Lögberg - 03.07.1913, Side 1

Lögberg - 03.07.1913, Side 1
Pegar nota þarf LUMBER Þá REYNIÐ THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEG, MAN. Furu Hurdir, Furu Finisii Vér höfum birgðirnar THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEG, MAN. 26. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 3. JÚLÍ 1913 NÚMER 27 Ofsahitar valda mann- dauða og þrautum um alia álfuna Fjóra daga vikunnar sem leið og á sunnudaginn, gengu miklir hitar* nálega um alt fastaland Ameríku. Þá dagana dóu þrjátíu og sjö persónur af hita syðra, margir eru sagöir hafa gengiö af vitinu, og fjöldi manna mikiS eftir sig. t bæunum St. Paul og Minne- apolis urðu fimtán dauSveikir af hita á laugardaginn, en einn gekk af vitinu. Hitakast þetta náSi frá Kletta- fjöllum til austur strandar og frá Mexico flóa noröur eftir öllu landi, eins langt norður og til hefir spurzt, og á öllu þessu svæöi hefir hitinn valdið miklum óþægindum og jafnvel kvölum. f fáum borg- um á þessu svæöi hélzt hitinn fyrir neöan go stig, sumstaöar var hann miklu meiri; til dæmis var hann ioo gr. í borginni Bismarck í N. Dak., og jafnvel enn hærri á sum- um stööum. Af öllum stööum, sem fréttir hafa komið frá, var manndauðinn mestur i borginni Cleveland; þar dóu 13 af 'hita, í Chicago dóu 9, í Hammond, Ind., 4, í Mil’waukee 2, í Cincinnati 3 og annarstaöar færri, en mjög margir uröu fárveikir af hitanum á þess- um stööum. Úr Chicago flýöu mörg hundruö þúsund manns til ýmsra staða viö vötnin, en góögjöröa fölög gáfu fátæklingum er í “blockum” búa, ís svo hundruðum tonna skifti, til aö lina þrautir þeirra. í Cincinn- ati lögöu vagnakarar niöur vinnu, þeir sem isvögnum aka, en fólk stóö í stórum fylkingum frammi fyrir íshúsunum, aö reyna að' ná í ísmola, þartil allur ís var upp- genginn, og sendi þá bæjarstjórn til næstu borga aö útvega fólkinu ís ókeypis. — Á einum staö skekt- ust járnbrautarteinar á stokkum, og er hitabeyskjurini um kent, hrukku vagnar þar útaf, fullir af fólki og meiddust um 40 manss. Þaö var í Indiana ríki. I Canada hefir veöriö veriö víöast hvar ákjósanlegt, hiti mikill aö vísu, en stórar skúrir meö köflum, sem bezt mátti henta jarö- argróða. I borgum hefir þótt í heitara lagi. Hér í Winnipeg varö hitinn um 91 stig. Skruggur voru miklar aðfaranótt laugar- dagsins, svo aö ekki hafa aðrar eins komiö á þessu ári; en um kveldið undir sólarlag þann dag var hitinn um 80 stig í skuggan- um. Sama dag í fyrra komst hann upp í 97 stig, en þá var heið- viöri og þurt um, og því var hitinn síður tilfinnanlegur. Tjón varö ekkert af þrumunum í Winnipeg, en í grendinni sló lofteldi niður í hús á þrem stöðum, eyddust húsin, en manntjón varö ekkert. Nálega hver blettur í fylkinu hefir haft gott af þessu hita- og rigninga kasti, og segja allar fréttir sama, að uppskerunni sé borgið. Eftir aö þetta er skrifað, hafa hitarnir valdiö miklu imanrifjóni, umfram þaö sem að ofan segir frá, og þrautum. í Chicago teljast hin- ir dauöu alls um 40 og 160 hafa vanmegnast þár af hita, og að sama skapi hefir hitatjóniö verið í ýmsum borgum um miðbik Bandaríkjanna. Frá Bretlandi. Mjög margar fluguffegnir sjást um stjórnina á Englandi, og fátt eitt henni í vil. Óvinir hennar heima fyrir hafa gengiö fast fram, til aö kasta rýrö á hana, einkum með því, að bendla suma ráðgjaf- ana við óleyfilegt gróðabrall. Varð fyrir því áhlaupi einkanlega kansl- arinn Lloyd-George, sem con- servativar — höfðingjar og auö- menn — hata allra mest, af þvi aö hann hefir hverjum manni fremur dregið völd og auöi úr höndum