Lögberg - 06.11.1913, Síða 7

Lögberg - 06.11.1913, Síða 7
LOGBEKG, FIMTUDAGINN 6. Nóvember 1913. T Alþýðuvísur. Til Krístjáns Ásg. Benedikt*sonar. Þaö var mér sönn en óvænt ánægja, þegar eg las grein þína stýlaöa til min þann 31. Ágúst síöastl., því meö henni hefir þú gert mér og málrún- um mikinn greiöa. Eg heföi helzt viljað, aö eg heföi ekki þurft aö rita á móti henni, nema þakka þér fyrir; en mér skilst aö þú hafir ekki lesiö nákvæmlega rétt eöa íhugað nógu vel ritgeröir okkar Jónasar, sem uröu til- efni fyrnefndrar greinar, og þar af leiðandi gert ranga ályktun um sum atriði. Þess vegpa ætla eg að taka nokkur þeirra til nánari yfirvegunar, með þeirri ósk og von, að þú athugir þau betur. Vísan ‘'Benjar daml”. Þú segir aö eg segist ekkert nafn geta fundið úr henni. Eg segist ekk- ert nafn geta fundiö eftir réttum stöf- þvi þó ekki sé ruglað nema einum staf, er það ekki rétt. Eg fann strax þegar eg var búin að athuga vísuna, aö hún batt annað hvort Sigurðar eða Kristjáns nafn. Eg náði Sig- uröar nafninu réttu með rugluðum stöfum, og þess lét eg strax getið; en um Kristjáns nafnið gat eg ekki, af því eg gat ekki vel náð einum stafnum, en þar var ekki ruglað nema einum staf; svo bið eg Jónas segja, hvort nafnið sé. Eg segist vita, að eg hafi rangt fyrir mér, því hann muni bæði þekkja manninn, sem orti vísuna, og vita að hún sé eftir réttum stöfurn; því eftir hans ■eigin oröum vissi eg, að hún var eftir núlifandi manfi og honum kunnan, og hafði því enga ástæöu til nð rengja hann um það. Nú skrif- ar hann aftur og segir mér nafnið og hver maðurinn sé. Þetta hefði eg látið mér lynda og ekki dottið í hug að fara að gegnrína vísuna meira í opinberu blaði, hver sem í hlut hefði átt, sízt þar sem jafn greindur, fróður og mentaður maður og þú, átti hlut að tnáli, hefði Jónas ekki gjört athugasemd á eftir, bæði við þina og fleiri málrúnavísur. Þá at- hugasemd hefi eg ástæðu til að ætla að þú haíir ekki lesið; þess vegna set eg hana hér orðrétta: “í sambandi við þetta leyfi eg mér að benda þér á eitt, sem eg á bágt með að skilja að*þú vitir ekki, jafn fróð í mörgu og þú ert, að það eru fæstar af þessum nafnbundnu vís- um, sem eiga algcrlega heima málrúnum; þaö geta verið einn eða tveir stafir úr nafninu. sem eiga þar heima, en hinir þá í ráðgátum ('ráð- rúnumj, samlíkingum og Eddu; t.d. Kristjáns visan er, eins og þú munt sjá, mest úr ráðgátum og samlíking- um, nema “drafnar vörn” úr mál- rúnum; eins er visan hans Hákonar i Brokey; að eins fyrsti stafurinn er iir málrúnum en hinir allir úr Eddu •og ráðningum.” í sömu ritgerð seg- ir hann að vísan, sem gamla Dakota konan segir, að innibindi Jóhanns nafn og hefir þýtt rétt hvern staf; hún segir vísan sé eftir Hannes .stutta og bindi lians nafn. Þessi yfirlýsig í heild sinni kom mér til að tæta sundur vísuna þína og svara, því eg væri ekki eins hand- gengin Eddu og hann héldi, þyrfti lieldur ekki að leita þar til að finna að vísan þín væri málrúnavisa. Svo þar á eftir, en ekki á undan eins og þú segir, ræð eg vísuna rétt eftir málrúnum, nema einn staf, eftir því sem þú sjálfur segir. Þú segir hann fari rétt með hana. Þegar þú hefir lesið athugasemd hans við hana, munt þú tæplega líta svo á. Þú segir eg sé víst að varpa villu- Ijósi yfir til lesenda Jónasar. Það er ekki rétt á litið hjá þér. Eg veit hann er fróður og greindur maður og góður hagyrðingur, og eg les alt, ■sem