Lögberg


Lögberg - 23.10.1913, Qupperneq 7

Lögberg - 23.10.1913, Qupperneq 7
LÖGBEKGr, FIMTUDAGINN 23. Október 1913. 7 Alþýðuvísur. Seinni vísan til Þ. Þorsteinsson- ar í siðasta blaði, hefir aflagast. Rétt er hún svona: Þökk fyrir þína Neií þeir þýða klaka úr r' og ef til vill úr ÖöL-„ ])eir orka að kveikja i>íu_ R. J. D. Eg sendi Lögbergi nokkrar al- ])ýðu vísur, er fullkomlega jafnast á við margt af þeim, sem blaðið hefir áður flutt. — Mér þætti vænt um ef einhver gæti frætt mig um höfund að þessari visu: Við skulum halda heimleiðis hlés um kalda mýri og draga upp faldinn dúfutrés i drottins valdi á Álftanes. Eessari vísu hefir verið snúið á marga vegu: Austan kaldinn á hann blés upp skal faldinn draga trés þó velti alda vargi hlés við sku.lum halda á Siglunes. Hér eru tvær stökur. eftir Jón Jónsson, ungan Húnvetning. Hann flutti snemma til Ameríku og dó ungur. Síðari vísuna mun hann hafa orkt við fóstbróður sinn: Geisla frá sér sendir sól sett á bláum himinvegi. á þau strá er fönnin fól fyr á háum vetrar degi. Við ]>ig skilja verð nú hér vitur hyija grérinn funa, ])ví nú vilja meina mér s mótgangs kyljur, lijá þér una. Hér eru nokkrar vísur eftir lijörn Ólafsson, móðurbróður Skafta Brynjólfssonar: Út eg trað um aftan stund ei það skaða segi. kom eg að er klæða hrund klappaði naðarmegi. Hitafossa sendir sá ■sem að hnossið vildi, ])áði kossa kæra hjá . kvera blossa hildi. Svifti kala sverðagrér sú gat falið trega, vafði halinn hún að sér neitt og alúðlega. Þessi sálar hræring hrein lireint át máluð sást þar, jjneistaði af hálum hvarma stein hita bálið ástar. Þessar vísur nmn hann hafa sent stúlku er var honum ótrú. Svo bætir hann við: Nafn sitt rita ei nennir þér njótur þvita jára, kantu vita hvar eg er kjafta, sit og pára. « Skáld og hagyrðingar hafa not- að kenningarnöfn sér til hjálpar fyr á tímum, það óprýðir vísur þeirra. R. J. Davidson. . Athugasemdir við nokkrar alþýðuvísur í Lögbergi 26. árg., nr. 39., 25. Sept. 1913. 1. Vísuna: “Varaðu þig og vertu ei hvinn, voðaleg er kranibiiðin; Axlar Björn var afi þinn, • elskulegi Bensi minn”, 'hefi eg heyrt þannig: “Varastu að verða hvinn, varasöm er krambúðin: Axlar Björn' var afi þinn, elskulegi Bensi minn. 1 Lögbergi er vísa þessi sögð ort af Jóni Jónssyni í Stóradal í Húnavatns- sýslu. Vísu ])essa lærði eg 1864 í Borgar- firði, af menta og fræðikonu mikilli. Kvað hún séra Búa Jónsson á Prest- bakka í Strandasýslu fd. 1848J vera höfund vísunnar, og hefði hann kveð- ið hana við pilt nokkurn, Benedikt að nafni, sem var hjá honum til náms; ætlaði piltur þessi að gerast verzlun- armaður við verzlun föður síns, sem var kaupmaður og sem kona þessi nafngreindi. Hið sama og hér greinir um höf- und og tildrög vísunnar, sagði mér haustið 1906 Hallgrímur Erlendsson (i. 21. Ág. 1827, d. 16. Sept. 1909J, þá til heimilis í Big Grass bygð, Man., en fyrr um bóndi að Meðalheimi í Húnavatnssýslu, einkar fróður mað- ur og minnugur og vandlátur í frá- sögn sinni. Hvenær skyldi sá Jón Jónsson í ■Stóradal, sem vísan er eignuð, hafa verið uppi ? 