þeirra, til þess að bæta hin erfiðu kjör þeirra, sem vinna baki brotnu. Rannsóknin í því fjár- dráttar máli er til lykta leidd og upphafsmaður rógsins dæmdur’ í háa sekt, en þó er talið, að nokk- urn hnekki 'hafi álit stjórnarinnar beöiö meðal almennings útaf ályg- unum, meö því að ekkert var spar- aö til að halda þeim á lofti. Þ^ng- nefnd rannsakaöi og málið, og á þingi var þaö rætt, en þar varö niðurstaðan hin sama og fyrir dómstólunum, aö ekkert saknæmt fanst i fari ráögjafanna, og allra sízt kanslarans. — Aukakosningar til þings hafa veitt stjórninni þunglegar en áöur, af þeirri sök, sem greind var, aö almenningur haföi grun um að ekki væri alt með feldu í fari stjórnarinnar. Hina síðustu aukakosningu vann þó stjórnin, og er það von hennar, að nú muni betur veita, er róg- urinn er kveðinn niöur. Óróa lcvenna heldur enn áfram, en með vægara móti en áður, eftir að hin nýju lög stjórnarinnar um hegningu viö slíkum afbrotum, gengu í gildi. Eftir þaö hafa þær, sem mestan þátt áttu í uppþotum og skemdarverkum, sumar flúiö land, en sumar haft sig hægari en áður. —■ Þeim sem fréttir senda af Englandi út í “nýlendurnar” — en flestar þær fréttir eru sprottn- ar frá mótstöðumönnum hinnar liberölu stjórnar — verður jafnan tíörætt um það, aö' formaöur stjórnarinnar, Mr. Asquith muni bráölega segja af sér. Svo mæla börn sem vilja, því að Mr Asquith er maöur spakur aö viti, forsjáll, mikill fyrir sér og harðfengur af á hann er leitað, og í flesta staði vei til foringja fallinn. Þ|ví vilja conservativar gjarnan kjósa hann úr liði óvina sinna. En aðrar fregnir herma, aö engin líkindi séu til að hann láti af forstöðu, heldur muni hann halda sinu erfiöa og ábyrgöar mikla embætti, meö- ’an þjóöin fylgir honum jafn ein- dregið aö málum einsog aö' undan- förnu. Sá bóndann drukna. ’ Þarsem .heitir Caseville í Wis- consin, voru þrjár stúlkur aö skemta sér á smábát úti á Missis- sippi fljóti. Bátnum hvolfdi af einhverri orsök og fóru stúlkurnar í ána, og hljóðuðu vitanlega á hjálp. Maður var staddur á ár- ;t bakkanum meö konu sinni; hann var læknir og hét Kinney og sá og heyröi hvað fram fór; hann lagðist þegar til sunds aö bjarga þeim. En þegar hann kom að stúlkunum, gripu þær allar til hans og héldu sér. dauöahaldi, mátti hann engum sundtökum' við koma og drógu þær hann niður og fórst hann þar í augsýn konu sinnar og þau öll saman. Tólf sveiuar druknuðu. í Lawrence borg í Massachusetts ríki fóru um 40 ungir sveinar frá 8 til 15 ára að aldri til baðhúsa við Merrimae fljót. Löng trébrú lá yfir straumál í fljótinu, bygð' á stólpum, til baðstöðvanna, og biðu drengirnir á henni, þartil opnuð væru baðhúsin. Meöan á því stóð, hófu þeir leiki á brúnni, stökk og annað gaman, sem drengjum er títt. Alt í einu sviku stólparnir undir brúnni, hrundi 'hún í ána og þarmeð flestir sveinarnir; þeir hurfu þegar sjónum þeirra sem á landi voru, en eftir drykklanga stund skaut þeim upp aftur og tóku þá þeir, er sundfærir voru aö leita lands. Milli tíu og tuttugu náðu að bjarga sér; fimm náðust rænulausir, og af þeim tókst að lífga tvo. Hugðu þeir sem nær- staddir voru að þá hefðu allir náöst; en þá kallaði átta ára gam- all drengur á félaga sinn, kvaðst ekki sjá hann, taldi víst að hann væri druknaður. Sendi þá lög- reglulið eftir bátum og ífærum og var leitað að liki hans í ánni; áður en þeirri leit lauk fundust tólf lík í fljótinu. Sigur í Saskatchewan. , Aukakosning fór fram á laugar- daginn, þarsem heitir Hanley, Bask., mjög harðlega sótt og varin. Svo lauk að fylgismaður Scott