hann ritar í íslenzku vikublöðin og læri sumar vísurnar hans jafnóð- um og eg les þær. En hann hefir reynt ð varpa villuljósi yfir málrún- ir, og með því sem hann hefir lagt til þeirra mála, varpað sjálfur tals- verðu villuljósi yfir vísdóm sinn; eg liefi reynt, og gamla Dakota konan, uð halda yfir málrúnum réttu ljósi; hann hefir alt af verið að leitast við, uð slökkva það. Hvað honum hefir gcngið til þess, Jiefi eg enga hug- mynd um, nema ef vera skyldi af- brýði yfir þvi að konur stóðu hon- um framar í þeirri list að þekkja málrúnir. Eg kalla það að slökkva rétt ljós eða varpa villuljósi yfir málrúnir, þegar því er opinberlega lýst yfir, að í flestum þessum nafnbundnu visunt sé ekki nema einn eða mest tveir stafir úr málrúnum; því hvernig retti þá nokkur að geta áttað sig á því, hvað rétt er af því sem um þær hefir verið ritað, meðan alt af er slegið stryk yfir hverja rétta skýr- ing og þýtt á rangan veg? Til dæm- is Jóhanns nafnið; þar færði hann J. eitt orðið frani og annað aftur, gerði ós að e og jökut að ess, og þannig afbakar hann alia vísuna til að hafa sitt fratn, og segir að jökull geti ekki þýtt ís. En nú vill svo vel til, að vitnis- burður Dakota konunnar er sannað- ur, og þú segir, að eg hafi ráðið þina vísu málrúnalega rétt að einum undanskildum, og endurtekur sjálf- ur hvern staf og þýðir til rjálrúna. Þar að auki segir þú það muni vera skáldaleyfi, að rugla stöfum í nöfn- um og jafnvel óhjákvæmilegt, þeg- ar um löng nöfn sé að ræða. Þá er það sannað þar með, að ekki er nein rcgla fyrir þvi, hvc nær rugla megi stöfum og hvenær ekki. Því sé mögulegt að ráða löngu nöfnin, þá ætti að vera hægra að ráða þau stuttu, þó stafir séu ruglaðir. Þú samsinnir, að ís og jökull þýði það sama, og hefir þannig í öllum atrið- um sannað mitt mál, og er eg þér sannarlega þakklát fyrir. Þú segir eg segi að það hafi oftar en einu sinni komið fyrir í Löbergi, að ká sé stungið og verði þess vegna g; þar hefir þú ekki lesið rétt; eg segi, að það hafi fjórum sinnum komið fyrir í málrúnavísum, sem birzt hafa í Lögbergi, að þar hefir staðið ká, sem átti að vera g, og skal eg nefna þér tvo þeirra stafa og er þannig orðað: hruflur tvær; þetta sagði eg vera tvö ká; en sá, sem sendi vísuna til blaðsins, sagðist jafnan hafa heyrt, að það þýddi tvö g, en sjálfur getur þú um dæmt, hvort réttara er. Nú sný eg mér aftur að vísunni Benja daml. Þú segist ekki geta áttað þig á, hvernig eg samþýði reið og drafnar vörn; eg býst við þér þyki mér ekki takast þar vel, en samt ætla eg að reyna að gera þar úrlausn á. Flestir fulltiða menn hafa heyrt talað um sjóorustu; en þar sem orusta er, þar er bæði sókn og vörn, og þegar og eins og nefnt er sjóorusta, þá má eins kalla sjó- vörn og sjósókn. Það er til hval- fiskur, sem vanalega nefnist reiður eða reið; eg hefi oft heyrt sagt frá því, að húri hafi varið skip á sjó fyr- ir illhvelum, sem að hafa sókt til að gera því skaða, og þannig frelsað skip og skipshöfn; og þar sem hún hefir ekkert vopn, verju eða vígi nema sjálfa sig, þá getur þessi sjó- hetja kallast sjóvörður (sjóvörn), og þannig samþýðst drafnarvörn. Þú segir mér yfirsjáist á orðinu daml; eg treysti mér til að samþýða það stungu, eftir orðtaki á Suðurlandi, ef það hefði staðið í sambandi við benjar, feins og eg hélt fyrst; en það var ekki það, sem eg rak í tána, þótt það liti svo út, heldur norðrabörn. ! Eg gekk út frá því, að