Lögberg


Lögberg - 23.10.1913, Qupperneq 8

Lögberg - 23.10.1913, Qupperneq 8
8 LÖG-BEJEilí, EIJVJTL3DAG1MN 23. Október 1913. VÉR RANNSOKUM AUGU SLÍPUM AUGNAGLER SEUUN GLERAUGU scm hcnta, og með því að vér erum mjög reyndir í gleraugna gerð, þá göngum vér svo frá þeim, að þau verði þægileg og hæfileg til fram- búðar. Limited H. A. NOTT, Optician 313 Portage Ave. Úr baenum TIL LEIGU—3 herbergi aS 507 Simcoe stræti. Eldastó má hafa ef vilL Um helgina kólna'öi í ve'ðri til muna. Talsvert frost á mánudags- nótt og þothvass norðanvindur dag- inn eftir meö snjóhraglanda. Kólgað loft og kalt á þriðjudag. Herra Vigfús Þorsteinsson frá Beaver P.O., Man., var hér staddur fyrir helgina að heimsækja son sinn og dóttur. Herra Sigurður Sölvason frá VVest- bourne biður Lögberg að geta þess, að hann sé ekki höfundur greinar- innar um Langruth-picnic, sem stóð í Lögbergi. Þakklætishátíðarhaldið í Fyrstu lút. kirkju á mánudagskveldið var fór mjög vel fram. Það hófst með bæna- gerð, sem dr. Jón Bjajrjnason flutti uppi í kirkjunni. Því næst var sezt að kve'dverði niðri í sunnudagsskóla- salnum. Voru veitingar miklar og góðar. Síðari hluti samkomunnar fór fram uppi í kirkjunni undir stjórn J. J. Bildfells. Þar héldu ræður Dr. B. J. Brandson og séra N. Stgr. Thorláksson, en ýmsir skemtu með söng og hljóðfæraslætti. 'Vetrardagur fyrsti er á laugar- daginn kemur og sunnudaginn fyrst- an í vetri verður þeirra missira- skifta minst í Fyrstu Lút. kirkju og við guðsþjónustur kvelds og morg- uns fer fram altarisganga; er eink- um búist við, að altarisganga verði fjölmenn við kveldguðsþjónustuna. Það er fagur siður, að ganga til guðs borðs við byrjun vetrar, og helzt sem oftast, játandi þannig opinberlega sína kristnu trú. Herra J. J. Vopni biður al>a þá, sem eiga eitthvað óselt af gjörðabók siðasta kirkjuþings, að senda sér þau eintök tafarlaust, því að gjörðabókin er uppgengin hér i Winnipeg en tölu- verð eftirspurn eftir henni hér um slóðir. , Bjarni Magnússon, að( 683 Bever- ley stræti varð fyrir slysi 8. þ.m., er hann var að vinnu sinni við stein- steypu i kjallara nokkrum. Þar voru holur í steingólfið, og sleipt af vatni, en skuggsýnt snemma um morgun- inn. Vildi þá svo til að hann steig ofan í eina holuna og meiddist á síð- unni haegri, bæði á baki og bringu. Tvö rif brotnuðu og hefir hann verið allþungt haldinn, en borið sig vel og verið á ferli löngum. Hann er nú á góðum batavegi. Þeir herrar Sveinbjörn Björnsson og F.W. Ashford á Gimli, hafa stofn- að félagsskap til að kaupa og selja brúkaða muni, hverju nafni sem nefnast. Þeir halda uppboð í viku hverri í Central Street Auction Room. Þeir byrjuðu á verzlun sinni fyrir mánuði síðan, og hefir gengið prýði- lega það sem af er. Þeir óska eftir viðskiftum bæði Gimlibúa og sveita- manna. SPURNING Ef Anii Þórðarson borgaði $291.03 til Foresters fyrir að hafa þar $1,000 lífsábyrgð fyrir 15 ára tímabil feins og Swain segirj eður $31.68 meira en borga