Lögberg - 11.09.1913, Blaðsíða 6

Lögberg - 11.09.1913, Blaðsíða 6
fe LÖGBERG, FTMTUDAGHNN u. Septembér 1913. Fátæki ráðsmaðurinn. Saga eftir OCTAVB FBULLBT. Ungi maðurinn var eg sjálfur, og eg komst að því þá, að þessi tegund fæSu, er eg haföi lesið um í blöðum, að skipbrotsmenn legðu sér til munns, er næsta kostill. Samt sem áður varð eg ýmislegs vís- ari, sem eigi var ófróðlegt að vita, þess t. a. m., að blöð kastaníu-trjáa eru afarbeisk á hragðið, rósvið- arblöð sæmilega bragðgóð, blöð linditrjánna olíurík en fullgóð á bragðið, sýrenublöðin krydd-kend — og sjálfsagt óheilnæm. Meðan eg var að hugsa um þetta, hélt eg leiðar minnar til klausturskólans, þar sem Helena var. Þegar eg kom inn í viðtöku-herbergið, sem fult var af fólki, fanst mér eg verða enn ruglaðri en áður. í öllum þeim klið. Þ(ar kom Helena til mín með! úfið hár, grátbólgin og fagurrjóð í kinnum og með tindrandi augu. Hún hélt á stórri brauðsneið í hendinni og bauð mér, eins og utan við sig, kinnina til að kyssa á. — Hvað gengur að þér litla skinnið? Þú ert öll grátbólgin! Og það er svo sem ekkert, Maxíme. — Jú» segðu mér hvað gengur að þér? — Æ, eg er veruleg ólánsmanneskja, Maxíme, hvíslaði hún ofurlágt. — Einmitt það! Segðu mér hvernig á því stend- ur, meðan þú ert að borða brauðið þitt. — Eg ætla ekkert brauð að borða; eg er of ólánsöm til að geta það. Þú þekkir víst Lúsíu, hana Lúsiu Campbell, beztu vinstúlku mina? Við erum orðnar verstu óvinir! — Ósköp eru að heyra þetta! . . . . en láttu þetta ekki á þig bita, góða mín, þið veðrið fljótt góðir vinir aftur. — Nei, það getur aldrei orðið, Maxíme, ágrein- ingurinn er svo alvarlegs efnis. í byrjun var þetta smáræði, en svo reiðist maður, og getur þá ekki stjórnað skapi sínu. Við vorum í knattleik, og þá ruglaðist Lúsía í talningunni; eg var búin að fá sjö hundruð og fjörutíu, en hún bara sjö hundruð og fimtán, og þá fór hún að halda því fram, að hún hefði sjö hundruð og fjörutiu og fimm. Þú hlýtur nú sjálfur að sjá, að annað eins og þetta er óþolandi. Eg hélt fast fram minni tölu, og hún sinni. Svo sagði eg: “Við skulum bera þetta undir aðra og láta þá skera úr”. “Nei”, svaraði hún, “eg er viss um að mín talning er rétt, og þú ert verulega ónýt í hnattleik!” Þá sagði eg að hún væri lygari, og þá sagði hún: “eg ber svo djúpa fyrirlitningu fyrir þér, að eg vil ekki framar tala við þig eitt einasta orð”. Til allrar hamingju bar systurina Sainte-Felix að í þessum svifum, því að annars held eg, að eg hefði rekið henni löðrung. En þú ættir að geta séð það, að það kemur ekki til nokkurra mála, að við getum orðið góðir vinir aftur eftir þetta. Nei, það er alls ómögulegt! Það væri raggeitar skapur! En þú skalt samt ekki trúa þvi, hvað eg tek mér þetta nærri, og eg get varla ímyndað mér, að nokkurs stað- ar í veröldinni sé önnur eins ólánsmanneskja og eg er! — Þetta getur verið, Helena mín, en ef eg á að segja þér mina meiningu, þá er þetta að nokkru leyti þér að kenna, því að það ert þú, sem þyngstu ásökunarorðin hefir sagt í styrjaldar-ákafanum. Er Lúsía hér í viðtökuherberginu? — Já, hún stendur þarna útí horninu. Hún hnykti til höfðinu og benti mér á litla, ljós- hærða stúlku, sem fagurrjóð í kinnum og með grát- þrútnum