Lögberg - 10.04.1913, Side 3

Lögberg - 10.04.1913, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. APEÍL 1910 ö auBvitað skrifaö ýtariega um ‘‘leik- endurna”. Sá dómur heföi kann- ske oröið rétt svona dálitla vitund skynsamlegri, en bullið úr þeim Hagyrðingafélags busunum, Hjálm- ari Gíslasyni og dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, sem urðu svo hörmulega hrifnir af skáldsnild höfundarins, meðferð hans á efni leiksins og eigi síður hvernig flest- ir eða allir léku. Án þess að taka til greina það, sem "Lögberg” sagði, sem náttúrlega var ekkert nema vitleysa fyrst það fór ekki i neina söguherferð með nafna mínum. Skáldskapur og saga. Út af þessu sögusnatti nafna míns, væri ekki úr vegi að benda lesendum á, hverskonar söguheim- ild þaö er, sem Kr. Á. B. byggir á aðfinslu sina. Það er úr “ÍJti- legumanna sögu”, (“i\rval af þjóð- sögum og æfintýrum”J Safnað af Jóni Arnasyni og prentað 1902 í Reykjavík. Þessar sögur bera á sér inn mesta þjóðsagna blæ, sem eðlilegt er. Sumar þeirra eru al- gerlega þjóðsögur, fullar með hjátrúarrugli og öfgum. Fólk ferðast þar í svefni, gengur út um heila veggi, sér fyrir óorðna hluti, sér í gegn um holt og hæðir, hest- ar og hundar eru forvitar og and- ar spila þar stóra rullu, eins og hjá öndungum vorra tima. Munur á sögu og þjóðsögu er næsta mikill. Saga er frásögn um sannan við- burð, rituð af sjónarvottum eða eftir áreiðanlegri heimild. En Þjóðsaga er frásögn, bygð á munn- mælum og blandað saman við söguatriði öfgum og hjátrú þess tíma tíðaranda. Þjóðsögur hafa því það aðalgildi að sýna sálar- ástand þjóða, en miður það að gefa sanna hugmynd um sögulega við- burði. Stundum er aðal þáttur þjóðsagna sannur, en umbúðirnar skáldskapur, en stundum eru þjóð- sögurnar líka tónmr heilaspuni og ávöxtur hjátrúar og fáfræði. Hvað snertir sögu “Fjalla-Eyvinds”, þá ber hún það merki að vera að að- alefninu sönn. Það er að segja hvað persónur sögunnar snertir. En aftur eru frásagnirnar um þessar persónur svo fullar af mis- sögnum og mótsögnum, að i heild sinni hlaut hún að eiga sæti með þjóðsögnum, og einmitt þar potar Jón Arnason henni; þó Kr. Á. B. vilji setja hana á bekk með áreið- anlegum sögum og gera hana aðj þætti úr mannkynssögunni. Það má benda lesandanum á nokkur atriði, sem sýna ljóslega hve ó- skaplegt það er, að skoða sögu “Fjalla-Eyvindar”, sem nokkra áreiðanlega söguheimild. Strax í byrjun segir svoy “Ógjörla vita menn hvar Eyvindur var fæddur, en líklegt er----” o. s. frv. Næst segir svo: "Þegar Eyvindur fór frá Traðarkoti, segja það bæði Arnesingar og Vestfirðingar að hann hafi farið vestur á Vestfirði og komist þar að búhokri með ekkju þeirri sem Halla hét, og börnum hennar, og búið þar, sum- ir segja, á einbýlisjörð til fjalla, en aðrir á Hrafnsfjarðareyri, í Jökul- fjörðum og Grunnavíkursókn, cg átt allgott bú, og segja þá sutnir að séra Snorri Björnsson, hafi gefið þau Eyvind og Höllu saman, þegar hann var prestur á Stað í Aðalvik (1741—57J.” Enn annar kafli hljóðar svo: “Ekki er auðið að sjá, hversu lengi þau Eyvindur liafi búið búi sínu á Vestfjörðum, áður en þau struku i óbygðir, né heldur fyrir hverjar sakir þau struku, því sinn segir hvað um það — ------”. Og ennfremur: “Það er ekki líklegt, þó sumir segi svo frá, að þau Eyvindur hafi látið fyrirberast á Hveravöllum — -----Hitt er trúlegra--------—”. Og enn þetta: “Eitt