Lögberg - 25.09.1913, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.09.1913, Blaðsíða 7
LOGBERG, FIMTUDAGINN 25. September 1913. 7 Alþýðuvísur. Þessa vísu hefir kent oss herra J. G. Gillies, er segir hana kveðna í Blöndudalnum: Nú er áin Blanda blá bregður þráum vana, reiöar knáum rakka á ríða má vel hana. Þjessa sömuleiöis: Glymur ströng í gljúfrum þröng garp þaö öngvan hrellir, rymur löngum súran söng svífur að þöngulvelli. Piltur sagöi upp stúlku meö þessari visu: Margur bara maöur leynt mér þaö var að segja, því er eg farinn frá þér hreint funa marar eyja! Heiöraöi herra! Eg heföi ánægju af aö sjá eft- irfylgjandi visur í blaði yöar. Þessar vísur orkti Hjálmar Jóns- son frá Bólu: Nú er aö verða nóttin löng náðar skerðist hagur, sálar herðist sóttin ströng sýnum ferðast ótt um göng. Ó hvaö hugur allstaðar æöir um smugur vinda gegnum bugu glötunar grípur flug til eilífðar. Hver mun lýsa í myrkri mér meö góöfýsi dáða svartra, hýsi, sorga hér Satans dísir hreyfa sér. Enginn geimir aumingjans andsvör nein umtalin. sjást ei meinin sorga hans þó særist fleinum A............... Mál er að kveöja hættan heim hann mér geðjast ekki, eg mun veðja um sælli seim sinnið gleðja í skiftum þeim. Bylgjur granda byrðingi blíðheims andar segja fyrir handan liafið sé höfn og land í guðsríki. • Fley mitt gnýr við flúð og sker freisting býr í huga, kendu að stýra Kristur mér kólgan spýr og yfir fer. Síðasta morguninn sem Hjálmar lifði, er sagt, að hann hafi gengiö út og mælt fram þetta stef: Húmar undir hinsta kvöld horfi eg fram á veginn gapir við mér gröfin köld gref eg á minn vonarskjöld rúnir þær sem ráðast hinumegin. Hér eru einnig nokkrar lausar vísur eftir Bólu-Hjálmar, en því er ver aö eg hef aldrei lært þær allar og þætti mér þvi vænt um, ef ein- liver sem kann þær. vildi bæta þeim við sem vanta: Af mér legg eg iðju tól æfi styttir daginn, lifdaganna sígur sól senn í dauðans æginn. Ut í hafið eilifðar alda rennur straumur, tilfellin og tíðirnar týnast eins og draumur. Frumefnið af guði er geymt glatast ekki í moldu þó hrynji úr allra hjörtum gleymt heiti mitt á foldu. Einhverju sinni var Bólu-Hjálm- ar staddur á Auöúlfstööum í Iyangadal í Húnavatnssýslu og bjó þar þá séra Þorlákur Stefánsson, en prestur hafði ekki verið heima þegar Hjálma- bar að garði, en þegar sást til hnns koma kvað Hjálmar: Loftið gnúði gnýr órór gauts um brúðar maga moldar úða mökkur stór manni spúði á rauöum jór. Og þessa þegar prestur kom i lilaðið: Hingað ber aö hugljúfur hökla verinn Þþrlákur, fákur ber hann blóðrauður bólstra gerir jóreykur. Þá er séra Þorlákur flutti burt úr Langadal, þá orkti Hjálmfríður Bjarnadóttir, kona Benedikts Ól- afssonar frá Eiðsstöðum í Blöndu- dal i Húnavatnssýslu, þessa vísu: Nægar byrgðir angurs inn yggjar fangar valur. Frægan hirðir sálna sinn syrgir Langi dalur. Þ|essi vísa er einnig eftir Hjálm- friði: Engan bundin vil eg við verða lundinn sverða það mér stundum þanka frið þykir undur skerða. Björn Ólafsson, móðurbróðir Skafta Brynjólfssonar og þeirra bræðra, heyrði vísu Hjálmfríðar og segir: Mörg hefir borða mörkin greið maims er þorði vona svarað orði á sömu leið og síðar orðið kona. Eftirfylgjandi vísur orkti einn- ig Björn Ólafsson, til stúlku, er hafði brugðið heiti við hann: \ Þú ert laus á