stjórnarinnar, skozkur maður að nafni Malcolm, vann sigur meö- 400 atkvæða meiri hluta. Vegir voru blautir og því var kosningin yer sótt en í fyrra, en eigi að síður fengu liberalar fjórum atkvæðum ,fleira nú en þá, en conservativar 53 atkvæðum færra. Árið 1912 fengu liberalar meiri hlpta í 25 kjörstööum af 35, en í þetta sinn höfðu þeir meiri hlut atkvæða í 27 af 35 kjörstöðum. Öfriður á ný á Balkan- skaga. Búígarar stökkva Serbum undan sér og þröngva að Grikkjum. Þár er nú komið, sem margir sögðu fyrir, að til bardaga er kom- ið með hinum fornu bandamönn- um á Balkanskaga. Seinustu frétt- ir hermdu, að hinir æðstu' land- stjórnarmenn bandaþjóðanna mundu koma til Pétursborgar og semja þar mál sín með atbeina Rússakeisara, og þótti þá vænlega horfa að friður mundi haldast. En rétt í því að þetta þótti full- ráðið, snérist veður í lofti. Á mánudaginn hófust vopna við- skifti á öllu því svæði, þarsem Búlgarar náðu til Serba og Grikkja, en fylkingar þeirra náðu yfir 40 mílna svæði. Hvorir um sig kenna mótstöðumönnum sínum um upptök ófriðarins, en þaö mun sannast vera, að hvorir um sig vilja hina ofan ríða, með því aö úlfúð og tortrygni þeirra á meðal hefir staðið um margar aldir, þó að þeir hyrfu að einu ráði, meðan þeir voru að hafa Tyrkjann undir. Þaö' er sumra sögn, aö Búlgarar hafi tekið líklega á öllum samning- um, meðan þeir voru að draga lið sitt saman, en réðu þegar á mðt- stöðumenn sína, er þeir voru til þess búnir. Grikkir fóru á hæli undan þeim fyrst, og náðu Búlgar- ar af þeim allstóru landi og nokkr- um borgum, en ein herdeild þeirra er sögð hættulega stödd, með því að hún á við mikinn liðsmun að etja. — Við Serba áttu þeir harö- an hildarleik á mánudags morgun- inn fyrir sólar upprás; 36 þúsundir Búlgara réðust þá á þann stað sem nefnist ■ Gulvghell, og tóku hann með áhlaupi við mikið mann- fall. Þar náðu saman fvlkingar Grikkja og Serba, og virðist að svo stöddu, sem Búlgörum muni takast að stía þeim sundur. Fréttabréf frá North Island, B.C. Eftirfarandi fréttabréf er oss leyft að birta: ....“Þessi eyja, sem við erum nú á, er norður af Graham Island; hér er sagt mest yfir sumarið af “Spring Salmon”; það er dýrasti laxinn. Hing- að fluttum við2. Maí, en 20. þessa mánaðar var ekki meiri fiskur kominn en það, að við höfðum næga soðn- ingu. Þá gerðu fiskimenn verkfall, vildu fá 5C. fyrir pundið í stað 3>L Við vildum ekki að til verkfalls kæmi, landarnir, en vi,ð urðum að fylgjast með, hvort við vildum eða ekki. Við erum líklega sem næst 12.—15. partur af fiskimönnum hér. Nú kvað kominn töluverður fiskur úti fyrir, en enginn má fiska nema sér til matar. Hvorug- ur mótparturinn hefir slakað til. Þá 27 daga, sem við erum búnir að vera hér, hafa tveir verið þurrir, en samt flesta daga hægt að vinna. Bréf mitt, sem þú settir i blaðið veit eg að verður illa þokkað hjá landsölumönn- um, sem hafa land að selja á Graham Island. og engin von aö okkur Jóni Benediktssyni beri saman; fyrst skoð- aöi hatin ekki nema fáar ekrur og svo er sagt, að hann hafi tekið að sér að vinna fyrir félagið, sem seldi íslend- ingunum landið, svo hann litur á eyna meö landsölumanns augum, en eg með “farmara” augum, en það á ekkert skylt hvað við annað Hversu margir flytja til baka, er alt undir fiskiveið- inni í sumar komið; enginn efi að hér er fiskisælt með réttum útbúnaöi, en hann kostar peninga, því það verða að vera gasolín eða gufubátar. Eg sendi þér línu seinna. Ben. Guðmundsson. c-o. Canadian Eish and Cold Storage Co., Prince Rupert, B. C.” Athugascmd.