Lögberg - 24.07.1913, Qupperneq 7
LOGBERG, FIMTUDAGINN
WINDSOR
SMJER SALT
Er það ódyrasta sem
þér getið notað
ekki aðeins af því að það er hrein-
asta og bezta salt til að salta smjerið
Heldur líka af því, að það er drýgra,
mikið drýgra helduren nokkuð ann-
að salt, sem hægt er að fá.
Stóru smjerbúin munu segja yður
þetta—og sýna yður og sanna með
tilraunum.
BúnaðarskólarniKsýna þetta dag-
lega.
Hver bóndi og smjerbúamaður —
sem fá gott verð fyrir smjör sitt—
nota Windsor smjersalt.
Það er hreint —gerir smjerið fall-
egt—verkar fljótt—og er ódýrast
þegaröllu er á botninn hvolft. Reyn-
ið það sjálfir.
Alþýðuvísur.
Herra J6n Th. Pálsson frá ísa-
fold P. O. fór úr borginni á fimtu-
daginn, og hafði be5ið lengi eftir
því, aö fá heimilisréttar land í
skiftum fyrir annaö, er honum
liafði lofað verið úrskurði um eft-
ir tólf daga.
Jón kvað þetta um leið og hann
fór:
Engin sýndust vera á völ
að veita af mæðu sænum,
eftir sextán daga dvöl
dreg því út af bænum.
Guð mér ætíð leggi lið
leiðindin að buga,
þoli eg illa þessa bið,
þrengja vi!l aö huga.
77/ áhorfanda.
Herra ritstjóri!
Eg sendi þér nú lítið innlegg á
alþýðuvísna síðu blaðs þíns. —
Þá byrja eg með því að tala örfá
orð til “Áhorfanda”; þannig nefn-
ist persóna sem ritar i Kringlu,
dags. 19. Júní um alþýðuvísur.
Orðið er hvorugkyns og getur því
eins verið kvenpersóna sem ritar;
en vart mun það Steinka vina mín
vera, því hún (persónan) er kurt-
eisari í minn garð. Áhorfanda,
þykir klúðursleg lijá mér vísu-
hendingin sú arna; “Krúsar alda
kraumar há“; getur skeð að ekki
finnist öllum það sama, því þar
sem margir drykkjumenn eru sam-
ankomnir og verið var að keppast
við að fylla flöskur glös og kúta,
eins og forðum á Sauðárkróki,
þegar B. Jlónsson kvað hina marg-
tugðu vísu, vona eg að mörgum
finnist byrjunin góð hjá mér. En
ekki má seinasta stáfi vanta í
orðið “kraumar”. Svo segir Mr.
eða Mrs. eða Miss áhorfandi, að
eg hafi aflagað tvrær visur, fyrst
þessa: “Setur knár á saltan mar”
o. s. fi-v. Þþð er satt að Lögberg
misprentaði orðið “knör”, það
varð á fyrir ö. Eg bað ekki Lög-
berg að leiðrétta það, vonaði að
Jlestir gætu lesið svo mikið í mál-
ið. En orðið sem misprentaðist í
vísunni hans B. T;., n. 1. þessari:
“Faktors þjónar fylla glös” o. s.
frv., var Lögb. búið að leiðrétta:
“augum” fyrir “sjónum”. Það
hefir Áhorfandi ekki verið búinn
að horfa á, og nefnir bragarhátt-
inn “hrynhendu”, en eg hef ætið
heyrt hann nefndan “hringhendu”.
Svo er ekkert meir um þetta.
Sigurður Viglundsson var vel
gáfaður maður; sbr. vísuna hans
Skúla: “Setur knör” o. s. frv., og
gerði marga fallega tækifæris vísu.
Hér set eg nokkrar í viðbót við
þær sem eg hefi áður sent eftir
hann:
Göngu knýr um Fjölners fljóð
föng með dýru sónar slingur,
spöng um víra lagar ljóð
Löngumýrar bragsnillingur.
Þessa kvað hann um Sölva frá
Löngumýri. Einhver ætti að kunna
vísur eftir þann bráðsnjalla hag-
yrðing. Og eftirfarandi visur
gerði S. V. um dóttur sina er var
barn:
Náir svefninn blaka brá
baugs ei gefni vaka má
verks að efni Ibaki brá
beðs svo stefnir lakan á.