þmum gæðum þar til hljótt eg vitni sé, blóð þitt fraus í astar æðum alt eins fljótt og hitnaði. Sannleik ber mér segja, ef þekki svona met eg þína dygð, líkast til að lengi ekki lifað geti hjá þér trygð. Þ|egar Björn þessi flutti alfar- inn burt úr Skagafirði, orkti hann þetta stef: Nú fer eg burtu brosi þeir sem vilja og bráðum varla aftur kem eg hér, þó viður fáa vini þurfi skilja í vörmum tárum flýtur hvarma gler. En hafi eg sáð því haturs verða og slæma i hvers manns brjóst er velgjörð sýndi mér þá er það von að djarft þeir gjöri dæma en dýrri réttur geymíst þeim og mér. Eitt sinn'voru fjórir menn á ferð og voru allir hagmæltir; ekki hef eg heyrt getið um nöfn þeirra. Einn byrjaöi með þessari vísu: Hvað á að segja? Allir þegja núna. Á að deyja? Eða hvað? Orð fram teygja má um það. Þá segir annar; Ekkert segja, en að þegja; eymd hver beygja má sem kann. Frá löstum de)7ja, líf fram teygja list er að heyja striðstímann. Sá þriðji: Beitum gáfum veittum vel veginn þræðum dygða. Þreytum skeiðið, hrindir hel hurð, upp sælu bygða. Og sá fjórði: Núll var eg þá upp rann öld endað nú sem hefir. Andi verð við annarar kvöld og elementin fjögur. Hér ætla eg að setja vísur, sem tvisvar hafa komið i Lögbergi og i hvoru tveggja skiftin verið rangt frá sagt um uppruna þeirra. Fyrri vísan er orkt af Jóni Jónssyni í Stóradal i Húnavatnssýslu ogorkti Jón hana til Benedikts Benedikts- sonar, sem vann þá við afhending í búð á Skagaströnd: Varaðu þig og vertu ei hvinn því voðaleg er kram búðin. Axlar-Björn var afi þann elskulegi Bensi minn. En Benedikt svaraði: Finn eg þú ert frændrækinn fyrst mér leggur heilræðin. Móður faðir það var þinn þú sem nefndir afa minn. Svo sendi eg ekki fleiri vísur að sinni. Húnvesk kom. Því andmælti dr. Jón Þorkelsson, hinn kvæðafróði maður, og kvað séra Jón Hjaltalin hafa gert erind- ið, þá hann var prestur í Hvammi í Norðurárdal. Nú segir herra Sv. Simonarson hina þriðju sögu, og þykir ekki ólíklegt, að hann fari réttast með. — Ritstj. Svo set eg formanna vxsur, um menn, sem aldrei komu á sjó, eftir Gísla Konráðsson sagnfræðing fspaugvísurj : Þjessi vagar viður dag verki hagar súða ekki lagar eykur slag Ólafur Skaga brúða. Þrátt án tafar ókyrð af oft þó skafi 9jóinn, síákafur sést í haf Selness Davíð róinn. Fjærri sút með fullan kút færishnúta viður, stýrir skútu á æginn út ær Jón hrúta smiður. Hreggviður hét maður skáld- mæltur, átti heinxa á Skagaströnd Fyrir miðja 19. öld, mun hann dáið hafa. Þessa sléttubandavisu kvað hann: Alda rjúka gerði grá gölners freyju spanga kalda búka fluttu frá frændur eyju Dranga. Gisli Konráðsson kvað í ljóða- bréfi þessa eftirfarandi vísu eftir hann: Ljóða srniður fundinn frí fátækt viður sína, nú Hreggviður einn er í orpinn kvið Fjörgínar. Háttvirti ritstjóri! Eg vona að þú ljáir þessurn lín- um rúm á alþýðuvisna síðu blaðs þíns. Tvent hefir færst úr skorðum i því sem eg sendi þér siðast; fyrst þetta: í hugsunarhætti vorra breisku meðbræðra; fyrir; i hug- sjóna heimi o. s. frv. Og í þessari vísu J. Gottskálkssonar: Margt er ' fár í heimi hé r, hartnær fárast geðsmunir, fyrir; hartnær tárast geðsmunir. Nálægt árið 1817. var það eitt sinn við messu í Hofi á Skaga- strönd að einn bekkur í kirkjunni brotnaði, sem konur sátu á. Gísli nokkur sem var skáldmæltur og