af því sem jlestum sögum fer um í sögu Ey- vindar, er það, hvort hann hafi náðst, eða þá hvað oft, af bygðar- mönnum. Sumir segja að bann hafi aldrei náðst, og forðað sér jafnan á handahlaupum —---------. Aðrir segja að Eyvindur hafi oft náðst, en þó ætíð sloppið aftur.” Og að siðustu þetta: “Almenn sögn er það, að þau Eyvindur hafi verið um 20 vetur -í útlegð, og orðið þá friðhelg aftur, og segja Grunnvikingar að þau hafi komist aftur að sömu jörðinni fHrafns- fjarðareyrij sem þau struku frá á Vestfjörðum, og ]>ar hafi þau dá- ið, og séu grafin í Mýri einni ná- lægt bænum----------. Þó bcr cltki öllum saman um það, að Halla hafi dáið á Hrafnsfjarðareyri, því sn cr sögn um hana á Suðurlandi, að þegar hún gafst upp seinast, eða náðist, hafi hún verið orðin svo farin, aö ekki hafi þótt fært að halda henni i tugthúsinu, hafi hún þvi fengið að hafast við i koti einu upp í Mosfellssveit---- —. Nóttina eftir hvarf hún og fanst hvergi. Nokkru séinna fanst konulík upp á Henglafjöllum (Árnesingar segja upp untlir Skjaklbreið, enda hafi Halla átt heima á einhverjum bæ i Grafn- ingi eða ÞingvallasveitJ —------.” í þessum köflum hefi eg bent á óvissuna hjá söguhöfundinum, margsagnir og missagnir, er hann hefir orðið að striða við til aö ná að nafninu til söguheild. En sem hann hefir vissulega aldrei ætlað skyni bornum mönnum aö skoða sem sanna, virkilega sögu; þess vegna setti hann söguna af Ey- vindi í þjóðsagnasafn sitt, af þvi hann skoðaði hana sem ’þjóðsögu. Og það gera allir nema Kr. Á. B., og kannske einn annar til. En nú mætti í fáum oröum skoða, hvort höfundur leiksins hafi farið svo ýkja fjarri þessari “sögu”, að ástæða sé til að ganga af göflunum út af því. Eg ætla með dæmum að reyna að sýna að hann liafi fylgt þjóðsögunni i að- alatriðum, og heldur bætt en spilt. Þessi eru helztu atriðin: Evvind- <• ur og Halla taka saman, Ienda i útlegð, eiga í höggi við bygðar- menn, Arnes veröur félagi þeirra, verður ástfanginn í Höllu, leiðir hana i freistni ('seni hún stenstj; Halla er blendin í trúnni, Björn sterki ræðst á þau Eyvind, þau líða hungur og hallæri, Halla fyr- irfer barni sínu, verður úti. Ey- vindur glíminn og sprækur, ófróm- ur, kann handahlup o. s. frv. Þessi ofantöldu atriði eru öll sameigin- leg í sögunni og leiknum. Svo það er naumast sanngjarnt aö segja, að hann hafi ekki fylgt sögunni. En nú væri ekki úr vegi að at- huga hvort hann hafi spilt sögunni eða þgett hana. Hvort þjóðerni voru hefði orðið meir til sóma ef öll söguatriði hefðu haldið sér ó- breytt eða eins og skáldið fór með þau. Eyvindur sógunnar gat hvergi tollað fyrir ó- knyttum. Var svo þjófótt- ur, að hann stal osti frá förukerlingu. Var heigull, flúði undan dreng sem hafði hamar í hendi einan vopna. Var hjátrúað- ur, dreymdi draum er hann réði svo að liann mundi nást, flutti sig og varð það að tjóni. Var grímmur, drekti unglingspilti nið- ur um ís. Var ómenni, ga'fst upp varnarlaust á Sprengisandi, lét Björn sterka handsama sig við annan mann, þó Halla berðist eins og hetja. Trúar hræsnari, notaði guðshús til að strjúka úr því und- an messu. Var í vitorði með að deyða sin eigin börn, en slíkur ó- drengur að koma því óbótaverki á konuna og þóttist svo geta komið fram fyrir inn æðsta dómara. Hefði hann verið á móti slíkum barnamorðum, hefði hann lagt eitthvað á sig til aö afstýra þeim, þó það hefði átt að kosta fjör