2. Erindið: “Þegar Halldóra bekkinn braut”. Þegar eg var að alast upp í Borgar- firði (um 1860J, heyrði eg frótt og gamalt fólk fullyrða það, að erindi þetta væri kveðið af Gísla Ólafssyni, sem bjó í Sveinatungu í Norðurárdal í Hvanunssókn á síðara hluta 18. aldar og nokkuð fram á 19. öld, og að prest- ur sá er svaraði hefði verið séra Jón Oddsson Hjaltalín (á. 1835J, faðir þeirra læknanna Odds Hjaltalíns og Jóns Hjaltalíns landlæknis. Jón þessi Hjaltalín var prestur í Hvammi í Norðurárdal 1783-1786. Það virðist og geta bent til ])ess að erindi ])essi séu þaðan upp runnin, að einn af sóknarbæjum Hvamms í Norðurárdal heitir Krókur. Krókur var kirkjujörð frá Hvammi og liggur i Norðurárdal ofanverðum, sunnan Norðurár. Gísli Ólafsson i Sveintungu var góður hagyrðingur, fræðimaður og vel að sér gjör á marga lund, en þótti keskinn í kveðskap sínum. Ekki er efi á þvi, að séra Jón Hjaltalin var vel fær til þess að hafa ort erindið, sem honum ,er eignað ; eins og kunn- ugt er, kvað hann auk annars Tíða- visur, sem eru prentaðar, og Hug- vekjusálma, sem einnig eru prentaðir. Um 1817 var prestur að Hofi á Skagaströnd Árni Illugason (á. 1825J, faðir þeirra Jóns þjóðsagnahöfundar og séra Þórðar á Mosfelli í Mosfells- sveit. 3. Vísan: “Alda rjúka gjörði grá”, er úr Grettisrímum, kveðnum af Kol- beini Grímssyni á Dagverðará í Breiðuvik undir Jökli. Rímur þessar hefir Kolbeinn endað 29. Nóv. 1658; eru þær í handriti, sem 1883 var i eigu Sighvatar Grímssonar fræði- manns á Höfða í Dýrafirði. Um vísu þessa og handritið, sem hún er í, heíir Sighvatur ritað í Tímarit Bók- mentafélagsins, IV. árg., bls .251-254. Kallar hann ritgqrð þessa: “Athuga- semd ujn eitt atriði í ritgerð B. Grön- dals “um fornan kveðskap ísleridinga og Norðmanna.” fTímarit Bókm.fél. III. árg. 1882J. í ritgerð sinni hafði meistari Benedikt Gröndal (á. 1907J tilfært vísuna “Alda rjúka gjörði grá” og sýnt fram á, að hana má kveöa á sextán vegu; fortekur þo ekki að kveða megi hana á enn fleiri vegu. Um höfund vísunnar var Bene- dikt Gröndal ókunnugt en getur þess, að i æsku sinni hafi hann heyrt vís- una eignaða Hallgrími Péturssyni. Eins og vísan sjálf bendir til, þá er bún um það, er þeir Skeggi Gamlason fluttu lík þeirra bræðra, Grettis og Illitga, úr Drangey. fSbr. Grettissaga, Rvík 1900, bls. 225J. Wild Oak P.O., Man., 6. Okt. 1913. Halldór Daníelsson. Norðurfarabrag vill sá fróði mann, hr. Daniel Gríms- son í Elfros kalla “Kaupamannsbrag”, segir hann ortan af manni, er Jón hét á Álftanesi, er hann ætlar verið hafa Eiríksson. Sá Jón kvað brag- inn er hann fór í kaupamensku norður í land. ■ Daníel sendir nokkrar vísur í viðbót við þær, sem áður voru komn- ar í blaðinu. Þessi er kveðin, er þeir lögðu á Kaldadal: Tókum hrossin tíu og þrjú sem trússum á skal halda, frímóðugir fórum nú að feta dalinn kalda. Öll var lestin orðin treg undir böggum ])ungu rákum svo um ruddan veg rétt að Kalmanstungu. Nú vantar nokkrar vsur um ferðina þaðan og norður. Eftir að komið var upp úr á nokkurri þar sem höf. varð votur og lá úti “undir moldarbakka”, scgir svo: Vaknaði jeg og var í keng, vosbúð þó ntig