluttur hingað til bæjarins með konu sína og dóttur. Býst hann við að setj- ast hér að. Nýlega er látinn suður í St. Paul, Minn., íslenzk kona, Mrs. Vierling. Jarðarför hennar fór fram 27. f. m. Danakonungur látinn. Var á ferðalagi suður á Þýzkalandi. Friðrik 8., konungur yfir Dan- mörku og Islandi, skildi við að- íaranótt miðvikudags i Hamburg á Þýzkalandi. Hann var á leið sunnan úr löndum, en þangað hafði hann farið til heilsubótar sér eftir sjúkdóm sem að honum kom í vetur, og talinn var hættulaus af læknura; hvað honum varð að bana hefir ekki verið gert upp- skátt, en eftir opirtberum skýrslum lækna hans, fékk hann snert af lungnabólgu og sló niður hvað eftir annað. Hann var hress og hraustur milli kastanna. og stund- aði þá sín verk eins og vant var. Island hafði jjað semast af hans nkisstjórn að segja, að hann spurðist fyrir hjá ráðherra íslands um manntjónið er þar varð í vor, og er hann vissi hversu bágar voru ástæður liinna munaðarlausu, þá gaf hann 2,000 krónur í samskota- sjóðinn. Friðrik konungur var mesta ljúfmenni, ágætlega Vel mentaður, vel máli farinn, trvgg- ur og hollur sínum vinum og átti engan óvin. Hann var stórauðug- ur af örfum konu sinnar, sem er dóttir Karls 15. Sviakonungs, og var örlátur og gjöfull af auð sín- um, meir en almenningur hafði hugmynd um. Friðrik konungur var kominn fast að sjötugu, íæddur 3. Júm 1843. Hann var eni og röskur, sem sýndi sig bezt á ferðalagi hans um Island. Hann var líkari i föðurætt sina en móðurætt; fað- ir hans Kristján 9. var góður mað- ur og göfugmenni mikið, en Lov- ísa drotning móðir Friðriks kon- nngs, var hinn mesti skörungur, sem álj>ekt er. Meðan hún var á lifi, var Kaupmannahöfn sam- komustaður hinna nkustu þjóð- höfðingja í Evrópu, en þeir voru tengdasvnir hennar Rússakeisari og Játvarður Bretakonungur, og er það sögn manna, að þar hafi verið mörg ráð ráðin, er allri Norðurálfunni kom í góðar þarf- ir. Næstelzti sonur Friðriks kon- ungs er nú konungur í Norvegi; sonur hans hinn elzti, Kristján, tekur konungdóm eftir hann yfir Dönum og íslandi, og nefnist Krisfján tíundi; hann er allra manna mestur vexti, og sagður líkur föður sinum i skapi, góður maður og gegn og ‘skyldurækinn. Hann er nú um fertugt og sonu og dætur. önnur börn Friðriks konungs, en þau sem nefnd voru. er Haraldur, giftur maður, hálf- fertugur, Ingibjörg, gift Karli hertqga af Dölum, syni Oscars 2. Svíakonungs. Lovisa gift þýzkum prinz, Thyra, Gustaf og Dagmar. íslendingum má vera konungur sinn harmdauði, þvi að af öllum Danakonungum lét hann sig íslands hag varða miklu mest; hann gerði jiað að dæmi föður síns, að hcim- sækja landið og lét sér um það lmgað að kynna sér þess hagi. Eitt meö öðru sýnir það hug hans til íslands, að það var með hans ráði gert að setja íslending 1 fulltrúa- stöðu ríkisins, þar sem mest var á- stæða til, og er það einsdæmi í sögu Danmerkur ríkis, að íslenzk- ur maður hlaut þann heiður er hr. Sveinn Brynjójfsson var skipaður konsúll rikisins 1 Winnipeg. — Hinn