Lögberg - 09.10.1913, Síða 7

Lögberg - 09.10.1913, Síða 7
LOGBERG, FIMTUJMGJMa 9. Október 1913. 7 Alþýðuvísur. Herra B. G. Backman í South Bend, Wash. sendir eftirfylgjandi ráögátu, forkunnar vel skrifaða meö rauðu bleki og svörtu, en að- greining, sem því svaraðij varð ekki við k®mið i prentuninni. Gátan virðist afar torskilin, en þó má vera, að einhver af lesendum vorum kunni að ráða hana. Hér með sendi eg Lögbergi ráð- ‘gátu, sem eg býst ekki við að það hafi áður flutt. Eg veit ekki hver Jjýðing hennar er, en það getur skeð að þýöingin fáist frá þeim sem því plássi eru kunnugir. Eg sýndi hana eitt sinn Gu'ðrúnu sál. Þórðarnóttur skáldkonu. Hún að sönnu þýddi flest, en af því hún vár plássinu ókunnug, þá var hún óviss að þýðingarnar væru réttar, og því læt eg þær ekki fylgja; enda var sumt sem hún réði ekk- ert við. Varla mögulegt að aðrir en kunnugir ráði rétt og væri ósk- andi að einhver sá léti til sin heyra. RáSgáta. Hljóp eg úr harðbeina húsi hlé fann á munnbekks garði skjótt rann til skýja bræðra skjól fann í rauðskeggs brodds bólu hratt fór á skör hrvrtjanda hraktist svo innst i slýðrir í markfjár-vígi fékk vistir við eldsleyfagjá fann hæli 'Sótti eg að sæti allra sá á torg höfðings sona fór í Flatveggja ynni fékk dvöl, um reynir laxa fjár- steig á rómspöng feðra fann eg strax spor hlaupanda svam að sandmalar sléttum svo á hlið blómstur sxæra Xeið fann til langvíkur hyrnu lagðist í gimsteins bæli flýði að fjalargrundu t iór á Óskmalar odda t laxgötudæld eg leiddist Jétt rann að gullhlaðs bjargs hyrnu á hversmanns heimili eg hvíldist hratt leit hraunmjöls hæð flata I unnandi- fór eg ynni •ófriðrar konu blíðrar •síðan tvær fagrar hlíðir , fann eg hræfugla brunna ræðu manns rann eg án mæðu rétt að Saxbaki ]>éttu sem bar mig að breiðrennu brodd klippts höfuðs á þolli Andsvör tvö ört réð kenna ■ójöfn að stærð hafgyðju kom eg að kóngabygðum kunni svo því næst finna skógs og afls bítandi blossa histra upphafs staf fyrstan við landskörð tvö loks nam lenda lítil stutt breið á skeiðum. Þéssi framanskrifaða gáta er af mér nákværi)lega eftirrituð af vel- skrifaðri sögubók, er eg eitt sinn sá heima á íslandi. Öll rauðu orð- in eru ráðningarorð. og þau voru 'öll skrifuð með stærra letri til að- ■greiningar, og töludalkurinn aftan- við settur niður eins og eg set hann hér. Einnig fylgdi ráðning gátunn- ar, og mun það vera á þeirra einna færi að þýða hana rétt, sem kunn- ugir eru því plássi, og væri fróð- legt ef einhver gæfi sig fratn og sendi hana blaðinu. B. G. Backman. Eftirfylgjandi sléttubanda visa •er sú bezta er eg veit af. Hana má Ttveða á lítt) hugsanlega marga vegu. Reynið þið landar góðir að senda Lögebrgi töluna og bítið unig ef þið getið: Hugarrekki meta má, meigum neytum duga, dugar ekki feta frá fleygum beitum huga. B. G. Backman. Það hafa orðið nokkrar rit- villur í gátunni “Fór eg eitt sinn á fiskum viða’’. Framan við töl- una 9 stendur “lásakrattspor”, á að vera lásakraftspor; fyrir aftan töluna 11 stendur “var mér’ , orð- ið mér að falla burt; aftan við töluna 24 stendur “sólu”, á að vera sólar; við töluna sem á að vera 41 stendur “merghúsaval eg mátti þar kenna”, á að vera mcrgliúsaval eg mátti þar