Lögberg - 19.06.1913, Síða 6

Lögberg - 19.06.1913, Síða 6
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. Júní 1913. MILJÓNIR BREWSTERS. e f t i r GBORGE BARR McCUTCHEON. XXIII. KAPÍTULI. 1 Bónorðið. ÞaS er varla hægt aö segja aö sumarið sé hent- ugur tími til að fara skemtiferö til Egyptalands, en bæði Monty og gesti hans langaði til að sjá ofurlítið af norðurströnd Afríku. Þessvegna var fastráSið, að eftir að' farið hafði verið til Aþenuborgar, þá skyldi “Flitter” fara suður til Afríkustrandar. Skemti- snekkjan hafði mætt fólkinu í Neapel þegar það kom úr bifreiða ferðalaginu. Um miðjan Júlímánuð var hópurinn í þann veg að fara burt af Egyptalandi, því að hitarnir voru þar ákaflega miklir; þá var ekki nema mánaðarferð til New York og Brewster þótti helzt til ‘mikið fé i sjóði hjá sér enn. Því nær sem dró Sept- embermánuði, þeim mun meir gleymdi Monty aðvör- unum Jones, svo að um síðir var of seint fyrir hann að ætla að snúa aftur frá þeirri stefnu, er hann hafði tekið. Nú var komið að “f jörbrotahríðinni”, eins og Monty komst að orði, og hann var hræddur um að fjörbrot miljónarinnar yrðu hörð og löng. En fagrír voru dagamir og dýrðleg kveldin í Egyptalandi þeim sem þeirra hefðu getað notið með rólegum og óskift- um huga. En nú var ferðahugur kominn í alla föru- nauta hans, og biðu þeir með óþreyju þess að “Flitt- er” tæki að kljúfa öldur Atlanzhafsins. í Alexandríu bauð Rrewster nokkurum Englendingum, i samsæti og voru þau svo vegleg og svo mikið í þau borið, að fyllilega samhæfðu dýrðlegustu veizlum að Austur- landa sið. I eina veizlu sína bauð Monty meðal annara ara- biskum höfðingja. Sá var feitur og sællegur og auð- sjáanlega mikill nautna maður; hann átti stórt og mikið kvennabúr og hafði honum, mest verið boðið í samsætið út á “Flitter” eins og í skemtunar skyni föruneyti Montys. Þegar hann kom út á skipið var það síður en svo að Brewster sæi eftir boðinu. Hann hét Múhamed ArabaJiöfðinginn, og var einka til- komumikill maður; gerði kvenfólkið þar svo marg- talað við hann, að varla var að furða þó að hann yrði upp með sér af þvi dálæti. Kom svo að hann varð afarástfanginn af Margrétu Gray, og nær því jafn- skjótt, sem hann sá hana. Næsta dag fann hann því Brewster að máli, og beiddi hann, með því drjúgiæti sem einvaldsherrum er eiginlegt, er aldrei nokkurn tíma hefir verið neitað, að senda sér stúlkuna, svo að hann gæti gengiNað eiga hana strax. Monty rann í skap slík óbilgirni, en hann stilti sig, því, að honum duldist ekki, að það var hyggilegt að fara varlega í þetta mál. Hann reyndi að gera höfðingjanum það skiljanlegt, að Margrét gæti ekki tekið við þeim heiðri sem hann vildi sýna henni, en Múhameð var því óvanur að honum væri neitað, einkanlega af kvenfólki. Hann kvaðst því ætla sjálfur að koma út í skipið að kveldi þess dags og tala sjálfur við Margrétu. Brewster virti hann fyrir sér þennan svartgula herra með reglulegum viðbjóði. Hann gat ekki var- ist hryllingi við þá tilhugsun að þessi dólgur ætti að fá að snerta hönd Margrétar, hvað þá að verða mað- urinn hennar, en þó fanst hnoum eitthvað hlægilegt blandað inn í þenna skrípaleik. Hann gat ekki að sér gert að brosa er hann gerði sér í hugarlund, hversu Margrét yrði ásýndum, er hún hlýddi á bónorð þessa náunga. Arabinn misskildi látbragð Brewsters. Hann leit svo á að bros Montys væri tákn vináttu og hvatn- ingar. Hann bauð að gefa Btewster hring