Lögberg - 23.10.1913, Síða 1

Lögberg - 23.10.1913, Síða 1
Pegar nota þarf LUMBER Þá REYNIÐ THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEO, MAN. Furu Hurdir, Furu Finish Vér höfum birgðirnar THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. WINNIPEG, MAN. 26. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, KIMTUDAGINN 23. OKTÖBER 1913 NÚMER 43 Settur af A föstudaginn var féll dómur i máli því sem Tammany félags- skapurinn í New York ríki lét höföa gegn ríkisstjóranum Sulzer, er Tammany haföi sett til valda, en reynzt haföi þeim tregur í tauminn, eftir aö hann komst í völd. Máliö var upp tekiö á þingi og ríkisstjórinn af þingnefnd fundinn sannur að sök um þaö, aö hafa notað nokkuö af því fé, sem ætlað var til aö styðja kosningu hans, til þess aö “spekúlera” í Wall Street. Sulzer hafði ekki bolmagn móti Tammany á þingi, og hiö sama kom fram í dómi þeim er sök hans var stefnt fyrir. I>ar voru 43 móti honum, en 12 með. Fundu þeir hann sannan aö sök um fals og meinsæri og til- raun til aö snúa vottum frá að bera vitni, er honum mátti veröa aö óliöi. Þegar ríkisstjórinn frétti úrslitin, varö honum það að oröi, aö “hrossaþjófur hefði sjálfsagt fengiö sanngjamari meðferö máls síns fyr á timum, en honvun hefði hlotnast.” “Höföingi Tammany félagsins, Murphy, skipaöi máls'- höfðun, stílaði dóminn og réöi máls meðferð”. Sagt er, aö Sulz- er muni ekki taka úrslitunum þegjandi, heldur gera sitt til aö velta valdi hins illræmda Tammany félagsskapar. Upphaf orrahríðar um landbúnaðarlög. Þann 11. þ. m. hélt kanzlari Breta, Lloyd George sína fyrstu ræðu um fyrirhugaða löggjöf við- víkjandi ábúð og afnotum jarða á Bretlandi, og var henni vel tekið. Hann kvað það tilætlun stjómar- innar að “losa brezkan landbúnað undan oki lendra manna og setja fólkið á löndin”. Það að auöugir höfðingjar eiga stórar lendur, er þeir byggja landsetum eöa hafa fyrir veiðigrundir, meö öllu því er þar meö fylgir, kallast “landlordism”. Lloyd George mælti á þá leið, að “Landlordism” væri hin mesta einokun er á Bret- landi fyndist og þjóðin vænti þess af stjórninni, að hún útrétti sinn sterka armlegg, til aö lyfta af henni því þunga böli. “Valdi kon- ungsins er hvergi nærri saman jafnandi viö vald landsdrotna yfir landsetum þeirra. Þeir geta lagt landið i auön eöa sldft því í bú- jarðir, eftir vild, og þeir heföu lagavald til þess að gera meira en útlendur her gæti lagt á landiö, sá er tekið heföi þaö herskildi. Af írlandi hafa margar miljónir manna hrakist til annara landa undan löglegum ofsóknum lands- drotna. Á Englandi væri mintia land ræktaö að tiltölu, heldur en í nokkru ööm landi Noröurálf- unnar og orsökina væri aö finna í hinni fávíslegu og óviturlegu að- ferð landsdrotna.” Um vinnumenn í sveit sagði Lloyd George, að þeir byggju viö aumari kost heldur en fáráðar á fátækra liæli, og því væri engin furöa, þó aö þeir flýöu þúsundum sarnan úr landi til að forðast slika áþján. Hann kvaö ríkiö mundi veröa að taka til sinna ráöa og leggja drjúgt fé afmörk- um, til þess aö ríöa ofan einokun auövaldsins á landeignum, og bæta úr ánauö þeirri, sem sveitafólki væri haldiö í. Hann drap á ýms atriði er lagfæra þyrfti, en mjög