Hörunds hvít og furðu fjörg
frið hjá brýtur sprundum
ofur lítil Tngibjörg
en þó skrítin stundum.
Eitt sinn var verið! að tuskast á
heimili þar sem S- V. átti heima,
fram á skemmulofti. Þjá kvað
hann þessa;
Mikiö rak upp karlinn kall
kverka gils úr sölum,
þegar nakinn skallinn skall
skemmu þils á fjölum.
Um mann nokkurn sem Jónatan
Gottskálksson hét, hann var mjög
einfaldur, en gefinn fyrir söng og
söng vel, einkum ef hann smakk-
aði vín, kvaö S. V. þessa vísu:
Hreifur nú við horna sjó
hefir róms ei sparnað.
Engurn lánað alt er þó
alls ei heldur varnað.
Og um Guðmund bróður Gunnars
Guðmundssonar á Mountain, N.
D., kvaö hann eitt sinn þessa:
Guðmundur sem girnist söng
getur numið lögin,
honum láta lins hjá spöng
ljóða hörpu slögin.
Um strák sem var að svíkjast
um við heyvinnu, kvað S. V. eitt
sinn þessa:
Sig í hrúgu saman dró
svo þar næði fengi,
lumda þúfan honum þó
hlífði æði lengi.
S. V. var Þingeyingur, flæktist
með foreldrum sínum ungur vest-
ur i Skagafjörð og eignaðist fyrir
konu Sigríði Árnadóttur frá Ut-
anverðunesi. Þeirra son var séra
Þorkell, sem lézt í Gardar bygð,
fyrir nokkrum árum; vígður til
prests á kirkjuþingi í Pembina af
Dr. J. pjarnasyni, nokkrum mán-
uðum áður en hann dó. Hann var
mesta ljúfmenni og hafði fram-
úrskarandi námsgáfur; var mér
samferða vestur um haf sumarið
1890. Hann fór til séra Fr. J.
Bergman, frænda síns, er reyndist
honum vel, hjálpaði honum til
náms með styrk frá kirkjufélag-
inu, eins og margir muna.
Með virðingu
Sv. Sttnonsson.
Hensel, N. D. 28. Júni 1913.
Bíta rímy.
THagkveðlinga hátturj. Ort af
S. J. Austman, þá er stríðið á milli
Englendinga og Búanna stóð yfir.
Rima j>essi var birt i Heimskringlu
um það leiti sem hún var ort, en
svo breytti höfundurinn henni;
tók sum erindin burtu eu bætti
öðrum við og mun -hún nú betri en
áður. Margir hafa beðið mig um
afskrift af rimu j>essari, og er það
af þeirri ástæðu að eg bið Lögb.
að flvtja hana fyrir mig.
S. J. A.
Á Jóni bola blóðs um ver,
Búinn mola treystir sér,
haus og bol sem hraustur er,
en hræi skola’ i ölduhver.
Honum grátt að gjalda ber,
gaurinn máttar stinnur er;
herlið knátt með hefir sér
hundrað átta þúsundir.
TTafði fengið hilmir sá
hrausta drengi um lönd og sjá,
við Búa mengi hildi’ að há
þeir höfðu gengið mála á.
Til Blálands halda herinn á
hvita mjaldur yfir. lá
og |>ar að gjalda launin lág
lýð, sem aldrei hræddum brá.
Óð til strandar espað lið
ei ]>eim standa má nú við,
hugðu randa hefja klið
og hrifsa land að fornum sið.
Láu snekkjur lending við,
leiðst |>ar rekkum engin bið,
losa hlekki er heftu skrið,
herinn gekk á þilfarið.
Gaus itpp mökkur glæðum frá,
gríðar dökkur til að sjá,
færðist rökkur frónið á
fram þá hrökkur skútan grá.
Lögðu skeiðum lending frá
leist þeim reiður Ægir þá,
sáust breiðu brjósti: á
brim og reiðaslögin há.
Brjóstin knúði bára ströng,
brunaöi súða hindin löng.
Kólgu spúði, kári söng,
kveinaði úður, brast í röng.
