Lögberg


Lögberg - 15.05.1913, Qupperneq 4

Lögberg - 15.05.1913, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. MAt 1913 LÖGBERG .... GefiB út hvern fimtudag af The Columbia Press Limited Corner William Ave. & Sherbrooke Street WlNNIPEG, — MaNITOPA. stefAn björnsson. EDITOR J. A. BLÖNDAL, BUSINESS MANAGER UTANÁSKRIFT TIL BLAÐSINS: TheColumbiaPress.Ltd. W !j\) P. o. Box 3172, Winnipeg, Man. íj utanAskriet ritstiórans: EDITOR LÖGBERG, P. O. Box 3172, Winnipeg Manitoba. TALSÍMI: GARKY 2156 || Verð blaðsins $2.00 um árið. «1 Kosningin í Gimlikjör- dæmi. Þetta er önnur aukakosningin, sem fylkisstjórnin hefir unnið hér í Manitoba síðastliðið^ ár. Stjórn- arsigurinn er eindreginn. Hann er eins og tákn þess að Roblinstjórn- in sé nú orðin svo voldug hér í fylkinu, að hún geti látið kjósa, í ! aukakosning, hvaða mann, sem j henni dettur í hug að bjóða kjós- endum. Iíér tiltekur stjórnin þingmanns ! efni sitt og valdbýður það kjós- j endum í Gimlikjördæmi, eftir að búið er að svifta þá þeim þing- oianni, sem þeir höfðu valið sér við almennar fylkiskosningar fyrir tæjium þrem árum. Að vísu hefir afturhaldinu værið þaö ljóst, að með þvílíku atferli er það að taka upp sið, sem er alveg einstaklegur • og dæmalaus i öllum þjóöræðis- löndum, Yerður varla við því gert, þó að manni detti í hug sagan af Eysteini illa og meöferð hans á | Þrændum, er hann sendi þeim j hundinn Saur til hyllingar. En vegna þess, hvað gerræðið ! var einstaklegt, duldisí afturhald- | inu ekki, að vel þurfti eftir að j fylgja til að koma því í fram- | kvæmd. I>að er heldur ekki sparað. i Kjósendum er ógnaö, með því að ! níðst- verði á þeim, ef þeir geri 1 ekki vilja stjórnarinnar og kjósi hennar mann, eu hins vegar lofað öllu fögru, um vegabætur og brýr, járnbrautir og hverskyns samgörg- ur, sem Gimlikjördæminu eru ó- missandi, en það hefir skammar- lega verið sett hjá áður. En þar sem jietta dugði ekki voru mútur og áfengisausturinn látinn milda a'.Ia mótstöðu, og eftir fréttum að <Iæma utan úr kjör- dæminu hefir vist ekki, svo kunr- ugt sé, verið við hafður annar eins áfengisaustur í neinni aukakom- ing. allra sízt til að koma að ströngum bindindismanni, eins og í þessari um getnu ko. ningu. Þessi óskaplega bardaga aðferð fer síversnandi, cg það eru engin líkindi til, að j>ar á fáist nokkur bót ráöin, fyr en almenningsálitið breytist svo, að jvað fordæmir slíka ósvinnu. Liberölum hefir verið láð það, að J>eir veittu valdboði fy'kis- stjórnarinnar mótstöðu í þessari kosningu. En það alveg órétt- miett. Enginn sigur hefir enn unnist, og engri ánauð orSið létt af neinstaðar með j>ví að beygja sig fyrir óhæfunni í þögn og auð- niýkt. Með því móti einu að réttmæt inótstaða sé veitt, og að réttlætis- meðvitund kjósenda skerpist til muna, er von um að afturhalds- okinu verði létt af íbúum Manitoba fylkis. Að }>ví kemur fyr eða síðr ar. Nýja guðfrœði Jóns próf. Helgasonar. Það hefir hlotið að vera mörgum tilhlökkunar-efni, er Jón prófessor Helgalson fœrðist það í fang að rita í blaðið ‘fsafold’ „Trúmála-hugleiðingar frá nýguðfrœðilegu sjónarmýði“. Menn gjörðu sér þá í hugarlund, að nú birtist íslenzkum almenningi