Lögberg - 20.03.1913, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.03.1913, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. MARZ 1913 LÖGBERG GefiO át hvero fimtudag af Thb COLUMBIA PRISS LlMITKD C-orner Wílliam Ave. & SnerbrooWe Street WlNNIRBO, — MANITOTA. STEFAN BJÖRNSSON. EDITOR J. A. BLÖNDAL, business manager UTANÁSKRIFTTILBLAÐSINS: The Columbia P ress.Ltd. P. O. Box 3084, Winnipeg, Man. OTANÍSKRIFT RITSTJÓRANS'. EDITOR LÖGBERG, P. O. Box 3084, Winnipeg, Manitoba. TALSÍMI: GARRY 2156 .Verð blaðsina $2.00 um árið. m Ofbeldið í Ottawa. Þau eftirminnilegu t'röindi gerö- ust í Ottawa þinginu, rétt fyrir síöustu helgi, í deilu þingmanna um herskattinn, a5 forseti geröi tilraun til aö hefta málfrelsi liber- ölu þingmannanna, og loka um- ræöum með ofbeldisfullu vald- boöi sínu, þvert ofan í gildandi þingsköp. þessu ósvífna gerræði neituðu liberalar aö hlíta, og lá við aö alt kæmist í bál og brand, unz Borden tók til sinna ráða, og slakaði til. Herra Borden sá aö þvílík frekja dugöi ekki, og þingsköp þessa lands gátu engan veginn heimilað forseta þaö valdboö til heftingar á málfrelsi þingmann- anna, sem bann geröist svo djarf- 11 r aö grípa til á laugardaginn var. Ef til þess kemur að umræðum veröi lokað á þjóðþingi þessa lands, þá ber að gera þaö á lög- legan hátt. I>að ber að gera þann veg, að breyta svo þeim þingsköp- um, sem nú eru i gildi, að leyfi- legt sé að skera niður umræður undir vissum kringumstæðum; en samkvæmt þeim sem nú eru er ekki hægt að loka umræðum, ef þingmenn vilja halda áfram mál- þófi og rjúfa þó ekki þingreglur á neinn annan hátt. Hitt er mesta fásinna og ósvifni dæmafá, að meiri hluti þings megi gera hvað sem honum sýnist, af því að hann er meiri hluti. öll- um ofbeldisfullum tilraunum í þá átt veröur tekið svo sem maklegt er af hálfu liberala; það er jafn- vel mikil hætta á því, ef lög verða brotin á þeitn, að þeir taki þá harðfengilega á móti, því að ó- vandari er eftirleikurinn. Vræri betur að til slíks kæmi ekki, hér á þingi lands vors, aö í handalög- mál færi eöa gripið væri til ann- ara slíkra óyndisúrræöa; þaö yröi viröingarspjöll bæði lýö og landi. Það hefir nú heyrst, að Borden hafi í huga að láta breyta þing- sköpunum þannig að löglega megi skera niður umræður. Slík ráð- stöfun væri bæði nauðsvnleg og réttmæt, ef hún væri gerð á hent- ugtim tíma. Hana bæri að gera eftir því, sem semdist milli beggja þingflokkanna við skynsamlega í- hugun málsins; en það er óverj- andi þursaskapur aö slengja slíkri ákvöröun á nú, er báðir þingflokk- ar eru varmir og vígmóðir af bar- áttu um eitthvert viðurhlutamesta og stórfenglegasta landsmál,- sem verið hefir á dagskrá hjá þjóð þessari um fjöldamörg ár. Þá stæði Borden nær að fara aðra leið í þessu máli, þá leiðina, er hann hefir rutt sjálfur, og fór seinast áriö 1911. Þá leið ætti hann að vera jafnfús að fara nú tveim árum seinna. Þegar minni hluti á þingi heimt- ar að efnt sé til kosninga um það landsmál, er svo er vaxið' að alþjóð vartyr mjög miklu, og minni hlut- inn er svo fastráðinn í að fá slíkri