kátur orkti vers um Jxetta tækifæri er hljóðar svona: Þégar Halldóra bekkinn braut bomsa náði í henni, gyðjan ofan á gólfið hraut glögt eg þann atburð kenni. Salvör í Króki sat þar hjá sú var bereygð i framan, Halldóra liturn bústin brá bískældist hún öll saman. Þþð þótti þegnum gaman. Húsfreyja Halldóra bað prest sinn eftir messu að borga þessum káta náunga fyrir kvefsnis versið fyrir sig fekki veit eg hvað sá prestur hétj. Prestur skáldaði þetta vers; % Þegar Gísli guðs boðorð braut um blessaðar messu stundir honum i eyra skollinn skaut að skálda prédikun undir. í instu fvlgsnum andar hans andar sjö sátu saman skömm og foragtan skaparans skældu hans sál í framan. Fjandanum fanst þa'ð gaman. Aths. Erindi þessi, eða öllu heldur það fyrra, vildi Páll gamli Melsteð eigna meistara Jóni Vída- lin, er verið hafði prestur í Görð- um á Álftanesi þá hann gerði það. Faðir Gísla Konráðssonar orkti eftirfarandi eftirmæli eftir stúlku: Margrét hér hét Jónsdóttir eg get rikismanni mörgum skild það fór eftir minni vild Skín hún skært eg segi skín svo minkar trégi skín á skoðunardegi skin hvert vill eða- eigi. Vilji hún ekki skína skal hún heita gina, Þá tek eg aftur minninguna mina. Prestur nokkur hafði kveðið eft- irfarandi visu, þegar hann heyrði versið: Konráð söng um kirtla spöng kvæði röng án trega, varð '\ þröngunx Fjölners föng fór því böngulega. Gisli kvað, þegar haiin heyrði þessa: Böngulega svarar svín segðu rök til slinni, ekki verður þarna þin þröngin kvæða minni. Eftirfarandi vers Ttvað eg eftir að Heimskringla dó, rétt áður en B. L. Baklwinsson endurlífgaði hana: Nú er Heimskringla druslan dauð disin þvi menta hlær, sár fátæk var af ancans auð almennings hylli fjær; vantrúar frækorn börnurn bauð blóm hvar af aldrei grær lastorð um presta saman sauð sannprófuð fjær og nær. — Og eftir að eg las ritgerð í Lög- bergi um nýju guðfræðina, o. fl., sem tekin . var úr blaðinu Ingólfi með G. Sv. neðanundir. datt mér eftirfarandi stef i hug: Ingólfur flutti góða grein guðfræði nýrri lýsti, þeirra fylgjenda magnast mein munar að kaunum þrýsti. Heyrðu menn bæði hróp og vein hennar i fuglum tísti, G. Sv. þeytti íterkum stein stélin og höfuð misti. ! Jæja heiðraði ritstjóri, þetta er | nú alt, sem eg segi núna. Hensel 13. Sept. 1913. Virðingartylst Sv. Símonarson. i Miðdölum upp komnar eymd og kvölum strjálaðar. I fimtu vetrar viku letra má það, fárlegt slagið fjalls úr brún féll á bæinn Hliðartún. Bæði hjón með börnum sínum þremur, sárum börð af sútarbýl sundur mörðust dauða til. Nætur gestur nam þar hrestur vera, sama tjónið hann því hlaut heljar gróna þræddi braut. Þ'.eirra dóttir, það mér dróttir segja, ein við neyð og andstreymi eftir þreyði lifandi. Frá Heggstöðum fram i tföðum sjávar, beið þar hreina bana von bóndinn Einar Guðmundsson. Fréttir ekki fleiri þekki’ eg núna sem frá kann að segja þér, sunnu hranna ungur ver. Einhverju sinni var Jón Ólafs- son frá Einifelli að leggja inn ull. líklega annaðhvort við Brákarpoll eða við Seleyri og þótti kaupmanni ullin ekki nógu þurr og tók yfir- vigt, en of mikla, að J. Ó. þótti og kvað Jón þá eftirfarandi erindi og var sagt að kaupmaður hætti við við taka yfirvigt hjá Jóni í það skifti: Gæzku faktor með gráa hattinn gæt þú að mínum kvæðaróm, ef ske rná að þig eignist