Hvala bóli bláu á
' brakaði’ í hjóli, segli, rá,
slitnar ól, en gola grá
grenjaði, p<>li norðurs frá.
Hvæsti lúinn Hræsvelgur.
hörku búinn Fensúlfur,
hamast nú og haus skekur.
Hamrabúið við skelfur.
Fældust selir flóðs um bý,
fagra hvelið huldu ský,
storma éli æstu í,
öskraði vélin, sem var ný.
Land fyrir stafni lýðir sjá,
lægis hrafni komið fá
upp af drafnar æstri lá
upp í hafnar minni þá.
Stoltir landið stigu á,
strauma andir hvíld nú fá,
eykst þó vandi ýmsum hjá,
él því randa nú skal há.
Búans löndum óður að
ótt frá ströndum herinn trað,
sérhver hönd har sára nað,
en svarðarbönd i mittis stað.
Þegar öllurn jtessum her
þar á völlu raðað er
úr barka föllum Bola fer
býsna köll og hátt mælir;
“Auðug löndin eru hér
á j>au hönd oss leggja ber,
stýfum rönd og styttum fér
sterk að böndin herðum vér.
Úr gulli kálfinn glóir á,
girnumst sjálfir honuni ná,
heirns jtví álfum öllum frá
orragjálfur fúsir há.
Grípunt Búans líf og láð,
lát oss kúga fólkið hrjáð,
úr gulls svo hrúgum getum stráð,
guð á trúum hans og náð.
Eyöum borg og bæi hér,
Búans sorg ei hirðum vér,
ef konur orga og kveinka sér,
kvíða morguns ekki iber”.
Æstist lýður orð hans við,
engu kvíðir stáls um mið,
skjótt fram ríður skrautað lið
skjóta og sníða mannvalið.
írar skæðir eins og ljón
á vigsvæði verja Jjón,
skota ei hræðir skögglarsón,
skjóta í bræði og vinna tjón.
Á sverða þingum svellur geð,
sárnar bringa stirnar knéð,
Canadingar blóðs um beð
Búann stinga korðum með.
Ástralía einnig her
út réð týgja um Ránar ver,
og Sjáland nýja er sæmdir ber
sendi tíu þúsundir.
Vopna gný sem vanur er,
vart þeim frýja hugar ber,
frá Indíu frækinn her
fimrn og tíu þúsúndir.
Engu hlifir ólmur her,
örfa drifan magnast fer,
börn og víf þeir blóðs um ver
Ibrytja og stýfa hvar sem fer.
Búar taka Bretum mót
Búar slaka ekki hót.
Búar hrakinn berja þrjót.
Búar nakin hrista spjót.
Búar skaða Bretonum
búa í svaðilförunum,
Búar vaða í blóðtjörnum,
Búar hlaða valköstum.
Fyrir lífi.. frelsi, lóð,
fögru vifi, barni, sjóð,
Búa lýður berst af móð,
Bretans sniður vaska þjóð.
Einn mót tiu stáls í stvr
standa að vigi hugaðir,
móði nýjum magnaðir,
manntjóns týgjum brynjaðir.
Ýmsra kappa minnast má
mála stapp er aukið fá
og sér til happa hildarljá
hrista og skakkað Ieikinn fá.
Cronje digur kappi var,
Cronje vigur skelfingar
bar um stigu Brávallar,
beygði’ hann svig á fvlkingar.
Ekki mæðist, — enn sem ljón,
áfram þræðir vígaþjón —
í heiftar bræði hljóp um frón,
hyggst liann læðing reyra Jón.
Undan Boli bregða má,
Búinn svolalegur J>á
í blóði skolar benjaljá,
breska molar hausa þrjá.
Stál ið syngur strjúpum á.
stanza slyng þó hetjan má.
Canadingar knáir \>k
kappann hring um myndað fá.
Frækinn dróma fjötruðum,
firtan skjóma sárbeittum,
gáfu hánn Jóni. gleiðstígum,
gall við tón í lúðronum.
Dc JVct slyngur drýgir móð.
De Wet stingur mörgum blóð,
De Wet syngur dauðans ljóð,
De Wet hringi gegnum óð.
Hans jafningi enginn ér
á stáls þingi, það eg sver,
skjótur stingur, sker og mer,
skatna óringa hvar sem fer.
