Lögberg - 10.04.1913, Síða 6

Lögberg - 10.04.1913, Síða 6
e LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. APRÍL 1913 MIUÓNIR BREWSTERS. e f t i r GEORGE BARR McCUTCHEON. —11-'■-l--L,LL-L.... ■' ..... “Hann er óreiðumaður”, sagði hann. “Vertu ekki a8 taka þaö nærri þér, þú hefir ekki verið dæmdur til aS giftast honum”, svaraSi Margrét hlægjandi. “En eg tek þaS nærri mér, Magga”, sagSi Monty alvarlega. Eg*er býsna illa staddur og nú þarf eg á þinni hjálp aS halda. Þaö er alt af gott aö eiga systur til aS ráSa sér heilt þegar svona er ástatt.” Hún horfSi stundarkorn í augu hans, sem voru óvenjulega sljó, og gat ekki þegar í staS áttaS sig á þessari alvarlegu játningu. “Áttu bágt, Monty?” og var á henni aS heyra, aS hún ætti bágt með að trúa honum. "Já, eg á bágt, Magga”, svaraSi hann og horfði fast framundan .sér. Hún gat ekki áttaö sig á þeim kynlega kala, sem virtist leggja um allan salinn x þessu. Undarleg og ósegjanleg einveru-tilfinning virtist læsa sig um hana alla. Kökkurinn sem kom í h^lsinn á henni vildi ekki hverfa burt þaSan aftur, og jafn-ómögulegt átti hún meS aS svifta af sér því fargi, sem henni fanst alt í einu hafa lagst á sig. Hann sá gerla hvaS augnaráS hennar var einkenni- legt, og uppgerðarbrosiö á vörum hennar, en hann imyndaöi sér þaS vera sprottiö af því, hvaö henni kæmu þessar fréttir óvænt, og hvaS hún ætti bágt með aS trúa þeim. Hvernig sem á því stóö var hann nú eftir öll þau ár, sem þau höfðu þekst, orSinn breyttur í augum hennar; henni fanst hún hafa fyrir augunum nýjan mann. Hann var ekki framar Montgomery, bróðir hennar, en fyrir því gat hún ekki gert sér grein, hvernig breytingfn haföi orSið. Hvernig stóö á þessu? “Mér er það mikið fagnaðar- efni ef þetta veröur þér til heilla, Monty”, sa^Si hún rólega, og nú spratt nýr roði fram í varirnar, sem áður höföu verið blejkgular. “Veit hún það?” “Eg hefi ekki sagt neitt við hana beinlínis, Magga, ennþá, en eg er að hugsa um aS gera þaS í kveld", svaraði hann þreytulega. “í kveld?” . “Já, eg get ekki dregiS þaö”, svaraði hann og stóS á fætur til að fara. “Mér þykir vænt um aS þú ert ánægS með þetta, Magga; eg þarf á hamingju- óskum að halda. Og heyrðu, Magga”, bætti hann viö með barnalegum bráSleiks-ákafa, “heldurðu ekki að hún taki mér? Þ(essi Englendingur hefir veriS mér Þrándur í götu.” Þessu var auövitað ekki auövelt að svara, en hún sagði^: “Það lízt öllum stúlkúm á þig, Monty; láttu til skarar skríða, og gáttu sigri-hrósandi af hólminum.” Hún sat viS gluggann og horföi á eftir honum, þar sem liann gekk eftir götunni. Hún var aö hugsa um hvort hann mundi snúa við og veifa hendinni til hennar, eins og hann hefði veriö vanur að gera í mörg undanfarin ár. En breiða bakiS á honum snéri alt af að henni, og engin líkindi til að hann liti viS. Hann gekk hratt og sté langt til og hvarf því fljótt sjónum, En húrt sat æöi lengi kyr, áður en hún leit af nxanna hópnum, sem hann hafði horfiö inn í, og þegar hún hvarflaði augum þaðan, hafði móða færst yfir þau, því aS henni fanst herbergið vera öskulitt, og einhver vonleysis vandræöablær kominn á alla skapaða hluti. , Þegar Montgomery kom heim, fann hann sím- skeyti frá Tones. [>að var á þessa leiö: Montgomery Brewster. New York borg. J faltu áfram verki þínu, flónskjammi. S. Jones. IX. KAPITULI. Ast og hncfleikar. ÞaS verSur líklegast réttast aS sleppa ummælum Brewsters utn Jones, eftir að hann hafði lesið áður greint simskeyti. En honum létti mikið eftir aS hann hafði hreytt þeim úr sér. Eftir þaS fór hann að