hefði þurft í New York Life fyrir sömu upphæð, hvemig í ó- sköpunum fór Mr. Þórðarson að spara sér $278.36 með því að vera í Foresters ? Sá spyr, sem ekki veit. C. Ólafson. Séra H. Sigmar biður þess getið, að afmælisguðsþjónusta, sem auglýst var að haldin yrði í Immanúels-kirkju i Wynyard 26. Okt., hafi verið frest- að til 2. Nóv. næstkomandi. Þá verð- ur guðsþjónusta þessi haldin kl. 2 e.h. og ræðuhöld og söngur strax á eftir. Séra G. Guttormsson prédikar við þetta tækífæri. En sunnudaginn 26. Okt. verður flutt ensk guðsþjónusta í Immanúels-kirkju kl. 7.30 að kveldi. Enn fremur verður þann sama dag (sd. 26. Okt.J guðsþjónusta haldin í Ágústinusar-kirkju í Kandahar kl. 2 e. h. — en ekki kl. n. Allir velkomn- ir segir presturinn. lagsins. Á þriðjudag fór Baldur norður til Árborgar og ferðast um norðurhluta Nýja íslancls í sömu er- indagerðum. Hans er von aftur til Winnipeg eftir næstu helgi, og tekur hann þá við öðru kennara embætti við kirkjufélagsskólann, sem hefst með byrjun Nóvember, eins og frá er j skýrti á öðrum stað í þessu blaði. Á laugardagskveld 18. þ.m. voru þau Sigfús Júlíus Anderson og Jón- asína Björg Jónsson gefin saman í hjónaband. Séra R. Marteinsson gifti og fór hjónavígslan fram á heim- ili fósturföður brúðgumans, Stefáns Anderson’s, 32 Fifth Ave., St. Vital. Á eftir var fjölmenn veizla og mynd- arleg. Til íslands fóru um síðustu helgi auk þeirra, sem um var getið í síð- asta blaði, þeir Kristinn Goodman frá Selkirk og Sigurbjörn Halldórsson héðan úr bænum. Kristinn hefir dvalið hér vestra í þrjú ár, og fer til Vestmannaeyja að finna fólk sitt, en Sigurbjöm hefir átt heima í Winni- peg siðastliðin tíu ár. Hann fer til Reykjavíkur, líklega til langdvalar. Enn fremur fóru Mrs. Lyngný Sig- urðsson héðan úr bæ, Mrs. Guðfinna Thorlacius með 2 börn, Miss Guðrún Johnson og Miss Ragnheiður Eiríks- son—alls voru ellefu í hópnum, og lagði hann af stað á mánudagsmorg- un 20. þ.m. Dagblaðið “Free Press” segir frá því, að ráðstafanir hafi verið gerðar til að veita fjármagni frá Norður- álfu löndum inn í Canada og muni bráðlega verða bætt úr þeirri pen- ingaþröng, sem hér hefir verið í umar. Peningar verði innan skamms nógir og yfrið nógir; til bygginga- lána í stórbæjum og annara fyrir- tækja í landinu. Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar tjáir öllum þeim, sem sóttu þakklæt- ishátíðahald þess, 20. þ.m., sínar beztu þakkir, en einkanlega þó því fólki, er skemti á samkomunni og stuðlaði að því að hún hepnaðist vel. —Nefndin. Vikublaðið “Montreal Weekly Witness” geta nýir kaupendur fengið fyrir 10 cent ,það sem eftir er af þessu ári. Það er áreiðanlega lang- læzta vikublaðið, sem vér höfum séð í þessu landi, sérstaklega fróðlegt og einkum frægt um alt þetta land fyrir ritstjórnargreinar, sem eru prýðisvel ritaðar og alveg lausar við flokka- ríg. Sendið nafn og heimilisfang til John Douglas and Son, Witness Blk, Montreal. Paul Johnston Real Estate & Financial Broker 312-314 Nanton Bnildlng A horni Maln og Portage. Talsími: Main 320 Lesendur vorir eru ámintir um að sækja eimskipafélags fundinp, sem haldinn verður í Goodtemplara-hús- inu hér í borg á þriðjudagskveldið kemur. Það væri ákjósanlegast, að ftmdur þessi yrði sem bezt sóttur, og menn kæmu á hann úr sem flestum islenzkum nýlendum. Herra Baldur Jónsson, B. A., kom hingað til borgar á laugardaginn var úr ferðalagi vestan úr Saskatchewan; þar hefir hann síðustu vikurnar verið að flytja erindi um skóla kirkjufé- Herra Gísli Johnson frá Wild Oak kom nýskeð hingað til borgar með son sinn Karl til lækninga við augn- veiki. Sagði alt bærilegt að frétta úr sínu bygðarlagi. Mrs. Guðrún Anderson andaðist í Selkirk á mánudagsmorguninn eft- ir langvarandi heilsuleysi; hafði ver- ið skorin upp tvívegis við innvortis meinsemd, en árangurslaust. Hin Iátna var um þritugt. Hún skilur eftir þrjú börn, hið elzta 14 ára en hið yngsta fædd‘st í ár. VANTAR Menn til iðnaðarnáms Vér kennum mönnum að atjórna kif- reiðum og gasdráttar vélum, svo og að gera við þær, ennfremur að teikna sýn- isspjöld og nafnaspjöld, Ieggja stein í vegg, hitunar og vatnspípur í hús og rafmagnsvíra. Vér stjórnum líka hin- um stærsta rakaraskóla í Canada. Skrifið e.tir upplýsingum til Omar School of Trades & Arts. 483 Main St., Winnipeg Beint á móti City Hall Hið íslenzka stúdentafélag hefir skemtifund i fundarsal Únítara, homi Sherbrooke og Sargent Str., næsta föstudagskveld 24. þ.m. Margvís- legt og skemtilegt prógram hefir ver- ið undirbúið. Góðar veitingar verða fram reiddar. öllu íslenzku náms- fólki er boðið að koma. Komið öll og komið í tíma. Nefndin. Bréf á Lögbergi eiga: G. R. Guð- mundsson, Mrs. Guðrún E. Russell Árni Eggertsson, Björgúlfur Thor- lacius og Mrs. Karólína Dalmann. á laugardaginn var tók komhlaða sú hin mikla, er C.P.R. félagið á í Transcona, að síga og hallast til ann- arar hliðar, en hlaðan var þvínær alveg full af korn1, um miljón bushela talin vera í henni. Loks steyptist þakhvelfingin ofan af með miklu hruni, og við það stöðvaðist sigið, um miðja sunnudagsnótt; síðan hef- ir losað verið töluvert af korni úr henni svo að nú er fullvist talið að hún skemmist ekki meira en orö*ð er. Byggingin er úr steinsteypu og svo traust að hvergi hefir steypan sprung- ið, þrátt fyrir hallann og röskunina. Verkstöðvahús félagsins við korn- hlöðuna er alt óskemt og er nú ver- ið að flytja hveiti sem óðast úr korn-1 hlöðunni og koma þvi á vagna, er flytja það austur til vatna; ef stór-( rigningar koma ekki næstu daga, er ekki búist við neinum skemdum á hveitibirgðunum, er í hlöðunni voru. Tilboð hafa yfirmönnum félagsins komið frá ýmsum um að rétta við kornhlöðuna aftur, og telur Mr. Sullivan þau áheyrileg til fram- kvæmda. * Theodór Arnason Fíólíns-kennari. The Great Stores of theGreat West. og RIFFLAR FÍOLÍNS-KENZLA. Llndirritaður veitir piltum og stúlk- um tilsögn i fiðluspili. Eg hefi stund- að fiðlunám um mörg ár hjá ágætum kennurum, sérstaklega í því augna- miði að verða fær um að kenna sjálf- ur. — Mig er að hitta á Alverstone træti 589 kl. 11—1 og 5—7 virka daga- THEODOR ARNASON. og skotfæri sem fylla veiðitöskur -----------rétt er miðað.