kröfu framgengt, að hann hamlar þingstörfum með stöðugum ræðu- höldum um slíkt mál, þá sýnist það citt um að gera, að bera málið undir atkvæði þj'óðájrinnar t al- mennum kosningum og Iáta hana skera úr. THE DOMINION BANK Slr EUUUND B. OSI.F.K, M. P„ Pres W. D. MATTHEWS ,Vlce-Pres. C. A. BOGEKT, General Manager. Höfuðstóll borsuðui'. . . $5,000,000 Varasjóður Allar eigulr . $78,000,000 Hentugt á ferðalagl. FerSamönnum fengln skírteini og ávisanir frá Dominlon bankanum, sem eru góð elns og gull hvar sem er. pær segja til eigandans og Þelm má víxla hvar I heimi sem banki finst. NOTRE DAME BKANtll: Mr. C. M. DENISON, Manager. NKI.KIKK BKANt'll: J. GKl.SDALK, Managcr. Þannig leit herra Borden á þegar hann og hans flokkur hefti þingstörf með málþófi um yið- skiftafrumvarpið 1911, og Sir Wilfrid Laurier, sem þá var stjórnarformaður félst á þá kröfu. án þess að henni væri þó fylgt jafnfast fram eða umræöur yrðu eins langar og þær hafa nú orðið að þessu sinni, þar sem lagðár hafa verið saman nætur og dagar til umræðu um þetta mál eitt, svo vikum skiftir. Margir hyggnir menn og athug- ulir telja hervarnarmálið, sem nú er um að ræða, mikilvægasta mál, sem nokkru sinni hafi verið á dag- skrá hjá þjóð þessa lands, og fyr- ir þá sök eru þess engar vonir, að meiri hluta þings megi haldast það uppi, að hefta umræður um málið meS ofbeldisfullu valdboði, en stjórnarformaðurinn herra Borden ætti að hafa þrek til að hafa þá meðferðina nú, sem hann hefir áð- ur talið þá einu réttu, er líkt hefir á staðið, að leggja málið undir úr- skurð þjóðarinnar við allsherjar kosningar. David Livingstone. 1813—19 Marz — 1913. Hvarvetna i enskumælandi lönd- um er þessa dagana minst þessa skozka skörungs og mannvinar, með því að nú eru liðin 100 ár, síðan hann fæddist af fátæku for- eldri i þorpi nokkru á Skotlandi. Hann var settur til vinnu i verk- smiðju nokkurri, þegar hann var tíu ára gamall, og þar vann hann fyrir láti kaupi í 14 ár. Öll þau ár gekk hann i kvöldskóla og aflaði sér syo mikillar þekkingar, bæði í tungumálum og náttúrufræði, og mörgum öðritm fræðum, að dæma- laust þótti. Loks tók hann að leggja stund á lækningar og aflaði sér svo mikillar Jjekkingar i þeirri grein, að hann náði prófi í henni við háskóla i Glasgow. Eftir það gekk hann í þjónustu trúboðunar félags á Englandi, og ætlaðist til að hann yrði sendur til Kína, en í þess stað var hann sendurt til Suður-Afríku, og í Afríku starf- aði hann alla æfi sína uppfrá þvi. og þar dó hann, virtur af öllum og elskaður af hverjum, sem liann hafði haft kynni og viö.skifti við. Að trúboðinu starfaði hann um mörg ár, tsetti aðalstöðvar sínar miklu norðar, en nokkur hafði áður gert, í alheiönu landi, og tók til að kenna kristna trú með svo miklu lagi og kappi, að honum varð mikið ágengt. Áður en langt um leið tók hann aö kanna lönd, þarsem enginn hvítur maður Ixafði áður komið, og hafði á stimum þeim ferðum konu sina með sér og börn sín. Hann kannaði Afríku hafanna á milli, frá Atlantshafi til Indlands hafs, fór með fram endi- löngu Zambesi fljóti um mörg og