Lögberg


Lögberg - 22.08.1912, Qupperneq 2

Lögberg - 22.08.1912, Qupperneq 2
LðGBERG, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1912. Þáttur Látra-Bjargar. Margir. af íslendingum hér vest- an hafs einkum þeir, sem komnir eru á efri árin,' munu hafa heyrt getið um Látra-Björgu sem skáld- konu, og víst er um það, að henni hefir verið létt um að gera vísu. En ekkert get eg frætt lesendur Lög- bergs um L.-Björgu annað en það, að hún var fædd og uppalin á Látr- um, yzta bæ á Látraströnd austan Eyjafjarðar. Ekkert veit eg um ætt hennar eða æfiferil. Hefi eg þó leitað upplýsinga hjá stöku mö*n- um, e» fengið sárlitla viðbót við það, er eg áður vissi og hafði heyrt heima á ísiandi. Væri æskilegt og gaman að því, ef einhverjir, sem væru fróðari en eg í því efni vildu bírt* það í Lögbergi. Látra-Björg mun hafa verið fædd alllöngu fyrir aldamótin 1800, máske kringum 1780. Tómas Jónsson að Garðar pósthúsi í Dakota, skír maður og fróður, skrifar mér þannig: “Lítið get eg sagt þér af Látra Björgu. Hún var dáin nikkuð löngu fyrir mitt minni. Eg heyrði talað um hana þegar eg var unglingur, að hún hefði verið skáld og jafnvel kraftaskáld. Heyrði eg nokkrar vísur, sem henni voru eignaðar, lærði eg sumar þeirra en ekki allar.” Tómas er, nú, há'.f áttræður. Látra-Björg hafði verið all einkennileg og mikill forn- eskju bragur yfir Henni. Oft hafði hún verið á ferðaftakki norður um Þingeyjarsýslu og svo um Eyja- fjörð: bentu til þess sumar af vís- um þeim, sem henni eru eignaðar og hér skulu skráðar: Framandi kom eg fyrst að grund, fallegur er sá staður. f>órarinn minn ber þýða lund, það er blissaður maður. Hann gaf mér hveitibrauð, hangið kjöt iíka af sauð; setti á sessuver, svona lék hann að mér. Líkaminn gjörðist glaður. Á Skriðu var mér skamtað á disk skata og smjör á daginn, h&nginn situng eg hafði’ og fisk svo harðnaði í mér maginn. Tíndi eg tað í hrauk, tók í nefið úr bauk; eg þagði eins og steinn, , ekki spurði mig neinn. Leið eg sem ljós um bæninn. björgin hressir alla, en að sækja björg í björg björgulegt er varla. Reykjadatur er sultar sveit, sést hann oft með fönnum; ofaukið er í þeim reit öllum góðum mönnum. Bárðardalur er bezta sveit þó bæja sé langt á tfiilli; jtegið hef eg í þessum reit þyngstu maga fyLi. Slétta er bæði löng og Ijót, leitun er á verri sveit; þeir, sem á henni festa fót fordæmingar bvggja reiy. Langanes er ljótur tangi. tvgar eru þar oft á gangi, fiskinn bændur bera í fangi. og brvtja smátt þó sultur stangi. T>essi visu um Langanes. held eg sé afbökuð feða máske ekki eftir Látra Björgu. Einhverju sinni sem oftar kom L. Björg á Akureyri. Þá var þar kaupmaður er Friðrik hét. Aði lik- indum Friðrik Möller, faðir Eðvalds Mö lers er- fjötda mörg ár veitti forstöðu Örum og Wútffs verzlun- inni á Akureyri óg var lengi póst- afgreiðslumáður þar. Kaupmaður hafði heyrt talað um L. Björgu og hafði sagt einusinni að gaman hefði hann af að sjá hana — og hún hefði svo heyrt þessi ummæli hans. Hún gengur fvrir kaupmann og kvaddi hánn með vísn: Sælir verið þér signor Friðrik. sómadjarfi. N* er eg komin úr Höfða hverfi. í Horfið þér nú á þetta gerfi. Kaupmaðttr tók vel