í vináttu-, skyni, en Monty neitaði því og sömuleiðis að færa Margrétu gimsteinapoka, sem höfðinginn bauð að senda henni. “Eg ætla að lofa honum að koma út í skipið, gamla manninum, og fá þar hryggbrot hjá Margrétu' sagði Monty vi’ð' sjálfan sig. “Þó að ekki sé það skemtilegt, þá er það vegsauki fátækri stúlku að ein- valdshöfðingi hafi beðið hennar. Það eru fáar stúlk ur sem geta hrósað sér af slíku. Ef hann fer að verða óþægur þessi úlfaldasali þá fleygjum við honum sjóinn.” Hann bauð þá Arabanum með allrí kurteisi að koma út í skipið og flytja mál sitt við Margrétu. Múhameð var samt hálfhissa á því að hann skyldi verða að fa’ra bónarveg að því að fá nokkuð sem hann girntist. Brewster sagði þeim “Rip” Van Winkle og Subway Smith, sem farið höfðu með honum i land, frá þessum tíðindúm, og þeim kom öllum saman um, að það mundi verða langskemtilegast að láta Mar- grétu koma á óvart bónorðið. Van Vinkle fór strax út í snekkjuna, en félagar hans voru um hríð i landi að kaupa sitt hvað. Þegar þeir komu út í skipið urðu þeir varir einhvers óvanalegs uppþots þar. Múhameð hafði ekki verið aðgerðalaus eftir að þeir skyldu við hann. Hann kvaddi til sín þjóna sína, valdi nokkra kjörgripi, sem hann hafði fengið endur- senda úr kvennabúri sinu, hafði með sér og lagði þegar af stað á bátum út í Flitter. Skipstjóranum brá i brún er hann sá þann skraut- lega bátaflota er nálgaðist ög kallaði á stýrimann til sin. Horfðu þeir hissa á komumenn. Fyrstir komu tveir kallarar, er tilkyntu komu hins mikla höfðingja. Perry skipstjóri gekk fram til að heilsa Arabanum í þvi að hann kom að skipshliðinni, en honum var hrundið frá af fylgdarliði Múhameðs. Nú klifruðu eitthvað fimtiu svartir þrælar upp á skipið og þv næst höfðiuginn, klæddur í íburðarmikinn skrautbúning og afarvaldalegur. “Hvar er hún ?” spurði hann á tungu þjóðar sinn- ar. Nú höfðu farþegar fengið að vita um komumenn og þustu til af mikilli forvitni. “Hvern fjandann viljið þér hingað?” spurði skipstjóri öskuvondur, og hratt frá sér einum tveirn- ur fylgdarmönnum Múhameðs og staðnæmdist frammi fyrir biðlinum. Nú kom túlkur til skjalanna og var skipstjóra í flýti gert kunnugt hvert aðalerindi Araba- höfðingjans væri. Hann rak upp hlátur og kallaði til stýrimanns og bauð honum að kalla á nokkra háseta til að reka þennan flökkulýð af höndum sér. “Rip” Van Winkle skarst þá í málið og varð þá friði á komið. Rip hafði orðið miklu ánægðari og lífsglaðari maður eftir að hann komst út á “Flitter”, svo að ekki var að undra þó að hann hefði gert Maríu Valen- tine að trúnaðarmanni sínum. Hann hafði því sagt henni alla söguna um hið væntanlega bónorð Araba1 höfðingjans strax og hann kom á skipið, en María óðara gert Margrétu kunnugt um það. Brewster hitti svo á þegar hann kom, að höfðing- inn sat í lyftingu á skipi hans, og beið óþolinmóður eftir ástmey sinni. Hann vissi ekki hvað hún hét, en hann hafði skipað “Rip” með ákefð að koma með allar konurnar á skipinu fram fyrir sig, svo að hann gæti valið úr þá, sem náð hafði fundið fyrir laugum hans. Þeir Winkle og Bragdon voru í þann veginn að leiða alt kvenfólkið fram fyrir Arabann þegar Monty skarst í málið. “Hefir hann hitt Margrétu ” spurði hann Van Winkle. “Nei, ekki enn. Hún er að búa sig undir sam- talið.” “Nú, við skulum sjá hvernig honum bregður við þegar hann fær hryggbrotið”, sagði Monty hlæjandi. Rétt í þessu kom Monty auga á Margrétu, sem