fjölbygð lönd, er ekki voru áður kunn, læknaði fólkið og kendi trú, kortlagði löndin, safnaði náttúru gripum og þóttu öllum hans at- hafnir merkilegar og hanti orka furðulega miklu. Honum var tekið með mikilli viðhöfn, þegar hann kom heim til Englands aft- ur- gekk hann þá i þjónustu Englands stjórnar og hélt von bráðar aftur á stað á ókunnar slóðir. A þeirri ferð varð hann margt ílt að þola, hungur og sótt- ir þungar og fjandskap af hendi sumra villiþjóða, er stálu farangri hans og tálmuðu ferð hans með ýmsu móti, en það var reyndar or- sökin, að hann geröi jafnan hvað hann gat, að aftra þrælaverzlun Araba og annara, er rændu villi- mönnum og seldu í þrældóm og voru þeir óvinir hans fullkomnir. Svo fór að lokum, að ekki spurð- ist til hans um nokkur ár, og var þá sendur ungur maður að leita hans, gerður út af eiganda blaðs- ins New York Herald, var það H. M. Stanley, er seinna varð frægur af ferðum sintim. Hann fann Livingstone, en ekki vildi hann hverfa aftur til Englands, fyr en hann, hafði lokið verki sínu, en það var meðal annars, að finna upptök Nílarfliótsins og stórvötn- in í miðri Afríku austan til. Var bá heilsa hans farín að bila. en kjarkurinn var hinn sami og fyr og traustið á guði bjargfast. Eft- ir miklar" þrautir og harðrétti var það einn morgun, er þjónn hans kom í tjald hans, að hann lá á hnjánum fyrir framan rúm sitt með útrétta handleggi og var þá örendur. Hann hafði dáið á bæn. Hjarta hans var grafið í höfuð- þorpi þessarar þjóðar, sem hann hafði þá verið að kenna, en lík hans var flutt til Englands og lagt í Westminster Abbey. í því landi, þarsem hann dó, eru nú 500 skólar og 30,000 börnum kend kristni á ári hverju, en þræla- verzlun með öllu af numin. Slík- ur árangur er orðinn af starfi hans, og þvi er minningu hans á loft haldið, að hann þykir fögur fyrirmynd sjálfsafneitunar, þolin- mæði og þreklundar og áhuga fyrir þvi, að vinna að útbreiðslu kristn- innar. Hann þykir hvorttveggja verið hafa, mikill maður og góður. Skammsýni. Svo tíðinda vænleg hafa þau þótt ummæli stjórnarformanns vors, Sir Rodmonds Roblins, á Skandinava-fundinum i Good- templara húsinu á Sargent nýskeð, að víðlesnustu blöð og tímarit þessa lands, svo sem Colliers, gera þau að umtalsefni í ritstjórnar- dálkum sínum. Colliers gerir drjúgunt gys að stjórnmálagambri Roblins vors, og þeim barnalegu staðhæfingum hans, að alt, sem til þjóðþrifa miðaöi í stjómarfari þessa lands, sé afturhaldsmönnum að þakka. Ummæli hlaðsins eru á þessa leið: “Sir Rodinond Roblin stjórnar- formaður i Manitoba er einhver sá barnalega skammsýnasti stjóm- málamaður, sem nú er uppi i Canada. Nýskeð brá liann sér inn á fund til íslendinga og annarai Skandinava i Winnipeg og fór að | spjalla við þá um stjórnmál. Hannj drap á ýms atriði í sögu Canada, | og hvar sem hann rakst á lög, sem höfðu borið góðan ávöxt,1 benti liann á þau og sagði: “Þétta j gerðu conservativar fyrir þjóðina’’. | Alt gott kom frá conservativum. En þó er það einkennilegast af öllu. að Sir Rodmond trújr því sjálfur að þetta sé satt. Vér höfum oft heyrt