kveðju hennar; I tekur upp úr vösum sínum silfurdós- J ir með neftóbaki, réttir henni og í segir hún skuli fá sér í nefið, en | vísu verði hún að gjöra þegar í bili ; um dósirnar. Björg tók við dós- j unutn lítur á Jtær og segir: Yðar dósir erti’ af ljósa-máfmi Lvkur þeim upp og sér þær eru ■ gulli roðnar innan. t>á bætti hútí við : Og glampa ljós það get eg séð, grafnar rðsa verki með. F.inusinni kom L. Björg með öðr- um sjófarendum til Hríseyjar. T>á gjörði hafrót og brint svo mikið að ófært þótti til lands að fara tvo eða þrjá daga samfleytt. Einn morg- uninn fór Björg á flakk og út, kom svo inn aftur áður en fólk reis úr rekkjum og klæddist. Var hún þá sptirð hvernig líenni iitist á veðrið o^ sjóinn, hún svarar,: Ekki gefur enn í land, einatt tefur byrinn: brimið grefur breiðan sand, báran sefttr ekki grand. Vísu þá, er hér fer á eftir lærði eg ungur en heyrði hana engum eignaða. Tómas áður nefndur seg- ir hún hafi alment værið eignuð L. Björgu og hyggur það rétt vera. Mörgum mönnum bjargar björg,. Margir menn höfðu haft sterka trú á þvi að L. Björg væri krafta- skáld, ákvæðaskáld sem sumir kalla, mynduðust um það sagnir eða um- mæli; hefi eg heyrt þrjár slíkar sagnir skrifa eg þær hér eins og eg heyrði þær sagðar: Látra Björg kom á Akureyri einhverju sinni, fy'.gdi henni rakki einn allvænn; þótti henni vænt um hundinn. Kaup- skip danskt lá fyrir akkerum á höfn- inni; hásetar þrír af skipinu komu t land og gengu upp í bæinn; voru þeir margmálgir og tllorðir við landsmenn, skaraði cinn þeirra eink- um framúr að því að viðhafa hæði- leg orð og flimt nálegjl við hvern ■ntann, er varð á vegi þeirra. Þeini kompánum varð reikað þar sem L. Björg var og nokkkrir menn aðrir. Hásetinn danski veitti henni fljótt athygli, gekk í nánd við hana og kastaði á hana kveðju með orða- ntælgi mikil.i og háðglósum. Hún sagði ekki orð; en á seppa hennar úfnaði hárið og hvesti hann augun á danskinn, auðsýnilega varð hann skelkaður við hundirin, þrífur tré- staur einn, er þar Iá nærri, reiddi hann upp tveim höndum og sló hon- um af svo mtklu afli í höfuð hund- inum að hann lá þegar dauður. Mönnttm varð hverft við þetta og varð flestum litið til Bjargar, þótt- ust aKir sjá á henni þungan þykkju- svip. Hún mælti þá fram vísu mjög stillt en með svo kraftmikilli áherzlu að öllum er heyrðu fanst orðin eins og læsa sig gegn um bein og merg: Þó hunður minn ei hefði sál hann var víst án saka. Þér ska! verða þungt um mál, þú munt eftir taka. Manninum brá svo við að hann k.»m engu orði upp, va.ð mállaus þegar i stað. Við atburð þenna laust felmtri yfir þá er viðstaddir voru og sá« og heyrðu hvað fram fór, en er menn tóku að jafna sig aftur, þyrptust allir af vinum og kunnijngjum Bjargar utanum hana og báðu hana með mörgum og fögr- um orðum að taka |>essi| ákvæði af tnanninum aftur. Hún var alllengi treg, en lét þó loks tilleiðast fyrir bænir og blíðmæli vina sinna. Mælti hún fram þrjár visur, og þá fékk Daninn má.ið aftur. Þeir félagar snautuðu svg út á skip sitt og komu aldrei i land eftir það. Vísnrnar, þessar þrjár, karin eg ekki, hefi aldrei heyrt þær og enginn þeirra manna.'sem eg hefi átt tai við