nákvæm skýrsla yfir niðr- stöðu þá, sem hin nýja guðfrœði hefir komizt að viðvíkj- andi þeim megin-atriðum kristinnar trúar, sem hún hefir fjallað um. Menn máttu vænta þess, að guðfrœða-kenn- ari þessi segði nú löndum sínum frá gjörbreytingum þeim, sem fyrirliðar hinnar nýju stofnu hafa gjört á öllu trúar- kerfi kirkjunnar, og þá sérstak*lega, að skýrt yrði greini- lega frá þeirri breyting á afstöðunni við Jesúm Krist, sem nú er aðal-umrœðuefni nýju guðfrœðinganna í öðrum löndum. Það er hvort sem er farið að kvisast jafnvel til fslands, að stórkostleg breyting sé orðin á skoðun manna á persónu frelsarans. Séra Mattías Jokkumsson hefir með ritgjörð sinni í „Eimreiðiuni“ nafngreint fjórtán eða fimmtán helztu menn nýju guðfrœðinnar í ýmsum lönd- um, sem fastlega lialdi því fram í einhverju merkasta riti samtíðar vorrar, að Jesús Kristr hafi verið einungis maðr sem vér, auðvitað gœddr frábærum andans yfirburð- um. Og þeir allir, sem lesa bœkr og rit nýju guðfrœðing- anna, vita, að umbœtmar snúast lang-mest um þetta eitt: persónu frelsarans. Enda hafði það verið sagt fyrir, að þangað myndi lenda, og er það nú komið fram. Háttvirtr prófessorinn hefir að því Jeyti bakað oss vonbrigði, að hann, annaðhvort af því að liaun er ekki sem skyldi kunnugr nýju guðfrœðinni, ellegar af því hann álítr landa sína ekki því vaxna að heyra allan sannleik- ann, segir ekki nema undir og ofan-af frá byltingunum, sem orðnar eru. Þessar ‘ísafoldar’-ritgjörðir próf. J. H. hefði getað skoðazt all-tímabærar fyrir tíu til tuttugu árum, en nú eru þær langt á eftir tímanum, svo óðfluga hefir þróunar-saga nýju guðfrœðinnar gjörzt. Því sterkari hvöt hefði það átt að vera fyrir virðu- legan höfund „Trúmála-hugleiðinganna“ að segja sem greinilegast og skipulegast frá, þarsem liann getr þess, að j)að muni öllum þorra manna fremr óljóst enn sem komið er, hvað nýja guðfrœðin hafi til brunns að bera. Hann fárast mikið um það, hve illa hafi verið talað um nýju guðfrœðina og því lialdið að mönnum, „liver voði væri á ferðum* ‘. Höfundrinn fer mörgum orðum um það, hversu góð og heilbrigð sú stefna sé, sem ráði fyrir nýju guðfrœð- inni; hún sé svo samhljóða kröfum tímans, svo frjálslynd og fögr. En liugsar ekki hver maðr þetta eða þessu líkt um sína skoðun ? Almenn orðatiltœki um yfirburði kenn- ingar sinnar eru vísindamanni alveg ósamboðin. Allt má segja og gjöra í nafni „frelsis“ og „framfara“, „sann- leika‘ ‘ og „kæn’leika' ‘. En slík stóryrði ætti sem fyrst að strikast út-úr uinrœðum menntaðra manna um vísindaleg efni og eftirlátin skraffinnum og skrílforingjum. Sannr vísindamaðr styðst við rökin ein; og um vísindalega niðr- stöðu verðr dœmt eftir gildi hennar sjálfrar, án tillits til þess, hverjum lýsingarorðum er hrúgað á hana. Próf. J. H. segir, að nýja guðfrœðin sé ekkert full- myndað kenninga-kerfi, og er það að vísu satt. Hún er að mörgu leyti mjög sundrleit. Fylgjendr liennar eru staddir á mjög ólíkum stigum framþróunarinnar, og væri r-anglátt að eigna þeim öllum sömu skoðanir, sem til þess sauðahússins telja sig. En svo rnargt er það nú orðið, sem ný-guðfrœðingar eru orðnir sammála um, að vel hefði það mátt telja