augum var að segja roskinni konu — sem athugul hlýddi á — frá þessum leik, er systir Sainte- Felix, sem betur fór, hafði getað skakkað i tima. Lúsía talaði af sannfæringarhita og gaf öðru hvoru Helenu og mér hornauga. — Heyrðu, Helena, berðu gott traust til min? — Já, þú veist eg geri það, Maxíme! — Þá skal eg segja þér, hvað þú skalt nú gera. Þú skalt laumast, með mestu hægð, aftan að stólnum sem Lúsía situr á, grípa utan um höfuð hennar báð- um höndum, kyssa hana heitt og innilega á báðar kinnar, og vita svo hvernig herini verður við. Helena hikaði við stundarkorn, en svo þaut hún af stað eins og snæljós og fleygði sér ofan yfir Lúsiu, sem tók faðmlögunum feginsamlega. Það var ánægjulegt að sjá litlu stúlkurnar, sem báðar höfðu verið sárhryggar, sáttar aftur, og frú Campbell, sem var kona fríð sýnum, hafði ekki af þeim augun, og var alt af um leið að bera vasaklútinn sinn upp að vitunum. Helena kom innan stundar til min aftur hlæj- andi út undir eyru. — Jæja, góða mín, sagði eg við hana, nú vona eg, að þú getir borðað brauðsneiðina þína? — Nei, það er mér lífsómögulegt, góði Maxíme; eg er alt of ánægð til þess; nú er líka kominn nýr nemandi, sem hefir gætt okkur á brjóstsykri, kökum, súkktilaði og rjóma, svo að eg er alls ekki svöng. En nú hefir farið illa fyrir mér, því í öllum þessum ósköpum hefi eg gleymt að láta brauðsneið- ina mina ofan í körfuna, eins og okkur hefir verið skipað að gera, þegar við höfum ekki lyst á að borða; nú er eg hrædd um að eg fái ofanigjöf. Eg ætla því að reyna að fleygja brauðsneiðinni inn um kjall- aragluggann, án þess nokkur verði var við, þegar eg fer gegnum garðinn. — En heyrðu, systir mín, ætlarðu að fleygja burtu svona stórri brauðsneið? spurði eg og roðn- aði við. — Eg veit reyndar að það er ekki rétt gert af mér, Maxíme, af því að nóg er til af fátæklingum, sem fegnir yrðu að fá hana. — ÞJað segirðu satt, Helena. — En hvernig á eg að fara að því? Engir fá- tæklingar koma hingað inn. — Nú skal eg leggja Jér gott ráð, systir góð. Þú skalt fá mér brauðsneiðina, og eg gef hana svo .fyrsta fátæklingnum, sem fyrir mér verður. Finst þér það ekki snjallræði? — Jú, það er ágætt! f þessu var hringt á nemendurna til næstu námstundar. Eg braut brauðsneiðina i tvent, og stakk henni hálf-skömmóttulega ofan í frakkavasa minn. — Komdu bráðum aftur, Maxíme, sagði systir min. ÞJá geturðu sagt mér, hvort þú fanst nokkurn fátækling, hvort þú gafst honum brauðsneiðina og hvort honum^þótti vænt um? Ójá, Heletia mín! Eg fann fátækling, sem eg gaf brauðið þitt; hann fór með það upp á þakher- bergið sitt einmanalega, og þótti vænt um. En þessi fátæklingur var fjarska kjarklítill, þvi hann táraðist á meðan hann var að neyta ölmusugjafarinnar úr þínum kæru höndum. Það ætla eg að segja þér, Helena, því að vitneskja um slikt er þér til góðs, og hér í heimi eru þungbær- ari og meiri sorgir til, en það andstreymi sem þú verður fyrir á barnsaldrinum — en hitt ætla eg ekki að segja þér, hver fátæklingurinn var. IV . Þriðjudaginn 28. Apríl. f morgun kl. 9 hringdi eg dyrabjöllunni hjá Laubépin með þeirri hégómlegu von, að hann hefði kannske komið heim fyr en við var búist, en fólkið vonaðist þá ekki eftir honum fyr en á morgun. Mér