Lögberg - 19.06.1913, Blaðsíða 3
1.ÖGBERG, FIMTUDAGINN
19. Júní 1913.
Kynleg saga af Rúss-
neskri prinsessu.
Um alt Rússland veröur fólki
mjög tíörætt um atferli prinsessu
nokkurrar, er heitir Marya Alex-
androvna Garatzina. Hún er dótt-
ir vellauöugs manns, er á mörg
landsetur í Tula, Orel og Volhynia,
svo og dýrölega höll í Moskwa.
Prinsessan er 23 ára gömul, fríð
sínum, tíguleg, mjög vel aö sér, til
munns og handa, og tók vitanlega
aldrei hendi sinni í kalt vátn, öll
sín uppvaxtarár. Faöir hennar og
frændur eru veraldarmenn í hóf-
legu lagi og prinsessan fylgdi
þeirra dæmi þartil fyrir skemstu.
Hún var ein hin fjörugasta og
kátasta í félagsskap og samkvæm-
um tigna fólksins í Moskwa, þótti
gaman aö dansa, aka geyst í sleða
meö sínum jafnöldrum, fara í leik-
hús og skemta sér á allan hátt að
rikra manna sið. En alt i einu tók
hún skyndilega gagngerðri breyt-
ingu. Hún lýsti því einn daginn,
að frá þeirri stundu ætlaði hún að
lifa “einföldu líferni’’, og fám
dögum fór hún burt úr höll föð-
ur síns.
Sú ástríða hefir um langan tíma
oft komið upp hjá ríka fólkinu
á Rússlandi, að segja skilið við'
auð og allsnægtir, fara allslausir í
framandi staði og vinna fyrir sér
cinsog óbreyttir almúgamenn.
Skáldið Turginjef gaf þessu at-
hæfi fyrst nafn í einni skáldsögu
sinni, þarsem söguhetjan fer að á
þennan hátt. Tolstoy prédikaði
þann lífernismáta í mörg ár, eins-
og kunnugt er, og lifði sjálfur
þann veg seinni part æfi sinnar.
Þessi liin sama ástríða, aö yfir-
gefa heiminn með.öllum hans fríð-
indum og lystisemdum, kom
nú yfir prinsessu Maryp
Garatzin, ekki alt i einu,
heldur smám saman í vetur leið. 1
Allan timann, í leikhúsum, á dans-
leikjum og mannfagnaöarmótum
var hún að velta fyrir sér þeirri
hugsun, að breyta til um lífernis-
máta og lifa óbrotnu lífi. Stund-
um þegar hún kom af dansleikjum
sat hún og las Tolstoy fram eftir
nóttum, prófaði og rannsakaði
sjálfa sig og jafnvel lagði á sig
meinlæti. Hugsunin náði æ sterk-
ari tökum á henni, svo að' hún réði
varla við sig. Eitt sinn, er hún
steig dans við liðsforingja nokk-
urn, þá datt þetta upp úr henni:
“Segðu skilið við alt þetta; afneit-
aðu heiminum!” Liðsforinginn
hugsaði, að hún væri að fá aðsvif
og leiddi hana burt, undir bert loft.
Þíegar hún loks fór að heiman,
eins og fyr getur, fór elzti bróðir
hennar að leita og spurði það uppi,
að hún væri eldastúlka hjá lög-
manni nokkrum í Rostoff; sá
hafði komizt að þvi, hver hún var,
sagöi hún honum þá upp alla sögu,
en me® engu móti vildi hún þýö-
ast ráð hans og fortölur, að snúa
heitn aftur til foreldra sinna, og
þegar bróðir hennar kom þangað,
þá var hún horfin þaðan, og
spurðist ekkert til hennar i mán-
aðar tima. Þá komst það fyrir,
að hún var í Moskwa og enn ráðin
í vist sem eldabuska. Hinn gamli
prins, faðir hennar, reyndi fyrst
td að fá hana til að koma heim
aftur, og er hún þvertók fyrir það,
reyndi hann að fá hana til að fara
burt úr Moskwa, með þvi að hún
væri að gera ætt sinni minkun.
“Ekki geri eg þér né fólki mínu
minkun”, svaraði hún, “heldur er
háttalag mitt ykkur til sóma. Eg
ætla að vinna fyrir mér sjálf.”