upp og setja fram sem fullnaðar-niðrstöðu nýju guðfrœðinnar: í öðru lagi verðr nýja guðfrœðin að sa'ta sömu kjörum og aðrar kenningar: hún hlýtr að gjöra sér að góðu að dœrpast eftir orðum og útlistunum höfuð- kennimanna sinna. Það getr enginn ný-guðfrœðingr kvartað þó honum sé ætlaðar skoðanir þær, sem fyrirlið- ar stefnunnar opinherlega halda fram, nema þvr aðeins að hann hafi sjálfr afneitað þeim hisprslaust. Yfirburða-einkenni telr próf. J. II. það hjá nýju guð- frœðinni, að hún er svo sundrleit, og hann segir: „Það ,er sómi hennar, að halda ekki að mönnum útlistunum sín- um á sannindum trúarinnar svo sem sannleikanum al- gjöra.“ Og enn fremr segir hann: „Nýja guðfrœðin hefir ekki neina ákveðna trúarjátning fram að leggja.“ Fremr lætr þetta illa í eyrum jafnt frá vísindalegu sem trúarlegu sjónarmiði. Samt ber þess að gæta, að hér rœðir höf. aðeins um guðfrœðina og gjörir greinarmun á henni og kristindóminum sjálfum, og er það vel gjört. Skeikulleik guðfrœðinnar einsog annarrar frœði ber að viðrkennna að sjálfsögðu. En er það samt ekki nokkur vottr um sannfœringar-skort um málefni sitt, þegar sí og æ er sleginn sá varnagli, að óvíst sé, hvort j>etta, sem verið er að segja, sé í rauninni nokkuð að marka. Sjálfr sannfœrðr einungis til hálfs hefir enginn enn hrundið sannleikanum langt áleiðrs, hvorki í veraldlegum né and- legum efnum. „Stefna guðfrœðinnar getr verið það eitt að leita sannleikans“ — segir virðulegr höf., og mun enginn við liann um það deila. Erviðara verðr að fylgja honum, er liann ber þetta fram :. „Stefnuskrá kristindómsins geta menn nefnt trúarjátning.“ En er ekki trúarjátningin smíði guðfrœðinnar ? Hvernig fer þá höfundrinn að gjöra greinarmun á stefnuskrá kristindómsins og guðfrœðinni ? Höf. segir enn fremr, að hann „efist um, að nýja guðfrœð- in gjöri sig ánœgða með postullegu trúarjátninguna sem stefnuskrá kristindóms síns.“ Gott er að fá þá yfirlýs- ing frá höfuð-kennimanni íslenzkra klerka. Það var manni nú að sönnu kunnugt áðr, að nýja guðfrœðin af- neitar ýmsu í þessarri fyrstu og helztu játning kristn- innar. En mætti menn nú einnig fá að vita, að hve miklu leyti nýja guðfrœðin á Islandi er óánœgð með grundvall- ar-játning kirkjunnar þar í landi? Bót er í máli, að prófessorinn segir oss, að nýja guð- frœðin hafi það, „sem l>etra er‘ ‘ : fagnaðarerindi Krists, eða ef það skyldi þykja of rúmt, þá fjallrœðuna, eða ef hún skyldi þvkja of rúm: faðir-vor. Myndi það teljast goðgá að benda á, að hér hafi hinn lærði maðr flœkzt í bandi sínu ? Hugsunarvillan er aug- íjós. Að hverju leyti hefir nýja guðfrœðin „fagnaðarerindi Krists“ umfram aðra guðfrœði? Er ekki öll guðfrœði hjá kristnum mönnum útskýring á fagnaðarerindi Krists? Er ekki postullega trúarjátningin t.a.m. útlistun guðfrœð- innnar á fagnaðarerindi Krists? Og er og getr nýja guð- frœðin verið nokkuð annað en útlistun á fagnaðarerindi Krists? Hún leggr sinn skilning í fagnaðarerindið, sá skilningr er hennar frœði—guðfrœði. Að nýju guðfrœð- ingarnir einir hafi fagnaðarerindi Krists meðferðis og hafi því „það, sem betra er‘ ‘ en aðrir, nær engri átt. Lát- nm vera, að skilningr eldri guðfrœðinga