kanna; fyrír framan töluna 4 í mannsnafninu stendur “fólka”, á að vera fálka; fyrir framan töluna 6 stendur “hrygnir”, á að vera hrugnis; í þýðingunni við töluna 33 stendur “fjarðar- botni”, á aö vera fjarSar botn, sam- anber þrautarenda; og i nánari skýringum stendur “fjarar heiti”, á að vera fjarSarheiti. Þar stend- ur að vötn og sjór hafi orðið “af Ýmis holdi”, á að vera af hans blóffi; á einum stað stendur “Úlf- garðaloka”, á að vera Útgarffaloka. Mrs. H. Guffmundsson. Eina formannavísu set eg hér eftir Nikulás Guðmundsson í Reykjavík, um Steingrím á Seli: Steingríms angur eýðist, neið aflann fanga við ei beið, hraður ganginn greiðir skeið grunnungs stranga heiðar leið! G. G. Nordal. Hecla P. O. 24. Sept. Eg hef séð í. Lögbergi alþýðu- vísur eftir nútiðar höfunda, svo mér datt í hug að senda fáeinar vísur eftir kunningja minn hér. Hann fer dult með það, eg býst við að hann kæri sig ekki um að eg sendi blaðinu þær táu sem eg kann, en eg tek ábyrgð á þvi sjálfur. Einu sinni heyrði Mr. Doll éþað er hann sem vísurnar eru eftirj, að menn voru að tala saman um tilveru eftir dauðann. Þá segir hann: Þegar eg fell í þagnar reit þá er eg dauður grafinn enginn meira um Mára veit af minnis töflum skafinn. Þá var hann spurður hvort það væri alt sem hann héldi um tilveru sína. Þá segir hann: Þegar eg fell í þagnar reit þá er sálin flúin til uppheims sala, í æðri sveit er henni staður búinn. Að haustlagi kom Doll út snemma morgttns og var spurður hvernig hann væri úti. Hann segir: Alt á fellur blæja bleik blæs út kulda úða bogin stendur barlaus eik búin vetrar skrúða. Einu sinni var M. á siglingu fyrir ey einni seint um kveld. Þá höfðu piltar orð á þvi við hann að hann skyldi konta með bögu. Þiá segir hann: Seglin vindinn svelgja stinn sjáum dag á förum, boða hindi beitum inn bereyjar að vörum. Kveðið í svefni: FEsta stingur þessi þrattt ])ungu angri kvalinn að verða að ganga grýtta braut gegnunt langa dalinn. Drengur var að smíða bát, er hann nefndi “Spjótu” og bað M. að gefa sér visu um skipið. Hann kvað: Ryurnr í voð og ráböndum rýfur upp froðu hnjóta, svellur boði á síðunum siglir gnoðin “Spjóta”. Einu sinni var M. að slá blett setn var mjög ósléttur. Þegar hann var búinn segir hann: Eg er lúinn, líka eg finn lamaðan grúa af stráum. Það er búinn bletturinn 4 og brotinn grúi af ljáum. Um Ameríku; | Anteríka er auðnu hjól unga fyrir drengi, hún er líka skálka skjól skálk þó margan hengi. /. Pálson. Lausavísur. Nú er úti veður vott verður alt að klessu. Ekki fær hann Grimur gott að gifta sig í þessu. Nú er úti veður vott veikist manna hugur. Á morgun kann að gera gott guð minn almáttugur. > Riður mær í réttirnar rjóð og skær sem forðum. Hjúskaps æran hennar var haldið færi úr skorðum. Riður friður riddarinn rjóður, móður, velbúinn, kevrir. blakar klárinn sinn kvikar vakur fákurinn. ( Blessuð sólin skín á skjá skært með ljóma sínum. Herrann Jesús himnum á hjálpi mér frá pínurn. Senn er komið sólarlag sést á norður heiði. Guð gaf þennan dýrðar dag Drottinn veginn greiði. Senn er komið sólarlag sést á norður tindi. Guð gaf þennan dýrðar dag. Drottinn stýrir vindi. , Senn er komið sólarlag sést á norður fjöllum. Guð gaf þenann