—Litlu síðan en þetta var ritað fréttist það, að verkfallinu er lokið, en þá var fiskilaust er reynt var. Úr bœnum Mr. og Mrs. Jóhann Briem frá Ice- landic River komu hingað til borgar í vikunni á leið heim til sín af kirkju- þingi. Það er ætlast til aö séra H. J. Leó prédiki á tveim stöðum í Álftavatns- bygð á sunnudaginn kemur. Viðvikj- andi stöðum og tíma eru bygðarmenn beðnir að leita upplýsinga hjá safnað- arnefnd Lundar safnaðar. Erá Saskatoon barst svolátandi giftingarfrétt nýskeð: “Þann‘22. Júní þ.á. voru þau Miss Joan Johnson frá Isafold P.O., Man., og Alfred James Kerby, Saskatoon, gefin saman í hjónaband af Rev. H. S. Broadbent, Saskatoon. Heimili þeirra veröur í Saskatoon. Guðsþjónustur heldur séra H. Sig- mar sd. 6. þ.m. á þessum stöðum: 1. I Wynyrad kl. 12 á hádegi; 2. I Kan- dahar kl. 3 e. h.. í “Ferða-föggum” í “Lögb.” 26. Júní, II. kafla, 3. línu, síðasta erindi: Sinni þjóð “er” ætterni menn eldast, les: Sinni þjóð og ætterni menn eld- ast. S. G. S. Takið eftir auglýsingu frá herra rafmagnsfræðing P. Johnson á Willi- am ave. Hann hefir sjálfur fundið upp nýja stó og hefir hún gefist á- gætlega að þeirra raun, sem hana hafa brúkað. Stóin er svo ódýr að hver sem er getur aflað sér hennar, og svo eldiviðardrjúg, að það kostar ekki meira en 1-17. part úr centi að hita á katlinum með stó þessari, eða yf cent á klukkustund. Þann 28. f. m. andaðist hjá Jóni svni sínum í Tacoma, Wash., öldung- urinn Jón Jónsson, á tíræðisaldri. Jarðarförin fór fram 30. s.m. Mörg börn hans eru á lífi hér í Ameríku, þar á meðal Páll Johnson, rafmagns- fræðingur á William ave. hér í bæ. Hinn látni var mjög merkur maður og verðúr hans nánara getið síðar hér í blaðinu. I. O. O. F. Manchester Unity fór skemtiför til Portage la Prairie, komu sumir frá Brandon, sumir frá Winnipeg og varð þar mikill mannfjöldi. Menn skemtu sér lengi dags í skemtigarði bæjarins. Meðal annara leikja reyndu þeir aflraun á kaðli og reyndist íslenzka stúkan “Geysir” allra bezt; Gillies Jóhannes- son var á endanum en A. S. Bardal var dómari og eggjaði fast landa sina. Mr. Thomas Johnson jr. fór til Baldur á fimtudaginn, til dvalar með fólki sinu í sumarfríinu. Hann verð- ur í burtu frá skrifstofu nafna síns og írænda í hálfan mánuð. Hva^anœfa. —Maður var tekinn í Vancouver nýlega, er hafði á sér mörg þúsund dala virði af hringum, úrum, og gull- stássi. Náunginn hafði farið hús úr húsi um einn part borgarinnar og stolið öllum verðmætum munum, sem hann náði í, ef hann fann engan heima. Ef einhver va; Jyrir í húsun- um, þá lézt hann þurfa að lesa á ljósmæla. —í New York hefir stjórnin látið taka fastar tvær mæðgur fyrir að nota póstinn til sviksamlegs fjárdráttar. Þær auglýtu i blöðunum eftir bónda- efnum; ef einhver svaraði skrifuðu þær þeim sama og báðu hann um pen- inga til að kornast á fujid hans; og svo marga biðla höfðu þær í takiriu, að þær græddu 200 dali á viku með þessu móti. Sýnir það sig enn, að margur vill “verða hjón.” —Þann 18. Júní hljóp sjór á land á Florida strönd og fylgdi brim mikið og gekk yfir margar eyjar, þar sem fiskimenn höfðu verbúðir. Mörg hundruð manna fórust í því flóði. —Drotningin Victoria á Spáni eign- aðist son nýlega. Það er sjötta barn- ið hennar á sex árum. Leikhúsm. Þá níu daga, sem Winnipeg sýning- in stendur yfir, frá því á mánudag 7. Júlí, munu Cohan og Harris sýna á Walker leikhúsi Raymond Hichcock í hinum fræga söngleik “The Red Wid- ow”. Sá gamanleikur er fullur af eftirhermum, og gefur góðum leikara hið bezta f^eri til að koma fólki til að hlægja. Þar