Prinsinn hóf þá málsókn í þvi
skyni, að fá hana setta á geS-
veikrahæli, en lét það niður falla,
eftir ráðum viturra manna.
Prinsessan Marya hélt nú sínu
fram, að lifa einföldu lifi. Hún
fékk sér vist í stóru hóteli, þarsem
auðugir og tignir menn gista, og
þar var frændfólk hennar sjálfr-
ar vant að búa, þegar það var á
ferðinni. Henni var þar ætlað það
verk, að bursta skó. Hún burstaði
yfir hundrað pör á hverjum degi,
fór á fætur klukkan fjögur á
morgnana og varð að vinna til kl.
11 á kveldin. Eftir þriggjá mán-
'aða vinntt á þessttm stað gaf hún
út flugrit ttm “Einfalt líferni”, er
byrjar á líka lund og skáldsagan
“Anna Karenina” eftir L. Tol-
stoy.
“Mörg þúsund leiðir eru til
angurs og ógæfu, en aðeins ein til
gle'ði og ánægju”, stendur þar.
Eina leiðin til gæfunnar segir
prinsessan að sé sú, að slíta öll
þau bönd sem binda mann við
heiminn, og lifa einföldu líferni.
“Gæfa er einmitt það, að losa sig
úr viðjum veraldiegra hluta- Þég-
ar þú átt enga peninga, ekkert
heimili, engin föt nema þau sem
þú stendur í, engin matvæli nema
þau nauðsynlegustu, þá ertu sæll
og engunt böndttm bundinn.” Pés-
inn endar á þvi að |Tolstoy hafi
yfirgefið heimili sitt og dáið sem
flakkari á járnbrautar stöðinni
Astapovo, “við þá siðustu tilraun
sem hann gerði til þess að eiga
ekkert til í eigu sinni, til þess að
yfirgefa konu og börn, heimili,
peninga, föt og fæöi.”
Þhrnæst reyndi prinsessan að
vinna fyrir sér sent vikastúlka á
fátæklegu matsöluhúsi. Þar varð
hún veik. Eftir það fór hún til
Kharkoff og varð vikastúlka í
stórri búð. Þ.ar varð fyrir henni
liin fyrsta freisting til að hætta
við hið óbrotna líferni. Frændi
hennar dó um þær mundir, er ver-
ið hafði auðugur kaupmaður og
mjög sérlyndur, og ánafnaði henni
300 þúsund dali. Búðarstúlkan
Marya neitaði að taka á móti því
fé. Lögmaður hennar réði henni
til þess að gefa það föður hennar
og bræðrum, ella fátækum. Prin-
sessan neitaði hvorutveggja. “Það
væri rangt gert að gefa það föður
mínum,” mælti hún, “með þvi að
hann mundi nota það fé til þess
að láta annað fólk vinna fyrir sér,
en það á hann að gera sjálfur. Að
gefa það til fátækra er sömuleiðis
rangt, með því að gjafir draga
þrótt frá þeim sem þiggja. Eina
rétta hjálpin er sú, að vinna til að
kenna öörum aö vinna.”
Freistingarnar voru fleiri og sú
næsta sem mætti henni varð henni
þyngri í skauti. Meðan prinsessa
Marya var í búðinni, komst hún í
kynni við liðsforingja er Yurieff
hét; hann var á hennar reki, mað-
ur vel gefinn og mikill fyrir sér.
Þþu feldu ástir hvort til annars,
Þegar Ýurieff komst að því, að
unnusta hans var prinsessan Gara-
tzin, þá gefðist honum enn tiðara að
eignast hana fyrir konu. Prinsess-
an lýsti því, að það væri ekki móti
sinni kenningu að giftast, en “ein-
falt hjónaband” yrði það að vera,
er hún gengi í. Bónda efnið yrði
að leggja niður stöðu sína í hern-
um . Yurieff gekk að því skilyrði
með því móti, að hún færi úr búð-
inni og kæmi með honum út á
smáa jörð í sveit, er hann átti fyrir
utan Kharkoff borg — “þar”
mælti hann “getQm við bæði unnið
líkamlega vinnu”. Prinsessan sam-
þyktist þessu, og nú.sagði foring-
inn af sér stö'ðu sinni. Þjrem
dögum áður en brúðkaupið skyldi
standa, fékk hann bréf frá henni,
og stóð þar, að henni hefði snúist
hugur. Hún væri enganvegfn mót-
fallin hjónabandi í sjálfu sér,
heldur væri hún sannfærð um, að
þáð mundi hnekkja þvt, að hún
gæti lifað reglulega einföldu lífi,
og hún væri fullráðin í því að lifa
ekki við uppgerð og látalæti. “Eg
ætla að vinna til æfiloka” var nið-
urlag bréfsins.