stuttlega, og lofaöi því að meðan stjóm liberala sæti viö völd, skyldi hvorki skorta hjálp frá löggjafar- valdi, stjóm né ríkissjóði, til aö hrinda málinu áleiðis. Lioyd George hefir fyr gengiö á hólm viö auðvald og höföingja á Eng- landi, og boriö hærra hlut. Fyrir því vilja þeir með öllu móti riöa hann ofan, og er haldið að sú deila, sem hann nú hefir hafið, veröi ær- ið snörp áður lýkur. — Nýlega er andaður T. Kat- sura, fyrrum stjómarforseti í Japan, eftir langa legu, 66 ára gamall. Hann átti upptökin að sambandi Japana og Breta og um hans stjómartíð var stríðið háö við Rússa og Korea lagt undir Japanskeisara. Hann var atkvæða- maður að viti og sköruneur einna mestur þeirra er völd hafa haft í Japan. Loítskip brennur. Þrjátíu manns missa lífið. Hið nýjasta loftskip Zeppelins sprakk og féll til jarðar á föstu- daginn með þrjátíu mönnum, er allir fórust, nálægt aöalstöð loft- skipa tilrauna á Þýzkalandi, þar- sem heitir Johannisthal. Þeir sem fórust, voru háttsettir iiðsforingjar úr her og flota ÞýzkalandS, til þess settir að reyna loftskipið áður en stjórn landsins tæki það að sér, — ásamt velþekt- um mönnum er boöiö var í ferð- ina, svo og hásetar og stjórnar- menn loftskipsins. Tuttugu og sjö dóu, áður en skipiö kom niður, en einn var með lífi, brendur hroöalega og meiddur, og baö þá sem að komu innilega aö stytta kvalir sinar. Það var háttsettur herforingi. Hann var fluttur til spitala og þar dó hann nokkmm stundum siðar við mikil harm- kvæli. Skipið var nýlagt á stað, komið 900 fet upp í loftið, þegar þeir sem á jörðu stóðu, heyrðu hvell og þamæst sáu þeir reykjannökk og loga standa upp af loftfarinu og á sömu stund tók þaö dýfu niður á viö og er það kom við jörðina, var ekkert eftir af því nema alu- minium grind meö glóandi vír- strengjum, alt böglað og brotið. f rústunum vom flest likin, öll hræðilega brunnin og svo sködduð að ókennileg voru. Herliö var sent á vettvang, aö halda fólki í skefj- um og færa líkin á brott. Vilhjálmur keisari sendi þegar flotaráögjafanum símskeyti og harmaði slysið, en óskaði þess jafnframt, aö þaö yröi hvöt fyrir þjóöina að heröa sig ennþá meir aö l>ví aö fullkomna loftsiglingar, svo aö traustar og öraggar væru til hemaöar. Gamla Zeppelin varö svo mikiö um er hann frétti slysið, aö liann gat engu orði upp komið, enda hafði hann gert sér miklar vonir um þetta loftskip og spáð því, aö á því mætti fara yfir Atlantshaf. Þrjú af loftförum hans hafa brotnað og eitt fór í sjóinn í haust, datt úr 'háa lofti í sjó, brotnaöi í tvent þegar niður kom og sökk á augabragði. Þá er sagt, að keisarinn hafi tárast, er hann frétti um afdrif þess. Um orsök til þessarar síöustu slysfarar greinir menn á. Svo mikiö er víst, aö gasoline hólkar loftskipsins sprungu og loftbelg- irnir sömuleiðis, en livað spreng- ingunni olli, vita menn ekki meö vissu. Loftsiglingar era það hættuleg- asta starf, er nokkur getur lagt fyrir sig, enda kostar það mörg mannslíf á hverjum mánuði. Þétta síöasta slys er þó hið stórkostleg- asta, sem enn hefir komið fyrir loftsiglingamenn fram aö þessu. Deila um fiskiveiðar. Til Washington er kominn æzti eftirlitsmaöur meö fiskiveiöum í Canada, Próf. E- E. Prince, að