dýrðar dag. Drottinn hjálpi oss öllu.m | , Siggi litla systir nun situr úti i götu, er að mjólka ána sin i ofur litla fötu. Afi rninn fór á honurn Rauð eitthvað suður á bæi að sækja bæði sykur og brauð sitt af hverju tægi. Rauður minn er sterkur og stór stinnur mjög til ferðalags. Suður á Jand hann feitur fór fallegur mjög á tagl og fax. Kalt er mér á k—1—ó, kenni eg þess á s—í—ó. —Gerður er grautur úr g—r—ó, gefinn ungum h—i—ó. Kalt er mér á klónum, kenni eg þess á sjónumr — Gerður er. grautur úr grjónum og gefinn ungum hjónum. Þ. Bréf úr Mikley. Það er ekki oft sem sést frétta- pési í blöðunum héðan úr Mikley; ekki af þvi að hér séu ekki ritfær- ir menn, eins og hvar annarstaðar i plássum þar sem íslendingar hafa tekið sér bólfestu og munu geta látið umheiminn vita að við erum lifandi hér og fylgjumst furðanlega nieð tímanum og vel- fcrðarmálum þjóðfélagsirts í heild sinni. Heilsufar manna má heita hér yfirleitt gott pg afkoma rnanna yfirleitt bærileg. Fyrirtaks tíð i sumar, en heldur rniklir þurkar framanaf, svo garðar hjá bændum voru i lakara lagi sprottnir, en út- engi aftur vel sprottið; nýting á heyum yfir það heila góð. Mátti heita stöðugur þurka kafli meðan an heyanir stóðu yfirallir hættir nú fyrir góðum tíma að heya og telja sig byrga fvrir' næsta vetur hvað sem á dynur. Töluverð umferð hefir verið hér í smuar af gullleit- endur á ferð austur yfir vatn, til námanna ])ar, ef ske kynni aö þeir fyndu þar gull til að bæta með framtíð sin og sinna í komandi tíð, og hefir Mr. W. Sigurgeirsson haft gasolin bát i förum héðan að austurströnd Winnipeg vatns og Gimli. ekki eftir reglulegri áætlun, heldur ])egar þörf gerist. tveruhús Páls bónda Jakobsson- ar hér í bygð, brann til kaldra kola hér á dögunum og mun flestu hafa verið bjargað af innanstokks mun- um, enda um hádag er slysið vildi til, óvíst um upptök eldsins. Hús- skrokkurinn var i eldsábyrgð; veit ekki hvað hárri. Nú er hann að reisa nýtt hús aftur, á steingrunni. stórt og vandað, og mun verða býsna dýrt þegar búið er, enda er hann ekki einn í tillögum; hann á þrjá fullorðna duglega og myndar- lega syni, sem vinna að hagsmun- um heimilisins eins og góðum drengjum sæniir. Nú er haust fiskiríið byrjað hér, og kaupa hér fisk G. Daviðsson Grund og Tómasson bræður. Hafa þeir bræður bækistöð sína heima hjá sér og aðra fyrir austan vatn og kaupa fisk á báðutni stöðum. Verð á fiski er 3 cent pikkur, 1 cent birting og pæk og hálft cent gullaugu. miðað við pundið í fisk- inum. Lika hafa Tómasson bræð- ur hér verzlun og likar víst flest- um veI við þá í viðskiftum; þeir eru liprir og góðviljaðir skifta- mönnum sínum. Þann 9. Ágúsfc síðastl. héldu kvenfélags konur hér í Mikley Mrs. Tómasson samsæti; heimsóttu hana allar henni að óvörum og hafði forseti félagsins orð fvrir þeim og skýrði gömlu konunni frá í ltvaða tilgangi heimsóknin væri gerð. Sem var fyrst og fremst af því að 9. Ágúst var 72 afmæl- isdagur hennar og í öðru lagi að votta ltenni þakklæti1, fyrir þann 1 áhuga og starfsþrek, er hún hefði sýnt i kvenfélagitnt nú i heil 33 ár eða síðan það var stoínað árið 1880. í fleiri ár verið forseti þess og einlægt verið atkvæða mikill meðlimur þess frá byrjun. Að