Lögberg - 19.06.1913, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN
19. Júní 1913.
V
DE LAVAL
Best smíðuð skilvinda
af öllum skilvindum
MEÐ hverju ári tekur De Laval öllum öSrum skilvindum
fram meir og meir. MeS hverju ári býður De Laval
skilvinda kaupendum betri vél en undanfarin ár,
Takið eftir síðustu umbótum á De Laval vélum, eins og
sýnt er á myndinni hér fyrir neðan, en það er fullkomnasta
og nýjasta fyrirmynd í skilvindu gerð.
Hin nýja De Laval skrá er nýkomin út og sýnir og sannar
hvers vegna gerð og smíði Ðe Laval skilvindu er öllum öSr-
uin betri. Bæklingurinn sendur ókeypis með pósti eftir beiSni
til næstu skrifstofu.
DE LAVAL DAIRY SUPPLY CO„ Ltd
MONTREAL PETERBORO WINNIPEC WANCOUVER
Saskatchewan
ORÐ 1 T’MA TIL BŒNDA
UPPRÆTING ITLGRESIS
Sá, sem hefir eftirlit með illgresi fWeed InspectorJ hefir
þaö ætlunarverk, aö bæta búskapar aöferöir, svo aö fleiri
bushel veröi ræktuö á ekru hverri en áöur. Hans embættis-
skylda er þaö, að hjálpa yður að þekkja illgresið, sem kann
aö vaxa á ökrunum og rökræöa meö yöur hvernig bezt sé aö
fara aö, til þess aö uppræta það svo að kornið veröi hreint og
laust viö illgresi. Embættisverk hans er ekki að lögsækja yð-
ur fyrir að hafa illgresi, heldur að aðstoða yður til að losna
viö þaö. Því er það, að ef þér viljið ekki vinna með honum,
og fara að hans ráöum, þá getur hann ekkert annað gert en
framfylgja lögunum og neyða yður til vissra aögerða, sem
hann álítur öruggastar til aö fá yfirhönd yfir illgresinu.
Illgresi finst á hverri jörö. Á sumum miklu fleiri en á
öðrum. Sumir bændur eru svo amasamir við illgresið hjá
sér, aö það þrífst ekki, en sumir alveg hugsunar og skeyt-
ingarlausir um þaö. Sumt illgresi er hættulaust fyrir ná-
granna jarðir, þó mikið sé af bví á einhverri jörð. En sumt
er hættulegt fyrir alla bygðina, ef aö eins fáar plöntur finn-
ast af því á einu heimili.
Þaö, sem mest áríður, er það, aö hver bóndi viti aö ill-
gresi finnist hjá honum og sé sífelt á veri5i, að hafa yfirhönd
yfir því, halda því í skefjum og uppræta það með öllum ráð-
um sem í hans valdi standa. Það skyldu allir vita, að illgres-
islögin ýNoxious Weeds ActJ og eftirlit eru ekki beint að
þeitn mönnum, sem illgresi hafa á landi sínu, vita af því og
berjast viö það meö viti og góöri greind, heldur hinum, sem
illgresi hafa hjá sér, en skeyta því ekki; þeim mönnum, áem
hafa illgresi og láta þaö dreifa sér og vaxa, án þess að skeyta
um réttindi nágranna sinna eða framtíð sjálfra sín; einnig
gegn þeim mönnum, sem illgresi hafa og vita ekki af því, svo
og þeim, sem vita af því en kunna ekki að verjast því.
Sumarplæging er eitt hið öruggasta ráö til aö verjast ill-
gresi, og væri vert aö beita þvi, þó ekki hefðist neitt annaö
upp úr því heldur en það, að verjast illgresi. En þar að auki
varöveitist raki við sumarplæging og geymist til næstu upp-
skeru, svo að þó regn bregðist, þá má þó fá væna uppskeru.