um L. Björgu segjast hafa- heyrt þær, en sögu þessa hafa stníi’r heyrt, i öllum aðalatriðunum eins og hún er sögð hér. Látra Björg var á ferð um vetur á útmánuðum, einhverstaðar á út- kjálkunum vestan við Skjálfanda- flóann; var harðindatíð og bágt um bjargræði hjá öllum hinum fátæk- ari. Björg kom seint um kvöld að bæ einum, er var nálægt sjó og heiddist gistingar. Hjónin þar voru sárfátæk. Þau tóku, vei á móti L. Björgu og gjörðu henni alt það gott, er þau gátu af Ijúfu geði. Um morguninn var skollin á hrið svo grimm og sterk að með öllu var ófært bæja milli. Sat Björg þarna þrjár nætur. Er hríðinni létti sást að hafís. var rekinn að landi. Þá I bjóst Björg af stað. Um leið og hún kvaddi bónda mælti hún fram ! vísu þessa: Guð alvaldur gefi þér geðuga fiska fjóra; hann mun sjá.fur hugsa sér að hafa þá nógu stóra. | Fáunt dögum siðar fundust fjórir hvalir dauðir í flæðarmáli við land- ið semi bóndinn bjó á. Stórhapp þetta þökkuðu mentt alment hinum mikla andans krafti, er fylgt hefði orðum L. Bjargar; er hún mælti fram vísuna að skilnaði við bónd- ann fátæka. Eitt vor höfðu menn róið til fiskj- ar nokkrum sinnum og ekki ðrðið varir. Svo einn góðan veðurdag bjuggust menn i fiskiróður enn. Látra Björg fór með og hafði með scr handfæri, er hún átti . jálf. Það var róið á djúpið. Menn rendu þar færum i sjó og varð fjskvart. En fiskurinn var ákatlega tregur og aflaðist litið um daginn. Aði áí'iðn- um degi rendi Björg út færi sinu/og mælti fram vísu meðan sakkan var að renna til botns: Sendu drottinn mildur mér ’minn á öngul valinn flyðru þá, sem falleg er, fullhálf þriðja alin. Eftir iitla stnnd. kom citthvað svo þttngt á færi Bjargar að hún gat ekki hnikað því, var likast því sem klettur væri. kominn á færið. Hún hét á skipverja að hjálpa sér. Tveir brugðu við og fóru að draga færið, þegar upp kom sakkan var spraka á önglinum. Þau hjálpuð- ust öll þrjú að því að innbyrða sprökuna, mældu hana svo, var hún fullar þrjár álnir á Iengd og þykk og striðfeit. Að því búnu var róið tií lands. Þetta er alt sem eg hefi hevrt eftir Látra Björgu og af henni sagt. Arni SigurSsson. VIDAUKI við þátt Látrá-Bjargar. Gísli Konráðsson, hinn nafnkendi sagnamaður, hefir ritað þátt af Látra Björgu og Einari föður henn- ar, sem nú er í vörzlum Dr. O. Stephensení Wpeg„ ásamt mörgum öðrum þáttum Gísla og hefir hann góðfúslega leyft oss að nota hann. Skal hér prentaður útdráttur úr riti Gísla. það sem framar segir en i of- anrituðum þætti. Mun orðfæri Gísla haldið, þar sem kostur er. Margar vísur tilfærir Gísli eftir Björgu klúr- ar og klaufalega gerðar, er hér verða ekki greindar, þó ekki séu ó- fróðlegar sumar til lýsingar á aldar hætti. Björg hét dóttir Einars Sæmunds- sonar prests Hrólfssonar sýslu- manns, Sigurðssonar sýslumanns, Hrólfssonar stcrka Bjarnasonar — — — en Margrét Björnsdóttir hét kona F.inars og móðir Bjargar. Björg þótti þegar skáld gott og vitur er hún tók að þroskast, en kvenna var hún ferlegust ásýndum, að sögn þeirra manna er hana sáu og kvnntust henni, hálslöng mjög og hávaxin, er og sagt henni væri afarlangt til knés; bjóst hún jafnan sauðsvartri hempu, er tók á mitt læri, með