það orð þýddi | tvo stafi, og þrátt fyrir svo ná- | kvæma þýðing, sem eg hefi fengið á vísunni, rek eg jafnt í það tána eftir sem áður. Benjar gera fleirtölu, en geta þó samþýðst kaun, því það orð getur sýnt fleirtölu án þess að breyt- ast; en rúnina is get eg ekki sam- þýðt börn, því orðið börn sýnir fleiri en eina persónu; en eg get enga fleirtölu fundið við orðið is, sem geti samþýðst börn, en sýni ekk’i nema einn staf, svo eg segi nú eins og þú: það er meira en eg get áttað mig á. Þú segir eg hafi drepið tá i málrúna hildarleikunum við Jónas; eg get ekki verið að hafa á móti þvi. En hafi eg drepið tá, þá hefir hann fallið þar sem hann í þinni vísu seg- ir ekki nema einn staf úr málrúnum, en eg að þínum eigin dómi þýði þá alla málrúnalega rétta nema einn, sem cg segist ekki skilja, en læt þess jafnframt getið, að þú munir geta þýtt hann rétt og sem þú hefir gert; en af þvi eg veit það sjálf, að það er ísrún, sem eg hefi rekið í tána, ef eg annars nokkurs staðar hefi rekið hana í í sambandi við þessa visu; og Jónas hefir, eftir samhljóða vitnis- burði fjölgandi vitna. fallið um sömu rún i Jóhanns nafninu. Þá set eg hér þessa meinlausu gamanvísu: Heyra fcngu höldar skell, hljómar bergmál víða: Jeg drap tá en Jónas féll jökul rún um friða. Nú bið eg þig að fyrirgefa, að eg gerði þína vísu að umræðuefni. Mér sárnaði að heyra því lýst yfir, að hún væri ekki málrúnavísa; og mig langaði að biðja þig að þýða hvern staf í nafninu, en eg hugsaði þú mundir leiða það hjá þér og ekki ansa mér, þess vegna tók eg þetta ráð, því eg vissi að þú mundir ekki þola að eg rangfærði nokkurn staf og þú mundir fljótt leiðrétta það. Þessi tilraun min hefir hepnast vel og betur en eg bjóst við, þvi, eins og þér hlýtur að skiljast, gat mér ekki dottið í hug að græða annað á henni en að fá þig til að sýna að vísan væri málrúnavísa; því eg var sannfærð um, eins og eg var áður búin að taka fram, að Jónas vissi að nafnið væri eftir réttum stöfum. Eg get sagt eins og þú: eg hefi ekki fengist mikið við málrúnir; þrjátíu ár eru síðan eg lærði þær, og gátuna: “Fór jeg eitt sinn á fiskum viða”, af Brynjólfi Jónssyni á Minna Núpi. Eg hefi ekki ráðið neitt nafn fyr cn síðastliðið ár. nema það, sem eg hefi borið sarnan við þær ýmsar nafnbundnar vísur eftir þá höfunda, sem eg hefi þekt nöfnin á; en það getur oft verið mjög erfitt að finna út nafnið eða stafina i nafnnu, þó maður viti hvert það sé. Það er líka alt annað að þekkja stafrófið en að finna út hvert nafn sem vera skal; «ð mínu áliti þarf meir en meðal þekkingu og igrundun til þess að geta fundið hvert nafn kenning- ar, nafn, orðtak eða orð sem þær geta náð út yfir; en oftast hygg eg sá, sem nokkuð er inn í málrúnum, geti fundið hvert nafn bundið er með þeim og það þó hann geti ekki náð nafni, því það getur oft strandað á einum staf. Nú held eg að eg hafi ekki ástæðu til að ræða þetta málrúnamál leng- ur; þú hefir alveg leyst mig af hólmi með þinni skýringu. Mín svo vandast mærð, þó skökk máls af granda verði; fræðalandið færi þökk frá mér branda njerði. Fyrir lið, sem lagðir mér lotu við málrúna, lukkan bið eg leiði hér lárvið niðil túna. (Mrs.) H. G.. Eldeyjarförin. Frá henni er sagt í Vísi nýlega á þessa leið: Til Eldeyjar fór Þorsteinn Kjar- val 1. Okt að ná þar súluungum. Kjarval hefir leigt Eldey af lands- stjórninni. ÆtlaðJ hann þangað út síðari hluta Ágúst, en ilt var um skipakost