Landiö skyldi plægt rétt eftir sáningu og herfaö síöan, svo að
það verði í sem beztu ásigkomulagi til aö taka á móti regn-
inu snemma sumars. Landið skyldi plægt fleirum sinnum á
sumri, svo aö það haldist svart og illgresi hverfi jafnskjótt
og það kemur upp. Látið ekki illgresið veröa fullvaxið áður
en þér plægið það niður. Þetta illgresi etur upp rakann úr
jarðvegnum, og að plægja niður illgresi með fullvöxnum fræ-
um er það sama sem að bæta við það sem í jöröinni er fyrir.
Þetta ráö er talið bezt til að eyða Canada þistli:—
“Sláið þistilinn þegar hann springur út, í Júli mánuði;
plægið djúpt og síðan grunt, það sem eftir er sumarsins. Með
þessu er illgresi þetta tekið þegar það er veikast fyrir. Með
því aö herfa, þegar sæði kemur upp í ökrum, má drepa ungt
illgresi. Herfi skemmir ekki sáö, meöan það er minna en
hálfur þumlungur á hæð. Illgresi er hægast að drepa, þegar
fyrsta sáðlauf kemur upp, En mikið má samt skemma með
því að herfa, þega sæðið er orðið þumlungs hátt eða tveggja
þumlunga. Herfi má nota án skemda, þegar sæðiö er orðið
fjóra til sex þumlunga á hæð.
Fullkomnar upplýsingar má bezt fá viðvíkjandi öllu öðru
íllgresi með því aö snúa sér til Department of Agriculture,
Regina. Skrifið á yðar eigin tungumáli, ef vill, og skal yður
þá alt liðsinni í té látið, sem unt er að veita.
Alþýðuvísur.
Til hr. L. Guðmundssonar.
Ilt er af henni öfund pínast,
ilt aö bera sinni leitt,
ilt að vilja einatt sýnast,
aldrei þó að vera neitt.
Þig viö hefja þarf eg tal,
það skalt sjá og finna,
ekki tína orðin skal
eg úr bókum hinna.
Þín er vizka þar ei djúp
þvi aö stærri mæöa,
er gestrisni í hæðnishjúp
hröklast við að klæða.
úr okkar hetju kvæðum.
Að svo skulir illa fer
cyða kröftum linum,
þjóðar prýði því hún er
þekt af öllum hinum.
Að henni hnýta ekki ber,
er það skoðun lægri,
hún er dygð, sem heldur sér
heims að enda dægri.
Eftir alt þitt skálda skrum
og skilning þinn á kvæðum
armur dregur orðin sum
úr okkar helgu fræðum.
Þar er sálar sjónin sljó,
og sómakraftar linir,
biblíuna betur þó
brúka flestir 'hinir.
Sýnist mér það sómamorð,
og sóðalegust vinna,
biblíunnar óbreytt orð
í háðglósur þrinna.
Svo jiað virðum sá sem hér
sannleikskyrðum brjálar,
trúmarksvirði ei að er
öll lians hirðing sálar.
Hvað sem talað um þig er,
eða fært í letur,
sjálfur lýsir þarna þér
þúsund sinnum betur.
Við þitt blakka vinnuspil
visku sent af sloti,
ganga einnig Gröndals til
gripur í orðaþroti.
ýSjá bls. 51 Heljarslóðar orustuj.
Þ)að er viltast vizkubúr
í vanþekkingar höfum
sem að dregur dárið úr
dauðra manna gröfum.
Það er leitt að lesa blöð,
Lárus vilt þú neita?
jjar óheimildar orðaröð,
ósannindin skreyta.
Sætt er að veita sjálfs sín brauð
sanngjöm þörf ef styður,
en bjóða mönnum annara auð
á því fer nú miður.
Annara taktu aldrei hér,
umtals vertu frómur,
þau ráð skaltu þiggja af mér,
þjóðskáldanna dómur.
Ekki meira bera á bohð'
betur hygg eg sæmi,
þá er bezt að okkar orð,
íslendingar dæmi.
Maywood P. O. Victoria B. C.
12. Maí 1913.
Skúli Johnson Húnvetningur.