segir frá því, að anier- iskur auðmaður fcr í ferðalag til Ev- rópu með konu sinni. Hún verður kvenréttinda dís í London og verður þar eftir, en hann kynnist fallegri stúlku, sem kölluð er í leiknum “rauða ekkjan”; eftir nokkurt.daður fær hún hann til aö fara með sér til Rússlands og kemst þangað á passa konu auð- kýfingsins. Þegar þar kemur, veröur það Ijóst, að stúlkan er níhilisti, til Rússlands komin með það erindi, að drepa keisarann. Verða þá líflegir tilburðir með skjótum atvikum. “PassersBy” eftir C. Haddon Chambers verður þrjár nætur á Walk- er frá því á laugardagskveld 17. Júli. Það er skemiilegur og átakanlegur leikur. “Fine Feathers” heitir sá leikur, er þar næst verður sýndur á Walker með frægum leikurum. Brúðkaup að Hove P.O. Rausnarleg brúðkaupsveizla var hald- in 20. þm. i húsi þeirra Mr. og Mrs. Skagfeld, að Hove P.O., Man., í tilefni af gifting hr. Vilbalds Freeman, sonar herra A. M. Freeman póstmeistara að Vestfold, Man., og ungfrú Eyjólflínu Eyjólfsdóttur, stjúpdóttur hr. A. J. Skagfeld. Ungu hjónin giftust 16. þ.m. í húsi herra S. Pálssonar i Winnipeg. Vígslu athöfnina ■framkvæmdi Dr. Jón Bjarnason. Meöan ungu hjónin dvöldu í Winni- peg höfðu aðstandendur þeirra tekið ráö sín saman um það, að efna til stórrar veizlu og fagna þar meö ungu hjónunum þegar heim kæmu. Um 130 manns mun hafa verið boðið til hófs- ins, en ýmsra orsaka vegna gátu ekki komið nema um 80 manns. Afar stórt tjald var reist á staðnum, og voru borð sett eftir því endilöngu, og gátu þar hæglega 40 manns setið að snæðingi i einu. Samsætið setti hr. A. M. Freeman, tueð þvi að sunginn var sálmurinn “Hve gott og fagurt og indælt er”.— Þar næst talaði hr. Freeman nokkur vel valin orð og bauð gestina hjartan- lega velkomna. Að því búnu var gest- um boðið til snæðings út í tjaldiÖ. Glögt munu gestir hafa séð þegar að borðuni kom, að forn og íslenzk rausn og fíöfðingsskapur skipaði þar hægra öndvegi, og virtist sumum helzt líta út fyrir það, að þeir gömlu menn- imir, Freeman og Skagfeld, hefðu tekið sér til fyrirmyndar einhverja af okkar forníslenzku stórhöfðingj- um, sem aldrei þótti gestum sínum of vel veitt við slík tækifæri, sem hér er um að ræða, að hafa fornmenn til fyrirmyndar í öllu því sem fagurt er og göfugt, það ættu allir að gjöra, sem vilja vera sannir íslendingar. Þegar staðið var upp frá borðum fóru allir> inn í hús og hófust þá 'breytilegar skemtanir. Fyrst var sung- ið: “Hvað er svo glatt,” o. s. frv. Næst talaði V. J. Guttormsson frá Oak Point fyrir minni brúðhjónanna, þá J. H. Johnson að Hove lipra og vel hugsaða ræðu og þar næst flutti J. Guðmundsson vel hugsað og frum- kveðið kvæði, sem hér fer á eftir og svo hljóðar: Það var til forna og verður alla tíö sér velja maka á lífsins huldu brautum það reynist lán ,það reynist líka stríð, því reynslan sýnir líf er blandað þrautum. En stríö og sigur haldast æ í hönd, þá hetjan stendur brynjuð fram í stafni, ^g þó að málin máske reynist vönd, þá mun það sigrast alt í drottins nafni. Þið stigið nú hið stærsta lífsins spor, og styrkur guðs á ykkar vegu falli, og ykkur skíni æsku blómlegt vor unz æfin þver, þá gegna verður kalli. Næst flutti herra Skagfeld glymj- andi ræðu til unga fólksins, og gaf því margar föðurlegar bendingar eins og búast mátti við af honum. Síðastur talaði Þorsteinn Þorkelsson verk- stjóri frá Oak Point; var það tilþnfa ræða, sem búast mátti við af honum, því hann er fróður maður um marga hluti Að loknum ræðuhölduili var skemt með hljóðfæraslætti og dans sem ent- ist fram á dag. Á