Og þannig heldur prinsessan
áfram að vinna. Vitanlegt er það,
að fríð og girnileg stúlka getur
ekki verið vinnukona, vikakind á
hótelum og matsölustöðum, svo að
hún komist hjá ónáöum. Prin-
sessan kvartar undan því, að eng-
inn karlmaður sjái sig í friði. En
hún lætur það ekki á sig fá. “í
Loskutnaya hóteli” segir hún,
“klóraði eg mig í framan og bar
sót framan í mig, til þess að taka
frá mér þokka og komast undan
.áleitni manns, sem vann þar á
skrifstofunni.”
Það hefir síðast heyrst af henni,
að föðursystir prinsessunnar er
komin á leiðina frá ítalíu, “til þess
að gera hvað hún getur til að koma
vitinu fyrir bróðurdóttur, sína.”
Þegar prinsessan frétti það, þá
varð henni þetta að orði: “Og eg
skal gera hvað í mínu valdi stend-
ur, til að koma vitinu fyrir hana
föðurysstur mína.”
Seattle, Wash.
31. Maí 1913.
Á aöalfundi, sein meðlimir
Hallgrímssafnaðar — Islenzka lút-
erska safnaðarins í Seattle —
héldu siöastliðinn sunnudag, sagöi
séra Jjónas A. Sigurðsson af sér
starfi sínu, sem prestur safnaðar-
ins.
Séra J. A. Sigurðsson hefir
þjónað söfnuði þessum síðastliðin
12 ár; hann hefir og hvenær, sem
tækifæri hefir gefist, tekið sér
ferð á hendur og prédikað fyrir
Islendingum, sem búsettir eru hér
á ýmsum stöðum á Kyrrahafs-
ströndinni, auk þess seiri nann hef-
ir á hverjum sunnudegi veitt
fræðslu börnum og unglingurn
sunnudagaskólans og einnig fram-
kvæmt, sem prestur, önnur embætt-
isverk, hvenær sem til hans hefir
verið leitað. — Séra Jónas hefir
orðið að vinna fyrir sér og fjöl-
skyldu sinni, með því að hafa á
hendi ábyrgðarmikið starf á skrif-
stofu þessa héraðs ("County Clerks
Office j; hafa kringumstæöurnar
verið þannig, að hann, því miður,
lrefir ekki getað gefið sig eingöngu
við hinu kirkjulega starfi. — Nú
sem stendur eru íslendingar hér
prestlausir, en vonandi fá þeir ein-
hvern bráðlega, sem heldur starf-
inu áfram. — Að vér vinnum sam-
an að kristilegum góðum félags-
skap, að vér höldum fast við trú
feðra vorra og mál, að vér rækj-
um það sem bezt er í fari íslend-
ingsins, —r á því byggist það að
hve miklu leyti vér hljótum viður-
kenningu hér, — annars er hætt
við, a'ð liggi fyrir okkur að dreif- j
ast, hverfa, og ef til vill týnast og |
verða tröllum gefnir.
Samkomur.
íslenzka kvenfélagið » í Seattle
heldur áfram starfi sínu, að líta I
eftir, og hjálpa þeim, sem hjálpar
þurfa. Að kveldi krossmessudags-
ins, sem í íslenzkum almanökum
aö kallaður er vinnuhjúaskildagi,
'héldu þær samkomu ('Box socialj,
sem í alla staöi var hin ánægjuleg-
asta. Körfur af mörgum stærð-
um, fyltar sælgæti, og skreyttar
bæði utan og innan voru þar seld-
ar hæstbjóðanda og fengu færri
en vildu.
Félagiö “Vestri” hélt skenrti- i
samkomu 2. Maí, gafst fólki þar |
að heyra ágætt prógramm, ræöur, [
samspil, einsöngva, k'órsöngva og!
upplestur; skemtu menn sér við |
þetta og annan fagnað fram á nótt.