Bændavísur úr Svínvetninga-
hreppi í Húnaþingi orktar af
Helgu Jónsdóttur prests á Auð-
kúlu 1S30. — Eftir handriti Jö-
hans Sæmundssonar:
Vatni Svína vellalína ræður,
há að frama hefða mörg
hún maddama Ingibjörg.
Að Sólheimum óma sveimar
tranan
Pálmi Jónsson passar þar,
plóginn fróns og við aflar.
Ullur pella á Búrfelli minna
þrátt bústarfa þreytir vés,
Þorleifs arfi Jójiannes.
Tindum ræður rögnis klæða við-
ur, .
Hannes kundur Hannesar,
hann ástundar dyggðirnar.
Talið skríður til Gunnfríðarstaða
arfi Ketils Illhugi,
er því setri ráðandi.
Byggir Hamar bráins jirama njót-
ur,
Auðuns kundur er sá Jón,
angri bundinn geðs um frón.
Ása byggir einn verkhygginn
maöur,
ýfir fríður yggs á kvon,
Árni smiður Halldórsson.
Kárastaði kendur maður byggir,
banda neytir Jónsson Jón,
jarka þreytir stað um frón.
Grábakshlésa grér í nesi—Tungu,
alinn Jóni Ólafur,
ýtum jijónar fjölvirkur.
Ullar-spanga á Ytri-Langa-mýri,
starfs með vafsi styðja hús,
Stefán Hafsteinn og Markús.
Sveigir spanga á syðri Langa-
mýri
Sölvi byggir Sveins kundur,
sá er hygginn prófaður.
Höllustaði hygg eg þaðan vitja,
Þorvalds kundur Björn þar býr
bús til fundinn þegi rír.
I Dal stóra öld hreppstjóri ræð-
ur.
Þþrleifs kundur Þorleifur,
þar til fundinn duglegur.
Annar halur í Stóra Dal byggir
Jóni getinn Guðmundur,
góður metinn búhöldur.
Svöng i Kúluseli púla náir,
gáfna slóttug geðs um hörg,
Guðmundsdóttir Ingibjörg.
Litla Dalinn lofngulls salinn
byggir,
drjúg að frama dygöa mörg,
dýr madama Ingibjörg.
Klerkur skýr á Kúlu býr nafn-
frægur,
það er séra Þorlákur
þundúr vira geðfeldur.
Holti býr að heiðri dýrum kunn-
ur
geira þundur gjafmildur,
Gísli Illhuga kundur.
Á Rútsstöðum æ með höröu
bragði,
Jónas kundur Jlónasar,
jafnan fundinn mjög orðvar.
Björgum Hrafna býr sól drafna
ljóma,
æru þróttug athafna,
Ólafsdóttir Halldóra.
Býr í Gafli brynju hafli vafinn.
ötnll þundur elda hlés,
er Jóns kundur Jóhannes.
Ljóts' i hólum linna bóla viður,
Sveinn Jóns kundur bóndi býr
að burðum fundinn þegi rír.
Snæringsstaða snígilsraða þollur
gamli byggir Jónsson Jón,
jafnan dyggur maura þjón.
Grundu ræður rognis klæða
viður
hyrðir mundin hagsamur,
Helga kundur Guðmundur.
Hömrum Geita hirðir skeyta
ræður
Sigurðs arfi Sigurður,
sveita þarfi bjargvættur.
Á Mosfelli mundar svella viður,
knár við lifir kosti fróns
Kristján þrifinn arfi Jóns.
Öllum þessum auðnan hressing
veiti,
hér og síðar hagsældir
hljóti skíða viðirnir.
Talið ára telst nú stár hjá lýðum
óðs við bundið endingu
átján hundruð þrjátiu.
Ingvor Goodrnan.
Vísur um Storm.
Ekki brjálast yndishót
yfir hálar leiðar
undir stála styggum njót
Stormur þjálast skeiðar.
Hikar þeigi harðsnúinn
hring í sveigir makka,
skjótt um vegi skeifberinn
skrokkinn teygir blakka.
Hverja stund mér hressing jók
hvein i þundar beðju
spakri lund með spretti tók
sprækur hundur keðju.
