Lögberg - 24.07.1913, Side 6

Lögberg - 24.07.1913, Side 6
0 LÖGBERG, FTMTUDAGINN 24. Júlí 1913. MIUONIR BREWSTERS. ef tir GEORGE BARR McCUTCHEON. Dálítið ánægjuefni fanst honuni það, að þjónar hans höfðu stolið frá honum eitthvað um $3,500 virði, þar á meðal munum, sem honum hefðu verið gefnir í jólagjöf, og hann hefði þess vegna, sóma sins vegna, átt bágt með að selja. Einu mennirnir, senfhann fékk ofurlitla hughreysting frá, voru lögmennirnir Grant & Ripley. Þleir h,vöttu hann fastlega til að láta ekki undan, en herða sig einmitt undir það siðasta, því að brátt væri betri daga von. Svvearengen Jones var jafnþögull fjöllunum, þar sem hann átti heima. Eng- ar fregnir höfðu borist frá honum, og engin vissa var fyrir þvi, að hann mundi fallast á það, hversu arf- leifð Edvvin Peter Brewsters hefði verið eytt. Dan De Mille og kona hans lögðu fast að Brew- ster að koma með þeim' til fjallanna áður en eignir hans væru alveg uppetnar. Maðurinn bauð honum fé og atvinnu, hvíld og að sjá um hann áhyggjulaust ef hann vildi hætta að eyða-. Heima í Fertugasta stræti grét Margrét Gray blóðugum tárum og Brew- ster vissi það. Nokkrir þeirra, er hann hafði talið örugga vini sína þóttust ekki þekkja hann, er þeir mættu honum á götu síðustu þrjár vikurnar, og Monty hirti ekkert um þær fréttir, þó að þær bærust honum til eyrna, að Miss Barbara Drew ætti að verða hertogafrú áður en veturinn væri liðinn. Samt sem áður gat honum ekki annað, en þótt hálf vænti um það, heldur en hitt, að Hampton frá Chicago hafði hröklast út úr þvi kapphlaupi fyrir nokkru. Einu sinni mæltist Monty til þess við hinn trygga vin sinn Bragdon, að stela bostonsku rottuhundunum sínum. Hann kvaðst ekki geta né vilja selja þá, en að gefa þá burtu þyrði hann ekki. Loks lét Bragdon tilleiðast að gera þetta. Brewster sagði að hann ^skyldi síðarmeir auglýsa að þeir hefðu týnst og borg- að yrði finnanda sæmileg fundarlaun, og svo yrði ekki meir í þvi rekist. Þvi næst leigði Brewster sér íbúð i litlu gistihúsi og tók með níiklum áhuga að gera ráðstafanir til að eyða þeim þúsundum, sem hann átti eftir og nú stóðu mest fyrir brjósti hans. Bragdon bjó hjá honum og “Auðmannasynirnir” stóðu reiðubúnir að rétta honum hjálparhönd, hve nær sem hann þurfti á styrk að halda. En loks varð Brewster að flytja úr fyrnefndri íbúð. Gömlu herbergin hans i Fertugasta stræti stóðu honum enn opin, og ])ó að hann tæki það nærri sér, að þurfa að leita þar skjóls, varð það þó úr að hann hvarf þangað með nokkurs konar píslarvotts hugrekki. XXX. KAPÍTULI. Sparnaðar-loforð. % “Monty, þú ert alveg að gera mig hugsjúka”, sagði Mrs. Gray við hann, og l>að voru stærstu orðin- sem hún lét íalla um ráðlag hans. Það var tveim dógum fyrir þann 23. að hún sagði þetta, og þó ekki fyr en ruslkaupmenn höfðu ekið burtu fullum vagni, frá húsdyrum hennar, með fatnaði og ýmsutn brúk- uðum nninum, sem Monty hafði átt. Bæði hún og Margrét höfðu litið tal haft af Brewster upp á síð- kastið, meðan mest ákefðin hafði verið í honum að eyða. Þjeim leist báðum illa á. hvað hann var orðinn æstur í skapi. Um ekkert var jafnmikið talað í borg- inni eins og hann, eftir að hann kom heim. Karl- menn reyndu að forðast hann, en hann var samt lag- inn á, að eyða fé sínu eimitt i þá, sem ófúslega tóku inóti veitingum hans. Þegar það varð uppskátt að hann hefði gefið $5000 í peningum til hælis handa blaðadrengjum, þá þóttust jafnvel vinir hans vissir um, að hann