fögur og tígurleg færðist nær í kvennahópnum. Henni til mikillar undrunar þustu tveir þrælar fram, námu staðar frammi fyrir henni og lutu henni, svo að enni þeirra námu vjð þilfarið. Síðan stóðu þeir á fætur og réttu henni tvö skrautleg hálsmen. Hún var við bónorðinu búin, en þetta atvik kom henni á óvart; hún stundi við og stóð svo alveg ráðalaus. Kunningja- fólkið brosti og höfðinginn greip sínum feitu höndum um hjartastaðinn. “Lotharió kennir til”, hvislaði “Rip” Von Winkle með uppgerðar-hluttekningu, og Brewster fór að brosa. Margrét hikaði nú ekki lengur er hún heyrði hláturinn. Hún gekk rakleitt til höfðingjans. Hún var rjóð í kinnum og augun tindruðu ískyggilega. Þrælarnir fylgdu henni þrákelknislega með dýrgrip- ina, en hún sinti því engu. Þó að hún væri hugprúð að eðlisfari gat hún ekki að því gert að hrollur fór um hana er húr sá þá dýrslegu ákefð, sem skein úr úr Arabanum. Þarna stóð hún tíguleg há og grönn frammi fyrir Múhameð feitum og lúralegum, en áfergi hans rénaði ekki þó að margt majma væri viðstatt. Hann varpaði sér drynjandi á kné, riðaði ofurlítið til eins og i því skyni að komast í skáldlega hrífningu; því næst tók hann að þvaðra á frönsku, ensku og arabisku með miklum handaburði svo áfergislegum að nærri því viðurstygð var að horfa á. Og er hann tók til máls, var það fremur í þeim rómi, er 'hann mundi hafa við- haft er hann skipaði hersveitum sínum, heldur en biðlar tíðka er þeir ávarpa ástmeyjar sínar:: “Ó, þú gleði hinnar upprennandi sólar, ó, þú augasteinn minn, hlýddu á bæn Múhameðs: Eg er komin til þin, drotning sjávarins, jarðarinnar og him- insins. Bátar mínir liggja hér, og á ströndinni standa úlfaldar núnir, og Múhameð lofar þegar dýrðlegri höll á sóllituðum hæðunum, ef þú leyfir honum að baða sig alla tíma i þínu yndislega og dásamlega brosi.” Alt þetta þvaðraði hann á ógurlegu hrogna- máli. Förunautar hans hneigðu sig með mikilli lotn- ingu og tveir eða þrír Bandaríkjamannanna svöruðu með dynjandi lófaklappi, eins og þeir væru að horfa á ágæta sýningu á leikhúsi. Hásetarnir héngu á öldu- stokknum og umhverfis lyftinguna. “Brostu herramanninum til heiðurs”, svaraði Brewster kankvíslega. “Hann ætlar ekki að baða sig lengi aðeins ofuríitla stund.” “Þú ert dónalegur Mr. Brewster,” sagði Margrét, snéri sér við og leit kuldalega til hans. Síðan veik hún sér að höfðingjanum og spurði: “Hvað á öll þessi mælgi að þýða?” Múhameð varð eins og hálf forviða í bili, snéri sér því næst að túlki er tilkynti honum, hvað Margrét hefði sagt. Næstu mínútumar dundu við hrópin “Gimsteinn Afríku”, “Stjarna”, “Sólgeisli” “Drotn- ing”, “Fögnuður himinsins”, “Perla eyðimerkurinnar” og önnur þvílík vegsemdarnöfn borin fram á lélegri ensku, verri frönsku og hreinni arabisku. Hann hét nú ýmsu og sumu svo stórfengilegu að hann hefði enginn maður orðið' til að efna, þó að hann hefði lifað í mörg þúsund ár. Loks teygði 'hinn vöxtulegi höfðingi úr sér, brosti íbyggilega og bar nú fram síð- asta úrslita orð sitt í bónorðinu: “Þú ert dásamleg eins og gyðja”, sagði hann. Nú kváðu við há hróp frá hásetunum umhverfis, en höfðinginn, sem hélt að slikt væri einn óhjákvæmi- legur þáttur í athöfninni, spratt á fætur og gekk hratt til báts síns, og benti henni kuldalega að fylgja sér. Það var auðséð, að að hann þóttist hafa gert vísu sína. En nú kallaði Margrét til hans, og gerði honum vísbendingu um að bíða; hún var auðsjáanlega í æstu skapi og hafði ákafan.hjartslátt. “Eg met að verðugu þenna heiður sem þór hafið sýnt mér”, sagði hún, “en eg hefi ósk fram að bera.’ Múhameð nam staðar og var önuglegur á svip. og og XXIV. KAPÍTULI. Herkœnska Araba-höfðingjans. Margrét horfði brosandi á höfðingjann, skotraði augum til Valentinu, sem kinkaði kolli til hennar samþykkjandi. “Viljið þér ekki gefa mér tóm til að fara niður °g ganga frá munum mínum, svo að hægt sé að senda þá í land?” spurði hún með hægð. “Þvættingur!” stundi Monty. “Það er ekkert lag á svona hrvggbroti.” “Við hvað áttu Monty Brewster ?” spurði hún og hvesti á hann augun. “Eg sé ekki betur en að þú sért að gefa karl- garminum undir fótinn með þessu ráðlagi,” svaraði hann ólundarlega. “En þó svo væri, er eg ekki algerlega frjáls að því? Eg held að mér skjátlist ekki, þó að eg líti svo á, seim hann hafi verið að biðja mín. Hefi eg ekki fulla heimild til að taka honum, ef mér sýnist svo?” Það var skrítinn svipur sem nú kom á Brewster. Honum var ómögulegt aði trúa því, að henni væri al- vara, en það var eins og því væri hvíslað að honum, að flú væri til hans sjálfs leikur ger, og honum féll það illa. Alt hitt fólkið starði undrandi á Margrétu, rjóða í framan, og beið með óþreyju þess er næst gerðist. “Eg mundi í þínurn sporum ekkert eiga við þenn- an náunga, Margrét”, sagði Monty og færði sig nær henni. “Blessuð vertu ekki að ýta undir hann; það getur skeð að hann verði ósvífinn, ef þú dregur dár að honum.” “Þú veður algerlega reyk, Monty”, svaraði hún. “Mér dettur ekki í hug, að draga dár að honum.” “Nú, því segirðu honum þá ekki að fara, hætta öllum fíflaskap hér?” X"ú sýndi höfðinginn á sér óþreyjumerki, muldraði eitthvað, sem Rip þýddi þannig; “Son spámannsins langar til þess að þér flýtið yður, Miss Gray, drotning heimsins. Hann er orðinn þreyttur af að bíða, og skipar yður að fylgja sér strax.” Margrét hvesti augun á hinn skuggalega Araba- höfðingja, en svo skifti hún fljótlega skapi og svip aftur, brosti vingjarnlega og snéri að stiganum, sem lá í káetuna. “Herra trúr! Hvert ertu að fara Margrét?” spurði Lotless. “Eg ætla að fara að’ taka saman dót mitt”, svar- aði hún glaðlega. “Viltu koma með mér Maria?” “Margrét!” hrópaði Brewster reiðulega. “Þetta þykir mér oflangt gengið.” “Þú hefðir átt að láta hug þinn fyr í ljósi, Monty”, svaraði hún rólega. “Hvað ætlið þér að gera, Margrét?” spurði Mrs. Dan, undrandi. “Eg ætla að ganga að eiga son spámannsins,” svaraði hún með svo mikilli á'herzlu að öllum hnykti við. Rétt á eftir þusti að Margrétu allur kvennahóp- urinn og fleiri, en Perry skipstjóri hrópa'ð'i á háseta sína að vera vð hendina, ef á þyrfti að halda. Brewster hratt hinu fólkinu frá og ruddist fram til Margrétar; hann var náfölur í framan. “Þetta er ekkert spaug, Margrét,” 'hrópaði hann. “Far þú niður í káetu, en eg skal koma Araba- höfðingjanum burtu. En nú var Algeríu-kappanum nóg boðið. Hon- um hugnaði alls ekki hvernig “hvítu hundarnir” hegð- uðu sér gagnvart ástmey hans. Rauk hann því fram ásamt með tveimur skipsmönnunum, óð að Brewster og hrópaði ireiðulega: “Viktu úr vegi, bjálfinn þinn, eða eg skelli af þér hausinn.” Nú fyrst sá Margrét það, a'ð gamanleikurinn, sem þær María og hún höfðu komið sér saman um að leika, Brewster til refsingar, gat hatt býsna al- varlegar afleiðingar. Nú varð hún hún alt í einu gripin af miklum ótta; hún náfölnaði og greip dauðahaldi um