hnappaskúfshúfu þá mest hafði við, en oftast hettu sauðmó- rauða á höfði. Heldur var og ó- kvenlegt atferli hennar í mörgu, því að fót sinn lagði hún upp á sléttu, þó hún færi á bak meðalháu hrossi. Lengstum var hún á Látrum á Látra- strönd sjálfrar sinnar; gekk hún aklrei í vistir; fór hún nálega um alt land, og þá af mörgum beina góðan. TrúSu og. menn því, að hún væri kraftaskáld eða ákvæðin sem og kallað var. Þótti hún og ærið forn í skapi og þótti mörgum að spámæl- um verða það er hún sagði fyrir, og var hún víða vel tekin.---------- -----Oft reri Björg til fiskjar með körlum og lengi framan af æfi sinnt áður hún tók að fara um og betla. -----Margar vísur kunna menn hér og þar eftir Björgu, og má vera að I sumar eigi hún ekki, og svo það, að sumar hennar stökur séu öðrum eign- aðar. Viljum vér telja þær er flest- ir eigna henni, þó eigi sé kostur þeirrar* skipapar að greina hverjar hún hafi kveíftð fyr cða stðar ævi sinnar.------- Heimamenn á Látrum veðjuðu eitt sinn við Björgu, að eigi skyldi hún koma þeim til að ganga úr föstunni . er kallað var, og eftir eldir af páp- j isku, hvorki að neita flots né kets á Langaföstu, og ei heldur nefna það, og lagði hver við duggara sokka. Björg kvað þá: Skilvings skála hretið skeinkti flot og ketið. i gær heyrð’ eg þess getið glögt um flot og ketið. Sumir fengu setið sitt við flot og ketið en upp hef eg nú etrð alt mntt flot og ketið. Tóku menn þá að nema nokkuð ur vísunni, en Björg minnti jafnan á hana og vélaði þá með því að ganga úr föstunni, svo að sagt er hún fengi átta soklcapör.------ Eitt sinn fór Björg suður um land og kom í Yiðey; eru þar þá nefndir ■tveir húsmenn Egill og Gunnar er í höfðtj ráðskontt eina. Björg kom í j eldhús þar sem hún gerði graut. ; Björg settist að og tók að sleikja j grautinn með fingri sínum; ráðs- | ^onan reiddist því og kvaðst ætla að Jþeir Egill og Gunnar munau ei með , ]>ökkum taka að eta úr klóm hennar. iBjörg kvað og stríddi hennii: f Slikt má ei líðast Iengur. listug svaraði menja brú. Hver ólukkinn að þér gengur? ofan í pottinn veður þú. "Grautnum svo gerir stela með gráðugri þjófa hönd. i maganum munt ’ann fela, mér sýnast efnin vönd. Gunnar og Egill ekki úr þinum éta klóm, seims runna svo eg þekki. Sjáðu nú hér þinn dóm I Þá gaf ráðskonan henni gnægan graut og bað hana láta af að yrkja og kveða eigi meira um þetta efni. Það er orðtak svðra, að menn kalla þar margt "ódd<Ta", er petm sýnist eigi í réttu hæfi. Um það kvað Björg: “Hjá þrælum ódáða er þurt og vott, þrevting, friður með láni. æra, þjófnaður, illt og gott, englar, menn. sól og máni, undirdjúp, sjór, vatn, augnablik, -— allt hvað Guð skapt’ og hefir kvik fantarnir frá og smáni. ------— Jón Eitíarsson bróðir Bjargar er sagt að gifti sig og héldi veizlu, en bauð ekki Björgu; sendi hún þá brúðkaupsvers og bað mann syngja í brúðarhúsinu áður upp væri staðið,—kvað það vera þakk- Iæti sitt fyrir veitingarnar og er það þetta: Orð og hendur mér falla fljótt af freku sælgæti þvt sem dynur yfir mig dag og nótt þá dett eg veizluna í. Hún byrjast þegar baugalín beskikkar heiðurs dag og jötuns raddar jörðin fín játar þeim ráðahag. öldruknir