liberala flytja eitthvað keiinlíkar ræður á kotkarla-fundum, en öllum, sem á hlýddu, var það ljóst, að ræðu- menn meintu ekki nokkurt orð af því sent þeir sögðu, í þá átt, og drógu áheyrendur þá frá, því sem öfgunum svaraði. öðru máli er að gegna um útlendingana, sem hér af láta blekkjast.” Enginn vegs-auki er oss útlend- ingum að þessum ummælum. Vér; erum settir skör lægra en kotkarl- arnir, sem blaðið minnist á. Þ,að gerir ekki ráð fyrir að vér, vegna þess, að vér erum útlendingar, ktinnum að draga frá, því sem öfgunum nemur. Sem betur fer skjátlast blaðinu þar; svo attðtrúa er landinn að; minsta kosti ekki, að hann hafi 1 haldið það alt heilagan sannleika, sem stjórnarformaður vor sagði á fyrnefndum ftindi um stjórnmála afrek afturhaldsmanna, né að þeir séu hinir pólitísku gjafarar allra góðra hluta hér í landi. Það er of mikil skammsýni að ímynda sér slíkt. Hrotur. Allir vita hvað hrotur eru, þetta einkennilega og óhugðnæma snörl sumra sofandi manna. íslending- um hefir ekki hvað sízt þótt hrotur Ijótar og leiðinlegar, því að þeir hafa myndað sér orð!æki ein- mitt um þenna ósið siðaðra þióða. Orðtækið sem hrotur eru einkend- ar með er: “að skera hrúta”, og er einkunnin miðlungi vegleg, en er þó enganveginn óheppileg. Enskur ferðamað’ur nokkur sem íarið hefir viða uin Afríku, get- ur þess í ferðasögu sinni, að villi- menn í þeirri heimsál Pu heyris| aldrei hrjóta. Kemur það sér vel fyrir þá, því að oft þurfa þeir að leggja sig fvrir úti á viðavangi og mundu miklu auðveldlegar verða að bráð óvinurn sinum, bæði öðrum mönn- um og rándýrum, ef þeir hrytu hátt í svefni eins og titt er tim þær þjóðir er hinn mentaða heim byggja. Orsök hrotanna er einkum sú aö menn sofa með munninn opinn, en náttúran ætlast til, ef alt er í lagi að ntenn andi gegnum nefið, og er nasaholið hært innan til þess að hreinsa loftið, er það fer þá leiðina niður í lungun. En nújer þvi svo liáttað að andrúmsloft í svefnherbergjunt manna, ekki hvað sízt meðal mentuðu þjóðanna, er bæði heitara og óhreinna en skyldi, en það getur valdið þrota i slím- húð nefs og barka, svo að andar- dráttur verði erfiðari og menn venjast á að anda gegnuni munn- inn í stað þess að anda um nefið eins og vera ætti. Ýmsir sjúkdóm- ar aðrir eru og orsök þess að fólk dregur andann gegnum munninn. Yfir höfuð er það annars mjög óholt að sofa I heitum herbergjum. ífraust fólk ætti aldrei að' sofa íj hituðu herbergi, og svefnherbergi ætti eiginlega aldrei að hita nema helzt itnt morgna og þá að eins er allra kaldast er. öðru máli er að gegna um svefnherbergi ungljarna. Þar j>arf að vera notalegt meðan jtatt eru afklædd og þvegin, en það er óholt þeim eins og öðrunt að sofa í heitum herbergjunt. Þ.eir sem venja sig á að sofá í heitum herljergjum verða kvefsæknir dattfir og liöfuðlþyngsli Isækja á jjá, og svefninn hressir J)á ekki neitt til lika við það, sem ef sofið væri i köldtt herbergi. Þessvegna ættit sent fiestir að venja sig á að ltafa sem bezt og hreinast loft í svefnherltergi síntt og helzt að sofa við opinn glugga árið um kring. Er liægast