Lögberg - 03.07.1913, Síða 3

Lögberg - 03.07.1913, Síða 3
HÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. Júlí 1913. Ýmislegt úr lífinu í R.vík o.s.frv. fFramh. frá 2. síöu.J fyrir fjóra, en enginn má gefa mér í staupinu”. Þaö er vist, aö marg- an fírskildinginn fékk liann þann dag, en hvort hann hefir alveg sloppiö viö staupin læt eg ósagt. Ýmsa fleiri náunga mætti nefna, en af því stutt er frá liðiö kynni þaö að særa núlifandi ættingja, og er því eigi fariö frekara hér út í þá sálma. Leikir iinga fólksins. Úr því eg ér kominn svona langt, ætla eg aö fara nokkrum orðum um drengjalífiö eöa útilífiö þá, því þaö er nú gjörbreytt frá því sem þá var. Þá var ekkert “Bíó?’, enginn Sáluhjálparher, eða þær ýmsu skemtanir, sem nú eru aðalskemtun unglinga og yfir höfuö bæjarmanna. Þjá var bara Tjörnin. Varla var hún lögð, fyr en hún var orðin full af krökkum. Reykjavík hefir nú sexfalt fleiri íbúa en þá, en þó var miklu meira líf og fjör á Tjörninni en nú síö- ustu árin, og þó eru hér ung— menna og ungmeyjafélög, sem hata íþróttir fyrir æösta takmark. í1 góöu veðri, einkum ef tunglsljós var, mátti heita aö allur bærinn væri úti á Tjöm; strákarnir í húfuleik, sem var fólginn i því, aðí þeir fljótustu af skautamönnunum reyndu aö ná í sem flestar húfur af kolli hinna, og þeir eltandi þá til að ná húfunum aftur. Yngis- fólkiö dró sig saman og leiddust tvö og tvö. Þaö hélt sig helzt við vesturlandið, undir Tjarnarbrekk- unni, því þar bar mestan skugga á. Smábrennur vora altíðar á Tjörn- inni. Stundum voru þær gabb eitt, því þegar menn, sem allstaðar frá þyrptust að, voru rétt komnir aö, þá slöktu þeir sem fyrir brenn- unni voru og hurfu í burtu, til þess aö byrja á nýjan leik annars staöar. Stundum voru hringsleöa- skemtanir ('CarasselJ. Fyrir þeim stóð maöur, sem var nokkurs kon- ar skemtanafrömuður Reykjavík- ur, Sverrir steinhöggvari Runólfs- son. Hann var altaf kallaður af strákunum Sverrir rex. Líklega hefir þaö nafn fundið upp ein- hver drengur, sem bæði hefir veriö farinn að nasa ofan í grammatík og Noregskonungasögur. Sverrir var ?á, sem endurlífgaöi glímur í Reykjavík, lét halda kappglimur, fyrst vestur á Hlíöarhúsasandi og síðan á Melunum. Hann vildi láta stækka hólmann i Tjörninni, og koma þar upp veitingahúsi meö söng og hljóðfæraslætti. Þjessi góöa hugmynd er enn ekki komin i framkvæmd'; en á þeim dögum var ekki hugsandi til að fram- kvæma neitt þessu likt, vegna pen- ingaleysis. Væru dfengir ekki á skautum, sem oft var ómögulegt vegna snjóa, sem lagði á Tjörnina, — því ekki voru haföir neinir til- burðir með að moka hann í burtu — höfðu þeir aðra leiki á vetram, og voru það einkum tveir, sem eg vil lýsa: að “skifta liði” og “þönglabardagi”. Að skifta liði var venjulega gert á dimmum kveldum. Tveir for- ingjar skiftu drengjunum milli sín, og átti svo annar flokkurinn aö fela sig, — til þess hafði hann nokkurt svigrúm — en þegar í fylgsnið var komið, átti aö gefa það til kynna með háu hrópi. Var það gert þannig, að einn varö eftir úti á götu og rak upp afarhátt