hafi verið svo og svo bágborinn á fagnaðarerindinu; allir vita þó, að guð- f 'S THE DOMINION BANK Slr EDHUND B. O.NI.EK, M. P„ Pres W. D. MATTHKW8 .Vlce-Pres. C. A. BOGEIiT, General Alanager. Höfuðstóll borgaðu* . . . $5,000,000 Varasjóður . . $6,000,000 Allar eignir . $76,000,000 Hentugt ú ferðalagi. Ferðamönnum fengin skírteini og ávlsanir frá Dominion bankanum, sem eru góð eins og gull hvar sem er. I>ær segja til eigandans og þeim má víxla hvar 5 heiml sem banki finst. NOTKE DAME BRANCH: Mr. C. M. DENISON, Manager. SEI.KIKK HRANCH: J. GBISDALE, Manager. frœði þeirra' var einungis útlistun á því. Og þó nýju guð- frœðingunum finnist nú mikið til um fáfrœði hinna eldri, þá ætti þeir þó ekki að láta mikið yfir sér heldr, þarsem þeir ekki eru vissari í sinni sök en þeir segja, og búast við, að sínar skoðanir falli með tímanum. Þyki „fagnaðarerindi Krists“ of rúmt, þá aðhyllast ný-guðfrœðingar „fjallrœðuna“, og þyki hún of rúm, þá „faðir-vor“ aðeins — segir höf. Er ekki hér hugsað aftr-á-bak? Hann á víst við, að þyki fagnaðarerindið of þröngt, þá fjallrœðan, og reynist hún of þröng, þá faðir- vor. Hann vill víst segja, að allir ný-guðfrœðingar geti ekki viðrkennt allt fagnaðarerindið; fleiri geti aðhyllzt fjallrœðuna, og allir faðir-vor. Þarsem flestir komast fyrir er rýmzt, en þarsem fæstir geta komizt fyrir er þrengst. Og þegar maðr hefir svona greitt úr hugsunar- flœkjum höfundarins, kannast maðr við, að þetta megi til sanns vegar fœra. Það kemr líka heim við það, sem revndist á alþjóða trúarbragða-þinginu í Chicago árið 1893. Þar voru saman komnir fulltrúar sem næst allra trúarbragða í heimi, og það reyndist tvennt, sem allir gátu játað og haft um hönd. Annað var „faðir-vor‘ ‘, en hitt var sálmr Newman’s kardínála „Lead,Kindly Light!“ (‘Skín, ljósið náðar!‘). Svo rúmt er ‘faðir-vor’, að liver einasta sál, sem trúir tilveru einhvers guðs, getr gjört það að trúarjátning sinni. Ef ný-guðfrœðingar eru ánœgðir með ‘faðir-vor’ eitt sem trúarjátning sína, þá geta þeir átt trúarlegt heimili með Únítörum og Gyðingum, Tyrkj- um og Kínverjum. Sú blessaða bœn er jafn-víð einsog himinhvelfingin, en hún er engan veginn hið eina eða allt það, sem Jesús kenndi. Trúarlærdómar Krists og læri- sveina hans koma þar raunar alls ekki til greina. Þar er ekkert sagt um Jesúm sjálfan og sáluhjálp mannanna í lians nafni, og hélt eg þó, að fæstir nýguðfrœðingar væri á- nœgðir að gjöra nokkuð það að einustu trúar játning sinni, sem ekki nefnir frelsarann á nafn. Svona fráleit fram- setning á trúarefnum getr ekkert haft annað í för með sér en að auka „trúna á moldviðrið“. Mestum vonbrigðum veldr það í trúmála-hugleiðing- um prófessorsins, að lrann, sem maðr á heimting á að tali einsog vísindainaðr um alvarlegt efni, í stað þess að setja frarn skýrt og skilmerkilega kenningar þess guðfrœðinga- flokks, er liann gjörist málsvari fyrir, lætr sér nœgja þá aðferð miðr vel innrœttra unglinga að segja við mótstöðu- menn sína: Þið eruð ekkert betri sjálfir; þið trúið þessu ekki sjálfir. Hann skipar þeim, sem ganga undir trúar- játningum kirkjunnar, að leggja liöndina á hjartað og kannast við það, að þeir sé