að byrja jjað i góðviðrintt á sumrin. Sú tilbreytni dregttr úr hrotum, og er vænleg til viðhalds heilbrigði. Saknaðar orð. Svo undum jafnan saman við, I sem blóm, er sólu mót sjúga tvö eina rót■ — G. B. Flestum gömlunt mönnum c: Jjeim, sent komjtir eru á elli árin, mun svo farið, að þeir hafa meiri ánægju af þvi, að láta hugann dvelja í liðna tímanum. heldur en nútímanum eða ókomna tímanum, {). e. a. s. endurminningar löngu liðinna æfistunda og atburða er þá gerðust, eru Jteim hugðnæmari en það, er nú skeður dags daglega. Og flestir tnenn — líklegast allir — eiga sjálfsagt einhverjar bjart- ar og blíðar, hugljúfar og helgar endurminningar, sent hugurinn getur dvalið við i fullti næði með innilegri velþóknun. Og þá ekki sízt endurminningar frá ástúðlegu og farsælu hjónabandi, sem án alls efa, er þa^ð hamingjudrjúgasta hlutskifti, hér í heimi, er mönnun- um getur hlotnast. Þaðan hafa skáldin á öllunt öldum tekið yrkls- efni og samið dýrðleg og fdgur Ijóð eða meistaralegar lýsingar í óbundnu máli; geta það heldur engir, svo vel sé, nema góðskáld. Þegar hjón, sent lifað hafa sam- an í sælu hjónabandi um fleiri tugi ára og ávalt verið hjartanlega sátt og santlynd, hljóta að skilja í ellinni. sökum þess, að engill dauð- ans ber að dyrum; hann snertir við hjarta annarshvors hinna ald- urhnignu hjóna svo það hættir að slá, og dagsverkinu þá lokið. Hinu, sem eftir er skilið einmana, verður þá óviðjafnanleg hugfró og harma- léttir að minnast hinna mörgu un- aðarstunda er þau lifðtt saman. Minnast þess, hve ljúft þeim var að uppfylla skyldurnar hvort við annað. Minnast þess, hve létt þeim veitti, með sameinuðum kröftum, að vinna bug á andstæð- unum, er fyrir komu og báru sigur úr býtum. Minnast æskuára barnanna, er þau eignuðust og leituðust við að ala uop í guðsótta og góðu siðferði. Minnast meðlet- isstundanna með innilegu þakklæti við gjafarann allra góðra hluta. Minnast mæðustundanna með auð- mjúkri undirgefni undir Guðs N0RTHERN CR0WN BANK ADALSKRIFSTOFA í WmNIPBG Höfuðstóll (löggiltur) Htifuðstóll (greiddur) $6,000,000 $2,706,519 Formaöur Vara-for.maöur Jas, H. Ashdown Hon.Ð.C- Camoron STJÓRNENDUR: Sir D. H. McMillan, K. C. M. G. ----- Capt. Wm. Robinson H. T. Champion Frederick Nation W, C. Leistikow Sir R. P, KoMin, K.C.M.G, Allskonar bankastðrf afgreidd.—Vér byrjum reikninga við einstaklinga eða félög og sanngjarnir skilmálar veittir.—Avlsanir seldar til hvaða staðaar sem er á fslandi. — Sérstakur gaHmur gefinn sparisjóðs innlögum, sem hægt er að byrja með einum dollar. Reutur lagðar við á hverjum 6 mánuðum, T. E. THORSTEINSON, Ráðsmaður. , Cor. Willim Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man. vilja. Slíkar endurntinningar eru himinborin huggun í hrygðinni og mjúklega græðandi smyrsl við sársaukanum. Endurminningar, svipaðar þessu, ltafa iðulega hvarflað í huga minn og orðið mér kærar og hjartfólgn- ar, síðan hún, sem í blóma aldurs sins gaf mér hjarta sitt og hönd, lagðist i hvílurúmið hinsta, sem oss öllum er fyrirbúið — gröfina. Laugardaginn 14. Desember seinast liðinn