óp, og skauzt aö því búnu inn í fylgsn- iö. Oft skifti flokkurinn um stað, og var þá farið yfir girðingar og skúra, og altaf lostið upp miklum ópum, því þaö var skylda að gefa til kynna hvar flokkurinn héldi sig, hérambil. Þegar leitarflokk- urinn nálgaðist fylgsniö, liéldu all- ir niöri í sér andanum, og vei þeim, sem þá varö það á að stynja eða hósta, svo flokkurinn yrði fundinn. Ef einn úr flokknum fanst, var allur flokkurinn fund- inn, og þá átti hinn að fela sig, og svo gekk þaö koll af kolli; en í fyrstu var kastað hlutkesti um, hvor fyrst skyldi fela sig. Væru margir flokkar í einu í slíkum leik, þá kvað allur miðbærinn við af ó- hljóðum, því þar var leikurinn eðlilega háður, og þar var ótal skúrar og skúmaskot, einkum íuilli Hafnarstrætis og Austurstrætis. Þjá voru engin ljósker til að lýsa upp bæinn; þau komu nokkrum árum síðar, um 1876, og voru fyrstu kveldin brotin unnvörpum. « Þönglastríð. Útsynningar voru þá engu ótíð- ari en nú, og þeim fylgdi brim mikiö, sem flutti mikiö af þangi og þönglum upp í fjörurna, miklu meira, að því er mér virðist, en nú á dögum. Drengir voru þá vanir að safna þönglunum, lemja angana utan af hausnum, og fara svo í þönglabardaga. Hann var fólginn í því, að annar drengurinn lagði sinn þöngul á stein, svo að hann lá undir honum rétt fyrir framan höfuðið; hinn drengurinn sló á hann meö sinurn þöngulhaus, og svona gekk það á víxl,. þangað til annarhvor þöngullinn brast í sundur; þá var tekinn nýr. Oft varö mikill ágreiningur út úr þess- um leik, einkum út af því, aö þönglinum væri haldið á lxuldu, þ. e. laust við steininn, því þá var erfiðara aö lemja hann í sundur. Votu þá oft leiddir dómendur að, til þess að skera úr málinu, og oft urðu áflog út úr því. Það þótti ágætt ráð að eldbera þöngulinn, til aö heröa hann, og var enginn sá drengur talinn maður með mönn- unx, sem eigi bæri í handarkrika sínum þykkan, eldborinn þöngul og byði hinum meö miklum rem- bingi að leggja til bardaga. Þéir sem áttu sterkustu og seigustu bardagavopnin vora mjög öfund- aðir. Og það var almenn sorg (og á hina hliðina gleöiý þegar einhver slíkur kappi hneig í valinn við nxikinn orðstir. —Skírnir. Smalareiðin, fThe StampedeJ í Winnipeg. Sú snxalareið fer fram dagana frá 9. Agúst til 16. Agúst. Þaö er hin stórkostlegasta samkepni, er fimustu og reiðkænustu rnenn úr öllum heim- inum fá að taka þátt í, enda eru verö- launin í peningum, þau stærstu, sem nokkurn tíma hafa veriö boðin kúa- smölum, smalastúlkum, reipurum og reiðföntunx. „The Stampede” er alls ekki sýning í neinn máta, og í alla staöi ó.lík “Wild West” sýningum og sirktxsum, sem feröast unx landið. Slík- ar eru á borö við þær árlegu sýningar frá landnánxs öld þessarar álfu, sem haldnar eru oft í Cheyenne, Wyoming og öðru hvoru í E1 Paso, Texas, Den- ver, Colorado og öönxm höfuðbólum stórhjaröa landsins. “Snxalareiöin var ráöin og sett í framkvæmd áriö sem leið, sem hinn stórkostlegasti viöburðr þeirrar teg- undar, er nokkru sinni hefir gerst í víðri veröld. Hún var haldin í Cal- gary, og þótti alveg