leita samninga viö Wilson forseta útaf ágreiningi um fiskiveiöar 1 ám eða á miöum sem bæði ríkin eiga lönd aö, Canada og Banda- ríkin. Samningar hér að lútandi liafa staöiö um alllanga stund, en stjórnin syöra hefir veriö treg til úrskurðar um endilega samninga. Eitt ágeinings efniö er veiöin i Fraser elfu. Þegar laxinn leitar af hafi upp i ána, sitja amerískir fiskimenn fyrir honum meö feiki- mikluin netagaröi, sem sagður er um 2 mílur á lengd eöa meir, út frá landi þarsem heitir Point Roberts. Sá lax sem pannig er tekinn, nemur miklu af hverri göngu, og því fer veiðin þverrandi með ári hverju. Ameríkumenn vilja eiga hlutdeild i aö setja upp laxaklak í ánni og bjóöast til aö íeggja frarn 250 þús. dali í þvi skyni, en Canada menn telja þaö þýöingarlaust, meöan hinum er leyfilegt aö þvcrgiröa með veiði- brellum úti fyrir árósnum, og fara fram á, aö þeir taki upp net sín um vissan tíma, meðan laxgangan stendur yfir, svo aö nokkur hluti laxgöngunnar hafi óhindraöan aö- gang að hrygningarstöðum uppi í ánni. Hneykslið í Manitoba. Fyrir margt er stjórn Roblins orðin alræmd um þetta land og jafnvel alt brezka ríkiö. Háttalag hennar í kosningum er landfleygt og illa ræmt. Framkvæind hennar á stjórn fylkiseigna er höfö að orötaki, hvar sem spurzt hefir, og með krókavegum sínum í lagasetn- ing, hefir hún reist sér háðulegan varöa, er seint mun fyrnast. Framferði Roblinstjórnarinnar í skólamálum fylkisins mætir hörð- um dómum hjá hverjum og einum sem á þaö minnist. Nýlega var póstmálaráðgjafa Breta, sem ferð- ast liefir hér í landi í sumar, hald- in kveðjuveizla í Montreal. Lof- aöi hann landið mjög í skilnaðar- ræöu sinni, dug og áræöi lands- manna og framfarir í öllum grein- um, — en einn blett haföi hann fundið, sagði hann, er sér hefði þótt sárt að sjá, og það væri stjóm skólamála í Manitoba. Háskóla- rektorinn við McGill háskóla í Montreal tók sömuleiðis hart í þann sama streng viö þaö tæki- færi. Meðal þeirra, sem nýlega hafa látið uppi skoðun sína á meðferð Roblinstjómarinnar á skólamáli fylkisins, er einn hátt settur klerk- ur í ensku kirkjunni í þessu fylki, Archdeacon Fortin. Hann sagði svo i i*æðu er hann hélt í vikunni sem leið: “Enginn sem vill landi voru vel, hverjum flokki sem hann til heyrir, getur gefið samþykki- sitt til að þaö viðgangist, að mik- ill hluti ungdómsins vor á meðal alizt upp tilsagnarlaust.” Enn- fremur mælti hann: “Þétta er ekki flokksmál, heldur er hér um aö gera, hvað rétt er og hvaö rangt og hvað hyggilegt sé. Eg vil ekki fara út í stjórnmál, og því sízt í stólnum, né heldur á ræöu- palli, en eg vil bera þaö undir yð- ur, hvort það sé í nokkum máta eölilegt, að á þessu herrans ári 1913 skuli finnast landstjórnar- menn, ef því nafni mega nefnast, svo afturhaldsgjamir, svo þröng- sýnir, svo fávísir jafnvel um und- irstööu atriði góörar stjórnar, að þeir fótumtroða og berjast í móti lögum um skólaskyldu ?