Lögberg - 09.10.1913, Page 6

Lögberg - 09.10.1913, Page 6
0 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9 Október 1913. Fátæki ráðsmaðurinn. Saga eftir OCTAVE FEULLET. Nærri því á hverjum einasta morgni þegar gott er veður, ríöur hún fyrir gluggann minn og heilsar mér meö alvörusvip; í því aö hún beygir höfuöiö, blaktir langa, svarta fjöörin í flókahattinum hennar fyrir vindi, og svo ríður, hún burtu fót fyrir fót niður skuggasælan stíginn á bak við rústir gömlu hallarinnar. Venjulega kemur Alain gamli riðandi kippkom á eftir henni, en situndum er aftur enginn meö henni nema Merwyn, stóri hundurinn hennar, tryggi, er labbar eins og séöur björn við hlið sinnar fögm hús- móður. Svona fer hún um alla landareignina og gerir mikiö gott. Hún gæti vel komist af án beggja vernd- aranna, sem fyr voru taldir, því aö ekki er eitt ein- asta heimili á sex mílna svæði umhverfis höllina,. þar sem hún ekki er heiðruð og virt svo sem góðgerðadis. Bændumir kalla hana að eins “ungfrúna”, þegar þeir minnast á hana, og þeir lita svo á, sem hún sé ein þeirra prinzessa, sem þeir hafa lesið um í æfin- týra sögum, og finst þeim aö hún sé gædd fegurð þeirra, valdi og töfrum. , Eg er alt af aö leiitast viö aö komast að því, hvemig standi á því dimma skýi, sem grúfir yfir svip hennar, og því yfirlæti og sérgæði, sem skín úr augnaráði hennar, eöa því bitra og sára háði, sem felst í orðum hennar. Eg er altaf um það að hugsa, hvort það sé hennar sanna eðli, sem birtist þar, eða hvort þetta er afleiðing af einhverjum duldum harmi, ellegar það sé samvizkubit, iðrun eða ást, sem hrelli hjarta hinnar göfugu konu. Þó að manni sé óskylt málið, kemur þó forvitni ávalt til sögunnar, þegar, um jafn-mikilhæfa mann- eskju er að ræða, eins og ungfrú Margrét er. Þegar Alain gamli færöi mér matinn inn í gær — við erum orðnir mestu mátar — þá sagði eg við hann: — Hafiö þér verið úti í góða veðrinu i dag, Alain ? — Já, eg reið með ungfrúnni kippkorn í morgun, herra minn. — Einmitt það. — J>ér hljótið að hafa séö okkur riða hér fram hjá! — Var það í morgun? Já, eg sé yður stundum riða fram hjá, Alain. Þér sitjiö fallega á hesti! — Þér eruð einstaklega alúðlegur! Nei, eg á ekki það hrós skilið, en ungfrúin situr ágætlega vel á hesti. — Hún er mjög frið sínum. — Hún er hverri konu fríðari, og hugarfarið er útlitinu samboöið, alveg eins og hjá móöur hennar, Eg skal nú segja yður sögu. Eins og þér vitið, þá átti síðasti greifinn af de Castennec-ættinni þessar eignir, og mér veittist sú sæmd að vera i þjónustu hans. Þegar Laroque-ættin keypti höllina, þá verð eg að'játa að mér þótti það stórum miður, og eg gat ekki ráðið við mig, hvort eg ætti að fara eöa vera. Eg hafði verið alinn upp til að bera sérstaka virðingu fyrir aðli, og mikiö þurfti eg á móti mér að láta, til að geta felt mig við aö ganga í þjónustu fólks, sem ekki var af aðalsættum. Þér hafið liklega oröið þess varir, að mér er það alveg einstakleg ánægja að gera viðvik fyrir yður, og er það vegna þess, að það er einhver aðalsmannabragur á yður. Eruö þér nú vissir um, aö ekki renni aðalsblóð í æöum yðar? — Já, eg er hræddur um að því sé ekki að heilsa, Alain. — En þar fyrir utan hefi eg orðið þess áskynja, sagði Alain og