hrœsnarar. Þeir trúi ekki innblæstri biblíunnar, ekki kenningunni um erfðasyndina, ekki kenningunni um djöfulinn og helvíti og eilífa útskúf- un; og raunar trúi þeir ekki heldr kraftaverkunum hvorki í gamlá né nýja testamentinu. Á þessu er það þó að grœða, að þar kemr óbeinlínis í ljós trúarjátning höf. um þessi efni, því það má lieita skýlaus yfirlýsing frá lians hálfu, að öllum slíkum úreltum kenningum — þótt allar sé þær teknar irr nýja testamentinu og flestar teknar eftir Jesú Kristi sjálfum — hafni ný-guðfrœðingar með fyrir- Jitning. En svona löguð bardaga-aðferð má engum þeim lraldast ujrpi, sem telja á með menntuðum mönnum. Eng- inn vísindamaðr la>tr sér það sœma að sanna staðhœfingar sínar með því einu að segja, að allir þeir, sem á móti mæli, sé hrœsnarar. Vafalaust eru margir hrœsnarar beggja megin; en það skýrir ekki kenningar þær, sem útlista á, að bera andstœðingana brigzlum. Tíminn sældar hrœsn- arana frá í báðum fylkingunum, og „það heldr velli, sem hœfast er“ ; en þá siðferðis-skyldu lrafa allir, sem frœða eiga almenning, að gjöra kenningarnar sem ljósastar og útlista þær með þeirri stilling; sem vísindamanni má sœma. Skýrastr og skilmerkilegastr er sá þáttr „Trú- mála-lrugleiðinganna“, sem hljóðar um afstöðu nýju guð- frœðinnar við heilaga ritning. Þar er það sagt afdrútt- arlaust, að ný-guðfrœðingar hafni lrinni gömlu kenning um innblástr ritningarinnar, og við það er kannazt, að biblían sé að mörgu leyti óáreiðanleg; skekkjur sé margar bæði í nýja testamentinu og gamla testamentinu. Upphaf byltinga þeirra, sem orðið lrafa á trúmálasvæðinu að því er kemr til kasta íslenzku guðfrœðinganna, var lrin svo kallaða „hærri kritík“, eða „vísindalegar biblíurannsókn- ir“. Þá bjuggust menn ekki við, að upp-af þeim rann- sóknum sprvtti ný guðfrœði, og því síðr skildu menn það þá, að „kritík“ þessi var í raun og veru ekki nema einn angi af heilu kerfi nýrra kenninga, einn þáttr nýrrar = stefnu, sem breiddi sig út-yfir allar kenningar kristin- dómsins. Niðrstaða hinnar nýju stefnu viðvíkjandi hiblíunni er löngu orðin alkunn, og nýja guðfrœðin hefir þegar svo greinilega gengið frá kenning sinni í því efni, að hiín getr nú gefið sig við hinum öðrum viðfangs-efnum sínum; enda urðu þau efni bæði mörg og ervið, sem hún hlaut að taka til meðferðar og „leiðréttingar“, er hún hafði gjört ritningunni þau skil, sem hún gjörði. Við þennan þátt nýju guðfrœðinnar lrafa þeir hvað mest haldið sig ný-guðfrœðingarnir íslenzku, og þar hafa þeir fylgzt bezt með. Sagt var oss það um árið, að ekki myndi „rannsóknirnar“ raska nýja testamentinu, og ekkert væri í húfi, þó gamla testamentið reyndist gallagripr. Nú er þó komið að því, sem flestir sáu fyrir, að nýja testamentið hefir fengið svipaða útreið og hið gamla. Vel og vand- lega segir próf. J. II. frá villum nýja testamentisins. Setjum nú svo, að allt það sé satt og rétt og vér yrðum að viðrkenna með ný-guðfrœðingunum, að margt og mikið sé í ritningunni, sem rangt sé og villandi, og þvr geti biblían engan veginn verið sú heimild, sem hún var meðan menn trúðu því statt og stöðugt, að lrún væri heilög og óskeikul bók; hvernig getum vér samt aðhyllzt