væri genginn af vitinu. Þetta var í fyrsta sinni að hann hafði gefið fé til góðgjörða stofnana, og hann afsakaði það með sjálfum sér, hve lítið hann gæfi, með því, að Sedwick hefði sett sér þá reglu, að gefa sparsamlega til góðgerðastofnana. Hann hafði gleymt öllu öðru en þeirri einu hugsun, að losa sig við þessar þúsundir, sem hann átti eftir og gerðu honum svo miklar áhyggjur. Honum fanst hann vera einhvers konar utanveltu-besefi, — manngarmur, sem spilti cfllum með návist sinni, sem hann næði til. Honum kom ekki dúr' á auga; að matborði settist hann rétt til málamynda. Hann bauð enn i rikmann- /egar kveldveizlur, en sjálfur smakkaði hann ekki á nokkrum rétti. Vinir hans voru farnir að stinga saman nefjum um það, að skynsamlegast mundi vera að koma honum á hæli, þar sem líkindi væru til að hægt væri að halda í þá litlu vitglóru, sem eftir væri í honum. F-nginn hafði þó fyr heyrt getið um sinn- isveiki, er líktist þeirri geðveikistegund er þjáði hann; enginn rithöfundur hafði reynt að lýsa fyrri, né hafði komið til hugar slík vitfirring. Mrs. Gray mætti Monty i anddyrinu og var hann þá með skjálfandi hendi að troða í vasa sinn þeim $60, sem hann hafði fengið fyrir fatnað sinn og muni, er hann hafði nýselt. Hún var náföl í framan. Hann reyndi að; svara áminningum hennar einhverju, en það tókst ekki sem bezt, og loks flýði hann burtu, inn í herbergi sitt og Iokaði að sér. Hann fór' þar að semja loka-skrá yfir það, hvernig hann hafði eytt miljón þeirri, sem hann hafði tekið i arf eftir Edwin P.rewster — siðustu skýrsluna til að senda umboðs- hafanda erfðaskrár James Sedgwicks. Á gólfinu lágu margir böglar, vel saman bundnir, og á borðinu fyrir framan hann Iá stór hvít pappírsörk, þar sem hann var að rita á skýrslu sina. í böglunum vour kvittanir — kvittanir svo þúsundum skifti, fyrir dollurum þeim. er hann hafði eytt á tæpu ári. Þþrna lágu kvittanirn- ar, bíðandi eftir yfirskoðun Swearengen Jþnes; þær voru vel geymdar, eins og við því væri að búast, að gamli Vestmaðurinn færi að skoða öll þau “dókúment”. Hann hafði gert upp jafnaðarreikning til yfir- standandi tíma. Á stóru pappírsörkinni fyrir fram- an hann stóð skýrsla um fjárbruðl hans skýrum stöf- um, grafletur heillar miljónar. í vasa sínum hafði hann $79,08. Þetta fé átti að duga honum i tæpa tvo sólarhringa, og þá varð það aö vera horfið sömu leiðina eins og hitt. Hann hafði ásett sér að fara á fund þeirra Grant & Ripley að kveldi hins 22. og lesa þeirn skýrsluna, áður en hann hitti Jones daginn eftir. Rétt fyrir hádegi, eftir að hann hafði hitt Mrs. G.ray, svo sem fyr var getið, fór hann út úr herbergi sinu niður stigann og fór að svipast um eftir Mar- grétu, miklu hugrakkari en hann hafði verið um lang- an tíma. Gleðibros likt og i fyrri daga lék um varir honum og einlægur innileiki var í röddinni þeg- ar hann hitti hana í lestrarherberginu. Hún var þó ekki að lesa. Hún gat ekki haft skemtun af bókum eða neinu öðru, en hún var sí og æ að hugsa um hag piltsins, sem hún elskaði, en nú virtist heillum horf- inn. Honum lá við að vikna er hann leit í augu henn- ar, harmþrungin en djúp, hvarfla til hans vottandi einlæga ást og umhyggju. “Heldurðu nú að móðir þin virði mig nokkurs framar, Margrét? Heldurðu að hún biðji mig nokk- urn tíma að vera hér lengur?” spurði hann rólega og tók í hönd hennar. Hönd hennar var köld en hans brennandi heit. “Þú manst hvað þú sagðir mér hér fyrir nokkru, að hún