*’ Presturinn hélt áfram máli sínu þannig: “Jafnvel i Kína finst meiri frrirhyggja, meiri greind og djúpsettara stjórnarvit, heldur en stjórnin i Manitoba hefir til aö bera. Stjóm Kínverja hefir sett lög um skólaskyldu, en vér eram aftur úr öllum, ráfandi í myrkri fáfræði og framíaraleysi miöald- anna. Er þetta hæfilegt? Er það rétt eöa þolandi, aö vér i þessu fylki skulum bera slikt brennimark dugleysis og skrælingjadóms aö boöi þeirra í St. Boniface. og lát- um átta til níu þúsund börn reika um götur borgarinnar vaxandi upp í þekkingarleysi og tilsagnarleysi um ])á hluti, sem góöum borgurum hlýöir. “Þicssu landi er alvarleg hætta búin. Vér munum vissulega þola refsingu. Hinir verztu og saur- ugu straumar þessarar illu, blindu og skaövænlegu stjómmálastefnu, munu eitra uppsprettulindir þjóð- lífs vors. Vér munum verða at- hlægi veraldar og veröa fyrirlitn- ir af öörum. Ef vér þolum þetta mikiö lengur, þá skulið þér vera vissir um. að vér smíðum á okkur hlekki. sem skulu refsa skeyting- arleysi vora og hugsunarleysi.” “Þaö verður aö kenna börnun- um . . . Þáð eru réttindi, sem þau eiga hátíðlega heimting á — og hana því meiri, sem þau geta enga björg sér veitt. Landstjóm og kirkjur veröa að taka aö sér mál- stað þeirra og halda honum fram gegn ágirnd og skammsýni for- eldranna. Hiö veraldlega og andlega vald. ef ])ati taka hönd- um saman, gætu trygt ungdómi landsins bæöi líkamlega tamning og andlegt og trúarlegt uppeldi, er hervæddi hann til baráttunnar í líf- inu, er geröi hann færan til að ganga í kapphlaup framfaranna, jafn vel til vígs búinn og ung- lingar með öörum þjóöum. En ef hiö veraldlega vald vanrækir skyld- ur sínar, svo augljósar og sjálf- sagðar sem þær eru, þá er því meiri þörf á að kirkjumar leggi sig enn tneira fram en veriö hefir.” Slík voru ummæli þessa merkis- nrests og mörg önnur þessu lík. Ekki geta stjórnarblöðin brigzlaö honum, né hinum tveimur merkis- mönnum sem fyr voru nefndir, um pólitiskt ofstæki. Þeir standa fyr- ir utan flokka, og hafa eklci hug á öðru en málefni því, er þeir ræða um. Roblinstjórnin hefir gengið geyst og hart aö því að fvlla mæli synda sinna, og trúir þvi víst varla nú oröiö að sér muni takast það nokkurn tíma. Þáð má samt mikiö vera, ef nú fer ekki aö draga aö leikslokum. Rofinn haugur. Grafiö var i fyrra í haug í því héraöi sem heitir Tauris á Rússlandi, fyrir noröan Svarta- haf, en þar var um eitt skeið aðalstöö gotneskra þjóöa, og fanst þar likkista á 60 feta dýpi. Hún var prýdd silfur og gull- spöngum, mismunandi að gerö og þyngd. Beinagrind var í kistunni, mjög heilleg og umhverfis hana skrautgripir forkunnar vel gerðir og dýrmætir. Um hálsinn á beina- grindinni var gullhringur afar- mikill, smeltur dýrum steinum af mikilli list. Sverö lágu sitt til hvorrar hliðar með hjöltum og sliðrum, af slegnu gulli. Þar voru níu silfurker meö upphleyptum myndum af athöfnum þeirrar þjóðar er þau smíðaði, ennfremur silfurdiskur feiknavíður meö dýra myndum og fugla svo og kambur af skíra gulli, meö átján tönnum, en hver tönn er mannlíkan mjög smágert. Kamburinn er á annað pund aö þyngd. Nálægt þessum slóðum var heygöur meðal annara Jörmunrekur hinn ríki Gotakon- ungur, svo sem skáldið segir: Hám í haugi situr hann við Svartahaf. Láta til skarar skríða. Þess var getiö stuttlega, að conservativar foröuðust að ræða landsmál i hinni nýafstöönu kosn- ingu í Chateauguay, heldur hafi þeir beitt leynivopnum meö sínum þaulæföa kosningasmala skara. Nú