skrattinn alfaðir þegar heldur dóm; æi, láttu þig ekki sjá, í ullinni stolnu fel þig þá. Eftirfarandi vísu hefi eg heyrt að J. Ó. hafi kveðið. eftir að hafa í fyrsta skifti hitt Steindór Jóns- son Sighvatssonar. en þá var titt að menn vofu í víðum úlpum hversdagslega og voru þær í dag- legu tali ýmist kallaðar mussur eða burur: Mann eg einn á mussu sá, mina sver viö æru, ' eflaust hylur úlfinn sá undir sauðar gæru. Visan sú arna: Skakkir staula í skinnhöld enn, o. s. frv., er áður hefir birst í Lögbergi, er áreiðan- lega eftir J. Ó. frá Einifelli, en sá sem að vísunni svaraði hélt að J. Ó. væri norðlendingur. Eftirfar- andi giftingar visur eru i rímum að mig minnir; Gott það er að giftast vel, gæfu hér eg svoddan tel, yndi lér urn þanka þel ]>ó að beri mæðu él. Betra að giftast aldrei er, enn að sviftast rósemd hér, finst það skifta miklu mér, rneiri tiftan engin er. J^ARKET JJOTEL Viö sölutorgiö og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Coast Lumber Yards Ltd. 185 Lombard St. Tals. M. 765 Sérstakir Talsímar fyrir hvert yard. LUMBER YARDS: 1. St. Boniface . . M. 765 eftir sex og á helgidögum 2. McPhilip St. . . M. 766 3. St. James . . . M. 767 Aðalskrifstofa . . . M 768 Fluttur! Vegna þess að verkstæö- iö sem eg hef haft aö undanförnu er oröiö mér ónóg, hef eg oröiö aö fá mér stærra og betra pláss sem er rétt fyrir noröan William, á Sherbrooke. Þetta vil eg biðja viö- skiftamenn mína að at- huga. G.L.STEPHENSON *• The Plunber” Talsími Garry 2154 885 Sherbrook St., W’peg. ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip VETRAR-FERDIR Frá St. John og Halifax Frá Portland til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A FYKSTA FARHÝMI...$80.00 og upp A ÖÐRU FARRÝMI........$47.50 A pRIÐJA FARRÝMI......$31.25 Fargjald frá Islandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri..... $56.1® “ S til 12 ára.......... 28.05 “ 2 til 5 ára........... 18,95 “ 1 til 2 ára........... 13-55 “ börn á 1. ári.......... 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðirnar, far bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor H. S. BARDAL horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annast um far- gjalda sendingar til Islands fyrir þá sem til hans leita. W. R. ALLAN 364 Main St., Wtnnipeg. Aðaluniboðsmaður Testanlands. LU MBER 8 A S n , DOORS, nOIJLDING, C E MC N T oq n A RDW ALL PLA8TER Alt sem til bygginga útheimtist. » National Supply Co. Horni MePhiIips og Notre Dame Ave. Talsimar: Garry 3556 “ 3558 WINNIPEG Mörgurn kemur vel að fá al- þýðuvísur i Lögbergi til að raula. Eg sendi því hérrneð lítið eitt, enda er nú annríkis timi. Vísu þá hina vel kveðnu, er hér fer á eftir, lærði eg þegar eg var um fermingu eða máske yngri og heyrði eg þá sagt að hún væri eftir Björn Jónsson, tengdason Stefáns heitins í Kalmanstungu. Sé það rétt, vil eg biðja herra J3. J. af sökunar á að eg birti hana i heim ildarleysi: Fálkann lengi fékkst lxann við flugs í hengi klettum, hefir enginn fugla frið fyrir dreng all léttum. Eftirfarandi visur eru úr ljóða bréfi. kveðnu af Jórunni Bjarna dóttur: Fréttir eru firðum hér til ama, Eftirfarandi Blésa visur hefi eg heyrt að séu kveðnar af Jóni Eyj- ólfssyni fSveinatungu EyjólfsJ. Það var áliti'ð að Blési þessi, sem átt er við í visunum, væri