Ágóðanum af samkomunni varið til
að auka við bókasafn félagsins.
19. Maí kom fjöldi karla og
kvenna saman í húsi herra B. O.
Johannssonar til að kveðja þau
herra Gunnar Matthiasson og konu
'hans, sem flutt hafa til Edmonton,
Alta., og hafa í hyggju að dvelja
þar sunrarlangt eða lengur. —
Vér vonum þau komi sem fyrst til
baka aftur.
Dauðsföll.
Vér höfurn verið mintir á það,
sem fyr, að enginn veit “nær sem
kallið kemur”, eru það ekki færri
en þrír framliðnir, sem fámenni
íslenzki flokkurinn þér hefir fylgt
til grafar nú í vor.
Þjorgrímur Guðmundsson dó af
slysförum 10. April síðastliðinn.
Hann vann viö stórbyggingu eina,
sem var í smíðum hér í borginni
og varð fyrir þunga lyftivélar, og
marðist svo, að hann dó innan
viku á sjúkrahúsinu, sem hann var
fluttur á strax eftir að slysið vildi
til. — Mér er lítið kunnugt um
ætt 'hins framliðna, nema hann
hafi verið fæddur í Reykjavík
1864 eða 1865 og munu ættmenni
hans vera búsettir þar og í Mos-
fellssveit á íslandi. Hann mun
hafa verið nálægt 30' ára að aldri
þegar hann fluttist vestur um
haf, og dvaldi þar um nokkurra
ára bil í Winnipeg og Nýja Is-
landi. Hér í Seattle dvaldi hann
síðustu 13 árin. Hann var verk-
maður góður, vinsæll í sinn hóp og
vel látinn. Hann var jarðsunginn
13. Apríl af séra J. A. Sigurðs-
syni; sá verkamannateiag fSeattle
Building Labor Unionj, sem hinn
framliðni tilheyrði, um útförina,
sem var myndarleg í alla staði.
Skúli Johnson og Jóhanna kona
hans, nýflutt hingað frá Vancouv-
er B. C., mistu barn sitt tveggja
mánaða gamalt 24. Apríl. Það
var jarðsungið þann 27. Apríl.
Vér urðum fyrif þeirri sorg að
þurfa að sjá á bak atgjörfismanni,
senr lést i blóma lífsins; það var
Benedikt Tryggvi Halldórsson,
sem lézt 21. Apríl úr tæringu, eftir
tiltölulega stutta legu. Hann var
fæddur í Ontario, Canada, í Nóv.
mánuði 1879. Foreldrar hans voru
Þþrsteinn Hallgrímsson, ættaður
úr Þiingeyjarsýslu, nú búsettur í
Nýja Islandi, og Ingunn Jónsdótt-
ir frá Miðhópi í Húnavatnssýslu.
I þeirri ætt eru og hafa verið sumt
af allra merkasta bændafólki í
Húnavatnssýslu. Hinn framliðni
ólst upp í Garðarbygð N. D. og
þar rnisti hann móður sína. Vest-
ur á Kyrrahafsströnd flutti hann
árið 1900 og dvaldi lengstum hér í
Seattle og Vancouver B. C. Eftir-
lifandi bræður eru þeir Ásgeir, bú-
settur í Edmonton, Alta., Jósafat
Lindal Hallgrimsson í Winnipeg
og Þorsteinn bóndi í Argyle.
Hinn framliðni var ágætum hæfi-
leikum gæddur og hið mesta prúð-
rnenni i allri framgöngu; hans er
sárt saknað af öllurn sem þektu
hann. Hann var jarðsunginn af
séra T. A. Sigurðssyni 28. Apríl.
/. B.
*
Avarp-
TH kvoúfclagsins “Isafold” í
Vesturheimsbygð í Minnesota.
Það ætíð sé vor iðja,
um alla lífs vors tíð,
því beina braut að ryðja,
sem blessun flytur lýð.
Vér skulum sterkar standa,
og starfa einum hug;
og veita lið í vanda,
• með viti, þreki og dug.
Að gleðja sorgmætt sinni,
og sjúkum aðstoð ljá,
svo hjartað huggun finni
sem harmar sárir þjá, —
það sé vort æðsta yndi,
og aðal-stefna kær;
það göfgar, léttir lyndi,
og ljúfrar gleði fær.