lesa fregnir unx hnefleika sem áttu aS fara fram í San Francisco þetta sama kveld. Hann las frá- sögnina ýtarlega og lýsing á hinum ýmsu áhlaupa- brögöum hnefaleikaranna, og duldist honum ekki, aö þessi sýning mundi verða býsna einhliSa. Viövan- ingur í borginni átti að þreyta við nafnkunnan hnef- leikara. Þarna þóttist Brewster sjá gott færi að eyða peninguni, svo að hann kallaði til sin Harrison, treystandi því að Swearengen Jtones mundi ekki fá sér til þetta tiltæki, og skipaði “Nobber” aS leggja fé undir um úrslit hnefleika þessara. Brewster hélt meS viðvaningnum, og kvaðst hafa fengiö vitneskju um. aS hann mundi bera sigur úr býtum. Harrison ] veðjaði því fyrir Brewsters hönd, þrjxx þúsund doll- urum á þenna mann. Hinn ,ungi fjármálamaöur þóttist svo viss um úrslit þessa veðmáls að hann reit tekna megin í sina einkennilegu sjóösbók, upphæö þá| sem hann hafði veðjaS, jafnskjótt og hann vissi aS | Harrison hafði lagt fram þetta fé. AS því búnu fónaöi hann Miss Drew. Henni var ekki óljúft að heyra hann spyrja um það, hvort hún mundi veröa heima þá um kveldiö. Hún hafði orSið þess vör upp á síðkastiö, aS hann var bæði í órólegur og jafnvel angurmæddur og önuglyndur.! Hvaöa stúlka sem er, og færi hefir á því aS íhuga skapferli ungra nxanna, kannast við þessi einkenni og veit hvaS við þau á. Barbara haföi kynst mörg- um mönnurn sem sanxskonar sjúkdómseinkenni höfðu haft, og eftirvæntingarkvíðinn sem í hana kom, við þaS að heyra hann óska ákaft eftir aði fá að finna hana, stiltist skjótt sakir langrar reynslu. Þessi kvíði hafði og í sér fagnaðarefni, því að henni þótti nægilega vænt um Montgomery Brewster, til þess aS hafa haft áhyggjur af því, hversu hug hans til henn- ar væri háttaö. Henni þótti jafnvel vænna urn hann heldur en hún kæröi sig um aS láta í ljós við fyrstu tilraun af hans hendi. Klukkan var eitthvað hálf sex þegar hann kom, og þó aS Miss Drew væri rólyné aS náttúrufari var henni farinn aö virSast sá dráttur fulllangur. Svo viss þóttist hún um hvað lægi á bak viS komu hans, aS henni þótti þetta seinlæti hans nærri móögandi. Hann beiddist mjög einlæglega afsökunar á því hvaS seint hann kænxi, og hepnaðist aö sefa gremju henn- ar. ÞaS var vitanlega samt sem áður ógemingur fyrir hann að segja henni öll sin leyndarmál, og þess- vegna þagði hann yfir því við hana, að Grant og Ripley höfðu kallað hann til fundar viS sig, til aS skýra honum frá simskeyti, er þeir höföu fengið frá Jones, þar sem sá herramaöur hefði getiS þess með mjög alvarlegum orðum aS,hann gæti mettaS alla í Montana-ríki fyrir minna en sex þúsund dollara. Engin frekari skýring fylgdi þessum ummælum. Brewster hafði liraöað sér yfir á skrifstofu lögmann- anna og var býsna æstur í skapi. Þeir brostu þegar hann ruddist inn. “Drottinn minn sæll og góSur!” hrópaði hann, “skyldi karlgarmurinn ætlast til að eg eySi heilli miljón dollara í aö kaupa dagblöð, vindlinga og bostonska völsku-hunda ? Eg hélt aS hann mundi sýna mér ofurlitla sanngirni?” “Hann hefir líklega séð lýsinguna i blöðunum á miðdegisveizlum yöar, og á þetta aS vera sköðun hans á þeirn”, sagði Ripley. “AnnaShvort er þetta viðvörun eða hrósyrði hans eru býsna tvíræS”, sagði Brewster ólundarelga. “Eg get varla imyndað mér, að hann sé óánægð- ur, Mr. Brewster. En hann er alþektur vestra fyrir fyndni sína, þessi gamli maður.” “Fyndni sína? Þá ætti hann að kunna aS meta svar frá mér. HafiS þér símskeyta-eyöublaö, Mr. Grant ?'” Eftir drykklanga stund beið svo hljóðandi sím- skeyti til Swearengen Jones, eftir