þá kátbroslegu rök- leiðslu prófessorsins, að við þetta hafi ritningin „grœtt“ og meira sé hana að marka nú en áðr Jú, hann segir það sé sannað nú með fullri vissu, að Páll postuli hafi samið Rómverjabréfið, Korintubréfin og Galatabréfið. Ilvað sem hinum bréfunum líðr, þá eru þessi bréf sönn og ekta. Er það þá „gróði“ fyrir biblíuna, að surn ritin reynast sönn, en sum ekki? Höf. segir, að guðspjöllin hafi enda grœtt stór-mikið á rannsóknunum. Að sönnu verði drætt- NORTHERN CROWN BANK AÐALSKRIFSTOFA í WINNIPEG Höfuðstóll (löggiltur) Höfuðstóll (greiddur) $6,000,000 $2,746,000 Formaður Vara-formaður Jas, H. Ashdown Hon.D.C- Cameron STJÓRNENDUR: Sir D. Jí H. T. Charapion W. C. Leistikow Sir R. McMillan, K. C. M. G. Capt. Wm. Robinson Frederick Nation P. Roblin, K.C.M.G, Allskonar bankastðrf afgreidd.— Vér byrjum reikninga viö einstaklinga e3a félög og sanngjarnir skilmálar veittir.—Avísanir seldar til hvaða staðaar sem er á slandi, — Sérstakur gaumur gefinn sparisjóðs innlögum, sem hægt er að byrja með einum dollar. Reutur lagðar við á hverjum 6 mánuðum, T. E. THORSTEINSON, Ráðsmaður. Cor. Willim Ave. og Sherbrooke St. Winnipeg, Man. irnir færri, sem blasa við oss, af mynd frelsarans nú, en drættirnir í lrinni eldri mynd frelsarans, sem menn liöfðu búið sér til eftir guðspjöllunum vísindalega órýndum. Það gróði, að dráttunum í mynd frelsarans hefir fækkað! Eftir þessum reikningsreglum yrði maðr því ríkari sem maðr tapaði meiru. Ilvar skyldi sá banki lenda, sem stjórnað væri eftir þessum reglum ? Setjum svo aftr, að þetta reynist satt, að biblían verði að játa sig að inörgu leyti skakka og óáreiðanlega; en teljum henni það ekki til gildis, að hún e»r víða skökk og óáreiðanleg. Játum það einsog menn, að vitanlega getr hún ekki verið oss allt það, sem hún áðr var, srðan svona komst upp um hana. En sættuin oss þá líka við það að hafa einungis ófull- komið manna orð að bera fyrir oss, og gjörum oss sem mest gagn af því, sem vér getum, en verum ekki með slíkt barnahjal sem það, er nú var sagt frá. Eða livaða óyggj- andi vissa er fyrir því frá sjónarmiði nýju stefnunnar, að þetta, sem eftir er af ritningunni, reynist nú áreiðanlegt? Má ekki búast við, að enn geti komið fram sannanir fyrir því, að eitthvað af því, sem nú er talið sannsögulegt í biblí- unni, reynist ekki haldbetra en sögur nýja testamentisins um fœðing og upprisu frelsarans og annað það, sem nýju rannsóknirnar hafa fellt um koll? Er það víst, að vit og lærdómr guðfrœðinganna nýju sé það óskeikulli en ritn- ingin, að nokkuð sé til frambúðar á því byggjandi, sem þeir segja að áreiðanlegt sé? Þeir segja líka sinn hvað um það, hverju trúa megi af því, sem í ritningunni stendr, og hverju verði að kasta burt sem óáreiðanlegu og vill- andi. Ekki er því með þessu neitað, að þeim geti þótt varnt um biblíuna, senr ekki hafa gömlu trúna um lrana. Hún er þeim kostum búin, sú bók, að allir óspilltir menn láta sér þykja vænt um hana og menn verða hugfangnir af efni hennar, líka þeir, sem ekki eru kristnir. En ekki er hún þá að eðli sínu nein sú heimild, sem vitna má til um- fram aðrar bœkr. (Meira.) B. B. J. Nokkur orð um leikritið „Fjaíla- Ejvindur.