látni konungur lét sig alt skifta, sem gerðist í riki hans, en hann var svo gætinn og svinnur maður. að afskifta hans gætti ekki nema i kvrþev. Siðastliðinn Aprílmánuð borgaði íslenzkir innflytjendur, sem að New York Life félagið $2,570,- heiman komu í fyrri viku, eru 720 fyrir 805 dauðsföll félags- i þessir: G. Arnason og Haraldur manna sinna og $2,576,508 til lif-j Anderson, sem heim fóru i fyrra: andi skírteinahafa. Á sama tima'Enn fremur úr Reykjavik: Guð- beiddust 10,300 manns inngöngu i bergur Magnússon verkamaður, í þetta afarmikla og volduga félag.' Sigurður Guðmundsson smiður, Að eins 11 þeirra ' manna, sem Þá kom og Jón Jónsson, ungur druknuðu á stóra skipinu Titanic i maður frá Gilsbakka á Hvítársíðu voru líftrygðir i New York Lifejog Halldór Albertsson verzlunar- fyrir samtals $105,000, svo að skaði félagsins var tiltölulega lítill. Myndarlega taka Islendingar i Brandon undir mannskaðasam- skotin til ekknanna á íslandi. Rétt þegar Lögberg er að fara i press- tina berast oss bréf frá Mrs. S. Bjarnason og Mrs. R. J. Olson þar 1 bæ með $33.25 í peningum. sem þær hafa safnað meðal ís- lendinga 5 Brandon. Nöfn gef- enda verða birt í næsta blaði. Vel verði Isl. i Brandon fyrir drengskapinn. — Úr Álftavatnsbygð er skrifað 11. þ. m.: Hér hefir veriö mjög erfitt að fást við jarðyrkju í vor vegna vatnsaga, og þar sem sáð hefir verið, hefir ltið getað þróast vegna kulda. Hveiti, sem sáð var fyrir þrem vikurn, er fyrst að koma upp þessa dagana. Frézt hefir, að látinn sé að Tranter P. O-, Skarphéðinn, son- ur Eggerts bónda Stefánssonar, 25 ára að aldri. Hann dó úr lungna tæringu, talinn efnismaður og mjög vinsæll. Lögbergi er þökk á, að blutað- eigendur gerðu aðvart um, ef eitt- hvað kynni að misprentast í mann- skaða samskotaskránni, svo að leiðrétta megi jafnskjótt. ímaður úr Reykjavík, ættaður frá I Stóruvöllum í Bárðardal. Sex stúlkur voru 1 hópnum, allar ógift- ar. Þær voru þessar: Ing'.björg ívarsdóttir, María Einarsdóttir, ‘ættuð úr Barðastrandasýslu, Mar- 1 grét Guðmundsdóttir, Lilja Guð- I mundsdóttir, Guðríður Sæmunds- j dóttir úr Barðastrandasýslu og Steinunn Jónsdóttir. Frá Seattle, Wash., barst hing- að til bæjar með bréfi fi*étt um sorglegt slys, sem varð jiar yestra 3. þ.m. Þá varð landi vor Magn- ús O. Smith, skósmiður, fyrir strætisvagni og beið bana af. — Magnús var daufdumbur ('mállaus og heyrnarlausj. Hann hafði bú- ið i Winnipeg i mörg ár og fólki hér að góðu kunnur. Hann lætur ! eftir sig ekkju og tvö börn vist nær fulltíða. Brú var bygð nýlega yfir ána Rm á landamærum Þýzkalands og j Austurríjcis. Stjóm hins síðar nefnda var treg til þess að gefa leyfi til að byggja brúna, en lét þó tilleiðast á endanum með þeim skilmálum, að að eins karlmönnum væri leyft yfir hana. Kvenfólk fær ekki að fara um brúna hvað sem tautar og er sú talin ástæðan að það sé gjarnt á að svíkjast um að borga toll af tol'skyldum vörum I og klókt að leyna þeim. t

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.