hneigði sig kurteislega, að sálargöfgi er engu minna viröi heldur en ættgöfgi, svo sem eins og ættgöfgi greifans af Castennecs, því að hann var vanur þvi aö berja á þjónum sínum. Samt sem áður er það leitt, aö ungfrú Margrét skuli ekki eignast aðalsmann, því aö þá væri hún óaðfinnanleg. — Eg hélt að það væri undir sjálfri henni komlö. — Já, ef þér bendið til þess að hún ætti að gift- ast de Bévallan. Hann hefir beöið hennar fyrir ári siöan, og frúin, móöir hennar, virðist ekkert hafa á .ynóti ráðahagnum; herra de Bévallan er líka einhver rikasti maður, hér nærlendis, fyrir utan Laroques- .fólkiö, en ungfrúin hefir ekki enn viljaö afráða neitt. — En ef henni þykir vænt um de Bévallan, og ekkert er því til fyrirstööu aö hún giftist honum, því er hún þá alt af svo alvarleg og þungbúin? — Eg veit ekki hvernig á því stendur, en mikil breyting hefir oröið á ungfrúnni síöustu tvö eða þrjú árin. Hér fyrrum var hún glöö og kát eins og lævirki; en nú er hún svo alvörugefin, að maður mundi ætla, að hún byggi yfir einhverju miklu hrygðarefni, en bágt á eg me'ð að trúa þvi, að hún sé mjög ástfangin af þessum de Bévallan. — Þér sýnist ekki hafa neitt góðan bifur á de Bévallan, Alain minn góöur. Hann er þó af góðum ættum...... ■— En alt um það, er hann þó skítmenni, sem hugsar ekki um annaö en elta ungar stúlkur í sveit- inni, og ef ráðsmaðurinn hefir haft augun hjá sér, þá hlýtur hann að hafa orðið þess var, að hann kem- ur sér vel að því að hafa soldána-siði hér á.heimilinu, um sama leyti, sem hann er að biðla til ungfrú Margrétar. • N ú varð löng þögn ,en loks sagði Alain alt í einu: — Það er leiðinlegt, að þér skulið ekki hafa að minsta kosti hundrað þúsund franka árstekjur. — Og þvi þá það? — Af því ... svaraði Alain og hristi höfuðið hugsandi. VIII. 25. Júlí. Siðastliðinn mánuð hefi eg eignast eina vinkonu, en jafnframt tvo óvini, eftir því sem eg kemst næst. Óvinirnir eru ungfrú Margrét og ungfrú Helouin, en vinkonan er gömul hefðarkona áttatíu og fjögra ára gömul, Eg er hræddur um að tap og ágóði standist ekki á. Eg ætla fyrst að tala um ungfrú Helouin. Hún er afar-óþakklát manneskja. Það sem hún er gröm við mig yfir, er þess efnis, að hún ætti heldur að virða mig fyrir það; en hún virðist vera ein þeirra kvenna, sem því miður er alt of mikið til af í veröldinni, og ekki hirða um álit annara manna. Fyrst eftir að eg kom í höllina, höfðu hin svip- líku kjör min, ráðsmannsins og hennar kenslukonunn- ar, og yfir höfuð okkar tilkomulitli verkahringur orð- ið til þess, að við ungfrú Helouin urðum býsna mál- kunnug. Eg hefi ávalt reynt, að‘ sýna slíkum veslings stúlkum þá virðing, sem hið vanþakkaða starf þeirra og erfiða og óvissa staða á heimting á. En þar fyrir utan var ungfrú Helouin lagleg, og góðum hæfileikum búin, en hún rýrir gildi hæfileika sinna með hvatvisi sinni og léttúð. Hún er ástleitin dálitið og öfgagjörn, eins og jæss konar kvenfólki er títt, en mér þótti hún eigi að siður svo skemtileg, að mér féll það hægt að sýna henni kurteisi á karlmanns visu þegar tækifæri bauðst. Hálft í hvoru fanst mér það skylda min að gera slikt, einkum eftir að eg hafði orðið þess var, óftar en einu sinni, að grimmilegt ljón, sviplikt Franz fyrsta var á vakki