sitja ýtar þar einnig konur og meyjarnar, því skörugt lætur skenkja á skálirnar brúðguminn; að ákavítinu’ eg sit þá öidungis hófdrukkin, hljóðfæri og bumbur hljómað fá, harpa og sönglistin éeða simfóninnj. Var þetta spje- skapur hennar fyrir því að Jón bauð henni eigi. Um sjávargang og stórviðri norð- an kvað Björg eitt sinn: Storðar linda stökkur mær stór á vindar elju skorður binda nökkva nær norðan vindar klökkva þær. Þá er sagt að Magnús prestur Eirf- arsson kvæði þessa vísu, er hann heyrði vísu Bjargar, er fleiri' eigna Björgu: Brinrið stranga óra er ymjadrangar stórir hér fimbulvanga glóir gler glymja ranga jóarnir. Þótti vísa þessi dulkveðin og ntuna gamlir menn að margir báru sig sundur og saman um hvað vera mundi “fimbulvanga gler”. — Þó eigna margir Björgu þessa síðari vísu en presti þá fyfri, nokkrir telja Björg hafi báðar kveðið, en víst hafi Björg kveðið eina. Hina þriðju kvað Sigfús prófastur í Höfða------: Engin svífst nú að eg finn aldan reiði sadda, brimið rífst að björgum inn, báran klýfst um Mælirinn. Klettur kallast Mælirinn, er í miðri lendingu á skeri. Þó eigna Magn- úsi presti sumir þessa vísu, og kall- ast víst.-----— Það er í sögnum nyrðra, að kona ein á næsta bæ við Látra ætti ær svo óspakar, að eigi fengi hún ham- ið og fengi hún af Björgu að spekja þær með vsíu. Er sögn nokkurra að Björg kæmi á stöðul og kvæði vísur fáar yfir ánunt og sé þetta ein: Krefst eg allra krafta lið kvæðið sé eflandi: að aldrei fjalla fálur þið farið úr heimalandi! og færi þá svo síðan að heim kæmu ærnar hvert mál á stuðui á haust fram, því þetta væri beint eftir frá- færur.------ Það er sagt, að Björg ætti meri skjótta og kvað um hana: Skjóna sprangar skriðu létt, skeifna bangar löndin, háls og vanga hringar nett hún við stanga böndin. Og kvað hún eitt sinn þá hundur gó | úti en hún heyrði í bæinn: Hundur gjammar úti einn» ærið gammalegur, foldu þrammar sá óseinn, sundur hramma dregur. Ekki ferst oss að rengja Gísla, en þó er sú vísa líklegri til að vera úr rímum heldur en tækifærirvísa um bæjarhund, og svo er um fleiri er- indi í þessum þætti, að þau virðast tortryggileg. ---------Margir eigna og Björgu j þessa vísu: _________ Slyngur* er spói að semja söng syngur lóa heims um hring feða byngj kringum flóa góms við göng glingrar kjóa hljóðstilling. -----Björg fór eitt'sinn utn Sléttu sem oftar og kvað: Hér við keldu stendtíf staur, stöðug leiðsögn manna, svo festist ekki foldar aur fætur reiðskjótanna. [ Öðru sinni var hún á ferð utn Langanes og kvað: Margur talar rnikið um það að mjög sé grjótug Slétta en ljótari aldrei leit eg stað en Lauganesið þetta! Oft gisti Björg að Stefáns prófasts Þorleifssonar í Presthólum; hafði hann gaman af að ræða (við hana, því að ei skorti hana vit. Bað hún hann eitt sinn að gefa sér snæri til að binda með föggur sínar. Pró- fastur rétti að henni snærið og mælti að gamni og að vita ef hún svaraði: A það settu ei þitt traust því illa mun það reynast. Hún svarar: Þér hafið við mig látið laust lukkttsnærið beinast. á það set eg alt mitt traust, því allvel mun það reynast. ------— Björg lá við á eina í vexti og kvað þá : Varla hlánar úti