hrelli, eg reiö ])á í einum fleng alt að Mælifelli. Frúna þar jeg fundið gat, fólk sat undir borðum, kaffi bæði og ket að mat eg kaus með þakkar orðum. Síðan kemur hann til Einars og fékk góðar viðtökur, “ábrystur og rjóma” og annað góðgæti. Gerðist eg í geðinu rór, gekk í sollinn drengja, þegar jeg á fætur fór fékk eg ljá að dengja. Fer nú út á tún að slá : I átta tíma upp eg lít ei var hent að slíma eggin var þá eins og krít, eg má til að brýna. Var það nokkur vanvirðing, eg vann með geði fríu, öll mín slæja alt um kring var átta álnir og tíu. Nú kemur húsbóndinn til hans, held- ur ófrýnn: skal þér ekkert gjalda; víktu burtu vondur þræll, eg vil þig ekki halda. Fór hann síðan burt sína leið við það kaup, sem áður segir: Holta fór eg heiðina, herma skal þér sögu, lagði suður leiðina líka endir bögu. Mr. Grímsson segir Jón þennan 1 Eiríksson hafa gert vísuna: Allir erum við Adams börn í orðum bæði og gjörðum. Heimurinn kallar hann “Hunda- Björn” hringjarann í Görðum. Enn fremur segir liann að séra Stefán Thorarensen á Kálfatjörn hafi gert erindið: “Hlægilegt er þá heimskur dóni”, þegar hann var í skóla, en sá er hann átti orðastað við og svaraði með er- indinu: “Skeð getur það að skólasmoginn” hafi heitið Guðmundur og átt heima í Reykjavík. Frá íslandi. Reykjavík 3. Okt. Eldeyarfararnir komu aftur í gærkveld seint. Höfðu þeir harða útivist við eyna, en gekk þó að öllu slysalaust. Veiddu rúm 400 af súluungum. Eitrað er nú, þessa og næstu viktt, úti í Effersey fyrir rottur. Talið að ekki sé óhætt fyrir böm (og skepnur að konta þangað nú meðan á pví stendur. Nu eru hestar ódýrir hér sökum heyskorts af óþurkunum í sumar. Sem dæmi má geta þess, að nýlega var góður reiðhestur seldttr hér í borginni fyrir 20 pd. af confect ('brjóstsykrij. Skerjafjarðarbryggjunni miðar lítið áfrarn. Á vinnu við hana var byrjað í Júlí og hafa unnið venjtt- lega 5—8 menn þar síðan, þó var eitt sinn algjört hlé um 3 vtkur og heldur hefir staðið á efni til vinn- unnar. Sent stendur vinna þar 6 menn, en búist við að vinna hætti þar algjörlega mjög bráðlega. —Vísir. Reykjavík 1. .Okt. Stofnfundur Eimskipafélags ís- lands er ákveðinn nú. Hann á að fara frarn i Reykjavík laugardag 17. Janúar 1914. Fyrir hann verður lagt lagafrttmvarp og gerð- ar allar nauðsytilegar ráðstafanir til þess að byrja félagsstörf. Gift voru 27. Sept. Séra Jakob Lárusson og ym. Sigríður Kjárt- ansdóttir. Grandagarðurinn er nú korninn langt á veg — eftir hér um bil j/j lciðarinnar út i Örfirisey og garð- urinn kominn yfir dýpsta kaflann — upp á .Grandahausinn, svo að fljótt vinst það sem eftír er. Búist við, að þeim garðinum verði lokið úr því kemur frarn í næsta mánttð. Verður því næst byrjað á hinum tveim görðunum. i útsuður frá Örfirisev og landnorður á Battariinu — líklega jafnsnemma báðum. Gríðarbjörgum hefir verið ekið úr Öskjtthlíð út í Grandagarðinn — alt a* 10,000 punda steinum. Námsfólk drífur nú að ár öll- um áttum landsins — og stórfjölg- ar fólki í borginni daglega. í mentaskólanum verða í vetur nálega 140 nemendur og er það mikil viðkoma. Sú nýbreytni