umhverfis ungu stúlkuna, og lét svo að ekki var hægt að villast á, hvað tilætlunin var. Þessari ósvifni de Bévallans, sem menn gátu ekki nógsamlega dáðst að, fylgdi svo mikil kænska og dirfska og yfirskynsvináttu-j>el, að hrekkjalausar auð- trúa manneskjur hlutu auðveldlega að láta blekkj- ast af. Hvorki frú Laroque eða dóttir hennar þekkja neitt til slíks niðangaháttar, og standa svo fjarri öllu, sem er andstyggilegt og ljótt, að þær mundi aldrei gruna hið minsta í þessa átt. Eg sárreiddist aftur á rnóti jæssum óseðjanlega ástagarpi, og hafði unun af því að koma í bága við ráðagerðir hans; oftar en einu sinni dró eg athygli hennar frá honum, og leitaðist við að kæfa þá sáru tilfinning einstæðingsskapar og litilsvirðingar í brjósti ungfrú Helouin, sem skapar helzt til móttækilegan akur J>ess kyns huggun, sem de Bévallan ætl- að sér að láta í té. En skyldi eg einhvern tima í þessari óvarkáru baráttu við freistarann hafa farið út fyrir þau tak- mörk, sem hæfilegt var, er eg var að leitast við að halda hlífiskildi yfir hinni ungu stúlku? Eg imynda mér ekki, að orð þau, sem okkur ungfrú Helouin fóru á milli, þó samtalið væri stutt, sannfærðu mig um, að eg hafði hegðað mér öldungis rétt gagnvart henni. Tildrögin voru þessi: Kveld eitt í vikunni sem leið, vorum við á gangi úti í garðinum. Eg hafði áður um daginn fengið færi á að sýna ungfrú Helouin hugulsemi, og þegar vi'ö um kveldið gengum hvort við annars hlið um trjá- gangana i garðinum, lagði hún alt í einu hönd sina ofur-laust á handlegg minn, og sagði ósköp lágt, um leið og hún nartaði í gulleplablóm; — En hvað þér eruð góður, maður, herra Maxime. — Eg leitast við að vera það, ungirú góð. — Þér eruð einlægur vinur. — Já, eg er það nú kannske. — En hvers konar vinur? t — Þér sögð'Uð áðan: einlægur vinur. — Vinur . . . sem þykir vænt um mig? — Já, vitaskuld. — Mikið? — Já, getið þér verið í vafa um það? — Elskið þér mig? —1 Nei, ungfrú! Eg hafði ekki fyr sagt þetta nei, sem eg lagði viljandi áherzlu á, um leið og eg horfði fast á hana, en hún fleygði frá sér gulleplablómínu og slepti handleggnum á mér. Alt frá þessari örlagastund sýnir hún mér ósegj- anlega fyrirlitning, og eg mundi vafalaust hafa haft tilhneiging til að imynda mér, að vinátta milli kynj- anna tveggja væri fögur ímyndun, ef eg ekki daginn eftir hefði komist alveg á gagnstæða skoðun. Eg hafði farið til hallarinnar í því skyni að dvelja þar urn kveldið. Tvær eða þrjár fjölskyldur, sem dvalið höfðu hjá Laroques fólki'nu um hálfsmán- aðartima, höfðu farið burtu fyrri hluta dagsins, svo eg hitti í höllinni að eins hina venjulegu gesti: sókn- arprestinn. skattheimtumanninn, Desmaret lækni, Saint-Cast herforingja og frú hans, er eiga heima í nágranna-J>orpinu eins og hann. Herforingja-frúin hafði flutt með sér töluverðan auð í búið, og var hún komin í hugnæma samræðu við frú Aubry. Þessar tvær hefðarkonur voru að öllum jafnaði einstaklega vel sammála og rómuðu á vixl af mikilli andagift þau ómetanlegu gæði, sem au'ðle£ðinni fylgdu, og orðalagið var jafnkurteislegt, sem það var háleitt á að hlýða. — Já, þér hafið rétt að mæla, herforingja-frú, J>að eina sem nokkurt gildi hefir hér á jörðu er auð- ur, sagði frú Aubry. Meðan eg var rík