því búnu færði forseti félagsins Mrs. Arnfríður Þórðarson, Mrs. Tómasson minnispening eða medaltu úr gulli, með áletran frá kvenfélaginu undir: “Gjöf til Alrs. Tómasson”. Þá stóð upp Kristján Tótnasson og þakkaði fyrir hönd móður sinnar, nieð fáum en vel völdum orðum, fyrir þá samúð og velvild, sem henni væri sýnd með þessari heimsókn. Að því búnu var sest að veitingum er konurnar höfðu búið sig út með að heiman. Samsætið mun hafa setið 2ö—30 manns, Nú mu,nu margir spyrja? Hver er Mrs. Tómasson. Mrs. ! Tómasson er ekkja Helga heitins Tómassonar er lengi bjó hér á Mikley og margir könnuðust við. Þáu hjón voru ein af frumherjum þessarar bygðar, og ef það kæmi á daginn, að landnámssaga Mikl- evjar yrði færð t letur, þá yrði það æfisaga þeirra hjóna, svo eru verkleg þrif þeirra hjóna,- hnýtt fast við þetta bvgðarlag. 4- Verzlun Danmerkur við Island. Eftir Tlior E. Tulinius. Erindi þetta er eftir mann, sem flestum öðrum fremur er kunnugt um viðskifti íslendinga og Dana á síðari árum, og er fróðlegt að kvnna sér ])að sem hann leggur til málanna nú, sérstaklega nú ]>egar verið er að leita hluttöku Vestur- íslendinga t Eimskinafélaninu. Prindi lierra Thor E. Tuliniusar sýnir býsna ljóslega, að það er ekki mót von þó að íslendingar vilji losna við verzlunar-ágang Dana. —Ritstj. Hin frjálsa verzlun er ung á ís- landi. Það eru ekki nema 58 ár síðan verzlunin var gefin frjáls, 1. April 1855. því til þess tíma var það bannað öðrum en Dnöum að verzla á íslandi og öðrum skipum en dönskum að sigla þangað. Nálægt 1602 kom Kristján IV. á konunglegri einokunarverzlun á íslandi, og sú einokun hélzt til 1788. Þá var henni breytt þannig að dönskum þegnum var leyft að verzla á íslandi. Ástandið í land- inu varð á einokunartímunum al- veg hörmulegt og efnahagur þjóð- arinnar svo bágborinn að sliku verður eigi með orðum lýst. Þeg- ar konungsverzluninni lauk 1788, var hagur íslendinga sízt með því móti, að þeir gætu sjálfir tekið þátt í verzluninni og það er fyrst eftir að einokunin er afnumin 1855 að ástandið skánar. Þegar einhver þjóð hefir i rnarga mannsaldra lifað undir kúgun, þá verða ávalt að líða lang- ir timar frá því kúguninni léttir af, til þess er þjóðin) geti sjálf farið að hagnýta auðsuppsprettur sínar. Þannig var það einnig á | íslandi. Það er ekki fyr en eftir 1880 að framförunum fer að miða ört, en síðan má hka segja að óð- fluga liafi tniðað áfram. Samanlagður inn- og útflutning- ur á íslandi, sem um áratuginn 1880—1890 nam að meðaltali h. u. b. 10 milj. króna, var þannig 1910 orðinn þrefaldur. h. u. b. 30 milj. kr„ og frá því að vera þá litilfjör- legur viðskiftavinur við útlönd, er fsland nú orðinn viðskiftavinur, sem óhætt er að taka með í reikn- inginn. Þetta er það sem menn verða að gera sér ljóst hér í Dan- mörku i staðinn fvrir að láta þá skoðun festa rætur, að það sé jafn- gott að láta fslendinga “sigla sinn eigin sjó”. j Að sleptum þeim skapraunum, sem menn þykjast hafa af íslend- ingum (og flestir lenda við og við í erjum við viðskiftavini sínaj þá hefir Danmörk árlega stórmikinn liagnað af sambandi sínu við ís- land. Og það er það sem hún tæp- lega má við að missa, eins og sýnt skal i eftirfarandi linum. Verzlunarveltan 