Skekur brándinn blóðstrokinn
brytjar fjanda hervörðinn,
óvinnandi er álitinn
í hans landi, fullhuginn.
Louis Botha lýðum hjá,
lætur skjóta herinn á,
margir hrjóta hels í krá,
hraustir spjóta runnar j)á.
Kempan slynga Kritcinger
kappa ringar margra fér,
um fylkingar æstur fer,
Englendinga á hálsinn sker.
Heyrðist brestur hárs á mey,
heilla gestur tefur ei,
bragna mestan brands við þey
bar fram hestur Delarcy.
Honttm Búar fylgi fá,
fram réð snúa sérhver þá,
fólk í hrúgur féll sem strá,
24. Júlí 1913.
fæst ei grúi talinn sá.
Fullt var tnóði frækið lið;
fyltist blóði sáðlandið.
Búaþjóðin bauð ei grið,
Bretar tróðu hels á mið.
Gleðin sjatnar görpum hjá.
“Gef oss vatn”, þeir hrópað fá.
“Sárin batna ef svölun fá”,
sögðu skatnar til og frá.
Svölun engin send þeim var,
særðir i keng þeir lágu þar,
af kvölum engjast kempurnar,
kreftu að strengir hörmungar.
Sveitin knáa liðin lá,
lífs var þrá í fallin dá,
úlfur þá fer á sitt »tjá
etur hráan náinn sá.
En þó Búar blóðs um svið
brytji í hrúgum mannfólkið,
ei þeir snúa á Engla lið,
einlægt grúann bætist við.
Og þó bíði ósigur
í örgu stríði fámennur
Búa lýður bágstaddur
beztu prýði er samt krýndur.
Slíkar hetjur ekki um
í er getið sögonum,
vörn gegn Bretum veröld um,
vil eg letrist gullstöfum.
Slit eg óðar strengi hér.
— Slítur þjóðin líf og fér. —
Hnýta ljóð ei lætur mér;
lítils gróða verður erl
Á eru lýti ekki fá,
orða þrýtur list mér hjá,
Úlfur, hvítum ísum frá,
eg mitt kríta heiti má.
í alþýðuvísunum í síðasta blaði
Lögbergs nr. 28, eru nokkrar vis-
ur eignaðar Björgu Sveinsdóttur í
Kílako.ti í Kelduhverfi. Björg
var mjög vel hagmælt, en konan
sem setur vísurnar í íblaðið, hefir
ekki gáð aö J>vi. aö ein ]>eirra er
eftir Pál Ólafsson, og má finna
hana i fyrsta bindi ljóða hans,
blaðsíðu 188; svo er vísan ofurlít-
ið aflöguð frá því sem er í bók-
inni, þar er hún svona:
Ellin hallar öllum leik,
ættum valla að státa.
En ekki: “er því valla að státa".
Ennfremur segir hún, að amma
sín hafi kveðið til Margrétar dótt-
ur sinnar vísuna: “Áður varstu
lijarta hrein", ]>að er rétt, en þær
vísur eru þrjár og set eg hér ]>ær
tvær sem vantaði:
Mér þú varst í heimi hér
happa mesti fengur,
en j>ví spilla ætlar sér
okkar vinnu drengur.
Um það mengi undrast má
einnig stend eg hissa,
þú hefir gengið grið þin á
gjörir dreng að kvssa.
J. Davidson.
Islands fréttir
^JARKET JJOTEL
Við sölutorgið og City Hall
$1.00 til $1.50 á dag
Eigandi: P. O’CONNELL.
Goast Lumber
Yards Ltd.
185 Lombard St. Tals. M. 765
Sérstakir Talsímar
fyrir hvert yard.
LUMBER
YARDS:
1. St. Boniface . . M. 765
eftir sex og á helgidögum
2. McPhilip St. . . M.766
3. St. James . . . M. 767
Aðalskrifstofa . . . M- 768
Fluttur!
Vegna þess að verkstæð-
ið sem eg hef haft að
undanförnu er orðtð mér
ónóg, hef eg orðið að fá
mér stærra og betra pláss
setn er rétt fyrir norðan
William, á Sherbrooke.
Þetta vil eg biðja við-
skiftamenn mína að at-
huga.