og fólk og enn verra um hagstætt veður. Eldey liggur í miðri Reykjanesröst 12 rastir undan landi, og er alt af hafrót við eyna og ómögulegt þar til 1 uppgöngu1 nema í allra blíðasta veðri.l En aldrei stóð svo á fyr en fyrsta Okt. að öll þessi skilyrði væru fyrir hendi, einkum var þó veðrið sem bannaði förina. Þó reyndist svo síð- ast þegar á átti að herða, að menn- irnir voru hvikulli en nokkurn tíma veðrið, því af 30 er ráðnir voru til fararinnar komu að eins 8, var þó I beðið eftir þeim frá kl. 6 að kveldi, en þá voru siðustu forvöð og varð að leggja á stað svo fáliðaður, eða að öðrum kosti að gefa alveg upp förina. Skip það, er Kjarval hafði nú leigt var Lesley gufiskip Edinborgar- verzlunar. Um 11. stundu var lagt af stað af Reykjavíkurhöfn; veður var hið feg- ursta, stjörnubjart og hægur austan- andvari. Það lá ekki annað fyrir en að ganga til náða. Menn voru að ræða fram og aftur hvernig ganga myndi. Er þeir fóru af bryggjunni, voru ýmsir til að spá þeim verstu hrakfar- ar og víst var óhugur nokkur í þeim félögum. Bjuggust þeir ýmist við slæmri lendingu, örðugri uppgöngu eða að öll súlan væri nú flogin, því hún fer að fljúga þegar í Ágúst. Loks sleit svefninn talinu. Um kl óýí morguninn eftir voru veiðimenn vaktir, var þá eyjan fyrir stafni allhá. Tóku menn nú að týgja sig til í flýti, en allir höfðu legið í fötum um nóttina. Skipið nam staðar kl. 7 skamt frá eynni. Ekki voru tiltök að leggjast, því hyldýpi er hér, og varð að andæfa með gufuvélinni. Var nú farið í bát og róið að eynni norðvestanverðri. þar er eini staður- inn sem hugsanlegur er til uppgöngu, er þar þrep pokkurt all hátt að aust- an, er lækkar til norðurs og gengur þar í sjó; var nú flóð mikið o.g stór- streymt. Þeir náðu eynni kl. 8, öldu- gangur var þar mikill þótt fogn væri og harður súgur, varð því að hafa alla aðgæslu. Stukku þeir á land einn og einri í einu þar til s.voru komnir og gekk það klaklaust, en hinir 3 reru síðan bátnum nokkuð frá og biðu þar, var það nokkur róður, því fall var, all mikið. Þeir fimm fóru nú að leita fyrir sér um uppgöngu á eyna, en þar var ó- greitt umferðar, ýmist glerhálar klappir og votar af ölduslettum eða sleipar af fugladrit, er ofar rró. Eftir mikla örðugleika komust þeir þó upp þar að er var festin, sú er Hjalti skipstjóri Jónsson setti árið 1894 og nota varð til að komast upp á brún- ina. ('Hjalti var fyrstur maður svo sög- ur fara af. sem fór upp á Eldey. Það var 30? Maí 1894. Voru þeir í þerri för 3 bjarggöngumenn úr Vestmann- eyjum: Ágúst og Stefán Gíslasvnir auk Hjalta. Vorið áður hafði Hjalti gert veg upp Fláadrang undan Dyr- hólaeyju, og var hvorttveggja þrek- virki. En nú var festin slitin. Hafði efri endinn slegist fyrir klettnybbu og náð- ist ekki til hans, en hinn neðri hékk i keng er hann hafði verið festur við. Varð að snúa aftur og ná i krók- stjaka úr bátnum. Þeir úti heyrðu ekkert fyrir sjávarhljóðinu er kallað var til þeirra, en þeir skildu brátt og komu, er eyjarmenn gátu látið þá taka eftir bendingum sinum. Loks náðist i festarendann, var festin skeytt saman og svo komust þeir upp. Hafði uppgangan tekið 4 klukkutínia, enda varð vfða að nema staðar til að reka nýja járnfleyga í bergið eða treysta aðra er þar voru fyrir. Ekki urðu þeir nema tveir, sem lásu sig upp keðjuna, enda var þar vís bráður bani þeim sem af festinni misti og því óvarlegt alls óvönum að leggja sig í þá hættu, en