---------- ef Vorar stóru birgÖir af góðum riflum og byssum eru frá áreiðanlegustu smiðum og munu þykjá góðar þeim mönnum sem vilja eignast það bezta sem hægt er að fá. Þessar byssur eru af mörgum tegundum og frá alþektum verksmiðjum, til dæmis: Winchester, Savage og Browning félögum. Verðið munuð þér finna einstaklega sann- gjarnt og þess virði að líta eftir því. 1 ntercangeable llamnier Ityssur — Greener hlaup- l&s, harðvioar umgertS, “topsnap action rebounding locks”, valhnotar skefti, fullkomið skammbyssu hald, skór úr togleSri, hæf fyrir svart púður; 12-boraSar, 20 þuml. hlaup. $7-7? NiSursett verS, hver á Winchestex- Byssa, er taka má sundur, Model 1897. petta er vinsælasta Winchester byssa, meS sterku, ein- földu, hentugu og greiSu "take-down system” áföstu. pegar byssan er tekin sundur, er skepti og "action” í einu lagi og hlaup og skothólf og "action” renna saman. Hinir siSarnefndu partar haldast saman meS hringju, sem nefnist “receiver exten- sion.” 12 og 16 boraSar. VerS .............. $27.50 Winchester 351 — 20 þuml. sívalt hlaup, 6 skot. þyngd 7% pund. Prís .... .................—• —- .. .. 28.00. Skothylki hlaSin reyklausu púSri, i 12 og 16 boA-Sar byssur. Stokkur meS 26 — ........... 65c Tvíhleyptar hógbyssur—þær eru fyrirtaks góSajr og teknar I ábyrgS fyri reklausu púSri 30 þuml. hlaup. 12 og 14 boraSar Pris, hver ....*............................ 16.Í0 Winchester 38-72 eða 40-72 Riflar — 26 þumlunga sivöl hlaup; þyngd 7% pund VerS, hver ................................... 22.60 "The Bay” tvihleyptar, bóglausar byssur — HliS- arlás, “cross bolt action” EieS öryggislás, sem Tlnnur af sjálfsdáSum, Damascus hlaup, góSir stállásar, vel stiltir, sterkir, skepti út valhnotarviS; "nitro proved”, 12 og 16 boraSar. VerS, hver............................. ..... 38.00 Skothylki hlaSin svörtu púSri I 12 og 16 boraSar byssur. Stokkur meS 25 ................50c Byssu Olía— VerS, flaskan ............. .................. i0c. Látið ei bregðast að koma og skoða byssurnar Séra N. Stgr. Thorláksson fékk skeyti á þriðjudagskveldið frá Grand Forks um að koma suður þangað til föður sins, sem þar er sjúkur. Skcyt ið var frá Haraldi bróður séra Stein-1 grims, er nýskeð var kominn til Grand Forks með föður sinn vestan úr MacKenzie Co. Séra Steingrímur brá við og fór suður á miðvikudags- morgun. Eins og áður hefir verið auglýst við guðsþjónustu, byrja guðsþjóí- ustur i Skjaldborg kl. 7.30 á hverju sunnudagskveldi í stað kl. 7. Leggið hreytinguna á minnið. Skjaldborg býður alla þá hjartan- lega velkomna, sem hvergi annars- staðar eiga kirkjulegt heimili. En einkanlega langar liana til að verða þeim að liði, sem ókunnugir eru og þurfa