virðist svo, sem liberalar hafi haft spæjara á hælum þessara ná- unga, og er sagt aö 152 kærur séu útgeínar á hendur jafnmörgum kjósendum í kjördæminu fyrir brot gegn kosningalögunum er varða missi kosningaréttar i sjö ár. Málshöfðanir þessar eru sagöar ná víöar en til kjósenda í hinu um- rædda kjördæmi, ekki færri en sjö conservative þingmenn eru sagðir undir ákæru, og þarmeð tilnefndur éinn af ráögjöfum í ráðaneyti Bordens. Margir kjósendur era gramir yfir lmeyksli þessu og kjör- villum conservativa og hafa lofað að gjöra alt sitt til að koma á loft og fyrir lög og dóm þeim sem framið hafa ósómann. Á einum fundi innan kjördæmisins var skotiö saman 1500 dölum til máls- kostnaöar í þessu gífurlega rnáli. Það er haft eftir Mr. Fisher, að sökudólgamir skuli sæta ábyrgð, jafnvel þó fara þurfi fyrir hæsta- rétt til að fá þá dæmda. Gott væri til þess að hugsa, ef þetta væri fyrsta spor í áttina til aö hnekkja hinni skammarlegit kosninga aöferð, sem farin er að viðgangast hér í landi í seinni tíð. Ræða Yuans. Forsetinn í Kína var settur í embætti í höll Kínverja keisara, 1 með mikilli viöhöfn, að viöstödd-1 um mörgum innanlands höföingj- um og útlendum sendiherram. Forsetinn hélt ræöu viö þaö tæki- færi, kvað það fyrst fyrir að koma réttarfari og lagasetningu í landinu í viðunanlegt horf, og sér lega að gæta laganna. Þar eftir væri aö sjá fyrir því aö öll þjóöin í heild sinni gæti orðið samferöa á framfara brautinni. Hann kvaö nær sinu skapi að fara heldur hægt en hart í breytingar, fyrst og fremst af því, að hann vildi meö engu móti stofna velferö þjóöar- innar í voða og í annan stað vegna þess, aö eftir sinni skoðun ætti meö engu móti að fyrirláta með öllu hina fomu menningu og lær- dóma Kínverja. Hann drap á þá fvrirstöðu, sem þarfamál þjóöar- innar hafa sætt að undanförnu og tjáöi þá fyrirætlun sina að byrja á umbótum smámsaman, eftir því sem þjóðinni hentaöi bezt. Hann lét mikið yfir nauðsyn fjár og góðrar fræðslu, einkum iðnaöar- náms unglingsins; fé þyrfti til að koma skriði á atvinnuvegi lands- 1 ins og þekkingu á þvi sem að iðn- aöi og atvinnuvegum lýtur, til að nota áuðsuppsprettur þess. Að lokum líkti hann Kínaveldi viö þann mann, er fólgiö heföi fé í jörðu og kvartaði síöan um fátækt. Rafafl fyrir gufu. C. P. R. félagið hefir fengið sér togreiðar til reynslu í Klettaföjll- um, og eru þær notaöar í staö eimreiöa á nokkrum stööum í fjöllunum. Þar er víöa svo mik- ið torleiöi og svo margvíslegir erf- iöleikar við aö fást, aö hvergi get- ur meiri. Það er haft eftir Sir Thomas Shangussy, framkvæmd- arstjóra félagsins, aö ef rafreið- arnar komi þar aö góðu haldi og reynist vel, þá muni félagið áður en langt um líöur leggja niöur að brenna kolum til að knýja með gufu, og taka upp togreiðar knúð- ar rafmagni alstaðar í Canada. Víösvegar í landi voru finnast stórir fossar og gnægö straum- vatna er nota má til að framleiða rafmagnið, svo að enginn hörgull yröi á því. Ekki er enn vitað hvort úr þessu verður, og sjálf- sagt mun hið stórvaxna C. P. R. ekki taka þetta ráð, nema það hafi áreiðanlega reynslu fyrir að þaö borgi sig og borgi sig vel. Hvaðanæfa. — Forsetinn á Frakklandi er í heimsókn hjá Spánarkonungi