þeir félagar voru allir óvanir bjarggöngu. Þeir sem upp komust, voru Sigurð- ur Gíslason sjómannaskólapiltur, og Ágúst Snædal, fullhugar miklir. Þegar upp á eyjarbrúnina kom, gafst á að lita. Eyin er óslétt mjög, eins og verstu hraun, með gíótum og sprungum, eru sumar fullar af fugla- drit og sekkur mjög í ef á er stigið. en vart sér til botns i öðrum. Eyin er nokuð ílöng. um 90 faðmar frá suð- vestri til norð-austurs, en á hinn veg- inn um 50 faðmar. Þess varð þegar vart, að eyjarbú- I ”m —súluungunum —bótti illir gest- ir komnir til þeirra, því þeir bvrpt- | ust að þeim félögum og gerðu að þeim óp mikið og lögðu til þeirra með nef- inu, þeir sem hugaðastir voru. Var auðsæ full alvara þeirra að verja land sitt fyrir illþýðinu svo sem framast I voru föng til. Þeir félagar komu tómhentir og i bóttust hafa illa aðstöðu í bardaga jiessum og tóku þeir að kalla til fé- latra sinna, er stóðu niðri í berginu og biðja þá uni barefli, en illa heyrð- ist sem fyr og vatð að reyna með bendingum að láta vitað hvað þeir vildu, og tókst loks eftir ítrekaðar tilraunir. '\roru nú bátnum gefnar bendingar og í hann sóttar kylfur tvær. Þeir Sigurður höfðu snæri með sér og létu það renna niður og voru kylf- urnar bundnar þar í og dregnar sið- an upp. Ætluðu súluungar þá að fara að fagna sigrinum er þeim vjrtist féndur sínir vera að leggja á flótta, en sú gleði stóð ekki lengi, því þegar kylf- urnar voru komnar lögðu þeir félag- ar til orustu fyrir alvöru, féllu nú súluungar í hrönnum; en er þeir sem fjær voru sáu hvað verða vildi, lögðu jieir á flótta og hentu sér upp á lif og dauða fram af berginu niður í sjó, en enginn getur um það sagt hversu þeim farnaðist. Þeir voru ekki nærri fleygir sumir hverjir og hafa ef til vilí lent á klettasnösum og orðið þat illa úti. Eftir fjórar klukkustundir var eyin rudd og höfðu þeir þá og varpað nið- ur fyrir björgin öllum valnum rúm- um fjórum hundruðum af súluung- um. Sjálfir voru þeir félagar svo illa til reika að hvergi sást í þá fyrir ó- hreinindum. Voru nú bátunum gefnar bendingar Nú var nokkur stormur kominn og ])ví eigi ráðlegt að dvelja að óþörfu. Þeir félagar héldu niður þennan eina veg sem til er og ætluðu í skyndi út til skips. En Sigurður sá á leiðinni nokkra súluunga er fallið höfðu í flá nokkra í berginu og stað- næmst þar. Hann vék sér þangað til þess að ná þeim, en á leiðinni til þeirra misti hann fótfestu í glerhálk- unni og rann langar leiðir niður í hafið. Það var lánið, að hér átti vel syndur maður í hlut. Öldugangurinn var hvað mestur á þessum stað þar eð þar var grunnsævi. En aldan tók hann þegar og færði hann upp að berginu, en Sigurður kom fyrir sig fætinum og gat spyrnt í bergið. örð ugt var að komast út af grynningun- um, því hver aldan tók hann af ann- ari og var hann stundum í kolgrænu kafi, en önnur skifti hátt uppi; loks tókst þetta um síðir. Synti hann nú norður fyrir eyna jiar sem sá til þeirra félaga er í landi voru. Hann hrópaði til þeirra, en það heyrðist ekki; svo fór hann að veifa húfunni og loks sáu þeir hann. Var nú veif- að til bátanna, sem voru fyrir austan eyna að tina upp fuglinn, sem niður hafði verið hent. Sigurði hafði dottið i hug að synda til þeirra. en það voru ekki tiltök, því straumur- inn var svo harður. Hann hélt því í var og beið þess að bátur kæmi. Þarna í straumhléinu var all líf- legt, því þar hélt sig hópur sela; voru þeir forvitnir er