á leiðbeiningum að halda. Prestur safnaðarins/séra Rúnólfur Marteinsson er til viðtals á skrif- stofu sinni i kirkjunni á eftir hverri guðsþjónustu* Kirkjan er á Burnell stræti við suðurenda Alverstone strætis. Mun- ið staðinn og stundina. Einar Long, forseti. SNOWDRIFT BRAUÐ er vel bakað brauð, alveg eins í miðju eins ogað utan Elr létt í sér og bragðgott, og kemur það til af því að það er búið til í beztu vélum og bakað í beztu ofn- um. 5c brauðið TheSpeÍrs-Parnell Bakins: Co. Ltd. Phone Garry 2345-2346 Pappfr vafin utan um hvert brauð Ashdown’s Cole’s Hot Blast OFNAR Spara eldivið. Cole’s Hot Blast sparar og nýtir til hita gas af harð- kolum og mjúkum kolum, kola úrgangi og lignite, sem fer sína leið upp um reykháfinn ónotað í öðrum ofnum. Þessir ofnar eru smíðaðir úr miklu þyngra efni en aðrir ofnar, jafnvel hinir beztu. Þeir eru mjög endingar góðir, þar sem mikið þarf að kynda, í heimahúsum, skrifstof- um, búðum, skólum og kirkjum. No. 12D Cole’s Hot Blast ofnar................ $12.00 No. 16D ................................... 16.00 Nó. 18D “ “ " " ............... 18.00 No. 206 “ " " ' " ........... .... 28.00 No. 2 Tortols ofnar.......................... 6.50 No. 3 “ " 7.76 . * ?ío. 4 “ “ .......;.... .............. 9.00 No. 5 “ " 10.50 No. 11 Bonny Oak ofnar..................... 5.75 No. T3 “ " " .... ,V_ .... ...... 7.25 No. 15 ........... .... ................... 9.00 No. 17 " " " .... ........ •....... 12.00 No. 19 " " " ..................... 14.00 Skoðið ifin,-í gluggana hjá’.-.-.’. .-. -.. 7.- ..’ ASHDOWN’S PREMIUR ókeypis fyrir ROYAL CROWN sápu umbúðir. Strawberry, Rlpe, No. 1335. PeaeheB and Cream, Xo. 1336. Water Melon & Plums, No. 1367. Catitaloupe & Grapea, Xo. 1368. CherrJ*>n & Plneapplen. Xo. 1369. Geymið sápu miðann og um búðirnar. Þau eru dýrmæt. Eignist eina af þessum dýr mætu premí- um fyrir ekki neitt. Vér sýnum hér nokkrar af vorum 16x20 þml. mynd um prentaðar með mörgum fögrum lit- um á góðanpappír, Kjósið hverja sem vill ókeypis fyrir 15 Royal Crown sápu umbúðir hverja. Þér getið fengið hverja sem er af þeim í fögrum um gjörðum, giltum eða máluðum með gleri og öllu tilheyrandií umbúðum til flutn" ings fyrir 200 Royal Crown sápu um- búðir hverja. Betri umgerðir úr eik og gilt fyrir 400 Roya! Crown um- búðir hverja. Pink Roses, No. 1365. Water Lllies, No. 1366. Grapes & Peaches, No. 1370. Apple Blossoms, No. 1344. Old VirKÍnia, No. 1359. Viðtakandi borgi burðargjald fyrir málverk í umgerð. Stórt úrval af öðrum premíum. Sendið nafn og áritun. Vér skulum aenda yður verðskrá vora ókeypis. The Royal Crown Soaps PREMIUM DEPARTMENT ‘H’ WINNIPEG, MAN. Afbragðs brauð Gæði ..Canada brauðs“ eru alt- af ein8. Gerð eins góð og mög- ulegt er og alla tíð eins, altaf fyrirtak. Agætlega bragðgóð, Yfirtak fíngerð Alveg hrein og gallalaus. búin til í nýtízku bökunarhúsi með nýjustu vélum af allra kunnáttu- mestu bökurum. Verðið á Canada brauði er sama og á vanalegum brauðum. Ðiðjið ætíð um CANADA BRAUÐ 5 cents hleifurinn. Fón Snerbr. 