er tekin þar upp í dag að hafa enga skólasetningarathöfn! Háskólinn var og settur i dag. Þar bæta-st 15—16 nemendur, en 30 útskrifuðust í vor. l£nn er þvi aðdráttarafl Garðstyrksins á hött- unum eftir islenzkum námsmönn- um. Ræðustóll rektors var vafinn ís- lenzka fánanum. Rektor Lárus Bjarnason mælti nokkurum hvatn- ingar og brýningarorðum til stú- denta og bauð hina nýju háskóla- borgara sérstaklega velkomna. Benti þeim á að muna báða liti fánans — hvita litinn þ. e. pappír- inn fnámiðj og bláa litinn þ. e. heiðbláma náttúrunnar ('útivistj. í verzlunarskólanum verða um 90 nemendur. Enn eru settir i dag kvennaskólinn. barnaskólinn og Iðnskólinn. —Isafold. Silfurbrúðkaup. Þann 9. ]). m. gerðu nokkrir vinir og kunningjar þeirra Mr. og Mrs. Johann P. Bjarnason á Arlington St. hér í borg, þeim ó- vænta heimsókn, i tilefni af þvi, aö þá höfðu þau líjón verið í hjónabandi í 25 ár. Þar var glatt á hjalla þá um kveldið. Fyrst þegar gestirnir komu var sunginn sálmurinn: “Hve gott og fagurt og inndælt er” o. s. frv. Því næst voru brúðhjónin sett við borð ásamt gestunum og þar voru krás- ir góðar. Þá afhenti herra Sigfús Pálsson gjöf frá gestunum, sem var skínandi silfurdiskur, áletraðs ur nafni brúðhjónanna, ásamt orðunum: “Til minnmgar um 25 ára giftingarafmæli þeirra frá nokkrum vinum”. Og á diskinum voru $50 i 25 centa peningutn. Þá þakkaði brúðguminn þá gjöf og þann vinarhug og áhuga, sem þeir hinir sömu sýndu þeim hjón- um. Svo kornu ræður, söngur og hljóðfærasláttur langt fram á nótt. Þar næst fóru allir heim, ánægðir yfir þeirri skemtun, sem þeir hefðu haft ásamt brúðhjónunum. Viðstaddur. Móðirin. Hinumegin — fyrir handan ána — beið gæfan með útbreiddan faðminn, til að taka á móti öllum er kæmust yfir og margir höfðu reynt að komast yfir, en áin var djúp og straumhörð og allir fór- ust ])eir sem revndu að hitta gæf- una. En áin skilaði likunum til sama lands, og hvítar beinagrind- ur lýstu afdrifum þeirra. En svo var það eitt kveld, að þangað kom móðir með barn. Máninn sló fölum bjarma yfir hinar bleiku beinagrindur og móðirin varð gagntekin af kvíða og hræðslu. Hún heyrði ótal raddir hvisla, og allar sögðu þær: “Farðu ekki! Straumsins mikla afl fellir þig. og þú sogast niður í hyldýpið og ferst!” En hinumegin var gæfan, SASKATCHEWAN. NOKKRAR Tímabærar bendingar til frumbýlinga. Uppskerunni í ár er nú borgið og tími er kominn til að baandur liugsi fyrir vetrinum. Það er almennt álitið, | að vetrarmánuðirnir séu hvíldartími, er lítið eða ekkert verði gert á. Þetta er fjarri öllu lagi. Vetrarmánuð- irnfr eru sá tími, er bændur yfirleitt hafa na*gilegt tóm til að sinna rækilega fóðrun og fitun fárra gripa og það geta þeir án nokkurs auka kostnaðar, ]>ví að þeir hafa það sem til þess þarf á sínum eigin löndum. A liverju kornyrkju búi verður jafnan eftir óþreskt knippi og margir strástakkar, og satt að segja ýmiskonar úrgang- ur, sem fer til ónýtis ef vanaleg meðferð er höfð. Send- ið vinnumanninn, eða* sem betra er, farið sjálfir og safnið knippunum, færið lieim eins'mörg vagníilöss og mögulegt er, frá úrgangslilið