Sigurð- ur er bjó á Haugum, hann var sköllóttur og þótti að mun við- mótsþýðari við höfðingja, heldur en alþýðufólk: Garnli Blési geðstirður gengur nú á fjalli, hann var löngum harðmyntur hina beit af stalli. Þjessi taunxa traustur rnár tamur ferða vési, þótti mörgum karskur klár, kallaður Hauga-Blesi. Þó hann dvtti i þykkan skit þá var hann upp úr dreginn, ýgldist krúnan á honuni hvít ef að hann var sleginn. Kaupmanna hann kætti lið, kosti með ótrega, baldinn smærci bændur við, brokkaði hranalega. \ Ef sér kynni aö bregða á brokk, búðar drotna lýður, hýrist klársins hófatak honurn einhver ríður. I Býst eg við að karskur klár korni í haust til skila og hann verði fóta frár þó farinn sé að bila. Lifi Blesi lengi og vel senx lómur frjáls á heiði, hanxingjan nxeð hógvært þel hendur yfir hann breiði. K Svo var sagt að einhverju sinni spurði S. J. hvernig stæði á þessu Hauga-Blesa nafni, og hafi þá J. svarað með1 vísu þessari: Vilji einhver vita hvað veldur klársins nafni, hann var sækinn ætíð að að eta úr mykju safni. M. í. kefli og farartálnxi", segja ungu mennirnir tíðum. "Þjegar þeir eru komnir á sjötugsaldur, ættu þeir allir að vera sestir í lielgan stein.” Reynslatr kennir þó tíðum ann- að. Margur á enn eftir sitt bezta og atorkumesta á gamalsaldri. Það má henda nöfnin tugurn saman. Þ|eir voru konxnir yfir sjötugt, Thiers og Gladstone, er þeir dug- uðu báðir bezt. Galilei og Hum- boldt eru dæmi úr flokki náttúru- fræðinganna. Skáldið Goethe og Kant heimspekingur. Sögumenn irnir Mommsen og Ranke. Tón- skáldin Hándel, Verdi og Richard Wagner. Listamenmrnir Titian. Murillo og Michelangelo. En sálin verður að haldast ung. The Birds Hill s,í“k Búa til múrstein til prýði utan á hús. Litaður eftir því sem hver vill hafa. Skrifstofa og verksmiðja á horni Arlington og Elgin WINNIPEG, - - . MANITOBA D. D. Wood, Manager Fón Garry 424 og 3842 Hver múrsteinn pressaður Smælki úr Kirkjublaðinu. Ung sál undir silfurhœrum. “Gömlu mennirnir verða fóta- Blað nxeð þessu á hefir legið mörg ár ónotað í handritaskrínu N. Kbl. Þurfti að gripa í fornt nxxna, er þurkurinn virtist loks konxa undir Höfuðdaginn, og þetta þýðingarbrot. einhversstaðar að, varð í huganum að nnnningarorði yfir þjóðskáldinu okkar er fékk svo léttan dauðdaga í hárri. kram- arlausri elli. Unt skólapcreatið. Sigfurður L. Jónasson, er varð forseti Bókmentafélagsins eftir Jón Sigurðsson, og er nxörgum hinum eldri Hafnarmönnum að góðu kunnur. sagði nxér einu sinni frá “pereatinu” gegn Sveinbirni rektor Egilssyni og reit eg saxnstundis i minnisbók. Sigurður var i skóla pereatsárið. „ Átta skólasveinar lxöfðu rofið bindindið eða aldrei gengið í það. Einn þeirra var Stefán. son Helga biskups Thordersens. Helgi vildi hafa son sinn í bindindisfélaginu og lét það í ljós við Sveinbjörn rektor. Sveinbjörn skipar bindind- ismönnum á fund — hann var for- seti — að taka þessa átta í félagið. nauðuga viljuga. en bindindismenn neita. Þá býr Sveinbjörn til ný lög i tveim greinum og skyldi brot varða burtrekstri. les hann þetta yfir piltunum við morgunbænir og skammar þá og segir, að allir skóla- sveinar séu undir þessum lögum. Hann spyr þá svo hvort þeir vilji eigi hlýða þessu og byrjar að neð- an. en nálega allir neita. Svein- björn sagði þá samt vera i félag- inu. Síðan þustu piltar niður á Tjörn. og þar var pereatið sam- |xykt í einu hljóði. Allmargir voru á þvi að gefa Jens Sigurðssyni lika pereat. en það var barið niður. Sveinhjörn konx út í dyrnar. er hópurinn kom og lxélt ab piltar vildu biðja sig forláts. Piltar hróp- uðu pereatið við flestar dyr í bæn- um. þeir höðu heyrt að það væri þýzkur stúdentasiður. — Þetta. að fens kennara. siðan Ucí* wí heyi't. Segir kunnugur maður mér eg tæki ... holtið í vor, hafa ...