þeir sáu þetta nýja lagardýr og komu all nærri, stungu sér og komu upp enn nær, einn stór- selurinn skaut hausnum upp svo sem fet frá honum, svo þeir hefðu getað heilsast með handabandi; þeir horfð- ust í augu um stund og svo lét selsi ölduna næstu færa sig í kaf. Nú kom báturinn og /’áði Sigurði og svo héldu þeir að þar er þeir Kjarval stóðu í landi. Nú var komið svo mikið brim, að mennirnir komust aðeins með naum- indum i bátinn og urðu þeir að skilja eftir poka með guano og verkfæri sin öll, var það tap sem nam um 130 kr. en við því varð ekki gert, næsta flóð hefir tekið það til “handargagns”. Inn á Reykjavíkurhöfn fór Leslie kl. 11 um kveldið efti nákvæmlega sólahrings burtuveru. Sailor. Pípan mín. Sitthvað mettar þankann þar þróttinn rétta lér það, mitt það léttir lundarfar— Ijótt í fréttum er það. J. J. G. Skýring. í 44 nr. Lögbergs þ.á. er þessi eld- gamla vísa: “Kroppurinn legst í kistu af tré”— o.s frv. Hún er kveðin af Magnúsi lögmanni Bjönssyni á Munkaþverá { erfis- drykkju eftir Harða Hall Bjarnason á Möðrufelli um Hall. Magnús lög- maður kvað hana við ekkju Halls í veizlunni og var þá lítið eitt hreifur af víni, segja Sýslumannaæfir. Hall- ur hafði ekki fengið sem bezt orð. Vísan er rúmlega 26 oára gömul. — 1 sambandi við þetta leyfi eg mér að geta þess, að fyrir nokkru síðan var bessi eftirfarandi vísa í Lögbergi, en ekki var hún rétt: “Skipið bakka Eyr- ar á” o. s.frv. Svona er hún rétt: Skipið bakka eyrar á enn til skakka sneri, árar raki svo að sá sundur sprakk á skeri. Þessi visa er í Tíðavísum afa míns, árið 1785. En að hann tekur svona til orða: “En til skakka sneri”, er vegna þess, að Eyrarbakka skipinu hafði borist á áður ’hvert árið eftir annað. og í þriðja sinni á þessu um- eetna ári. -Samanber Tíðavísur sra Tóns Hjaltalíns. J. J. D. í tveimur eimskpum og saltað og erkað síldina á Oddeyrartanga, fór eimleiðis til Englands í dag. Hann ráðgerir að reka hér sildveiði af 5 imskipum næsta ár, hefir og nú 'eigt tvær bryggjur í viðbót, þar sem tvegurinn á að stækka um meir en ’elming. í raun og veru mun þetta æra enskur útvegur þótt skipin séu ’alin frá Færeyjum til þess að geta wtað landhclgina hér. Haustannir eru iniklar á Akurevri >g atvinna yfirfljótanleg fyrir þá, sem í almenna vinnu vilja gefa sig. Fyrst er mikil vinna við slátrun alls ’>ess urmuls af lömbum, sem hingað . eru rekin, niðursöltun kjöts, fram-1 kipun á haustvörum og miklu af j ild og fiski frá sumrinu, uppskipun | haustvörum, korni og steinolíu og ýmsu fleira. Bátsetningur á land og ð ganga frá þilskipastól fjarðarins, viðgerðir á húsum o.m.fl. Góðviðri svo mikið á þessu hausti hér norðanlands síðan hretinu létti tm miðjan sept. að elztu rnenn segj- ist ekki muna slíka haustveðráttu. Kýr ganga enn viða úti og er gefin íema hálf gjöf. Jón Þorláksson landsverkfræðing- ur er hér í bænum að mæla fyrir vatnsleiðslu úr lindum i Kræklinga- hlið til Akureyrar. Vatnið er þar gott og mikið og nú munu allir á- sáttir um að taka vatnið þaðan, enda sr það ekki nema 1 kilom. lengra en úr Vargjárlindum, sem reyndust helzt til litlar. Eflaust verður nú farið að vinna að því af kappi, að koma vatnsleiðslunni í framkvæmd. Fiskilítið á Eyjafrði og Siglufirði síðustu vikur.