óviðjafnanleg. í “Smalareiðinni” verða hinir frækn- ustu kúasnxalar, smalastúlkur, reiö- kænir riddarar, reiparar, vaqueros, hjarðmenn úr Norður- og Suður- Ameriku, ekki að eins reiðsveinar af hjarðarbúum, heldur einnig þeir sem slyngastir eru aö fanga gripi meö reipum og mestu hestamenn frá öllum pörtum álfunar, frækin fylking yfir 300 keppinauta, er hver er öllum öör- um snjallari í sínu nágrenni. Til þess aö reyna þrek og fræknleik þess- ara garpa, bæöi kvenna og karla, þá hafa verið fengnir stórmargir villi- hestar, ótamdir “bronchos”, villinaut frá Texas og Mexico og úr öllum pörtum Bandaríkja og Canada og þeg- ar Smalareiðin byrjar, mun þar hefj- ast hið óðasta og ákafasta kapp, hver sterkastur sé, fimastur. þolnastur, kjarkmestur, og mun slíka sjón hvergi annars staðar geta aö líta um víöa veröld. Þar veröa gefnir verðlauna- peningar úr gulli, kappa belti og margir aörir góðir gripir, og $20,000 dalir í peningum verða veittir þeim sem skara fram úr, en slík verðlaun hafa aldrei fyr gefin verið við slík tækifæri. Það er enginn vafi á því, að þessir peningar verði út borgaöir. Öll upphæðin er komin í hendur Dom- inion Bank of Canada, ásamt skrá yf- ir þær þrautir er vinna skal til að fá verðlaunin, eftir dómi þar til kvaddra manna, og verður ekki þaðan tekin nema eftir þeirra fyrirmælunx. Smalareiðin í Calgary í fyrra var hinn stórkostlegasti viðburöur, sem gerst hefir í þeirri vestrænu borg. Til hennar sóttu yfir 60,000 gestir frá Canada og Vesturrikjunum og langt að sunnan, og sérstökum Pullman lest- uni og einkavögnum var ekið þangað frá Chicago, New York og Montreal. Vegna þess að þangað sækja verald- arinnar fræknustu skörungar i sínum listum, er augljóst, að slíkir leikar veröa ekki haldnir nema viö og við. Snxalareiðin verður ekki haldin oft- ar en einu sinni á ári, og að eins ein Snxalareiö er til í víðri veröld. Winni- peg hefir veriö að undirbúa hana í marga nxánuði. Leikskála afarstóran er verið að reisa á Sýningarvelli, og þegar sá skáli er fullgerður, munu bekkir ná hringinn í kring um skeiö- völlinn, sem er hálf míla á íengd. Innan í þeim hring verður vírgirðing tíu feta há alt um kring. en í miðjunni verður leikvangur tíu rasta víður, og þar verða háðar orustur og hólmgöng- ur milli manna og dýra. Winnipeg væntir að skemta fleiri gestum en nokkurn tíma hefir áöur fyrir komiö. þá gestkvæmu borg. Enda segir Louis W. Hill, forseti stjórnarnefndar Great Northern R’y, sonur gamla Jim’s: “Smalareiðin í Winnipeg verður það stórkostlegasta, sem fyrir kemur á fastalandi Ameríku áriö 1913 og verð- ur sú mesta auglýsing, sem Vestur- landið hefir nokkurn tíma fengið.” “Smalareiðin” á stjórn og styrk að þakka framkvæmd og ættjarðarást nokkurra gripahöfðingja í Canada. Þeirra á meðal xná nefna James Ryan, Sr., og W. H. Fares, hinir stærstu hrossa kaupmenn Canada og hinn síö- arnefndi hluthafi í hinu mikla ketsölu- félagi Gordon, Ironside and Fares; A. P. Day frá Medicine Hat, einn hinn auðugasti borgari í þeirri borg og einn helzti gripabóndi í Alberta, og síöast en ekki