ótt. ekki skánað getur, heldur gránar nú í nótt, niður ána setur. Þegar Björg var eitt sinn á ver- gangi, korti hún á Möðruvelli í Hörgárdal, Var þar þá nýkominn Ytefán amtmaður Þórarinsson; gatfct honum illa aö vergangi og betli. Spurði hann komu Bjargar og hljóp út, — var hann maður örlyndur í skapi — og sá að kerling var út á tún komin og átlaði brottu. Elti amtmaður hana og kallaði eftir henni; stóð hún þá við og heyrðu menn að amtm. vítti hana en heyrðu ógjörla hvað þau töluðu. Sáu menn það seinast að þau settust niður skamt hvert frá öðru um hríð, áður amtmaður hljóp heim og lét gefa kerlingu ull og smér ríflega. Er sagt hann teldi Björgu norn mikið, skorti hana ei heldur vit. Er þetta sögn gamalla Hörgdæla. ------Visa þessi er og eignuð Björgu um veðráttu: Æðir fjúk á Ýmis búk, ekki er sjúkra veður, klæður hnjúka hríð ómjúk hvitum dúki neður. Um Einar föður Bjarg^ar segir Gísli Konráðsson : Einar var tilslettinn í kveðskap lögðu og margir misjafnt til hans og það oft um litlar eða engar sakir, fyrir því að mjög var hann óþokk- aður. — Það var nú, að Sigurði sterka Vigfússyni skólameistara á Hólum var kent barn.. Þá kvað Einar: Meistari skóla fór í flá faldasól hann blekti; valt er að stóla aflið á, ormaból og slekti. Misti Sigurður við það skólatneist- ara dæmi, var hann og lítt lærður og hafði fengið sýslan þá fremur af ættgöfgi en verðung . Fekk hann síðan Dalasýslu en við skólameist- ara dæmi tók Gunnar Pálsson, prests frá Upsum, lærður jnaður og skáld gott. Visa Einars var affærð og haft svo niðurlag hennar: “Orma- bóla slekti”; heyrði Gunnar hana svo, fann að og kvað: Vingsarinn kjóla votti mér vizku hjól sem blekti hvaðan úr skóla orð það er “ormabóla slekti”? og var það fyrir þá sök að “orma- bóla slekti” mátti ei annað vera én gulls eða auffs cett, en Einar kvað ormabói og slckti; meinti hún með því auð og ætt. Einar heyrði visu Gunnars og kvað ei allfáar vísur þar á móti og er þetta þar t: Ef hyggjan nærist hrókaleg hvar er þá þín æra? og alt á færir verra veg vömtn má hjá þér læra' Henti á lofti fantur flein flettings jarðar kundur, sleipum hvopti brá um bein beit og marði í sundur. Og víst kváðust þeir meira á, þó vér vitum ei frá að segja, munu yís- [ ur þær nú flestar týndar. Það er sagt að maður nokkur hafi dróttaði sauðatöku að Einari og hót- aði að stefna honum og hóf mál það jvið kirkju. Einar gekk að honum, tók í axlir hans og kvað: Þú stefnir mér um nýtt nafn nauðugum fyrir þinn sauð. Drafni af þér sætt safn sár þig ptni ánauð I Sannaðu það eg sé hvinn sólar grams fyrir hástól! Eg banna þér annars oraut inn í bólið hinna, matinfól! Er það mælt, að sá hætti, við' að ! stefna Einari. Hjal alands-Fjónin. Viltu gera svo vel, herra ritstj., að ljá eftirfylgjandi' línum rúm í [ Lögbergi ? Mig langar til að segja R. J. Ðávíðsson, að eg er ekki minstu vit- und rög við að setja gráa kollinn á j mér í veð, þó að eg sæi söguna um i Hjallalaftds-hjónin eftir hana í Lög- jbergi, því mér dettur ekki í hug að | trúa sögunni. Eg er nú orðin svo | gömul, sem á grönum má sjá og | hefi því haft tíma til að læra að ! taka eftir því á lífsleiðinni, að flestar óhróðprsögur. sem