senclisveini, og Brewster fullvissaöi lögmennina um, aö honum stæði rétt á sama hvernig gamli maðurinn tæki símskeytinu, sem var þannig: New York 23. Okt. Swearengen Jones, Butte, !Montana. Eg trúi því vel, að þér gætuð gert ]>etta fyrir 1 minna fé en sex þúsund. Montana er talið bezta beitiland í heimi, en við etunx ekki þesskyns fóS- ur í New York. Þessvegna kostar lífsviðurhald nxanna hér meira. Montgomery Brewster. Rétt áður en hann fór út úr skrifstofunni, áleiö- is til að finna Miss Drew, barst honum svolátandi símskeyti frá Montana: Butte Montana 23. Okt. 1— Montgomery Brewster, New York. Við hér eigurn heima á að gizka átta þúsund fetum yfir sjávarmál. Eg býst við aS það sé þeim hæðarmun aS þakka aö það kostar okkur minna “að lifa hátt”. S. Johcs. “Eg var farin aS örvænta, Monty”, sagöi Miss Drew í álasandi rómi, þegar hann var farinn að jafna sig eftir skapbrigðin, sem hann hafði komist i. Glampinn í attgum hans, hleypti blóöinu fram í kinnar henni, án þess þó að mikiö á bæri; og kvíSinn, sem í henni haföi verið var nú horfinn og köld ró- semi komin í staðinn. Svo þögnuðu þau bæði. Monty litaðist um i herberginu og var óráðinn i hvaS segja skyldi. Málaflutningur hans var ekki eins auSveldur eins og hann hafði hugsað sér. “Þér geröuð vel i því aS lofa mér aö heimsækja yöur”, sagði hann loksins. Eg rnátti til að finna yður í kvöld og tala viS yður. Mér var ómögulegt að draga þaS lengur. Barbara, þetta sem eg ætla að segja yður, hefir haldiö vöku fyrir mér í þrjár eSa fjórar undanfarnar nætur. Haldiö þér að þaö veröi ýöur aS hugarangri í kveld, ef eg segði yöur, hvað mér býr í brjösti? HaldiS þér að það fái yöur mjög mikils?” spurði hann i bænarrómi. “Við hvað eigið þér, Monty?” spurði hún með furðulegum skilningsskorti, pn með frábæru valdi yfir tilfinningunx sínum. “Eg elska þig, Barbara”, sagði hann og bar ótt á. “Eg þóttist vera viss um að þér væri þetta vel ljóst og þaS fyrir löngu, annars hefði eg verið búinn að segja þér þetta rniklu fyr. Þessvegna hefi eg þagað þangaS til nú. Kvíðinn út af því, aS þú hirtir ekkert um mig, hefir nærri því gert mig sturlaSan. Eg get ekki beðiS lengur. Eg verS að vita vissu mína nú strax í kveld.” Augu hans tindruðu og úr þeim skein svo mikil einlægni, að hún átti afar-bágt meS aS halda hugar- jafnvægi eSa leyna því að það raskaSist. Hitinn í orSum hans, sem hann til hálfs hvíslaði aS henni, læsti sig inn í hennar eigin sál. Hún hafSi búist við tilfinningarsemi alt annars háttar, svo hún stóð nú varnarlaus gegn hinni einarðlegu ástajátning hans. Bak við bænarorð hans hlý og heillandi fólst fullvissa um einlægni og traust sem ekki varð móti mælt. Hún varð ekki heilluð af orðunum sjálfum, heldur j því, hvernig hann sagði þau. Ösegjanlegur fögnuðurj rann um allar hennar taugar eins og rafmagns- j straumur. MeSan á þessu samtali stóð. hafði sú fyrirætlun hennar að leika sér meö tiífinn- ingum hans og taka lítið af öllu, hér um bil oröið að engu. Hann hélt utan um báðar hennar hendur er hann flutti bónorðið, en nú fór hún smátt og smátt að ná sétr aftur og fá fult vald yfir sjálfri sér, og honum var ókunnugt um, aö viS hvert skref sem hann steig nú fram, var hann aö tapa valdi slnu yfir henni. Barbara Drew unni Brewster hugástum, en hún ætl- aði aö láta honum verða dýrkeypta þá stund, sem hann haföi sigraS hana meS sínu áhrifavaldi. Þegar hún tók aftur til máls var hún aftur orðin Miss Drew, kæn og veraldarvön, og alls ólik ungri stúlku sem er ástfangin. “Mér þykir býsna vænt um þig Monty”, sagði