sizt má telja Guy Wea- dick, aðalstjórnanda fyrir “The Stam- pede”. Þessir gripakóngar vita það, að hiö forna Vesturland, er þeir áður þektu, þegar Vesturlandið var villi- rnörk og almenningur, er nú að hveria. Þær reiðgötur, sem hjarðsveinar fóru þá, eru nú lokaðar meö girðingum úr gaddavír. Gufuplógurinn hefir pælt upp beitilöndin og einxreiöimar þjóta yfir sléttuna á gljáandi stálteinum, en hinir litum skreyttu Rauðskinnar hafa tekið sér bólfestu og lifa kyrrsetu lífi á gjaldi og gulli fööurlegrar land- stjórnar. Þessir menn hafa tekiö ást- fóstri við Vesturlandið, þá langar að svna hinni yngri og aðkomandi kyn- slóð hvernig þá var um aö líta, meðan þess er kostur. Þá langar til að sýna það Vesturland, þar sem þeir fundu gæfu sína og gengi. Hin forna gest- risni Vesturlands kemur einnig mjög ljóslega fram á þessari hátíð. Þeir menn, sem eru nafnkendir um alt hjarða land Ameríku, verða viö- staddir þessa Smalareið. Margir þeirra eru frægir í sögu hjarðalands- ins fyrir háskalegar svaðilfarir fyrr á dögum. Ferleg kvæði eru enn kveðin um “Turkey Track”, Tony Day. Tur- key Track er nú vel metinn borgari í Suður Alberta og verður með á hátíð- inni. Hann sagði svo sjálfur: “Eg er kunnugur þeim öllum, og get ekki annað en komið.” Tvent er það sem laðar fólk til Win- nipeg dagana 9. til 16. Ágúst: Smala- reiðin og frægð Vesturlands. Sér- stakar lestir koma alstaðar að. Þeir sem íþróttum unna og háttsettir borg- arar frá öllum pörtum veraldar verða með. Fremstu menn í opinberum stöð- um bæði í Bandaríkjum og Canada koma í hópum. í fyrra var Smala- reiðin i Calgary undir vernd Hans konunglegu stórtignar, hertogans af Connaught og þar var hann viðstadd- ur. Hinunx tigna konungsbróður og hans fríðu dóttur, prinsessunni Pat- ricia, þótti mikið til þeirrar sjónar lcorna. Það er liklega sá gripur, sem ráðsmaðurinn, Weadick, heldur mest upp á, og hinir konunglegu gestir gáfu honum, en það voru ljósmyndir þeirra tneð eigin handar áritun, ásamt end- urminningunni um það, hve skemtileg og merkileg þeim þótti Smalareiðin. Járnbrautir, hótel og borgar í Winnipeg yfirleitt búast til að skemta og undirhalda 150,000 gesti “Smala- reiðar vikun^”. Sextiu þúsund áhorfendur geta fengið sæti á einum og sama tíma kringum leikvöllinn. Frá íslandi. Reykjavík, 3. Júní 1912. Norðangarður hefir verið síðan á föstudag og frost fle'star nætur. 1 Dölum gránaði á laugardaginn niður í bygð. I Húsavík nyrðra var snjó- koma í gær og tún hvít af snjó. I Hrútafirði eru tún farin að grána sakir kulda. Nú er veðrátta aftur far- in að batna. Skúli Thoroddsen, alþingismaður, fer á morgun norður til Isafjarðar að halda þingfundi. Jónas Kristjánsson læknir kom á Botníu á leið frá Vesturheimi. Hann fór utan í haust og hefir síðan farið víða um lönd, austan hafs og vestan, til þess að kynna sér nýjustu aðferðir hinna beztu meistara í læknislist, eink- um skurðlækningum. Ragnar Ásgeirsson fEyþórssonarJ hefir stundað garðyrkjunám í þrjú ár í Danmörku og konx nú heim hingað á Botníu, fullnuma í þessu starfi. Hann hefir