handlegg Brewsters. “Eg var bara að gera að gamni minu — þetta er spaug og ekkert annað, Monty”, hrópaði hún. ‘UE, hvað hefi eg gert?” “Það er mér að kenna”, hrópaði 'hann; “en eg skal vernda þig, svo að þú þarft ekkert að óttast.” “Viktu úr vegi!” öskraði Arabahöfðinginn. Horfurnar voru nú orðnar nokkuð' ískyggilegar. Kvenfólkið var svo skelkað, að það gat hvergi flúið, en stóð sem steini lostið. Hásetarnir ruddust hart fram á þilfarið. “Komist þið strax burtu og ofan í báta ykkar”, sagði Monty rólega við túlkrnn, “annars steypum við ykkur í sjóinn öllum upp til hópa.” “Rólegir! rólegir!” æpti Subway Smith og gekk fram í milli þeirra Brewsters og Araba-höfðingjans, og það atvik eitt varð til þess, að. afstýra því að al- varlegar afleiðingar yrðu. Smith tók nú að þvaðra við höfðingjann, en á rneðan hraðaði Mrs. De Mille sér með Margrétu niður í káetu þar sem hún var ó- hult, og fylgdi allur kvennaskarinn á eftir þeim skjálfandi af hræðslu. Aumingja Margrét flóði öll í tárum, og augnaráðið, sem hún sendi Brewster þeg- ar hann gekk fram í milli hennar og Araba-höfðingj- ans, er hann veitti henni eftirför, gladdi Monty svo innilega að hann var fús til að fórna lífi sínu fyrir hana. Það var hér um bil klukkustundar verk að sann- færa Araba-höfðingjann um það, a‘ð Margrét hefði misskilið hann, og að það væri ekki venja að biðja amerískra kvenna á Afríku-vísu. Loks lagði hann af stað burtu með alt föruneyti sitt, en var í afarillu skapi og fullur heiftarreiði. Fyrst hótaði hann að taka Margrétu með valdi; síðan féllst hann á að rétt væri að gefa henni að rninsta kosti einn dag enn þá til umhugsunar, ef ske mætti að hún vildi ganga með honum af fúsum vilja, og kvað einn fugl i hendi betri en tíu á þaki. Um Bólu-Hjálmar, Deilu keppinn, ávalt ör orða tundur dundu; fremri greppum fram í kör flestum heppin veitti svör. Lék um Hjálmar lyga hríð lundin undir stundi. Marga sálma og napurt níð neyddist jálma seyrðum lýð. Frá niflheims stóli i allri átt ofar sólum hæða Hjálmar Bólu af móð og mátt magnaði skólann kvæða. Mærðar veginn margsannað mönnum fann hinn sanna líkt og Egill áðuir kvað, öðrum spegill verði það. Gjallar Ýmir elda mók af andans sendi landi alla tíma Sköfnung skók Skalla-Grími fram hann tók. “Empire” tegundir Það hefir alla tíð verið á- stundan vor að láta „Em- pire“ tegundirnar af WALL PLASTER, WOOD FIBRE, CEMENT WALLog FINISH vera b é z t a r allra og a f b r a g ð allra annarra. Og ágæti þeirra er sann- að og sýnt án alls vafa. Skrifið eftir áætlana bœklingi Manitoba Gypsum Go., Ltd. Winnipeg, IVIan. Bragar engdi álm í keng örðum flengdi mengi, hróðrar lengi stáls því streng stiltari engi fengi. Þió hans ljóra lífsins hregg lamaði stórum slysum Hjálmar fór með eld og egg eins og Þór að risum. Ýfði kaunin kroppnum á kvalin sál og andi, skáldið launin furðu fá fékk, sú raunin varð þar á. Jafnan snauður, hlekk í hlekk 'hungur, strit og skortur, heims þvi auðinn ekki fékk oft í nauða brekkum gekk. Þótt nú sofi hróðrar hreinn hörpu þinnar strengur í vizku hofi varstu einn, — verði þér lof og bautasteinn! 