fyrirleit eg af öllu hjarta þá sem ekki voru ríkir; þessvegna finst mér það svo sem sjálfsagt að menn fyrirliti rnig nú, og mér dettur ekki í hug, að vera að kvarta yfir því! — Engum lifandi manni kemur til hugar að litils- virða yður fyrir það, frú Aubry, það inegið }>ér alls eigi láta yður koma til hugar, sagði frú Saint-Cast; en eigi að síður gerir það mikinn mun, hvort ífiaður er ríkur eða fátækur. Um það getur herforinginn bezt borið, því að hann átti ekki eyris-virði þegar eg gift- ist. Hann átti ekkert nema sverðið sítt, og sverð er alls ekki sá hlutur, sem að mikilli velmegun getur stutt á heimili; fynst yður það ekki rétt, frú mín góð? — Jú, það er heilagur sannleikur! svaraði frú Aubry svo hrifin af þessari skarpviturlegu yfirlýs- ingu. í skáldsögum er ósköpin öll látið af metorð- um og mannvirðing, en mér þykir þægilegur fjaðra- vagn meira virði, eruð J>ér ekki á sömu skoðun her- foringja-frú? — Jú, bókstaflega á sömu skoðun. Og þetta sagði eg lika við manninn minn, þegar við vorum á leiðinni hingað í morgun; manstu ekki eftir því, herforingi ? — Hm, hreytti herfor-inginn út úr sér, þar sem hann sat út í horni og spilaði piquet við> gamla kafteininn. — Þú áttir ekki nokkurn skapaðan hlut þegar eg giftist þér, herforingi, hélt frú Saint-Cast áfram; eg imynda mér að þú farir varla að neita J>vi. — Þú þarft ekki að vera að klifa oftar á því; eg held að við höfum heyrt það. — Það er engin sönnun þess, að það sé ekki rétt, sem eg sagði I Ef eg hefði ekki gifst þér, herforingi, þá hefðirðu víst verið neyddur til að fara alt gang- andi, en það heföi orðið þér alt annað en þægilegt, með öll þau sár, sem þú hafðir fehgið i styrjöldinni. .... Ekki hefðum við getað haft vagn undir hönd- um ef við hefðum ekki haft annað en styrktareyri þinn, milli sex og sjö þúsund franka........Á þetta var eg einmitt að benda honum í morgun J>egar við mintumst á nýja vagninn okkar, sem er svo léttur, að hann flýgur eftir þjóðveginum. En sá var nú heldur ekki gefinn .... kostaði fjögur þúsund í beinhörðum peningum. — Þessu trúi eg vel herforingja-frú! Bezti vagninn minn kostaði fimm þúsund, að meðtöldum tigrisdýrsfeldinum, en hann einn kostaði fimm hundr- uð franka. 1 — Já, eg varð nú að horfa dálítið í skildinginn í }>etta skifti, svaraði frú SaintCast, því að eg var nýbúin að leggja til ný húsgögn í dagstofuna mína, og ábreiður, gluggatjöld og veggjapappir sem að eins kostuðu mig fimtán þúsund franka. Yður kann kannske að sýnast þetta f.ull mikið, þar sem maður á heima svona í sveitaþorpi að eins, og væri slikt ekki sagt alveg út i hött; en svo veitist sú hugsvölun aftur á móti, að allir bæjarbúar skríða í duftinu fyrir manni, og það hlýtur öllum að þykja mikils virði, haldið þér það ekki líka, frú mín góð? — Vist er þetta dagsatt, sem þér segið, herfor- ingjafrú, svaraði frú Aubry; menn eru ávalt metnir eftir auðlegðinni. Nú hefi eg ekki annað að hugga mig við en það, að ef eg væri alt í einu orðin eins rík og eg var fyrrum, þá mundu allir, sem nú líta til min með litilsvirðing, sækjast eftir hylli minni. — En hamingjan veit að eg rnundi ekki gera það! hrópaði Desmaret læknir og spratt upp af stólnum. Þó að þér fengjuð hundrað miljónir í árstekjur, dytti mér