1907 er hér lögð til grundvallar, en samkvæmt síð- ari skýrslum, fyrir 1911. er hagur- inn hér um bil óbreyttur. Að eins er innflutningur í betra samræmi við útflutning, sem sé 1910 h. u. b. 15/2 milj. kr. innflutningur og h. u. b. 14 milj. kr. útflutningur i stað 18 og 12 milj. Af allri árlegri verzlunarveltu íslands fóru h. u. b. 3-5. gegnum danskar hendur og i þvi tilliti er hlutfallið hið sama um innflutn og útflutning. Reiknað eftir verði var innflutn- ingi á hinuni ýmsu vörutegundum til íslands þannig farið: 1. Kornvörur o. þ. h. hér um vil 19%. 2. Nýlenduvörur fTcaffi sykur o. s. frv.J h. u. b. 16%. 3. Vefnaðarvörur, skófatnaður o. s. frv.. li. u. b. 18%. 4. Byggingar- efni o. þ. h., h. u. b. 12%. 5 Vín- föng, tóbak .vindlar o. s. frv., h. u. b. 7%. 6. Allar aðrar vöru- tegundir. þar með einnig jörnvör- ur. o. ]). h., h. u. b. 28%. Ágóðinn hér af innflutningsvör- um til íslands f'álögur, stórsala, vörubjóða m. m.), auk launa þeirra, sem umboðsmenn hlutað- ^eigandi íslenzkra kaupmanna fá, má vist i minsta lagi gera þannig: Af kornvörum, nýlenduvörum, byggingarefnum og vörutegundum þeim, sem, taldar eru í 6. lið — alls 75% af innflutningnum — 6%. Af vefnaðarvöruin. skófatnaði o. s. frv., vínföngum, tóbaki, vindl- um o. s. frv. (3. og 5. liðj — alls 25% af innflutningnum — 12%. Við þetta má bæta 2% umboðs- launum, því kaupmenn, sem ekki hafa neinn umboðsmann, munu varla sleppa ódýrar með því að fara sjálfir utan til innkaupa. Samanlagður ágóði að meðtöld- um 2% umboðslaunum af inn- flutningsvörum til íslands verður þá: 8% af 13/ milj. (^75% af inm flutningnum) = 1.080.000 kr., I4% _af MÁ milj. /25% af inn- flutningnum = 630.000 kr.; alls 1,710,000 kr. Af þessu fær Danmörk 3-5. eða h. u. b. 1 milj. kr. Af útflutningsvörum fara h. u. h. 7/2 milj. kr. virðí gegnum höndur Dana, af þeim mundi varla of mikið að gera ágóðann 500.000 kr„ að meðtöldum umboðslaunum, meðalgönguágóða o. s. frv. Beinn hagur Danmerkur eða réttara sagt Kaupmannahafnar, af verzluninni við ísland verður þá h. u. b. \/2 milj. kr. árlega. En við þetta verður svo að bæta þeim tekjum serti Danmörk hefir á annan hátt af VErzluninni, og þá fvrst og fremst tekjur af farmgjöldum. bæði af dönskum skinum og öðrum. sem fermd eru ARKET J[OTEL Vi6 sölutorgiB og City Hall Sl .00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. Fluttur! Vegna þess að verkstæö- ið sem eg hef haft að undanförnu er orðið mér ónóg, hef eg orðið að fá mér stærra og betra pláss sem er rétt fyrir norðan William, á Sherbrooke. Þetta vil eg biðja við- skiftamenn mína að at- huga. G.L.STEPHENSON ‘•The Plumber ” Talsími Garry 2154 885 Sherbrook St., W'peg. fyrir danskan reikning. Árið 1910 nam innflutningur til íslands h. u. b. 137,000 smál. og útflutningur þaðan 41,000 smál. Með lauslegri áætlun má gera innflutning með dönskum skipum h. u. b. 60,000 stnál., útflutninginn h. u. b. 30,000 srnál. og samanlögð farmgjöld í minsta lagi 1/ milj. krónur. " , Það er því tæplega of mikið að áætla tekjur af farmgjöldum. að frádregnum beinum útgjöldum, um 500,000 kr„ þegar það er athugað, að dönsk skip taka farmgjöld af mörgum vörum, sem sendar eru frá öðrum löndum um Kaup- mannahöfn