hljóðfærin léku þrír ungir menn frá Markland P.O., herra Hermann Johnon á fiðlu og herra Þorsteinn Jakobsson á horn og herra Carl Lindal á Orgel; tveir hinna fyr- nefndu komu frá Winnipeg til að skemta við þetta tækifæri. Þegar sól var komin upp fóru allir að fara heim, hver til sinna búverka. Allir virtust glaðir og ánægðir og þakklátir brúðhjónunum og aðstand- endum þ_eirra fyrir höfðinglegar veitingar og skemtilega nótt. Margar einlægar heillaóskir frá vinum og vandamönnum brúðhjónanna fylgja þeim út á hina nýbyrjuðu framtíðar- braut þeirrar. Heimili ungu hjónanna verður fyrst um sinn hjá foreldrum brúðgumans, þeim Mr. og Mrs. A. M. Freeman, V'estfold P.O., Man. Einn af gcstum. Samsæti haláin í Vancouver. Þ riðjudagskveldið 13. Maí var þeim hjónum, Mr. og Mrs. John Johnson haldið heiðurs samsæti af íslenzka söngfélaginu Heklu, sem Mr. J. J. hef- ir stjórnað síðan það var stofnað. Eg verö að vera fáorður um þetta samsæti, þar eg var þar ekki viðstadd- ur. Söngfólkið kom þeim hjónum að ó- vörum og varnarlausum og heimtaði húsráð, sem var þegr í té látið, því þar var við ofurefli að etja, enda stendur hús þeirra hjóna ávalt opið fyrir öllum. Eftir að fólkið var búiö að koma sér fyrir bað Mr. Skúli S. Bergmann um hljóð; talaði hann nokkur hlýleg og vel valin orð til Mr. J. Johnson sem söngstjóra, og þakkaði honum fyrir það sem hann hefir unnið fyrir söng- flokkinn, sem nú er orðinn vel æföur undir stjórn hans. Eftir að Mr. Bergmann hafði lokið máli sínu með hugkvæmum orðum til þeirra heiðurs hjóna, afhenti hann þeim gjöf frá söngflokknum: Mr. J. Johnson 25 dali í peningum og Mrs. Johnson kaffi-“set”. Að því búnu talaði Mr. J. Johnson og þakkaði söngflokknum fyrir þann heiöur sem hann sýndi þeim, og fyrir þá höfðinglegu gjöf, sem þeim væri afhent Þá talaði Mr. Bjarni Lyngholt mjög hlýleg og hugkvæm orð til Mrs. J. Johnson og þakkaði henni fyrir alla þá aðstoð sem hún hefði veitt flokkn- um. Aö endingu söng flokkurinn: “Fósturlandsins Freyja” Söngfélagið Hekla virðist vera það eina íslenzka félag t þessari borg, sem hefir átt því láni aö fagna, að að því hefir verið unnið með alúð og áhuga, og býst eg við, að söngstjórinn eigi góðan þátt í því, enda er hann sannur íslendingur og góður drengur Samsæti þetta er heiður fyrir hjón- in og sómi fyrir söngflokkinn Mánudagskveldið 26. s.m. kom söng- flokkurinn og nokkrir aðrir vinir og kunningjar saman í húsi Mr og Mrs. J. Johnson til að kveðja Mr. Skúla S. Bergmann, sem lagði á stað alfarinn til Winnipeg næsta morgun. Mr. Bergmann kom þetta tiltæki á óvart, vissi ekkert uni það fyr en kunningi hans Kr. Pálsson hér í Vancouver, fór með hann heim til Mr. J. Johnson og var þar þá orðið fult hús af aðkomnu fólki. Húsráðandi bað þá Mr. B. Lyngholt að segja nokkur orð, sem hann svo gerði; hanri talaði nokkur hlý þakk- lætis orð fyrir hönd söngfélagsins til Mr. Bergmanns, og þakkaði honum fyrir góða samvinnu með söngflokkn- um, og þrátt fyrir það þó að sér hefði stundum fundist Mr. Bergmann cera þröskuldur í götu sinni í sam- vinnunni, þá kvaðst hann ekki hafa kynst betri dreng heldur er Mr. Berg- mann. Þá talaði Mr. Sigurður J. Stefáns- son nokkur orð og þakkaði Mr. Berg- mann fyrir góða viðkynningu í síð- astliðin 8 ár, sem þeir hafa verið sam- an hér á Ströndinni, og afhenti honum gjöf frá nokkrum vinum hans: úrfesti með “locket”, sem á var grafið: “Til S. S. B. frá vinum hans.” Mr. Skúli S. Bergmann tók þá til máls og þakkaði fyrir þann heiður og velvild, sem sér væri sýnd meö þessu heiðurs samsæti, og þakkaði