- það satt \era. Hafi plltar álitið menn gert ag skyldu sinni að fæla J. S. helzta styrktarmann Sv. Eg. 1 • f - fi taka* hað ov se<TÍa aK í þessu máli. Var J. S. þá nýkom- 1 g * Þ g gJ ® inn að skólanum. en snenxma látið 'Það se drau§Vr Þar 1 kofunum, svo til sin taka. j að eg er orðinn hálf ringlaður út Ahcitsbrcf scnt biskup Pétri. ' af öllu saman og konan ekki síður; Nað sé með yöur og friður. hátt- Dg þótti mér það illa gert af þér, virti lierra biskup. Eg dirfist í minni fáfræði, en þó af hjarta ástundandi einfalt og barnslegt hugarfar. að senda til yðar hátignar bréf þetta og fé það, er það inniheldur, 2 krónur, sem er áheitsgóss frá nxér til Stranda- kirkju, því eg lxefi heirt, að þér veittuð slíkum gjöfurn náðarsam- lega móttöku. Hérnæst hið eg góð- an guð að styi'kja nxig í trúnaðar- traustinu á krafti áheitsins, þvi eg treysti því óhuglandi, að hann blessi yður'til að koma fyrnefndu fé vel til vegar. Séuö friði hér, en síðar meir i hans eilifu sælu. ónefndur úr Séra Magnús Helgason stakk þessu að N. Kbl. til gamans. Hann var einhverntíma í bili á skrifstofu Péturs biskups og hripaði bréfið nxeð blýant í vasabók sina. I Draugatrúin. er síður en ekki aldauða. Hér fer á eftir bréf ritað af manni sunn- anlands rétt urn aldamótin. Engu orði er breytt. Höfundur bréfsins ritar í fullri alvöru og einlægni, en gletni hefir það verlð i þeim, sem voru að hræða hann. Getur og verið að einhver hafi haft gagn af því, að jörðin væri áfram í eyði. Bréfið hljóðar svo, að sleptri yf- í-ektor. hafi líka af sumum verið s irskrift og undir: ætlað “pereat”. hefi eg eigi áður “Út af umtali okkar í vetur, að- að leyna mig þeim vonda galla, hafir þú vitað það; og í öðru lagi þykir mér það skammarlegt af . . .mönnurn, að vera að ljúga þvi að óþektum rnanni, ef þa'ð væri lýgi Nú læt eg þig vita að eg af- sala mér jörðinni beinlínis fyrir þennan galla, því að við höf-um hvorugt nokkurt þrek til að fara þangað, ef það skyldi vera satt. Nú er eg húsviltur fyrir bragJSið, og sé ekki annað sýnna, en eg megi láta hreppstjórann ráðstafa mér, xér í guðs fyrst nxér var ekki sagður þessi galli í fyrstunni.” Sá sem bréfið hafði í höndum og stakk að N. Kbl. þekkir ritar- ann, og segir rann vera talinn með- almann að vitsmunum, að minsta kosti engan fáráðling. Pccddir, fermdir, giftir, dánir 1912. Fæddir sveinar 1203, meyjar 1107, samtals 2310. Af þeirri andvana fædd 76. Óskilgetin sákn. tölu börn 288. — Fermdir 889 sveinar og 931 meyja, samtals 1820, — Hjónabönd 497. — Dánir alls 1246, 639 karlnxenn 607 kvenmenn. Voveiflega hafa dáið 115, af þeim 5. konur. Druknað hafa 96, af þeim 2 konur. Úti urðu 5 karl- menn. Fjórar konur andast milli 95 100 ára. Ein þriburafæðing. Fermdir unglingar í utanþjóð- kirkjusöfnuðum eru ekki i tölunni.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.