flaug strax í hug að finna frú Laubépin og segja henni frá því, hve afarilla eg væri staddur. En á meðan eg var að ráða það við mig, hvort eg ætti 1 að nreta meir, blygðunarsemistilfinninguna eða matar- ílöngunina, varð roskna vinnukonan auðsjáanlega skelkuð við starandi augnaráð mitt, og sultarsvipinn á mér, svo hún skelti hurðinni aftur rétt við nefið á mér. Eg átti því ekki annars úrkosta en að svelta til næsta dags. Eg huggaði mig við það, að menn dæu ekki af eins dags föstu, og vegna þess, að eg vildi ekki, fyrir metnaðar sakir, leita annara úrræða, varð eg að þola þessi óþægindi. Eg hélt því leiðar minnar til Sorbonne; þar sett- ist eg niður og hlýddi á fyrirlestra; leitaðist eg þann- | ig við að fylla það tóma rými með andlegum forða. er skorti hinn likamlega. En svo kom að þvi, að I fyrirlestrunum lauk, og andlegt fóður er næsta kost- ilt til líkamlegs viðurhalds. Þíað kom yfir mig ógur- j legt taugaslekjuflog, sem eg reyndi að losa af mér með göngu. Veður var kalt og þoka. Þegar eg gekk yfir ieina af brúnum mörgu er liggja yfir Signufljót, nam eg eins og ósjálfrátt staðar. Eg hallaði mér yfir grindurnar og horfði á hvern- ig gruggugt vatnið byltist áfrarri undir brúarbogana. Eg skil ekkert í því, hvað sorglegar hugsanir | hreyfðu sér þá í mínum þreytta heila! Mynd ókomna tímans rann upp fyrir hugskots- sjónum mínum, dregin sem allra dekstum litum. Eg sá hið stöðuga stríð, ósjálfstæði og auðmýking, sem | eg átti í vændum. Eg kendi ósegjanlegs lífsleiða, og mér fanst nærri ómögulegt að halda áfram slíkri ver- aldar-æfi. Jafnhliða varð sál min öll gagntekin af áköfum og óviðráðanlegum harmi; mér sortnaði fyrir augum: eg hallaði mér enn lengra út fyrir grindurnar og sá allan árflötinn blika eins og þúsundir stjarna...... Eg ætla ekki að skoða það svo, eins og margir aðrir mundu hafa gert, að það hafi ekki verið guðs vilji. Eg er tregur til að misbeita nafni hans. Eg vil heldur segja, að eg hafi ekki viljað! Guð hefir gefið oss frjálsræðið, og ef eg hefi áður dregið í efa að svo væri, þá hefir brottnumist sá efi fyrir fult og alt, á því augnabliki, þegar sál og líkami, hug- prýði og hugleysi, hið góða og hið vonda, háði svo harða baráttu í hugskotsleynum mínum. Þegar eg var aftur búinn að> ná fullu valdi yfir sjálfum mér, vaknaði löngun hjá mér til að slökkva þorsta minn með vatni úr Signufljóti. En þá mundi eg eftir þvi, að inni í herbergi mínu var vatn bæði hreinna og betra heldur en Signu-vatnið; hraðaði eg mér þangað og í huganum gladdist eg við þá nautn, sem. eg mundi hafa af vatnsdrykknum, er eg átti i vændum. Mig nærri furðaði á því að mér skyldi ekki hafa hugkvæmst þetta fyrri. Á götunni hljóp eg þá beint í fangið á Gaston de Vaux, einum minna gömlu kunningja, sem eg ekki haföi séð síðastliðin tvö ár. Hann nam staðar, eftir að hafa þó hikað sig við það, og rétti mér vingjarn lega hönd sína, sagði eitthvað notalegt við mig við- víkjandi ferðalagi mínu og skálmaði svo burtu. En hann var þó ekki kominn nema skamt undan þegar hann snéri við, kallaði til mín og sagði: — Eg held eg ætti annars að gera þig aðnjót- andi happs, sem mér hefir nýlega hlotnast. Eg hefi náð í nokkra vindla, sem kostuðu mig tvo franka hver, en eru þó þrefalt