eg hefi heyrt u mnáungann, hafa vtð lítil og oft við engin rök að styðjast, og j svo hygg eg sé með þessa. Þær koma oft á gang af rangri eftirtekt misskilningi og falla fljótlega niður aftur, ef enginn finnur hvöt hjá sér ti! að halda þeim á lofti. En aða! orsökin til að eg get ekki trú- að þessari sögu er sú, áð litlu eftir að greinin Um Þorleif kom út í Lögbergi, hafði eg tal af gamalli og greindri konu, sem hafði alist upp í nágrenni við Hjallalands- hjónin og var þeim persónulega kunnug, og gat hún ekki um þessa sögu, en var gröm yfir rangherminu um Þorleif eins og eg. Hún gaf þeim hjónum svo góðan vitnisburð sem bezt má verða og sagði, að þau hefðu haft almennings hylli. Henn- ar vitnisburður fór alveg saman við það, sem eg hafði heyrt talað um þau hjón á barnsaldri mínum, og það kom inn hjá mér barnslegri velvild til þeirra, þó eg væri þeim hvorki skyld né kttnnug, að eg "heyrði talað um hvað þau væri hjálpsöm og góð við bágstadda. Mér var kent í æsku að eg ættí að afsaka náungann og tala vel um hann og lögðu foreldrar mínir mikla áherzlu á þá kenning; og þó eg hafi ekki fylgt þeirri reglu sem skyldi, finn eg það særa tilfinningar mínar, þegar eg heyri óhróðurssögur um heiðvirt fólk, ekki sízt þegar það er dáið og getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þetta alt til samans gerði mig örugga í því að andntæla nefndrt grein; en að eg hafi gert það ó- þarflega freklega. kannast eg við. Kemst þó hægra fari, segir mál- tækið. Eg held, að við R. J. Davíðs- son séum dálítið Hkar í því, að við látum stundum tilfinningarnar fara með okkur í gönur, svo að öfgum gangi næst. Eg lærði nýlega þetta stef, og set eg það hér, ekki vegna þess að mér þyki það svo vel ort að vert sé að halda því á lofti, heldur afl þvi að mér finst það eiga vel við framan- ritað efni. Það er svona: Lasti um aðra á lofti að halda. EDDY’S ELDSPÍTUR ERU ÁREIÐANLEGAR ÞEGAR kveikt er á Eddy’s eldspýtum þá kviknar altaf fljótt og vel á þeim og brenna með stöðugum, jöfnum loga. ÞŒR frábæru eldspýtur eru gerðar úr ágætu efni tilbúnar í beztu vélum undir eftirliti æfðra manna. EDDY’S eldspýtur eru alla tiö með þeirri tölu, sem til cr tekin og eru seldar af,“beztu kaupmönnum alstaöar. THE E. B. EDDY COMPANY, Limited HUII, CANADA. Búa líka til fötur, bala o. fl. QANADIAN ^ORTHERN RAILWAY Toronto Exhibition Agrust 24. til September 1912 $41.00 frá Winnipeg og til baka með járnbrautum um Chicago, $7.80 meir ef farið erum vötnin. Matur og svefnrúm innifalið. Far- bréf til sölu 22.—28. Ágúst. GILDA í EINN MÁNUÐ Tiltölulega lágt far frá öðrum stöðum, Fáið nákvæmar upplýsingar frá nsesta Can. Northern Agent eða skrifið R. CREELMAN, General Passenger Agent, Winnipeg ■ ■ B Jón Jónsson á Framnesi í Framnes-bygð í Nýja Islandí. Fæddur 28. Febr. 1849. Dáinn 10. Febr. 1910. Hlóð hinn hugsterki Hversdags háttprýði 1 hróður dagsverki; hugðnæmust lýði,— fl dróg ei dulserki í starfi’ eða stríði drengskaparmerki. er stuggaði ei kvíði: — Mörgum í minni bjó heilla haginn mun hans heimkynni; við heimilisbraginn. gestum glaðsinni Signdi svo daginn glætt var þar inni. sól að kveldlagi. Lét til sín taka Hans lífsferð