og í er sagt, aö þeir hafi gert traust samliand milli landanna. Forset- anum var boðið að horfa á nauta- víg, en hann afþakkaöi og j>ótti Spánverjum miður, því aö nauta at er þeirra uppáhalds skemtun. — Kvenréttinda konur á Eng- landi hafa vakið meiri óróa en að undanförnu. Þær geröu aösúg að vagni konungs og drotningar á Lundúna götum einn daginn, en var hnekt af lögreglu liði og sum- ar illa leiknar af lýðnum. Gyöinga kvenfólk hefir tekiö upp siði sinna kristnu systra, og gera uppistand í musterum sins þjóöflokks, ákall- andi drottinn hástöfum aö fyrir- gefa Júöunum í ráöaneyti Asquiths þeim Herbert Samuel og Rufus Isaacs, aö þeir láti viö gangast aö kvenréttinda konur séu pindar i dýflissuin og neitaö ufn atkvæðis- rétt. Óróa hefir þetta æsta kven- fólk vakiö í dómkirkjunni St. Paul og víðar í London. — Á Englandi er uppkominn trúarbragöa flokkur, er nefnist Pentecostalistar og skíra þeir nýja meölimi sína í ám eða vötn- um og jafnvcl í sjó Þeir höföu stóra samkomu nýlega á austan- verðu Englandi og skiröu nokkr- ar hræður í Englandshafi. Þær konur sem skirðar voru, höföu engin klæöi nema pus og skyrtu, og varö þeim svo kalt, aö varla gátu tippi staðið. Meöan þessir veslingar skulfu í sjónum og gnistu tönnum af kulda, dansaði safnaöarskarinn í fjörunni meö sköllum og lófaklappi. Þ'eir karl- ar sem skíröir voru viö þetta tækifæri. vora sumir í sundbux- um og sumir í slobrok. Ein kon- an lét sem óö, þegar hún kom upp úr, hljóp eins og fjaðrafok um fjöruna meö óhljóöum og hlátra- sköllum og veifaöi handleggjun- um, en háriö stóö einsog strókur aftur af höföi hennar. — Til New York kom nýlega á skipinu Imperator, bankari stór- auöugur frá Paris, tneö mikinn farangur og tösktt fulla af pen- ingum. Honum var ekki lofað í land, heldur tekinn í gæzlu og leiddur fvrir þá nefnd sem á að rannsaka, hvort sá og sá sé æski- legur borgari1 aö fá inn í landið. “Eg hef nóga peninga”, sagði bankarinn og sló á vasann, en ekki tjáöi þaö, heldur varö hann aö fara með þeim sem gættu hans og láta yfirheyra sig. í för meö honum var fríðleiksmær ein frönsk og höfðu þau búiö saman í fín- ustu herbergjum á skipinu, en kona bankarans og böm s'itu heima. Bankarinn og fylgimær hans fengu að vita að þau fenerju ekki að stíga á land í Bandaríkj- um og urðu að fara aftur um hæl. Þáu vora bœði hissa og blótuðu slíku ófrjálslyndi. — Snjór féll í Chicago á mánu- daginn og á mörgum stöðum unt miðbik Bandarikja suður og vest- ur til Albama, og er þaö óvenju- lega snernma. Kuldi fylgdi snjó- komunni. — álrs. Emeline Pankhurst, hin alþekta kvenréttinda valkyrja, er staðið hefir fyrir hinum svæsnu óspektum á Bretlandi, kom til Ameríku þessa dagana, en var linekt frá landgöngu og tekin í gæzlu meðan sú nefnd, er rann- .saka skal um hag vandasamra að- kontumanna, rannsakaöi mál henn- ar. Nefndin vildi ekki leyfa henni Jandgöngu, en úrskuröi hennar var skotiö til forsetans og fyrir hans orö var henni leyft aö koma á land og flytja fyrirlestra. Kven- fólk í Bandaríkjum sækir mikið eftir að sjá þennan orðlagða kvenmann og tala við hana. — A leið til Englands er maður frá Calgary, er þar hefir keyrt mjólkurvagna undanfarið, þess er- indis að heimta