Og þótt vér sjálfar syrgjum,
og sára hugarkvöl
í brjósti þrávalt byrgjum,
og brá vor oft sé föl, —
vér skulurn æðrast eigi,
En áfram halda braut
alt fram að dauðadegi,
með dáðum sigra þraut.
María G. Arnasoti.
Islands fréttir
Reykjavik 25. Maí.
Fréttir frá Akureyri;
Þingmaður verður hér að sjálf-
sögðu Magnús kaupmaður Krist-
jánsson, þar sem hann hefir feng-
ið skriflegar áskoranir frá 230
kjósendunr um að bjóða sig fram, I
en alls eru á kjörskrá um 350.
Afli er hér mjög rýr og aðeins [
utarlega á firðinunr.
A
Reykjavik 26. Maí.
Um skopleika flutti Andrés
Björnsson fyrirlestur í gær í Báru-i
bú'ð og stóð hann, með ræðu er
Gísli Sveinsson hélt á eftir, frá kl.
6—7E2. Hér var um 400 manns
saman komið og því töluvert fleira
en í sæti komst. Hann rakti sögu
skopleikanna og byrjaði á Grikkj-
um, sem hefðu komist svo langt í
þeirri list á blómaöld þeirra, að
lengra hefir vart verið komist síð-
an. Hann gat um frjálslyndi
Grikkja á þeim tíma, að heyra
annarlegar skoðanir, svo sem Har-
aldur prófessor Níelsson 'hafði
lýst svo fagurlega sunnudaginn
áður, en honurn fanst að prófess-
orinn heföi ekki tillagt sér sjálfum
það frjál^lyndi gagnvart skopleikn-
um.
Rabelais, hið fræga frakkneska
skopleikaskáld, og Holberg mint-
ist ræðumaður á og hina miklu
þýðingu skopleika. Svo sagði hann
sögu þessa skopleiks, sem hér hef-
ir verið mest umræddur.
Enn gat hann um grein E. H.
skálds í síðustu Isafold og þót i
hann meðal annars ekki vel vand-
a'ður í tilvitnunum. Dr. G. F.
þótti fyrirlesara nokkuð óglöggur
í ritgerð sinni um eign á öðrum
rnönnum; mvndi t. d. tæplega geta
bannaö aö aðrir fengju sér sama
efni í föt og hann, notuðu og
hefðu þau eins sniðin og hann.
Margt fleira bar a ’ goma hjá
Andrési; en er hann hafði lokið
máli sínu var kosinn fundarstjóri
Bjarni Jónsson frá Vogi. Gísli
Sveinsson tók þá til nráls og tal-
aði lengi. Þótti honum guðfræð-
iskennarar háskólans ekki halda
sér sem vera bæri við lúterskan siö
í kenningum sínum og mintist í
þvi sambandi á prestaeið þeirra.
Þótti honum sem þeir, er í gler-i
'húsi búa væru ekki færir i grjót-
kast.
—Vísir.
Seyðisfirði 17. Maí.
Atvinna er mikil hér í bænum
nú sem stendur, oft unnið bæöi
dag og nótt, einkum vi'ð móttöku
á fiski úr botnvörpungum, svo og
kolavinnu. Hefir rnargt verkafólk
sótt hingað úr nærhggjandi sveit-
um.
Hæst kaupgjald, sem vér- höf-
um heyrt getið hér um er 75 aur-
ar — 1 kr. um klukkustundina.
Þjað er oss sagt að kaupm. Þór.
Guðmundsson og Fr. Wathne hafi
greitt á Hvitasunnudagsnótt.
Að vegavinnu er nú lika gengið
hér í bænum, og eftir helgina byrj-
ar vinna við undirbúning raflýs-
ingar; og því næst koma annirnar
hjá mótorbátaútgjörðarmönnun-
um.
Seyðfirðingar þurfa þvi von-
andi eigi að kvarta um atvinnu-
skort í sumar.
Tuttugu kindur fórust í vor
ofan um is á Álftavatni skammt
frá Straumi i Hróarstungu. Flest-
ar kindurnar átti Ámi Árnason
bóndi á Straumi.
Seyðisfirði 26. Maí.