7. G. G. Um Sigurð Breiðfjörð, Svanir á heiðunum sælandsins kvaka silfruðum rómi, þeir ármorguns vaka og- andá í sálina indælum hreim. En söngfuglinn kveður þó sætast og bezt þá sólroðinn hinsti á tindinum lézt og dró oss í dulkendan heim. Margt var skáldið fyr á Isa-foldu fræddi menn og dró úr myrkra kynni ljósan óð og lýsti þjóð til fræða landi sómi stóð af þeirra rómi, Breiðfjöhð's snildin ber af flestra skálda blíða, 'hlýja tóna sló á gígju, gladdi hjörtu gleðimaðurinn snyrti gljúpum anda blés af munar landi. Roðin gulli harpan hans in snjalla hvellum rómi söng í öllu tómi. Ljúf og þýð hans ljóðin gerð með prýði lifa í minni þó að aldir rynnu. Trautt mun nokkur tök á gígju þekkja er tefji snilli hans né fyrir spilli. ísa-foldar skarpsýn allra skálda skrifað betur gat ei bragar letur. Sinnar tíðar sómi skáldið góða sorgum falinn gistir dauðra-valinn. Lifa minning mun um aldir þrennar mista fenginn ísland harmi lengi., Lömuð harpan, lúðir strengir orpnir liggja dofnir fyrir tíma sofnir. Enn er ei mál við segjum skáld við skilið skör þó dauða mærings sjáum auða. Nú legg eg með virðingu lárviðar sveig á laufvaxna kumblið þitt forna auðnist þér gleðinnar eilífa veig í alsælu þá fer að morgna. 7. G. G. Búðin sem alla gerir ánægða Komið hingað og kaupið skó sem yðurlíkar Quebec Shoe Store 639 Main St. 3. dyr fyrir norðan Logan Ave. Lögberijs-sögur fást gefins með því að gerast kaupandi blaðsins Dr.R. L. HUR3T, Member of Royal Coll. of Surgeons Eng., útskrifaður af Royal College oi' Physicians, London. Sérfræðingur í brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (á móti Eaton’sý Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, íslenzkir lógfræCingar, Skrifstofa:— Room 811 McArthur Building, Portage Avenue áritun: P. O. Box 1656. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg ÓLAFUR LÁRUSSON og + björn PÁLSSON t YFIRDÖMSLÖGMENN + Annast Iögfræðisstörf á Islandi fyrir f Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og + nÚ8. Spyrjið Lögberg um okkur. + Reykjavik, - lceland + ^ P. O. Box A 41 4. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦ » ♦ ♦ ♦ »44 Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TELEPHONE GARRY3SO Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 620 McDermot Ave. Tei.ephone garry 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor, Sherbrooke & William tRLEPHONEi GARRY 3S(4 Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 81 O Alverstone St Telephonei garry T63 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meðöl eftir forskriptum lækna. Hin beztu me’ÍSöl, sem hægt er a8 fá, eru notuS eingöngu. pégar þér komiS með forskríptina til vor, megið þér vera viss um að fá rétt það sem lækn- irinn tekur til. COLCTEUGH & CO. Notre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbréf seld. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J ó’argent Ave. Telephone ó'herbr. 940. ( 10-12 f. m. Office tfmar •< 3-6 e. m. ( 7-8 e. m. — Heimili 467 Toronto Street - WINNIPEG telephone Sherbr. 432. | Dr» Raymond Brown, * * * 4 4 Sérfræðingur í augna-eyra-nef- háls-sjúkdómum. °g 326 Somerset Bldg. Talsími 7262 Cor. Donald & PortageAve. . Heima kl. 10—I2og3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr líkkistur og annast nm útfarir. Allur útbún- aöur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarBa og legsteina Tals Gt 2152 8. A. 8IQURDSON Tais. sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & CO. BYCCIftCAMEflN og F/\STEICNi\SAtAR Skrifstofa: 208 Carlton Blk. Talsími M 4463 Winnipeg J. J. BILDFELL FA8TEIGN asali Room 520 Union Bank - TEL. 2685 Selur hús og lóSir og annast alt þar aðlútandi. Peningalán

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.