G.L.STEPHENSON
‘ The Plumber”
Talsími Garry 2154
885 Sherbrook St., W’peg.
Reykjavík 25. Júní.
34 frumvörp leggur stjórnin
fyrir næsta þing, þar á meðal
eru |>essi:
1. Fjárlög 1914—1915: Gert
er ráð fyrir því, að tekjurnar nemi
samtals 3.706,470 kr. og útgjöldin
3,630.883 kr. 85 a. og verði því
tekjuafgangur rúm 75,000 kr. og
eru helztu útgjöldin sem nú skttlu
verða talin:
Vextir og afborganir af Iánum
landsjóðs 450,284 kr. 05 a., til
æðstu stjórnar landsins 106,000 kr.,
til alþingiskostnaðar 67,400 kr., til
dómgæslu og lögreglustjórnar
246,130 kr., til læknaskipunar
356,129 kr. og 80 a., til póstmála
260,000 kr., til vegabóta 282,300
kt\, ]>ar til brúar á Eyjafjarðará
f. á. 70.000 kr., til gufuskipaferða
190,300 kr., til hraðskeyta- og tal-
símasambands 235,400 kr. og til
vita 97,150 kr. Alls til satngöngu-
mála 1,065,150 kr. Til kirkju og
kenslumála 665,780 kr., til vísinda,
bókmenta og lista 159,240 kr., til
verklegrar kenslu og fyrirtækja
343,570 kr. og til eftirlauna,
styrktarfjár og tillags í ellistyrkt-
arsjóð 153,000.
2—3. Fjáraukalög 1910—1911
og 1912—1913. Til útgjalda i við-
bót við fjárlögin 1910—1911 veit-
ast 120,664 kr. 30 a. og 1912—
1913 135,891 kr. 26 a. ftil viðbót-
arbyggingar vjð pósthúsið 65,000
kr.J.
4. Um samþykt á landsreikn-
ingum 1910—1911.
. 5. Siglingalög. Stjómin hefir
tekið upp frumvarp það, sem
lagt var fyrir síðasta þing, en þá
var ekki afgreitt, og hefir tekið
tillit til breytingartillagna þeirra,
er efrideildarnefndin vildi gera við
frv. Slept hefir verið úr frv. til-
lögum um sérstakan ráðningar-
stjóra.
6. Um tekjuskatt. Af öllum
árstekjum af eign og atvinnu skal
greiða af hverjum 1000 kr.
upp í 6%, er tekjurnar nema yfir
11 þús. kr. Ábúðar- og lausafjár-
skattur, húsaskattur og tekjuskatt-
ur skulu afnumdir.
7 Um fasteignaskatt, 2-10 af
hundraði af öllum fasteignum,
nema af húsum og lóðum, ítökum
og hlunnindum, sem eru þjóðeign
eða til almenningsþrifa, svo sem
kirkjur, skólar og sjúkrahús, enn-
fremur af sömu eignum ef j>ær
eru eigi 300 kr. virði í eigu sama
manns.
8. Um skattanefndir. Þriggja
manna nefnd í kaupstöðum og
sveitum og skal -bæjarfógeti eða
hreppstjóri vera sjálfkjömir for-
menn þeirra og 3 manna yfir-
skattanefnd, í hverjum kaupstað
og sýslu er stjórnarráðið útnefnir,
nema sýslumenn, sem eru sjálf-
kjörnir formenn.
9. Um jarðamat. Meta skal
allar jarðeignir á landinu til pen-
ingaverðs 10. hvert ár, í fyrsta
sinn 1914 og siðan á liverju ári,
er ártalið endar á o. Skattanefnd-
ir skulu virða jarðirnar i júnímán-
uði.
10. Um verðlag. Verðlagaskrá
skal afnumin, en í þess stað tekið
tneðaltal af verðlagi 10 síðustu ár-
in og nota framvegis.
11. Um laun hreppstjóra, að
þau skulu vera eitt króna fyrir
hvern fullan tug hreppsbúa, þó
ekki undir 30' kr.
12. Um manntalsþing. að þau
skuli byrja í miðjum Júntmánuði.
13. Um breyting á vitagjalds-
lögum. að skemtiferðaskip skulu
undanþegin vitagjaldi. og skip,
sem leita hafnar í neyð, ef þau
hafa engin viðskifti við landsmenn.