hún, “en eg er ekki viss um, að mér þyki nógu vænt um ]xig—til—til þess aS eg geti gifst þér.” “ViS höfum ekki þekst nxjög lengi, Barbara”, sagöi liann blíSlega, “en eg hélt. að við þektumst nógu mikið til þess að þurfa ekki að vera í slikum vafa.” “ÞaS er nú rétt eftir þér, að vilja öllu ráða”, sagði hún þóttalega. “Geturðu ekki gefiö mér tima til aS sannfærast um, hvort eg elska þig eins mikiS og eg vildi, og svo mikiS sem eg hlýt aö elska mann, sem eg vonast til aS verSa ánægð meS, og vildi því giftast?” “Eg gleynxdi mér”, svaraði hann auSmjúkur. “Já, þú gleymdir þér”, svaraði hún, og þótti vænt um aS sjá hann vera farinn aö missa móöinn. “Mér þykir vænt um þig, Monty, en eg veit aö þú hefir gert þér þaS ljóst, að þaö eru engir smámunir, sem þú ert aS biöja mig um. Eg verð aö vera viss- alveg—hárviss—áður en—áSur en eg—”. “Vertu ókviöin”, sagði hann í bænarróm. “Þ;ú munt elska nxig, eg er viss um þaö; þer þykir strax orSlð vænt um mig. ÞaS er mér mikils virSi, en þér þó ineir. Þú ert kona og þaðl ríður metr á aS þú sért eða getir orðið ánægð. Eg get aðeins lifað í voninni um aS þegar eg hreyfi þessu sama máli við þig næst, þá getir þú ókvíðin trúaö mér fyrir þér. “Þú átt skiliö að verða ánægður, og aö þér líöi vel, Monty", sagði hún með alvörugefni; erfitt átti hún meS að horfast í augu við hann, er hann leit frainan i hana. “Viltu þá Jofá mér að kgnna þér aö elska mig?” spuröi liann með ákefö. “Eg held að það sé kannske ekki þess vert fyrir þig, að vera aS reyna þaS.” “Eg ætla samt aS eiga undir því”, svaraSi hann. Hún varð einhverra vonbrigSa vör, eftir aS hann var farinn. Hann haföi ekki sótt eftir henni meS svo miklum ákafa, senx hún hafði vænst eftir og viljað, og hún átti ekki liægt með alt kveldiS, að bægja burt úr huga sér gremju senx þar> hafði sest að, þó að hún stríddi á móti. Brewster gekk rakleiðis til klubbs sins og var í góðu skapi yfir því aS hafa þó byrjaS á bónoröinu. Nú var hann ekki í vafa um hvað gera ætti. Hann varS að vinna Barböru í hindrunarlausum bardaga við meðbiðlana. * í leikhúsinu þar um kveldiS hitti hann Harrison, .‘.em var næsta glaöur. “Hvernig fórstu aS fá vitneskju um ]>etta?” spurði liann. “Vitneskju um hvað?” “Um það hvernig hnefleikarnir mundu fara?” Gleöisvipurinn hvarf af andliti Brewsters og vonbrigðahrollur fór um hann. “HvaS — hvernig fór það?” spurSi hann. “Hefurðu ekki heyid það? Maðurinn sem þú veðjaðir á, yfirbugaSi mótstöðumann sinn í fimtu atrennu — og furðaSi alla á því.” I ( X. KAPITULI. , Fjármálagarpurinn. Næstu tvo mánuöina var Brewster í miklum önnum. Miss Drew sá hann engu sjaldnar en áöur en hann baS hennar, en framkoma hans var henni hreinasta ráðgáta.- “Hann er orðinn eitthvaö breyttur”, hugsaSi hún með sjálfri sér, en svo mintist hún þess spakmælis, að maður sem nær ástum stúlku, er margir keppa um, er líkur þeim sem hleypur á eftir strætisvagni, en sest síöan niSur til að lesa dagblöS i ró og.næöi. Sannleikurinn var sá, að fyrstu dagana á eftir virtist Monty alveg hafa gleymt keppinautum sínum, og var nú hinn rólegasti, því aS honum fanst aS hann vera búinn aS búa svo vel í haginn fyrir sig, aö hann þyrfti engu aö kvíða. Á hverjum degi sendi hann henni blóm, og fanst að með því geröi hann fullkom- lega skyldu sina. Ilann varði býsna miklu af tekj- um sínum til blómakaupa, en þó var honum ekki jafnrík í huga aðdáunin að Barböru, eins og fjármála- braskið sem hann Hafði tekist á hendur. Þetta var ekki því að kenna, aö ást hans hefði kólnað, heldur hið órómantíska starf, sem