mundi vilja láta mig búa hér hjá sér, ef eg ætti það skilið. Nú er eg orðinn fá- tækur maður, Margrét, og eg er hræddur tim, að eg verði að fara að vinna fyrir mér aftur. Heldurðu að hún vísi mér ekki á dyr? En einhvers staðar verð eg að vera. Skyldi eg eiga að lenda á letigarðinn? Manstu að þú gast til einu sinni að þangað mundi eg fara fyr eða síðar?” Hún horfði beint i augu honum, en kveið fyrir að sjá þar eitthvað sent væri óttalegt að sjá. En þar var engan brjálsemisvott að finna, né heldur óráðs- glampa að líta. í þess stað skein úr augunutn bjart bros manns sem var ánægður — ánægður með alt. Heyra mátti viðkvæmnishreim í röddinni, en þó mátti glögt greina að sá er talaði hafði fult vald yfir vits- munum sínum. “Ertu nú búinn að eyða því —- eyða því öllu, Monty ?” “Hérna er það sem eg á eftir af arfi mínum”, svaraði hann og opnaði með hægð og rósemi peninga- pyngju sína. Eg er nú kominn i sömu spor, sem eg stóð í fyrir einu ári' siðan. Miljónin er horfin og eg stend eftir með klifta vængi.” Hún var mjallhvít i framan og henni fanst eins og jökullag leggjast aö hjarta sinu. Hvernig stóð á því, að hann gat verið svona rólegur, þar sem hún tók jafnmikið út? I tvigang reyndi hún að taka til máls, en mistókst í bæði> skiftin. Hún veik sér hægt undan og gekk út að glugganum, og snéri baki að mannin- um sem enn brosti bæði raunalega en þó ónærgætn- islega. “Eg kæri mig ekkert um miljónina, Margrét", hélt hann áfram. "En eg veit að þú hugsar eins til min og hitt fólkið, og finst það hraparleg heiinska, hversu eg fór að ráði mínu. Þjað væri ófyrirgefan- leg skammsýni að álasa þér fyrir þetta, eða nokkrum öðrum, sem eins líta á. Alt mælir á móti mér; sann- anirnar eru svo feikimiklar. Fyrir ári síðan var eg talinn maður með mönnum, en nú eru menn að kepp- ast við að svifta mig öllum rétti til að geta heitið J>að lengur. Allur þorri' kallar mig flón, heimskingja og sumir jafnvel glæpamann — og engum dettur í hug að telja mig lengur mann með mönnum. Heldur þú nú Margrét að þú gætir hugsað til mín ofurlítið öðru- vísi, ef eg segði J>ér, að eg væri að hugsa um að taka aftur nýja lifsstefnu? Þá verður nýr Monty Brew- ster, sem kemur til sögunnar aftur að fáum dögum liðnum, eða sá gamli Monty, sem þú þektir einusrnni, ef ])ú kýst J)að heldur.” “Eg kýs heldur gamla Monty”, svaraði hún lágt eins og í leiðslu. "Það yrði gaman að sjá hann, miklu ánægjulegra heldur en þann Monty, sem mest heíir borið á síðastliðna árið.” "Og ætlar þú þá IMargrét að standa með mér, þrátt fyrir alt sem eg hefi gert? Þ^ú ætlar þá ekki að yfirgefa mig og snúast gegn mér eins og hinir? -Etlarðu að vera mér sama Margrét eins og í fyrri daga?” spurði hann og bar ótt á, því að rósemi hans var nú orðin miklu minni. "Því ertu að spyrja að þessu? Hví skyldirðu gruna mig um slíkt?” Stundarkorn stóðu þau bæði þegjandi; þau horfðu hvort á annað, og sáu bæði í hyllingum upp- runa nýs dags. “Góða min”, sagði hann með skjálfandi röddu; “eg—eg J)ori varla að trúa þvi, að þér þyki nógu vænt um mig, til J>ess—að—”, hann lauk við setninguna með spyrjandi augnaráði. “Eg geti byrjað með þér að nýju?” hvíslaði hún. "Já, að þú getir treyst týnda syninum fyrir þér, sem nú er kominn aftur til föðurhúsanna. Án þín finst mér eg mundi vera staddur í sólarlausu sírökkri. Margrét J)að er þig, sem eg þrái! Þú elskar mig — eg get séð það á augunum i þér, eg finn það á ná- visj: þinni.” "En hvað þú hefir verið lengi