stundað allskonar garðrækt, svo sem trjárækt, blómrækt o.s.frv. Sest hann nú að hér í Reykjavík og gefst garðeigendunx og öðrum kostur á að stoð hans og leiðbeiningum í öllu því, er að garðrækt lýtur. Hann starfar i gróðrarstöðinni fyrst um sinn og þar geta menn hitt hann að máli. Séra Arnór Þorláksson á Hesti í Andakil hefir sagt af sér prestskap og brauðinu lausu frá þessunx fardögum. i Óskar 'Halldórsson garðyrkjumaður kom heim hingað í vor frá Danmörku eftir hálfs þiðja árs garðyrkjunám þar í landi. Hafði hann verið hjá mönnum, er einna fremstir þykja i garörækt, t. d. Carli Chr. Bartholdy, er fjögur verðlaun hlaut á garðrækt- arsýning fyrir Norðurlönd, er haldin var í fyrra i Khöfn. Óskar tók þegar á leigu hálfa átt- undu dagsláttu lands til jarðræktar á Reykjum og Reykjahvoli í Mosfells- sveit. Hefir hann plægt land þetta í vor og sáð jarðeplum í þrjár dag- sláttur, en hitt ýmsum öðrum maturt- um, svo sem blómkáli, hvitkáli, rauð- káli og grænkáli. Hann hefir þar 30 vermireiti og er heitu hveravatni veitt um þá alla. I þeim hefir hann einkum gróðursett “agúrkur”, “tomater”, og “melónur”, senx allar eru sjaldgæfar hér á landi og ekki geta þrifist nema í góðum gróðrarhúsum. — Hann hef- ir góð áhöld til garðræktarinnar og gengur því vel undan. — Er hér lag- lega af stað farið, enda er Óskar full- ur áhuga og dugnaðar og horfir ekki í kostnað og fyrirhöfn. Má vænta hins besta af framkvæmdum hans. Hann liafði lokið búfræðisnámi við Hvann- eyrarskóla áður hann fór utan. —Ing- ólfur. Reykjavík, 4. Júní 1913. Þeir Forberg landsímatjóri og Geir Zoega verkfræðingur komu síðastl. láugardag úr 14 daga ferð austur í Skaftfellssýslu. Forberg var að skoða símaleiðina austur til Víkur. Staurar til hennar koma nú bráðlega og verða landsettir til og frá þar eystra; Geir Zoega var að skoða brúarstæðið á Hverfisfljóti; þar á brú að koma í sumar, járnbrú 20 metra á lengd. Yfir Jökulsá á Sólheimasandi á sím- inn að liggja hér um bil þar sem brú- arstæðið hefir verið mælt. Áin var nú mjög vatnsmikil. Þeir fóru ^ustur að Svínafelli í ör- æfum, austur yfir Skeiðarársand. Símastjóri lét mikið yfir, hve stórkost- leg sjón það hefði verið, að horfa yf- ir svæðið, þar sem hlaupið kom 1 vor. Hlaupið hafði brotið úr jöklinum stórt stykki rétt austan við skarðið eftir hlaupið 1903. Eftir mælingum þeirra höfðu 10 milj. kúbfkmetrar af ís losnað úr jöklinum. Brúnin þarsem jökullinn sprakk, er 120—150 mtr. á hæð. Breiddin á stvkkinu, sem fram sprakk, hefir verið nál. einum kílóm. og lengdin, upp í jökulinn álíka. Þar sem hlaupið fór fram, hafði það grafið niður í sandinn djúpan farveg; voru bakkarnir að þeim far- vegi báðum megin nxargar mannhæðir og brattir mjög. Víkkaði þessi far- vegur eftir því sem frá dró jöklinum, og lá þar jakahrönnin niður um allan sand. Jakarnir voru á stærð við hús- in hér í Reykjavík. Sumir þeir minstu voru þegar sokknir í sand og hafði rent yfir þá. Af því koma hinir hættu- legu pyttir, þegar frá liður og jakarn- ir bráðna í sandinum. Þar sem þeir Forberg fóru yfir sandinn