til íslands. Fyrir vörur, sem hér er fermt eða affermt, er allmikil fjárhæð goldin i vinnulaun til danskra verkamanna. Þótt ekki sé nema fyrir fcrming og afferming með þeim kostnaði, sem þeimi fylgir, nemur þetta að minsta kosti 2 kr. fyrir hverja smálest. Útgjöld til vagnflutnings, húsa- leigu, m. m. sem falla á vörurnar. er óhætt að reikna viðlika mikil á smálestina, og þegar þar við bætist vátryggingarágóði,, brakúnslaun og annað, mun það samtals nema frá 6 til 700.000 kr. árl. Hér er algerlega slept öllum ]>eim tekjum, sem Danmörk hefir af peningaviöskiftum við ísland, og sem út af fyrir sig að minsta kosti vega upp á móti þeim h. u. b. 250,000 kr., sem í dönskum fjár- lögum eru talin tslandi. Eins og hér hefir verið sýnt fram á eru beinar tekjur, sem Danmörk hefir af verzluninni við ísland að minsta kosti 22/ tnilj. kr. um árið. auk þess sem- danskir borgarar hafa á margan hátt hag af þeirri verzl- un. — Ef eitthvað skyldi vera reiknað of hátt í þessu, þá er það því vafa- laust. að það jafnast ríkulega upp af hinu, sem ekki er tekið með. Þannig er ekki tekið með í reikn- inginn framleiðslugróðinn í vörum þeim, sein fluttar eru til íslands, verzlunargróðinn á öllum þeim miklu vörum, sem fluttar eru frá útlöndum beint til íslands fyrir danskan reikning flcol, salt. trjá- vörur m. m.J, né alt það, sem dansk- ir kaupmenn græða á búðarverzlun sinni á íslandi. i Eins og Marcus Bubin sýnir eitt sinn fratn á í grein í “Det nye Aar- hundrede”, má telja, að af öllum tekjum hér á landi, gangi einn sjötti hluti sem skattur í eitthverri mynd til ríkis og sveitafélaga. Það verða því af hinum ofantöldu h. u. b. 2Ys milj. kr. milli 4 og 500,000 kr. árlega, sem renna] i opinbera sjóði í Danmörku, af verzluninni við Island. Þar sem Danmörk áriö 1907 hafði enn þá h. 11. b. 3-5. af við- skiftaveltu íslands, sýna síðustu ár, að þetta hefir rninkað. Árið 1908 koma þannig að eins 54.5% af inn- flutningi íslands frá Danmörku, og árið 1909 er þetta komið ofan í 49.8%- Hið sama nær einnig til siglinga til íslands. Árið 1907 voru 40% af skipum, sem konnt þangað, frá Danmörku, en árið 1910 að eins 23'2%. Það mundi þess vegna ekki vera neitt tjón, að menn hérf á landi beindu athygli sinni, ef ekki frek- ara þá samt eins mikið, að verzlun- arlegtt eins og stjórnarfarslegu sambandi landanna. Pólitískt ósamþykki er varla meira en svo, að þau mál mætti jafna, en það setn f járhagslega tap- ast, getur verið erfiðara að vinna aftur; og því má ekki gleyrna, að ísland, sem fyrir 50 árum var ná- lega terra incognita éóþekt landj, er nú mikið framfaraland og með ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip VETRAR-FERDIR Frá St. John og Halifax Frá Portland til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A FVltSTA FAIlItÝMI.$80.00 og upp A ÖÐRU FAKRÝMI.........$47.50 A pRIÐJA FARRÝMI.......$31.35 Fargjald frá Islandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri....... $56. le “ 5 til 12 ára.......... 28.05 “ 2 til 5 ára........... 18,95 “ 1 til 2 ára........... 13-55 ‘ ‘ börn á 1. ári........ .. 