að komast að þessu", svaraði hún hugsandi og breiddi út faðminn á móti honum. Hann vafði hana að sér og hélt lengi á henni í fanginu, því að nú fann hann nýjan ánægju- legan frið færast yfir sig. “Hvað lengi hefir ])ér annars þótt svona vænt um mig?” spurði hann lágt. “Altaf Monty; alla æfi mína.” “Og sama er að segja um mig; mér hefir altaf )ótt vænt um þig. Nú veit eg það; en eg hefi ekki vitað það fyr en siðustu mánuðina. En hvað eg hefi verið skammsýnn, að hafa látið alla þessa ást mína og þína liggja allan þanni tima í dvala. En eg vil ekki fara gálauslega með ást okkar að heldur. Eg vil ekki láta nokkra minstu ögn af henni eyðast né á glæ kastað, ekki meðan við- lifum, elskan mín.” “En svo skulum við búa ból nýrri og meiri' ást, Monty, um leið og við byggjum okkur heimili. Við getum aldrei orðið fátæk meðan við eigum fjársjóð ástar okkar.” “Tekur þú þér þá ekki> nærri að verða fátæk með mér?’ ’spurði hann. “Eg get ekki orðið f^tæk meðan eg á þig”, svar- aði hún blátt áfram. “Og það var rétt að þvi komið, að eg misti af allri þessari gæfu”, sagði hann með ákefð. “Nú skul- um við byrja bæði Margrét, þú verður konan min og eina auðlegð min. Þ|ú skalt vera hið eina sem eg á af áðurfengnum auði. Viltu giftast mér á öðrum degi hér frá? Neitaðu því ekki elskan mín. Mig langar einmitt til að byrja á þeim degi. Við skulum ákveða timann, kl. 7 að morgni. Finst þér ekki það ætti að vera góð byrjun?” Og hann hélt áfram að biðja svo innilega og alvarlega, að hún Iét undan í þessu efni, þó að henni gæti ekki annað fundist, en að þetta væri einhver barnaleg fyrirtekt af honum. Hún átti ekki að fá að vita það fyr en eftir á, hvað honum gekk til að vilja einskorða giftinguna við þennan dag, að morgni bins 23. September, tveimur klukkustundum áður en hon- um skyldi afhenda miljónir Sedgwicks. Ef alt gengi að óskum mundi þetta fé vera orðið miljónir Brew- sters fyrir hádegi þann' dag, og fátækt Margrétar mundi ekki standa lengur yfir en þrjár klukkustundir. Henni datt ekki annað i hug en að Brewster yrði bláfátækur alla æfi. Þau hlytu því að byrja sambúð sína með þeirri auðlegð að eins, sem í ástinni fólst. Margrét reyndi að berjast á moti því að hann eyddi þeim sjötíu dollurum, sem hann átti enn eftir, en hanrt sat fastur við sinn keyp. Hann vildi ekki annað heyra, en að þau keyptu sér dýrindis-kræsingar fyrir þetta fé, eyddu þvi i skemtiakstur o. þ. u. 1., þangað til síðasti skildingur væri upp genginn. Daginn þar á eftir skyldi taka nýja stefnu. Það var að eins eitt sem olli honum ofurlítils kvíða. Þlað var að Margrét kvnni að verða talin honum til “innstæðu- eignar”, ef hann giftist henni fyrir kl. 9. En hann sá það strax, að það hafði að eins verið krafist af honum að vera fjáreignalaus, og ei'ga ekkert það sem honum hefði áskotnast fyrir arf þann er hann fékk frá Edwin Peter Brewster. Það gat engum vafa ver- ið bundið, að kona hans, er hann gekk ekki að eiga fyr en hann var gersamlega eignalaus, mátti með engu móti teljast arður af arfi gamla mannsms. Svo varkár var hann, að hann fékk sér lánað fé hjá Joe Bragdon til að kaupa leyfi-sbréfið til giftingarinnar og til að greiða prestinum pússunartollinn. Hann yrði ])annig ekki eignalaus á úrslita degi, heldur jafn- vel skuldugur. Svo breyttur var nú hugur hans, að jafnvel það að missa af miljónum Sedgwicks gat ekki> slökt þá gleði, sem vöknuð var i sálu hans yfir því að hafa getið ástir Margrétar