var farvegurinn eftir hlaupið nálega 2ýí kílóm. En það var ofar en venjulega er farið. Niðri á sandinum þar sem ætlast er til að símalínan liggi austur, þegar þar að kemur, hef- ir hlaupið tekið yfir 5 kílóm. Síma- tjón af hlaupinu hefði þvi alls ekki orðið gífurlegt, segir símastjóri, og kallar hann þessi jökulhlaup enga telj- anlega fyristöðu fyrir símalagningu austur um sandana. Frá 1855 hafa komið 8 hlaup, með 5 til 11 ára milli- bili. Það eru þá liðug sjö ár að með- altali milli hlaupa. Þetta hlaup nú er miklu stærrra en venjulegt er, svo að ætla má, að til jafnaðar eyðileggist af þessum hlaupum símalína, sem svarar y2 kílómeter á ári, og telur símastjóri það ekki stórkostlegt; segir ýmsa staði annars staðar á landinu verri viður- eignar. Venjulegast er það, að þegar hlaup kemur í Skeiðará, austan í jöklinum, kemur einnig hlaup í Súlu, sem er smærri á vestan í jöklinum og fellur í Núpsvötn. Nú kom þar ekkert hlaup. Núpsvötn uxu ekkert. :n á miðjum sandinum kom dálítið hlaup, nálægt Háöjdu, þar sem nú er talað um að reisa sæluhús handa vegfarendum um sandinn. Guðmundur Björnsson landlæknir talaði í austurför sinni 1909 við menn sem nákunnugir voru Skeiðarársandi, og hefir eftir þeim það, sem hér fer á eftir: Þar sem jakarnir siga niður í sand- inn verður dæld eftir, eins og trekt, og kölluð “jökulhver.” Eru þeir sumir stórir, eins og húsgrunnar að ummáli. Hættan við umferð er ekki mest fyrst eftir hlaupin, heldur þegar jakarnir eru bráðnaðir og kviksendi komið. Venjulega hleypur Skeiðará fyrst, en Súla litlu siðar. Það hefir borið við, að menn á austurleið hafa komið að nýbyrjuðu hlaupi í Skeiðará, og þá snúið við, riðið í spretti og rétt kom- ist yfir Núpsvötnin áðu en þau hlupu. Venjulega minkar vatnið í Skeiðará á undan hlaupi og verður þá afarfúlt; stundum hefir hún alveg þornað á undan. Er það talinn órækur vottur um, að hlaup sé i nánd, ef árnar minka að mun og fýlu leggur af þeim. Skeiðarárjökull hækkar stöðugt á milli hlaupanna, en við hlaupin lækk- ar öll jökulbungan að miklum mun. Það er talið víst, að hlaupin stafi af eldsumrotum, sem valdi því, að feikn- in öll af ís bráðni á stuttum tíma og svo sprengi vatnið jökulinn En þegar jökulbungan fer að bifast, þá sígi brúnin niður í árfarveginn, en af því stíflist árnar. Ekkjufrú Sigríður Ásgeirsson í Kaupmannahöfn hefir gefið heilsu- hælinu á Vífilsstöðum 1,000 krónur, og skal veita vöxtunum af fé þessu til stvrktar fátækum sjúkling á hælinu, sem eigi er gefið með úr sveitarsjóði. —Stórkaupmaður Dines Petersen og kona hans í Kaupnxananhöfn, heita hælinu 50 kr árlegum styrk Jón Þorláksson landverkfræðingur er nýkominn heim úr för til Noregs og Danmerkur, er hann fór vegpia járn- brautarmálsins Hann fór fyrst til Noregs, til þess að kynna sér betur en áður ýmislegt viðvíkjndi járnbraut- unum þar Hann skoðaði járnbraut- ina á Jaðri og fór með Björgvínar- brautinni suður til Kristjaníu Þar var þá svo mikil fönn á háfjöllum að jafnt tók þakskegginu á húsunum á stöðinni þar uppi Víðast hvar er bygt yfir brautina þar á