var hún kölluð burt frá þessu jarðneska lifi. Hún hét Kristjana Soffía; fædd 12. Janúar 1838. Foreldrar hennar voru Stefán Vigfússon og Guðrún Gísladóttir, bæði kontin af göml- um og góðunt bændaættum í Eyja- firði. Þau hjón bjuggu mörg ár á Barði i nánd við Akureyri — fátæk. Kristjana Soffía var yngsta barn þeirra hjóna og eptir- læti pabba síns. Við Kristjana kyntumst á Eski- firði. Hún var vinnukona hjá ]>eim hjónunt Carl D. Tulinius kaupntanni og frú nans Guðrúnu Þórarinsdóttur, en eg var verzlun- arjijónn hjá (Tulinius. Par vorum við tvö ár samvistum. Þá flutt- umst við til Vopnafjarðar og gift- um okkur þar 20. Nóvember 1868. Fyrstti fjögtir árin áttum við liús og heimili i kaupstaðittim. Svo fórum við að búa út i sveit- inni og 'bjuggum J)ar 17 ár. Sein- ustu þrjú árin þau var eg bama- kennari. Til Anteriku fórum við 1892. Bjuggum 7 ár í náml viö Akra pósthús i N. D. Svo fluttum við búferlunt til Manitoba í Canada og bjuggum þar 8 ár. Vorið 1907 fhittum við vestur í Vatnabygðina í Saskatchewan fylki til Þórðar sonar okkar og ltöfum dvalið síð- an hjá honum og konu hans Sig- tirrós Tómasdóttir, nenta seinasta misserið sem hún lifði, var hún hjá dóttur okkar Rannveigu Stefan- íu og manni hennar Jónasi Tóm- assyni og ])ar andaðist hún. Brjóstveiki — ekki tæring — þjáði hana allmörg seinustu árin. Heilsu og kröftum fór síhnign- andi, þar til loksins lífið sloknaði eins og ljós, sem blaktir á skari. Okkur hjónunt varð sex barna auðið; eitt ]>eirra dó stuttu eftir fæðinguna. Hin eru hér vestan- hafs; öll gift og eiga með sig sjálf. Kristjana sál. var merk konu; vel metin og vinsæl af öllum, sem henni kyntust. Aðaleinkenni lundarfars hennar var trygð og jafnlyndi. Minningu hennar geymum við, eg og börnin okkar i blessun og heiðri. Þann 19. s. m. var hún jörðuð. Þakka eg hérnteð hjartanlega öll- un> þeim, er aðstoð veittu við út- förina, og yfir höfuð öllum, er heiðruðu útför hinnar framliðnu ineð nærveru sinni. Presturinn séra H. Sigmar flutti ræðu (hús- kveðjuj áður en líkið var flutt til grafar og aftur við gröfina stutt erindi en gott; voru ])að' hjartnæm og huggunarrík orð, sem hann tal- aði. Góður Guð leggi blessun sína yfir öll prests-störf hans, í þjón- ustu kirkjunnar og andlegar þarf- ir safnaðanna. Ami Sigurðsson. Ur heimahögum. Svo að segja vikulega flytja blöðin, ensk og islenzk, frásagnir af uj)pþotum og gerræöa tilraun- uni nteða! kvenfrelsis-sjálfboðaliðs á Englandi. Sumir alj)ýðtimenn, sent lesa um J)essa viðburði, og sem ekki eru málinu að öðru Ieyti kunnir, held- ur en því, sem þeir sjá í gegnum Jæssi fréttablöð, finnast ]>essar til- tektir ntjög svipaðar “níhilismus og anarkismus”. En svo koma fram aðrar raddir, sem leggja alt aðra skoðun í þetta mál; þær raddir segja: “Þetta eru aðeins umbrota kippir hjá hinum sak- laiisu bandingjum, til að brjóta af sér fjötra þá, sent ranglátir karl- menn hafa lagt á þá og haldið þeim þannig frá ómuna tíð”. ÍJt af Jæssu rísa stundum kapp- ræður og jafnvel orðadeilur í heimahúsum og á málfundum. Formælendur þessara sjálfboða