alls ekki í hug að fara aö smjaðra fyrir yður. Eg legg þar við drengskap minn! Og nú verð eg að fara út til að anda að mér hreinu lofti, þvi að f j... sjálfur mætti sitja hér inni lengur í minn stað! Að svo mæltu gekk læknirinn skyndilega út úr stofunni: Eg fór á eftir honum og horfði þakkar- augum til hans þar sem hann fór; það var eins og létt heföi verið af mér þungum steini, er eg heyrði hversu þessar tvær gortara-hitir fengu á baukinn. Þó að læknirinn að öllum jafnaði væri orðhvatu.r þarna i höllinni, þá hafði hann nú komist svo djarf- lega að orði að flestum tilheyrendumi þótti nóg um, og ónotaþögn gerðist. Frú Laroque rauf hana með því að spyrja dóttur sína, hvort klukkan væri ekki orðin átta. — Ekki enn þá, mamma, svaraði ungfrú Margrét, þvi að ungfrú Porhoét er enn ókomin. Rétt á eftir fór klukkan i stofunni að slá, og samstundis var lokið upp hurðinni ogungfrú Jocelynde de Porhoét-Caél kom inn, og leiddi Desmaret læknir hana. Ungfrú de Porhoét-Gaél, er nú nýlega orðin 84 ára; hún er áþekkust langri humal-stoð’, sem silki hef- ir verið fært upp á; hún er síðasta grein mjög göf- ugrar aðalsættar, og er sagt að forfeður hennar séu komnir af sjálfum konungum Bretlands á si%u- öldinni. Þó er fyrst um ætt þessa getið á 12. öld, og fyrsti maður í ætt þessari, sem menn hafa nafngreind- an í fomum sögum var Juthaél, sonur Conan le Tort, er kominn var af yngstu bretönsku ættinni. I mörgum aðalsættum Frakka er Porhoéta-blóð. svo sem í ættunum, Rohan, Lusigan og Penthieve, og þessir stórlátu aðalsmenn hafa allir verið upp með sér af þvi, að vera komnir af Porhoétunum. Eg man eftir þvi, að þegar eg einu sinni fyr meir var að kynna mér ættartölu mina, drukkinn af æsku-hroka, þá rakst eg á þetta einkennilega nafn Porhoét; og man eg þá eftir að faðir minn, bar mikið lof á þessa ætt, en, hann var manna bezt að sér í ættfræði aðalsmanna. Ungfrú Porhoét-Gaél, sem er síðasti frjóangi ættarinnar, hefir aldrei viljað gifta sig, til þess að hið hljómfagra nafn Porhoét-Gaél skuli sem lengst varðveitast í abli Frakklands. Einu sinni þegar verið var að tala um ætt bour- bonsku konunganna, svo að hún heyrði, sagði hún um leið og hún fiðraði við ljósu hárkolluna með band- prjóni sínum: — Ójá, Bourbonarnir eru af göfgum ættum — en þó eru til göfgari ættir en þeirra, bætti hún við blátt áfram. Það er varla annað hægt, en að beygja sig með lotningu fyrir Jæssari öldruðu, ættgöfgu konu, er ber elli og óhamingju sína með þeim virðuleik, sem er eins dæmi. Siðastliðin fimtán ár hefir hún átt i málaferlum erlendis; þau málaferli hafa orðið henni mjög erfið og hafa skarðað svo í eignir hennar, að hún hefir nú tæplega þúsund franka í árstekjur. Á engan hátt hefir }>ó mótlæti þetta spilt skapi hennar eða lamað stórlætið; hún er altaf eins, glöð og ánægð; hún býr í húsi sem hún á, og hefir þar hjá sér unglingsstúlku til að annast heimastörfin; enginn getur í því skilið, hvað vel hún kemst af, jafn-fátæk ctg liún er, og þó er hún ör af fé við fátæklinga i nágrenninu. Frú Laroque og dóttir hennar hafa lagt einlæga vináttu viö þessa ættgöfgu en efnalitlu nágrannakonu, og þær sýna henni virðing og nærgætni, sem frú Aubry stórfurðar á. Oft hefi eg séð ungfrú Margrétu ganga