arf eftir frænda sinn nýdauðan. Arfurinn netnur að sögn tveim miljónum dala. Maöurinn fór á þriöja farrými, kvað sér henta þaö bezL Hann ætlar að koma aftur, ef hann nær arfinum og setja upp stóreflis gripa bú vestanlands. — Einn fyrsti frumbýlingur á suður Quill sléttunum, aö nafni Granhaus, fanst dauður einn dag- inn fyrir sunnan Kandahar. Hann lagði af staö i vagni með tveim hestum fyrir; vagninn fanst í keldu, þótti auöséö að maðurinn haföi leyst hestana frá og ætlað aö leita húsaskjóls, en orðið svo kalt á leiðinni aö hann gat ekki haldið áfram og oröiö svo úti. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson var til kvaddur og úrskuröaöi hann, að ekki þyfrti rannsókn fram aö fara útaf dauðsfallinu. — Nunnuskóli brann í Mon- treal eina nóttina; nunnumar koinust út viö illan leik, hjálpar- laust. Þegar bruninn stóö sem hæst hljóp prestur nokkur inn í kapellu skólans, aö sækja þarigað dýrlinga bein og bar þau út við mikinn ltáska. — Lecontre heitir stjörnuskoö- ari í Genf á Svisslandi, sem kent- ur með þá nýstárlegu skoðun. aö Marsbúar sétt að gefa umheimin- 11111 merki meö Ijósurn. Hann hefir skoðaö Mars í seytján uætur i röð og séð ljósi bregða upp á stóru svæði á þessari reikistjörnu er ltvarf og kom aftur meö nokk- urra sekúnda millibili. Mjög mik- ið hefir deilt veriö um þaö hvort lifandi verar séu á Mars eða ekki. — Tveir menn fórtt ttnt stræt- is-car i New York og reyndu aö kyssa kvenfólk sent í þvi var. maöur nokkur reyndi aö stöðva þá, honum köstuðu þeir út, svo að hann fótbrotnaöi. Tx>ks komu lögregluntenn og tóku óróaseggina, er voru af ítölsku kyni. og drógu þá í dýflizu. — Suöur t Georgia er læknir nokkur ákæröur fyrir mannsmorð. Hann misti konu sína nýlega og giftist daginn eftir nýtján ára gömlu stúlkubami. Faöir ltinnar fvrri konu krafðist rannsóknar á líki dóttur sinnar og var þá lækn- irinn tekinn fastur. grunaöur um aö hafa gefið henni eitur. — Það vildi til nýlega, aö tveir ræningjar voru á förnttm vegi, þarsent heitir Poughkeq^sie N. Y. og ræntu ltvern sem þeir mættu, loks hittu þeir fyrir sér mann er var á fttglaveiðum og skipuðu honum að leggja af viö sig úr og peninga. Ilann geröi þá hrædda meö skotum og elti þá langar leiö- ir, þartil þeir gáfust upp og voru þeir síöan teknir og leiddir í dýflissu. — C. P. R. félagiö hefir oröiö fyrir skakkafalli t Austurriki, þar- sem þaö hefir stórmikil fyrirtæki á prjónunum. Stjómin þar kærir embættismenn félagsins ttm svik á þá leið, aö þeir hafi haft samtök viö þarlenda menn til aö flytja úr landi karlmenn, sem herþjónustu áttu aö inna af hendi og þvi álitn- ir strokumenn eftir landslögtim. C. P. R. hefir eimskip í föram milli Trieste og canadiskra hafna og flytur stóra farma af Galiciu- mönnum þá leiö. Stjóminni í Austurríki er illa viö þann mikla útflutning, sem átt hefir sér staö upp á síökastið og vill hefta hann meö öllu móti. Öllum skrifstof- tim félagsins í Austurríki er læst og skjöl þess tekin til rannsóknar. — Kona fannst dauð á hóteli i Chicago, skorin á háls og skotin tveim skotum í handveginn. Maö- ur hennar, auöguur leöursali frá Cinncinnati fanst í sama herbergi með stór sár á hálsi og úlnliöum. Hann kvaö þau hjónin