Rakan svita reisir háls
reyk af vitum spúði
jagar bitil jórinn frjáls
járn á þvita gnúði.
Hjarandi.
Þjað var eitt sinn, er Jón land-
ritari Jónsson, kallaður oftast “Jjón
Ali”, var að starfa í kláðamálinu.
að þeir voru á ferð fjórir saman
og gistu á Botni, Andrés á Hvitár-
völlum og Indriði á Hvoli Gísla-
son, en þeir gistu á Þyrli, Jón rit-
ari og séra Jakob á Kvennabrekku.
Morguninn eftir hittust þeir og
hrósuðu hvorir sínum næturstað.
Þji kvað séra Jakob:
Ritarinn lipurt leikur sér
likur ungum smyrli,
borða gerði brauð og smér
hjá bóndanum á Þyrli.
Og enii fleiri vísur kvað séra
Jakob þeim öllum til gamans.
DAXAllFREGS
Þann 20. Maí síðasliðinn andað-
ist að heimili sínu, Brovvn P.
O. Manitoba, bænda öldungurinn
Sigfús Gislason, rúmlega niræður
að aldri, fæddur 6. Febrúar 1822
að Brúnastöðum í Skagafirði.
Foreldrar hans voru þau merkis-
hjónin Gísli Ólafsson frá Húsey í
Hólmi og Rannveig Sigfúsdóttir
frá Svaðastöðum í Skagafirði. Sig-
fús heitinn ólst upp með foreldr-
um sínum til fullorðins aldurs, að
árinu 1852 er hann giftist eftirlif-
andi ekkju Rannveigu Árnadóttur
frá Bakka í Hólmi i áðurnefndri
sveit. Þau eignuðust 10 börn;
fjögur dóu í æsku og tvö uppkom-
in, — annað í Dakota, Guðbjörg að
nafni og Árni fyrir fullum tveim-
ur árum, er þau dvöldu hjááheim-
ilisréttar löndum þeirra. Fjögur
börn þeirra sem eftir lifa eru,
Rannveig, til heimilis að Marker-
ville, Alta., Ingibjörg kona J. M.
Johnson, einnig í Markerville,
Alta., Sigurbjörg, kona Sveins
Árnasonar í Ballard, Wash. og Jón
S. Gillis sveitarstjóri að Brown,
Man.
Sigfús heitinn bjó lengstum búi
sínti áður en hann flutti til þessa
lands, í Hólmi.
Árið 1876 flutti hann með konu
og börn hingað vestur frá Islandi
og fór hann beint til Nýja íslands
og var einn af fyrstu landnemum
þar. Tók hann land við íslend-
ingafljót er hann nefndi að Reyni-
völlum. Fjölskylda hans var*
eftir í Winnipeg og kom ekki of-
an þangað fyr en að rúmu ári
liðnu og reyndist það heppilegt,
]\/[ARKET I^OTELI
í‘
ViB sölutorgiö og City Hall
$1.00 til $1.50 á dagv
Eigandi: P. O’CONNELL.
—------------- - '
Til konunnar
Frú! Ætlið þér að koma til bæjar-
ins um sýninguna? Þá þarfnist þér
peninga. Því ekki að senda lands-
nytjar yðar á meðan verðið er hátt
og markaðurlnn í góðu ástandi.
LIFANDI HÆNUR
(Ekki að sjálfsögðu verpandi)pd. 15c
Hanar .................13c
Kalkúnar.............. 17c
Andir............... . . . 1 7c
Smjör nr. 1 í kollum eða skökum 21c
Smjör nr. 2 í “ “ 18c '
Tilgert kálfskjöt með markaðs verði
Þetta er verð f. o. b. Winnipeg.
Peningar sendir jafnskjótt ogvörurn-
ar komast til móttakanda. Fugla-
grindur fást ef um er beðið.
Golden Star Fruit & Produce
Company
108 Lusted St., Winnipeg
því á þeim tíma geysaöi hin skæða
bóluveiki sem öllum er svo minni-
stæð.