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðirnar, far bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor H. S. BARDAL horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sein annast um far- gjalda sendingar til íslands fyrir þá sem til hans leita. W. R. ALLAN 364 Maln St., Wlnnlpeg. Aðaluniboðsmafiur Teatanlands. Hugsið fyrir jólaferðinni LÁGT FARGJALO TIL BAKA Farbréf seld á hverjum degi. Nóv. 7. til Dec. 31. af CANADIAN NORTHERN RAILWAY TIL HAFNA VIÐ ATLANTSHAF I sambandi við farbréf til Heimalandsins og Evrópu-landa Pantið snemma farbréf, og tryggið yður góð pláss. Komið, fónið eða skrifið einhverjum umboðsmanni Can- adian Northern; þeir munu fúslega gefa allar upplýsingar. J. F. McGuire, G. S. Beljea, R. Creelnmn, City Ticket Ag't, North End A’cy, Gen.Pass.Agt- Port. & Main, 583 Main St„ Union Station Winnipeg. Winnipeg. Winnipeg Main 1066 og 2951. Phones: M. 1989 og M. 5566-5567 stórkostlegum f ram t araskilyrðum. Menn kvarta hér um að íslend- ingar beri vantraust til Dana, og að íslendingar höfnuðu’ nefndar- uppkastinu, er í Danmörku lagt út sem merki um eins konar Danahat- j //C5 ur. Um neitt þess konar er tæplega að ræða á íslandi, en skyldi nokk- ur undrast yfir því, að vantraustið er ekki með öllu upprætt, þar sem að eins 50 ár eru liðin frá því er lauk hinni dönsku einokunarverzl- un. sem í nálega 3 aldir kúgaði landið ? Tilgangurinn með þessum at- hugasemdum hefir að eins verið sá, að leiðrétta þá alt of almennu skoð- un, einnig meðal danskrar verzlun- arstéttar, að fsland sé ekki fyrir Danmörku annað en árlegur út- gjaldaliður á fjárlögunum. Þessi misskilningur hefir þegar orðið til stór tións, því ekki er því að leyna, að aðrar þjóðir ná sífelt meiri og meiri fótfestu á íslandi, þar sem Danir tapa að sama skapi. Sú almenna kenning mun heldur ekki lengi geta staðizt, að fsland geti ekki fjárhagslega bjargast af sjálfu sér. Árlegar tekjur landssjóðs, sem árið 1880 vom 400,000 kr., árið 1900. 800,000' kr. eru nú komnar upp í hér um bil 2 milj„ og ef til vill er þess ekki langt að bíða, að sú fjárhæð, sem Danmörk veitir nú til fiskiveiðaeftirlits m. m„ skifti ekki neinu verulegu máli í f járhags- áætlun íslands. —tsafold. ,0 Rétt það sem ÞIG vantaði! Ef þú þarft að vera í mjúkri leðju, votum áburði, eða vinna á amjör- búi, þvottahúsi, slátrunarhúsi þá þarftu að eignast eina af vorum Tré- sóluðu stíg- vélum Fóðr- aðir FLÓKA — Braednar heitirt maður, sem var i þjónustu félags verk- smiðju eiganda hér í landi og lagði öll iáð á til að hindra niðurfærslu tolla og vinna að hækkun þeirra. Þessi maður er nú “forframaður” þannig, að skrifstofa hans er næst við skrif- ' stofu fjármála ráðgjafa Canada Iands og skal hann vera ráðgjafans hægri hönd í öllu, sem tollum við S1L5 . orS22o Oelivered Free Allar stærðir, fyrir karlmenn, kon- ur. pilta og stúlkur. SAMA VEIRÐ. Biðjið kaupmann yðar um þá eða sendið pantanir beint til vor. The SCOTTISH WHOLESALE SPECIALTY CO. 263 TaibotAve., Winnipcg: víkur. Skyldi ekki koma skrið á framfara skútuna? — Hinn rússneski rithöfundur Maxim Gorkv er orðinn heilsu- laus af berklaveiki. Hann hefir nm stund búið suður á eynni Capri í Miðjarðarhafi, enda fær hann ekki að koma til síns heimalands. Hann er mikill frekjumaður í ræðu og riti.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.