Gray. XIXXI. KAPÍTULI. I Hvctrf miljónarinnar. Strax eftir hádegi hinn 22. September, braut Monty saman skýrslu sína til Swearengen Jbnes, lagði hana i umslag og bjó sig af stað. Skömmu áður hafði böglaflutningarvagn ekið burtu stórum bögli, sem ekki mátti á sjá, hvað í var, en Monty átti. Mrs. Gray gat ekki dulið undran sína, en hún var litlu fróðari af svöruin) þeim, sem Brewster veitti henni. Hann gat ekki faríð að segja henni, að i þessum stóra bögli væru kvittanir sem sanna ættu að hann færi rétt með þegar hann gerði upp reikning sinn við Mr. Jones. Brewster hafði brúkað sin eigin eyðublöð og látið kvitta á þau fyrir því að hann hefði greitt fyrir hvern hlut er hann hefði’ keypt. Samstæðum kvittan- ar-stúf hélt hann eftir i lítilli bók, er hann hafði rifið úr aðalkvittanirnar; hafði hann látið búa til handa sér slikar kvittanabækur. Og ekki að eins handa sjálfum sér, heldur hafði hann og fengið slíka kvittanabók í hendur hverjum manni, er verið hafði í hans þjón- ustu, hvar semi verið hafði. Hvað smávægileg sem kaup voru, þá var sömu aðferð framfylgt. Hver sem fengið hafði dollars virði af fjármunum Brewsters, hann hafði orðið að gefa honum skriflega kvittun fyrir þeim dollar. Blaðadrengir og skóburstunar- menn voru þeir einu, sem sluppu við þetta formsat- riði; peningaþóknun, sem greidd var þjónum, dyra- vörðum, ökumönnum og fleiri slikum, var skrifuð og raðað niður svo sem þurfa þótti, en þeirt staðfestu. Kvittanir fyrir eyðslu þeirra fáu dollara, sem eftir voru, átti að senda til rétts hlutaðeiganda morguninn eftir þann 23. Sept., og aðalskýrsluna átti ekki að fullgera fyrri en rétt fyrir kl. 9 að morgni þess dags. Hann kvaddi Margrétu með kossi, og sagði henni> að vera tilbúinni um kl. 4 síðdegis, ])á ætlaði hann að keyra eitthvað þeim til skemtunar. Því næst fór hann burt að finna þá Joe Rtagdon og Elon Gardner. Þeir hittu hann á tilteknum stað, og sagði hann þeim þá frá því, að hann ætlaði að ganga að eiga Margrétu daginn eftir. “Eg er viss um að þér er þetta ekki alvara”, sagði Joe, hvatskeytslega. “Margrét er of góð stúlka til að ganga út i slíkt. Það er ekki rétt að ætla henni slikan ráðahag.” “Okkur hefir komið saman um að byrja nýtt líf, eftir daginn í dag. Bíddu með dóminn þangað til þú sér hvernig okkur reiðir af. Eg vona að nú gerist bráðum nokkuð, sem þér kemur á óvænt. í dag verð eg útvega mér leyfisbréf og ná í prest til að gefa okkur saman. Ætlast er til að athöfn sú fari fram i kyrþey eins og þú getur getið nærri. Eg ætla að biðja þig Jbe að vera svaramaður minn, en þig Gardie að vera hjónavigsluvottur. Annað kveld snæðum við svo heima hjá Mrs. Gray. Fáir munu verða þar viðstaddir, en þeirra á meðal býst eg þó náttúrlega við að sjá ykkur. En við getum nú talað betur um það seinna. í bráðina vildi eg biðja annan- hvorn ykkar að lána mér nægilega mikið til að kaupa leyfisbréfið og borga prestinum. Eg skal iborga ykkur það annað kveld.” “Aldrei hefi eg heyrt verra”, hrópaði Gardner öldungis forviða yfir kjarki vinar sins. En samt fóru þeir ineð honum til að kaupa leyfisbréfið og Bragdon borgaði fyrir það. Gardner lofaðist til að sjá um að prestur skyldi koma strax að morgni næsta dag á heimili Mrs. Gray. Það annað sem Monty bað vini> sína fyrir, var að láta Margrétú ekki um það vita, hvernig hann aflaði leyfisbréfsins, né heldur hversu hann færi að borga prestinum. Hann lagði rikt á við þá að muna sig um þetta. Síðan hraðaði hann sér