hann hafði meS hön’dum. Honum fanst, hvernig svo sem hann lagði sig til, þá væri honum ómögulegt aö finna ný ráS til þess að eyða $16,000 á dag. Hann var aS vísu vel á veg kominn það sem af var, en nú fór aS verSa býsna fyrirsjáanlegur skortur á tækifærum til nýrrar fjáreyöslu. Hann hafði nú þegar haídiS tíu stórfengilegar miðdegisveizlur, og þar aS auki nokkrar minniháttar kveldveizlur, og sá að nú þurfti að. taka til nýrra VEGGJAPLASTUR “Empire” tegundin Sú sem vér búum til er sú sem þ é r ættuð að kaupa. Er meira keypt heldur en nokkur önnur með því að hún er kostameiri en aðrar. Skrifið eftir áætlana bœklingi WOOD FIBRE, CEMENT WALL FINISH PLASTER Manitoba Gypsum Co., Ltd. Winnipeg, Man. úrslitameiri úrræða. Hann gat ekki haldiö áfram þessum stööugu miödegisveizlum. Fólk var þegar fariö aö hafa orS á því, aö honum væri fariö aö volgna á þessum kostnaöarsömu veizluhöldlum, og hann langaöi ekkert til aö veröa til athlægis öllum borgarbúum. Honum sveiö að heyra ertnisfullar glósur kvenna um fjármálahyggindi hans; hann vissi sem var, aö það voru karlmennirnir sem höfðu vakiö athygli kvenfólksins á þessu. HáðyrSi Miss Drew, senx að vísu virtust græskulaus, og einarðlegar ákúr- ur Mrs. Dan sýndu honum ljóslega, hvaö aö fór; en þó féll honum þyngst hógværlegar spurningar Margrétar þessu viðvíkjandi. ÞaS Ieyndi sér ekki hvaS innilega henni var ant um hag hans, og hvaS þær mæSgur tóku sér eyöslusemi hans nærri. Hann blygSaðist sín meir fyrir þeim en nokkrum öðrum. Loks eftir að Monty hafSi heyrt bankastjóra nokk- urn, segja viS annan mann, án þess þó aö hann vissi aS Brewster heyrSi til, aS “Edwin P. Brewster mundi snúa sé<r í gröf sinni yfir athæfi sonarsonar sins”, þá sinnaöist hinum unga manni svo aS hann fastréð' að sýna fólkinu frani á, að hann væri hafSur fyrir rangi'i sök, og aS hann hefði vit á fleiru en eyða fé sínu í hégóma einberan. Eftir þetta ásetti hann sér að koma hreyfingu af stað í. Wall stræti. Um nokkra daga íhugaöi hann markaðsskýrslurnar og var sí og æ aS spyrja kunn- ingja sína um vöruverS. ViS nána athugun og iðu- legan lestur skýrslanna, komast hann að raun um aS áhættulaust nxundi aS kaupa hluti í trjáviði og kolum. Hann skeytti ekkert um álit Swearengen Jones, en fastréð aS freista hamingjunnar einu sinni á víxlara-verzlun fyrir 23. September. Hann íhugaöi vandjega þessa ráðagerð sína. Gardner varS heldur en ekki súr á svipinn þegar Brewster fór þess á leit við hann aS kaupa hlutabréf trjáviöar og kola og vera ekki smátækur. “Herra trúr! þér getur ekki veriB alvara að gera þetta Monty”, svaraði hann. ÞaS eru engin líkindi til aS þeir hlutir hækki nokkra vitund. Hafðu mín ráS, eigðu ekkert við þá. ÞaS var byrjaB aö selja þá á iiiog sölunni sleit þegar þeir voru komnir ofan i 109. Þú getur ekki verið meS öllum mjalla maSur, ef þú ferð að kaupa í öðru eins útliti.” “Eg veit hvað eg er aS fara, Gardner”, sagði Brewster rólega, og honum rann til rifja þegar hann sá hrygöarsvipinn, sem kom á vin lians, þegar hann heyröi þessi orS. Gardner tók sér þetta nærri. “En eg veit vel hvaS hér er í húfi, Monty. Þú ættir að minsta kosti aS lofa mér að útlista ofurlítiS hvernig þessum hlutabréfum er háttaS”, sagSi vinur hans þrátt fyrir móSgunina, sem hann haföi oröiö fyrir. “Kg hefi hugsaö vandlega um þetta Gardy, og þá hefir maöur aldrei verið viss um hagnaö, ef eg er þaS ekki nú”, svaraði Monty einlæglega, og lét engan bilbug á sér finna. “Þér er óhætt að trúa mér til þess, aS trjávíður getur ekki hækkaS úr því sem nú er. Líttu á