og frelsi. Þetta ei-' hinn sögulegi Ey- vindur, sem Kr. Á. vildi láta leika frammi fyrir alheimi, oss til heið- urs! En Eyvindur leiksins er liðlegur maður, íríöiy, frjálsleg- ur og sprækur, djarfur og óhrædd- ur, stelur einum sauð í neyð, flýr á fjöll og verst bygðarmönnum, deyr frjáls þó í útlegð sé, berst eins og hetja, ægir við morðum og aðeins einu sinni í sjálfsvörn styngur mann i opnum bardaga, eins og góðri íslenzkri hetju sómdi. Virðist vera einlægur trúmaöur; les lesturinn í raunum sínum og ætlar svo að taka hverju sem að höndum ber. Halla sögunnar. Svo er Halla sögunnar (og Kristjáns minsj, ljót og illmann- leg, harðlynd og ótrúrækin, — sem þá var skoðað glæpur og er enn af sumum. Var lauslát, hélt við “ótíndan ]tjóf, heldur Arnes en Abraham”. Vildi brenna bæinn er þau struku frá Hrafnsfirði. Reyndi að bíta á barkann fylgdar- mann Björns sterka, eftir að hafa komið honum undir. Fyrirfór mörgum börnum sínum, og kast- aði seinast dóttur á öðru ári nið- ur fyrir björg, er að þeim var komið snögglega. Var harðleikin við börn og gamalmenni þá hún var i haldi í Reykjahlíð við Mý- vatn. En Halla lciksins var fríð, stoltleg og góðleg, djörf og dreng- lynd, ástrík og ósingjorn, hyggin og ráðagóð, trygg og staðföst. Fyrirfór barni sinu 1 otboði og hræðslu, þá um lif og frelsi var að tefla. Hver veit hvað hún fann til og hvað annað hún heföi gert ef betra ráðrúmi hefði verið til umhugsunar? Hver yðar vill kasta fyrsta steininum? Eg legg þá þetta undir dóm les- endans, og bið hann athuga, hvort þær breytingar sem höf. gerir frá sögunni, hafi farið betur eða ntið- ur. Og svo bið eg liann eins að atlmga, hvort þessi saga sé svo áreiðanleg að ástæða sé til að heimta af skáldinu að rígbinda sig við liana. Ilvort mátt hefði fara betur með þetta' efni, en höf. hefir gert, er Ókeypis skemtiferð til SOURIS, M A N I T O B A Eign vor í Souris er þar næst, þar sem verið er að byggja og fast við C. P. R. vagnasmiðju, er nú er verið að stækka um helming. C. P. R. varði $300,000 til vinnu í Souris árið sem leiö, til undirbún- ings hinni nýju, styttri braut : til strandar. Á þeirri braut verður SOURIS AÐAL SKIFTISTÖÐ Eign vor í Souris er svo góð, að vér viljum gefa hverjum kaup- anda að fimm lóðum fría ferö til Souris, til að skoða lóðirnar — pen- ingunum skilað aftur, ef kaupandi er ekki ánægður. Ef þér getið ekki keypt fimm lóðir sjálfur, þá gerið samband við kunningja yðar, og farið ferðina sem umboðsmaður þeirra á vorn kostr.að. $10.00 á mánuði nægja til að halda hverri lóð. Komið iíin og hafið tal af oss. — Rýmkunar-sala á karlm. fatnaði venjuleg $35 föt OC CA verða seld fyrir.. Yður er boðið að skoða varninginn. Vér búum til nýtízku föt og úr ezta efni sem fáanlegt er. Acme Tailorincj Go. High Class Ladies & Gents Tailors 485 Notre Dame Tals. C 2736 WINNIPEC OLL SÖGUNAR MYLNU TÆKI Nú er tími til kominn, að panta sögunar áhöld til að saga við til vetrarins. THB HEQE EUREKA PORTABUB SAW Mll.L Mounted on wheels. for saw- ing loi;s iA . / .Sö in x 26ft. and un- cer. This mill is aseasily tnov- ed as a porta- hle thresher. 