stakkanna,, sláið það liev, sem þér liöfðuð ekki tíma til í sumar, 00: síðan, ef þér lmfið enga skepnu til að gefa það, þá kaupið nokkrar. Ef þið eigið naut eða kálf, nokkra grísi eða fáeinar kindur, þá seljið ekki þær skepnur, heldur fóðrið ])ígr. Fóðrið eins margar og þér hafið húsrúm og fóður fvrir, og takið í aðra liönd peninga fyrir vinnu, sem þið ]>urftuð ekki að fara að heiman til að afkasta. Gætið að prísunum í þessu fylki í Október mánuði-— nauta- ket 5þSc. lifandi vigt, svín 8c. og sauðaket 5c. á fæti-— er það ekki laglegur skildingur ‘! Dittið a.ð fjósunum. búið ykkur undir að geta vatnað oft og tíðum og berið vel undir skepnurnar, þá inunuð þér græða á þeim ali- dýrum, sem ])ér liafið. Minnist þess líka að þessir prís- ar munu haldast nokkuð lengi, og seljið ekki kálfa, gxísi né lömb. Alið þessar skepnur upp og alið jiær vel. Þér getið grætt á þeTm rctt eins vel og aðrir. Með gimbiTim. ungum gyltum og kvígukálfum, má auka skejmu eignina. en ef skepnunum fjölgar, þá eykst gróðinn. Þurfið þið meiri peninga ? Ef svo er, þá lofið þið kálfakaupmönnum að fara sína leið, þegar þeir koma í haust og reynið að halda kálfunum í vetur. Só bóndi, sem selur ung- viði eða margar skepnur l)er 75% af fóðri og uppeldis lcostnaði, og fær 25% af ágóðanum-en sá sem kaup- ir og fitar ungviði eða margar skepnur ber 25% af fóðri og uppeldis kostnaði og fær 75% af ágóðanum. Hugsið eftir þessu, piltar, ogminnist þess, að ef þið fóðrið gripi til slátrunar í vetur, þá gætið þess veí, að fá markaðsverð fyrir þá. Ef liægt er, þá seljið þá skorna og brytjaða, í nágrenni við ykkur, því að þið megið rétt eins vel fá allan ])ann gróða, sem bægt er atð hafa af sölunni. Ef ])ið ])urfið upplýsinga eða ráðlegginga við, þá liikið ekki við að skrifa Department of Agricnlture, Jtegina, SasJc. ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip VETRAR-FERDIR Frá St. John og Halifax Frá Portland til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A FYltSTA FAHKÝMl..$80.00 og upp A ÖÖKU FARRÍMI........$47.50 A pRIÐJA FARRÝMI......$31.25 Fargjald frá Islandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri...... $56.1« “ 5 til 12 ára.......... 28.05 “ 2 til 5 ára......... 18,95 “ 1 til 2 ára.......... 13-55 “ börn á 1. ári.......... 2.70 Allar frekari upplýsingar um gufuskipaferðirnar, far bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor H. S. BARDAL horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annast um far- gjalda sendingar til Islands fyrir þá sem til hans leita. W. R. ALLAN 364 Maln St., Winnipeg. Aðalumboðsnmður Tetitanlands. adaHs.íoal COMPANV r VVINNIPEG MÁNÍföBA ^ITT og móðirin vafði barnið að brjósti sér og lagði af stað. Straumurinn l>eljaði kringum hana og hún fann hvergi botn. en hún þrýsti barninu fastar að sér og alt gleymdist, straumurinn, hyldýpið og hættan; nú var hún á leiðinni til gæfunnar með barnið sitt, og yfir kornst hún og gæfan tók hana brosandi í faðm sinn. 25. Sept. 1913. Hugrún. Þorvaldur Johnson. Jarðarför Þorvalds éWalters J Jónasar Johnson fór fram sunnu- daginn þann 12. þ. m. frá