—('Norðri.J Brimnesvitinn hefir verið endur- reistur í sumar og var kveiktur I. þ. n. Hann stendur 5 stikum austar en sá hrundi, sýnir hvítt, grænt og rautt ljós. Sjónarlengd hvíta ljóss- ins er 7 sml. Ellistyrknum á að úthluta núna í vikunni. Hafa sótt um hann gamal- menni jafn mörg og dagarnir eru í árinu, en til úthlutunar koma að eins kr. 5,500 og því ekki nema rúmar 15 kr. á hvern umsækjanda að meðal- tali. Lögin ákveða minnsta styrk 20 kr. og verður J>ví að minsta kosti fjórði hluti umsækjenda að vera án stvrksins. Barnaskóli Samúels Eggertssonar á Laugavegi 24B var settur 2 Okt. Þar eru nær 60 börn. Heybruni varð í Brautarholti á föstudaginn. Kviknaði í hlöðu, sem tekur 1,000 hfesta. En eldsins varð vart strax. Hjálp kom fljótt frá næstu bæjum svo 20 til 30 manns voru sam- an að ná út úr hlöðunni. Brunnu því ekki nema um 20 hestar. — Heyið haföi verið látið inn laklega þurt. Nú var það þurkað vel og komið inn aft- ur á sunnudag. — Vísir. ALLAN LINE Konungleg Póstgufuskip VETRAR-FERDIR Frá St. JoKn og Halifax Frá Portland til til Liverpool og Glasgow Glasgow FARGJOLD A FYUSTA PARRÍMI....$80.00 og upp A Ö»RU FARRÝMI........$47.50 A pRÍÞJA FARRÝMI......$81.25 Fargjald frá tslandi (Emigration rate) Fyrir 12 ára og eldri...... $56.1« “ 5 til 12 ára......... 28.05 “ 2 til 5 ára........... 18,95 “ 1 til 2 ára............ 13. 55 “ börn á 1. ári.......... 2.70 Allir frekari upplýsingir urn gufuskipaferðirnar, far bréf og fargjöld gefur umboðsmaður vor H. S. BARDAL horni Sherbrooke og Elgin, Winnipeg, sem annast um far- gjalda sendingar til fslands fyrir þá sem til hans leita. W. R. ALLAN 864 Maln St., Winnipeg. Aðalumboðsmafiur Testanlands. rv vví Jámbrautarvon. Frá íslandi. Heldur eins og dregur skugga á hana upp úr þessu þingi. En láti sér nokkur til hugar koma að bíl- aniir bæti úr þörfinni, þá er slíkt fásinna. Bezt lætur að þeir séu sem gæðingar til gamans, og þeir afar-dýrir. Vöruflutninganot verða aldrei af þeim, né fyrir almenning. Og fara að vega undir þá fyrir túrista væri og óvit, þó að blessun væri að koma túristum inn á eina sporræka braut, með sérstökum gistiskálum, því að landplága eru j>eir sveitafólki um sláttinn. Járnbrautin hlýtur að koma, al- veg óviðráðanlega. Hvað þýðir þessa miljónahöfn hér annað en járnbraut austur? Beiulinis lx>rg- ar hún sig ekki, sennilega? Skal þó engu um spáð. Hvcrnig var ckki spáð um simatekjumar. Vitn- að er í Jaðarbrautina í Noregi. Ekkert skal um liana sagt. En Jaðarinn sjálfan hef eg vel í minni frá sjó að sjá. i vikubarningi í norðangarði vorið 1869, og aftur þrætt þar ineð landi fram sumarið 1906, og get eg ekki hugsað mér meiri mun á bygð og gróðri en gjörst hafði á þeim tírna. Og láglendið austan- fjalls er margfalt frjórra en Jað- arinn. Brosti með sjálfum mér er til mín kom fyrir ]>ing í sumar einn stjórnmálamaðurinn hér nærlendis — ekki ]>ingmaður þó — og komst út í landsmál, og bar þar mest fyrir brjósti, að ekkert yrði úr járnbrautinni austur, — svo aö nærsveitirnar liér sætu áfratn að i bessu háa mjólkurverði í Revkja- vík! —V. Kbl, Sérstakar ferðir til allra staða í með CANADIAN NORTHERN RAILWAY Farmiðar til sölu frá 1. til 31. Des. 1913 HVAÐA LEIÐ SEM VILL. GILDIR 3 MÁNUÐI. MJÖG LÁGT FARGJALD Til hafna við Atlantzhaf til Heimalandsins og Evrópu-landa Farbréf seld á hverjum degi. Nóv. 7. til Dec. 31. Eftir hvaða leið sem vill. Góð í fimm mánuði. Gefið yður fram við umboðsmann Canadaian Northern járnbrautar og leitið upplýsinga, R. CREELMAN, General Passenger Agent, WINNIPEG taka við af honum. Sumir nefna til McBride, en hann ersagður vilja skerast í leikinn á Bretlandi og verðal þingmaður þar. Sumir nefna til Rogers, en ekki er svo langt komið að honurn verði bitinn gefinn. Flestum virðist Foster gamli ííklegastur, en tíðindavæn- legt verður það að líkindum, ef hann verður til að taka við for- menskuitni. Lítið er um undir- \ erfð þar undan j búning af stjórnarinnar hendi til iöggjafar í vetur og stefna hennar rnjög á reiki í þeim málum, sem j hún liefir um fjallað á þingi. Sam- ■ ........................ - komu þess á að fresta, þartil _ _ . „ .. r,m Borden kemur aftur, undir jólin. j MAKKKT TJOTEL Þetta er í annað sinn, sem stjórn- arformaðurinn tekur sér frí í ár, og er talið víst, að hann geri það ekki tilefnislaust. viö sölutorgiö og C.ity Hall $1.00 til $1.50 á dag Reykjavík, 16. Okt. 1913. Hera heitir nýtt mótorskip, sem Garðar Gíslason hefir látið smíða í Völundar-skipabirgi í vetur. Er það stærsta 0£ vandaðasta mótorskip, sem smíðað hefir verið hér á landi. Nokkuð yfir 60 fet að lengd milli stafna og varð að stækka birgið að mun svo hægt væri að srníða það þar inm. Það ber 19 smálestir, en gang- vélin hefir 38 hesta afl. Káeta er ]>ar handa nokkrum mönnum og ýms þægindi betri og meiri en menn hafa hér annars að venjast. Skipið er sérlega traust og fært í allan sjó, iafngott til innfjarðarflutninga sem fiskiveiða á úthafi. Yfirsmiður að því var Magnús Guðniundsson. Frá Akurcyri. — Færeyingurinn kafteinn Evcrsen, sem nú í nokkur tli seSJa a^ ser fofmenskunni, ár hefir rekið hér herpinóta síldveiði'ef cinhver fvndist vel hæfur til að Stjórnin í vandræðnm. Borden stjórnarformaöur er far- inn í sex vjkna ferðalag, sér til hressingar og hvíldar. Hann vill ekki láta trufla sig í því fríi, og hefir ]>ví ekki látið uppi hvar hann muni dvelja.. Hon. G. E. Foster verður formaður stjómarinnar meðan Borden er burtu. Sumir segja, að Borden sé illa haldinn af taugabilun, og tjáist sjúkdómur sá stafa af ósamlyndi félaga hans í ráðaneytinu og misklíð i flokkn- um, sem bitnar mikið á stjórnar- formanninum. Það er jafnvel sagt, að hann ntuni vera viljugur ar liafa farið halloka bæðt fyrir þeim og Mongoliumönnum, enda hafa ]>eir haft í mörg horn að líta. — Maður nokkur alþektur hefir j haldið fyrirlestra í London og j heldur því f ram, aö nýlendur Breta, sérstaklega Ástralía og | Canada, verði ekki teknar herskildi af ncinni' þjóð nema ef til vill af Bandarikjum, og færir fram þá ástæðu, að sá sem vilji leggja þær undir sig, verði að taka alt landið og hafa það á sínu valdi. Þar sé engin höfuðborg er beri svo mik- inn ægishjálm yfir landið, að það j sé unnið. þegar hún er tekin. — Prinsinn af Walcs verður 21 árs i Júní 1915 og á ekki að hugsa honum fyrir konuefni fyr en þá. Honum er ætlað að ferðast um nýlemlurnar það sumar, með líkri tilhögun og höfð var, l>egar faðir lians fór um rikið um aklamótin. — Tibet heimar af Kína fult sjálfstæði og skaðabætur að auki. Ófjiður hefir staðið þeirra i milli síðan Tíbet lýsti sjálfstæði sínu meðan uppreisnin stóðn Kinverj- Eigandi: P. O’CONNELL. Fluttur! Vegna þess að verkstæð- ið sem eg hef haft að undanförnu er orðið mér ónóg, hef eg orðið að fá mér stærra og betra pláss sem er rétt fyrir noröan William, á Sherbrooke. Þetta vil eg biðja við- skiftamenn mína aö at- huga. G.L.STEPHENSON *' The PLmber” Talsími Garry 2154 885 Sherbrook St., W’peg.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.