2018 Sölumenn óskast1 til að »elja fyrirtaks land I ekrutali, til gaiðamats ræktunar. Landið er nálægt Transcona, hinu mikla rðn- aðarbóli. Jarðvegur er svartur svörður á leir. Ekkert illgresi. Mikill ágóði í vændum, bæði fyr- ir þann aem kaupir og fyrir sölu- mann. Verð $385.oo ekran $20 niður og $10 á mánuði, eða með þeim kjörum; sem um semur. J. A. Kent & Co. Ltd. Fasteignasalar 803 Gmfederation Life Bldg., Winnipeg, Man. „Ragaðu það ekki bróðiru Komið nú úr öllum áttum, ótal hef eg kindarhausa, eg sel þá þegar svona' er fátt um sjö cents stykkið, g a 11 a 1 a u s a. Einniglefni í blóðmör og lifrarpilsur. Meira hangiket á laugardaginn, og ótal fleiri vörur með syrgjaadi góðu verði. S. 0. G. Helgason Phone: Sherbrooke 85 0 530 Sargent Ave., Winnipeg Ökrífstofu Tals. Main 7723 HeimilÍsTals. 8Hcrt>. 1 704 MissDosiaC.Hdldorson SCIENTIFIC MASSAGE hwedish íck Cymnasium and Manipula- tiona. Diploma Dr. Clod-Hanaena Institute Copenhagen, Denmark. race Maasage and EUectric Treabnenta • Specialty 8ul«e 26 ateol Block, 360 Port.ge Av. Gísli Goodman TINSMIÐUR VERKSTŒÐI: Korni Toronto og Notre Dame Phone HeimlHs Oarry 2988 Qarry 899 Company Bestu skraddarar og loðskinna salar. Lita, hreinsa, pressa, gera við og breyta fatnaði. Bezta fata efni. Nýjasta tízka. Komið og skoðið hin nýju haust og vetrar fataefni vor. 866 Sherbrooke St. Fón G. 2220 WINNIPEG 4—mmmm—mmmmmmKÍ Auglýsið í LÖGBERGI Tals. Sher.2022 R. H0LDEN Nýjar og brúkaðar Saumavélar. Singer, White, Williams, Raymond, New Home.Domestic.Standard.Wheeler&Wilson 560 Ellice Ave., við Sherbr. St. Winnipeg HOLDEN REALTY Co. Ðújarðir og Ðæjarlóðir keyptar seldar og teknar í skiftum. 580 Ellice Ave. Talsími Sher. 2022 R£tt við Sherbrooke St. Opið á kveldin FRANK GUY R. HOLDEN W|>a|ey’s Lyfjabúð |e 1 Því ekki aö fóna eftir þvi sem þér þurfið meíS í lyfjabúðinni. ÞatS er alveg eins gott. Þa6 er alveg eins fljótlegt. Þaö kostar ekkert meira. ReyniS oss í dag, etSa á morgun eða í fyrsta sinn sem þér þurfið á einhverju úr lyfjabúðinni aö halda. FRANKWHALEY íJresrription ÍJrnggiat Phone Sherbr. 258 og 1130 Shaws 479 Notre Dame Av. Stærzta, elzta og bezt kynta verzlun meö brúkaöa muni í Vestur-Canada. Alskonar fatnaður keyptur og seldur Sanngjarnt verö. +++++++++++++++++++++4 Phone Garry 2 6 6 6 — Prince Arthur af Connaught, sonur landstjóra vors, giftist i vikunni sem Ieiö frændstúiku sinni, hertogadóttur frá Fífi, dóttur- dóttur Játvaröar konungs. Erki- biskup gifti þau, meö aðstoö bisk- upa og annara göfugra klerka. Englandskonungur var svaramaö- ur brúSarinnar. Rá'ðgjafar í Ottawa gáfu þeim borðbúnaö í brúöargjöf meö 26 silfurgripum. — Hjónaskilnaöir fara í vöxt á Frakklandi. ÞaS er nýlega tekið í lög þar í landi, aö þaö hjónanna sem upptökin á, skuli skyldugt til aS greiða hinu skaðabætur auk venjulegs lífeyris.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.