meira virði. Hérna er einn, reyktu hann og láttu mig vita, hvernig þér geðjast að honum. Vertu svo blessaður, vinur minn! Eg staulaðist með erfiðismunum upp á sjötta loft, og eg var ekki fyr kominn inn fyrir dyrnar, en eg greip vatnsflöskuna mina og drakk það, sem í henni var hægt og hægt. Þjvi næst kveikti eg í vindlinum, sem kunningi minn hafði gefið mér og kinkaði kankvíslega kolli til myndarinnar af mér í speglinum. Litlu síðar fór eg út aftur, því að eg hélt að hreyfing og skemtunin, sem götu-vistin lét í té, mundi verka vel á mig. í því að eg opnaði hurðina rakst eg á hirðinga- konuna í húsinu, hún stóð þar í mjóum ganginum og lét sem hún yrði hissa við að sjá mig þarna. Mér kom þetta á óvart og féll það illa. Kona þessi hafði fyrmeir verið vinnukona hjá móður minni; móður minni hafði verið vel við hana, og þessvegna útveg- að henni þá arðvænlegu stöðu, þegar hún giftist, sem hún gegndi nú. Mér fanst eins og hún mundi hafa verið að gefa mér nánar gætur nokkra daga undanfarið, og með því að eg sama sem stóð hana að verki í þetta skifti. ávarpaði eg hana reiðulega, og spurði: — Hvað viljið þér? — Ekki neitt, herra Maxímé, alls ekkert, svar- aði hún; eg ætlaði bara að lita eftir, hvort gasið væri í lagi. Eg ypti öxlum og fór út. Nú var komið myrkur, og eg gat gengið um fjölförnustu götur án þess að þurfa að vera hrædd- ur um að þurfa að hitta gamla kunningja mina. Vindlinum varð eg að fleygja frá mér, því að eg fékk ógleði af að reykja hann. Eg var á gangi i tvær eða þrjár klukkustundir; það var óskapatími! Það er átakanlega sárt að verða að þola nagandi hungur, sem að eins þeir allra snauðustu þekkja, og það inni i miðri lífólgu' menningarstraumsins. Það er eitthvað óheiibrigt. Það er þvi likast sem tígris- dýr stykki á mann á miðju borgarstræti. Þetta varð mér nýtt hugleiðingarefni. Hungur var sannarlega annað og meir en orðin tóm! Hungur er sjúkdómur, og það er vafalaust að mannlegar verur þjást af þessum sjúkdómi, nærri því dags daglega, en eg hefi ekki fundið til hans nema einn einasta dag á æfinni. Og hversu margir hafa ekki orðið að þola þjáningar af þessum sjúk- dómi, sem mér hefir verið hlíft við. Guði sé lof að ein manneskja er til í veröldinni. sem mér þykir vænt um, að henni er þyrmt svo að hún þarf ekki að þola þær þjáningar, sem eg verð nú fyrir. Eg sé í anda andlit hennar, fagurt og glað- legt, brosandi og blómlegt. En það eru til menn sem ekki þjást af þessum sjúkdómi einum; það eru til menn, sem heyra há- róma hróp hungursins endurtekið af munnum sem þeim eru kærir; það eru til menn, sem vita að heima í köldu herberginu bíður þeirra fölleit kona og lítil börn, sem ekki geta brosað .... Aumingjarnir þeir! .... Aumingjarnir þeir! .... Þessar hugsanir gerðu mig rólegri í skapi, og veittu mér þrek til að standast reynsluna. Eg gat svo sem auðvitað stytt minn föstutíma. Skamt i burtu héðan eru tvö matsöluhús, sem eg er kunnugur í. Meðan eg var ríkur hafði það oft viljað til, þegar eg gekk þangað inn til snæðings, að eg hafði gleymt pyngju minni heima, en í þá daga gerði eg mér enga rellu út af því. Nú gat þetta ekki komið til mála. Ekki hefði það heldur verið erfitt fyrir mig, að lána fimm franka pening í Parisarborg, en