fjallinu, ef ekki er um jarðgöng að fara Er fannkoma þarna margfalt meiri en á nokkrum stað hér á landi, sem koniið gæti til nxála að leggja járnbraut um Erá Noregi fór Jón svo til Kaup- mannahafnar og var þar um hríð. Það segir hann. að fé til járnbrautar- lagningar hér austur yfir fjall sé nú faanlegt, ef þeim sem það leggja fram eða útvega, séu trygðir af því vextir En lengra verður ekki farið i þvi máli fyr en til þingsins kasta kem- ur- —"Lögrétta mun bráðlega skýra nánar frá horfum málsins. Slys varð á ísafjarðardjúpi í gær, mann tók út af vélarbáti, Ingimund Jónsson að nafni, húsnxann frá Hnifs- dal, og druknaði hann . Þingmannaframboðs frestur var út- runninn á Akureyri í gær, og bauð sig franx Magnús kaupmaður Kristjáns- son og Þorkell Þorkelsson kennari. Báðir eru frambjóðendur Heima- stjórnarmanna, en talið vist, að Magn- ús verði kosinn. Kosningin fer fram 7. þ.m. Grettisbæli í Öxarnúpi. Grettisbæli er gegnt vlð sólu. Guðar hún þar í alfögnuði, þegar í vestri, ör til ásta, erli slotar, geislamerluð; hátt í urð við hengibratta, hlaðið grjóti, er eigi rótast, þó að láðið leiki á þræði, logtim kynt að himinboga. Hetju má þar handtök líta, hátt við drang, sem ber í fangi urðin brött, sem ofanjarðar öll er sprangin í fleygaklungur. Drekkur regn, þó digni bakkar, A vorin Hver og einn, sem þykir gott að smakka glas af öli, vill B o c k s. OREWRYS Bock Beer bruggaður fyrir 6 mánuð- um er nú til sölu. Pantið snemma því að birgðirnar eru takmarkaðar FURNITURE u i' L * % > lJjfmcnts OVERLAND v,*,"s s Mt • ,*.hOtR Nýjustu tæki GERA OSS MÖGU- LEGT AÐ FRAM- LEIÐA PRENTUN SEM GERIR VIÐ- SKIFTAVINI VORA ANÆGÐA The Columbia Press, Limited Book. and Commeícial Printers Phone Garry 2156 P.O.Boxil72 WIN NIPEG Eg hefi 320 ekrur af landi nálægt Yarbo, Sask. ('á sect.J, sem seljast á með góðum skilmálum; eign í eða um- hverfis Winnipeg tekin í skiftum. Á landinu eru um 90 ekrur plægðar og af þeim 50 undir akri nú. Alt landið inn- girt og á því um þúsund doll. virði af húsum ásamt góðu vatnsbóli. 5. SIGURJÓNSSON, 689 Agnes Stræti, Winnipeg. dalir, flói, mór og bali; svellað ei, jxótt sýli hjalla, sólbráð fær í þorraglæru. Sjálft er bælið sýling valri sett að baki drangsins staka. Þar er einum, er þúsund herja, þrautavígi í rómu týgjum. Sér til ferða suður og norður, sérhvern gest, er fer með nesti, Öxfirðinga, er óska að saxa ó-æling fyrir hrafn og tóu. Þekja er lágreist þess er maka þeygi sinn hefir átt í minnum, afls og hygni og óðar lægni, orðavals og svo að morði: Álna tveggja er urðarlöggin, op áð skríða úr klungurhíði. Einsteinuixgar eru í rnæni, álna þriggja að fornu máli. Drangar þeir eru drjúgum þungir, dílaberg af jarðarmergi, flatagóðir og feldir betur flestu grjóti, er veðrin móta. Þúsund ár hafa þessir hlerar — því sem næst — í veggi læstir, mosafeldir um margar aldir, mönnum tjáð af Grettis dáðum. Sér í Garð, þegar sól er orðin sxxmargeng yfir vötn og engi, goðans bygð, er Gretti lagði grenjastíg, til ráns og víga. Þykkjuljóð um þenna bokka þar hefir Braginn urðarlagi, sollinn