heimili lians í Omaha, Nebraska. Rever- end Halvorsen. prestur danskra og norskra lúterskra manna 1 Omaha flutti húskveðjuna og talaði yfir moldum i grafreitinum. Líkfylg.l- in var mjög fjölmenn — pvt 'Þor- valdur heitinn var hvers mann hugljúfi; á það benti hið mikla blómaskrúð, sem líkkistunni fylgdi og sent hafði verið víðsvegar að. Margt utanbæjar fólk kom til þess að vera við jarðarförina. Meðal þess voru: Sigurður Johnson, bróðir Þórvaldar heitins og Olaf- ur J. Olafson frá Chicago, P. M. Clemens, frá Winnipeg; Mr. og Mrs. P. P. Holm og Miss Henri- etta Sigurdson frá Lincoln, Nebraska; Mr. og Mrs. J. G. Johnson frá Rugby, North Dakota. Þbrvaldur heitinn var sonur heiðurshjónanna Jónasar Jónsson- ar éjohnsonsJ og Kristrúnar Jóns- dóttur frá Elliðavatni. Þau hjón eru öllum einungis að góðu kunn. Var heimili ]>eirra u-m langan tíma höfuðból íslendinga í Milwaukee og Chicago. Virtist svo sem þau teldu skyldu sína að taka á móti ö-llum samlöndum sínum, hvort lieldur sem þeir áttu heimili í bæn- um eða voru þar gestkomandi. Mætti margt segja um þá gest- risni, en hér á það ekki við. Var Þorvaldur hinn fimti af sonum þeirra, sem látist hafa. Eina dóttur eiga þau enn á lífi. Mrs. J. Klauek, og eru þau til heimilis hjá henni og rnanni hennar. Þor- valdur var 27 ára gamall þegar hann lézt. Hann var höfði hærri en flestir menn, eins og faðir hans, og þó beinn og herðabreiður. Hann var bjartur á húð og hár. Hann kvongaðist fyrir hálf-öðru ári amerískri konu. Ekki varð þeim barna auðið. Þessi fögru vers orkti Guð- mundur Bjarnason í Chicago, eftir andlát Þorvaldar; Oss finst það hart og finnum vel hvað fast að hjarta er skorið, er nákökl frost og níðdimm él , þau nísta æsku vorið. Svo finst oss nú er foldin köld, hún felur kistu þína, að gleðisól um aðra öld ei aftur muni skina. En sorgin deyr í sigurhljóm, er svífur þú að ströndum, þars unir þú við engilróm á ástarbjörtum löndum. Öllum þeim, sem á einhvern hátt sýndu hluttekning i sorg þeirra, inna hinir syrgjandi alúðar þakkir og óskir alls góðs. Winnipeg 20. Okt. P. M. Clemens. Hugsið fyrir jólaf erðinni LÁGT FARGJUD TIL BAKA Farbréf seld á Kverjum degi. Nóv. 7. til Dec. 31. af CANADIAN NORTHERN RAILWAY TIL HAFNA VIÐ ATLANTSHAF í sarnbandi við farbréf til Heimalandsins og Evrópu-landa Pantið snemma farbréf, og tryggið yður góð pláss. KomiS, fóni3 e3a skrifiS einhverjum umboðsmanni Can- adian Northern; þeir munu fúslega gefa allar upplýsingar. J. F. McGuire, G. S. Belyoa, R. Creelman, City Ticket Ag’t, North End A’cy, Gen.Pass.Agt- Port. & Main, 583 Main St„ Union Station Winnipeg. Winnipeg. Winnipeg Main 1066 og 2951. Phonés: M. 1989 og M. 6566-5567 Þakkarávarp. Það hefir oft verið haft orð á því, hvað Mikleyingar værti hjálp- samir og fljótir til að hlaupa und- ir bagga með þeim, er verða fyrir efnalegu skipbroti eða heilsutapi, eða á einn eða annan hátt eru ekki sjálfbjarga fyrir stundar sakir, enda þreifuðum við hjónin á því, síðastliðið sumar, fullkomlega, að sá orðrónuir er á rökum bygður. í Júni i sumar, veiktist eg norð- ur á vatni á þann hátt, að það