eg hafði ímugust á slikum úrræðum, sem gengu nærri fjár- glæfrabralli. Þjvílík úrræði eru líka mjög viðsjárverð fátæklingum, og út á‘ þann áhættustig vildi eg ekki leggja. Eg held að eg vildi heldur missa alls heldur en sómatilfinningar minnar, því án hennar getur eng- inn verið. Eg hefi svo margsinnis veitt því athygli, hvernig sómatilfinning sumra gáfaðra og velmentaðra manna hefir smátt og smátt farið þverrandi, unz hún hefir horfið gersamlega, og hefir þetta ekki að eins borið við, þegar ógæfan vofir yfir, heldur einnig þá, er að eins var um fjárþröng að ræða. Þessvegna vil eg gjalda varhuga við að þagga niður rödd samvizk- unnar; menn mega ekki venja sál sína á að horfa af réttri leið á tímum mótlætisins; hún er því miður helzt til hneigð til þess. Þegar klukkan var nærri níu hvarf eg heim sakir kulda og þreytu. Dyrnar sem vissu út að götunni stóðu opnar. Máttarvana drógst eg upp riðið, og þegar þangað var komið barst mér til eyma rifrildi, sem fram fór inni í íbúð hirðingarkonunnar, og virtist snerta mig, því að hirðingarmaðurinn nefndi nafn mitt einmitt í þeim svifum í mjög fyrirlitlegum rómi. — Gerðu það fyrir mig, sagði hann við konu sína, að hætta öllu stagli við mig um þenna Maxíme þinn. Er það eg sem hefi gert hann gjaldþrota? Nú hvað á þá alt þetta þvaður að þýða? Ef hann skyldi fyrirfara sér, þá verður honum liklega komið í jörðina. — En eg get sagt þér það, Vauberger, að þér hefði þótt það sárt, ef þú hefðir séð hann drekka alt vatnið úr vatnsflöskunni .... Og ef þú heldur að eg trúi þvi, að þér sé alvara, sem reigir þig eins og leikari og þeysir kæruleysislega út úr þér öðru eins og þessu: “Eí hann skyldi fyrirfara sér, þá verður honum liklega komið í jörðina” — þá . . . . En það er langt frá að þú talir eins og þér býr í brjósti, því að í raun og veru ertu sóma-karl, sem að eins er illa við allar nýjungar, sem þú ert óvaunr .... En settu þér það fyrir hugskotssjónir Vauberger, að vera alveg matarlaus og hafa ekki heldur nokkum eldneista í hitunarofninn! Og þetta verður einmitt sá maður að reyna, sem er alinn upp í “vellystingum praktuglega” og við hverskyns eftirlæti! Þáð er bæði synd og skömm að vita til annars eins, og dá- lagleg stjórn er það, sem ekki hleypur undir bagga þegar í þvílíka nauð rekur! — Þetta kemur stjórninni alls ekkert við, svar- aði hirðingarmaðurinn og skynsamlegu viti sínu .... Þar að auki skjátlast þér .... hann er ekki svo illa staddur .... hann sveltur ekki.....ÞJað kemur ekki til nokkurra mála! • — Nú skal eg segja þér eitt, Vauberger; eg hefi haft nákvæmar gætur á honum, og eg hefi látið Edvard veita honum eftirför; og eg er því alveg viss um, að hann hefir engan meðdegisverð fengið í gær, og ekki heldur neinn morgunverð í dag. Þar að auki hefi eg leitað í öllum skúffum, og í vösum á hverju hans fati, og hvergi hefir nokkurn skilding verið að finna. Þú mátt því vera viss um, að hann hefir ekki neytt neins miðdegisverðar i dag heldur, því að hann lítur of stórt á sig, til þess að biðja nokkurn mann beininga .... — Þ^etta er honum sjálfum verst! Það situr ekki á fátæklingum að vera stórir upp á sig, svaraði hirð- ingarmaðurinn, er ekki virtist hafa mikla samúð með meðbræðrum sinum. Eg hafði