söngflokknum fyrir samvinnu og all- ar skemtistundirnar með því. Hann þakkaði fyrir gjöfina og mintist þeirra þriggja vina sinná sem gjöfin var frá, með mjög svo hlýlegum og vel völdum orðum. Þá sagði Mr. J. Johnson söngtsjóri nokkur orö og þakkaði Mr. Berg- mann fyrir þá hjálp, sem hann hefði veitt sér sem söngstjóra, en sem söng- fólkinu væri ekki kunnugt um. Síðastur sagði Mr. Kr. Pálsson fá- ein orð, en bæði var þá orðið fram- orðið og æði mikið diska glamur, og varð þess vegna fáorður. Hann þakk- aði Mr. Bergmann fyrir alt það, sem hann hefði unnið fyrir íslenzkan fé- lagsskap hér á Kyrrahafsströndinni og sérstaklega þó í Seattle, og sem bindindismaður kvaðst liann >..ja sér- staklega þakka honum fyrir það sem hann hefði unnið fyrir bindindismálið á meðal íslendinga, og gat þess, að hann hefði fyrst kynst Mr. Bergmann í stúkunni “ísland” í Seattle, og hefði kunningsskapur þeirra haldist síðan. Mr. Bergmann er góður söngmaður, þegar tekið er tillit til þess að hann hefir engrar mentunar notið í þeirri grein; hann er gleðimaður mikill og viljugur að skemta fólki með söng; hann er góður íslendingur og hefir unnið meira að íslenzkum félagsskap en nokkur annar islenzkur piltur sem eg hefi þekt hér, enda er hann talinn vera tveggja manna maki í því; hann var einn af stofnendum stúkunnar “ísland” í Seattle og meðlimur hennar þangað til hann kom hingað til Van- couver fvrir tveim árum síðan; hann var þar æðsti templar í marga árs- fjórðunga og átti þó oft við áhuga- mikla bræður og systur að keppa. Ekki skal eg neita því að Mr. Berg- niann hefir stundum gerst þröskuldur í götu vissra manna, sem hann hefir unnið með, og hafa það oftast verið þeir menn, sem hafa viljað ráða meira en góðu hófi hefir gegnt eða viljnð hafa tögl og hagldir í félagsmálum. En Mr. Bergmann hefir æfinlega haft einurð og hreinlyndi til að segja: hingað og ekki lengra, yinur, eg held í spottann lika. Við vorum ekki að kveðja neitt stórskáld eða mikilmenni, en við vor- um að kveðja góðan og félagslyndan dreng, og þótt ekki væri mörg stór- menni hér saman komin, þá var til- gangurinn sá sami; og smámennin geta stundtun gert skilnaðarstundir eftirminnilegar og ánægjulegar; við vonum, að það hafi tekist í þetta sinn. Áður en fólkið fór heim var sezt að kaffidrykkju með ýmsu öðru sælgæti og ísrjóma. Klukkan að ganga eitt um nóttina fór fólkið að fara heim, eftir að hafa kvatt Mr. Bergmann og óskað honum lukku og blessunar í framtíðinni þar austur frá. Svo bið eg vin minn Bergmann að fyrirgefa það litla, sem eg hefi um hann sagt, sem er af persónulegri þekkingu en illa fram sett Samkomur hafa verið haldnar hér margar, sem flesta hafa verið skemti- legar og uppbyggilegar, en allar frek- ar illa sóttar. Nokkrar íslenzkár persónur hafa gengið í það heilaga hjónaband, en flest hefir það gifst út úr okkar þjóð- flokki, og er þess vegna alveg tapað; mér er ekki vel kunnugt um nöfn þeirra allra, og sleppi þar af leiðandi að minnast þess. Atvinna er hér með daufara móti, sem stafar af peninga skorti, og útlit þess vegna ekki sem bezt nú sem stendur. Þetta eru aðeins útúrdúrar frá sam- sætinu. Virðingafylst, Kr. Pálsson. Silfurbrúðkaup. Á föstudagskveldið var komu vinir og kunningjar Mr. og Mrs. Jónas Jó- hannesson contractors saman i sunnu- dagsskólasal Fyrstu lút. kirkju að minnast tuttugu og fimm ára brúð- kaupsdags þeirra. Var þar saman komið um hundrað manns, því að þau hjón eiga miklum vinsældum að fagna hér í borg og víðar og það að maklegleikum. Hafa þau verið sam- hent um að styðja