764 Main .St., Canadian Empire 219 Phoenix Bldg. Cor. Notre Dame og Princess WINNIPEG Grant & Buckley, 312 Donald St. Rétt fyrir norðan Clarendon WINNIPEG Sherbrooke Vefnaðar Búð- •F. H. PIELOU, eigandi- Vorvarningurinn er nú kominn, og birgð- ir vorar eru stórmiklar. Vér bjóðum yður að koma snemma. Vörurnar eru ágaetar og prísar sanngjarnir. Munið eftir staðnum 872 SHERBROOKE STREET nokkuð sem eg leiði minn hest hja, að dæma um. En eg neita að trúa því fyr en eg má til, áð þeir, sem hafa lastað þetta rit, geti gert betur. Því þeir hafa ekki einu sinni getað dæmt það sanngjarn- lega og þaðan af síður skynsam- lega. Að ritið er óneitanlega sann- ur spegill af þjóðlífi 18. aldarinn- ar, eins langt og það nær, er þess aðalkostur. Annar kostur þess er sá, hve áhrifamikið það er sem sorgarleikur. Það gagntekur til- finningar áhorfendanna eins og frægustu sorgarleikar annara þjóða. Listaverk. Mitt álit á leiknum er það, að hann hafi hrífandi sýningar, um- talsefni persónanna sumt mjög! spaklegt og göfugt, sumt fyndið og smekklegt, alt náttúrlegt. Farið djúft inn í sálarlíf aðalpersónanna. Sálarfræðislegar ástæður fyrir öllu þyí er við ber í ieiknum, að morð- um og sjálfsmorðum meðtöldum. Mannúðlegar og skynsamlegar skoðanir, er koma fram í samtali persónanna. Alíslenzkur leikur með sönnum dráttum, bygður á siðferðislegum og fagurfræðilegum grundvelli. Eg skoða hann lista- verk, miðaðan við íslenzkar bók- mentir að minsta kosti. Sömu-j leiöis skoða eg hann hafa verið velj leikinn hér yfirleitt. Halla var leikin snildarlega, Eyvimlur sæmi- lega, Arnes vel, sömuleiðis Björn og sýslumaður, hitt alt lék sæmi- lega nema Þórunn, hún þótti mér lakast leikin — hálf kjánaleg. Eg álít að klúbburinn .“Helgi magri” hafi stigið stort spor framj á við oss til menningar. éEttu Vestur-lsl. að vera honum þakk-j látír yfrir að hafa sýnt oss Ey- vind og gefið oss tækifæri til sjá Guðrúnu Indriðadóttur leika. Það er mentun út af fyr>r sig. Meira af svo góðu, “Helgi magri!” Að Kr. A. Benediktsson getur ekki séð kosti þessa umgetna leiks og nytsemi hans, getur stafað bæði af hans sögulegu staurblindu, og eins af því að hann tók sér aldrei það ómak að sjá hann leikinn.1 Honum hefir þótt náðugra að sitja heima og skrifa með aftur augun, j einsog einhver innblásinn Austur- j landa spekingur, sem hefir orðið. fyrir opinberun, en í stað stjörnuj séð þjóðsögur Jóns Árnasonar með þjóðsögunni um “Fjalla-Eyvind”. j Það er eins og honum segi fyrir núna, hann skrifar þó alt dável hann nafni minn. En hverjum fer góðgirni að slá því fram, að menn eins og Georg Brandes vilji nota þetta tækifæri til að níða íslend- inga, á þann bátt að lofa gáfur þeirra og fistaverk, segir sig í ætt- j ina. Það er gamla, lúalega, ís-1 lenzka tortrygnin. Viðvíkjandi smábreytingu á leiknum, þar sem Eyvindur er látinn reka Björn sterka í gcgn, dylgjar nafni allspekingslega. Þykir fyrst morðið ljótt, af því það hafi ekki staðið neitt um það i sögunni. Svo veit hann, ekki hvemig á þeirri breyting stendur. En hefði bann viljað gera sér það ómak að hafa tal af einhverjum úr “Helga magra” klúbbnum, þá hefði hann getað fræðst um þetta atriði. Lesandanum til fróðleiks vil eg geta þess, að breyting sú er frá höf. leiksins, en ekki leik- félaginu hér. Þetta er ekkert leyndarmál og engum ráðgáta nema Kr. A. B. Eg hefi svarað aðalatriðunum í grein nafna. sem eg álít að þyrfti að svara eða væru svaraverð. Eg heföi ekki skift mér af þessu máli nema fyrir einkennilegu afstöðu rnanns eins og Kristjáns, sem hlaut að takast til greina, því sá maður er fyllilega svaraverður; þó eg yrði hissa á honum í þessu sinni. Fræða skóli, ekki er illmáll