frá dansmanni sinum, þegar dansleikur stóð sem hæst, til }>ess að verða sú fjórða í vist með ungfrú Porhoét. Það er alt af spiluð fimmi sentíma*J bit, en ef ung- frúin yrði einn dag af því að spila vist eins og hún er vön, þá kæmi hljóð úr horni. Eg er einn þeirra, sem oft spila við ungfrú Porhoét, og þetta kveld, sem eg hefi gert aö um- ræðuefni nú, var þess ekki lengi að bíða, að prest- urinn, læknirinn og eg höfðum sest við vistar-spila borð ásamt með kven-afkomenda Conan le Torts. Hér vil eg skjóta því að, að snemma á síðastlið- inni öld, fór frændi ungfrú Porhoét, er verið hafði við hirð hertogans af Anjon yfir Pyreneafjöll meö hinum unga prinzi, er konungdóm hafði tekið á Spáni og kallaður var Filippus fimti. Þessi frændi Porhoétanna gerðist forgöngumað- ur sýslanar nokkurrar á Spáni, er hepnaðist ágætlega vel. Að því er bezt verður séð, eru allir niðjar hans andaðir fyrir eitthvað fimtán árum, og ungfrú Porhoét gerði þá tilkall til arfs, eftir frændur sina, því að hún hafði aldrei algerlega mist sjónar á þeim og högum þeirra, þá að Alpafjöllin lægi á milli. Arfurinn var æði mikill, en til hans gerði einnig tilkall maður nokkur kominn af elztu ættum i Castilíu, sem var í tengdum við þá spönsku ættmenn er mægst höfðu við Porhoétana. En J>etta er tilefni málaferlanna, sem þessi aum- ingja hálfníræða kona leggur nú stórfé til, og veitir mjög nákvæma athygli, og sýnir þrautseyju við, er gengur óviti næst, svo að vinum hennar er hrygðar- efni, en óviðkomandi fólk hlær að þvi. Þó að Dresmaret læknir beri stórmikla virðinug fyrir ungfrú Porhoét, er hann einn í þeirra hópi, er finst málaferli hennar hlægileg, og hann hefir ekki dregið neina dul á, að hann er mótfallinn því, hvernig gamla konan hefir hugsað sér að verja arfinum, sem hún að líkindum eignast aldrei. Hún hefir hugsað sér að reisa fyrir hann kirkju í gotneskum stíl. Kirkjan á að standa í nágrannaþorpinu litla, og vera þar óbrotgjarnt tákn um hina veglyndu konu, er gaf hana og var síðasta manneskjan af J>eim ættstofni, er dó út með henni. Hún er sí og æ að hugsa um þessa kirkju; hún lætur byggingarmeistara gera uppdrætti af henni, og alla daga og fram á nætur stundum er hún að hugsa um hvernig hún skuli prýða hana, en oft skiftir hún um skoðun á tilhögun skrautsins. Hún talar svo um kirkjuna, sem hún væri þegar reist og komin til af- nota, og segir t. d.: Eg stóð inni í miðbiki kirkju minnar í nótt og varð J>ess þá vör að í norðurvængn- um var eitthvað, sem var ógeðfelt að horfa á . . . . Eg vil láta breyta einkennisbúningi meðhjálparans ... o. s. frv. — Jæja, hafið þér nokkuð verið að hugsa um að breyta tilhögun á kirkjunni yðar síðan i gær? spurði læknirinn um leið og hann stokkaði spilin. — Það hefi eg reyndar gert, herra læknir og mér hefir líka dotti'ð nokkuð j hug, sem er alveg ágætt. Mér hefir hugkvæmst að feetja í stað heila múrveggs- ins, sem á að vera milli kórs og skrúðhúss annan múrvegg, sem sjá má í gegnum, með gips-rósum, blöð- um og blómurn eins og i kirkjunni í Josselin. Þáð er ekki nærri því eins þunglamalegt. — Þetta kann vel að vera! En hafið þér ann- ars heyrt nokkuð frá Spáni nýskeð? Er það kann- ske satt sem stóð í Revue des deux mondes í morgun, að hinn ungi