hrökk framan í mig bráðið blý og skaðaði mig i fratnan. ekki mjög mikið, en meiðslið hafðist illa við, svo að eg var fluttur á spítalann í Selkirk, ekki vel haldinn af snerti af blýeitrun í andlitinu. Eg varð að vera þar í 3 vikur. Kon- an min kom þangað og stundaði mig allan þann tíma, er eg lá þar, með þeirri nærgætni og umhyggju, sem kvenfólki er einu unt að láta í té við þá sem veikir eru. Svo ]>egar eg fór að rétta við, þá veiktist konan mín mjög hættu- lega og varð að ganga undir upp- skurð, er hepnaðist ágætlega. Eftir 7 vikna legu var hún álitin ferðafær, sem hún og var. Eins og gefur að skilja. þá kostaði þetta alt saman býsna mikið, en við vorum ekki svo vel stödd f járhagslega, að með töldu atvinnu tapi mínu í sumar, að við gætum borgað allan þann þostnað, er á okkur féll, í fljótum hasti. Þá sendi Kvenfélagið í Mikley okkur 15 dali að gjöf. Svo i tilefni af því, sem hér að ofan er skrifað, ])á tóku sig saman nokkrir vinir mínir og kunningjar og gengust fvrir samskotum á eynni, okkur til hjálpar, sem varð að upphæð 103 dalir i peningum. Það er býsna mikil upphæð, þeg- ar tekið er tillit til þess, hvað fólkið er fátt hér, þá sýnir sig sjálft, að margir hafa gefið vel. Fyrir alla þessa hjálp, þökkum við hjón af heilum hug og hjarta, og biðjum hann, sem lítur eftir ])ví sem vel er gert, að liðsinna öllu þessu fólki, þegar því liggur mest á. Hecla P. O., 16. Okt. 1913. Mr. og Mrs. Th. Jones. Eg sá i 41 tbl. Lögbergs, fáeinar tækifæris vísur eftir mig, er kunn- ingi minn, Mr. Paulson hafði sent því. Eg hef aldrei ætlað mér að ríða skáldahesti háhest í gegnum fréttablöðin, því eg býst við að syndamælir hortitta sKaklanna sé orðinn fullur, þó eg bæti ekki í 'hann; en athugasemd þarf eg afc gera við áðurnefnclar vísur, þær hafa aflagast við stílsetninguna flestar af þeim. í fjórðu visunni á að vera boríía hindi beitum inn, en ekki “boða”. Svo á að vera: flesta stangar þessi þraut, en ekki ,‘stingur”. Og í næstu visu á að vera svellur boði á súðunutn, en ekki “síðunum”. og svo: brotmn hrúga af ljáum. en ekki tvisvar “grúi” í sömu ríman. Þetta ætla eg að biðja þá sem hafa lesið vísurnár að athuga. Og í sambandi við bréfið úr Mikley, sem kom út í sama blaði, er vert að geta þess, að kvenfélagið í Mikley heitir Úndina. M. J. Da>ll. Oi á[C£AVU jjotel Viö sölutorgiö og City Hall 81.00 til 81.50 á dag Eigandi: P. O’CONNELL. — Ekki langt frá Fort William sökk eimreið með tíu vögnum, hlöðnum grjóti og möl, í jörð nið- ur á C. P. R- brautinni. Menn komust af. Á þessum stað hafði verið djúpur skorningur og botn- laust fen, þegar C. P. R. brautin Jvar fyrst bvgð og höfðu lestir 1 sokkið þar áður, Fjögur hundruð manns og fjórar járnbrautir ent að fylla upp fenið. Fluttur! Vegna þess aö verkstæö- iö sem eg hef haft aö undanförnu er óröiö mér ónóg, hef eg oröiö aö fá mér stærra og betra pláss sem er rétt fyrir noröan William, á Sherbrooke. Þetta vil eg biöja viö- skiftamenn mína aö at- huga. G.L.STEPHENSON ‘ The Plimber ” Talsími Garry 2154 885 Sherbrook St., W’peg.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.