“ Eg hefi af og til'lesiö “delluna” í Heimskringlu um leikritið “Fjalla-Eyvind, og satt að segja þykir mér nóg um allan þann endalatisa þvætting. tJtlit fyrir að það veröi sama og um Leir- skáldin hér um árið, til sællrar minningar, sem flestir voru búnir að fá meir en nóg af. En við- víkjandi öllum þeim útásetningum og leirvaðal, dettur mer í hug sú spurning: Mun álit þessara manna á leiknum vera meira virði, en álit allra ritstjóra íslenzku blað- anna á íslandi og domur fjölda margra mikils háttar rithöfunda og mentamanna víðsvegar í Norð- urálfunni, sem allir hafa lokið lofsorði á leikinn, fyrir utan alla ])á áhórfendur leiksins sem hafa hælt honum og þótt hann skara f'ram úr öðrum leikjum. Leikurinn er eins og aliir vita sorgarleikur, — og eins og séra M. J. Skaptason kemst að orði: “Öflin og ástríðurnar, ástin og hatrið, ólögin og harðindin og vesaldónuir, sem hér heyja stríð.” Þetta alt er í leik þessum sýnt cg leikið með lífi og sál, það er nokk- urskonar skuggamynd úr þjóðlífi 18. aldarinnar. En jætta er ekki leikurinn sem þeinr legátum geðj- ast að, sem níða hann í Heims- kringlu; en gætum nú að hvaða leikrit fær hrós í Heimskringlu: “Apinn” og “Grasafjallið”, þarna kemur smekkurinn fram. Slíku mundu tæplega nokkrir mentaðir eða rétthugsandi menn á Islandi •hrósa og j>ó víðar væri leitað. Mér dettur ósjálfrátt í hug, hvort allir j>eir, er lirósa leiknum, bæði á Islandi og annars staðar í Evrópu og einnig hér Vestanhafs, munu ekki standa á eins háu sið- ferðisstígi eins og þeir sem níða leikinn í Hkr. Auðvitað hafa sumir af þessum sem Iasta leik- inn, lagt einhvern skerf áður í Leirskálda bullið sxla: og það máske kasta'r einhverju Ijósi yfir þá í augum hinna svartsýnu cg fákænu landa hér Vestan hafs, sem lasta leikinn. Eins og allir vita, er frásögnin um Fjalla-Eyvind sönn þjóðsaga, klædd í betri búning af Jóh. Sig- urjónssyni, höf. leiksins. — Að sú breyting er herra J. S. hefir gjört á þjóðsögunni um Fjalla-Eyvind er stórum til batnaðar, hefir herra S. B. Benedictson greitrilega sýnt fram á í greininni: “Vitringurinn sem. varð að heimskingja”, er stóð í Lögbergi nú fvrir skömmu. Fyrir mitt leyti finst mér að leik- rit þetta hafi átt að vera Vestur- íslendingum kærkominn gestur, það er, þeim sem unna þjóðerni sínu og eru enn íslenzkir í anda, þótt komnir séu hér vestur um haf. En um'þá uppskafninga er alt öðru máli að gegna er hata alt íslenzkt, þeir hljóta að vera mót- stæðir leik þessum og öllu öðru íslenzku, sem í sjálfu sér er stórt FAIÐSEM MEST FYRIR RJÓMANN SendiS hann til okkar og fáiS hæsta verö fyrir hann. Vér leggjum til merki miöa ókeypis og brúsa án endurgjalds þangaö til þér eruð ánægöir met5 við- skiftin. Sumlr velþektir mjólk- I landinu hafa haft urmenn viöskifti viö oss árum saman. Vér borgum peninga út í hönd fyrir hvern rjðmabrúsa, Jafnskjótt og hann er oss send- ur. Brúsarnir sendir aftr eftir tvo sólarhringa. Skrifið oss og skulum vér þá koma því svo fyrir, aö þér fáiö sem mest fyr- r rjóma yðar. Vér borgum all- an kostnað. BRANDON CREAMERY AN0 SUPPLY CO. Brandon - Manitoba

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.