sögu grillir. Kvæða sjóli, hvergi hér hermdur bögu spillir. S. B. Bcnedictsson. THE STUART MACHINERY COMPANY LIMITED. Winnipfg, Man liililvx (íerlalansn Pokar GERLALAUSIR AF ÞVí, að pappír og pokar eru gerðir í sama húsinu, og í Eddy’s fullkomnu vélum, svo að engin mannshönd þarf að snerta pappírinn frá því hann er látinn í blöndu- kerið og þangað til pokinn er fullgerður. Því skyldi hver og einn heimta að matvæli hans séu færð honum í Eddy’s gerlalausu pokum. Karlmenn og kvenfólk læri hjá oss rakara-iðn á átta vikum. Sérstök aðlaðandi kjör nú sem stendur. Visst hundraðsgjald borgað meðan á lærdómi stendur. Verk- færi ókeypis, ágætis tilsögn, 17 ár í starfinu, 45 skólar. Hver námsv'einn verður ævi- meðlimur.............. Moler Barber College 2o2 Pacific Ave. - Winnipeg J. S. HARRIS, ráösm. að fara aftur farið fram. þá honum er full-j Hleypidómar og tortrygni. Rugl lians um Danahatur-er alls ekki svara vert. En með allri virðingu fyrir íslenzku þjóðerni, þá mun upplýstum Dönum eigi með öllu ókunnar sumar af óvirð- ingum vormn, eins og óskírlífi, þjófnað, morð og þess háttar. Sú LEIÐKÉTTINGAR Vancouver, 26. Marz 1913. í erindi mínu, Minni Canada, sem birtist á 2. síðu Lögb. 20. þ.m., hafa slæðst inn nokkrar villur, sem valdið geta misskilningi, sem mér finnst þörf á að afstýra, og bið eg yður því fyrir að birta þessar leiðréttingar í blaði yðar hið fyrsta. í 3. dálki ofanverðum stendur “ætt- lera nafnbótina skilið”; þar ætti að standa: ættlera nafnið skilið. Neðar í sama dálki stendur: “án þess”, i staðinn fyrir: án þessa, er lítið tillit tekið til manna, o. S.frv. Nokkrum línum neðar í sama dálki átti að standa: “og vildum tæpast beita þeim“ (ekki viljuin;). í 26. línu neðan frá. en í 3. dálki, átti að standa: “en mestu máli skifti að við höfum”; o.s.frv. (en ekki skiftir.J í 4. dálki, nokkru neðar en í miðjum honum, átti að standa: “þeim hlutum, sem því eru sérstaklega viðkomandi” o.s.frv. ("ekki scrlcga.) Nokkru síðar í sama dálki er inn- skot, sem átti að standa innan sviga og málsgreinin því að líta svo út:— Þegar vér ftökum til dæmis helzta meðmælið.J viljum kenna þeitn ís- lenzkt mál. Litlu siðar átti að standa: "ég því er bezt að láta þessi tvimæli óáhrærð. (er virðist hafa fallið þarna óvart úr.J í 5. dálki, 19. línu að ofan stendur í blaðinu orðið “ógla'silegur-’, en þar átti að standa, að sjálfsögðu: óœski- lcgur o.s.frv. Nokkru neðar, á eftir orðunum “í þjónustu þjóðarinnar”, átti að vera: “en þeir menn eru þó” o. s. frv. (ekki og þeir mennj í 6. línu neðan frá í santa dálki átti að vera<: “engin þjóð getað gefið” o. s. frv. (ekki getur.) í 6. dálki, 3. linu neðan frá enda greinarinnar átti að vera: “Liggur þá ekki þessi vanrækslusynd” o.s.frv. En er þarna ofaukið á undan liggur. Góðfúsum lesara getur ef til vill fundist, að þessar leiðrétttingar séu óþarfar, því hann geti séð, að svona hlýtur þetta að vera, en hann er frá- leitt skyldugur til að lesa í málið. Héðan er sem stendur fátt að frétta nema að tíðin er óvanalega köld sem stendur. í dag er hriðar slitringur og kalsa veður, en slíkt er næsta óvana- legt hér, um þetta leyti árs. E. G. GiUies. KARLMANNA BUXUR Hentugar á vorin. Hentugar til daglegs brúks Hentugar til vinnu Heniugar til spari. Hver sem kaupir buxur hér, verður ánægður með kaupin. Þær eru þokkalegar og end- ast vel, seldar sanngjarnlega. Venjiö yöur á aö