inn á skrifstofu þeirra Grant & Ripleys. Böggullinn, sem hann hafði sent var þangað kominn á undan honum. “Er Jones kominn til borgarinnar?” spurði hann strax og hann kom inn og hafði heilsað. “Hann hefir ekki skráð srg á neinu gistihúsi”, svaraði Mr. Grant, en Brewster varð ekki var við kvíðasvipinn sem fór yfir andlit lögmannsins. “Eg vona að hann komi seinna i kveld”, svaraði Brewster rólega. Lögmennirnir höfðu ekki sagt hon- um, að öll skeyti sem þeir höfðu sent Swearengen Jones síðasta hálfa mánuðinn, höfðu verið endursend til þeirra á skrifstofuna i New York, og enginn tekið á móti þeim i Butte. Simskeytafélagið haföi lýst því yfir, að Mr. Jones fyndist hvergi, og að hann hefði ekki sést i Butte siðan 3. September. Lögmennirnir bjuggust á hverri stundu við skeytum frá ýmsum í Montana, sem þeir höfðu símað til að leita hjá frétta og ráðlegginga. Þeir voru báðir mjög órólegir, en Brewster var svo mikið i hug, að hann tók ekkert eftir þvi. “Hár maður skeggjaður og ókunnugur var hér i morgun og spurði eftir yður, Mr. Brewster”, sagði Ripley og laut ofan yfir einhver blöð, sem lágu fyrir framan hann á borðinu. "Það hefir verið Jbnes, þori eg að segja. Eg hefi altaf hugsað mér hann með griðarmikið, sítt skegg”, svaraði Monty og var fagnaðarhreimur í röddinni. “Það var ekki Jones, við þekkjum Jones mjög vel. Þessi maður var ókunnugur hér og hann úeitaði að segja til nafns sins. Hann kvaðst mundi koma heim til Mrs. Gray í kveld.” “Var hann líkur lögregluþjóni eða innköllunar- manni?” spurði Monty hlægjandi. “Hann var líkastur flækingi”. “Jæja, við skulum þá sleppa þvi að tala um hann i bili”, sagði Monty og.dróg skýrsluna upp úr vasa sinum. Hefðuð þið nokkuð á móti því, herrar mínir, að líta á þessa skýrslu? Mig langar til að vita, hvort hún muni frambærileg fyrir Jones, eins og hún er.” Grant var skjálfhentur þegar hann tók á móti bréfinu sem Brewster rétti honum, og fletti því i sundur. Lögmennirnir litu hvor til annars i sjáan- legum vandræðum og kvíðafullir. “Eg vona að ykkur skiljist að þessi skýrsla er að eins yfirlit yfir fjáreyðsluna. Útgjöldin eru samt flokkuð; og kvittunum þarna er raðað þannig, að Mr. Jones getur með hægu móti fullvissað sig um áreiðan- leik talnanna, sem skráðar eru i skýrslunni. Eg tek t. d. þar sem eg hef yfirskriftina “vindlar”, þá hefi eg flokkað þar undir alt sem eyðst hefir i reyk. Kvitt- anirnar eru til að sanna og sýna greinilega í auka- atriðum, það sem skýrslan greinir frá ósundurliðað.” Mr. Ripley tók við skjalinu af félaga sinum, fletti þvi sundur og las því næst upphátt það er nú skal greina: | Til tónskáldsins próf. Sv, Sveinbjömssonar. fFlutt í samsæti, sem fél. “íslendingur” í Victoria, B. C., hélt honum á “King George Grill” þar í borginni, þann 23. Nóvember 1911J. Þér heilsar, Sveinbjörn, synir Fróns og dætur, sem sezt að hafa vcstast jörðu á, því hér, sem cystra, maður snjall og mætur þú metinn ert. — Vér gleðjumst þig aö sjá! ÞJín mikla söngfrægð, merki laga-smiður, er mönnum kunnug nú i álfum tveim. Þig hamingjan, sem hæfileikinn, styður, þú hefir gegnum lífið fylgst með þeim. Þú Fjallkonuna’ i frægðar-Ijóma vefur — það frægðar sonur hennar gjörir hver —: Þhí góðum ljóðum lögin fögur gefur, sem lif og yndi vekja hvar sem er. Hin himinborna, svása, söngva gyðja, sem sálu þina unga töfra vann, hún vel þér hefir hjálpað braut að ryðja i heimi andans — sinum dýrðar rann! Þii lengi megir leika á hörpu