Fréttir úr Austur-Skaftafellssýslu:
13. Marz lögðu 4 Svínfellingar í
fjöruferð á Svínafellsfjörur, þeir
Gísli Jónsson, Lárus Magnússon,
Jön Sigurðsson og Páll Pálsson, i
allgóðu veðri, snemrna morguns;
en svo tók að hvessa norðaustan og
þykna i lofti, og er þeir voru
komnir nálægt fjörunni fór aö
drífa. Fóru þeir í flýti að fást
við tré, en urðu að yfirgefa þau,
því veðrið harðnaði óðum. Þeir
sáu sér ekki fært að komast til
bæja, heldur tóku fyrir að reyna
að komast austur fjömr meðfram
sjó, ef unt væri, og ná í sjóhraktra
hælið á Ingólfshöfða, sem Thomsen
konsúll lét byggja þar síðastliðið
haust. Þ]eir lögðu af stað austur
frá trjánum um hádegi, en af því
bylurinn var nú skollinn á, og
veðrið afar-hart og stóð beint á
móti, þá gekk ferðin mjög seint,
enda gátu þeir naumast setið á
hestunum. Altaf versnaði færðin
svo hestarnir brutust um i dyngj-
um, og bágt áttu þeir með að halda
hóp, því það gaddaði fyrir andlit-
in, og urðu þeir sífelt að brjóta
klakann frá augunum. Þegar far-
ið var að dimma af nótt, komust
þeir ekki lengra fyrir ófærð og
hvassviðri, og vissu þeir þá ekki
hvað langt væri til Höfðans, tóku
þá það ráð að leggjast fvrir þarna
á bersvæði. Ekkert gátu þeir séð
5
A vorin
Hver og einn, sem þykir
gott að smakka glas af öli,
vill B o c k s.
DREWRY5
Bock Beer
bruggaður fyrir 6 mánuð-
um er nú til sölu.
Pantið snemma
því að birgðirnar
eru takmarkaðar
FURNITURE
o»> Lrv,
OVERLAND
MA'S \ *111ANDIR -f
GERA OSS MÖGU-
LEGT AÐ FRAM-
LEIÐA PRENTUN
SEM GERIR VIÐ-
SKIFTAVINI VORA
ANÆGÐA
The Columbfa Press,
Limited
Book. and Commercial
Printers
Ph'one Garry2156 P.O.BoxH72
WINNIPEG
vegna blindhríöar, og ýmist fauk
sandur í augu þeim er þeir komu
nær sjó. Ekkert heyrðu þeir 'hver
til annars fyrir veðurdyn, nema
þeir væru með andlitin föst saman.
Nú var um að gera að sofna ekki
né láta sig fenna. Einn þeirra,
Jón, varð fastur í fönn og hafðist
ekki fyr en morguninn eftir, því
þeir voru verkfæralausir, skáru þá
ístöð frá hnakk, og gátu með þeinr
barið snjóinn frá. Hinir voru á
hreyfingu um nóttina, til þess að
láta sig ekki fenna.
Morguninn eftir var veðriö
vægara, en samt bylur, tóku þeir
sig þá upp, og náðu Ingólfshöfða
klukkan 8 f. h., létu alla hestana,
9 að tölu, í húsið, kveiktu þar upp
eld á olíuvél, er þar er, og vermdú
sig þar, fengu sér matarbita, fóru
í þurra sokka, gáfu hestunum |
tuggu, hjúkruðu sér og þeim eftir
föngum, hvíldu sig þar í 6 tíma
og héldu þaðan heim um kveldið'.
Þjeir félagar og hestarnir hrestust
mikið í Höfðahælinu. Það hjálp-
aði, að nokkuð dró úr frosti, er á
nóttina leið.
Nokkra daga á eftir voru þeir
meö skinnhrafl á andlitunum, eftir
snjóskara og sand, og veikir í aug-
um, en eru nú orðnir jafn-góðir
að mestu.
I sama óveðrinu urðu úti allir j
sauðir Svinfellinga. Þteim varð :
ekki náð í hús áður en óveðrið j
harðnaði, og dóu þá nálægt 40 j
sauðir, og hinir, senr af komust, j
þjökuðust mikið. Sauðamenn kom- j
úst ekki heim, lágu í beitarhúsun-
um um nóttina.
"Vietur þessi hefir verið mjög úr-
fellasamur, snjór og regn stórkost-
legt á víxl. 30 f. m. batnaði tiðin
og er nú viðast orðið alautt.
—Austri.