nú heyrt nóg, og flýtti mér að gera enda á samtalinu, með þvi að opna hurðina að hirð- ingamanns-íbúðinni, og biðja Vauberger um ljós. Þó að eg hefði heimtað höfuð hans, hefði hon- um ekki orðið meira hverft við. Þó að eg reyndi eftir mætti að láta enga veilu á mér finna, fékk eg þó steypur yfir höfuðið svo að eg hrasaði hvað eftir annað i stiganum. Þegar eg kom inn í herbergi mitt, sem vant var að vera jökulkalt í, kom mér notalega á óvart að finna að þar var hlýtt itini og snarkandi eldur í arn- inum. Eg gat ekki fengið af mér að slökkva hann, i 0g eg blessaði i huga minum þær hjartagóðu mann- leskjur, sem þrátt fyrir alt eru til i veröldinni! Eg setti mig niður og hagræddi mér i gömlum | hægindastól flöjelsklæddan, sem fyrir óhöpp örlag- J anná hafði hlotið sama hlutskifti eins og eg: að flytjast af neðsta lofti upp í þakherbergi. Eg reyndi ' svo að sofna þar. Þama hafði eg setið nærfelt hálfa klukkustund j í einhverju deyfðarmóki, og fyrir hugskotssjómr mer j svifið matborð hlaðið dýrindisréttum, er aö sátu glað- ir gestir, þegar eg hrökk upp við það að drepið’ var á dyr. Eg hélt að draummókið héldi áfrara, er eg sá hirðingarkonuna koma inn með stóran bakka á höndum, er af lagði á móti mér ilm tveggja rétta. Hún var búin að setja bakkann frá sér og farin að breiða dúk á borðið, áður en eg gat gert mér fulla grein fyrir því, sem var að gerast. Eg spratt þá hvatlega upp af stólnum. “Hvað á þetta að þýða? spurði eg. HvaSa erindi eigið þér hingað? Hirðingarkonan lét sem hún yrði mjög forviða. — Hafið þér ekki pantað kveldverð? — Nei, það hefi eg ekki gert. — Edvard sagði þó, áreiðanlega að þér hefðuð pantað........... — Þá hefir Edvard skjátlast, og leigjandinn hérna i næsta herbergi hefir líklega gert það. — Þjað er enginn annar leigjandi en þér á þessu | lofti .... Eg skil alls ekki hvernig....... — Samt sem áður hefi eg engan mat pantað . . . . Hvernig stendur á því að þér látið svona? Þér gerið mér gramt í geði. Farið þér burt með þenna mat! Aumingja konan fór að brjóta dúkinn saman með miklum raunasvip, og leit til mín með auðmjúk- um augum, eins Og rakki, sem hefir verið lúbarinn- Loks spurði hún með kvíðafullum rómi. — Jæja, þá eruð þér vist búinn að borða kveld- verð ? — Það er mjög sennilegt.. — Mér þykir það leiðinlegt, því að nú er eg búin að búa þenna mat til, og hann verður ónýtur, en Edvard fær snuprur fyrir hjá föður sinum. Ef svo skyldu nú vera aö þér hefðuð engan kveldmat i borðað, þá gerðuð þér mér mikinn greiða .... Eg stappaði fætinum í gólfið og hrópaði: — En i því að hún var að fara, gekk eg til henn- ar og sagði: — Eg skil yður til fullnustu, Lousion, og er yður þakklátur fyrir góðsemina; en eg er ekki vel frískur í kveld og ekkert svangur. — Ef þér vissuð, herra Maxíme, hve mikið þér hryggið mig mið þessu! sagði hún grátandi. Ef yður er það svo ákaflega mikið áhugamál þá getið þér altaf borgað mér þessa máltíð, þegar þér hafið fé aflögu.......