Árið 1879 flutti hann með öðr-
um fleirum frá Nýja Islandi til
North Dakota, eftir að hafa gefið
lönd sín inn til stjórnarinnar, og
nam land við Akra pósthús. Áriö
1899 flutti Sigfús heitinn með
fleirum íslendingum hingað til
Morden-bygSarinnar og tók hér
heimilisréttarland ásamt sonum
sínum tveimur. Þp var gamli öld-
ungurinn kominn hátt á áttræðis
aldur og farinn að lýjast eftir
langt dagsverk, stóð því Árni heit-
inn fyrir búi þartil hann dó, eins
og getið er um hér að framan.
Tvö dótturbörn sín mannvænleg,
ólu þau upp, Sigfús heitinn og
Rannveig, Ragnar •og Freyju.
Hefir Ragnar um tveggja ára
skeið staðið fyrir búinu með dugn-
aði og ráðdeild og Freyja verið
sem önnur hönd gömlu sóma kon-
unnar, ömmu sinnar, sem nú er
stígin fram á níunda tug æfinnar,
en er þó ung í anda ug ern á fæti.
Sigfús heitinn var greindur, við-
lesinn, fróður og minnugur. Sjálfs-
mentun hans náöi langt. Hann
lærði af eigin ástundun að skrifa
fagra og læsilega hönd með fjaðr-
apenna og heima tilbúnu bleki og
skrifaði mikið fyrir þá prestana
séra Benedikt á Hólum og Jón
Konráðsson á Mælifelli. Hann
var alstaðar virtur og metinn, sern
tr-úr í sinni stöðu og bar mikla um-
hvggju fyrir velferð konu sinnar
og barna. Geðró og háttprýði ein-
kendu heimili hans. Timanum
fylgdi hann vel og las allar býjar
bækur og blöð sem hann náði til,
svo að kalla fram á síðasta dag.
Ellin var honum ekki þungbær að
sjá, þar sem hann gekk léttum
fæti glaður og hugrór. “I trú,
sem mér mun aldrei bregðast, stíg
cg síðasta fetið”, — sagSi hann
éitt sinn við mig, — “og eg er ekki
hræddur um að neitt él mæti mér
í hliðinu !” bætti hann við.
Séra Runólfur Marteinsson jarð-
söng hinn látna öldung að við-
stöddu fjölmenni.
Guðriður systir hans fylgdi hon-
um til grafar. Stendur hún ein
uppi af þeim mörgu systkynum,
sem stígin eru yfir gröf og dauða.
Heimboðið því tilhlökkunarverð-
ara.
Við sem eftir stöndum'kveðjum
hinn látna öldung með þökk fyrir
dygga samleið og geymum minn-
ingu hans í heiðri.
Ekkert él þinn anda sló
útvið helgeims boga.
Far þú vel í friði og ró
fram yfir Eldivoga.
Minning skýlaus æ þín er,
unnir nýju og hlýju.
Ára vigin entust þér
eitt og níu tíu.
Yngdur hugur aftrar kör
unz að bugar vetur;
níu tuga fremri för
færri duga betur.
Æfin vel þig undir bjó
æðri hvel geims vanga.
Elli hélu um þig dró
æfi élið langa.
Ei ber gráta aldinn rekk
er honum hátíð búin
því hans sátu sama bekk
sól og játuð trúin.
Anda glæðir alheims djúp.
Allir þræðir kliftir
í Eden hæð við æsku hjúp
ellin klæðum skiftir.
Þá eg mána geng af grund
gegnum flána væða
lífs hjá fána lofar stund
ljóst alt nánar ræða.
Sigurjón Bergvinsson.
“Norðurland” er beðið að birta
þessa dánarfregn.