hvern- ig ástatt er; trjáviðarsalarnir í noröur og vesturland- inu háfa meiri birgðir en þeir hafa viö að gera, og l'iggur við borö að verkfall verði. Þegar þaS er skollið á, þá veröa hlutirnir seldir fyrir sarna sem ekkert. ÞaS er líklegast aö verðhrunið byrji í dag.” “Eg er búinn að ráða þetta við mig”, sagöi hann meö áherzlu, og Gardner var i vandræSum. “Ætl- arðu, eða ætlaröu ekki að leggja fram beiöni mína viðvikjandi kaupunum þegar salan bvrjar í fyrra máliS? Eg ætla að byrja meS aS kaupa tíu þúsund hluti. HvaS mundi það kosta mig?” “Að minsta kosti hundraS þúsund, fyrir utan sölulaun, sem yrðu i2l/2 á hundrað hlutum”. Þrátt fyrir mótspyrnu Gardners þá réðst Brewster í þetta, og lét festa kaupin morguninn eftir. Gardner sá aö það var aö eins einn möguleiki til þess að Brew- ster græddi, og það var meS því móti aS kaupa hlut- ina í einu lagi í stað þess að skifta þeim milli margra víxlara. Að því hafði Monty ekki gáS. Lögbergs-sögur fást gefins með því að gerast kaupandi blaðsins Dr.R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Surgeons, Eng., útskrifaður af Royal College of Physicians, London. SérfræSingur i brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (a móti Eaton’sj. Tals. M. 814. Tími til viStals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfrægingar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue Aritun: P. O. Box 1050. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg ÓLAFUR LÁRUSSON ..og . ♦ BJORN PALSSON ♦ YFIRDÓMSLÖGMENN ♦ Annast IögÍTœðisstörf á Islandi fyrir L Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og + nús. Spyrjið Lögberg um okkur. Reykjavik, - lceland > P. O. Box A 41 X Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TEI.KPHONK GARRYSaO Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 620 McDermot Ave. TKLEPHONE GARRY 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORN&ON Office: Cor. Sherbrooke & William iKLEPHONEl GARRY J32<» Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 81 O Alverstone St TELEPHONEi garry T63 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðöl eftir forskriptum lækna. Hin beztu meðöl, sem hægt er aS fá, eru notuð eingöngu. pegar þér komiS með forskriptina til vor, megið þér vera viss um aS fá rétt þaS sem lækn- irinn tekur til. COLCIiEUGH & CO. Notre Dame Ave. og Slierbrooke St. Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbréf seid. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J íargent Ave. Telephone Vherbr. 940. ( 10-12 f. m. Office tfmar < 3-6 e. m. ( 2-9 e. m. — Hbimili 467 Toronto Street _ WINNIPEG telephonb Sherbr. 432. J. G. SNŒDAL TAtiNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St. Suite 313. Tals. main 5302. L JMljA*. I Dr, Raymond Brown, 4( SérfræBingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. ^ 326 Somerset Bldg. I Talsími 7262 'j| Cor. Donald & Portage Ave. ” Heima kl. io—t og 3—6, A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr líkkistur og annast am útiarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina Tals Gt arpy 2152 S. A. 8IQUED8ON Xals sherbr, 2786 S. A. S1GURÐSS0N & C0. BYCCIflCAN|EJfN og F/\STEICN/\SAi.AB Skrifstofa: 208 Carlton Blk. Talsími M 4463 Winnipeg J. J. BILDFELL FA8TEIG-ASALI Room 520 Union Hank - TEL. 2685 ! Selur hús og lóðir og annast alt þar aSlútaíidi. Peningalán Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐJ: Elomi Toronto og Notre Dame Phone : Meimilís Garry 2988 Garry 899

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.