er liðin ■ traust hins ráðspaka, í lofsælum friði ■ elju árvaka af sjónarheims-sviði, ' atorku staka. að sólfögru miði. Búmannsins mæti, En minning að meiði mannsins ágæti, — frá manndómsins skeiði ókneft örlæti laufkrans á leiði átti þar sæti. limfagran breiðir. M. S. ■ 9 lundar er galli, Rósa mín! en muna-spjaldinu hreinu að halda , í heimsins glaumi, dygð er fín, og náungann elska eins og ber, af hvaða þjóðflokk, sem hann er. Og svo er úttalað um þetta mál _á mína hlið; eg vil segja með ,Guó- mundi Ketilssvni: Hæfir mér nú fátt um flest; framtök eru að dvína; lifi hver, sem líkar bezt; leið eins fer eg mína. Hann kvað þetta á gamalsaldri. Gamla Dakota-konan. Athugaáemd sú, er stendur í Lögbergi 25. Júlí eftir R. J. Davíðs- son, er vist gerð meira af vilja en rnætti, því þar er einungis hálf- sagður sannleikurinn. Að vísu var þeim Hjallalandshjónum, Þorleifi og Helgu, eitt sinn kendur sauðaþjófn- aður, en saklausum þó. Marteinn sá ,sem hún getur um, var þjófur- inn, en bar sök á Þorleif; eti er Helga orti við hann versið, sem er nú ekki heklur alveg rétt hjá R. J. D., snerist honutn hugur og með- gekk sekt sína, svo þau voru sýkn- uð. Að 'þetta sé satt, tek eg fulla ábyrgS á. Margrét Elíasson. Bréf frá Leslie. Herra ritstjóri I Kæra þökk fyrir Lögberg og all- an frágang þess. Eg hlakka til í hverri viku aS fá þaS. Þar sést ekki níeiSandi grein til nokkurs manns, heldur fræSandi mál og skemtilegt. — Frétta HtJIl verður þessi , miði, einkanlega af því, að hér er hæði fáförult og varla farandi húsa miili fyrir bleytu eftir þriggja vikna regn, sem gengið hefir und- anfarandi. Þann 28. Júlt birti upp og síSan hefa veriS bjartir dagar. Ökrum fer heldur seint fram. Horf- ur á gróSri munu vera tæplegá í meSalIagi. þvi flestir munu hafa sáS frosnu útsæði, sem eðlilegt er því frostiS skemdi í fyrra haust ná- lega fyrir öllum í þessari bygð. — Tíðarfar er yfirleitt heldur óstöð- ugt. — Eg sendi þér hér með borg- un fyrir blaðið, 4 dollara,. og bið þig fyrirgefa, hvað það hefir dreg- ist. Líka bið eg þig velvirðingar á klórinu. Með vinsemd, G. G. Nordal. Dominion Hotel 523 MainSt. Winnipeg; Björn B. Halldórsson, eigandi P. S. Anderson, veitingam. Bifreið fyrir gesti Sími Main I I3I. - Dagafæði $l.25 Allir Islendingar M —ungir og gamlir, en þó helzt og sérstaklega þeir ungu, vaknið til meðvit- undar um þjóðerni yðar, sýnið að þér eruð meir en nafnið— íslendingar. Hjálpið oss til að gefa út, ekki einungis stærsta blað í Vesturheimi.held- ur viljum vér um leið hafa það bezta og skemti- legasta íslenzkt fréttablað í Vesturheimi. Takið saman höndum a 11 i r góðir íslendingar, skrifið ■ yður fyrir ŒÖgbergi því með því móti gefum vér yður bezta blaðið,—að sem allra flestir geri sér að skyldu að kaupa LÖGBERG. Nýjir kaupendur fá góðar íslenzkar sögubækur ókeypis með fyrsta ár- gangi. Skrifið eftir frekari upplýs- ingum til— COLUMBIA PRESS, Ltd. P. O. Box 3084, - Winnipeg, Man. “Mér batnar Diarrhoea af einn inntöku af Chamberlain’s Colic, Cho lera and Diarrhoea meöali.” Sv< skrifar M. E. Gebhardt, Oriole, Pa Ekkert betra fæst. Selt alstaðar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.