Braga, þvi lifið yngja, gleðja, bæta þarf, og lengi geymi listarinnar saga þitt ljúfa nafn, og mikla æfistarf. — Og aldrei gleymist, aldir þó að renni að Isafold er móðir þín, — sem vor; það valinkvendi viturlegt með enni, sem víkinganna geymir afl og þor. Vér vonuin að þér Vesturheimur líki, en Viktoriu-borg þó eigi sízt. Hér nægta-fúlt er náttúrunnar riki og næsta frítt, — svo vifrum mönnum lizt. — Vér heimsókn þina hjartanlega þökkum, og heiila-óskir vorar fylgi þér; það mælum vér af kærleiks-huga klökkum, en — kærleikur “í heimi mestur er". J. Asgcir J. Líndal. Búðin sem aila gerir ánægða Komið hingað eftir skóm yðar, Skór handa öllum á heimilinu, KARLA Og KVENNA SKÓR $2.50Itil $5.00 Quebec Shoe Store 3. dyr fyrir norðan Logan Ave. 639 Main St. Lögbergs-sögur fást gefins með því að gerast kaupandi blaðsins Dr.R. L. HURST, Member of Royal Coll. of Sttrgeona Eng., útskrifaður af Royal College of Physicians, London. Sérfræðingur í brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (k móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfræSÍBgar, Skrifstofa:— Koom 811 McArthur Building, Portage Avenue Aritun: P. O. Box 1650. Teleíónar: 4503 og 4504. Winnipeg ULArUR LARUSSON og BJÖRN PÁLSSON YFIRDÓMSLÖGMENN Annast IögfræðÍMtörf á Islandi fyrir Vestur-Islendinga. Otvega jarðir og _ “úa. Spyrjið Lögberg um okkur. t Reykjavik, - lceland ^ P. O. Box A 41 Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William TELEPHOXÍ GAREY 330 Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Hbimili: 620 McDermot Ave. Telepho.ve garry 331 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON Office: Cor, Sherbrooke & William dheiwoxki garry 32«* Office-tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 810 Alverstone St Telephonei garry T63 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu á að selja meSöl oftir forskriptum lækna. Hln beztu meðöl, sem hægt er að fá, eru notuð eingöngu. fegar þér komið með forskriptina til vor, megiS þér vera viss um aS fá rétt þaS sem lækn- irinn tekur til. COLCIÆCGH & CO. Natre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbréf seid. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J ó'argent Ave. Telephone Aherbr. 840. t 10-12 f. m. Office tfmar •] 3-S e. m. ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Toronto Street — WINNIPEG telephone Sherbr. 432. Dr. R. M. Best Hver]na og barna læknir Skrifstofa: Union Bank, horni Sherbrooke og Sargent Tímar: 3—5 og 7—8. Heimili: 605 Sherbrooke Street Tals. Garry 4861 J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIfí. ENDERTON BLTLDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave SL Suite 313. Tals. main 5302. 4 Dr, Raymond Brown, í| Sérfræöingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. *} 326 Somerset Bldg. Í Talsími 7262 jt Cor. Donald & Fortage Ave. ^ Heima kl. 10— 12 og 3—5 Iwwwwwmrfmin*, A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. selnr líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aSur sá bezti. • Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Tals. »arry 2152 8. A. 8IOURD8ON Tals. Sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & C0. BYCCIþCAIVlEþN og FJ\STEICNJ\SALAR Skrifstofa: TalsímiM44ð3 208 Carlton Blk. Winnipeg J. J. BILDFELL FASTEIGn ASALI fíoom 520 Union Bank - TEL. 2685 Selur hús og lóöir og annast alt þar aClútandi. Peningalán

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.