hertogi af Villa-Hermosa hafi boðið yður að giftast sér, til þess aö útkljá deiluna í bróð- erni ? Ungfrú de Porhoét hristi höfuðið fyrirlitlega, svo að borðalykkjan á línhúfu hennar með upplituðu böndunum sveiflaðist til og frá. — Eg hefði látið hann fá hryggbrot, svaraði hún. — Já, þér segið nú þetta, en hvað á þá að þýða alt guitar-spilið sem heyrst hefir úti fyrir glugganum yðar núna síðustu næturnar? — Hvaða þvaður er þetta, herra læknir? — Þetta er ekkert þvaður. Eða hver skyldi hann annars vera J>essi spanski, sem fólk sér á flakki hér um héraðið, í sveipkápu á gulum stígvélum, stynj- andi hátt, svo að heyrist langar leiðir? *) Frakkneskur eyrir, sem er einn hundraðasti úr franka. U>ýð. Lögbergs-sögur FÁST GEFINS MEÐ ÞVf AÐ GERAST KAUPANDI AÐ BLAÐINU. PANTIÐ STRAX! Dr.R. L. HUR5T, Member of Royal Coll. of Sargeon*, Eng., útskrifaður af Royal College 06 Physicians, London. Sérfræðingur t brjóst- tauga og kven-sjúkdómum. — Skrifst. 305 Kennedy Bldg, Portag® Ave. (k móti Eaton’sJ. Tals. M. 814. Tími til viðtals, 10-12, 3-5, 7-9. THOS. H. JOHNSON og HJÁLMAR A. BERGMAN, fslenzkir lógfrægingar, Skrifstofa:— Room 8n McArtbur Building, Portage Avenue Áritun: P. O. Box 1056. Telefónar: 4503 og 4504. Winnipeg Og BJÖRN PÁLSSON YFIRDÖMSLÖGMENN 4 Annaat IögÍTæðisstörf á Islandi fyrir 4 Vestur-lslendinga. Utvega jarðir og T hús- Spyrjið Lögberg um okkur. Reykjavik, - lceland P. O. Box A 41 Dr. B. J.BRANDSON Office: Cor. Sherbrooke & William Telbprone gahry 380 Office-Tímar: 2—3 og 7—8 e. h. HbimIli: 620 McDermot Av*. Telbphone garry 381 Winnipeg, Man. Dr. O. BJORNSON ] Office: Cor. Sherbrooke & William TELEniONEt GARR Y 38« Office tímar: 2—3 og 7—8 e. h. j i Heimili: 81 O Alverstone 8t TElkphonki garry T63 Winnipeg, Man. \ Vér leggjum sérstaka áherzlu & ath selja meðöl eftir forskriptum lækna. Hln beztu meðöl, sem hægt er aC f*, eru notuð eingöngu. pegar þér komlC með forskrtptlna tll vor, megifl þéx> vera vlss um að fá rétt það sem Jækn- irinn tekur til. COIjCIjECgh & co. Notre Daine Ave. og Sherbrooke 8t. Phone. Garry 2690 og 2691. Giftingaleyfisbréf seld. Dr. W. J. MacTAVISH Office 724J ó'argent Ave. Telephone -Sberbr. 94t. anjj: I 10-1i Office tfmar < 3-5 e. m. ( 7-9 e. m. — Heimili 467 Toronto Street — ! WINNIPEG TELBPHONE Sherbr. 432. ; -......... Dr. R. M. Best Kveqna og barna læknír Skrifstofa: Union Ðank, horni Sherbrooke og Sargent Tímar: 3—5 og 7—8. Heimili: 605 Sherbrooke Street Tal«. Garry 4861 J. G. SNŒDAL TANNLŒKNIR. ENDERTON BUILDNG, Portage Ave., Cor. Hargrave St Suite 313. Tals. main 5302. * 4 * < * * * Dr. Raymond Brown, í ► ► 326 Somerset Bldg. í Talsími 7292 ► ► SérfraeOingur i augna-eyra-nef- og háls-sjúkdómum. Cor. Donald & Portage Ave. Heima kl. io— 12 og 3—5 A. S. Bardal 843 SHERBROOKE ST. sebir líkkistur og annast om útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Tals €3h ari-jr 2152 8. A. 8IQURP8ON Ta]s_ sberbr, 2786 S. A. SIGURÐSSON & CO. BYCCIHCAH|ERN og FJ\STEICN/\SALAR Skrifstofa: 208 Carlton Blk. Talsími M 4463 Winnipeg J. J. BILDFELL FASTEIGNA8ALI Room 520 Union Bank - TEL. 2685 Selur hús og lóðir og annast alt þar aölútandi. Peningalán ‘^wvww^wwvww^wwvV'

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.