frelsis-frömuða, segja: “Það er ekki nema eðlilegt þó að svona fari, margra ára bænír hafa verið virtar að vettugí, er þá aðeins um tvo vegi að kjósa; annan að beita áflogum og ofbeldi, hinn að gefast UPP °S þ°la rangindin, sent varn- arlaus hluti m^nnfélagsins”. Vér alþýðufólk, sem búum hér í vesturhluta Canada, höfum ekki nóga þekkingu og því síður ,dóm- greind, til að dæma rétt um þetta stóra vandamál, sem nú er efst á baugi ineð Englendingum. Mjög sennilegt tinst mér, að hinir fremstu stjórnmálamenn á Englandi, hafi einhverjar sann- gjamar varnir fram að bera máli sínu til styrktar, t. d. þar sem um jafn margar miljónir manna er að ræða, að þeim J)yki varhuga vert að gefa öllum konurn, sem komnar eru til lögaldtirs, frían aðgang að löggjafar þingum landsins. Þeim dylst það ekki, að- hollara væri fyrir þjóðina að atkvæðisréttur karlmanna væri rneira takmarkað- ur, heldur en er. Ekki ætla eg að ræða meir um mál þetta yfir á Englandi, heldtir snúa mér að heimahögum. Þegar kvenfrelsismálið kemur til umræðu í heimahögtim kveður ætið við sá tónn hjá kvenþjóðinni og formælendum þeirra, að karl- mennirnir séu svo afbrýðissamir að þeir geti ekki þolað að kven- þjóðin standi þeim jafnfætis að öllum völdum og virðingu. Það er eftir því afbrýðissemi eða misunnan af lakari tegund, sem þar stendur á bak við á öllum sviðum mannfélagsins og sem kem- ur fram í viðskiftum milli karla og kvenna. Sagan sýnir, að karlmaðurinn í frumlífis-ástandi sínu, hafi skoðaö það skyldu sína að hafa öll umráð yfir konunni, ekki aðeins sem valdboði, heldur líka sem vernd- ari. Þetta virðist eðlislögmál, sem sver sig í skyldleika til dýranna. Eftir því sem maðurinn þrosk- aðist meir upp frá dýrinu, eftir því fann hann betur að konan var líka maðut' og hafði því líka rétt til að hafa fullt persónulegt frelsi- En svo kemur til með skifting á störfmn, til viðhalds mannlífinu ; mannlífið er óslitin framrás kyn- kvísla og altaf er óþrjótandi verk- efni. Allir þurfa aíf vinna ef vel á að fara. Þarna sýnist að hin pólitiska sigling hafi strandað á skeri hjá þjóðunum á ýmsum tímum, nfl. að finna hinn sanngjarna mælikvarða við skiftingu á verkutn milli karla og kvenna. Flestir munu viðurkenna að Rómverjar, Grikkir, Egyptar, Persar og fleiri hinar stóru þjóðir, hafi verið þroskaðar upp yfir frumlifis-ástandi mannkynsins* t. d, á dögum Agústusar keisara. Ekki getur maður séð af sögunni, að konur í Rómaborg hafi tekið ]>átt í opinberum málum, öðruvísi, en i leikjum og sýningum undir stjórn karlmanna. A þeim tímum virtist sein að’ Gyðingar, þó smá þjóð væri, hafi skoðað sig sem menningar þjóð — þjóðin sem hafði guðlega leiðsögn — J)ó virð- ist, sem konur hafi haft þar eins takmarkaðan verkahring, eins og hjá stórþjóðunum t. d. Páll post- uli segir: “að kontir eigi ekki að fjytja kenningar eða hafa for- sögn í söfnuðum”; þetta sýnir, að enn hefir eimt eftir af hinu upp- runalega eðlislögmáli. A miðöldunum þegar trúar- bragðadeilur voru sem harðastar og trúarjátningarþing voru oft

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.