Bísmarck þótti fleira gott til
drykkjar heldur en bjór og grogg,
og einkum þótti honum gott kaffi,
en engan kaffibætir vildi hann
hafa samanvið það. Sú saga er
sögð af honum á herferð Þjjóð-
verja á Frakklándi, að hann kom
að veitingahúsi nokkru, gerði boð
fyrir húsbóndann og spurði liann
hvort hann hefði nokkurn kaffi-
bætir til. Hinn kvað svo vera.
“Tæja”, sagði Bismarck, “færðu
mér hann þá; alt senr til er í kot-
inu.” Hinn fór og kom aftur með
brúsa fullan af kaffibæti, og fékk
Bisnrarck. “Ertu viss um, að þú
hafir ekki neitt meira af kaffi-
bæti?” spurði járnkanslarinn. “Já,
herra, ekki eitt korn.” “Þá skaltu”;
sagði Bismarck, og hélt hjá sér
brúsanum, “fara og búa mér til
kaffisopa, ekki minna en tvær
merkur.”
Vjelar, Dœlur,
Katlar
K oxiLtia?s^,C5'fc£La?a,-áhöId
Þessi mynd sýnir
IMilwaukee
steínsteypu
Vjel
Spyrjið eftir verði
THE STUART MACHINERY
COMPANY LIMITED.
764 Main St., - - Winnipeg, Man
Eddy’s nýjustu eldspítur
Hættulausar-Hljóðar
Eitur-lausar
- - hinar nýju ,,Ses-qui“
Einu eldspíturnar af þeirri tegund
í Canada.
Endahnúðarnir algerlega hættu-
lausir. Þér eða börn yðar geta bitið
eða gleypt þá án nokkurrar hættu
Seldar í tveim stærðum—vanalegr
og vasastærð, Verndið sjálfa yður
með Jjví að brúka engar eldspítur
nema Eddy’s nýju „Ses-qui.“
Spyrji’ð
kaup-
manninn.
KARLMANNA BUXUR
Hentugar á vorin.
Hentugar til daglegs brúks
Hentugar til vinnu
Heniugar til spari.
Hver sem kaupir buxur hér,
verður ánægður með kaupin.
Þær eru þokkalegar og end-
ast vel, seldar sanngjarnlega.
Venjið yður á að koma til
WHITE & MANAHAN
500 Main Street, - - WINNIPEG
tibúsverzlun i Kenora
THOS, JACKSON & SON
BYOQINGAEFNI
AÐALSKRIFSTpFA og birgfeból 370 COLONY ST
TALS. Sherbr. 62 og 64 WINNIPEG, MAN.
GEYMSLUPLÁSS:
Vestnrbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63
I Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498
I Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland,
Vér seljum þessi efni í byggingar:
n Múrstein, cement, malað grjót,
(aTTar stærð.), eidtraustan múrstein,
og eldleir, Flue Lining, möl, Hard-
wall Plaster, hár, Keene’s Cement,
hvítt og grátt kalk, hydrated kalk,
viðar og málm lath, gyps, Rubble
stone, Sand, ræsapípur, weeping
drain Tile, Wood Fibre Plastur,
Einnig Mortar, rautt, guit, brúnt,
standard og double strengtb black.
Tuttugu menn
óskast strax.
Vér skulum borga þeim gott |
kaup meðan þeir eru í Moler’s j
Rakara skóla. Vér kennum rakara I
iðn til fullnustu á tveiin mánuðum
og útvegum lærisveinum beztu
stöður að afstöðnu námi með $15
til $35 kaupi um viku. Gríðarleg
eftirspurn eftir Moler rökurum
sem hafa Moler vottorð. Varið
ykkur á eftirhermum. Komið og
skoðið stærsta Rakara Skóla i
heirni og fáið fagurt kver ókeypis.
Gætið að nafninu Moler á horni
King og Pacific stræta, Winnipeg
eða 1709 Broad St. Regina.
J. J. Swanson & Co.
Verzla meÖ fasteignir. Sjá um
leigu á Kúsum. Annast lán og
eldsábyrgðir o. fl.
1 ALBERTJ\ BL0CI\. Portage & Carry
Phone Mam 2597
FORT ROUCE
THEATRE Corydon
Hreyfimynda leikhús
Beztu myndir sýndar
J. JÓNASSON, eigandi.