14. Um breyting á tolllögum,
að af ýmiskonar sætindatilbúningi,
sem áður hefir verið undanþeginn
tolli, skuli greiða 80 au. toll af
hverju kílógr.
15. Um hagstofu Islands. Sér-
stakri stofnun skal verða falið að
safna skýrslum um helztu lands-
hagi íslands. vinna úr jæim og
koma þeim fyrir almennings sjón-
jr. Forstjóri skal hafa að byrj-
unarlaunum 3000 kr., er hækka
upp í 4200. og aðstoðarmaður
2000 kr„ er hækka upp í 3000 kr.
—Lögrétto
ALLAN LINE
Konungleg Póstgufuskip
VETRAR-FERDIR
Erá St. John og Halifax Frá Portland
til til
Liverpool og Glasgow Glasgow
FARGJOLD
A FYKSTA FAKRÍ MI..$80.00 og upp
A ÖÐRtr FARRÝMI.......$47.50
A pRIÐJA FARRÝMI......$31.25
Fargjald frá íslandi
(Emigration rate)
Fyrir 12 ára og eldri...... $56. i®
“ 5 til 12 ára......... 28.05
“ 2 til 5 ára........ 18,95
“ 1 til 2 ára ......... 13.55
“ börn á 1. ári.......... 2.70
Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðirnar, far
bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor H. S. BARDAL
horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sena annast um far-
gjalda sendingar til íslands fyrir,þá sem til hans leita.
W. R. ALLAN
364 Main St., Winnipeg. Aðalumboðsmaður vestanlands.
Bifröst sveit.
Sala á löndum fyrir ógreiddum
sköttum.
Með embættisbréfi, stíluðu til mín, dagsettu 7. Júlí 1913, hefir
oddviti Bifrastarsveitar skipað ntér að leggja á þau lönd, sem upp eru
talin hér á eftir, j>á ógreidda skatta, sem af þeim ber að borga, ásamt
lögmætum sölukostnaði. Samkvæmt slíkri skipun auglýsi eg hér með,
verði þessir skattar með áföllnum sölukostnaði ekki áður borgaðir, að
eg sel öll þau lönd við opinbert uppboð, sem haldið verður hér á skrií-
stofu sveitarinnar hinn fyrsta dag Septembermánaðar næstkomandi,
kl. 2 e. m.
Partur af Section. sy2 S.E Sec. 1.33 Tp. R. Skattur $ c Kostn. c Alls $ c
SýL Njá .. • • J34 21 4Á. 39-90 .50 40.40
sy2.tiy2 33 21 4Á. 42.10 •50 42.60
IÓ 22 3A. 3407 5° 34-57
s. w 24 21 2A. 64.42 •5° 64.92
s. w 14 23 4‘\ 37.68 •5° 38.18
Austur l/z L.S. 4 og L.S. 3 14 24 4a. 10.35 •5° 10.85
Wy2, Austur /• 21 22 3A. 39-89 •50 40.39
Lot 44 Prt. N. Austur 15 ] 20 22 2A. 69.83 •50 70.33
wy2 n.w Árborg:— J21 25 6A. 25-48 •5° 25.98
Lot 5. Block 2 .... •50 6.91
Lot 9, 10, Block 2.. I5-I3 •50 15-6.3
Lot 12, Block 2 ... . 6.20 •5° 6.70
Lot 13, Block 2 .... • 4-39 •50 4.89
Lot 1, Block»3. • • • • 9-3» •50 9.80
Lot 21, Block 3., .. 6.50 •50 7.00
Lots 28, 29, Block 3 • 9-23 .50 9-73
Riverton:—
Lot 13, Block 1 .. .. • 5.8i •50 6.31
Lot 24, Block 1.. .. •50 2.52
Lot 61, Block 1.. .. .50 7.84
Lot 1 og 2. Block 2 . •50 4.19
Lot 11, Block 2.. .. •50 1.92
“Patent” hefir verið gefið fyrir öllum þessum löndum.
Dagsett að Hnausum í Manitoba-fylki hinn 14. dag Júlímán. 1913.
B. MARTEINSSON,
Skrifari og Féhirðir.