hafa kom- iö sér saman urn að deyja, hafi hatin svo skotiö og skorið konu sina og reynt aö stytta sjálfum sér aldur eftir á, en ekki tekizt. Sögu hans er ekki trúaö. — Bramwell Booth, æzti maöur hjálpræðishersins, er væntanlegur til borgarinnar þann 8. Nóv. og verðttr tekiö nteð viöhöfn. Hann ætlar að prédika þrivegis næsta sunnudag á eftir, í Walker leik- húsi. — Finnast ætla þeir að sögn um mánaöarmótin, keisarar Þýzka- lands og Austttrrikis og þykir þaö benda til aö niður fallin sé sú snttröa er fallið haföi á vináttu landanna meöan Balkanstríöiö stóð yfir. verja heitir Yeti-Heng. Haim er — Yaraforseti lýðveldis Kín- unt fimtugt. Hann var mestur fyrir sér þeirrá sem réöu fyrir ttppreisninni gegn keisara og stjóntaöi öllum þeirra hernaöar- brögðum. Eftir að keisari haföi sagt af sér, stundaði hann aö konta friði á, gerðist æösti maöur i her lýðveldisins og varaforseti. Tlann er rnest nietinn fyrir at- gerfi sitt. í sinu landi, næst Yuan forseta. — A Þýzkalandi hafa þeir fundið upp á þvi að hafa marmara í staöinn fyrir gler utanum raf- magnsljós. Birtan er sögð svo lík dagsljósi, að varla verður sundur greind. Kosningin í East Middlesex Ont. fór fram á þriðjudaginn og lauk þannig, aö þingmannsefni conservativa aö nafni Glass, hlaut kosningu, meö 368 atkvæöa meiri hluta. Viö síðustu kosningar höfðu conserva- tivar 661 atkvæöa meiri hluta og hefir því fylgi þeirra þverraö í kjördæminu um nálega 300 atkv. á tveim áram. Liberalar gerðu sér enga von um að vinna kjör- dæmið, en af stjórnarjnnar hálfu fóru ráögjafar og ræöumenn um þaö þvert og endilangt. prédikandi hátolla og herskatt til Breta. Þeir fengtt svarið hjá kjósendum; Fylgi stjórnarinnar minkaði um nálega 300 atkvæöi! Þess þarf ekki að geta, að smalahópurinn, sem gerir ekki annað en þjóta kjördæmi úr kjördæmi til að vinna fyrir stjórn- ina, með sinum ærlegu voonum, var til staöar i East Middlesex. eins og annars staðar þar sem kosningar fara frarn. Ur bœnum Ráðsmaður Lögbergs biður aö geta þess, aö hann vilji mælast til, að þeir sem kaupi Lögberg til aö senda til Islands, láti borgun fylgja pöntun. Þaö slys vildi til á sunnudag'nn aö skot hljóp óvart úr byssu og varö maður fyrir, Jón sonur Halldórs smiös Halldórssonar hér í borg. Skotið kom í fótlegginn fyrir neðan hné, utanfótar, kom út innanfótar svo sem spannarlengd neðar og haföi þá mölbrotið fótlegginn á því bili. Slys- iö vildi til austan viö Selkirk og með því móti, aö sá maður, sem Jón var með, rasaöi með bysstt sína; hinn meiddi var fluttur á spítala í Selkirk og Dr. Brandson sóttur frá Winni- peg. En þó að áverkinn sé mikill, af- réð læknirinn að taka fótinn ekki af að svo stöddu. Herra Th. Þórðarson úr álikley var á ferð í vikunni. Hann segir alt gott aö frétta þaðan, og vciöi mikla í haust. Hann hefir róið á bát með öörum manni til, Guöjóni Þorvaldssyni, héöan úr borg, og fengiö afla upp á 700 dollara í sex vikur, enda er þaö mestur afli er fékkst á eynnr á þeim tíma. Ungu mennimir í Bandalaginu halda “At Home” i sunnudaga skóla sal Fyrstu lútersku kirkju kl. 8 á laugardags kveldiö. Inn- gangur ókeypis. Allir velkomnir. Góö skemtun.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.