gremju í svölum helli, sungið — inn í þögult klungur. Hörð eru kjör að eiga í urðxim átján vetra myrkursetu, afarmenni að eðli og kröfum, urga bein í milli steina; súrt í broti skáldi að skorta skjól og vist í urðarbóli — skáldi verst er á sér eldinn inst í sál til nautnamála. Fyrir beztu Braga listir, brandaslátt í hverjum vanda, vizkusvör, í elli og æsku, afl, og sund uffl Ránar skafla, sóttan eld um sæ á kvöldi, sýndá trygð við móðurbygðir — goldist hefir garpi og skáldi grómlaust hrós meti. sögudómi. Grettis vígi gott mér þótti; gekk eg þangað hörslabrekkur, elfi og tjörn, sem ísagólfi undir lá í vetrarblundi. Sólin þar við hetju hæli hlúði strjúp á öxamúpi. Níu aldir nú hafa eldað náttmál rauð yfir skáldi dauðu. Guðmundur Friðjónsson. —Skímir. VJ elar, Dœlur, Katlai* K oxr-t>x*o.c?'C>o.x*a.-áhöld Þessi mynd sýnir Milwaukee steínsteypu Vjel Spyrjið eftir verði THE STUART MACHINERY COMPANY UMITED. 764 Main St., - - Winnipeg, Man Eitraðar eldspítur eru að hverfa Hættulcg efni eru ekki notuð á EDDY’S Ses-qui hættulausu eld- spítur, Gætið þess að kaupa alla jafnan EDDY’S og engar aðrar, sem taldar eru „rétt eins góðar“. Það er ábyrgst, að þær séu hættu Iausar í alla staði. Biðjið altaf um EDDY’S nýju Kaupmaður Q • (< yðar hefir * , iJ0S"Cj 111 Þær Eldspítur KARLMANNA BUXUR Hentugar á vorin. Hver sem kaupir buxur hér, Hentugar til daglegs brúks verður ánægður með kaupin. Hentugar til vinnu Þær eru þokkalegar og end- Hentugar til spari. ast vel, seldar sanngjarnlega. Venjiö yður á að koma til WHITE & MANAHAN 500 Main Street, - - WINNIPEG dtibúsverzlun í Kenora THOS, JACKSON & SON BYOQINOAEFNI ÁÐALSK RIFSTOFA og birgSaból 370 COLONY ST TALS. Sherbr. 62 0£ 64 WINNIPEG, MAN. GEYMSLUPLÁSS: Vesturbœnum: horni Ellice og Wall St., Fón Sherb. 63 í Elmwood: horni Gordon og Levis, Fón, St. John 498 í Ft. Rouge: Pembina Highway og Scotland, Vér seljum þessi efni íbyggingar: Múrstein, cement, malað grjót, (allar stærð.), eldtraustan múrstein, og eldleir, Flue Lining, möl, Hard- xvall Plaster, hár, Keene’s Cement, hvítt og grátt kalk, hydrated kalk, viðar og málm lath, gyps, Rnbble stone, Sand, ræsapípur, weeping drain Tile, Wood Fibre Plastur, Einnig Mortar, rautt, gult, brúnt, standard og double strengtb black. Tuttugu menn óskast strax. Vér skulum borga þeim gott kaup meðan þeir eru í Moler’s Rakara skóla. Vér kennum rakara iðn til fullnustu á tveim mánuðum og útvegum lærisveinum beztu stöður að afstöðnu námi með $15 til $35 kaupi um viku. Gríðarleg eftirspurn eftir Moler rökurum sem hafa Moler vottorð. Varið ykkur á eftirhermum. Komið og skoðið stærsta Rakara Skóla í heimi og fáið fagurt kver ókeypis. Gætið að nafninu Moler á homi King og Pacific stræta, Winnipeg eða 1709 Broad St. Regina. J. J. Swanson & Co. Verzla með fasteignir. Sjá um leigu á húsum. Annast lán og eldsábyrgðir o. fl. 1 ALBERT/y BIOCK. Portage & Carry Phone Main 2597 FORT ROUGE THEATRE Corydon Hreyfimynda leikhús Beztu myndir sýndar J. JÓNASSON, eigandi.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.