öll góð félagsmál vor á meðal, og einkum hafa þau tek- ið mikinn og ógleymanlegan þátt í safnaðarmálum Islendinga hér í Norðurbænum Þegar gestir voru saman komnir í veizlusalinn var sezt undir borð. Hafði Dr. Jón Bjarnason orð fyrir þeim sem komnir Voru og afhenti silf- urbrúðhjónunum að gjöf frá gestun- um mjög vandað silfur-“set”, og frá börnum þeirra borðbúnað mjög fagr- an. Silfur brúðhjónin þökkuðu bæði þann heiður og það vináttuþel, er samsætið og gjafirnar vottuðu. Var því næSt sezt að snæðingi og voru veitingar miklar og góðar fram reidd- ar. Undir borðum fóru fram ræðu- höld sem herra J. J. Bildfell stýrði. Þessir héldu ræður: séra R. Marteins- son, M. Paulson, séra F. Hallgríms- son, W. H. Paulson og Dr. Jón Bjarnason. Enn fremur flutti herra Sigurður J. Jóhannesson silfurbrúð- kaupskvæði; og söng það siðar herra A. Albert undir nýju lagi er hr. Jón Friðfinnsson hafði sett við það. Kvæðið er birt annarsstaðar hér í blaðinu. Miss S. Hinriksson söng og sóló. Samkvæmið fór mjög vel fram og var ekki lokið fyr en komið var undir miðnætti. Kvœði til hjónanna Jónasar og Rósu Jóhannesson, 21. Júní 1913. Nær röðull hæst á himinbrautum stígur, óg húm ei skyggir feðra vorra grund í Ægisfaðm þá aldrei sunna hnígur, ei augu hennar lokast nokkra stund, þar skuggavofur sjást þá ei á sveimi, því svipdökk Njóla felst í undirheimi. Þá bar svo til, nú fyrir f jórðung aldar> er fögur sunna brosti hauðri mót. að kærleiks taugar traustar mjög og valdar, þar tengdu saman hal og unga snót, þær festar spunnu attðna, ást og vitið, svo utan dauðinn neitt þær getur slitið. í herra síns og hamingjunnar nafni svo hleyptu þau á tímans ólgusjó, á traustri gnoð með trú og von í stafni og táp og dug er í þeim sjálfum bjó, þau hafa aldrei áföll mikil hlotið né auðnufley á mæöuskerjum brotið. Svo leiðst þau hafa lífs á förnum brautum í Ijúfri ást og sameinuðum hug, ei hopað neitt í hættum eða þrautum, því hvorugt skorti sálarþrek né dug, að standa fast í stríði freistinganna, með sterkri trú á alt hið göfga’ og sanna. Þau teljast jafnan sinnar stéttar sómi, —hér saga þeirra Ijóst þess vitni ber— þvi almennings aö óvilhöllum dómi, þau allra hylli getið hafa sér. Oss þökk og heiður þeim er skylt að gjalda er þjóðarsóma vorum uppi halda. Nú vér, sem hér með hjónum þessum sitjum, og heiðra þeirra silfurbrúðkaupsdag, af öllu hjarta ósk og bæn þá flytjum að ætið gæfan styðji þeirra hag; þeim auðnist saman lifa vel og lengi, i lífsins blíðu unaðsemda gengi. Fyrir hönd gestanna S. I. Jóhannesson. Gefin saman í hjónaband í kirkju Árdalssafnaðar þ. 26. f.m. voru þau Sveinn Eyjólfsson og Þttríður Stein- unn Guðmundsson. Séra Jóh. Bjarna- son gifti. Brúðguminn er sonur Eyj- ólfs sál. Einarssonar, sem bjó á Eyj- ólfsstöðum t Geysisbygö og konu hans Þórönnu Björnsdóttur, sem enn er á lífi og þar býr. En brúöurin er dótt- ir P. S. Guðmundssonar og konu hans Guðrúnar Benjamínsdóttur, sem búa rétt austan við Árborg. Á eftir hjóna- vígslunni fóru fram rausnarlegar veit- ingar í húsi þeirra Mr. og Mrs. Guö- mundsson, svo og skemtanir, söngur, ræðuhöld o.s.frv. Var samsætið alt sérlega ánægjulegt í alla staði Ungu hjónin verða fratnvegis til heimilis hjá móður brúðgumans. Sveinn hef- ir verið fyrirvinna hjá móður sinni síðan faðir hans lézt. Hann er einn hinna mjmdarlegpistu ungra manna hér í bygðinni, bráöduglegur og karl- menni svo mikið aö orð er á gert. Kona hans er engu stður myndarleg, fríð sýnum og góð kona sem hún líka á ætt til.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.