þér ráðið hvort þér trúið mér eða trú- ið mér ekki, en það segi eg yður satt, að þó að þér gæfuð mér hundrað þúsund franka yrði eg ekki eins glöð við það eins og ef þér þæjuð nú, þessa lítilfjör- legu máltíð, sem eg hefi búið til handa yður. Þ.að eruð þér sem gerðuð mér greiða með þvi 1 Þér eruð svo skynsamur, herra Maxíme, að þér hljótið að geta skilið þetta! — Já, já, jæja þá, Lousion mín góð, eg get alls ekki gefið yður hundrað þúsund' franka . . . . en kveld- verðinn frá yður skal eg borða . . . . Þér gerið Víst svo vel og lofa mér að gena það í einrúmi? — Já, sjálfsagt, herra Maxime, og þúsundfaldar þakkir. Þ|ér eruð góðhjartaður. Ástar þakkir! — Lofið þér mér að taka í hönd yðar Lousion 1 Eg ætla ekki að fara að borga yður, þér megið vera óhrædd um það. Verið þér sælar og þakka yður fyrir Lousion. Grátandi gekk svo þessi ráðvanda kona í burtu. Lögbercjs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAXI Dr.R. L. HUR5T, Member of Royal Coll. of Snrgeons. Eng., útskrifaður af Royal College of Physicians, London. Sérfræðingur í brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portage Ave. (k móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfrægingar, Skrifstofa:— Room 8n McArthur Building, Portage Avenue Áritun: P.^O. Box 1656. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg OLAFUR LÁRUSSON ..og BJORN PALSSON YFIRDÖMSLÖGMENN Annast Iögfiæðisstörf á íslandi fyrir Vestur-Islendinga. Utvega jarðir og hús. Spyrjið Lögberg um okkur. Reykjavik, - lceland P. O. Box A 41 T ! Dr. B. J. BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telephome garp.ySIío Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Heimili: 620 McDermot Avb. Telephone garry 321 Winnipeg, Man. Dr. O. BJ0RN80N Office: Cor, Sherbrooke & William Telephonei garry 32» Office-tímar: 2—3 og 7—8 e. h. Hbimili: 81 O Alverstone St TELEPHONEi garry T63 Winnipeg, Man. Vér leggjum sérstaka áherzlu & aC selja megöl cftir forskriptum lækna. Hin beztu me'Ööl, sem hægt ej- að fá, eru notuS eingöngu. pegar þér komiC með forskriptina til vor, megið þér vera viss um aC fá rétt það sem lækn- irinn tekur til. COLCLEUGH & CO. Xotre Dame Ave. og Sherbrooke St. Phone. Garry 26 90 og 2691. Giftingaleyfisbréf seld. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J ó'argent Ave. Telephone ó'herbr. 940. I 10-12 f. m. Office tfmar ■< 3-6 e. m. ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Teronto Street _ WINNIPEG TELEPHONE Sherbr. 432. Dr. R. M. Best Kvenna og bama læknir Skrifstofa: Union Bank, horni Sherbrooke og Sargent Tímar: 3—5 og 7—8. Heimili: 603 Sherbrooke Street Tals. Garry 4861 J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St Suite 313. Tals. main 5302. ^ Or, Raymond Brown, í SérfræCingur í augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. \ 326 Somerset Bldg. * Talsími 7262 já Cor. Donald & Portage Ave. 'Í Heima kl. io— 12 og 3—5 WwwiMirwwirwmiri A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST, selnr líkkistur og annast om útfarir. Allur útbún- aðnr sá bezti. Ennfrem- nr selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina Tals. Garrjr 2152 8. A. SIQURPSOW Tals. Sherbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & C0. BYCCIfiCAIV|E|1N og F/\STEICN/\SALAB Skrifstofa: Talsími M 4463 208 Carlton Blk. Winnipeg J. J. BILDFELL FASTEIOnASALI Room S20 Union Bank - TCL. 2685 ■ Selur hús og lóOir og annast alt þar aölútandi. Peningalán

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.