ALLAN LINE
Konungleg Póstgufuskip
VETRAR-FERDIR
Frá St. John og Halifax Frá Portland
til til
Liverpool og Glasgow Glasgow
FARGJOLD
A FYIÍSTA FAHRvMÍ.......$80.00 og upp
A ÖDRD FARRÝMI...............$47.50
A pRIÐJA FARRýMI.............$31.25
Fargjald frá Islandi
(Emigration rate)
Fyrir 12 ára og eldri............ $56.1»
“ 5 til 12 ára................ 28.05
“ 2 til 5 ára................. i8,95
“ 1 til 2 ára................. 13-55
“ börn á 1. ári................ 2.70
Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðirnar, far
bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor H. S. BARDAL
horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annast um far-
gjalda sendingar til Islands fyrir þá sem til hans leita.
W. R. ALLAN
364 Main St., Winnipeg. Aðaluinboðsmaður restanlands.
LU MBER
8ASI1, DOOR8, HOILDING,
CEMCNT og 11 A RDWALL PLASTER
Alt sem til bygginga útheimtist.
National Supply Co.
Horni McPhiIips og
Talsímar: Garry 3556
“ 3558
Notre Dame Ave.
WINNÍPEG
The Birds Hill ‘
Búa til múrstein til prýði utan á hús.
Litaður eftir því sem hver vill hafa.
Skrifstofa og verksmiðja á
horni Arlington og Elgin
WINNIPEG, - - . MANITOBA
D. D. Woodj Manager
Fón Garry 424 og 3842 Hver múrsteinn pressaður
Nú er vorið
komið
og ný hús og stórbygging-
ingar fara að rísa upp víðs-
vegar í borginni. Munið
það, þér sem byggið, að
byggja til frambúðar.
Gœtið þess einkum, að
vel og vandlega sé gengið
frá hita og vatni. Sá sem
leysir slíkt verk vel af
hendi er, einsog allir vita
G.L.STEPHENSON
The Plimber”
Talsími Garry 2154
842 Sherbrook St., W’peg.
ROBINSON
&Co.
Limited
ROBINSON
Dominion Hotel
523 MaínSt. Winnipeg
Bjöm B. Halldórsson, eigandi
P. S. Anderson, veitingam.
Bifreið fyrir gesti
Sfmi Main 1131. Dagsfæði $1.25
t Th. Björnsson, !
t Tvœr Rakarastofur +
t 691 Wellington Avenue og
t Dominion Hotel, Main St.
-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f 4-f f-frf -f i
KVENKÁPUR
Hér eru nýkomnar fallegar kápur
handa kvenfólki, skósíðar, víðar,
með smekklega kraga og uppslög-
um á ermum, með ýmislegum lit og
áferð. Allar stærðir. Þetta er sér-
stök kjörkaup á. ^ vm F"
SkoSiS þær í nýju jjl), / Q
deildinni á 2. lofti.
JAPANSKT POSTULÍN
Nú stendur yfir stórkostleg kjör-
kaupa útsala á japönsku postulíni,
Það er handmálað og hver og einn
mun undrast, að vér skulum geta
selt það með svö vægu verði. Eng-
inn heíir ráð á að láta þessa sölu
fara fram hjá sér, svo lágt sem verðið
er og postulinið prýðilegt. OC>%
75c virði fyrir.....
& Co.
LlmlteO
Coast Lumber
Yards Ltd.
185 Lombard St. Tals. M.765
Sérstakir Talslmar
fyrir hvert yard.
LUMBER
YARDS:
1. St. Bonifaee . . M. 765
eftir sex og á Kelgidögum
2. McPhiIip St. . . M. 766
3. St. James . . . M. 767
Aðalskrifstofa . . . M 768
Eg hefi 320 ekrur af landi nálægt
Varbo, Sask. (*& sectj, sem seljast á
meS góðum skilmálum; eign í eSa um-
hverfis Winnipeg tekin f skiftum. A
landinu eru um 90 ekrur plægðar og af
þeim 50 undir akri nú. Alt landiö inn-
girt og á því um þúsund doll. virSi af
húsum ásamt góðu vatnsbóli.
S. SIGURJÓNSSON,
689 Agnes Stræti, Winnipeg.
Ný eldastó til sölu meS vægn verBi.
Ráösmaöur Lögbergs vísar á.