koma til WHITE & MANAHAN 500 Main Street, Ótlbiísverzlun f Kenora WINNIPEG > tttttttt tttt H HH' ttt t HHH+ ♦ •+ -t * ■t * * -+• Dominion Gypsum Go. Ltd. Aðal skrifstofa 407 McArthur Bldg. Phone Main 1676 - - P. 0. Box 537 Hafa til sölu; ♦ * 'T" ♦ „Peerless-4 Wood-íibre Plastur, „Peerless“ Hard-wall, plastur + Peerless" Stucco [Gips] „Peerless" Ivory Finish I 4* ítH+'Ht+'l'tHtH+'l-ttH4tHH+'H'H+tH'ft'l'+'H'H't"tí-t - „Peerless“ Prepared Finish, „Peerless“ Plaster of Paris í erindi þvi, er prentað var í síðasta blaði, eftir herra Áðalstein Kristjáns- son, hafa orðið nokkrar pentvillur. í annari vísu Tómasar frá Krossanesi á að standa: “Kífs í rómu kaföldum”, en ekki “kafs”. — Þá segir að Sig- urður Mikaelsson hafi dáið á “sveitar- bæ í Hörgárdal”, en þar átti að standa “Saurbæ”. Enn freniur stend- ur í gátunni “lok” fyrir “læk”. Frá Islandi. Gjaldke'ramálinu hefir nú verið áfrýjað til yfirdóms af báðum málsaðilum, stjórninni og gjald- keranum. Nokkrar af fiskiskútunum hafa komið inn, og er afli litill; hæst 8oö. Eitt skipið, sem verið hefir úti í 18 daga og leitað fyrir sér á öllu svæðinu frá Eortland til Reykjaness, hefir fengið 200 fiska. Verkamenn í Dagsbrúnarfélag- inu hafa samþykt að taka eftir þetta liærri laun en áður fyrir tímavinnu: 35 au., í stað 30 áður, og 50 au. fyrir aukavinnu, í stað 40 áður. Stofnun íslenzks gufuskipafé- lags hefir nú nokkuð verið rædd hér á fundum, og fær góðar undir- tektir. Bráðlega mun heyrast nán- ar um fyrirætlanir forgöngumanna málsins. ftarlegur ritdómur um orðabók Jóns Ólafssonar eftir Sigf. Blöndal bókavörð í Khöfn. kemur í næsta West Winnipeg Realty Company 653 Sargent Ave. Talsími Garry 4968 Selja lönd og lóðir í bænum og grendinni, lönd í Manitoba og Norð- vesturlandinu, útvega lán og elds- ábyrgðir. Th. J. Clemens, G. Arnason, B. Sigurðsson, P. J. Thomsou. tt+t+tH+t+t+t+t+t+4+tH+t Jörð til leigu með hlut í afrakstri. Meö mikilli sumarplæging og nokkurri haustplægíng, 2l/) mílu frá Grund P, O. í Argyle bygö, Man. Nœrri skóla og skamt frá Glenboro, Baldur og Belmont.en) í öllum þeim stööum eru góöir! markaöir fyrir alt sem bændur hafa aö selja. Gott íbúöarhús, gott vatnsból og góöir nágrannar, Snúið yöur strax til eigandans. Mrs. James Dale, Box 16. Phone 52 Glenboro, Man. Á vorin Hver og einn, sem þykir gott að smakka glas af öli, vill B o c k s. DREWRYS Bock Beer bruggaður fyrir 6 mánuð- um er nú til sölu. . Pantið snemma því að birgðirnar eru takmarkaðar tbl. Lögr. Sigfús er sjálfur höf- undur íslenzk- danskrar oröabók- ar, sem innan skamms fer að koma út, og flestum mönnum færari til að dæma um þetta verk. FORT ROUCE THEATRE Corydon Hreyfimynda leikhús Beztu myndir sýndar J. JÓNASSON, eigandi. J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 1 ALBERTJ\ BLOCK- Portage & Carry Phone Main 2597 —Dr. Roche er orðinn heill heilsu og kominn til Ottawa.' LAND til sölu eða leigu nálægt Yar- Handa honuni á að stofna nýtt bo, Sask.. 160 ekrur. umgirt á þrjá ráðaneyti, heilbrigðis deild fPublic vegu, 40 ekrur brotnar, lóðir í eða ná- HealthLen Meighen, þingmaður lægt Winnipeg teknar í skiftum. Nán- fyrir Portage la Prairie, er sagður ari upplýsingar hjá eiganda undirrit- liklegur til aö taka við hans fyrra uðum. Adressa 689 Agnes St., Win- starfi innanrikis ráðaneytisins. nipeg. S". Sigurjónsson.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.